Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

25. febrúar 2025 kl. 16:33,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Erla Edvardsdóttir (EE) formaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
  • Katarzyna Krystyna Krolikowska (KKr) áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Gróa Björnsdóttir (MGB) áheyrnarfulltrúi
  • Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
  • Þorbjörg Sólbjartsdóttir (ÞS) varamaður
  • Kjartan Jóhannes Hauksson (KJH) varamaður
  • Arnar Jónsson sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
  • Guðjón Svansson leiðtogi í íþrótta- og lýðheilsumála

Fundargerð ritaði

Arnar Jónsson sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs

Í upp­hafi fund­ar var leitað af­brigða til að taka á dagskrá mál­ið Kynn­ing deili­skipu­lagstil­lögu á vinnslu­stigi fyr­ir 1. áfanga Blikastaðalands. Til­lag­an var sam­þykkt ein­róma.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. 1. áfangi Blikastaðalands - deili­skipu­lag202304103

    Lögð er fram til kynningar deiliskipulagstillaga á vinnslustigi fyrir 1. áfanga Blikastaðalands. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 04.12.2024 að kynna og auglýsa tillögu ásamt drögum að umhverfismati í samræmi við 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillaga á vinnslustigi er ekki fullmótað deiliskipulag heldur er tillögunni ætlað að kynna helstu hugmyndir, forsendur og umhverfismat fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum. Meginmarkmið skipulagsins er að leggja grunn að öflugu og eftirsóknarverðu hverfi sem styrkir nærumhverfið og bætir lífsgæði þeirra sem sækja svæðið, þar starfa eða búa. Gögn eru aðgengileg í skipulagsgátt og umsagnarfrestur til 10.02.2025.

    Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd þakk­ar fyr­ir kynn­ingu á deili­skipu­lagstil­lögu 1. áfanga Blikastaðalands.

    Gestir
    • Kristinn Pálsson
    • 2. Styrk­ir til efni­legra ung­menna 2025202502269

      Styrkir til efnilegra ungmenna sumarið 2025. Yfirferð umsóknna.

      Um­ræð­ur um um­sókn­ir um styrki til efni­legra ung­menna sum­ar­ið 2025 og starfs­mönn­um menn­ing­ar-, íþrótta- og lýð­heilu­sviðs fal­ið að vinna áfram að mál­inu sem verð­ur af­greitt á næsta fundi nefnd­ar­inn­ar.

      • 3. Áskor­un á sveit­ar­fé­lög vegna áfeng­is­sölu á íþrótta­við­burð­um202501699

        Áskorun Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi til sveitarfélaga vegna áfengissölu á íþróttaviðburðum sem bæjarráð vísaði til íþrótta- og tómstundanefndar. "Bæjarráð þakkar fyrir framkomið erindi. Bæjarráð tekur undir að fram fari ábyrg stefnumótun á landsvísu þegar kemur að áfengisneyslu í tengslum við samfélagslega viðburði. Jafnframt er samþykkt með fimm atkvæðum að vísa erindinu til meðferðar og afgreiðslu íþrótta- og tómstundanefndar."

        Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd þakk­ar fyr­ir áskor­un Fé­lags íþrótta-, æsku­lýðs- og tóm­stunda­full­trúa á Ís­landi til sveit­ar­fé­laga vegna áfeng­is­sölu á íþrótta­við­burð­um sem bæj­ar­ráð vís­aði til íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar.

        Í bók­un bæj­ar­ráðs um áskor­un­ina er tek­ið und­ir það sjón­ar­mið að fram fari ábyrg stefnu­mót­un á landsvísu þeg­ar kem­ur að áfeng­isneyslu í tengsl­um við sam­fé­lags­lega við­burði.

        Jafn­framt var sam­þykkt með fimm at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til með­ferð­ar og af­greiðslu íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar.

        UMFA, Golf­klúbb­ur Mos­fells­bæj­ar og Hesta­manna­fé­lag­ið Hörð­ur eru fyr­ir­mynd­ar­fé­lög inn­an ÍSÍ og á þeim grunni setja þau sér sér stefnu varð­andi vímu­efni.

        Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd sam­þykk­ir ein­róma að beina því til íþrótta- og tóm­stunda­fé­laga í Mos­fells­bæ að þau marki sér ábyrga stefnu um áfeng­is- og vímu­efneyslu í tengsl­um við við­burði á þeirra veg­um.

      • 4. Sam­starfs­vett­vang­ur íþrótta- og tóm­stunda­fé­laga202502492

        Umræður íþrótta- og tómstundanefndar um markmið með mótun samstarfsvettvangs íþrótta- og tómstundafélaga í Mosfellsbæ.

        Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd fagn­ar því að vinnufund­ur vegna mót­un­ar sam­starfs­vett­vangs íþrótta- og tóm­stunda­fé­laga verði hald­inn 27. fe­brú­ar og hvet­ur íþrótta- og tóm­stunda­fé­lög í Mos­fells­bæ til mark­vissr­ar þátt­töku við mót­un vett­vangs­ins.

        • 5. Sam­starfs­samn­ing­ar við íþrótta- og tóm­stunda­fé­lög 2025 til 2027202412027

          Samningar íþrótta- og tómstundafélaga lagðir fram til kynningar

          Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd þakk­ar starfs­mönn­um menn­ing­ar-, íþrótta- og lýð­heilsu­sviðs fyr­ir vinnu við und­ir­bún­ing sam­starfs­samn­inga við íþrótta- og tóm­stunda­fé­lög og vís­ar af­greiðslu þeirra til bæj­ar­ráðs.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:07