Mál númer 202304103
- 22. september 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #596
Skipulagsfulltrúi leggur fram og kynnir á fundi innra minnisblað til frekari upplýsinga um stöðu undirbúnings skipulagsvinnu að Blikastaðalandi, í samræmi við afgreiðslu á 592. fundi nefndarinnar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu máls.
- 21. júní 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #831
Innra minnisblað skipulagsfulltrúa lagt fram til upplýsinga um fyrstu skref undirbúnings skipulagsvinnu að Blikastaðalandi.
Afgreiðsla 592. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 16. júní 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #592
Innra minnisblað skipulagsfulltrúa lagt fram til upplýsinga um fyrstu skref undirbúnings skipulagsvinnu að Blikastaðalandi.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falin áframhaldandi vinna máls.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 26. apríl 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #826
Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu minnisblað og tillaga skipulagsfulltrúa að áframhaldandi vinnu og undirbúningi 1. áfanga deiliskipulags við uppbyggingu íbúðarsvæðis að Blikastöðum.
Afgreiðsla 589. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 21. apríl 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #589
Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu minnisblað og tillaga skipulagsfulltrúa að áframhaldandi vinnu og undirbúningi 1. áfanga deiliskipulags við uppbyggingu íbúðarsvæðis að Blikastöðum.
Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að hefja undirbúning og deiliskipulagsvinnu fyrir 1. áfanga Blikastaðalands, í samræmi við 2. mgr. 38. gr skipulagslaga nr. 123/2010, í áframhaldandi samráði og samstarfi við landeigendur. Undirbúningur deiliskipulags skal taka mið af tillögu rammaskipulags landsins og frumdrögum aðalskipulags.
Afgreitt með fimm atkvæðum.