Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

19. janúar 2024 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Valdimar Birgisson (VBi) formaður
 • Sævar Birgisson (SB) varaformaður
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
 • Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
 • Haukur Örn Harðarson (HÖH) áheyrnarfulltrúi
 • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
 • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. 1. áfangi Blikastaðalands - deili­skipu­lag202304103

  Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 602. fundi sínum að auglýsa og kynna skipulagslýsingu fyrir 1. áfanga deiliskipulags á Blikastaðalandi. Skipulagssvæði 1. áfanga er u.þ.b. 30-35 ha að stærð og liggur upp að núverandi byggð við Þrastarhöfða. Svæðið verður skilgreint sem íbúðarbyggð og miðsvæði. Skipulagslýsing nýs deiliskipulags að Blikastöðum byggir á nýjum rammahluta heildarendurskoðunar aðalskipulags fyrir Mosfellsbæ, þar sem stefnumörkun vinnslutillögu var kynnt sumarið 2023. Skipulagslýsingin var auglýst og kynnt á vef sveitarfélagsins www.mos.is, Mosfellingi og í Skipulagsgáttinni. Umsagna og athugasemdafrestur var frá 13.12.2023 til og með 15.01.2024. Umsagnir bárust frá Reykjavíkurborg, dags. 21.12.2023, Umhverfisstofnun, dags. 02.01.2024, Minjastofnun Íslands, dags. 08.01.2024, Veðurstofu Íslands, dags. 11.01.2024, Skipulagsstofnun, dags. 11.01.2024, Náttúrufræðistofnun Íslands, dags. 12.01.2024, Veitur ohf., dags. 15.01.2024, Heilbrigðiseftirlitinu HEF, dags. 15.01.2024, Einari Páli Kjærnested og Berglindi Þrastardóttur, dags. 15.01.2024 og Vegagerðinni, dags. 15.01.2024.

  Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd þakk­ar inn­send­ar um­sagn­ir við lýs­ingu og fyr­ir­hug­að ferli. Nefnd­in sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að fela skipu­lags­full­trúa áfram­hald­andi vinnu máls. Auk þess ósk­ar nefnd­in eft­ir að skipu­lags­full­trúi und­ir­búi frek­ari um­fjöllun um­sagna, ramma­hluta og að­al­skipu­lag svæð­is­ins.

 • 2. Flugu­mýri at­hafna­svæði - nýtt deili­skipu­lag201612203

  Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir athafnarsvæðið að Flugumýri. Markmið deiliskipulagsins er að skilgreina heimildir sem eiga að gilda um núverandi byggð atvinnuhúsnæðis að Flugumýri svo sem byggingarreiti, byggingarheimildir, bílastæði, úrgangsmál, gróðurbelti, frágang lóða og mögulegar lóðastækkanir. Lóðastækkanir eru lagðar til sem möguleikar á lóðum að Flugumýri 6, 8, 18, 20, 30, 32, 34 og 36. Innfærðir eru nýir stígar, gönguleiðir, gangstéttir og gönguþveranir. Heimilt byggingarmagn er aukið og er nýtingarhlutfall lóða 0,6 í samræmi við heimildir aðalskipulags Mosfellsbæjar. Deiliskipulagstillagan er framsett með uppdrætti í skalanum 1:1000, greinargerð, skýringarmyndum um snið og vegi, auk skýringaruppdráttar um lóðastækkanir. Einnig er hjálögð til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir deiliskipulag Desjamýri þar sem skipulagsmörk eru færð til og skipulagssvæði minnkað til samræmis við nýtt deiliskipulag Flugumýrar.

