Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

27. október 2015 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
  • Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
  • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
  • Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jón Sigurðsson 2. varamaður
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2015-2040201306129

    Á fundinn mætti Hrafnkell Proppe svæðisskipulagsstjóri til viðræðna við nefndina.

    Hrafn­kell Proppe af­henti form­lega bók­ina Höf­uð­borg­ar­svæð­ið 2040 sem fjall­ar um svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.
    Um­ræð­ur og fyr­ir­spurn­ir.

    • 2. Sel­holt, að­al­skipu­lags­breyt­ing og deili­skipu­lag201410300

      Tillögur að breytingu á aðalskipulagi og að deiliskipulagi "Víkingaveraldar", ásamt umhverfisskýrslu vegna skipulagstillagnanna hafa verið kynntar fyrir nágrannasveitarfélögum og svæðisskipulagsnefnd og almenningi á opnu húsi. Í umfjöllun svæðisskipulagsnefndar komu fram ábendingar varðandi framsetningu tillögu að breytingu á aðalskipulagi.

      Skipu­lags­nefnd fel­ur emb­ætt­is­mönn­um að yf­ir­fara texta til­lagn­anna með til­liti til at­huga­semda svæð­is­skipu­lags­nefnd­ar.

    • 3. Desja­mýri, fyr­ir­spurn frá Vík­ur­verk ehf um sam­ein­ingu lóða201510247

      Arnar Barðdal f.h. Víkurverks ehf sendir 9. október fyrirspurn um möguleika á því að sameina lóðirnar Desjamýri 3 og 5 og fá leyfi til að byggja á þeim 7-8 þús. fm. geymsluhúsnæði sem yrði ein heild.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir um­sögn skipu­lags­full­trúa og að hún verði send bæj­ar­ráði.

    • 4. Um­sókn um lóð Desja­mýri 5201509557

      Sótt hefur verið um lóðina Desjamýri 5 með fyrirvara um breytingu á byggingareit. Bæjarráð vísar breytingu á byggingarreit til skipulagsnefndar og frestar úthlutun þar til skipulagsnefnd hefur fjallað um málið.

      Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að gera um­sögn um er­ind­ið í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.

    • 5. Vefara­stræti 7-11, fyr­ir­spurn um fjölg­un íbúða201510246

      Jón Hrafn Hlöðversson byggingafræðingur spyrst 19.10.2015 f.h. Varmárbyggðar ehf fyrir um hvort nefndin samþykki að íbúðum í húsinu verði fjölgað um eina, sbr. meðfylgjandi gögn.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fjölga íbúð­um um eina þar sem um er að ræða óveru­leg frá­vik fá deili­skipu­lagi. Um­fjöllun um gjald­töku fyr­ir auka­í­búð er vísað til bæj­ar­ráðs.
      Bók­un áheyrn­ar­full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar vegna Vefara­stræt­is 7-11: Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ít­rek­ar öll at­riði bókunn­ar sinn­ar frá 2. mars 2015, og leggst gégn fjölg­un íbúða í hús­un­um, enda því færri íbúð­ir sem byggð­ar eru sam­kvæmt þess­ari til­lögu, því betra.

    • 6. Við Bjark­ar­holt, ósk um stofn­un lóð­ar fyr­ir spennistöð201510293

      Anna Nielsen f.h. Veitna ehf óskar 13.10.2015 eftir því að stofnuð verði lóð fyrir spennistöð við Bjarkarholt eins og gert er ráð fyrir í deiliskipulagi miðbæjarins.

      Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að vinna að mál­inu í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.

    • 7. Mið­svæði 401-M norð­an Krika­hverf­is, til­laga að breyt­ingu á að­al­skipu­lagi2015082065

      Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem hefur verið endurskoðuð með tilliti til þess að farið verði með hana skv. 30.-32. grein skipulagslaga.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að til­lag­an verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipu­lagslaga, m.a. verði hald­inn al­menn­ur kynn­ing­ar­fund­ur með íbú­um.

    • 8. Sam­göngu­áætlun fyr­ir Mos­fells­bæ201510295

      Umræða um gerð samgönguáætlunar.

