13. apríl 2016 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) Forseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 1. varaforseti
- Bjarki Bjarnason (BBj) 2. varaforseti
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Tillaga forseta um að taka fundargerð 1254. fundar bæjarráðs á dagskrá fundarins næst á eftir umfjöllun um fundargerð 1253. fundar bæjarráðs er samþykkt með níu atkvæðum.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2015201603415
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2015 lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn
Á fundinn undir þessum dagskrárlið eru mætt Magnús Jónsson (MJ) endurskoðandi Mosfellsbæjar, Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri, Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs, Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI) framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, Gunnhildur Sæmundsdóttir (GS), staðgengill framkvæmdastjóra fræðslusviðs og Aldís Stefánsdóttir (AS), forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar.
Bæjarstjóri hóf umræðuna á því að fara yfir niðurstöður ársreiknings 2015. Þá fór endurskoðandi yfir helstu efnisatriði í drögum að endurskoðunarskýrslu sinni vegna ársins 2015. Í kjölfarið fóru fram umræður.
Forseti þakkaði endurskoðanda fyrir framsögu hans og útskýringar og fyrir vel unnin störf, einnig færði hann starfsmönnum bæjarins þakkir fyrir þeirra framlag fyrir hönd bæjarstjórnar.
Samþykkt með níu atkvæðum að vísa ársreikningi Mosfellsbæjar 2015 til annarrar og síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1253201604004F
Fundargerð 1253. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 669. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Lionsklúbburinn - tímabundið áfengisleyfi 201604026
Umsagnarbeiðni vegna umsóknar Lionsklúbbs Mosfellsbæjar um tímabundið áfengisleyfi í íþróttahúsi Lágafellsskóla í tilefni af lokahófi Lionsþings.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1253. fundar bæjarráðs samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.2. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavelli 201602199
Umsögn um tillögu til þingsályktunar um notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavelli lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1253. fundar bæjarráðs samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.3. Umsóknir um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félagasamtaka í Mosfellsbæ 2016 201602160
Umsóknir um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félagasamtaka í Mosfellsbæ 2016 lagðar fram til afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1253. fundar bæjarráðs samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.4. Leiguíbúðir í Mosfellsbæ - Niðurstaða útboðs 201409371
Lögð er fram ósk um heimild til að semja við lægstbjóðanda vegna gatnagerðar fyrir lóðirnar Þverholti 21-29.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1253. fundar bæjarráðs samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.5. Lögreglusamþykkt fyrir Mosfellsbæ 201604031
Drög að nýrri lögreglusamþykkt lögð fram til umræðu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1253. fundar bæjarráðs samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.6. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2015 201603415
Kynning á stöðu vinnu við gerð ársreiknings. Gögn lögð fram á fundinum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1253. fundar bæjarráðs samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1254201604012F
Fundargerð 1254. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 669. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2015 201603415
Drög að ársreikningi Mosfellsbæjar 2015 lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1254. fundar bæjarráðs samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 320201604001F
Fundargerð 320. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 669. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Yfirlit yfir félagsfærninámskeið og verkefni í grunnskólum 201604004
Kynning á ýmsum félagsfærniverkefnum í grunnskólum Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 320. fundar fræðslunefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.2. Hinsegin fræðsla í grunnskólum Mosfellsbæjar - tillaga frá bæjarfulltrúum allra flokka 201506183
Í bókun 311. fundar fræðslunefndar segir ma: Fræðslunefnd ... felur Skólaskrifstofu og skólunum að koma með tillögu að útfærslu fræðslunnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 320. fundar fræðslunefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.3. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2015 201601291
Niðurstöður þjónustukönnunar sveitarfélaga 2015 lagðar fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 320. fundar fræðslunefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.4. Heilsueflandi samfélag 201208024
Bæjarráð vísaði framvinduskýrslu um verkefnið Heilsueflandi samfélag til umfjöllunar fagnefnda bæjarins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 320. fundar fræðslunefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 198201604006F
Fundargerð 198. fundar íþrótta-og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 669. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Styrkir til ungra og efnilegra ungmenna sumarið 2016 201602252
Fyrir nefndinni liggja 19 umsóknir. Farið verðir yfir umsóknirnar og valið úr þeim smk. reglum þar um.
