Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

4. nóvember 2015 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) Forseti
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 1. varaforseti
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 2. varabæjarfulltrúi
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) 1. varabæjarfulltrúi
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður S. Júlíusson

For­seti legg­ur til að dag­skrárlið­ur nr. 5 á út­sendri dagskrá, 201507096 Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2016-2019, verði tekin fyrst á dagskrá fund­ar­ins. Til­lag­an er sam­þykkt með níu at­kvæð­um.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2016-2019201507096

    Bæjarráð vísaði fjárhagsáætlun til fyrri umræðu á 659. fundi bæjarstjórnar.

    Und­ir þess­um dag­skrárlið mættu einn­ig til fund­ar­ins Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir (UVI) fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs, Björn Þrá­inn Þórð­ars­son (BÞÞ), fram­kvæmda­stjóri fræðslu­sviðs, Aldís Stef­áns­dótt­ir (AS) for­stöðu­mað­ur þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar, Jó­hanna B. Han­sen, fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs, Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri og Sig­ríð­ur Ind­riða­dótt­ir (SI), mannauðs­stjóri.

    Aldís Stef­áns­dótt­ir kynnti drög að fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2016-2019 sem bæj­ar­ráð vís­aði til bæj­ar­stjórn­ar til fyrri um­ræðu og svar­aði í kjöl­far­ið fyr­ir­spurn­um bæj­ar­full­trúa.

    Til­lög­ur full­trúa M-lista við fjár­hags­áætlun:
    1. Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um gagna­öflun í að­drag­anda fyrri um­ræðu fjár­hags­áætl­un­ar
    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir að til­lögu sinni að bæj­ar­ráð breyti vinnu­lagi við gerð fjár­hags­áætl­un­ar á þann veg að ráð­ið fundi með fram­kvæmda­stjór­um sviða og yf­ir­mönn­um stofn­ana áður en til fyrri um­ræða kem­ur í bæj­ar­stjórn. Einn­ig óski bæj­ar­ráð eft­ir um­sögn­um frá fag­nefnd­um og fundi með íbú­um í að­drag­anda fyrri um­ræðu.
    Til­gang­ur til­lög­unn­ar er að gera um­ræð­urn­ar mark­viss­ari og fjár­hags­áætl­un­ar­gerð­ina betri.
    Sú hefð hef­ur ekki skap­ast hjá Mos­fells­bæ að fram­kvæmda­stjór­ar sviða skili bæj­ar­ráði starfs­áætl­un­um í að­drag­anda fjár­hags­áætl­un­ar­gerð­ar. Íbúa­hreyf­ing­in tel­ur það þó stuðla að inni­halds­rík­ari um­ræðu og meira gagn­sæi og legg­ur til að bæj­ar­ráð beiti sér fyr­ir því.

    2. Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um hækk­un fram­lags til Kvenna­at­hvarfs­ins
    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar legg­ur til að fram­lag Mos­fells­bæj­ar til Kvenna­at­hvarfs­ins verði kr. 243.000 á fjár­hags­ár­inu 2016. Til­efn­ið er að efla að­gerð­ir gegn heim­il­isof­beldi sem jafn­framt er lið­ur í sam­starfs­verk­efni sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við lög­reglu­stjóra­embætt­ið og hrund­ið var af stað í upp­hafi árs.

    3. Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um að auka svigrúm fjöl­skyldu­sviðs og fjöl­skyldu­nefnd­ar til styrk­veit­inga
    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar legg­ur til að svigrúm fjöl­skyldu­sviðs og fjöl­skyldu­nefnd­ar til styrk­veit­inga verði tvö­faldað á þessu ári og síð­an stig af stigi næstu ár. Til­gang­ur­inn er að styðja við bak­ið á hjálp­ar­sam­tök­um en sú staða er uppi í ís­lensku sam­fé­lagi að slík sam­tök sinna mik­il­vægri grunn­þjón­ustu í þágu al­manna­heilla sem eng­in önn­ur stofn­un hjá ríki og sveit­ar­fé­lög­um sér um.

