21. júní 2023 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) forseti
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) 1. varaforseti
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) 2. varaforseti
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) aðalmaður
- Sævar Birgisson (SB) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested
- Ómar Karl Jóhannesson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður
Dagskrá fundar
Fundargerð
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1583202306003F
Fundargerð 1583. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 831. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Verkfall starfsmannafélags Mosfellsbæjar 2023 202305236
Staða kjarasamningsviðræðna við Starfsmannafélag Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1583. fundar bæjarráðs samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.2. Hlégarður, Háholti 2- umsagnarbeiðni vegna tímabundis áfengisleyfis 08.06.2023 202306013
Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu varðandi tímabundið áfengisleyfi vegna skemmtikvölds í Hlégarði þann 8. júní nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1583. fundar bæjarráðs samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.3. Leirvogstunguhverfi - samningar um afnotareiti lóða 202305764
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga skipulagsfulltrúa og lögmanns um samninga og leigugjald afnotareita í Leirvogstunguhverfi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1583. fundar bæjarráðs samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.4. Ósk Lauga ehf. um framsal lóðaréttinda við Lækjarhlíð 1A 202305248
Erindi Lauga ehf. um samþykki fyrir framsali lóðarréttinda að Lækjarhlíð 1A til systurfélagsins Í toppformi ehf.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1583. fundar bæjarráðs samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1584202306009F
Fundargerð 1584. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 831. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Málefni leikskóla - nóvember 2022 202211420
Tillaga um innleiðingu skráningardaga í leikskólum næsta haust sem hluta af útfærslu á betri vinnutíma hjá starfsfólki leikskóla. Erindi vísað til bæjarráðs á fundi fræðslunefndar á 422. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Tillaga L lista:
Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar leggur til að farið verið heildstætt yfir stöðu leikskóla í bænum. Verkefni leikskólastigins eru mörg og krefjandi og í lausninni felst að endurhugsa þarf starfið og skipulagið. Yfir þessi verkefni þarf að leggjast og koma með tillögur að heildrænni lausn og er lagt til að það sé gert með myndun starfshóps.
Vinna þarf að og þróa verkefnið betri vinnutíma. Skoða þarf mönnun leikskólanna og hvernig er hægt að mæta lögboðnu sumarfríi starfsmanna. Sérstaklega þarf svo að skoða hvernig hægt er að gera leikskóla Mosfellsbæjar að aðlaðandi vinnustöðum.***
Fundarhlé hófst kl. 17:15. Fundur hófst aftur kl. 17:33.***
Tillögunni var hafnað með sex atkvæðum B, C og S lista. Bæjarfulltrúi L lista greiddi atkvæði með tillögunni. Bæjarfulltrúar D lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Bókun B, C og S lista:
Meirihluti B, C og S lista tekur undir að þörf er á að fara heildstætt yfir stöðu leikskóla í Mosfellsbæ og lítur þannig á að sú vinna sé þegar hafin.Engu að síður er mikilvægt að taka ákvarðanir strax sem varða innleiðingu á Betri vinnutíma til að bregðast við þeim áskorunum sem stjórnendur leikskóla í Mosfellsbæ hafa bent á.