Niðurstaða þessa fundar:
Haraldur Sverrisson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls vegna vanhæfis.
Afgreiðsla 198. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum.
5.2. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2015 201601291
Niðurstöður þjónustukönnunar sveitarfélaga 2015 lagðar fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 198. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.3. Vinnuhópur um uppbyggingu skátaheimilis 201403119
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar óskar eftir upplýsingum um vinnu nefndar sem að sett var á laggirnar vegna undirbúnings uppbyggingar skátaheimilis.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 198. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.4. Fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ 201401534
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar óskar eftir upplýsingum um vinnu nefndar sem að sett var á laggirnar vegna undirbúnings uppbyggingar fjölnota íþróttahúss.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 198. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.5. Upplýsingarbréf til nýrra íbúa 201604032
Erindi lagt fram að beiðni fulltrúa íbúahreyfingarinnar. Tillaga um að allir nýir íbúar Mosfellsbæjar fái sendar upplýsingar um íþrótta- og tómstundastarf í bæjarfélaginu og fleiri nytsamlegum upplýsingum í samstarfi við önnur svið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 198. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.6. Uppbygging útiæfingasvæða við göngustíga Mosfellsbæjar. 201604033
Fulltrúi íBúahreyfingarinnar óskar eftir umræðu um málið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 198. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 410201603028F
Fundargerð 410. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 669. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Heilsueflandi samfélag 201208024
Bæjarráð hefur vísað framvinduskýrslu um verkefnið Heilsueflandi samfélag til umfjöllunar hjá fagnefndum bæjarins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 410. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.2. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2015 201601291
Bæjarstjórn hefur vísað niðurstöðum þjónustukönnunar sveitarfélaga 2015 til umfjöllunar í nefndum bæjarins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 410. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.3. Ósk um stofnun lögbýlis í Miðdal II, lnr. 199723 201603321
Eigendur spildu úr landi Miðdals II með landnúmer 199723 hafa óskað eftir umsögn bæjarstjórnar vegna umsóknar um stofnun lögbýlis á spildunni. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 410. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.4. Ósk um skipulagningu lóðar í landi Sólheima við Hólmsheiði 201603323
Síminn hefur óskað eftir því að skipulögð verði lóð fyrir gagnaver í landi Sólheima, með möguleikum á uppbyggingu gagnavers í nokkrum áföngum. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 410. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.5. Hamrabrekkur 5/Umsókn um byggingarleyfi 201602048
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var kynnt fyrir lóðarhöfum á svæðinu með bréfi dags. 10. mars 2016. Engin viðbrögð hafa borist.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 410. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.6. Selholt, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag 201410300
Lögð fram drög að lýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulag fyrir víkingaþorp á Langahrygg.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 410. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.7. Gerplustræti 31-37, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi 201601149
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 22. febrúar 2016 með athugasemdafresti til 4 apríl 2016. Jafnframt var athygli nágranna vakin á auglýsingunni með dreifibréfi. Ein athugasemd hefur borist, frá Fanneyju Skarphéðinsdóttur f.h. húsfélagsins Gerplustræti 25-27, dags. 1. apríl 2016.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 410. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.8. Umsókn um lóð Desjamýri 5 201509557
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 22. febrúar 2016 með athugasemdafresti til 4 apríl 2016. Engin athugasemd hefur borist.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 410. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.9. Hraðastaðir 1, fyrirspurn um byggingu tveggja húsa 201602044
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi unnin af Teiknistofu Arkitekta fyrir eiganda lóðarinnar, sbr. bókun á 405. fundi.