    4. Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um stofn­un um­hverf­is­verk­efna­sjóðs
    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir að til­lögu sinni að stofn­að­ur verði um­hverf­is­verk­efna­sjóð­ur á borð við lista­sjóð Mos­fells­bæj­ar. Verk­efni eins og skógrækt, upp­græðsla lands, heft­ing ágengra teg­unda, end­ur­heimt líf­rík­is og um­hverf­is­fræðsla ættu skjól í þess­um sjóði.

    Sam­þykkt með níu at­kvæð­um að vísa 1. til­lögu til vinnu við gerð fjár­hags­áætl­un­ar 2017.

    Sam­þykkt með níu at­kvæð­um að vísa til­lög­um 2.-4. til seinni um­ræðu um fjár­hags­áætlun 2016.

    For­seti þakk­aði starfs­mönn­um bæj­ar­ins sér­stak­lega fyr­ir fram­lag þeirra við und­ir­bún­ing áætl­un­ar­inn­ar og tóku bæj­ar­full­trú­ar und­ir þakk­ir for­seta til starfs­manna.

    Sam­þykkt með níu at­kvæð­um að vísa fjár­hags­áætlun til síð­ari um­ræðu.

Fundargerðir til staðfestingar

  • 2. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1232201510028F

    Fund­ar­gerð 1232. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 659. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

    • 3. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1233201510036F

      Fund­ar­gerð 1233. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 659. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

      • 4. Menn­ing­ar­mála­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 193201510030F

        Fund­ar­gerð 193. fund­ar menn­ing­ar­mála­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 659. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

        • 4.1. Bæj­arlista­mað­ur 2015 201505005

          For­svars­menn Leik­fé­lags Mos­fells­sveit­ar koma og kynna starf bæj­arlista­manns 2015/2016.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 193. fund­ar menn­ing­ar­mála­nefnd­ar sam­þykkt á 659. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 4.2. Hlé­garð­ur 201404362

          Full­trúi frá rekstarað­il­um Hlé­garðs ehf. mæt­ir á fund­inn.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 193. fund­ar menn­ing­ar­mála­nefnd­ar sam­þykkt á 659. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 4.3. Menn­ing­ar­við­burð­ir á að­ventu 2015 201510283

          Lagt fram til upp­lýs­inga

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 193. fund­ar menn­ing­ar­mála­nefnd­ar sam­þykkt á 659. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 5. Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 399201510031F

          Fund­ar­gerð 399. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 659. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

          • 5.1. Svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2015-2040 201306129

            Á fund­inn mætti Hrafn­kell Proppe svæð­is­skipu­lags­stjóri til við­ræðna við nefnd­ina.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 399. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 659. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 5.2. Sel­holt, að­al­skipu­lags­breyt­ing og deili­skipu­lag 201410300

            Til­lög­ur að breyt­ingu á að­al­skipu­lagi og að deili­skipu­lagi "Vík­inga­ver­ald­ar", ásamt um­hverf­is­skýrslu vegna skipu­lagstil­lagn­anna hafa ver­ið kynnt­ar fyr­ir ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um og svæð­is­skipu­lags­nefnd og al­menn­ingi á opnu húsi. Í um­fjöllun svæð­is­skipu­lags­nefnd­ar komu fram ábend­ing­ar varð­andi fram­setn­ingu til­lögu að breyt­ingu á að­al­skipu­lagi.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 399. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 659. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 5.3. Desja­mýri, fyr­ir­spurn frá Vík­ur­verk ehf um sam­ein­ingu lóða 201510247

            Arn­ar Barð­dal f.h. Vík­ur­verks ehf send­ir 9. októ­ber fyr­ir­spurn um mögu­leika á því að sam­eina lóð­irn­ar Desja­mýri 3 og 5 og fá leyfi til að byggja á þeim 7-8 þús. fm. geymslu­hús­næði sem yrði ein heild.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 399. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 659. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 5.4. Um­sókn um lóð Desja­mýri 5 201509557

            Sótt hef­ur ver­ið um lóð­ina Desja­mýri 5 með fyr­ir­vara um breyt­ingu á bygg­ing­areit. Bæj­ar­ráð vís­ar breyt­ingu á bygg­ing­ar­reit til skipu­lags­nefnd­ar og frest­ar út­hlut­un þar til skipu­lags­nefnd hef­ur fjallað um mál­ið.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 399. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 659. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 5.5. Vefara­stræti 7-11, fyr­ir­spurn um fjölg­un íbúða 201510246

