Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

1. mars 2024 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Valdimar Birgisson (VBi) formaður
  • Sævar Birgisson (SB) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
  • Haukur Örn Harðarson (HÖH) áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Langi­tangi 11-13 - deili­skipu­lags­breyt­ing202402282

    Lögð er fram til kynningar og umræðu tillögudrög að deiliskipulagsbreytingu fyrir fjölbýlishúsalóð að Langatanga 11-13. Breytingin felur í sér hliðrun bygginga vegna aðstæðana og hæðasetningar í landi. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

    Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að fela skipu­lags­full­trúa áfram­hald­andi vinnu máls.

    • 2. Bratta­hlíð við Huldu­hóla­svæði - deili­skipu­lags­breyt­ing - frek­ari upp­bygg­ing202209298

      Lögð eru fram til kynningar og umræðu drög að frekari umferðarrýni Eflu verkfræðistofu vegna deiliskipulagstillögu fyrir uppbyggingu við Bröttuhlíð, í samræmi við afgreiðslu á 603. fundi nefndarinnar. Hjálögð eru tillögudrög að deiliskipulagsbreytingu til umfjöllunar. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

      Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að fela skipu­lags­full­trúa end­ur­skoð­un til­lagna með áherslu á áhrif upp­bygg­ing­ar á nær­liggj­andi svæði. Þann­ig skal við frek­ari úr­færsl­ur í auknu mæli líta til nú­ver­andi byggð­ar­mynst­urs við Bröttu­hlíð. Skipu­lags­nefnd árétt­ar að um­rætt land­svæði er og hef­ur á upp­drátt­um að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar ver­ið fyr­ir­hug­að sem íbúð­ar- og upp­bygg­ing­ar­svæði. Verk­efn­ið skal unn­ið og rýnt sam­hliða nýju að­al­skipu­lagi. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir því ekki að aug­lýsa og kynna fyr­ir­liggj­andi gögn og út­færsl­ur.

      • 3. Byggð­ar­holt 47 - stækk­un húss202402262

        Borist hefur erindi frá Silju Rán Steinberg Sigurðardóttur, dags. 12.02.2024, með ósk um stækkun húss að Byggðarholti 47. Stækkunin felur í sér 48,6 m² viðbyggingu við vesturgafl raðhúss í átt að Álfholti, í samræmi við gögn. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

        Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að grennd­arkynna skuli um­rædd áform í sam­ræmi 1. og 2. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 þeg­ar að full­nægj­andi gögn liggja fyr­ir. Máls­að­ili skal vinna að­al­upp­drætti fyr­ir­liggj­andi áforma með af­stöðu­mynd lóð­ar og ná­grenn­is.

      • 4. Skýja­borg­ir I L125143 frí­stunda­byggð - deili­skipu­lags­breyt­ing202402277

        Borist hefur erindi frá Hrafni Bjarnasyni, dags. 13.02.2024, með ósk um deiliskipulagsbreytingu og uppskiptingu frístundalóðar L125143. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

        Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að heim­ila um­sækj­anda skv. 2. mgr. 38. gr. skipu­lagslaga, að vinna til­lögu að deili­skipu­lags­breyt­ingu í sam­ræmi við 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

      • 5. Reykja­hvoll 29 - deili­skipu­lag202401443

        Borist hefur erindi frá Decker & Hjaltested arkitektum, f.h. Kjartans Hjaltested, dags. 22.01.2024, þar sem óskað er eftir deiliskipulagsbreytingu fyrir Reykjahvol 29. Um er að ræða áætlun um viðbyggingu einbýlishúss til austurs innan byggingarreitar, stækkun húss er um 40 m2. Hjálögð er tillaga að deiliskipulagsbreytingu til kynningar og afgreiðslu, dags. 10.02.2024, þar sem heimilt byggingarmagn í greinargerð hækkar í 300 m2.

        Til­lag­an er fram­sett sem breyt­ing grein­ar­gerð­ar gild­andi deili­skipu­lags. Með hlið­sjón af 5.8.2. gr. skipu­lags­reglu­gerð­ar sam­þykk­ir skipu­lags­nefnd með 5 at­kvæð­um breyt­ing­una sem óveru­lega þar sem land­notk­un er hin sama en nýt­ing­ar­hlut­fall, út­lit og form húss tek­ur breyt­ing­um. Breyt­ing­in varð­ar grennd­ar­hags­muni aðliggj­andi lóða og er skipu­lags­full­trúa fal­ið að aug­lýsa og kynna til­lög­una skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Fyr­ir­liggj­andi gögn skulu send aðliggj­andi hag­að­il­um og þing­lýst­um eig­end­um lóða og landa að Reykja­hvoli 23, 23a, 25, 27, 29, 31, 37, 39 og 41 til kynn­ing­ar og at­huga­semda. Auk þess verð­ur breyt­ing að­gengi­leg í Skipu­lags­gátt­inni og á vef Mos­fells­bæj­ar, mos.is.

