20. mars 2024 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) forseti
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) 1. varaforseti
- Dagný Kristinsdóttir (DK) 2. varaforseti
- Valdimar Birgisson (VBi) 1. varabæjarfulltrúi
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) aðalmaður
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Leifur Ingi Eysteinsson (LIE) 1. varabæjarfulltrúi
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Dagskrá fundar
Fundargerð
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1616202403002F
Fundargerð 1616. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 847. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Varmárskóli - ný aðkomubygging og lagfæring flóttaleiða 202312354
Óskað er heimildar bæjarráðs til að láta fara fram verðfyrirspurn vegna framkvæmda við nýja aðkomubyggingu og lagfæringu flóttaleiða í Varmárskóla.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1616. fundar bæjarráðs samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.2. Varmárvellir - nýframkvæmdir 202209235
Óskað er heimildar hjá bæjarráði til að ganga til samninga við lægstbjóðanda í 1. áfanga útboðs vegna nýframkvæmda á Varmárvöllum. Á fundinum verður staða og tímaáætlun verkefnisins jafnframt kynnt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1616. fundar bæjarráðs samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.3. Samstarfshópur um vinnu við viðbót stjórnunar- og verndaráætlunar Álafoss 202402546
Erindi Umhverfisstofnunar þar sem óskað er tilnefningar Mosfellsbæjar í samstarfshóp um gerð viðbótar við stjórnunar- og verndaráætlun Álafoss.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1616. fundar bæjarráðs samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.4. Þjónustusamningur um leikskólapláss hjá LFA 202303557
Viðauki við þjónustusamning við LFA ehf. um vistun leikskólabarna lagður fram til afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1616. fundar bæjarráðs samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.5. Áframhaldandi samráð um skólaþjónustu 202402524
Erindi mennta- og barnamálaráðherra þar sem upplýst er að frumvarp til laga um inngildandi menntun hafi verið birt í Samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til 12. mars nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1616. fundar bæjarráðs samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.6. Krafa um endurgreiðslu byggingaréttargjalds 202110364
Dómur Landsréttar lagður fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1616. fundar bæjarráðs samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.7. Endurskoðun stuðningskerfa í skógrækt - ósk um ábendingar og tillögur 202402515
Erindi þar sem upplýst er að matvælaráðuneytið hafi falið Landi og skógi endurskoðun á núverandi fyrirkomulagi stuðningskerfa í landgræðslu og skógrækt. Í erindinu er kallað eftir ábendingum sem nýst geti við vinnu við að móta tillögur að endurskoðun stuðningskerfa.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1616. fundar bæjarráðs samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.8. Framkvæmdir við Gljúfrastein 202402518
Erindi frá menningar- og viðskiptaráðuneyti varðandi framkvæmdir við Gljúfrastein.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1616. fundar bæjarráðs samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.9. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf 2024 202402551
Boð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 14. mars nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1616. fundar bæjarráðs samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.10. 80 ára afmæli lýðveldisins Íslands 202403018
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á fyrirliggjandi erindi afmælisnefndar sem skipuð hefur verið í tilefni af 80 ára afmælis íslenska lýðveldisins. Í erindi afmælisnefndar er óskað eftir samstarfi við sveitarfélög í tengslum við hátíðardagskrána.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1616. fundar bæjarráðs samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1617202403009F
Fundargerð 1617. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 847. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024 202403245
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á áskorun til sveitarfélaga í tengslum yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1617. fundar bæjarráðs samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.2. Upplýsingar varðandi innheimtu byggingarréttargjalda 202401380
Tillaga að svari til innviðaráðuneytis vegna fyrirspurnar um innviðagjöld lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1617. fundar bæjarráðs samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.3. Framkvæmdir við íþróttahús Helgafellsskóla - tillaga B, C og S lista 202403259
Tillaga B, C og S lista um að skoðað verði hvort unnt sé að flýta framkvæmdum við íþróttahús Helgafellsskóla.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1617. fundar bæjarráðs samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.4. Rammasamningur um tímavinnu iðnaðarmanna 202403023
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til að framkvæma útboð á rammasamningi vegna tímavinnu iðnaðarmanna.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1617. fundar bæjarráðs samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.5. Dagdvöl að Eirhömrum - tillaga að breytingum 202403172
Lagt er til að dagdvöl að Eirhömrum verði styrkt í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1617. fundar bæjarráðs samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.6. Styrkir til greiðslu fasteignaskatts 2024 202402393
Tillaga um veitingu styrkja til félaga og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts árið 2024 á grundvelli reglna Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1617. fundar bæjarráðs samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.7. Gæði og viðhald mannvirkja - eignasjóður 202402526
Kynning á viðhaldi fasteigna í eigu sveitarfélagsins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1617. fundar bæjarráðs samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 12202402035F
Fundargerð 12. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 847. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Áfangastaðaáætlun höfuðborgarsvæðisins - verkefni Mosfellsbæjar 2024 202312146
Lagt er til að atvinnu- og nýsköpunarnefnd samþykki uppfærslu á verkefnum Mosfellsbæjar í Áfangastaðaáætlun höfuðborgarsvæðisins í samræmi við fyrirliggjandi tillögu og fylgiskjal með henni.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 12. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.2. Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 202311202
Drög lögð fram að endurskoðuðum reglum vegna þróunar- og nýsköpunarstyrkja Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundarhlé hófst kl. 16:49. Fundur hófst aftur kl. 16:57.
