12. mars 2025 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
- Hrafnhildur Gísladóttir (HG) varaformaður
- Elín Árnadóttir (EÁ) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Elín María Jónsdóttir (EMJ) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) áheyrnarfulltrúi
- Hlín Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Helga Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
- Viktoría Unnur Viktorsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) varamaður
- Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
- Sigríður Vilborgar Magnúsdóttir vara áheyrnarfulltrúi
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
- Ólöf Kristín Sívertsen sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
- Ágúst Frímann Jakobsson leiðtogi málefna grunnskóla
Fundargerð ritaði
Gunnhildur Sæmundsdóttir ráðgjafi á fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. 1. áfangi Blikastaðalands - deiliskipulag202304103
Lögð er fram til kynningar deiliskipulagstillaga á vinnslustigi fyrir 1. áfanga Blikastaðalands. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 04.12.2024 að kynna og auglýsa tillögu ásamt drögum að umhverfismati í samræmi við 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillaga á vinnslustigi er ekki fullmótað deiliskipulag heldur er tillögunni ætlað að kynna helstu hugmyndir, forsendur og umhverfismat fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum. Meginmarkmið skipulagsins er að leggja grunn að öflugu og eftirsóknarverðu hverfi sem styrkir nærumhverfið og bætir lífsgæði þeirra sem sækja svæðið, þar starfa eða búa. Gögn eru aðgengileg í skipulagsgátt og umsagnarfrestur til 10.02.2025.
Lagt fram og kynnt. Fræðslunefnd þakkar fyrir góða kynningu.
Gestir
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
2. Uppbygging á Blikastaðalandi2025011270
Kynning á vinnu rýnihóps varðandi uppbyggingu leik- og grunnskóla í Mosfellsbæ ásamt Blikastaðalandi
Verkefni rýnihóps vegna þarfagreiningar á uppbyggingu leik- og grunnskóla á Blikastaðalandi lögð fram og kynnt. Áætlað er að hópurinn skili niðurstöðum í lok mars.
3. Erindi til Fræðslunefndar Mosfellsbæjar & Fræðslu- og frístundasviðs.202503251
Framsýn menntun ehf. óskar eftir formlegu samtali við Mosfellsbæ um stofnun unglingaskóla í Mosfellsbæ þar sem nemendum í 8. - 10. bekk verður boðið upp á samþættingu grunnskólanáms og íþróttaiðkunar
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar tekur jákvætt í erindi frá Framsýn menntun ehf um að NÚ unglingaskóli verði starfræktur í Mosfellsbæ. Málinu vísað til ítarlegrar skoðunar á Fræðslu- og frístundasviði.
4. Leikskólinn Hlaðhamrar - Endurbætur202403189
Upplýsingar til fræðslunefndar um stöðu mála í Hlaðhömrum. Úttektarskýrsla frá Eflu, verkfræðistofu lögð fram til upplýsinga
Skýrsla Eflu lögð fram og viðbrögð vegna húsnæðismála Hlaðhamra voru kynntar fyrir nefndinni. Skólayfirvöld í Mosfellsbæ hafa brugðist við þeim vanda sem ástandið á húsnæðinu á leikskólanum að Hlaðhömrum hefur valdið. Mikið og gott samtal hefur átt sér stað milli starfsfólks, foreldra og skólaskrifstofu. Starfsemin verður rekin í bráðabirgðahúsnæði þar til nýr leikskóli í Helgafellshverfi verður tekinn í notkun í sumar.
5. Nafn á nýjan leikskóla í Helgafellslandi202503253
Nafnaval á nýjan leikskóla í Helgafellslandi
Í kjölfar hugmyndaleitar hjá íbúum Mosfellsbæjar eru lagðar fram tillögur að nöfnum á skólann sem oftast voru nefnd. Alls bárust um 170 hugmyndir að nöfnum og þakkar fræðslunefnd íbúum fyrir þátttökuna. Niðurstaða nafnavalsins verður kynnt síðar.
- FylgiskjalAuglýsing - nýtt nafn á leikskólann í Helgafellslandi.pdfFylgiskjalNafnaval_nyr_leikskoli_10mars2025.pdf
6. Vettvangs- og kynnisferðir fræðslunefndar 2022 - 2026202208563
Heimsókn í Krikaskóla, kynning á starfsemi skólans
Fræðslunefnd þakkar skólastjórnendum í Krikaskóla fyrir góðar móttökur.