  Lagt fram og kynnt. Fyr­ir ligg­ur að skipu­lags­full­trúi muni kynna til­lög­urn­ar, for­send­ur þeirra og ákvæði fyr­ir hag­að­il­um inn­an svæð­is­ins á sér­stök­um fundi í sam­ræmi við 4. mgr. 40. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

  • 3. Fram­kvæmd­ir við hjóla­stíg í Varmalandi202401205

   Borist hefur erindi frá Birni Traustasyni f.h. Skógræktarfélags Mosfellsbæjar, dags. 12.12.2023, þar sem óskað er eftir heimild fyrir lagningu hjólastígar innan Varmalandsjarðarinnar þar sem félagið hefur samninga um landgræðslu á landi Mosfellsbæjar. Framkvæmdin er unnin fyrir hjóladeild Aftureldingar og er hluti af hringleið sem nýtast mun starfinu sem og almenningi.

   Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar á um­hverf­is­sviði.

  • 4. Bugðufljót 6 - deili­skipu­lags­breyt­ing202401349

   Borist hefur erindi frá Hirti Brynjarssyni f.h. Brúarfljót ehf., dags. 16.01.2024, með ósk um deiliskipulagsbreytingu athafnarlóðar að Bugðufljóti 6. Óskað er eftir heimild til þess að byggja bílaþvottaaðstöðu við endagafl húss utan byggingarreitar sem hluta landmótunar lóðar auk nýrrar innkeyrslu við austurenda lóðar, í samræmi við gögn.

   Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að óveru­legt frá­vik skipu­lags, um minni­hátt­ar hús­bygg­ingu utan bygg­ing­ar­reit­ar og aðra að­komu lóð­ar, skuli með­höndlað í sam­ræmi við 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Um­fang bygg­ing­ar mun ekki breyt­ast svo sýni­legt sé þar sem um­rætt mann­virki verð­ur hluti af lóða­frá­gangi vegna mis­hæð­ar lóð­ar. Þeg­ar eru for­dæmi fyr­ir öðr­um teng­ing­um við göt­ur þar sem end­an­leg­ur frá­gang­ur hef­ur enn ekki ver­ið klár­að­ur. Máls­að­ili skal þó greiða all­an kostn­að sem mögu­lega af frá­viki þessu hlýst og kosta frá­g­ang nýrr­ar að­komu þar sem við á. Einn­ig skal lóð­ar­hafi og hús­byggj­andi fylgja hæða- og mæli­blöð­um við frá­g­ang lóð­ar­inn­ar vegna mis­hæð­ar og stöll­un­ar sem fyr­ir­liggj­andi gögn hönn­uða sýna. Bygg­ing­ar­full­trúa er heim­ilt að gefa út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar að um­sókn sam­ræm­ist lög­um um mann­virki nr. 160/2010, bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012 og kynnt­um gögn­um.

  • 5. Engja­veg­ur 8 - deili­skipu­lags­breyt­ing202401103

   Erindi barst frá Arinbirni Vilhjálmssyni, f.h. Ævars Arnar Jósepssonar, dags. 04.01.2024, með ósk um heimild fyrir deiliskipulagsbreytingu að Engjavegi 8. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina þar sem viðbyggingarheimild skipulagsins er aukin úr 50 m² í 110 m². Meðfylgjandi er skýringarmynd viðbyggingar nýrra íverurýma sem tengjast núverandi íbúð og fasteign.

   Til­lag­an er fram­sett sem texta­breyt­ing grein­ar­gerð­ar gild­andi deili­skipu­lags. Með hlið­sjón af 5.8.2. gr. skipu­lags­reglu­gerð­ar sam­þykk­ir skipu­lags­nefnd með 5 at­kvæð­um breyt­ing­una sem óveru­lega þar sem land­notk­un er hin sama en nýt­ing­ar­hlut­fall, út­lit og form húss tek­ur breyt­ing­um. Breyt­ing­in varð­ar grennd­ar­hags­muni aðliggj­andi lóða og er skipu­lags­full­trúa fal­ið að aug­lýsa og kynna til­lög­una skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Fyr­ir­liggj­andi gögn skulu send aðliggj­andi hag­að­il­um og þing­lýst­um eig­end­um lóða og landa að Engja­vegi 6, 8, Dælu­stöðv­arvegi 6 og Reykjalundi L125400 til kynn­ing­ar og at­huga­semda. Auk þess verð­ur breyt­ing að­gengi­leg í Skipu­lags­gátt­inni og á vef Mos­fells­bæj­ar, mos.is.

