Mál númer 202304103
- 20. nóvember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #861
Fulltrúar úr hönnunarteymi deiliskipulags 1. áfangi Blikastaðalands kynna drög að forkynningartillögu skipulagsins.
Afgreiðsla 620. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 20. nóvember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #861
Lagt er fram til kynningar innra minnisblað skipulagsfulltrúa. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 620. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 15. nóvember 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #620
Helga Jóhannesdóttir, fulltrúi D-lista Sjálfstæðisflokks, yfirgaf fundinn kl. 8:58 við lok kynningar 13. dagskrárliðar.Fulltrúar úr hönnunarteymi deiliskipulags 1. áfangi Blikastaðalands kynna drög að forkynningartillögu skipulagsins.
Jóhanna Helgadóttir, arkitekt Nordic, kynnti tillöguna og svaraði spurningum. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu máls.
- 15. nóvember 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #620
Lagt er fram til kynningar innra minnisblað skipulagsfulltrúa. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Lagt fram og kynnt.
- 6. nóvember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #860
Lagt er fram til kynningar innra minnisblað skipulagsfulltrúa.
Afgreiðsla 619. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
- 1. nóvember 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #619
Lagt er fram til kynningar innra minnisblað skipulagsfulltrúa.
Frestað vegna tímaskorts.
- 25. september 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #857
Lagt er fram til kynningar innra minnisblað skipulagsfulltrúa.
Afgreiðsla 616. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 20. september 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #616
Lagt er fram til kynningar innra minnisblað skipulagsfulltrúa.
Lagt fram og kynnt.
- 19. júní 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #853
Lagt er fram til kynningar innra minnisblað skipulagsfulltrúa.
Afgreiðsla 613. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 14. júní 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #613
Lagt er fram til kynningar innra minnisblað skipulagsfulltrúa.
Lagt fram og kynnt.
- 22. maí 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #851
Kynning á innri vinnugögnum vegna deiliskipulags og mótun byggðar að Blikastöðum. Skipulagsfulltrúi kynnir stöðu máls.
Afgreiðsla 611. fundar bæjarráðs samþykkt á 851. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 17. maí 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #611
Kynning á innri vinnugögnum vegna deiliskipulags og mótun byggðar að Blikastöðum. Skipulagsfulltrúi kynnir stöðu máls.
Lagt fram og kynnt.
- 20. mars 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #847
Lögð eru fram til kynningar og umræðu drögð skipulagsfulltrúa að svörum og viðbrögðum innsendra umsagna og athugasemda við kynnta skipulagslýsingu deiliskipulags 1. áfanga Blikastaðalands.
Afgreiðsla 608. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 15. mars 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #608
Lögð eru fram til kynningar og umræðu drögð skipulagsfulltrúa að svörum og viðbrögðum innsendra umsagna og athugasemda við kynnta skipulagslýsingu deiliskipulags 1. áfanga Blikastaðalands.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum svörun og viðbrögð við athugasemdum.
- 6. mars 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #846
Fulltrúar hönnunarteymis Blikastaða, arkitektar frá Nordic Office og samgönguverkfræðingur Eflu, kynna stöðu deiliskipulagsgerðar 1. áfanga. Farið verður yfir fyrirliggjandi greiningar, hugmyndavinnu og áherslur Nordic, Eflu og dönsku landslagsarkitektastofunnar SLA.
Afgreiðsla 607. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 846. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 1. mars 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #607
Fulltrúar hönnunarteymis Blikastaða, arkitektar frá Nordic Office og samgönguverkfræðingur Eflu, kynna stöðu deiliskipulagsgerðar 1. áfanga. Farið verður yfir fyrirliggjandi greiningar, hugmyndavinnu og áherslur Nordic, Eflu og dönsku landslagsarkitektastofunnar SLA.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd þakkar góða kynningu og leggur áherslu á mikilvægi samráðs og frekari kynningar verkefnisins. Skipulagsfulltrúa og hönnunarteymi falið að útfæra áætlun að samráði.
- 21. febrúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #845
Lagðar eru fram að nýju til frekari umræðu umsagnir og athugasemdir skipulagslýsingar sem kynntar voru á 604. fundi nefndarinnar. Einnig eru kynnt drög að viðauka og deiliskipulagsleiðbeiningum rammahluta aðalskipulags fyrir Blikastaðaland ásamt innra minnisblaði skipulagsfulltrúa.
