12. október 2016 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) 1. varaforseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varaforseti
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Sigurður B Guðmundsson 2. varabæjarfulltrúi
- Örn Jónasson (ÖJ) aðalmaður í nefnd
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Alþingiskosningar 2016201609357
Óskað er eftir heimild fyrir því að bæjarstjóra, eða lögmanni í hans umboði, verði falið að semja kjörskrá vegna kosninga til Alþingis 29. október nk. og að þeim verði veitt umboð til að fjalla um kærur vegna kjörskrárinnar.
Gerð er tillaga um að fela bæjarstjóra, eða lögmanni Mosfellsbæjar í hans umboði, að semja kjörskrá vegna komandi kosninga til Alþingis sem fram fara hinn 29. október 2016. Jafnframt er ofangreindum með sama hætti veitt fullnaðarumboð til að fjalla um athugasemdir, úrskurða um og gera breytingar á kjörskránni eftir atvikum fram að kjördegi.
Engar athugasemdir eru gerðar og skoðast tillagan því samþykkt.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1275201609021F
Fundargerð 1275. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 680. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017-2020 201511068
Drög að íbúaspá lögð fyrir bæjarráð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1275. fundar bæjarráðs samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.2. Beiðni um endurgreiðslu hitaveitu fyrir Grænumýri 9 201608823
Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um beiðni um endurgreiðslu vegna Grænumýri 9.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1275. fundar bæjarráðs samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.3. Erindi um staðsetningu ljósastaura 201609195
Erindi um staðsetningu ljósastaura við Æsustaðarveg.
Niðurstaða þessa fundar:
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að Mosfellsbær komi sér upp ákveðnum verkferlum í tengslum við móttöku og úrvinnslu erinda frá íbúum. Þannig fái íbúar sem senda inn erindi strax svarpóst með staðfestingu á móttöku og upplýsingum um hvenær von sé á svari og frá hverjum. Einnig upplýsingar um væntanlega meðferð málsins, þ.e. hvort erindið fari fyrir bæjarráð, fagnefndir eða hljóti afgreiðslu hjá stjórnsýslunni. Tillagan felur í sér að þeir farvegir sem erindi fara í við móttöku verði fyrirfram skilgreindir.
Tilgangurinn er að bæta þjónustu við íbúa og framfylgja gildum sveitarfélagsins sem eru: Virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja!Haraldur Sverrisson, fulltrúi D-lista leggur til þá málsmeðferðartillögu að tillögu M-lista verði vísað til umsagnar framkvæmdastjóra þjónustu- og samskiptadeildar, og skal umsögnin berast bæjarráði.
Tillagan er samþykkt með níu atkvæðum.
Afgreiðsla 1275. fundar bæjarráðs samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.4. Fulltrúi Mosfellsbæjar í verkefnahóp um Gljúfrastein 201609384
Val á fulltrúa í verkefnahóp um Gljúfrastein.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1275. fundar bæjarráðs samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1276201610001F
Fundargerð 1276. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 680. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Samgönguás á höfuðborgarsvæðinu 201610018
Fulltrúar SSH kynna léttlestar- og hraðvagnakerfi í kjölfar kynnisferðar erlendis.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1276. fundar bæjarráðs samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.2. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna hitaveitu 201610006
Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna hitaveitu: Dalland, Miðdalur, Hamrabrekkur 1, 2, 5 og 6, Heiðarhvammur 1-3.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1276. fundar bæjarráðs samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.3. Erindi Lögmannsstofu Loga Egilss f.h. Kjartans Jónssonar vegna Hraðastaða 1 201610007
Erindi um makaskipti f.h. Kjartans Jónssonar vegna Hraðastaða 1.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1276. fundar bæjarráðs samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.4. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu, umsókn um styrk 2017 201609396
Umsókn um styrk til Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1276. fundar bæjarráðs samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.5. Stígur meðfram Varmá. 201511264
Lögð fram skýrsla umhverfissviðs um tillögur vegna stígs meðfram Varmá.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1276. fundar bæjarráðs samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 326201609029F
Fundargerð 326. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 680. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Ytra mat á grunnskólum - Lágafellsskóli 201511031
