16. febrúar 2024 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Valdimar Birgisson (VBi) formaður
- Sævar Birgisson (SB) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Haukur Örn Harðarson (HÖH) áheyrnarfulltrúi
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) varamaður
- Jóhanna Björg Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Dalland L123625 - nýtt deiliskipulag202303972
Lagt er fram að nýju til kynningar og afgreiðslu tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Dalland L123625, í samræmi við afgreiðslu á 601. fundi nefndarinnar. Deiliskipulagssvæðið er um 10,5 ha og samkvæmt tillögunni eru sýndir tveir byggingarreitir þar sem heimilt verður að byggja húsnæði, mest 300 m², og stunda frístundabúskap með sjálfbærri lífrænni ræktun matvæla en einnig að reisa vélaskemmu, hesthús og stunda hrossarækt, mest 1200 m². Aðkoma er frá Nesjavallavegi. Tillagan samanstendur af greinargerð og skipulagsuppdrætti í skalanum 1:1000, dags. 05.02.2024.
Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að nýtt deiliskipulag fyrir Dalland L123625 skuli auglýst skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal kynnt á vef sveitarfélagsins mos.is, Skipulagsgáttinni, Mosfellingi og Lögbirtingablaðinu.
2. 1. áfangi Blikastaðalands - deiliskipulag202304103
Lagðar eru fram að nýju til frekari umræðu umsagnir og athugasemdir skipulagslýsingar sem kynntar voru á 604. fundi nefndarinnar. Einnig eru kynnt drög að viðauka og deiliskipulagsleiðbeiningum rammahluta aðalskipulags fyrir Blikastaðaland ásamt innra minnisblaði skipulagsfulltrúa.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að rýna og yfirfara rammahluta aðalskipulags fyrir Blikastaði með tilliti til umsagna og athugasemda sem borist hafa á ýmsum stigum auk rýnigagna deiliskipulags, svo sem um landfræði og ofanvatn. Skipulagsnefnd vekur athygli á að ferli aðal- og deiliskipulags samræmist ákvæðum og heimildum skipulagslaga, líkt og fram kemur í umsögn Skipulagsstofnunar um auglýsingu og staðfestingar.
3. Athafna- og þjónustusvæði við Tungumela og Þingvallaveg - endurskoðun aðalskipulags202402249
Lögð er fram til kynningar og umræðu tillögudrög að breyttu aðalskipulagi fyrir athafna-, verslunar- og þjónustusvæði við Tungumela og Þingvallaveg. Breytingin felur í sér stækkun svæðis, nýjar vegtengingar og tilfærsla þéttbýlismarka utan um atvinnusvæðið.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa ásamt ráðgjöfum að meta útfærslurnar út frá umhverfisþáttum og þörfum atvinnuuppbyggingar í sveitarfélaginu sem og höfuðborgarsvæðinu öllu. Vinna skal drög að umfjöllun nýrra atvinnusvæða í tillögu nýs aðalskipulags og upplýsa svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins um frumstig áætlana um endurskoðun vaxtarmarka.
4. Langitangi 11-13 - deiliskipulagsbreyting202402282
Lögð er fram til kynningar og umræðu tillögudrög að deiliskipulagsbreytingu fyrir fjölbýlishúsalóð að Langatanga 11-13. Breytingin felur í sér hliðrun bygginga vegna aðstæðana og hæðasetningar í landi.
Frestað vegna tímaskorts
5. Brattahlíð við Hulduhólasvæði - deiliskipulagsbreyting - frekari uppbygging202209298
Lögð eru fram til kynningar og umræðu drög að frekari umferðarrýni Eflu verkefræðistofu vegna deiliskipulagstillögu fyrir uppbyggingu við Bröttuhlíð, í samræmi við afgreiðslu á 603. fundi nefndarinnar. Hjálögð eru tillögudrög að deiliskipulagsbreytingu til umfjöllunar.
Frestað vegna tímaskorts
6. Byggðarholt 47 - stækkun húss202402262
Borist hefur erindi frá Silju Rán Steinberg Sigurðardóttur, dags. 12.02.2024, með ósk um stækkun húss að Byggðarholti 47. Stækkunin felur í sér 48,6 m² viðbyggingu við vesturgafl raðhúss í átt að Álfholti, í samræmi við gögn.
Frestað vegna tímaskorts
7. Skýjaborgir I L125143 frístundabyggð - deiliskipulagsbreyting202402277
Borist hefur erindi frá Hrafni Bjarnasyni, dags. 13.02.2024, með ósk um deiliskipulagsbreytingu og uppskiptingu frístundalóðar L125143.
Frestað vegna tímaskorts
8. Bergsprungur og jarðfræði á höfuðborgarsvæðinu202402283
Benedikt Halldórsson sérfræðingur á sviði jarðskjálftafræða hjá Veðurstofu Íslands kynnir kortlagningu náttúruvár á höfuðborgarsvæðinu.
Skipulagsnefnd þakkar Benedikt Halldórssyni fyrir kynninguna sem haldin var með fjarfundarbúnaði.
Gestir
- Benedikt Halldórsson
Fundargerðir til kynningar
9. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 74202402019F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
9.1. Grenibyggð 2 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, 202304122
Skipulagsfulltrúi samþykkti á 72. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform vegna breytinga og stækkunar á húsnæði Grenibyggðar 2, í samræmi við gögn unnin af Mannvirkjameistaranum ehf dags. 02.11.2023. Um er að ræða 28,5 m² viðbyggingu. Kvöð er á lóð er varðar lagnir og hafa þarf samráð við Mosfellsveitur áður en farið er í framkvæmdir. Tillaga að breytingu var kynnt og gögn höfð aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, og auglýst með kynningarbréfi auk gagna sem send voru til eigenda nærliggjandi húsa að Grenibyggð 2, 4 og Furubyggð 16. Athugasemdafrestur var frá 13.11.2023 til og með 13.12.2023. Engar athugasemdir bárust.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
9.2. Bjargslundur 4 - deiliskipulagsbreyting 202311179
Skipulagsfulltrúi samþykkti á 73. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um deiliskipulagsbreytingu fyrir Bjargslund 4, í samræmi við gögn unnin af Valhönnun dags. 7.11.2023.
Erindi barst frá Vali Þór Sigurðssyni, Valhönnun, f.h. Sveins Sveinssonar, dags. 09.11.2023, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Bjargslund 4. Lögð var fram til kynningar og afgreiðslu tillaga sem felur í sér að stækka byggingarreit lóðar til vesturs um 1,5 m, þar sem heimilt verður að byggja allt að 50 m² bílskúr. Hámarks hæð er 3,4 m.
Tillaga að breytingu var kynnt og gögn höfð aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, í skipulagsgátt Skipulagsstofnunnar og auglýst með kynningarbréfi auk gagna sem send voru til eigenda nærliggjandi húsa; Bjargslundur 2a, 4, 6a, 6b, 8a, 8b, Birkilundur L125640 og Ráðagerði L201220. Athugasemdafrestur var frá 13.12.2023 til og með 14.01.2024. Engar athugasemdir bárust.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.