Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

4. febrúar 2025 kl. 16:33,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Sævar Birgisson (SB) formaður
  • Jóna Guðrún Kristinsdóttir (JGK) varaformaður
  • Davíð Örn Guðnason (DÖG) aðalmaður
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
  • Hilmar Stefánsson (HS) aðalmaður
  • Guðrún Þórarinsdóttir (GÞ) varamaður
  • Guðfinna Birta Valgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir (ÓDÁ) skrifstofa umbóta og þróunar
  • Sif Sturludóttir skrifstofa umbóta og þróunar

Fundargerð ritaði

Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir Skrifstofustjóri umbóta og þróunar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. 1. áfangi Blikastaðalands - deili­skipu­lag202304103

    Lögð er fram til kynningar deiliskipulagstillaga á vinnslustigi fyrir 1. áfanga Blikastaðalands. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 04.12.2024 að kynna og auglýsa tillögu ásamt drögum að umhverfismati í samræmi við 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillaga á vinnslustigi er ekki fullmótað deiliskipulag heldur er tillögunni ætlað að kynna helstu hugmyndir, forsendur og umhverfismat fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum. Meginmarkmið skipulagsins er að leggja grunn að öflugu og eftirsóknarverðu hverfi sem styrkir nærumhverfið og bætir lífsgæði þeirra sem sækja svæðið, þar starfa eða búa. Gögn eru aðgengileg í skipulagsgátt og umsagnarfrestur til 10.02.2025.

    Jóna Guð­rún Krist­ins­dótt­ir mætti kl. 16:45
    Dav­íð Örn Guðna­son mætti kl. 16:55


    At­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd þakk­ar fyr­ir upp­lýs­andi kynn­ingu á deili­skipu­lagstil­lögu 1. áfanga Blikastaðalands. Í fyrsta áfanga verða um 7.500 fer­metr­ar at­vinnu­hús­næð­is, áhersla á at­vinnusvæði í bland við íbúa­byggð fell­ur að mark­mið­um at­vinnu­stefnu þann­ig að sam­hliða auk­inni upp­bygg­ingu muni at­vinnu­líf, verslun og þjón­usta eflast í Mos­fells­bæ.

    Gestir
    • Kristinn Pálsson, skipulagsfulltrúi
    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 17:27