Niðurstöður á ytra mati Menntamálastofnunar á starfsemi Lágafellsskóla.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 326. fundar fræðslunefndar samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.2. Útinám í Mosfellsbær 201609256
Lagt fram til kynningar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 326. fundar fræðslunefndar samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.3. Ungt fólk og grunnskólar- Hagir og líðan ungs fólks í Mosfellsbæ 2015 201505054
Dagsetningar á kynningum skýrslunnar innan skólasamfélagsins lagðar fram til upplýsingar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 326. fundar fræðslunefndar samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.4. Kennsluaðferðin Leikur að Læra í grunnskólaeingingu Leirvogstunguskóla 201609202
Bréf frá foreldrum Leirvogstungu lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 326. fundar fræðslunefndar samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.5. Drög að starfsáætlun fræðslunefndar 2016-17 201609422
Lagt fram til upplýsingar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 326. fundar fræðslunefndar samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 203201610003F
Fundargerð 203. fundar íþrótta-og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 680. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Hjólakraftur 201610017
Á fundinn mæta forsvarsmenn Hjólakrafts og kynna verkefnið
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 203. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.2. Ársskýrslur stofnanna Frístundasviðs 2015-16 201610016
Árskýrslur stofnanna frístundasviðs
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 203. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.3. Heimsókn Íþrótta- og tómstundanefndar til íþrótta- og tómstundafélaga í Mosfellsbæ 2016 201610020
Undirbúningur vegna heimsóknar nefndarinnar til félaga.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 203. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.4. Samstarfssamningur sveitarfélaga um rekstur Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 201609096
Bæjarráð samþykkti á 1273. fundi drög að nýjum samstarfssamningi um rekstur skíðasvæðanna og jafnframt að senda málið til kynningar í íþrótta- og tómstundanefnd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 203. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6. Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar - 200201609019F
Fundargerð 200. fundar menningarmálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 680. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Vinabæjarmálefni 201506088
Vinabæjarráðstefna var haldin í danska vinabænum Thisted dagana 14. til 17. ágúst sl. Helga Jónsdóttir kemur á fundinn og segir frá því helsta sem þar fór fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 200. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.2. Listasalur Mosfellsbæjar 201506087
Tillögur að sýningarhaldi í Listasal Mosfellsbæjar fyrir árið 2017 lagðar fram. Málfríður Finnbogadóttir starfsmaður Listasalar og Bókasafns kemur á fundinn undir þessum lið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 200. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.3. Í túninu heima 2016 201602326
Hugrún Ósk Ólafsdóttir verkefnastjóri mætir á fundinn undir þessum lið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 200. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.4. Aðstaða fyrir félagsstarf FaMos 2016081672
Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar og afgreiðslur menningarmálanefndar á 1270. fundi 25. ágúst sl.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 200. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.5. Starfsáætlun Menningarmálanefndar 201301566
Tillaga að starfsáætlun nefndarinnar lögð fram til umræðu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 200. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 421201609025F
Fundargerð 421. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 680. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Lindarbyggð, bílastæðamál 201606084
Fjalar Freyr Einarsson íbúi í Lindarbyggð óskar í tölvupósti 9.6.2016 eftir því að bílastæðamál í Lindarbyggð verði tekin til skoðunar. Hvergi sé heimilt að leggja í götunni nema á stæðum inni á lóðum og því séu engin gestastæði fyrir hendi. Á 416. fundi var málinu vísað til skoðunar hjá umhverfissviði.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 421. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.2. Sólheimakot og Gudduós - lagfæringar á vegi. 201609257
Borist hefur erindi frá Eskimos Iceland dags. 15. september 2016 varðandi lagfæringu á veginum við Gudduós við Sólheimakot.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 421. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.3. Langihryggur, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag 201410300