***
Afgreiðsla 1584. fundar bæjarráðs samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.2. Samstarfssamningar við íþrótta- og tómstundafélög 2022-2024 202203831
Lagt er til að fyrirliggjandi viðauki við samstarfssamning við Aftureldingu verði samþykktur.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1584. fundar bæjarráðs samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.3. Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ-stækkun hjúkrunarheimilisins Hamra 201812038
Fyrirliggjandi tillaga um stækkun hjúkrunarheimilisins Hamra um 66 rými í stað 44 rýma lögð fram til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1584. fundar bæjarráðs samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.4. Beiðni um að Mosfellsbær tilnefni einstakling í stjórn Reykjalundar endurhæfingar ehf. 202209230
Tillaga um tilnefningu á stjórnarmanni í stjórn Reykjalundar endurhæfingar ehf.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1584. fundar bæjarráðs samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.5. Kvikmyndafélagið Umbi, Melkot, umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis 202305862
Frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir rekstur Gististaðir í flokki II- C Minna gistiheimili, að Melkoti.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1584. fundar bæjarráðs samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.6. Viðauki við ráðningarsamning bæjarstjóra 202306232
Tillaga að viðauka um launkjör bæjarstjóra lögð fram til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Regína Ásvaldsdóttir vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
***
Afgreiðsla 1584. fundar bæjarráðs samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Bæjarfulltrúar D og L lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.Bókun D lista:
Bæjarfulltrúar D lista komu ekki að ráðningu bæjarstjóra og komu því ekki heldur að ákvörðun um launakjör. Bæjarfulltrúar D lista hafa heldur ekki haft neina aðkomu að fyrirliggjandi tillögu um breytingar á ráðningarsamningi bæjarstjóra og þeim viðauka um breytingar á þeim samningi sem nú liggur fyrir á þessum fundi. Af þeim ástæðum sitjum við hjá við afgreiðslu málsins í bæjarstjórn.2.7. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023 til 2026 202206736
Kynnt útkomuspá ársins 2023 vegna fjárfestinga og rekstrar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1584. fundar bæjarráðs samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 422202306004F
Fundargerð 422. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 831. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Endurskoðun á skóla- og frístundaakstri 202301334
Lagt fram til samþykktar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 422. fundar fræðslunefndar samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.2. Fjárhags- og fjárfestingaáætlun 2024 - kynning í fræðslunefnd 202306050
Undirbúningur vinnu við fjárhags- og fjárfestingaráætlun ársins 2024, lagt fyrir fræðslunefnd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 422. fundar fræðslunefndar samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.3. Málefni leikskóla - nóvember 2022 202211420
Betri vinnutími og bættar starfsaðstæður í leikskóla
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 422. fundar fræðslunefndar samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.4. Fagháskólanám í leikskólafræði 202304018
Kynning á Fagháskólanámi í leikskólafræði
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 422. fundar fræðslunefndar samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.5. Verkfall starfsmannafélags Mosfellsbæjar 2023 202305236
Áhrif verkfalla BSRB á leik- og grunnskólastarf í Mosfellsbæ
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 422. fundar fræðslunefndar samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 592202306006F
Fundargerð 592. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 831. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Fjárhags- og fjárfestingaáætlun 2024 - umhverfissvið 202306274
Framkvæmdastjóri umhverfissviðs leggur fram og kynnir undirbúning vinnu við fjárhags- og fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2024, er tengjast málaflokkum nefndarinnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 592. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.2. 1. áfangi Blikastaðalands - deiliskipulag 202304103
Innra minnisblað skipulagsfulltrúa lagt fram til upplýsinga um fyrstu skref undirbúnings skipulagsvinnu að Blikastaðalandi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 592. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.3. Hulduhólasvæði - deiliskipulagsbreyting - frekari uppbygging 202209298
Innra minnisblað og vinnugögn skipulagsfulltrúa lögð fram til upplýsinga um stöðu greiningarvinnu og gerð rýnigagna vegna hugmynda um frekari uppbyggingu Hulduhólasvæðis við Bröttuhlíð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 592. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.4. Í Suður-Reykjalandi L125425 - ósk um deiliskipulag 202305102
Lögð er fram til kynningar umbeðin umsögn skipulagsfulltrúa vegna erindis um deiliskipulag lands að Suður-Reykjalandi, í samræmi við afgreiðslu á 591. fundi nefndarinnar.
Hjálagt er erindi landeigenda til afgreiðslu.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 592. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.5. Akrar L123613 og Reykjahvoll L123756 - ósk um skiptingu lands 202203387
Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu endurbætt og uppfærð gögn vegna erindis landeigenda um uppskiptingu landa Akra L123613 og Reykjahvols L123756.
Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 592. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.6. Huldugata 2-8 - deiliskipulagsbreyting 202306061
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Huldugötu 2-4 og 6-8. Tillagan felur í sér að fjölga íbúðum í 4. áfanga Helgafellshverfis um 20 talsins. Fjöldi íbúða fer úr 198 í 218 og íbúðum fjölgar þannig í fjölbýlum Huldugötu 2-4 og 6-8 úr 20 í 30 á hvorri lóð. Fallið er frá heimild um bílakjallara fyrir Huldugötu 6-8. Breytingar eru gerðar á lóðahönnun til þess að uppfylla bílastæðakröfur gildandi deiliskipulags.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 592. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.7. Þverholt 19 - bílaplan og aðkoma 201910467
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Þverholt 19 í samræmi við afgreiðslu á 555. fundi nefndarinnar. Tillagan sýnir fjölgun bílastæða við bakhús að Þverholti. Á tillögunni eru innfærðar þær breytingar sem orðið hafa á bílastæðum og frágangi við Þverholt 11-15, við bætast fimm ný stæði á vannýttu svæði við Þverholt 19.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 592. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.8. Helgadalsvegur 60 - deiliskipulagsbreyting 202306155
Borist hefur erindi frá Hrefnu Guðmundsdóttur og Jens Páli Hafsteinssyni, dags. 04.05.2023, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Helgadalsveg 60 í Mosfellsdal. Ósk miðar út frá að auka byggingarmagn og fjölga byggingarreitum á landinu með það að markmiði að reisa gróðurhús og hefja þar grænmetisræktun, í samræmi við gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 592. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.9. Græni stígurinn - svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 202306129
Borist hefur erindi frá svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins, dags. 10.06.2023, þar sem svæðisskipulagsnefnd óskar eftir umsögn við kynnta frumgreiningu á legu græna stígsins. Þráinn Hauksson hjá Landslagi kynnti hjálögð drög og niðurstöður frumgreiningar á mögulegri legu stígsins á 118. fundi svæðisskipulagsnefndar þann 07.06.2023. Umsagnafrestur er til og með 15.09.2023.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 592. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.10. Bjarkarholt 1B - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, 202304452
Borist hefur umsókn um leyfi frá Veitum ohf. til að reisa 17,3 m² forsteypta spennistöð að Bjarkarholti 1B (áður Háholti 11A), í samræmi við gögn. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar á 499. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa vegna ákvæðis í gildandi deiliskipulagi miðbæjarins um umfjöllun skipulagsnefndar á öllum nýjum mannvirkjum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 592. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.11. Seljadalsvegur 4 - Kæra til ÚÚA vegna ákvörðunar um útgáfu byggingarleyfis 202304042
Lögð er fram til kynningar niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 41/2023. Kærð var samþykkt byggingarleyfis byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar, dags. 24.02.2022, fyrir frístundahús að Seljadalsvegi 4. Niðurstaða nefndarinnar var að fella úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa um samþykkt byggingarleyfis.
Hjálögð er umsögn Mosfellsbæjar vegna kæru.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 592. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 499 202306002F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 592. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
Almenn erindi
5. Kosning forseta og 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar 2023202306276
Kosning forseta og 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar, sbr. 13. gr. sveitarstjórnarlaga og 5. gr. samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar, til eins árs.
Fundarhlé hófst kl. 18:20. Fundur hófst aftur 18:35.
***
Tillaga kom fram um Örvar Jóhannsson, bæjarfulltrúa B lista, í embætti forseta bæjarstjórnar til eins árs frá og með næsta fundi bæjarstjórnar. Ekki komu fram aðrar tillögur og taldist hún því samþykkt.
Tillaga kom fram um Önnu Sigríði Guðnadóttur, bæjarfulltrúa S lista, sem 1. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs frá og með næsta fundi bæjarstjórnar. Ekki komu fram aðrar tillögur og taldist hún því samþykkt.
Tillaga kom fram um Dagnýju Kristinsdóttur, bæjarfulltrúa L lista, sem 2. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs frá og með næsta fundi bæjarstjórnar. Ekki komu fram aðrar tillögur og taldist hún því samþykkt.
6. Kosning bæjarráðs 2023202306275
Kosning fimm bæjarfulltrúa í bæjarráð auk áheyrnafulltrúa skv. 36. gr. og 50. gr. sveitarstjórnarlaga, sbr. og 39. gr. og 43. gr. samþykkta um stjórn Mosfellsbæjar.