Afgreiðsla 606. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 845. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 16. febrúar 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #606
Lagðar eru fram að nýju til frekari umræðu umsagnir og athugasemdir skipulagslýsingar sem kynntar voru á 604. fundi nefndarinnar. Einnig eru kynnt drög að viðauka og deiliskipulagsleiðbeiningum rammahluta aðalskipulags fyrir Blikastaðaland ásamt innra minnisblaði skipulagsfulltrúa.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að rýna og yfirfara rammahluta aðalskipulags fyrir Blikastaði með tilliti til umsagna og athugasemda sem borist hafa á ýmsum stigum auk rýnigagna deiliskipulags, svo sem um landfræði og ofanvatn. Skipulagsnefnd vekur athygli á að ferli aðal- og deiliskipulags samræmist ákvæðum og heimildum skipulagslaga, líkt og fram kemur í umsögn Skipulagsstofnunar um auglýsingu og staðfestingar.
- 24. janúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #843
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 602. fundi sínum að auglýsa og kynna skipulagslýsingu fyrir 1. áfanga deiliskipulags á Blikastaðalandi. Skipulagssvæði 1. áfanga er u.þ.b. 30-35 ha að stærð og liggur upp að núverandi byggð við Þrastarhöfða. Svæðið verður skilgreint sem íbúðarbyggð og miðsvæði. Skipulagslýsing nýs deiliskipulags að Blikastöðum byggir á nýjum rammahluta heildarendurskoðunar aðalskipulags fyrir Mosfellsbæ, þar sem stefnumörkun vinnslutillögu var kynnt sumarið 2023. Skipulagslýsingin var auglýst og kynnt á vef sveitarfélagsins www.mos.is, Mosfellingi og í Skipulagsgáttinni. Umsagna og athugasemdafrestur var frá 13.12.2023 til og með 15.01.2024. Umsagnir bárust frá Reykjavíkurborg, dags. 21.12.2023, Umhverfisstofnun, dags. 02.01.2024, Minjastofnun Íslands, dags. 08.01.2024, Veðurstofu Íslands, dags. 11.01.2024, Skipulagsstofnun, dags. 11.01.2024, Náttúrufræðistofnun Íslands, dags. 12.01.2024, Veitur ohf., dags. 15.01.2024, Heilbrigðiseftirlitinu HEF, dags. 15.01.2024, Einari Páli Kjærnested og Berglindi Þrastardóttur, dags. 15.01.2024 og Vegagerðinni, dags. 15.01.2024.
Afgreiðsla 604. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 19. janúar 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #604
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 602. fundi sínum að auglýsa og kynna skipulagslýsingu fyrir 1. áfanga deiliskipulags á Blikastaðalandi. Skipulagssvæði 1. áfanga er u.þ.b. 30-35 ha að stærð og liggur upp að núverandi byggð við Þrastarhöfða. Svæðið verður skilgreint sem íbúðarbyggð og miðsvæði. Skipulagslýsing nýs deiliskipulags að Blikastöðum byggir á nýjum rammahluta heildarendurskoðunar aðalskipulags fyrir Mosfellsbæ, þar sem stefnumörkun vinnslutillögu var kynnt sumarið 2023. Skipulagslýsingin var auglýst og kynnt á vef sveitarfélagsins www.mos.is, Mosfellingi og í Skipulagsgáttinni. Umsagna og athugasemdafrestur var frá 13.12.2023 til og með 15.01.2024. Umsagnir bárust frá Reykjavíkurborg, dags. 21.12.2023, Umhverfisstofnun, dags. 02.01.2024, Minjastofnun Íslands, dags. 08.01.2024, Veðurstofu Íslands, dags. 11.01.2024, Skipulagsstofnun, dags. 11.01.2024, Náttúrufræðistofnun Íslands, dags. 12.01.2024, Veitur ohf., dags. 15.01.2024, Heilbrigðiseftirlitinu HEF, dags. 15.01.2024, Einari Páli Kjærnested og Berglindi Þrastardóttur, dags. 15.01.2024 og Vegagerðinni, dags. 15.01.2024.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd þakkar innsendar umsagnir við lýsingu og fyrirhugað ferli. Nefndin samþykkir með 5 atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu máls. Auk þess óskar nefndin eftir að skipulagsfulltrúi undirbúi frekari umfjöllun umsagna, rammahluta og aðalskipulag svæðisins.