      • 6. Vor­fund­ur Strætó og Mos­fells­bæj­ar 2024202402472

        Lögð eru fram til kynningar gögn og samantekt Strætó bs á leiðarkerfi og farðþegaflutningum fyrir árið 2023. Kynningin var haldin fyrir stjórnsýslu Mosfellsbæjar af starfsfólki Strætó þann 19.02.2024.

        Frestað vegna tíma­skorts

        • 7. Skotí­þrótta­svæði á Álfs­nesi - breyt­ing á Að­al­skipu­lagi Reykja­vík­ur 20402023031043

          Erindi barst frá Reykjavíkurborg og úr Skipulagsgátt, dags 22.02.2024, vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Um er að ræða breytingu á hluta iðnaðarsvæðis (I2) og opins svæðis (OP28) í íþróttasvæði fyrir skotæfingar og skotíþróttir (ÍÞ9), í samræmi við gögn. Fram kemur að markmið breytingar er að skapa áframhaldandi skilyrði fyrir starfsemi skotfélaganna sem nú er til staðar á svæðinu, til skemmri tíma litið, meðan unnið verði að því að finna framtíðarsvæði fyrir skotíþróttir á höfuðborgarsvæðinu. Athugasemdafrestur er til og með 04.04.2024.

          Frestað vegna tíma­skorts

          • 8. Borg­ar­stefna fyr­ir Ís­land202402446

            Innviðaráðuneytið kynnir í samráðsgátt stjórnvalda drög að borgarstefnu til umsagnar og athugasemda. Í drögum að borgarstefnu er lagður grunnur að umræðu um núverandi stöðu, lykilviðfangsefni og framtíðarsýn fyrir borgarsvæðin. Sett er fram framtíðarsýn um þróun tveggja borgarsvæða og áherslur til komandi ára er stuðlað að þróun og eflingu. Í því felst annars vegar að styrkja höfuðborgarhlutverk Reykjavíkur, höfuðborgarsvæðið og áhrifasvæði þess. Hins vegar að festa Akureyri í sessi sem svæðisborg og skilgreina og efla hlutverk hennar og áhrifasvæði. Umsagnafrestur er til og með 22.03.2024.

            Frestað vegna tíma­skorts

            • 9. 1. áfangi Blikastaðalands - deili­skipu­lag202304103

              Fulltrúar hönnunarteymis Blikastaða, arkitektar frá Nordic Office og samgönguverkfræðingur Eflu, kynna stöðu deiliskipulagsgerðar 1. áfanga. Farið verður yfir fyrirliggjandi greiningar, hugmyndavinnu og áherslur Nordic, Eflu og dönsku landslagsarkitektastofunnar SLA.

              Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd þakk­ar góða kynn­ingu og legg­ur áherslu á mik­il­vægi sam­ráðs og frek­ari kynn­ing­ar verk­efn­is­ins. Skipu­lags­full­trúa og hönn­un­art­eymi fal­ið að út­færa áætlun að sam­ráði.

              Gestir
              • Vilhjálmur Leví Egilsson
              • Berglind Hallgrímsdóttir
              • Jóhanna Helgadóttir

              Fundargerðir til kynningar

              • 10. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 75202402028F

                Fundargerð lögð fram til kynningar.

                Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

                • 10.1. Hamra­brekk­ur 4 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1, 202401588

                  Borist hef­ur um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi frá Árna Frið­riks­syni, f.h. Eg­ils Þór­is Ein­ars­son­ar, vegna ný­bygg­ing­ar frí­stunda­húss að Hamra­brekk­um 4. Um er að ræða 129,9 m² einn­ar hæð­ar timb­ur­hús, í sam­ræmi við gögn. Er­ind­inu var vísað til um­sagn­ar skipu­lags­full­trúa á 513. af­greiðslufundi bygg­ing­ar­full­trúa þar sem ekki er í gildi deili­skipu­lag fyr­ir lóð­ina.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Lagt fram.

