1. júlí 2015 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 1. varaforseti
- Bjarki Bjarnason (BBj) 2. varaforseti
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Eva Magnúsdóttir (EMa) 1. varabæjarfulltrúi
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 2. varabæjarfulltrúi
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Snædal Júlíusson
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1217201506020F
Fundargerð 1217. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 653. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Erindi Hestamannafélagsins Harðar um lækkun byggingargjalda 201506172
Erindi Hestamannafélagsins Harðar um að félaginu verði veittur styrkur til greiðslu byggingargjalda vegna stækkunar á félagsheimili.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1217. fundar bæjarráðs samþykkt á 653. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.2. Erindi Jóns Jósefs Bjarnasonar um boðun varamanna til bæjarstjórnarfunda 201506214
Jón Jósef óskar eftir því að verða látinn vita þegar aðalmaður getur ekki mætt á fundi bæjarstjórnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Íbúahreyfingin hefur frá því í maí 2014 litið svo á að Hildur Margrétardóttir sé varamaður bæjarfulltrúa framboðsins. Ástæðan fyrir því er sú að hinn 13. maí 2014, þ.e. stuttu áður en kjósendur gengu að kjörborði í sveitarstjórnarkosningum, sagði Jón Jósef Bjarnason, annar maður á lista framboðsins, sig frá öllu samstarfi við Íbúahreyfinguna í pósti sem hann sendi á stjórnarmenn. Í póstinum segir: "samstarfi okkar er lokið [...] næsti maður hlýtur að leysa mig af ef við náum 2 sætum". Þessa ákvörðun ítrekaði Jón opinberlega í hádegisfréttum RÚV þann 20. maí sama ár. Í fréttinni kom fram að hann teldi sér "ekki sætt" og ætlaði "ekki að taka þátt í starfinu á vettvangi bæjarstjórnar ef sú staða kæmi upp." $line$$line$Sú ákvörðun Jóns að fara fram á að taka sæti varamanns nú kemur félögum í Íbúahreyfingunni því á óvart. Jón hefur ekki starfað með Íbúahreyfingunni eftir kosningar og því ljóst að það starf er ekki á vegum Íbúahreyfingarinnar.$line$$line$Rétt er að taka fram að Íbúahreyfingin skilaði inn framboðslista sínum til sveitarstjórnar 10. maí 2014. Hann var undirritaður af Jóni 8. maí.$line$$line$Afgreiðsla 1217. fundar bæjarráðs samþykkt á 653. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.3. Útboð skólaakstur 2015 201503280
Tillaga um fyrirkomulag skólaaksturs fyrir skólaárið 2015-16 lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1217. fundar bæjarráðs samþykkt á 653. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.4. Mál íslenska ríkisins g. Mosfellsbæ vegna ágreinings um gatnagerðargjöld 201506305
Stefna íslenska ríkisins á hendur Mosfellsbæ vegna ágreinings um greiðslu gatnagerðagjalda lögð fyrir bæjarráð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1217. fundar bæjarráðs samþykkt á 653. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.5. Reykjahvoll - gatnagerð 201312026
Lagt er fyrir bæjarráð minnisblað með ósk um heimild til útboðs á fráveitu í Reykjahvoli. Í þessum áfanga er um er að ræða stofnlagnir og tengingu á fráveitulögnum hverfisins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1217. fundar bæjarráðs samþykkt á 653. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.6. Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur um að lögmanni Mosfellsbæjar verði falið að vinna minnisblað um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa 201503509
Minnisblað lögmanns lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1217. fundar bæjarráðs samþykkt á 653. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.7. Lýðræðisstefna Mosfellsbæjar 201206254
Lögð fram fyrstu drög að aðgerðaráætlun.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1217. fundar bæjarráðs samþykkt á 653. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.8. Ástu Sólliljugata 30-32, fyrirspurn um 3 raðhús 201504048
Skipulagsnefnd vísaði gjaldtöku vegna viðbótaríbúðar til bæjarráðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1217. fundar bæjarráðs samþykkt á 653. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 392201506014F
Fundargerð 392. fundar skipulagnefndar Mosfellsbæjar lögð fram til afgreiðslu á 653. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Erindi Aleflis vegna uppbyggingar Háholts 21 201504263
Magnús Þór Magnússon f.h. Aleflis ehf. leggur fram tillögu að byggingum á lóðinni nr. 21 við Háholt unnið af VA arkitektum dags. 18.06.2015.
