Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

16. febrúar 2024 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Valdimar Birgisson (VBi) formaður
 • Sævar Birgisson (SB) varaformaður
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
 • Haukur Örn Harðarson (HÖH) áheyrnarfulltrúi
 • Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) varamaður
 • Jóhanna Björg Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs
 • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
 • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Dal­land L123625 - nýtt deili­skipu­lag202303972

  Lagt er fram að nýju til kynningar og afgreiðslu tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Dalland L123625, í samræmi við afgreiðslu á 601. fundi nefndarinnar. Deiliskipulagssvæðið er um 10,5 ha og sam­kvæmt til­lög­unni eru sýndir tveir byggingarreitir þar sem heimilt verður að byggja húsnæði, mest 300 m², og stunda frístundabúskap með sjálfbærri lífrænni ræktun matvæla en einnig að reisa vélaskemmu, hesthús og stunda hrossarækt, mest 1200 m². Að­koma er frá Nesjavalla­vegi. Tillagan samanstendur af greinargerð og skipulagsuppdrætti í skalanum 1:1000, dags. 05.02.2024.

  Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að nýtt deili­skipu­lag fyr­ir Dal­land L123625 skuli aug­lýst skv. 40. og 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Til­lag­an skal kynnt á vef sveit­ar­fé­lags­ins mos.is, Skipu­lags­gátt­inni, Mos­fell­ingi og Lög­birt­inga­blað­inu.

 • 2. 1. áfangi Blikastaðalands - deili­skipu­lag202304103

  Lagðar eru fram að nýju til frekari umræðu umsagnir og athugasemdir skipulagslýsingar sem kynntar voru á 604. fundi nefndarinnar. Einnig eru kynnt drög að viðauka og deiliskipulagsleiðbeiningum rammahluta aðalskipulags fyrir Blikastaðaland ásamt innra minnisblaði skipulagsfulltrúa.

  Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að fela skipu­lags­full­trúa að rýna og yf­ir­fara ramma­hluta að­al­skipu­lags fyr­ir Blikastaði með til­liti til um­sagna og at­huga­semda sem borist hafa á ýms­um stig­um auk rýni­gagna deili­skipu­lags, svo sem um land­fræði og of­an­vatn. Skipu­lags­nefnd vek­ur at­hygli á að ferli aðal- og deili­skipu­lags sam­ræm­ist ákvæð­um og heim­ild­um skipu­lagslaga, líkt og fram kem­ur í um­sögn Skipu­lags­stofn­un­ar um aug­lýs­ingu og stað­fest­ing­ar.

 • 3. At­hafna- og þjón­ustu­svæði við Tungu­mela og Þing­valla­veg - end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags202402249

  Lögð er fram til kynningar og umræðu tillögudrög að breyttu aðalskipulagi fyrir athafna-, verslunar- og þjónustusvæði við Tungumela og Þingvallaveg. Breytingin felur í sér stækkun svæðis, nýjar vegtengingar og tilfærsla þéttbýlismarka utan um atvinnusvæðið.

  Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að fela skipu­lags­full­trúa ásamt ráð­gjöf­um að meta út­færsl­urn­ar út frá um­hverf­is­þátt­um og þörf­um at­vinnu­upp­bygg­ing­ar í sveit­ar­fé­lag­inu sem og höf­uð­borg­ar­svæð­inu öllu. Vinna skal drög að um­fjöllun nýrra at­vinnusvæða í til­lögu nýs að­al­skipu­lags og upp­lýsa svæð­is­skipu­lags­nefnd höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins um frumst­ig áætl­ana um end­ur­skoð­un vaxt­ar­marka.

  • 4. Langi­tangi 11-13 - deili­skipu­lags­breyt­ing202402282

   Lögð er fram til kynningar og umræðu tillögudrög að deiliskipulagsbreytingu fyrir fjölbýlishúsalóð að Langatanga 11-13. Breytingin felur í sér hliðrun bygginga vegna aðstæðana og hæðasetningar í landi.

   Frestað vegna tíma­skorts

   • 5. Bratta­hlíð við Huldu­hóla­svæði - deili­skipu­lags­breyt­ing - frek­ari upp­bygg­ing202209298

    Lögð eru fram til kynningar og umræðu drög að frekari umferðarrýni Eflu verkefræðistofu vegna deiliskipulagstillögu fyrir uppbyggingu við Bröttuhlíð, í samræmi við afgreiðslu á 603. fundi nefndarinnar. Hjálögð eru tillögudrög að deiliskipulagsbreytingu til umfjöllunar.

    Frestað vegna tíma­skorts

    • 6. Byggð­ar­holt 47 - stækk­un húss202402262

     Borist hefur erindi frá Silju Rán Steinberg Sigurðardóttur, dags. 12.02.2024, með ósk um stækkun húss að Byggðarholti 47. Stækkunin felur í sér 48,6 m² viðbyggingu við vesturgafl raðhúss í átt að Álfholti, í samræmi við gögn.

     Frestað vegna tíma­skorts

     • 7. Skýja­borg­ir I L125143 frí­stunda­byggð - deili­skipu­lags­breyt­ing202402277

      Borist hefur erindi frá Hrafni Bjarnasyni, dags. 13.02.2024, með ósk um deiliskipulagsbreytingu og uppskiptingu frístundalóðar L125143.

      Frestað vegna tíma­skorts

      • 8. Berg­sprung­ur og jarð­fræði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu202402283

       Benedikt Halldórsson sérfræðingur á sviði jarðskjálftafræða hjá Veðurstofu Íslands kynnir kortlagningu náttúruvár á höfuðborgarsvæðinu.

       Skipu­lags­nefnd þakk­ar Bene­dikt Hall­dórs­syni fyr­ir kynn­ing­una sem hald­in var með fjar­fund­ar­bún­aði.

       Gestir
       • Benedikt Halldórsson

       Fundargerðir til kynningar

       • 9. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 74202402019F

        Fundargerð lögð fram til kynningar.

        Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

        • 9.1. Greni­byggð 2 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2, 202304122

         Skipu­lags­full­trúi sam­þykkti á 72. fundi sín­um að grennd­arkynna um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi og bygg­ingaráform vegna breyt­inga og stækk­un­ar á hús­næði Greni­byggð­ar 2, í sam­ræmi við gögn unn­in af Mann­virkja­meist­ar­an­um ehf dags. 02.11.2023. Um er að ræða 28,5 m² við­bygg­ingu. Kvöð er á lóð er varð­ar lagn­ir og hafa þarf sam­ráð við Mos­fellsveit­ur áður en far­ið er í fram­kvæmd­ir. Til­laga að breyt­ingu var kynnt og gögn höfð að­gengi­leg á vef sveit­ar­fé­lags­ins, mos.is, og aug­lýst með kynn­ing­ar­bréfi auk gagna sem send voru til eig­enda nær­liggj­andi húsa að Greni­byggð 2, 4 og Furu­byggð 16. At­huga­semda­frest­ur var frá 13.11.2023 til og með 13.12.2023. Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

         Niðurstaða þessa fundar:

         Lagt fram.

        • 9.2. Bjarg­slund­ur 4 - deili­skipu­lags­breyt­ing 202311179

         Skipu­lags­full­trúi sam­þykkti á 73. fundi sín­um að grennd­arkynna um­sókn um deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir Bjarg­slund 4, í sam­ræmi við gögn unn­in af Val­hönn­un dags. 7.11.2023.
         Er­indi barst frá Vali Þór Sig­urðs­syni, Val­hönn­un, f.h. Sveins Sveins­son­ar, dags. 09.11.2023, með ósk um deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir Bjarg­slund 4. Lögð var fram til kynn­ing­ar og af­greiðslu til­laga sem fel­ur í sér að stækka bygg­ing­ar­reit lóð­ar til vest­urs um 1,5 m, þar sem heim­ilt verð­ur að byggja allt að 50 m² bíl­skúr. Há­marks hæð er 3,4 m.
         Til­laga að breyt­ingu var kynnt og gögn höfð að­gengi­leg á vef sveit­ar­fé­lags­ins, mos.is, í skipu­lags­gátt Skipu­lags­stofn­unn­ar og aug­lýst með kynn­ing­ar­bréfi auk gagna sem send voru til eig­enda nær­liggj­andi húsa; Bjarg­slund­ur 2a, 4, 6a, 6b, 8a, 8b, Birki­lund­ur L125640 og Ráða­gerði L201220. At­huga­semda­frest­ur var frá 13.12.2023 til og með 14.01.2024. Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

         Niðurstaða þessa fundar:

         Lagt fram.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00