                • 10.2. Hlíð­ar­tún 2A-2B - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2, 202401629

                  Borist hef­ur um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi frá Jakobi Emil Lín­dal, f.h. Arn­ar­bakka ehf, fyr­ir íbúð­ar­hús að Hlíð­ar­túni 2A-2B. Um er að ræða stein­steypt einn­ar hæð­ar par­hús, Hlíð­ar­tún 2A, 122,0 m² og Hlíð­ar­tún 2B, 131,9 m², í sam­ræmi við gögn. Um er að ræða breytt áform frá grennd­arkynn­ingu sömu lóð­ar, dags. 19.01.2023. Er­ind­inu var vísað til um­sagn­ar skipu­lags­full­trúa á 513. af­greiðslufundi bygg­ing­ar­full­trúa þar sem ekki er í gildi deili­skipu­lag fyr­ir lóð­ina.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Lagt fram.

                • 10.3. Mark­holt 13 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2, 202309358

                  Lögð er fram til af­greiðslu grennd­arkynn­ing vegna bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn­ar að Mark­holti 13. Um var að ræða bygg­ingaráform fyr­ir stækk­un húss og bíl­skúrs auk garðskúrs á lóða­mörk­um. Gögn voru grennd­arkynnt í sam­ræmi við af­greiðslu á 71. af­greiðslufundi skipu­lags­full­trúa. At­huga­semda­frest­ur var frá 18.10.2023 til og með 17.11.2023. Ein um­sögn barst frá Finni Torfa Guð­munds­syni og Arn­björgu Gunn­ars­dótt­ur, Njarð­ar­holti 9, dags. 15.11.2023. Um­sagn­ir og at­huga­semd­ir voru kynnt­ar á 603. fundi skipu­lags­nefnd­ar og vísað til úr­lausn­ar og úr­vinnslu hjá skipu­lags­full­trúa.
                  Hjá­lögð eru upp­færð gögn og að­al­upp­drætt­ir þar sem brugð­ist hef­ur ver­ið við at­huga­semd­um aðliggj­andi lóð­ar­hafa og fall­ið hef­ur ver­ið frá áform­um um frá­g­ang á lóð­ar­mörk­um og 15 m² garðskúrs. Í sam­ræmi við gögn dags. 14.02.2024 er stækk­un húss og bíl­skúrs 63,2 m².

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Lagt fram.

                • 11. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 512202402014F

                  Fundargerð lögð fram til kynningar.

                  Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

                  • 11.1. Brú­arfljót 5 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2, 202309580

                    Hag­vís ehf. sækja um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Bruarfljót nr. 5 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Breyt­ing fel­ur í sér við­bætt milli­loft ásamt nýj­um glugga á gafli.Stærð­ir: Milli­loft 118,1 m².

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Lagt fram.

                  • 11.2. Kvísl­artunga 29 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2, 202402018

                    Arnór Dav­íð Pét­urs­son Kvísl­artungu 29 sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta par­húss á lóð­inni Kvísl­artunga nr. 29 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Lagt fram.

                  • 11.3. Reykja­hvoll 4A - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202105029

                    Kali ehf. Bröttu­hlíð 25 sækja um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Reykja­hvoll nr. 4A í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Lagt fram.

                  • 11.4. Reykja­mel­ur 14 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202105351

                    Reykja­mel­ur ehf. Engja­vegi 10 sækja um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta par­húss á lóð­inni Reykja­mel­ur nr. 14B í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Lagt fram.

                  • 12. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 513202402025F

                    Fundargerð lögð fram til kynningar.

                    Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

                    • 12.1. Hamra­brekk­ur 4 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1, 202401588

                      Eg­ill Þór­ir Ein­ars­son Vætta­borg­um 38 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri frí­stunda­hús á lóð­inni Hamra­brekk­ur nr. 4 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 129,9 m², 378,0 m³.

                      Niðurstaða þessa fundar:

                      Lagt fram.

                    • 12.2. Hlíð­ar­tún 2A-2B - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2, 202401629

                      Arn­ar­bakki ehf. Huldu­braut 48 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu par­hús á einni hæð á lóð­inni Hlíð­ar­tún nr. 2A og 2B, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir:
                      Hlíð­ar­tún 2A: Íbúð 122,0 m², 366,54 m³.
                      Hlíð­ar­tún 2B: Íbúð 131,9 m², 401,36 m³.

                      Niðurstaða þessa fundar:

                      Lagt fram.

                    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00