  • 6. Engja­veg­ur 21 Kross­hóll - deili­skipu­lags­breyt­ing202401288

   Erindi barst frá Kristni Ragnarssyni, f.h. Jóns Baldvins Hannibalssonar, dags. 15.01.2024, með ósk um heimild fyrir deiliskipulagsbreytingu að Engjavegi 21. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina þar sem heimilt verður að staðsetja 46 m² auka eða gestahús innan lóðar. Heildarfjöldi fermetra verður enn mest 350 m².

   Til­lag­an er fram­sett sem texta­breyt­ing grein­ar­gerð­ar gild­andi deili­skipu­lags. Með hlið­sjón af 5.8.2. gr. skipu­lags­reglu­gerð­ar sam­þykk­ir skipu­lags­nefnd með 5 at­kvæð­um breyt­ing­una sem óveru­lega þar sem land­notk­un er hin sama. Breyt­ing­in varð­ar grennd­ar­hags­muni aðliggj­andi lóða og er skipu­lags­full­trúa fal­ið að aug­lýsa og kynna til­lög­una skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Fyr­ir­liggj­andi gögn skulu send aðliggj­andi hag­að­il­um og þing­lýst­um eig­end­um lóða og landa að Engja­vegi 19, 22, 24 og 26 til kynn­ing­ar og at­huga­semda. Auk þess verð­ur breyt­ing að­gengi­leg í Skipu­lags­gátt­inni og á vef Mos­fells­bæj­ar, mos.is.

  • 7. Berg­holt 2 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2,202312112

   Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Tómasi Boonchang vegna viðbyggingar einbýlishúss að Bergholti 2. Um er að ræða 22,7 m² stækkun úr timbri í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa eða skipulagsnefndar á 509. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á staðnum.

   Þar sem að ekki er í gildi deili­skipu­lag sem upp­fyll­ir ákvæði skipu­lagslaga nr. 123/2010 og skipu­lags­reglu­gerð­ar nr. 90/2013 sam­þykk­ir skipu­lags­nefnd með 5 at­kvæð­um að bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn­in skuli grennd­arkynnt skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga. Fyr­ir­liggj­andi gögn skulu send aðliggj­andi hag­að­il­um og þing­lýst­um eig­end­um húsa að Berg­holti 1, 3, 4, Bratt­holti 1, 3 og Barr­holti 1, 3 og 5 til kynn­ing­ar og at­huga­semda. Auk þess verða gögn að­gengi­leg á vef Mos­fells­bæj­ar, mos.is.

  • 8. Hamra­brekk­ur 10 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1,202311218

   Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Hafsteini Helga Halldórssyni vegna nýbyggingar frístundahúss að Hamrabrekkum 10. Um er að ræða 129,3 m² tveggja hæða steinsteypt hús. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa eða skipulagsnefndar á 510. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á staðnum.

   Þar sem að ekki er í gildi deili­skipu­lag sem upp­fyll­ir ákvæði skipu­lagslaga nr. 123/2010 og skipu­lags­reglu­gerð­ar nr. 90/2013 sam­þykk­ir skipu­lags­nefnd með 5 at­kvæð­um að bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn­in skuli grennd­arkynnt skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga. Fyr­ir­liggj­andi gögn skulu send aðliggj­andi hag­að­il­um og þing­lýst­um eig­end­um lóða og landa að Hamra­brekk­um, 5, 6, 8, 9, 11, 13, 14 og 15 til kynn­ing­ar og at­huga­semda. Auk þess verða gögn að­gengi­leg á vef Mos­fells­bæj­ar, mos.is.