Sigurður Einarsson arkitekt og höfundur miðbæjarskipulagsins mætti á fundinn og kynnti umsögn sína um erindið.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 392. fundar skipulagsnefndar Mosfellsbæjar samþykkt á 653. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.2. Gerplustræti 2-4, ósk um breytingar á deiliskipulagi 201506053
Kristinn Ragnarsson arkitekt f.h. Kjarnibygg ehf. óskar 3.6.2015 eftir breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi tillöguuppdrætti og skýringargögnum. Frestað á 391. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 392. fundar skipulagsnefndar Mosfellsbæjar samþykkt á 653. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.3. Gerplustræti 1-5, ósk um breytingar á deiliskipulagi 201506052
Kristinn Ragnarsson arkitekt f.h. Kjarnibygg ehf. óskar 3.6.2015 eftir breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi tillöguuppdrætti og skýringargögnum. Frestað á 391. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 392. fundar skipulagsnefndar Mosfellsbæjar samþykkt á 653. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.4. Grenibyggð 11, umsókn um byggingarleyfi 201506027
Brjánn Jónsson Grenibyggð 11 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja bílskýli, sólskála á bílskýlis- og bílskúrsþaki og stækka garðskála hússins í samræmi við framlögð gögn.
Stærð sólskála 22,0 m2, 68,1 m3, stækkun garðskála 3,4 m2, 9,1 m3, stærð bílskýlis 10,7 m2.
Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið. Frestað á 391. fundi.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 392. fundar skipulagsnefndar Mosfellsbæjar samþykkt á 653. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.5. Erindi Bláskógabyggðar vegna Aðalskipulags 2015-2027 201506103
Með bréfi dagsettu 27.05.2015 sendir skipulags- og byggingarfulltrúi uppsveita Árnessýslu til umsagnar verkefnislýsingu fyrir endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar. Frestur til að gera athugasemdir er til 26. júní.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 392. fundar skipulagsnefndar Mosfellsbæjar samþykkt á 653. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.6. Erindi Reykjavíkurborgar - Deiliskipulag Esjumela Kjalarnesi 201506102
Með bréfi dagsettu 4.06.2015 sendir skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar til umsagnar verkefnislýsingu fyrir deiliskipulag fyrir Esjumela á Kjalarnesi. Óskað er eftir umsögn fyrir 25. júní.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 392. fundar skipulagsnefndar Mosfellsbæjar samþykkt á 653. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.7. Litlikriki 3-5, fyrirspurn um þrjár íbúðir í stað tveggja. 201503299
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi, sbr. bókun á 389 fundi, var grenndarkynnt með bréfi dags. 22. maí 2015 með athugasemdafresti til og með 22.
