16. júní 2023 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Valdimar Birgisson (VBi) formaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Haukur Örn Harðarson (HÖH) áheyrnarfulltrúi
- Rúnar Þór Guðbrandsson (RÞG) varamaður
- Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson (RBH) varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Eftirfarandi afbrigði samþykkt í upphafi fundar: Samþykkt með fimm atkvæðum að taka málið, Fjárhags- og fjárfestingaáætlun 2024 - umhverfissvið, á dagskrá sem dagskrárlið nr. 1
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhags- og fjárfestingaáætlun 2024 - umhverfissvið202306274
Framkvæmdastjóri umhverfissviðs leggur fram og kynnir undirbúning vinnu við fjárhags- og fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2024, er tengjast málaflokkum nefndarinnar.
Lagt fram og kynnt.
2. 1. áfangi Blikastaðalands - deiliskipulag202304103
Innra minnisblað skipulagsfulltrúa lagt fram til upplýsinga um fyrstu skref undirbúnings skipulagsvinnu að Blikastaðalandi.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falin áframhaldandi vinna máls.
Samþykkt með fimm atkvæðum.3. Hulduhólasvæði - deiliskipulagsbreyting - frekari uppbygging202209298
Innra minnisblað og vinnugögn skipulagsfulltrúa lögð fram til upplýsinga um stöðu greiningarvinnu og gerð rýnigagna vegna hugmynda um frekari uppbyggingu Hulduhólasvæðis við Bröttuhlíð.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falin áframhaldandi vinna máls.
Samþykkt með fimm atkvæðum.4. Í Suður-Reykjalandi L125425 - ósk um deiliskipulag202305102
Lögð er fram til kynningar umbeðin umsögn skipulagsfulltrúa vegna erindis um deiliskipulag lands að Suður-Reykjalandi, í samræmi við afgreiðslu á 591. fundi nefndarinnar. Hjálagt er erindi landeigenda til afgreiðslu.
Í samræmi við rökstuðning í fyrirliggjandi minnisblaði skipulagsfulltrúa og fyrri afgreiðslu á 500. fundi nefndarinnar, synjar skipulagsnefnd ósk um deiliskipulag landsins þar sem ekki liggur fyrir áætlun um uppbyggingu eða framkvæmd nauðsynlegra innviða.
Afgreitt með fimm atkvæðum.5. Akrar L123613 og Reykjahvoll L123756 - ósk um skiptingu lands202203387
Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu endurbætt og uppfærð gögn vegna erindis landeigenda um uppskiptingu landa Akra L123613 og Reykjahvols L123756. Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa.
Málinu vísað til frekar skoðunar á umhverfissviði.
Afgreitt með fimm atkvæðum.6. Huldugata 2-8 - deiliskipulagsbreyting202306061
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Huldugötu 2-4 og 6-8. Tillagan felur í sér að fjölga íbúðum í 4. áfanga Helgafellshverfis um 20 talsins. Fjöldi íbúða fer úr 198 í 218 og íbúðum fjölgar þannig í fjölbýlum Huldugötu 2-4 og 6-8 úr 20 í 30 á hvorri lóð. Fallið er frá heimild um bílakjallara fyrir Huldugötu 6-8. Breytingar eru gerðar á lóðahönnun til þess að uppfylla bílastæðakröfur gildandi deiliskipulags.
Skipulagsnefnd samþykkir að kynna og auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með fimm atkvæðum.7. Þverholt 19 - bílaplan og aðkoma201910467
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Þverholt 19 í samræmi við afgreiðslu á 555. fundi nefndarinnar. Tillagan sýnir fjölgun bílastæða við bakhús að Þverholti. Á tillögunni eru innfærðar þær breytingar sem orðið hafa á bílastæðum og frágangi við Þverholt 11-15, við bætast fimm ný stæði á vannýttu svæði við Þverholt 19.