Bjarki Bjarnason vék af fundi undir þessum lið.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 410. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.10. Ósk um skipulagningu lóða við Helgafellsveg 201603411
Tekið fyrir erindi frá Helga Þór Eiríkssyni f.h. landeigenda við Helgafellsveg / á Helgafellstorfu, þar sem óskað er eftir heimild til að skipuleggja lóðir við Helgafellsveg þar sem því verður við komið og samstarfi við Mosfellsbæ þar um.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 410. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.11. Erindi Bláskógabyggðar vegna Aðalskipulags 2015-2027 201506103
Með bréfi dagsettu 23.3.2016 óskar skipulags- og byggingarfulltrúi uppsveita Árnessýslu eftir umsögn um tillögu að aðalskipulagi Bláskógabyggðar sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 410. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.12. Upplýsingar um notkun strætisvagna í okt. 2015 201603424
Lagðar fram upplýsingar frá Strætó bs. um notkun strætisvagna í október 2015, eftir biðstöðvum og sveitarfélögum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 410. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.13. Ásland 11, fyrirspurn um húsgerð 201604008
Oddur Víðisson arkitekt spyrst fyrir um það f.h. lóðarhafa hvort fallist yrði á að byggt verði einnar hæðar, stallað hús á lóðinni í stað tveggja hæða húss, sbr. meðfylgjandi teikningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 410. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.14. Þverholt 27-29, fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi 201604013
Erindi Arkþings f.h. Ris byggingarverktaka ehf, þar sem spurst er fyrir um breytingu á deilskipulagi þannig að fjórða hæð hússins stækki til vesturs sem nemur breidd eins stigahúss.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 410. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.15. Fellsás 9/Umsókn um byggingarleyfi 201603084
Örn Johnson hefur sótt um leyfi til að breyta syðri helmingi hússins sem er tveggja hæða parhús, þannig að á neðri hæð verði sérstök íbúð og önnur á þeirri efri. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 410. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.16. Laxatunga 141/Umsókn um byggingarleyfi 201603410
Valgeir Steindórsson f.h. lóðarhafa, Rutar Valgeirsdóttur, hefur sótt um leyfi til að byggja einnar hæðar einbýlishús á lóðinni, en skv. deiliskipulagi er þar gert ráð fyrir tveggja hæða húsi. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 410. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.17. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 284 201604003F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 410. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 167201603023F
Fundargerð 167. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 669. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Beiðni um samstarf vegna verndunar útivistarsvæða 201603363
Ósk Landgræðslunnar um samstarf við Mosfellsbæ vegna alþjóðlegs verkefnis um verndun útivistarsvæða
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 167. fundar umhvefisnefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.2. Merkingar friðlýstra svæða í Mosfellsbæ 201603365
Lagðar fram tillögur að merkingum friðlýstra svæða í Mosfellsbæ
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 167. fundar umhvefisnefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.3. Opinn fundur umhverfisnefndar 2016 201603364
Umræða um hugmyndir um opinn fund umhverfisnefndar 2016
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 167. fundar umhvefisnefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.4. Matjurtagarðar í Mosfellsbæ 201510090
Kynning á fyrirkomulagi matjurtagarða í Mosfellsbæ, núverandi staðsetningu þeirra og hugmyndir umhverfissviðs um mögulega framtíðarstaðsetningu þeirra.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 167. fundar umhvefisnefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.5. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2016 201601613
Lögð fram drög að verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2016. Verkefnalistinn var unnin í samráði við nefndir og svið bæjarins. Einnig lögð fram til upplýsinga framvinduskýrsla ársins 2015 með skýringum sem óskað var eftir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 167. fundar umhvefisnefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.6. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2015 201601291
Bæjarstjórn vísaði þjónustukönnun sveitarfélaga 2015 til umfjöllunar í nefndum bæjarins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 167. fundar umhvefisnefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 284201604003F
Fundargerð 284. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 669. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Fellsás 9/Umsókn um byggingarleyfi 201603084
Örn Johnson Fellsási 9 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að innrétta auka íbúð á neðri hæð Fellsáss 9 í samræmi við framlögð gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 284. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 669. fundi bæjarstjórnar
8.2. Kvíslartunga 49/Umsókn um byggingarleyfi 201603351
Rúnar Bragi Guðlaugsson Kvíslartungu 49 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir innanhúss fyrirkomulagsbreytingum í húsinu nr. 49 við Kvíslartungu í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 284. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 669. fundi bæjarstjórnar
8.3. Laxatunga 141/Umsókn um byggingarleyfi 201603410
Rut Valgeirsdóttir Lambastekk 4 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja einbýlishús og sambyggða bílgeymslu úr timbri á lóðinni nr. 141 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð íbúðar 184,8 m2, bílgeymsla 39,8 m2, 745,3 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 284. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 669. fundi bæjarstjórnar
9. Fundargerð 351. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins201604027
Fundargerð 351. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins
Lagt fram.
10. Fundargerð 837. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga201603381
Fundargerð 837. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram.