30. apríl 2025 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) forseti
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) 1. varaforseti
- Guðmundur Hreinsson (GH) 1. varabæjarfulltrúi
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) aðalmaður
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Sævar Birgisson (SB) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Dagskrá fundar
Afbrigði
1. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2024202503027
Ársreikningur Mosfellsbæjar vegna ársins 2024 lagður fram til síðari umræðu.
Fundarhlé hófst kl. 18:02. Fundur hófst aftur kl. 18:13.
***
Forseti bar upp ársreikning bæjarins og stofnana hans í einu lagi.
Helstu niðurstöður eru:
Rekstrarreikningur A og B hluta:
Rekstrartekjur: 22.219 m.kr.
Laun og launatengd gjöld 10.955 m.kr.
Hækkun lífeyrisskuldbindingar 191 m.kr.
Annar rekstrarkostnaður 8.106 m.kr.
Afskriftir 648 m.kr.
Tekjuskattur 22 m.kr.
Fjármagnsgjöld 1.421 m.kr.
Niðurstaða án fjármagnsliða 2.320 m.kr.
Rekstrarniðurstaða er jákvæð um 877 m.kr.
Veltufé frá rekstri 1.815 m.kr.
Efnahagsreikningur A og B hluta:
Eignir alls: 35.230 m.kr.
Skuldir og skuldbindingar: 26.399 m.kr.
Eigið fé: 8.830 m.kr.
***
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða á 871. fundi við síðari umræðu ársreikning Mosfellsbæjar fyrir árið 2024 samkvæmt 2. tölul. 1. mgr. 18. gr. laganna og 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. og 2. tölul. 1. mgr. 15. gr. og 73. gr. samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar.***
Fundarhlé hófst kl. 18:15. Fundur hófst aftur kl. 18:24.***
Bókun B lista Framsóknarflokks, C lista Viðreisnar og S lista Samfylkingar:
Ársreikningur Mosfellsbæjar árið 2024 liggur nú fyrir. Niðurstaðan er mjög góð og í góðu samræmi við fjárhagsáætlun ársins. Það er verulega ánægjulegt að annað árið í röð er niðurstaða ársreiknings jákvæð. Í því rekstrarumhverfi sem sveitarfélög hafa búið við með hárri verðbólgu og vaxtastigi er sú niðurstaða ekki sjálfsögð. Niðurstaðan sýnir ábyrgan rekstur og vandaða áætlanagerð þar sem aðhald, sjálfbærni og metnaðarfull þjónusta eru höfð að leiðarljósi.Rekstrarniðurstaða ársins, A og B hluta, er jákvæð um 877 milljónir króna. Allar helstu lykiltölur eru góðar. Veltufé frá rekstri er 1.815 milljónir króna eða um 8,2% af tekjum. Skuldaviðmið er 94,5%. Það er sama hlutfall og árið 2023 en þá lækkaði það úr 104% árið 2022. Verðbólgan hafði áfram talsverð áhrif á rekstur bæjarins árið 2024 sem sést í fjármagnsgjöldum sem urðu ríflega 1,4 milljarðar.
Ársreikningurinn ber þess merki að 2024 var fyrsta heila rekstrarár Skálatúns undir stjórn Mosfellsbæjar. Með yfirtöku Mosfellsbæjar á rekstri stofnunarinnar fluttust 100 starfsmenn til Mosfellsbæjar og hefur því launakostnaður aukist samfara þeim breytingum. Þá voru kjarasamningshækkanir, meðal annars með áherslu á lægstu launin.
Umsvif bæjarfélagsins í fjárfestingum voru mjög mikil en fjárfest var fyrir 3,7 milljarða á árinu. Áfram var unnið að viðgerðum og endurbótum Kvíslarskóla, leikskólabyggingu í Helgafellshverfi, viðbyggingu við Reykjakot, gervigrasvelli, endurbótum leikskólalóða og kostnaðarsamri veitu- og gatnagerð.Mosfellingum fjölgaði um 2,3% frá fyrra ári og voru ríflega 13.700 í árslok 2024. Jöfn og þétt uppbygging innviða í sem bestum takti við þróun íbúafjölda í sístækkandi bæjarfélagi er mikilvæg. Markmiðið er að samfélagið okkar þróist áfram þannig að það haldi vel utan um íbúa sína. Sú vegferð þarf að taka mið af hagkvæmni í rekstri sveitarfélagsins og markmiðum um sjálfbærni.
Bæjarfulltrúar B, S og C lista þakka bæjarstjóra og öðru starfsfólki Mosfellsbæjar fyrir þeirra mikilvægu störf í þágu bæjarins sem og bæjarfulltrúum og nefndafólki. Starfsfólki fjármála- og áhættustýringarsviðs og endurskoðendum þökkum við mikla og góða vinnu við gerð ársreiknings.
Bókun D lista Sjálfstæðisflokks:
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka starfsfólki Mosfellsbæjar og endurskoðendum góða vinnu við ársreikning Mosfellsbæjar árið 2024.Þótt ársreikningurinn sýni jákvæðan rekstrarafgang upp á um 870 m.kr. fyrir A og B hluta, er ljóst að þessi afkoma byggir fyrst og fremst á einskiptistekjum, tekjum af lóðasölu og byggingarrétti. Án þessara tekna er greinilegt að um neikvæða afkomu er að ræða.
Þriðja árið í röð er tap á reglulegum rekstri bæjarins og er það áhyggjuefni að okkar mati. Meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar stendur frammi fyrir skýrri áskorun nú þegar ár er eftir að líðandi kjörtímabili. Áskorun um að tryggja sjálfbæran rekstur bæjarsjóðs án þess að reiða sig á einskiptistekjur og að halda aftur af skuldasöfnun með aðhaldi í útgjöldum. Það þarf að bregðast við núna - með ábyrgð, festu og fjárhagslegri framsýni og það felur í sér að taka þurfi óþægilegar ákvarðanir og þar reynir á samheldni og samstarf meirihlutans.
Bókun L lista Vina Mosfellsbæjar:
Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar þakkar starfsfólki bæjarins og endurskoðendum fyrir þeirra vinnu, góðan undirbúning og skýr svör.Í ársreikningum koma fram jákvæð og góð merki um auknar tekjur og meira jafnvægi í rekstri sveitarfélagsins. Skuldir halda þó áfram að aukast á milli ára, sem við verðum að vera meðvituð um. Það er vandasamt að reka sveitarfélag og hefur verið í mörg ár, nú skiptir ekki minna máli en undanfarin ár að vanda okkur til að halda jafnvægi í fjárhag og rekstri.
- FylgiskjalÁrsreikningur Mosfellsbæjar 2024 samþykktur 30.04.2025.pdfFylgiskjalMosfellsbær - Endurskoðunarskýrsla 2024 - Undirrituð.pdfFylgiskjalSundurliðun ársreiknings 2024 Mosfellsbær 03.04.2025.pdfFylgiskjalÁrsreikningur 2024 - kynning bæjarstjórn 09.04.2025 .pdfFylgiskjalÁrsreikningur 2024 - kynning bæjarstjórn 30.04.2025.pdf
Fundargerð
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1665202504008F
Lovísa Jónsdóttir bæjarfulltrúi og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri viku af fundi eftir afgreiðslu ársreiknings kl. 18:28Fundargerð 1665. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 871. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Nefndaskipan og þóknanir nefnda- vinnuhópur kjörinna fulltrúa 202504131
Tillaga um skipan vinnuhóps kjörinna fulltrúa sem falið verði að skoða fjölda og hlutverk fastanefnda og fyrirkomulag þóknana kjörinna fulltrúa fyrir nefndarsetu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1665. fundar bæjarráðs staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
2.2. Þjónustusamningur um rekstur og viðhald lýsingar 202503759
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að bjóða út rekstur og viðhald gatna- og stígalýsingar í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1665. fundar bæjarráðs staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
2.3. Blikastaðir-Korputún, veitulagnir 202407140
Óskað er heimildar bæjarráðs til að ganga til samninga við lægstbjóðanda í útboðinu, Blikastaðir - Korputún veitulagnir, með þeim fyrirvara að verktaki hafi uppfyllt öll skilyrði útboðsgagna.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1665. fundar bæjarráðs staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
2.4. Tímabundin starfsemi Hlaðhamra í Þverholti 202503185
Óskað er heimildar bæjarráðs vegna aukins rekstrarkostnaðar vegna flutninga leikskólans Hlaðhamra auk breytinga á ráðstöfun þegar áætlaðra fjárfestinga.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1665. fundar bæjarráðs staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
2.5. Styrkir til greiðslu fasteignaskatts 2025 202504052
Styrkir til félaga og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts í Mosfellsbæ 2025.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1665. fundar bæjarráðs staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
2.6. Ráðning leikskólastjóra leikskólans Sumarhúsa 202504089
Tillaga um ráðningu leikskólastjóra leikskólans Sumarhúsa.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1665. fundar bæjarráðs staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
2.7. Bergið headspace - samstarfssamningur 202504176
Samstarfssamningur við Bergið headspace lagður fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1665. fundar bæjarráðs staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
2.8. Húsnæðisáætlun 2025 202409638
Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar fyrir 2025, í samræmi við reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga og stafrænt áætlanakerfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1665. fundar bæjarráðs staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
2.9. Frumvarp um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun 202504064
Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis frumvarp til breytinga á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, mál 268. Umsagnarfrestur er til og með 23. apríl nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1665. fundar bæjarráðs staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
3. Ungmennaráð Mosfellsbæjar - 77202503024F
Fundargerð 77. fundar ungmennaráðs lögð fram til afgreiðslu á 871. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Fundur UNICEF og Umboðsmanns barna með börnum um Strætó 202410438
Erindi frá umboðsmanni barna ásamt greinargerð með niðurstöðum frá samráðsfundi barna og Strætó lagt fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 77. fundar ungmennaráðs staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
3.2. Áherslur Ungmennaráðs 2024-25 202410724
Undibúningur fyrir ungmennaþing
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 77. fundar ungmennaráðs staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
4. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 259202503039F
Fundargerð 259. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 871. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Umhverfis- og loftslagsstefna fyrir Mosfellsbæ 202301124
Staða íbúakönnunar vegna umhverfis- og loftslagsstefnu kynnt fyrir umhverfisnefnd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 259. fundar umhverfisnefndar staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
4.2. Umhverfis og Loftslagsstefna 2025-2035 - Aðgerðaráætlun 202503691
Umræður um vinnulag vegna aðgerðaráætlunar umhverfis- og loftslagsstefnu
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 259. fundar umhverfisnefndar staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
4.3. Stikaðar gönguleiðir í Mosfellsbæ, Mosfellsbær og Skátafélagið Mosverjar 200811187
Kynning frá Ævari Aðalsteinssyni um framkvæmdir á stikuðum gönguleiðum 2024.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 259. fundar umhverfisnefndar staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
4.4. Innleiðing hringrásarhagkerfisins á Íslandi (Circle of Life) 202504038
Kynning á verkefni um innleiðingu hringrásarhagkerfis á Íslandi
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 259. fundar umhverfisnefndar staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
5. Menningar- og lýðræðisnefnd - 28202504007F
Fundargerð 28. fundar menningar- og lýðræðisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 871. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Umsóknir um styrki vegna listviðburða og menningarmála 2025 202502244
Umsóknir um styrki úr lista- og menningarsjóði Mosfellsbæjar teknar til
umfjöllunar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 28. fundar menningar- og lýðræðisnefndar staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
5.2. Umhverfis- og loftslagsstefna fyrir Mosfellsbæ 202301124
Kynning á nýrri umhverfis- og loftlagsstefnu Mosfellsbæjar. Heiða Ágústsdóttir garðyrkjustjóri kynnir fyrstu drög stefnunnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 28. fundar menningar- og lýðræðisnefndar staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
5.3. Bæjarlistamaður 2025 202504096
Lagt er til að auglýst verði eftir tillögum um útnefningu bæjarlistamanns Mosfellsbæjar 2025.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 28. fundar menningar- og lýðræðisnefndar staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
5.4. Krakka Mosó 2025 202410207
Lögð fram tillaga um framkvæmd Krakka Mosó 2025.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 28. fundar menningar- og lýðræðisnefndar staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
5.5. Uppbygging á Blikastaðalandi 2025011270
Staða vinnu rýnihóps menningar, íþrótta, lýðheilsu og tómstunda vegna Blikastaðalands kynnt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 28. fundar menningar- og lýðræðisnefndar staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
6. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 629202504010F
Fundargerð 629. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 871. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Húsnæðisáætlun 2025 202409638
Lögð eru fram til kynningar húsnæðisáæltun Mosfellsbæjar fyrir 2025, í samræmi reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga og stafrænt áætlanakerfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 629. fundar skipulagsnefndar staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
6.2. Helgadalsvegur 60 - deiliskipulagsbreyting 202306155
Borist hefur erindi frá Hrefnu Guðmundsdóttur og Jens Páli Hafsteinnsyni, dags. 08.04.2025, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir landbúnaðarland að Helgadalsvegi 60. Tillagan felur í sér uppskiptingu lands og fjölgun íbúðarhúsa á landareigninni auk frekari byggingarreita fyrir gróðurhús, aðstöðuhús, bílgeymslu, gestahús, smáhús og vélaskemmu, í samræmi við gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 629. fundar skipulagsnefndar staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
6.3. Reykjalundur skrifstofur - deiliskipulagsbreyting 202503766
Borist hefur erindi frá Páli Poulsen, f.h. Reykjalundar endurhæfingar ehf., dags. dags. 31.03.2025, með ósk um deiliskipulagsbreytingu Reykjalundar. Tillagan felur í sér nýjan byggingarreit "G" fyrir skrifstofuhúsnæði austan við eldri skrifstofur og iðjuþjálfun. Heimilt verður að byggja allt að 1700 m2 húnsnæði á tveimur hæðum þar sem vegghæðir taka mið af aðliggjandi mannvirkjum, í samræmi við gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 629. fundar skipulagsnefndar staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
6.4. Bergholt 16 - fyrirspurn um breytingu húsnæðis 202503500
Borist hefur erindi frá Vífli M. Magnússyni, f.h. húseigenda að Bergholti 16, dags. 19.03.2025, með ósk um breytta notkun bílskúrs. Tillaga felur í sér að breyta bílskúr í íverurými íbúðar. Einnig felur tillaga í sér að byggt verði 10,8 m2 anddyri og geymsla auk 6,3 m2 glerskála, í samræmi við gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 629. fundar skipulagsnefndar staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
6.5. Reykjavegur 36 - aðkoma lóðar og innkeyrsla 202502573
Borist hefur erindi frá Hermanni Georg Gunnlaugssyni, f.h. eiganda að Reykjavegi 36, dags. 25.02.2025, með ósk um deiliskipulagsbreytingu lóðar. Tillagan felur í sér að færa núverandi innkeyrslu lóðar norðar auk þess að bæta við nýrri innkeyrslu sunnar á lóð við stoppustöð Strætó, í samræmi við gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 629. fundar skipulagsnefndar staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
6.6. Selmerkurvegur 17 - deiliskipulagsbreyting 202504091
Borist hefur erindi frá KOA arkitektum ehf., f.h. lóðareigenda að Selmerkurvegi 17, dags. 04.04.2025, með ósk um deiliskipulagsbreytingu lóðar. Tillagan felur í sér breytta aðkomu lóðarinnar sem áður var sameiginleg með lóðum 11, 13 og 15 en fer nú um lóðir 19 og 21, í samræmi við gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 629. fundar skipulagsnefndar staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
6.7. Æsustaðir L176793 og L176795 - deiliskipulag 202504077
Borist hefur erindi frá Þóri Garðarssyni og Sigurdóri Sigurðssyni, eigendum landa Æsustaða 176793 og L176795, dags. 02.01.2025, með ósk um áframhalandi deiliskipulagsvinnu lands. Tillagan felur í sér uppskiptingu lands innan þéttbýlismarka í Mosfellsdal í 10 íbúðarhúsalóðir, í samræmi við gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 629. fundar skipulagsnefndar staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
6.8. Korputún 31-41 - aðal- og deiliskipulagsbreyting 202504126
Borist hefur erindi frá Birni Guðbrandssyni arkitekt, f.h. Reita, dags. 07.04.2025, með ósk um aðal- og deiliskipulagsbreytingu að Korputúni við Korpúlfsstaðaveg. Tillagan felur í sér að heimila frekari blöndun byggðar verslunar-, þjónustu- og athafnasvæðis með viðbættri íbúðaruppbyggingu
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 629. fundar skipulagsnefndar staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
6.9. Fyrirspurn um uppbyggingu gistingar myrkurgæða í dreifbýli 202504183
Borist hefur erindi frá Andra Steini Guðmundssyni og Árna Frey Magnússyni, f.h. Aurora Igloos ehf., dags. 26.03.2025, í formi fyrirspurnar um viðhorf sveitarfélagsins og skipulagsnefndar um uppbyggingu gistingar fyrir ferðamenn með áherslu á myrkurgæði utan þéttbýlis. Hjálagðar eru myndir og kynning af starfsemi fyrirtækisins sem hugar að frekari uppbyggingu gistiaðstöðu í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 629. fundar skipulagsnefndar staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
6.10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 545 202504005F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 629. fundar skipulagsnefndar staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
7. Velferðarnefnd Mosfellsbæjar - 29202504018F
Fundargerð 29. fundar velferðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 871. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Styrkir til velferðarmála 2025 202409608
Styrkbeiðnir 2025 teknar fyrir til afgreiðslu. Máli frestað frá síðasta fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 29. fundar velferðarnefndar staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
7.2. Kvennaathvarf - umsókn um rekstrarstyrk 2025 202409054
Styrkbeiðni Kvennaathvarfsins tekin til afgreiðslu. Máli frestað frá síðasta fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 29. fundar velferðarnefndar staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
7.3. Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta árið 2025 202410705
Styrkbeiðni Stígamóta tekin til afgreiðslu. Máli frestað frá síðasta fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 29. fundar velferðarnefndar staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
7.4. Beiðni um fjárstuðning við Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur 202411004
Styrkbeiðni Mæðrastyrksnefndar tekin til afgreiðslu. Máli frestað frá síðasta fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 29. fundar velferðarnefndar staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
7.5. Styrkbeiðni frá Bjarkarhlið 202503169
