28. janúar 2025 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) formaður
- Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson (RBH) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) áheyrnarfulltrúi
- Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) varamaður
- Hörður Hafberg Gunnlaugsson (HHG) varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Heiða Ágústsdóttir umhverfissvið
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir (KDÞ) umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umhverfis- og loftslagsstefna fyrir Mosfellsbæ202301124
Vinnugögn vegna umhverfis- og loftslagsstefna lögð fyrir umhverfisnefnd til umfjöllunar, endurskoðunar tímaramma og hugmyndir að næstu skrefum.
Staða vinnu við umhverfis- og loftslagsstefnu rædd og ákveðið að næsti fundur 11. febrúar verði vinnufundur umhverfisnefndar um nýja umhverfis- og loftslagsstefnu Mosfellsbæjar.
2. Erindi innviðaráðuneytis um umhverfismál202412255
Lögð fyrir umhverfisnefnd drög að svörum Mosfellsbæjar vegna stöðu umhverfismála í sveitarfélaginu.
Drög að svörum til innviðaráðuneytisins lögð fyrir umhverfisnefnd. Umhverfissviði falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum
3. Stöðuskýrsla um innleiðingu Árósarsamningsins202412358
Stöðuskýrsla frá 2021 um Árósarsamninginn lögð fyrir umhverfisnefnd til kynningar.
Lagt fram og kynnt.
4. Leikvöllur með aðgengi fyrir alla202501529
Tillaga um nýjan leikvöll með aðgengi fyrir alla lögð fyrir umhverfisnefnd til kynningar
Tillaga um leikvöll með aðgengi fyrir alla lögð fram og kynnt fyrir umhverfisnefnd.
Umhverfisnefnd lýsir yfir ánægju með verkefnið.5. 1. áfangi Blikastaðalands - deiliskipulag202304103
Lögð er fram til kynningar deiliskipulagstillaga á vinnslustigi fyrir 1. áfanga Blikastaðalands. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 04.12.2024 að kynna og auglýsa tillögu ásamt drögum að umhverfismati í samræmi við 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillaga á vinnslustigi er ekki fullmótað deiliskipulag heldur er tillögunni ætlað að kynna helstu hugmyndir, forsendur og umhverfismat fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum. Meginmarkmið skipulagsins er að leggja grunn að öflugu og eftirsóknarverðu hverfi sem styrkir nærumhverfið og bætir lífsgæði þeirra sem sækja svæðið, þar starfa eða búa. Gögn eru aðgengileg í skipulagsgátt og umsagnarfrestur til 10.02.2025.
Kynning á deiliskipulagstillögu á vinnslustigi fyrir Blikastaðaland.