28. febrúar 2025 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Valdimar Birgisson (VBi) formaður
- Sævar Birgisson (SB) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Guðmundur Hreinsson (GH) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Langitangi - umferðaröryggisrýni vegna gegnumaksturs íbúðasvæðis202409562
Lögð er fram til kynningar umferðarflæði og öryggisrýni fyrir Langatanga. Hjálagt er minnisblað um erindi og fyrirspurn Kára Sigurðssonar, íbúa götunnar. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðast fundi nefndarinnar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd þakkar skipulagsfulltrúa, starfsfólki umhverfissviðs og ráðgjöfum ýtarlega rýni og vinnu. Skipulagsnefnd telur samlegðaráhrif lausnar og tillögu ráðgjafa geta leyst ýmis atriði gatnamótanna með tilliti til uppbyggingar og framtíðar umferðar almenningssamgangna. Nefndin áréttar þó að breytingar sem þessar þarfnast frekara samráðs við íbúa. Aðgerðir við Langatanga eru ekki hluti af umferðaröryggisframkvæmdum ársins 2025 né aðgerðarlista umferðaröryggisáætlunar frá 2024. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til frekari úrvinnslu á umhverfissviði m,a. í tengslum við almenningssamgöngur.
2. Borgarlína í Mosfellsbæ - Lota 6202104298
Lögð er fram til afgreiðslu tillaga skipulagsfulltrúa að erindi til Betri samgangna vegna frumdragahönnuna Borgarlínu lotu 6.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd þakkar skipulagsfulltrúa, starfsfólki umhverfissviðs og ráðgjöfum ýtarlega rýni og vinnu. Skipulagsnefnd telur samlegðaráhrif lausnar og tillögu ráðgjafa geta leyst ýmis atriði gatnamótanna með tilliti til uppbyggingar og framtíðar umferðar almenningssamgangna. Nefndin áréttar þó að breytingar sem þessar þarfnast frekara samráðs við íbúa. Aðgerðir við Langatanga eru ekki hluti af umferðaröryggisframkvæmdum ársins 2025 né aðgerðarlista umferðaröryggisáætlunar frá 2024. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til umhverfissviðs sem skoðar hvort gera megi umræddar breytingar tímabundið og meta ávinning þeirra.
3. Fundur UNICEF og Umboðsmanns barna með börnum um Strætó202410438
Borist hefur erindi frá Umboðsmanni Barna, dags. 13.02.2025, þar sem kynntar eru niðurstöður frá samráðsfundi barna, ungmenna, Strætó og kjörinna fulltrúa. Greinargerð með niðurstöðum er lögð fram til kynningar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd þakkar Unicef, starfsfólki Stætó og umboðsmanni barna og tekur undir mikilvægi þess að eiga reglulegt samráð við börn og aðra notendur almenningssamgangna.
4. Hamrabrekkur 21 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1202411135
Lögð er fram að nýju tillaga að frístundahúsi að Hamrabrekkum 21. Fyrri tillögu húss var synjað á 625. fundi nefndarinnar.
Þar sem að ekki er í gildi deiliskipulag sem uppfyllir ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 samþykkir skipulagsnefnd með fimm atkvæðum að byggingarleyfisumsóknin skuli grenndarkynnt skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5. Djúpadalsvegur - staðfangaskráningar202502476
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að vegaheiti og staðvísi fyrir Djúpadalsveg er liggur frá Nesjavallavegi til suðvesturs. Í samræmi við tillögu og minnisblað skipulagsfulltrúa er lagt til að uppfæra staðfangaskráningar land- og fasteigna með aðkomu frá Selvatnsvegi með heiti og númeri í samræmi við reglugerð um skráningu staðfanga nr. 577/2017.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum nafngiftina Djúpadalsvegur og vísar úrlausn staðfangaskráningar til umhverfissviðs, í samræmi við fyrirliggjandi tillögu og minnisblað. Uppfærðar staðfangaskráningar hafa ekki áhrif á heimildir, skipulag eða skilgreinda notkun lóða og landa.