***
Bæjarstjórn samþykkir að vísa drögum að endurskoðun reglna um nýsköpunarstyrki til atvinnu- og nýsköpunarnefndar til nánari úrvinnslu.
3.3. Þjónusta sveitarfélaga 2023 - Gallup 202402382
Niðurstöður könnunar um þjónustu sveitarfélaga fyrir árið 2023 lagðar fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 12. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4. Ungmennaráð Mosfellsbæjar - 70202403018F
Fundargerð 70. fundar ungmennaráðs lögð fram til afgreiðslu á 847. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Uppbygging að Varmá 202311403
Kynning og þarfagreining vegna fyrirhugaðrar þjónustu- og aðkomubyggingar að
Varmá.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 70. fundar ungmennaráðs samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.2. Ungt fólk 2023 202401300
kynning á niðurstöðum könnunar ungt fólk
2023Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 70. fundar ungmennaráðs samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.3. Undirbúningur fyrir fund Ungmennaráðs með Bæjarstjórn 2024 202312069
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 70. fundar ungmennaráðs samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 246202402030F
Fundargerð 246. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 847. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Regluverk um búfjárbeit - sjónarmið matvælaráðuneytis 202402302
Lagt fram til kynningar minnisblað frá matvælaráðuneyti vegna regluverks um búfjárbeit.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 246. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.2. Umhverfis- og loftslagsstefna fyrir Mosfellsbæ 202301124
Glærur umhverfissviðs um stöðu vinnu við nýja umhverfis- og loftslagsstefnu lagðar fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 246. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.3. Stóri Plokkdagurinn 202402549
Erindi frá ,,Plokk á Íslandi,, vegna Stóra Plokkdagsins 28.apríl næstkomandi lagt fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 246. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.4. Þjónusta sveitarfélaga 2023 - Gallup 202402382
Niðurstöður þjónustukönnunar Sveitarfélaganna lögð fram til kynningar.
Markmið könnunar er að kanna ánægju með þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins og gera samanburð þar ásamt því að skoða breytingar frá fyrri mælingum.
Framkvæmdartími var 14.nóv '23 til 11.jan '24 og könnunin var unnin af Gallup.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 246. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.5. Leyfi fyrir rekstri á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur í Mosfellsbæ 202305240
Ný samstarfsyfirlýsing HOPP og Mosfellsbæjar lögð fram fyrir árið 2024 en samstarfsyfirlýsing Mosfellsbæjar og HOPP fyrir árið 2023 rann út í október síðastliðnum. Samtals voru farnar um 31 þús ferðir í Mosfellsbæ á tímabilinu júní til október árið 2023 og undir 5% ferða fara úr eða enda svæði utan Mosfellsbæjar. Rafhlaupahjól HOPP voru notuð 95% innan bæjarmarka Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 246. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6. Menningar- og lýðræðisnefnd - 16202403008F
Fundargerð 16. fundar menningar- og lýðræðisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 847. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Umsóknir um styrk vegna listviðburða og menningarmála 2024 202402125
Umsóknir um styrki úr lista- og menningarsjóði Mosfellsbæjar fyrir árið 2024 teknar til umfjöllunar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 16. fundar menningar-og lýðræðisnefndar samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 608202403011F
Fundargerð 608. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 847. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Vorfundur Strætó og Mosfellsbæjar 2024 202402472
Lögð eru fram til kynningar gögn og samantekt Strætó bs á leiðarkerfi og farþegaflutningum fyrir árið 2023. Kynningin var haldin fyrir stjórnsýslu Mosfellsbæjar af starfsfólki Strætó þann 19.02.2024.
Máli var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 608. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.2. Skotíþróttasvæði á Álfsnesi - breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 2023031043
Erindi barst frá Reykjavíkurborg og úr Skipulagsgátt, dags 22.02.2024, vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Um er að ræða breytingu á hluta iðnaðarsvæðis (I2) og opins svæðis (OP28) í íþróttasvæði fyrir skotæfingar og skotíþróttir (ÍÞ9), í samræmi við gögn. Fram kemur að markmið breytingar er að skapa áframhaldandi skilyrði fyrir starfsemi skotfélaganna sem nú er til staðar á svæðinu, til skemmri tíma litið, meðan unnið verði að því að finna framtíðarsvæði fyrir skotíþróttir á höfuðborgarsvæðinu. Athugasemdafrestur er til og með 04.04.2024.