  • 9. Reykja­hlíð garð­yrkja 123758 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1,202312094

   Borist hefur erindi og umsókn um byggingarleyfi frá Stúdíó Suðurá ehf., dags. 06.12.2023, með ósk um heimild til þess að staðsetja og reisa 1-2 37 m2 hús innan lóðarinnar að Reykjahlíð L123758. Um er að ræða stakstæð hús ætluð til gistingar og vinnuaðstöðu erlendra listamanna.

   Skipu­lags­nefnd tel­ur að grennd­arkynna skuli um­rædd áform í sam­ræmi 1. og 2. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 þeg­ar að full­nægj­andi gögn liggja fyr­ir. Máls­að­ili skal vinna að­al­upp­drætti fyr­ir­liggj­andi áforma og af­stöðu­mynd lóð­ar. Skila skal inn um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi í sam­ræmi við lög um mann­virki nr. 160/2010 og bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012.

  Fundargerðir til kynningar

  • 10. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 510202401013F

   Fundargerð lögð fram til kynningar.

   Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

   • 10.1. Ástu-Sólliljugata 9 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202103265

    Jó­hann Pét­ur Sturlu­son Heið­ar­vegi 34 Vest­manna­eyj­um sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Ástu-Sólliljugata nr. 9, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Lagt fram.

   • 10.2. Hamra­brekk­ur 10 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1, 202311218

    Haf­steinn Helgi Hall­dórs­son Grana­skjól 15 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu tveggja hæða frí­stunda­hús á lóð­inni Hamra­brekk­ur nr. 10 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.Stærð­ir: 129,3 m², 505,95 m³.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Lagt fram.

   • 10.3. Króka­byggð 2 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 3, 202312332

    Mineral ehf. sæk­ir um leyfi til rifs og end­ur­bygg­ing­ar eld­hús­bygg­ing­ar skóla­hús­næð­is úr stein­steypu og Durisol ein­ing­um á lóð­inni Króka­byggð nr. 2 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir eldra hús­næði: 69,6 m², 307,0 m³. Stærð­ir ný­bygg­ing: 103,3 m², 379,2 m³.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Lagt fram.

   • 10.4. Króka­byggð 2 - til­kynn­ing um fram­kvæmd­ir und­an­þegn­ar bygg­ing­ar­leyfi 202401057

    Bjarki Guð­munds­son sæk­ir um, fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar, stöðu­leyfi fyr­ir tvo gáma 20 f. og 40 f. á landi Mos­fells­bæj­ar vest­an við lóð­ina Króka­byggð nr. 2 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Lagt fram.

   • 10.5. Skóla­braut 6-10 6R - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 3, 202312160

    Mos­fells­bær Þver­holti 2 sæk­ir um leyfi til breyt­inga lof­ræsi­kerf­is 2. hæð­ar skóla­hús­næð­is Kvísl­ar­skóla við Skóla­braut nr. 6-10 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Lagt fram.

   • 10.6. Sunnukriki 2 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1, 202311549

    Atlantsol­ía ehf. Lóns­braut 2 Hafnar­firði sæk­ir um leyfi til upp­setn­ing­ar raf­hleðslu­stöðva á lóð­inni við Sunnukrika nr 2 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Lagt fram.

   • 10.7. Sölkugata 13 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202205153

    SBG & syn­ir ehf. Uglu­götu 34 sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss með inn­byggðri bíl­geymslu og auka íbúð á neðri hæð á lóð­inni Sölkugata nr. 13 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Lagt fram.

   • 10.8. Uglugata 40-46 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202202132

    Uglugata 40 ehf. Mel­haga 22 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta fjöl­býl­is­húss á lóð­inni Uglugata nr. 40-46 , í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Lagt fram.

   • 10.9. Völu­teig­ur 2 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2, 202311585

    Brim­garð­ar ehf. Sunda­görð­um 8 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja við at­vinnu­hús­næði á lóð­inni Völu­teig­ur nr. 2 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stækk­un: 182,5 m², 1.348,8 m³.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Lagt fram.

   Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:58