Tillaga kom fram um eftirfarandi fulltrúa til setu í bæjarráði til eins árs:
Aðalmenn:
Halla Karen Kristjánsdóttir (B), formaður
Anna Sigríður Guðnadóttir (S), varaformaður
Ásgeir Sveinsson (D)
Jana Katrín Knútsdóttir (D)
Lovísa Jónsdóttir (C)Varamenn:
Aldís Stefánsdóttir (B)
Rúnar Bragi Guðlaugsson (D)
Ólafur Ingi Óskarsson (S)
Helga Jóhannesdóttir (D)
Valdimar Birgisson (C)Áheyrnarfulltrúi
Dagný Kristinsdóttir (L)Vara áheyrnarfulltrúi
Guðmundur Hreinsson (L)
Ekki komu fram aðrar tillögur og teljast viðkomandi rétt kjörin í bæjarráð.7. Kosning í nefndir og ráð202205456
Tillögur um breytingar á nefndum, ráðum og samstarfsnefndum.
Eftirfarandi tillögur hafa borist um breytingar á fastanefndum:
A. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd
1. Tillaga um að Ólafur Ingi Óskarsson (S) verði aðalmaður í stað Rúnars Más Jónatanssonar (C).
2. Tillaga um að Hilmar Stefánsson (D) verði aðalmaður í stað Brynju Hlífar Hjaltadóttur (D).
3. Tillaga um að Anna Sigríður Guðnadóttir (S) verði varamaður í stað Guðrúnar Þórarinsdóttur (C).
4. Tillaga um að Rúnar Már Jónatansson (C) verði áheyrnarfulltrúi í stað Ólafs Inga Óskarssonar (S).
5. Tillaga um að Guðrún Þórarinsdóttir (C) verði vara áheyrnarfulltrúi í stað Önnu Sigríðar Guðnadóttur (S).Ekki komu fram aðrar tillögur og teljast viðkomandi rétt kjörin í atvinnu- og nýsköpunarnefnd.
B. Fræðslunefnd
1. Tillaga um að Elín Anna Gísladóttir (C) verði aðalmaður í stað Elínar Árnadóttur (S) og að Leifur Ingi Eysteinsson (B) verði aðalmaður og varaformaður í stað Sævars Birgissonar (B).
2. Tillaga um að Valdimar Birgisson (C) verði varamaður í stað Elínar Eiríksdóttur (S).
3. Tillaga um að Elín Árnadóttir (S) verði áheyrnarfulltrúi í stað Elínar Önnu Gísladóttur (C)
4. Tillaga um að Elín Eiríksdóttir (S) verði vara áheyrnarfulltrúi í stað Valdimars Birgissonar (C).Ekki komu fram aðrar tillögur og teljast viðkomandi rétt kjörin í fræðslunefnd.
C. Íþrótta- og tómstundanefnd
1. Tillaga um að Vilhelmína Eva Vilhjálmsdóttir (L) verði vara áheyrnarfulltrúi í stað Dagnýjar Kristinsdóttur (L).Ekki komu fram aðrar tillögur og telst viðkomandi rétt kjörin í íþrótta- og tómstundanefnd.
D. Menningar- og lýðræðisnefnd
1. Tillaga um að Guðrún Þórarinsdóttir (C) verði aðalmaður í stað Jakobs Smára Magnússonar (S).
2. Tillaga um að Elín Anna Gísladóttir (C) verði varamaður í stað Þórarins Snorra Sigurgeirssonar (S).
3. Tillaga um að Jakob Smári Magnússon (S) verði áheyrnarfulltrúi í stað Guðrúnar Þórarinsdóttur (C).
4. Tillaga um að Þórarinn Snorri Sigurgeirsson (S) verði vara áheyrnarfulltrúi í stað Elínar Önnu Gísladóttur (C).Ekki komu fram aðrar tillögur og teljast viðkomandi rétt kjörin í menningar- og lýðræðisnefnd.
E. Skipulagsnefnd
1. Tillaga um að Sævar Birgisson (B) verði aðalmaður og varaformaður í stað Aldísar Stefánsdóttur (B).Ekki komu fram aðrar tillögur og telst viðkomandi rétt kjörinn í skipulagsnefnd.