- 6. desember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #840
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing nýs deiliskipulags fyrsta áfanga Blikastaðalands í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið, sem er u.þ.b. 30 ha að stærð, afmarkast gróflega af Skálatúnslæk til suðurs og austurs, núverandi íbúðabygg við Þrastarhöfða til norðurs og golfvellinum, Hlíðarvöllur, til vesturs. Meginaðkoma að svæðinu verður frá Baugshlíð. Svæðið verður skilgreint sem íbúðarbyggð og miðsvæði. Skipulagslýsing nýs deiliskipulags að Blikastöðum byggir á nýjum rammahluta heildarendurskoðunar aðalskipulags fyrir Mosfellsbæ, þar sem stefnumörkun vinnslutillögu var kynnt sumarið 2023. Upphaf deiliskipulagsvinnunnar verður því unnin samhliða nýju aðalskipulagi í samræmi við heimild laga. Áhersla skipulagsins verður á samspil byggðar og náttúru, fjölbreyttar samgöngur, blágrænar ofanvantslausnir, samfélagsleg gæði, gæði byggðar og aukinn líffræðilegan fjölbreytileika grænna svæða. Viðfangsefni skipulagsvinnunnar á deiliskipulagsstigi er m.a. að skilgreina frekar en gert er í rammahluta aðalskipulags; uppbyggingu svæðisins, náttúrutengingar og gæði, uppbyggingu Blikastaðabæjarins, samgöngur, legu göngu- og hjólastíga, legu Borgarlínu og uppbyggingu og þéttleika blandaðrar byggðar. Tilgangur með gerð lýsingar er að tryggja aðkomu almennings og hagsmunaaðila að skipulagsferlinu á fyrstu stigum þess, auka gagnsæi, tryggja betra upplýsingaflæði, skila betri og markvissari skipulagsvinnu og gefa sveitarstjórnum og þeim sem koma að ferlinu betri yfirsýn allt frá fyrstu skrefum. Skipulagsráðgjafar eru Nordic - Office of Architecture (Nordic), EFLA verkfræðistofa og SLA landslagsarkitektar.
Afgreiðsla 602. fundar skipulagnsefndar samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 1. desember 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #602
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing nýs deiliskipulags fyrsta áfanga Blikastaðalands í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið, sem er u.þ.b. 30 ha að stærð, afmarkast gróflega af Skálatúnslæk til suðurs og austurs, núverandi íbúðabygg við Þrastarhöfða til norðurs og golfvellinum, Hlíðarvöllur, til vesturs. Meginaðkoma að svæðinu verður frá Baugshlíð. Svæðið verður skilgreint sem íbúðarbyggð og miðsvæði. Skipulagslýsing nýs deiliskipulags að Blikastöðum byggir á nýjum rammahluta heildarendurskoðunar aðalskipulags fyrir Mosfellsbæ, þar sem stefnumörkun vinnslutillögu var kynnt sumarið 2023. Upphaf deiliskipulagsvinnunnar verður því unnin samhliða nýju aðalskipulagi í samræmi við heimild laga. Áhersla skipulagsins verður á samspil byggðar og náttúru, fjölbreyttar samgöngur, blágrænar ofanvantslausnir, samfélagsleg gæði, gæði byggðar og aukinn líffræðilegan fjölbreytileika grænna svæða. Viðfangsefni skipulagsvinnunnar á deiliskipulagsstigi er m.a. að skilgreina frekar en gert er í rammahluta aðalskipulags; uppbyggingu svæðisins, náttúrutengingar og gæði, uppbyggingu Blikastaðabæjarins, samgöngur, legu göngu- og hjólastíga, legu Borgarlínu og uppbyggingu og þéttleika blandaðrar byggðar. Tilgangur með gerð lýsingar er að tryggja aðkomu almennings og hagsmunaaðila að skipulagsferlinu á fyrstu stigum þess, auka gagnsæi, tryggja betra upplýsingaflæði, skila betri og markvissari skipulagsvinnu og gefa sveitarstjórnum og þeim sem koma að ferlinu betri yfirsýn allt frá fyrstu skrefum. Skipulagsráðgjafar eru Nordic - Office of Architecture (Nordic), EFLA verkfræðistofa og SLA landslagsarkitektar.
Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að skipulagslýsingin skuli auglýst og kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
***
Bókun Michele Rebora vara áheyrnarfulltrú L-lista Vina Mosfellsbæjar:
Í fyrirliggjandi drögum að skipulagslýsingu nýs deiliskipulags 1. áfanga Blikastaðalands kemur fram að á svæðinu er fyrirhuguð íbúðarbyggð, með 1.200-1.500 íbúðum, og áætlað er að tveir grunnskólar og allt að sex leikskólar muni þjónusta Blikastaðalandið. Í fyrrnefndum drögum er hvergi talað um íþróttaaðstöðu, enda hún ekki hluti af 1. áfanga uppbyggingar. Áheyrnarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar bendir á að afar mikilvægt er að uppbygging viðunandi íþróttaaðstöðu fylgi strax frá byrjun þeirri gífurlegri íbúafjölgun sem gert er ráð fyrir að eigi sér stað á Blikastaðalandi. Ljóst þykir, ekki síst miðað við umræður síðustu vikna, að Varmársvæðið er komið að þolmörkum og brýnt er að hefja vinnu við að skipuleggja aðstöðu til íþróttaiðkunar annars staðar í sveitarfélaginu. - 8. nóvember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #838
Verkefnastjóri frá Nordic arkitektum og umferðarráðgjafi frá Eflu verkfræðistofu kynna efni skipulagslýsingar og drög að samráðsferli fyrir deiliskipulag 1. áfanga Blikastaðalands.
Afgreiðsla 599. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 838. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 3. nóvember 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #599
Verkefnastjóri frá Nordic arkitektum og umferðarráðgjafi frá Eflu verkfræðistofu kynna efni skipulagslýsingar og drög að samráðsferli fyrir deiliskipulag 1. áfanga Blikastaðalands.
Lagt fram og kynnt. Jóhanna Helgadóttir, arkitekt, frá Nordic arkitektum og Berglind Hallgrímsdóttir, samgönguverkfræðingur, frá Eflu verkfræðistofu, kynntu og svöruðu spurningum. Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu máls.
- 27. september 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #835
Skipulagsfulltrúi leggur fram og kynnir á fundi innra minnisblað til frekari upplýsinga um stöðu undirbúnings skipulagsvinnu að Blikastaðalandi, í samræmi við afgreiðslu á 592. fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 596. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 835. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
- 22. september 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #596
Skipulagsfulltrúi leggur fram og kynnir á fundi innra minnisblað til frekari upplýsinga um stöðu undirbúnings skipulagsvinnu að Blikastaðalandi, í samræmi við afgreiðslu á 592. fundi nefndarinnar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu máls.
- 21. júní 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #831
Innra minnisblað skipulagsfulltrúa lagt fram til upplýsinga um fyrstu skref undirbúnings skipulagsvinnu að Blikastaðalandi.
Afgreiðsla 592. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 16. júní 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #592
Innra minnisblað skipulagsfulltrúa lagt fram til upplýsinga um fyrstu skref undirbúnings skipulagsvinnu að Blikastaðalandi.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falin áframhaldandi vinna máls.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 26. apríl 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #826
Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu minnisblað og tillaga skipulagsfulltrúa að áframhaldandi vinnu og undirbúningi 1. áfanga deiliskipulags við uppbyggingu íbúðarsvæðis að Blikastöðum.
Afgreiðsla 589. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 21. apríl 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #589
Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu minnisblað og tillaga skipulagsfulltrúa að áframhaldandi vinnu og undirbúningi 1. áfanga deiliskipulags við uppbyggingu íbúðarsvæðis að Blikastöðum.
Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að hefja undirbúning og deiliskipulagsvinnu fyrir 1. áfanga Blikastaðalands, í samræmi við 2. mgr. 38. gr skipulagslaga nr. 123/2010, í áframhaldandi samráði og samstarfi við landeigendur. Undirbúningur deiliskipulags skal taka mið af tillögu rammaskipulags landsins og frumdrögum aðalskipulags.
Afgreitt með fimm atkvæðum.