Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

15. nóvember 2024 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Valdimar Birgisson (VBi) formaður
  • Sævar Birgisson (SB) varaformaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
  • Guðmundur Hreinsson (GH) áheyrnarfulltrúi
  • Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) varamaður
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Æv­in­týragarð­ur - deili­skipu­lag201710251

    Lagðir eru fram til kynningar og umræðu skipulagsuppdrættir og tillaga Ævintýragarðsins, sem auglýst var til umsagnar og athugasemda þann 03.06.2021. Skipulagsfulltrúi fer yfir áskoranir verkefnisins og athugasemdir sem bárust. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

    Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa áfram­hald­andi vinnu máls.

  • 2. Óskots­veg­ur 42 L125474 - ósk um að­al­skipu­lags­breyt­ingu202407160

    Lagt er fram til kynningar minnisblað og upplýsingar úr stjórnsýslunni í samræmi við afgreiðslu á 618. fundi nefndarinnar. Hjálagt er til afgreiðslu erindi Ólafs Hjördísarsonar Jónssonar, f.h. landeiganda. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

    Skipu­lags­nefnd synj­ar með fimm at­kvæð­um er­indi máls­að­ila um upp­bygg­ingu lands, breytt að­al­skipu­lag og deili­skipu­lags­gerð. Ósk um­sækj­enda um nýtt frí­stunda­land í nýju að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar er einn­ig synjað. Skipu­lags­nefnd hef­ur tek­ið ákvörð­un um að í þeim frumdrög­um nýs að­al­skipu­lags sem kynnt voru 2023 yrðu ekki ný frí­stunda­svæði í sveit­ar­fé­lag­inu. Slíkt er til sam­ræm­is við tvö fyrri að­al­skipu­lög. Ákvörð­un bygg­ir á fyr­ir­liggj­andi gögn­um og for­sögu máls, með­al ann­ars þar sem sveit­ar­fé­lag­ið synj­aði land­eig­anda L125474 með sama hætti árið 2006.

  • 3. Þró­un­ar­áætlun höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2020-2024202101366

    Lögð er fram til kynningar uppfærð Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins SSH fyrir 2024. Með þróunaráætlun er lögð áhersla á að samræma áætlanir sveitarfélaganna um uppbyggingu íbúða- og atvinnuhúsnæðis, auk annarra aðgerða til að ná fram markmiðum svæðisskipulags um þróun höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040. Áætluninni var vísað til kynningar skipulagsnefndar á 1643. fundi bæjarráðs. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

    Lagt fram og kynnt.

  • 4. 1. áfangi Blikastaðalands - deili­skipu­lag202304103

    Lagt er fram til kynningar innra minnisblað skipulagsfulltrúa. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

    Lagt fram og kynnt.

    • 5. Til­laga Mos­fells­bæj­ar að breyt­ingu á að­al­skipu­lagi Reykja­vík­ur 2040 - fram­leng­ing stofn­lagn­ar frá Blikastaða­vegi að Korpu­túni202410446

      Lögð er fram til kynningar tillaga skipulagsfulltrúa að ósk um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 vegna stofnlagnar við Korputorg svo tryggja megi uppbyggingu dreifikerfis fyrir Korputún og Blikastaðaland í Mosfellsbæ, til samræmis við markmið Aðalskipulags Reykjavíkur. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela skipu­lags­full­trúa að senda Reykja­vík­ur­borg er­indi Mos­fells­bæj­ar og til­lögu að upp­færslu Að­al­skipu­lags Reykja­vík­ur 2040 svo halda megi áfram með upp­bygg­ingu mik­il­vægra veitu­inn­viða.

    • 6. Breyt­ing á Að­al­skipu­lagi Reykja­vík­ur 2040 - Keld­ur og ná­grenni202410604

      Lögð er fram til kynningar skipulags og verklýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 er varða landnotkun og þróun byggðar í landi Keldna og nágrennis. Við mótun breytingartillagna fyrir Keldur og Keldnaholt verður einnig horft til þróunar byggðar á nærliggjandi svæðum og einkum þeim sem eru innan áhrifasvæðis Borgarlínu í austurhluta borgarinnar. Jafnhliða því er lögð fram áætlun um hvernig standa skuli að umhverfismati breytinganna, sbr. lög nr. 111/2021. Gögn eru til kynningar í skipulagsgáttinni sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnafrestur verklýsingar var frá 19.09.2024 til og með 15.11.2024. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

      Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki efn­is­leg­ar at­huga­semd­ir við verk­lýs­ingu skipu­lags­gerð­ar og um­hverf­is­mats á þessu stigi. Áform sam­ræm­ast upp­færð­um og sam­þykkt­um sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og byggja á vinn­ingstil­lögu ráð­gjafat­eym­is­ins FOJAB. Keldna­holt er á sam­göngu- og þró­un­ar­ás höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem skil­greind­ur var með sér­stakri breyt­ingu á svæð­is­skipu­lagi árið 2018. Í því sam­hengi hef­ur skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar lagt áherslu á að upp­bygg­ing 6. lotu Borg­ar­línu verði í for­gangi og henni flýtt vegna þeirra stóru upp­bygg­ing­ar­verk­efna sem eru að mót­ast að Keld­um og Blikastaðalandi í Mos­fells­bæ. Fram­ganga Keldna­holts er mik­il­væg­ur lið­ur í þeim áform­um. Skipu­lags­nefnd bend­ir þó á að bet­ur hefði far­ið á því að hugsa upp­bygg­ingu að Keld­um í víð­ara sam­hengi og und­ir­búa þró­un og upp­bygg­ingu við Korputún og Rala­land sem tengja mun Keld­ur og Blikastaði sam­an. Um­rætt svæði má ekki tefja upp­bygg­ingu mik­il­vægra sam­göngu­inn­viða milli sveit­ar­fé­lag­anna. Þessu tengt bend­ir nefnd­in á að Mos­fells­bær muni senda Reykja­vík­ur­borg er­indi um upp­færslu að­al­skipu­lags Reykja­vík­ur 2040 vegna kafla um stofn- og dreifi­kerfi við Korputún sem tengjast þarf nær­liggj­andi upp­bygg­ing­ar­verk­efn­um. Slíkt er í sam­ræmi við sam­skipti emb­ætt­is­manna beggja sveit­ar­fé­laga.

    • 7. Bratta­hlíð við Huldu­hóla­svæði - deili­skipu­lags­breyt­ing - frek­ari upp­bygg­ing202209298

      Lögð eru fram til kynningar vinnslutillaga og drög að deiliskipulagsbreytingu fyrir uppbyggingu að Bröttuhlíð. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

      Frestað vegna tíma­skorts

      • 8. Engja­veg­ur 26, Ár­bót - Fyr­ir­spurn um stækk­un húss202409229

        Borist hefur erindi frá Gunnlaugi Johnson, dags. 11.09.2024, um stækkun húss að Engjavegi 26, Árbót. Óskað er eftir heimild til þess að byggja 80 m2 vinnustofu austan við baðhús utan byggingarreitar, í samræmi við gögn.

        Frestað vegna tíma­skorts

        • 9. Óskots­veg­ur 20-22 - ósk um deili­skipu­lag202410148

          Borist hefur erindi frá Auðni Daníelssyni, dags. 08.10.2024, f.h. beggja landeigenda að Óskotsvegi 20 L125519 og 22 L125524, með ósk um heimild fyrir deiliskipulagsgerð tveggja frístundahúsalóða.

          Frestað vegna tíma­skorts

          • 10. Voga­tunga - lóð fyr­ir dreif­istöð202410690

            Borist hefur erindi frá Helgu Rún Guðmundsdóttur, f.h. Veitna Ohf., dags. 29.10.2024, með ósk um lóð fyrir nýja smádreifistöð við Vogatungu í Leirvogstunguhverfi, í samræmi við gögn.

            Frestað vegna tíma­skorts

            • 11. Fells­hlíð 125266 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1202410711

              Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Guðlaugi I Maríussyni, dags. 30.10.2024, f.h. Arnar Elíasar Guðmundssonar eiganda að Fellshlíð L125266 við Helgafell, fyrir 57,1 m² viðbyggingu húss úr timbri. Um er að ræða tengibyggingu og viðbyggingu til austurs, í samræmi við gögn.

              Frestað vegna tíma­skorts

              • 12. Korpa - mögu­leg vetn­is­fram­leiðsla202411023

                Bréf barst frá Agli Tómassyni, f.h. Landsvirkjunar, dags. 01.11.2024, með tilkynningu um mögulega vetnisframleiðslu við hlið tengivirkis Landsnets og dreifistöðvar Veitna við Korputorg og Vesturlandsveg í Reykjavík. Samkvæmt bréfu munu verkefnaþróunaraðilar senda matsskyldufyrirspurn til Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum.

                Frestað vegna tíma­skorts

                • 13. 1. áfangi Blikastaðalands - deili­skipu­lag202304103

                  Helga Jó­hann­es­dótt­ir, full­trúi D-lista Sjálf­stæð­is­flokks, yf­ir­gaf fund­inn kl. 8:58 við lok kynningar 13. dag­skrárlið­ar.

                  Fulltrúar úr hönnunarteymi deiliskipulags 1. áfangi Blikastaðalands kynna drög að forkynningartillögu skipulagsins.

                  Jó­hanna Helga­dótt­ir, arki­tekt Nord­ic, kynnti til­lög­una og svar­aði spurn­ing­um. Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa áfram­hald­andi vinnu máls.

                  Gestir
                  • Jón Ágúst Pétursson
                  • Þorgerður Arna Einarsdóttir
                  • Vilhjálmur Leví Egilsson
                  • Jóhanna Helgadóttir
                  • Berglind Hallgrímsdóttir
                  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15