            Jón Hrafn Hlöðvers­son bygg­inga­fræð­ing­ur spyrst 19.10.2015 f.h. Varmár­byggð­ar ehf fyr­ir um hvort nefnd­in sam­þykki að íbúð­um í hús­inu verði fjölgað um eina, sbr. með­fylgj­andi gögn.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 399. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 659. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 5.6. Við Bjark­ar­holt, ósk um stofn­un lóð­ar fyr­ir spennistöð 201510293

            Anna Niel­sen f.h. Veitna ehf ósk­ar 13.10.2015 eft­ir því að stofn­uð verði lóð fyr­ir spennistöð við Bjark­ar­holt eins og gert er ráð fyr­ir í deili­skipu­lagi mið­bæj­ar­ins.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 399. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 659. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 5.7. Mið­svæði 401-M norð­an Krika­hverf­is, til­laga að breyt­ingu á að­al­skipu­lagi 2015082065

            Lögð fram til­laga að breyt­ingu á að­al­skipu­lagi sem hef­ur ver­ið end­ur­skoð­uð með til­liti til þess að far­ið verði með hana skv. 30.-32. grein skipu­lagslaga.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 399. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 659. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 5.8. Sam­göngu­áætlun fyr­ir Mos­fells­bæ 201510295

            Um­ræða um gerð sam­göngu­áætlun­ar.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 399. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 659. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 5.9. Flugu­mýri 18 / Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201510291

            Útung­un ehf. Reykja­vegi 36 hef­ur sótt um leyfi til að stækka þvotta­að­stöðu við aust­ur­enda húss­ins. Fyr­ir er áður sam­þykkt minni stækk­un en hvort­tveggja er utan bygg­ing­ar­reits. Bygg­ing­ar­full­trúi ósk­ar eft­ir um­fjöllun skipu­lags­nefnd­ar um er­ind­ið.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 399. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 659. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 5.10. Er­indi Karls Páls­son­ar vegna lóð­ar við Hafra­vatn 201509161

            Óskað hef­ur ver­ið eft­ir því að leyft verði að byggja hús á landi sem fyr­ir­spyrj­andi hef­ur á leigu en hann verði að öðr­um kosti keypt­ur frá leigu­samn­ingn­um. Land­ið var áður hluti af svæði fyr­ir sum­ar­húsa­byggð skv. að­al­skipu­lagi, en breytt­ist í opið svæði til sér­stakra nota með end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags 2003. Bæj­ar­ráð ósk­ar eft­ir um­sögn skipu­lags­nefnd­ar um er­ind­ið. Lagt fram minn­is­blað lög­manns bæj­ar­ins.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 399. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 659. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 5.11. Lok­un Að­al­túns við Vest­ur­landsveg, und­ir­skriftal­isti íbúa 201510292

            Borist hef­ur und­ir­skriftal­isti frá íbú­um í Hlíð­ar­túns­hverfi, með ósk um að Að­al­túni verði lokað var­an­lega við Vest­ur­landsveg og að­koma að hverf­inu verði ein­göngu frá Skar­hóla­braut eins og ver­ið hef­ur í sum­ar með­an fram­kvæmd­ir við und­ir­göng und­ir Vest­ur­landsveg hafa stað­ið yfir.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 399. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 659. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 5.12. Op­inn fund­ur um skipu­lags­mál 201510296

            Formað­ur ger­ir grein fyr­ir hug­mynd sinni um op­inn um­ræðuf­und, þar sem fjallað yrði um nán­ar til­greind mál­efni tengd byggð­ar­þró­un, hús­næð­is­mál­um og sam­göng­um.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 399. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 659. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 5.13. Leir­vogstunga, breyt­ing á deili­skipu­lagi - stækk­un til aust­urs 201311089

            Á kynn­ing­ar­fundi 26.10.2015 um til­lögu að deili­skipu­lags­breyt­ingu kom fram ósk um leng­ingu á at­huga­semda­fresti sem skv. aug­lýs­ingu er t.o.m. 30. októ­ber.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 399. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 659. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          Fundargerðir til kynningar

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.