6. Vestan og norðan Króka- og Silungatjarnar - staðfangaskráningar202502477
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að vegaheiti og staðvísi fyrir landar- og fasteignir vestan og norðan Króka- og Silungatjarnar, er liggur norðuraustur frá Nesjavallavegi. Í samræmi við tillögu og minnisblað skipulagsfulltrúa er lagt til að uppfæra staðfangaskráningar land- og fasteigna með aðkomu frá Selvatnsvegi með heiti og númeri í samræmi við reglugerð um skráningu staðfanga nr. 577/2017.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum nafngiftina Tjarnavegur og vísar úrlausn staðfangaskráningar til umhverfissviðs, í samræmi við fyrirliggjandi tillögu og minnisblað. Uppfærðar staðfangaskráningar hafa ekki áhrif á heimildir, skipulag eða skilgreinda notkun lóða og landa.
7. Austan og sunnan Króka- og Silungatjarnar - staðfangaskráningar202502478
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að vegaheiti og staðvísi fyrir landar- og fasteignir austan og sunnan Króka- og Silungatjarnar er liggur norður frá Nesjavallavegi. Í samræmi við tillögu og minnisblað skipulagsfulltrúa er lagt til að uppfæra staðfangaskráningar land- og fasteigna með aðkomu frá Selvatnsvegi með heiti og númeri í samræmi við reglugerð um skráningu staðfanga nr. 577/2017.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum nafngiftina Krókavegur og vísar úrlausn staðfangaskráningar til umhverfissviðs, í samræmi við fyrirliggjandi tillögu og minnisblað. Uppfærðar staðfangaskráningar hafa ekki áhrif á heimildir, skipulag eða skilgreinda notkun lóða og landa.
8. 1. áfangi Blikastaðalands - deiliskipulag202304103
Skipulagsnefnd samþykkti á 621. fundi sínum að kynna og auglýsa deiliskipulagstillögu 1. áfanga Blikastaðalands á vinnslustigi, ásamt drögum að umhverfismati, í samræmi við 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vinnslutillaga sýnir meðal annars útfærslur grænna svæða, Skálatúnslækjar, samgangna, kennisnið gatna, húsagerðir og hverfaskiptingu auk skuggavarps og vindþæginda miðsvæðis við Blikastaðabæ og borgarlínustöð. Gögnin sýna skiptingu íbúða milli fjöl- og sérbýla; rað-, par- og einbýlishúsa. Alls sýnir tillagan um 1.270 íbúðir, hátt í 7.800 fermetra af verslun- og þjónustu, einn leikskóla ásamt sambyggðum leik- og grunnskóla. Vinnslutillagan var kynnt á vef sveitarfélagsins mos.is, Skipulagsgáttinni, Mosfellingi og samfélagsmiðlum. Kynningarfundur var haldinn í Hlégarði, Háholti 2, þann 13.01.2025. Tillagan var kynnt í Velferðarnefnd þann 21.01.2025, Umhverfisnefnd þann 28.01.2025, Ungmennaráði þann 30.01.2025, Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þann 04.02.2025, Menningar- og lýðræðisnefnd þann 18.02.2025, Notendaráði fatlaðs fólks þann 20.02.2025 og íþrótta- og tómstundanefnd þann 25.02.2025. Athugasemdafrestur var frá 17.12.2024 til og með 10.02.2025. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, dags. 20.12.2024, Davíð Aron Guðnasyni, dags. 14.01.2025, Heiðari Inga Jónssyni, dags. 14.01.2025, Pétri Bjarna Gunnlaugssyni, dags. 14.01.2025, Helenu Kristinsdóttur, dags. 14.01.2025, Ásrúnu Ester Magnúsdóttur, dags. 14.01.2025, Guðbjörgu Jónmundu Pétursdóttur, dags. 14.01.2025, Arnþóri Haukdal Rúnarssyni, dags. 14.01.2025, Davíð Þór Vilhjálmssyni, dags. 14.01.2025, Hörpu Dís Haraldsdóttur, dags. 15.01.2025, Alexander Vestfjörð Kárasyni, dags. 15.01.2025, Kristínu Nönnu Vilhelmsdóttur, dags. 16.01.2025, Ragnheiði Heidi Hansen, dags. 17.01.2025, Huldu Margréti Eggertsdóttur, dags. 18.01.2025, Ingibjörgu Sigríði Árnadóttur, dags. 19.01.2025, Reykjavíkurborg, dags. 20.01.2025, Veðurstofu Íslands, dags. 28.01.2025, Ursulu Elísabetu Junemann, dags. 02.02.2025, Minjastofnun Íslands, dags. 03.02.2025, Eyrúnu Önnu Einarsdóttur, dags. 03.02.2025, Náttúrufræðistofnun Íslands, dags. 10.02.2025, Heilbrigðiseftirlitinu HEF, dags. 10.02.2025, Einari Páli Kjærnested, dags. 10.02.2025, Betri Samgöngum, dags. 10.02.2025, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, dags. 10.02.2025, Vegagerðinni, dags. 10.02.2025, Geir Gunnari Gerissyni, dags. 10.02.2025, Landssamtökum hjólreiðamanna, dags. 10.02.2025, Fiskistofu, dags. 11.02.2025 og Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, dags. 11.02.2025.