      Al­menn­ar um­ræð­ur.

      • 9. Flugu­mýri 18 / Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201510291

        Útungun ehf. Reykjavegi 36 hefur sótt um leyfi til að stækka þvottaaðstöðu við austurenda hússins. Fyrir er áður samþykkt minni stækkun en hvorttveggja er utan byggingarreits. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.

        Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að er­ind­ið verði grennd­arkynnt þeg­ar lag­færð gögn liggja fyr­ir.

      • 10. Er­indi Karls Páls­son­ar vegna lóð­ar við Hafra­vatn201509161

        Óskað hefur verið eftir því að leyft verði að byggja hús á landi sem fyrirspyrjandi hefur á leigu en hann verði að öðrum kosti keyptur frá leigusamningnum. Landið var áður hluti af svæði fyrir sumarhúsabyggð skv. aðalskipulagi, en breyttist í opið svæði til sérstakra nota með endurskoðun aðalskipulags 2003. Bæjarráð óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið. Lagt fram minnisblað lögmanns bæjarins.

        Frestað.

      • 11. Lok­un Að­al­túns við Vest­ur­landsveg, und­ir­skriftal­isti íbúa201510292

        Borist hefur undirskriftalisti frá íbúum í Hlíðartúnshverfi, með ósk um að Aðaltúni verði lokað varanlega við Vesturlandsveg og aðkoma að hverfinu verði eingöngu frá Skarhólabraut eins og verið hefur í sumar meðan framkvæmdir við undirgöng undir Vesturlandsveg hafa staðið yfir.

        Frestað.

      • 12. Op­inn fund­ur um skipu­lags­mál201510296

        Formaður gerir grein fyrir hugmynd sinni um opinn umræðufund, þar sem fjallað yrði um nánar tilgreind málefni tengd byggðarþróun, húsnæðismálum og samgöngum.

        Frestað.

        • 13. Leir­vogstunga, breyt­ing á deili­skipu­lagi - stækk­un til aust­urs201311089

          Á kynningarfundi 26.10.2015 um tillögu að deiliskipulagsbreytingu kom fram ósk um lengingu á athugasemdafresti sem skv. auglýsingu er t.o.m. 30. október.

          Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að fram­lengja aug­lýst­an at­huga­semda­frest til 20. nóv­em­ber 2015.

          Fundargerðir til kynningar

          • 14. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 275201510032F

            Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.

            Fund­ar­gerð­in lögð fram til kynn­ing­ar.

            • 14.1. Bugðufljót 21 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201510215

              Ístak hf. Bugðufljóti 21 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að reisa / end­ur­reisa 44 her­bergja tveggja hæða vinnu­búð­ir úr timbri á lóð­inni nr. 21 við Bugðufljót í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
              Stærð 1. hæð 448,2 m2, 2. hæð 447,7 m2, 2397,6 m3.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Lagt fram á 399. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

            • 14.2. Efsta­land 2-10 / Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201510193

              Tonnatak ehf. Smára­flöt 6 Garða­bæ sæk­ir um leyfi fyr­ir smá­vægi­leg­um út­lits og fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um á hús­un­um nr. 2 - 10 við Efsta­land í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
              Stærð­ir húsa breyt­ast ekki.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Lagt fram á 399. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

            • 14.3. Efsta­land 12-18 / Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201510273

              Hæ ehf. Völu­teigi 6 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að lækka skjól­veggi á norð- vest­ur­hlið hús­anna nr. 12 - 18 við Efsta­land úr 250 cm í 130cm. í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
              Stærð­ir hús­anna breyt­ast ekki.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Lagt fram á 399. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

            • 14.4. Flugu­mýri 18 / Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201510291

              Útung­un ehf. Reykja­vegi 36 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að stækka úr timbri þvotta­að­stöðu við aust­ur­enda húss­ins nr. 18 við Flugu­mýri í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Fyr­ir er áður sam­þykkt minni stækk­un en hvort­tveggja er utan bygg­ing­ar­reits.
              Stærð þvotta­að­stöðu 34,51 m2.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Lagt fram á 399. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.