Máli var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 608. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.3. Borgarstefna fyrir Ísland 202402446
Innviðaráðuneytið kynnir í samráðsgátt stjórnvalda drög að borgarstefnu til umsagnar og athugasemda. Í drögum að borgarstefnu er lagður grunnur að umræðu um núverandi stöðu, lykilviðfangsefni og framtíðarsýn fyrir borgarsvæðin. Sett er fram framtíðarsýn um þróun tveggja borgarsvæða og áherslur til komandi ára er stuðlað að þróun og eflingu. Í því felst annars vegar að styrkja höfuðborgarhlutverk Reykjavíkur, höfuðborgarsvæðið og áhrifasvæði þess. Hins vegar að festa Akureyri í sessi sem svæðisborg og skilgreina og efla hlutverk hennar og áhrifasvæði. Umsagnafrestur er til og með 22.03.2024.
Máli var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 608. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.4. 1. áfangi Blikastaðalands - deiliskipulag 202304103
Lögð eru fram til kynningar og umræðu drögð skipulagsfulltrúa að svörum og viðbrögðum innsendra umsagna og athugasemda við kynnta skipulagslýsingu deiliskipulags 1. áfanga Blikastaðalands.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 608. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.5. L125331 við Selmerkurveg - deiliskipulag frístundabyggðar 202310327
Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir frístundabyggð við Selmerkurveg L125331, í samræmi við afgreiðslu á 599. fundi nefndarinnar. Tillagan felur í sér stofnun sex nýrra frístundahúsalóða þar sem heimilt verður að byggja allt að 130 m2 hús með eða án gestahúss eða geymslu, í samræmi við heimildir í gildandi aðalskipulagi Mosfellsbæjar. Deiliskipulagstillagan er framsett í greinargerð og á uppdrætti í skalanum 1:1000, dags. 04.03.2024, unnin af KOA arkitektum ehf.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 608. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.6. Grenndarstöðvar í Mosfellsbæ 202302133
Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu minnisblað garðyrkjustjóra og leiðtoga umhverfs og framkvæmda, dags. 26.02.2024, þar sem þess er óskað að skipulagsnefnd hefji vinnu við gerð eða breytingu skipulags fyrir fjórar nýjar grenndarstöðvar. Nýjar staðsetningar grenndarstöðva eru við Dælustöðvarveg, Hlaðgerðarkotsveg, Skálahlíð og Sunnukrika. Áætlun er í samræmi við markmið um innleiðingu hringrásarhagkerfisins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 608. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.7. Frágangur lóða og lóðamarka - stefna og leiðbeiningarit 202403256
Lögð eru fram til kynningar og umræðu drög að nýrri stefnu og samþykkt Mosfellsbæjar um frágang lóða, skjólveggi, girðingar og gróður á lóðarmörkum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 608. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.8. Brekkuland 4A - fyrirspurn til skipulagsnefndar 202403198
Borist hefur erindi frá Jóhannesi Þór Halldórssyni, dags. 08.03.2024, með ósk um umsögn og samþykki um breyttan lóðafrágang innkeyrslu og aðkomu Brekkulands 4A, í samræmi við gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 608. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.9. Seljabrekka L123762 - athugasemdir vegna frágangs og framkvæmda 202307342
Lagt er fram til kynningar útsent athugasemdabréf byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa vegna óleyfisframkvæmda og frágangs lands að Seljabrekku við Þingvallaveg. Starfsfólk umhverfissviðs, heilbrigðiseftirlitið HEF og landeigandi funduðu um kröfur og óskir Mosfellsbæjar um úrbætur þann 11.03.2024.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 608. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.10. Þjónusta sveitarfélaga 2023 - Gallup 202402382
Lagðar eru fram til kynningar niðurstöður könnunar um þjónustu sveitarfélaga fyrir árið 2023.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 608. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.11. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 76 202403001F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 608. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 514 202402044F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 608. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
Fundargerðir til staðfestingar
7. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 431202403005F
Fundargerð 431. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 847. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Upplýsinga- og tæknimál í leik- og grunnskólum 202403253
Upplýsingar veittar um upplýsinga- og tæknimál í leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 431. fundar fræðslunefndar samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.2. Þjónusta sveitarfélaga 2023 - Gallup 202402382
Niðurstöður könnunar um þjónustu sveitarfélaga fyrir árið 2023 lagðar fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 431. fundar fræðslunefndar samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.3. Farsæld barna 2024 202403152
Kynning á aðgerðaráætlun 2024-2026
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 431. fundar fræðslunefndar samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.4. Klörusjóður 2024 202403148
Skilgreindir áhersluþættir 2024
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 431. fundar fræðslunefndar samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
9. Fundargerð 258. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.202403429
Fundargerð 258. fundar stjórnar Slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 847. fundi bæjarstjórnar.
10. Fundargerð 387. fundar Strætó bs.202403460
Fundargerð 387. fundar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 847. fundi bæjarstjórnar.
11. Fundargerð 388. fundar Strætó bs.202403461
Fundargerð 388. fundar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 847. fundi bæjarstjórnar.
12. Fundargerð 125. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins202403305
Fundargerð 125. fundar svæðisskipulagsefndar höfðuborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 847. fundi bæjarstjórnar.
13. Fundargerð 574. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202403174
Fundagerð 574. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 847. fundi bæjarstjórnar.