Umsagnir lagðar fram til kynningar. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu máls, flokka umsangir, greina athugasemdir og leggja fram tillögur að svörum, úrbótum eða breytingum, eftir því sem við á.
Fundargerðir til kynningar
9. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 88202502005F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
9.1. Fellshlíð 125266 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1 202410711
Skipulagsnefnd samþykkti á 621. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi fyrir stækkun að húsinu Fellshlíð í Helgafelli. Um er að ræða leyfi til að byggja við núverandi einbýlishús. Viðbygging verður til austurs, 57,1 m² að stærð og úr timbri. Viðbygging er byggð ofan á steypta sökkulveggi og tengd við núverandi hús með tengibyggingu. Einnig er um að ræða leyfi til að byggja útigeymslu við norðurhlið núverandi húss í samræmi við gögn.
Tillagan var kynnt og gögn höfð aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, og auglýst með kynningarbréfi auk gagna, sem send voru til þinglýstra eigenda nærliggjandi land- og fasteignaeigenda. Athugasemdafrestur var frá 10.01.2025 til og með 10.02.2025. Engar athugasemdir bárust.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 541202502031F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
10.1. Desjamýri 2 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2 202410382
B. Markan ehf. Viðarhöfða 1 Reykjavík sækir um leyfi til að stækka 2. hæð eignarhluta 0103 og 0203 atvinnuhúsnæðis á lóðinni Desjamýri nr. 2 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun 2. hæð: 49,5m².
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
10.2. Fellshlíð 125266 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1 202410711
Örn Elías Guðmundsson Neðstakaupstað Ísafirði sækir um leyfi til að byggja við núverandi einbýlishús á lóðinni Fellshlíð viðbyggingu úr timbri í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: 73,5 m², 190,0 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
10.3. Fálkahöfði 7 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2 202502380
Sandra Dís Bjarnadóttir Fálkahöfða 7 sækir um leyfi til breytinga innra skipulags raðhúss á lóðinni Fálkahöfði nr. 7 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
10.4. Heiðarhvammur, Umsókn um byggingarleyfi 201804238
Ágúst Hálfdánarson Heiðarhvammi Mosfellsbæ sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta bílgeymslu að Heiðarhvammi í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
10.5. Í Sólvallalandi 125402 - Umsókn um byggingarleyfi - Flokkur 2 202406145
44 ehf. Reyrengi 45 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja við núverandi hús á lóðinni Brú í landi Sólvalla, L125402, viðbyggingu úr timbri í samræmi við framlögð gögn. Einnig er sótt um að breyta skráningu hússins úr frístundahúsi í einbýlishús.
Stækkun: 33,4 m², 113,6 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
10.6. Úugata 70 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2 202412299
Gunnar Ingi Reykjalín Sveinsson Skeljatanga 15 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri einnar hæðar einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Úugata nr. 70 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 197,2 m², bílgeymsla 38,5 m², 863,1 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.