Skipulagsnefnd samþykkir að kynna og auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með fimm atkvæðum.8. Helgadalsvegur 60 - deiliskipulagsbreyting202306155
Borist hefur erindi frá Hrefnu Guðmundsdóttur og Jens Páli Hafsteinssyni, dags. 04.05.2023, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Helgadalsveg 60 í Mosfellsdal. Ósk miðar út frá að auka byggingarmagn og fjölga byggingarreitum á landinu með það að markmiði að reisa gróðurhús og hefja þar grænmetisræktun, í samræmi við gögn.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og umhverfissviði frekari rýni erindis og tillögu. Um leið óskar skipulagsnefnd eftir ferkari gögnum sem sýna umfang og áhrif umræddrar uppbyggingar betur.
Afgreitt með fimm atkvæðum.9. Græni stígurinn - svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins202306129
Borist hefur erindi frá svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins, dags. 10.06.2023, þar sem svæðisskipulagsnefnd óskar eftir umsögn við kynnta frumgreiningu á legu græna stígsins. Þráinn Hauksson hjá Landslagi kynnti hjálögð drög og niðurstöður frumgreiningar á mögulegri legu stígsins á 118. fundi svæðisskipulagsnefndar þann 07.06.2023. Umsagnafrestur er til og með 15.09.2023.
Lagt fram og kynnt. Í samræmi við umræður á fundinum er tillögunni vísað til umsagnar hjá skipulagsfulltrúa og umhverfissviði.
Afgreitt með fimm atkvæðum.10. Bjarkarholt 1B - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,202304452
Borist hefur umsókn um leyfi frá Veitum ohf. til að reisa 17,3 m² forsteypta spennistöð að Bjarkarholti 1B (áður Háholti 11A), í samræmi við gögn. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar á 499. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa vegna ákvæðis í gildandi deiliskipulagi miðbæjarins um umfjöllun skipulagsnefndar á öllum nýjum mannvirkjum.
Skipulagsnefnd gerir athugasemd við tillögu Veitna að nýrri spennistöð við Bjarkarholt. Fyrir er annarskonar spennistöð að Bjarkarholti 22A við sömu götu. Ný spennistöð er ekki í neinu samræmi við þá sem fyrir er og óskar skipulagsnefnd þess að þær verði hafðar áþekkar með einum eða öðrum hætti enda um miðbæjargötu Mosfellsbæjar að ræða. Skipulagsnefnd vill um leið gera athugasemd við spennistöð sem sett var innan lóðar Háholts 9 á sama svæði miðbæjar. Stöðin er lýti í umhverfi sínu og óskar nefndin þess að Veitur lagi einnig útlit hennar.
Afgreitt með fimm atkvæðum.11. Seljadalsvegur 4 - Kæra til ÚÚA vegna ákvörðunar um útgáfu byggingarleyfis202304042
Lögð er fram til kynningar niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 41/2023. Kærð var samþykkt byggingarleyfis byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar, dags. 24.02.2022, fyrir frístundahús að Seljadalsvegi 4. Niðurstaða nefndarinnar var að fella úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa um samþykkt byggingarleyfis. Hjálögð er umsögn Mosfellsbæjar vegna kæru.
Lagt fram og kynnt.
Fundargerðir til kynningar
12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 499202306002F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
12.1. Háholt 11A - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, 202304452
Veitur ohf. Bæjarhálsi 1 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum spennistöð á lóðinni Háholt nr. 11A í samræmi við framlögð gögn.Stærðir: 17,3 m², 52,9 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
12.2. Reykjahvoll 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202208836
Klakkur verktakar ehf. Gerplustræti 18 sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Reykjahvoll nr. 8, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
12.3. Reykjahvoll 29 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202111059
Skjaldargjá ehf. Rauðarárstíg 42 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Reykjahvoll nr. 29, í samræmi við framlögð gögn. Stækkun 1.3 m².
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.