Athugasemdir bárust frá eigendum Litlakrika 7.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 392. fundar skipulagsnefndar Mosfellsbæjar samþykkt á 653. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.8. Grunnskóli v/Æðarhöfða og bílastæði golfvallar, deiliskipulag 201504234
Verkefnislýsing fyrir deiliskipulag, sbr. bókun á 389. fundi, var auglýst til kynningar 28.05.2015 og send Skipulagsstofnun til umsagnar. Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar dags. 3.06.2015.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 392. fundar skipulagsnefndar Mosfellsbæjar samþykkt á 653. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.9. Fyrirspurn um aðstöðu fyrir Reykjalund við Hafravatn 201409208
Lagður fram tölvupóstur frá framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Reykjalundar frá 11.6.2015, þar sem hann óskar eftir að afstaða verði tekin til erindis Reykjalundar um aðstöðu við Hafravatn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 392. fundar skipulagsnefndar Mosfellsbæjar samþykkt á 653. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.10. Umferðarmál í Mosfellsbæ 2015 201506201
Lagt fram minnisblað um umferðarmál í Háholti-Bjarkarholti og skýrsla um hraðamælingar í Arnarhöfða.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 392. fundar skipulagsnefndar Mosfellsbæjar samþykkt á 653. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.11. Leirvogstunga, breyting á deiliskipulagi - stækkun til austurs 201311089
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi við nýja götu austan Kvíslartungu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 392. fundar skipulagsnefndar Mosfellsbæjar samþykkt á 653. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.12. Suðvesturlínur, framkvæmdaáform 2015 201506147
Á fundinn mættu fulltrúar verkfræðistofunnar Eflu og Landsnets og kynntu áform fyrirtækisins um nýframkvæmdir við Suðvesturlínur, þ.m.t. spennuvirki norðan Sandskeiðs, og niðurtekt Hamranesslína.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 392. fundar skipulagsnefndar Mosfellsbæjar samþykkt á 653. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.13. Selholt, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag 201410300
Lögð fram til kynningar drög að nýrri staðsetningu og deiliskipulagi fyrir Stórsögu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 392. fundar skipulagsnefndar Mosfellsbæjar samþykkt á 653. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.14. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 7 201506017F
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 392. fundar skipulagsnefndar Mosfellsbæjar samþykkt á 653. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
3. Fundargerð 147. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins201506317
Fundargerð 147. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
Lagt fram.
4. Fundargerð 221. fundar Strætó bs201506213
Fundargerð 221. fundar Strætó bs
Lagt fram.
5. Fundargerð 351. fundar Sorpu bs.201506200
Fundargerð 351. fundar Sorpu bs.
Lagt fram.
6. Fundargerð 416. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu201506059
Fundargerð 416. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Lagt fram.
Almenn erindi
7. Sumarleyfi bæjarstjórnar 2015201506396
Sumarleyfi bæjarstjórnar 2015 er ráðgert frá 2. júlí til 11. ágúst nk.
Samþykkt með níu atkvæðum að þessi fundur bæjarstjórnar verði síðasti fundur fyrir sumarleyfi sem stendur frá og með 2. júlí 2015 til og með 11. ágúst nk., en næsti fundur bæjarstjórnar er ráðgerður 12. ágúst nk.
Einnig samþykkt að bæjarráð fari með umboð til fullnaðarafgreiðslu mála á meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur svo sem sveitarstjórnarlög kveða á um.
Fundargerðir bæjarráðs á þessu tímabili verða lagðar fram til kynningar á fyrsta fundi bæjarstjórnar eftir sumarfrí.
8. Kosning forseta bæjarstjórnar201506398
Kosning forseta bæjarstjórnar skv. 7. gr. í samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar.
Tilnefning kom fram um Hafstein Pálsson sem forseta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar til eins árs. Jafnframt kom fram tillaga um að Kolbrún G. Þorsteinsdóttir verði 1. varaforseti og Bjarki Bjarnason 2. varaforseti til sama tíma.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast Hafsteinn Pálsson því rétt kjörinn forseti, Kolbrún G. Þorsteinsdóttir 1. varaforseti og Bjarki Bjarnason 2. varaforseti bæjarstjórnar.
9. Kosning í bæjarráð201506397
Kosning í bæjarráð skv. 26. gr. í samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar.
Tillaga var gerð um eftirtalda sem aðalmenn í bæjarráð Mosfellsbæjar:
Sem formaður, Bryndís Haraldsdóttir af D- lista.
Sem varaformaður, Theodór Kristjánsson af D- lista.
Sem aðalmaður, Anna Sigríður Guðnadóttir af S- listaFleiri tilnefningar komu ekki fram og voru ofantaldir því rétt kjörnir í bæjarráð Mosfellsbæjar.