Styrkbeiðni Bjarkarhlíðar tekin til afgreiðslu. Máli frestað frá síðasta fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 29. fundar velferðarnefndar staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
7.6. Beiðni um styrk 2025 202501552
Styrkbeiðni Krabbameinsfélagsins tekin fyrir. Máli frestað frá síðasta fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 29. fundar velferðarnefndar staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
7.7. Förum alla leið - samþætt þjónusta í heimahúsum - tilraunaverkefni 202306162
Samningur um Gott að eldast - samþætta heimaþjónustu og nýr þjónustusamningur um stuðningsþjónustu lagðir fyrir til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 29. fundar velferðarnefndar staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
7.8. Hagir og líðan eldra fólks - könnun 2024 202409230
Könnunin Hagir og líðan eldra fólks kynnt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 29. fundar velferðarnefndar staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
7.9. 1. áfangi Blikastaðalands - deiliskipulag 202304103
Tillögur rýnihóps um velferðarmál kynntar og ræddar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 29. fundar velferðarnefndar staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
7.10. Beiðni knattspyrnudeildar um notkun á Brúarlandi 202504050
Beiðni knattspyrnudeildar UMFA um notkun á Brúarlandi lögð fyrir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 29. fundar velferðarnefndar staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
7.11. Fjárhagsaðstoð - endurskoðun á reglum 2025 202501262
Drög að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð lögð fyrir til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 29. fundar velferðarnefndar staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
7.12. Stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn - endurskoðun á reglum 2025 202501400
Drög að reglum um stuðningsfjölskyldur lögð fyrir til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 29. fundar velferðarnefndar staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
7.13. Lykiltölur 2025 202503750
Lykiltölur janúar til mars 2025 lagðar fyrir til kynningar og umræðu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 29. fundar velferðarnefndar staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
7.14. Bergið headspace - samstarfssamningur 202504176
Samstarfssamningur við Bergið headspace lagður fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 29. fundar velferðarnefndar staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
7.15. Ársreikningur 2024 202503748
Ársreikningur Áss styrktarfélags 2024 lagður fyrir til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 29. fundar velferðarnefndar staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
8. Ungmennaráð Mosfellsbæjar - 78202504022F
Fundargerð 78. fundar ungmennaráðs lögð fram til afgreiðslu á 871. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Fundur UNICEF og Umboðsmanns barna með börnum um Strætó 202410438
Erindi frá umboðsmanni barna ásamt greinargerð með niðurstöðum frá samráðsfundi barna og Strætó lagt fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 78. fundar ungmennaráðs staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
8.2. Umhverfis- og loftslagsstefna fyrir Mosfellsbæ 202301124
Kynning á nýrri umhverfis- og loftlagsstefnu Mosfellsbæjar. Heiða Ágústsdóttir garðyrkjustjóri kynnir fyrstu drög stefnunnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 78. fundar ungmennaráðs staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
8.3. Undirbúningur fyrir fund Ungmennaráðs með Bæjarstjórn 202301457
undirbúningur
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 78. fundar ungmennaráðs staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
9. Fundargerð 973. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga202504222
Fundargerð 973. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 871. fundi bæjarstjórnar.
10. Fundargerð 974. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga202504223
Fundargerð 974. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 871. fundi bæjarstjórnar.
11. Fundargerð 975. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga202504224
Fundargerð 975. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 871. fundi bæjarstjórnar.
12. Fundargerð 976. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga202504296
Fundargerð 976. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 871. fundi bæjarstjórnar.
13. Fundargerð 270. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins202504203
Fundargerð 270. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins lögð frawm til kynningar á 871. fundi bæjarstjórnar.
14. Fundargerð 603. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202504346
Fundargerð 603. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 871. fundi bæjarstjórnar.
15. Fundargerð 604. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202504347
Fundargerð 604. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 871. fundi bæjarstjórnar.
16. Fundargerð 51. eigendafundar Strætó bs.202504348
Fundargerð 51. eigendafundar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 871. fundi bæjarstjórnar.