F. Umhverfisnefnd
1. Tillaga um að Ómar Ingþórsson (S) verði aðalmaður í stað Reynis Matthíassonar (C).
2. Tillaga um að Anna Sigríður Guðnadóttir (S) verði varamaður í stað Ölvis Karlssonar (C).
3. Tillaga um að Reynir Matthíasson (C) verði áheyrnarfulltrúi í stað Ómars Ingþórssonar (S).
4. Tillaga um að Ölvir Karlsson (C) verði vara áheyrnarfulltrúi í stað Önnu Sigríðar Guðnadóttur (S).Ekki komu fram aðrar tillögur og teljast viðkomandi rétt kjörin í umhverfisnefnd.
G. Velferðarnefnd
1. Tillaga um að Brynja Hlíf Hjaltadóttir (D) verði aðalmaður í stað Hilmars Stefánssonar (D).Ekki komu fram aðrar tillögur og telst viðkomandi rétt kjörin í velferðarnefnd.
H. Öldungaráð
1. Tillaga frá FaMos um að Ólafur Guðmundsson og Ingibjörg G. Guðmundsdóttir verði varamenn í stað Margrétar J. Ólafsdóttur og Kristbjargar Steingrímsdóttur.Ekki komu fram aðrar tillögur og teljast viðkomandi rétt kjörin í öldungaráð.
I. Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins
1. Tillaga um að Sævar Birgisson (B) verði aðalmaður í stað Aldísar Stefánsdóttur (B).Ekki komu fram aðrar tillögur og telst viðkomandi rétt kjörinn í svæðisskipulagsnefnd.
J. Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins
1. Tillaga um að Örvar Jóhannsson (B) verði aðalmaður í stað Ásgeirs Sveinssonar (D).
2. Tillaga um að Aldís Stefánsdóttir (B) verði varamaður í stað Jönu Katrínar Knútsdóttur (D).Á fundinum var borin fram ný tillaga af hálfu D lista sem var dregin til baka.
***
Fundarhlé hófst kl. 18:46. Fundur hófst aftur kl. 19:10***
Fram kom sameiginleg tillaga um að Jana Katrín Knútsdóttir (D) verði aðalmaður í stað Ásgeirs Sveinssonar (D) og að Örvar Jóhannsson (B) verði varamaður í stað Jönu Katrínar Knútsdóttur (D).
Ekki komu fram aðrar tillögur og teljast viðkomandi rétt kjörin í almannavarnarnefnd.
8. Sumarleyfi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar 2023202306277
Tillaga um sumarleyfi bæjarstjórnar frá 22. júní til og með 15. ágúst 2023, með vísan til 14. gr. sveitarstjórnarlaga, sbr. og 4. mgr. 8. gr. samþykkta um stjórn Mosfellsbæjar.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum með vísan til 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, samanber og 4. mgr. 8. gr. samþykkta um stjórn Mosfellsbæjar, að fella niður reglulega fundi í sumarleyfi bæjarstjórnar frá 22. júní til og með 15. ágúst 2023. Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi er ráðgerður 16. ágúst nk. Með vísan til 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga, samanber og 44. gr. samþykkta um stjórn Mosfellsbæjar, samþykkir bæjarstjórn að veita bæjarráði umboð til fullnaðarafgreiðslu mála á meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur.
Fundargerðir til kynningar
9. Fundargerð 249. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins202306206
Fundargerð 249. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar.
Fundargerð 249. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 831. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
10. Fundargerð 250. fundar stjórnar Slökkviliðs höfðuborgarsvæðisins202306207
Fundargerð 250. fundar stjórnar Slökkviliðs höfðuborgarsvæðisins lögð fram til kynningar.
Fundargerð 250. fundar stjórnar Slökkviliðs höfðuborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 831. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
11. Fundargerð 928. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitafélaga202306069
Fundargerð 928. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Fundargerð 928. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 831. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
12. Fundargerð 559. fundar stjórnar SSH202306148
Fundargerð 559. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Fundargerð 559. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 831. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
13. Fundargerð 14. fundar heilbrigðisnefndar202306212
Fundargerð 14. fundar heilbrigðisnefndar lögð fram til kynningar.
Fundargerð 14. fundar heilbrigðisnefndar lögð fram til kynningar á 831. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
14. Fundargerð 118. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins202306214
Fundargerð 118. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar.
Fundargerð 118. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 831. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.