18. febrúar 2025 kl. 16:28,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hrafnhildur Gísladóttir (HG) formaður
- Hilmar Tómas Guðmundsson(HTG) varaformaður
- Helga Möller (HM) aðalmaður
- Franklín Ernir Kristjánsson (FEK) aðalmaður
- Kristján Erling Jónsson (KEJ) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Kjartan Jóhannes Hauksson (KJH) áheyrnarfulltrúi
- Auður Halldórsdóttir þjónustu- og samskiptadeild
- Arnar Jónsson sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
Fundargerð ritaði
Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar - miðlun safnskosts202502400
Valgerður Óskarsdóttir starfsmaður Héraðsskjalasafns Mosfellsbæjar kemur á fundinn og kynnir verkefni er snúa að miðlun safnskosts Héraðsskjalasafns Mosfellsbæjar.
Menningar- og lýðræðisnefnd þakkar Valgerði fyrir kynninguna á verkefnum Héraðsskjalasafns sem snúa að miðlun safnskostsins.
Gestir
- Valgerður Óskarsdóttir
2. 1. áfangi Blikastaðalands - deiliskipulag202304103
Lögð er fram til kynningar deiliskipulagstillaga á vinnslustigi fyrir 1. áfanga Blikastaðalands. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 04.12.2024 að kynna og auglýsa tillögu ásamt drögum að umhverfismati í samræmi við 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillaga á vinnslustigi er ekki fullmótað deiliskipulag heldur er tillögunni ætlað að kynna helstu hugmyndir, forsendur og umhverfismat fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum. Meginmarkmið skipulagsins er að leggja grunn að öflugu og eftirsóknarverðu hverfi sem styrkir nærumhverfið og bætir lífsgæði þeirra sem sækja svæðið, þar starfa eða búa. Gögn eru aðgengileg í skipulagsgátt og umsagnarfrestur til 10.02.2025.
Menningar- og lýðræðisnefnd þakkar fyrir upplýsandi kynningu á deiliskipulagstillögu 1. áfanga Blikastaðalands. Nefndin fagnar því að lögð er áhersla á lifandi mannlíf í almenningsrými.
Gestir
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
3. Krakka Mosó 2025202410207
Minnisblað um stöðu einstakra verkþátta og mögulegar tímasetningar þeirra í verkefninu Krakka Mosó 2025.
Nefndin þakkar Arnari Jónssyni sviðsstjóra menningar- íþrótta- og lýðheilsusviðs fyrir kynningu á stöðu verkefnisins Krakka Mosó.
4. Menning í mars 2025202501575
Áframhaldandi umræður um Menningu í mars 2025.
Auður Halldórsdóttir forstöðumaður bókasafns og menningarmála fór yfir stöðu mála við undirbúning menningarhátíðarinnar Menning í mars.
5. Ársskýrsla Bókasafns Mosfellsbæjar 2024202502399
Ársskýrsla Bókasafns Mosfellsbæjar 2024 lögð fram til kynningar.
Auður Halldórsdóttir forstöðumaður Bókasafns Mosfellsbæjar kynnti ársskýrslu bókasafnsins fyrir árið 2024. Nefndin þakkar Auði fyrir kynningu á frábæru starfi Bókasafns Mosfellsbæjar.