Jafnframt samþykkt samhljóða að Bjarki Bjarnason af V- lista og Sigrún H. Pálsdóttir af M- lista taki sæti sem áheyrnarfulltrúar í bæjarráði.10. Kosning í nefndir og ráð201406077
Kosning vegna breytinga á mönnun nefnda og ráða. Á dagskrá skv. ósk D- og V-lista.
D- og V-listi leggja fram tillögu um breytingu formanni og varaformanni í umhverfisnefnd og íþrótta- og tómstundanefnd.
Í umhverfisnefnd verði Bjarki Bjarnason formaður en Örn Jónasson varaformaður.
Í íþrótta- og tómstundanefnd verði Ólafur Snorri Rafnsson formaður en Rúnar Bragi Guðlaugsson varaformaður.
Fleiri tillögur komu ekki fram og skoðast ofangreindar breytingar því samþykktar.
11. Samþykkt um hænsnahald utan skipulagðra landbúnaðarsvæða201412356
Bæjarstjórn vísar drögum að samþykkt um hænsnahald utan skipulagðra landbúnaðarsvæða til síðari umræðu.
Fyrirliggjandi drög að samþykkt um hænsnahald utan skipulagðra landbúnaðarsvæða samþykkt við síðari umræðu bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
12. Öldungaráð201401337
Bæjarstjórn frestaði því á 652. fundi að staðfesta tilnefningar í Öldungaráð og vísaði málinu til þessa bæjarstjórnarfundar.
Samþykkt með sex atkvæðum D- og V-lista að skipa Svölu Árnadóttur sem aðalmann í öldungaráð og Jóhönnu B. Magnúsdóttur sem varamann.
Fulltrúar S- og M-lista sitja hjá.
Bókun fulltrúa S-lista:
Bæjarfulltrúar Samfylkingar sitja hjá við kosningu fulltrúa í Öldungaráð sem velja skal skv. 3. lið 2. greinar samþykktar um ráðið. Þar kemur fram að fulltrúinn og varafulltrúinn skuli tilnefndir sameiginlega af FaMos og bæjarstjórn, ekki aðeins meirihluta bæjarstjórnar hvað þá heldur þeim sem þegar hafa verið skipaðir í ráðið. Enn fremur að umræddir stjórnarmenn skuli hvorki vera fulltrúar bæjarstjórnar né félagsins. Ekkert samráð var haft við bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar um þessa tilnefningu þrátt fyrir að mörg orð hafi fallið í aðdraganda stofnunar Öldungaráðs um að ráðið skuli vera ópólitískt en umræddur aðalfulltrúi er virkur nefndamaður fyrir sjálfstæðisflokkinn. Bæjarfulltrúar S-lista telja þessa aðferð til vansa fyrir meirihluta VG og sjálfstæðismanna og óheppilegt upphaf fyrir Öldungaráð.
Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi ÓskarssonBókun fulltrúa D- og V-lista:
Bæjarfulltrúum D- og V-lista þykir leitt að bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar skuli gera skipun öldungaráðs að pólitísku máli. Fjórir fulltrúar í öldungaráði komu sér saman um tillögu að tilnefningu að oddamanni í ráðið. Sú tillaga var gerð með hliðsjón af reynslu af störfum þeirra aðila sem tilnefndir voru. Bæjarfulltrúar D- og V-lista vísa því algjörlega á bug að sú tilefning þessara fjörgurra aðila sé af pólitískum rótum. Með því er verið að gera lítið úr vinnu þessara aðila.Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar vegna hjásetu:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar telur að lýðræðislegra hefði verið að auglýsa eftir oddamanni í öldungaráð meðal eldri borgara í Mosfellsbæ, í stað þess að eftirláta öðrum öldungaráðsmönnum að gera það. Stofnun öldungaráðs gefur bæjarstjórn færi á að virkja íbúa til þátttöku í skemmtilegu samfélagsverkefni og miður að það skuli ekki hafa verið nýtt.
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar situr því hjá.