Á 416. fundi skipulagsnefndar var samþykkt að tillaga að breytingu yrði send Skipulagsstofnun til athugunar og síðan auglýst í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 421. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.4. Ástu Sólliljugata 15, breyting á deiliskipulagi 2016081921
Á 419. fundi skipulagsnefndar var umsækjanda heimilað að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 421. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.5. Bygging frístundahúss við Hafravatn 201608434
Á 418. fundi skipulagsnefndar var umsækjanda heimilað að leggja fram tillögu að deiliskipulagi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 421. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.6. Hraðastaðavegur 13 - breyting á deiliskipulagi 201609173
Borist hefur erindi frá Herði Bender dags. 12. sept. 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi að Hraðastaðavegi 13.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 421. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.7. Helgafellshverfi - ný vegtenging 201609186
Kynning á hugmyndum um nýja vegtenginu frá Kóngsvegi að Helgafellshverfi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 421. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.8. Desjamýri 10 - stækkun lóðar, breyting á deiliskipulagi 201609187
Borist hefur erindi frá Eldey Invest ehf. dags. 13. september 2016 varðandi stækkun á lóð að Desjamýri 10. Frestað á 420. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 421. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.9. Vogatunga 42-48 Umsókn um byggingarleyfi 201507153
Húsbyggingar ehf. Háholti 14 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr, 42, 44, 46 og 48 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Nr. 42 íbúð 102,5 m2, bílgeymsla 27,3 m2, 600,0 m3.
Nr. 44 íbúð 100,1 m2, bílgeymsla 27,3 m2, 602,5 m3.
Nr. 46 íbúð 100,1 m2, bílgeymsla 27,3 m2, 602,7 m3.
Nr. 48 íbúð 102,5 m2, bílgeymsla 27,3 m2, 600,0 m3.Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um málið. Frestað á 420. fundi.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 421. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.10. Uglugata 2-22, óveruleg breyting í deiliskipulagi 2016081169
Á 419.fundi nefndar var erindi tekið fyrir erindi frá Fasteignafélaginu Helgafell ehf. tekið fyrir og afgreitt með eftirfarandi hætti: "Nefndin fellst ekki á frekari fjölgun íbúða á lóðinni en þegar hefur verið samþykkt og synjar erindinu" Frestað á 420. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 421. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.11. Lóðarspilda við Reykjafell - fyrirspurn um byggingu húsa. 201609290
Borist hefur erindi frá Bjarna R. Þórissyni dags. 18. september 2016 varðandi skipulagsbreytingu á lóðarspildu við Reykjafell.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 421. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.12. Hamrabrekka frístundahúsalóð - ósk um breytingu á deiliskipulagi 201609408
Borist hefur erindi frá Antoni Erni Arnarsyni dags. 27. sept. 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi frístundalóðar á Hamrabrekku.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 421. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.13. Efnistaka í Hrossadal í landi Miðdals - breyting á Aðalskipulagi 201609420
Borist hefur erindi frá Miðdal ehf. dags. 28. sept. 2016 varðandi efnistöku í Hrosslandi í landi Miðdals og breytingu á Aðalskipulagi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 421. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.14. Í Suður-Reykjalandi - ósk um heimild til deiliskipulagsgerðar 201609421
Borist hefur erindi frá Plan 21 ehf. dags. 28.sept. 2016 varðandi ósk um heimild til deiliskipulagsgerðar í Suður-Reykjalandi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 421. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.15. Lundur, Mosfellsdal, ósk 2016 um breytingar á deiliskipulagi 201603043
Borist hefur erindi frá Guðrúnu Sigurðardóttur og Vali Stein Þorvaldssyni dags. 13. sept. 2016 með ósk um rökstuðning fyrir ákvörðun skipulagsnefndar með bréfi dags. 31. ágúst 2016.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 421. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.16. Breyting á aðalskipulagi - Seljabrekka 201609055
Á 420. fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun:" Nefndin getur ekki tekið jákvæða afstöðu til erindisins að svo stöddu þar sem hugmyndin samræmist ekki vatnsverndarákvæði svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins “Höfuðborgarsvæðið 2040' Unnið að endurskoðun þess."
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 421. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.