Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

28. febrúar 2025 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Valdimar Birgisson (VBi) formaður
  • Sævar Birgisson (SB) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
  • Guðmundur Hreinsson (GH) áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Langi­tangi - um­ferðarör­ygg­is­rýni vegna gegnu­makst­urs íbúða­svæð­is202409562

    Lögð er fram til kynningar umferðarflæði og öryggisrýni fyrir Langatanga. Hjálagt er minnisblað um erindi og fyrirspurn Kára Sigurðssonar, íbúa götunnar. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðast fundi nefndarinnar.

    Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd þakk­ar skipu­lags­full­trúa, starfs­fólki um­hverf­is­sviðs og ráð­gjöf­um ýt­ar­lega rýni og vinnu. Skipu­lags­nefnd tel­ur sam­legðaráhrif lausn­ar og til­lögu ráð­gjafa geta leyst ýmis at­riði gatna­mót­anna með til­liti til upp­bygg­ing­ar og fram­tíð­ar um­ferð­ar al­menn­ings­sam­gangna. Nefnd­in árétt­ar þó að breyt­ing­ar sem þess­ar þarfn­ast frek­ara sam­ráðs við íbúa. Að­gerð­ir við Langa­tanga eru ekki hluti af um­ferðarör­ygg­is­fram­kvæmd­um árs­ins 2025 né að­gerð­arlista um­ferðarör­ygg­is­áætl­un­ar frá 2024. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa mál­inu til frek­ari úr­vinnslu á um­hverf­is­sviði m,a. í tengsl­um við al­menn­ings­sam­göng­ur.

    • 2. Borg­ar­lína í Mos­fells­bæ - Lota 6202104298

      Lögð er fram til afgreiðslu tillaga skipulagsfulltrúa að erindi til Betri samgangna vegna frumdragahönnuna Borgarlínu lotu 6.

      Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd þakk­ar skipu­lags­full­trúa, starfs­fólki um­hverf­is­sviðs og ráð­gjöf­um ýt­ar­lega rýni og vinnu. Skipu­lags­nefnd tel­ur sam­legðaráhrif lausn­ar og til­lögu ráð­gjafa geta leyst ýmis at­riði gatna­mót­anna með til­liti til upp­bygg­ing­ar og fram­tíð­ar um­ferð­ar al­menn­ings­sam­gangna. Nefnd­in árétt­ar þó að breyt­ing­ar sem þess­ar þarfn­ast frek­ara sam­ráðs við íbúa. Að­gerð­ir við Langa­tanga eru ekki hluti af um­ferðarör­ygg­is­fram­kvæmd­um árs­ins 2025 né að­gerð­arlista um­ferðarör­ygg­is­áætl­un­ar frá 2024. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa mál­inu til um­hverf­is­sviðs sem skoð­ar hvort gera megi um­rædd­ar breyt­ing­ar tíma­bund­ið og meta ávinn­ing þeirra.

      • 3. Fund­ur UNICEF og Um­boðs­manns barna með börn­um um Strætó202410438

        Borist hefur erindi frá Umboðsmanni Barna, dags. 13.02.2025, þar sem kynntar eru niðurstöður frá samráðsfundi barna, ungmenna, Strætó og kjörinna fulltrúa. Greinargerð með niðurstöðum er lögð fram til kynningar.

        Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd þakk­ar Unicef, starfs­fólki Stætó og um­boðs­manni barna og tek­ur und­ir mik­il­vægi þess að eiga reglu­legt sam­ráð við börn og aðra not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna.

      • 4. Hamra­brekk­ur 21 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1202411135

        Lögð er fram að nýju tillaga að frístundahúsi að Hamrabrekkum 21. Fyrri tillögu húss var synjað á 625. fundi nefndarinnar.

        Þar sem að ekki er í gildi deili­skipu­lag sem upp­fyll­ir ákvæði skipu­lagslaga nr. 123/2010 og skipu­lags­reglu­gerð­ar nr. 90/2013 sam­þykk­ir skipu­lags­nefnd með fimm at­kvæð­um að bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn­in skuli grennd­arkynnt skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

        • 5. Djúpa­dals­veg­ur - stað­fanga­skrán­ing­ar202502476

          Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að vegaheiti og staðvísi fyrir Djúpadalsveg er liggur frá Nesjavallavegi til suðvesturs. Í samræmi við tillögu og minnisblað skipulagsfulltrúa er lagt til að uppfæra staðfangaskráningar land- og fasteigna með aðkomu frá Selvatnsvegi með heiti og númeri í samræmi við reglugerð um skráningu staðfanga nr. 577/2017.

          Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um nafn­gift­ina Djúpa­dals­veg­ur og vís­ar úr­lausn stað­fanga­skrán­ing­ar til um­hverf­is­sviðs, í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu og minn­is­blað. Upp­færð­ar stað­fanga­skrán­ing­ar hafa ekki áhrif á heim­ild­ir, skipu­lag eða skil­greinda notk­un lóða og landa.

          • 6. Vest­an og norð­an Króka- og Sil­unga­tjarn­ar - stað­fanga­skrán­ing­ar202502477

            Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að vegaheiti og staðvísi fyrir landar- og fasteignir vestan og norðan Króka- og Silungatjarnar, er liggur norðuraustur frá Nesjavallavegi. Í samræmi við tillögu og minnisblað skipulagsfulltrúa er lagt til að uppfæra staðfangaskráningar land- og fasteigna með aðkomu frá Selvatnsvegi með heiti og númeri í samræmi við reglugerð um skráningu staðfanga nr. 577/2017.

            Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um nafn­gift­ina Tjarna­veg­ur og vís­ar úr­lausn stað­fanga­skrán­ing­ar til um­hverf­is­sviðs, í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu og minn­is­blað. Upp­færð­ar stað­fanga­skrán­ing­ar hafa ekki áhrif á heim­ild­ir, skipu­lag eða skil­greinda notk­un lóða og landa.

            • 7. Aust­an og sunn­an Króka- og Sil­unga­tjarn­ar - stað­fanga­skrán­ing­ar202502478

              Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að vegaheiti og staðvísi fyrir landar- og fasteignir austan og sunnan Króka- og Silungatjarnar er liggur norður frá Nesjavallavegi. Í samræmi við tillögu og minnisblað skipulagsfulltrúa er lagt til að uppfæra staðfangaskráningar land- og fasteigna með aðkomu frá Selvatnsvegi með heiti og númeri í samræmi við reglugerð um skráningu staðfanga nr. 577/2017.

              Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um nafn­gift­ina Króka­veg­ur og vís­ar úr­lausn stað­fanga­skrán­ing­ar til um­hverf­is­sviðs, í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu og minn­is­blað. Upp­færð­ar stað­fanga­skrán­ing­ar hafa ekki áhrif á heim­ild­ir, skipu­lag eða skil­greinda notk­un lóða og landa.

              • 8. 1. áfangi Blikastaðalands - deili­skipu­lag202304103

                Skipulagsnefnd samþykkti á 621. fundi sínum að kynna og auglýsa deiliskipulagstillögu 1. áfanga Blikastaðalands á vinnslustigi, ásamt drögum að umhverfismati, í samræmi við 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vinnslutillaga sýnir meðal annars útfærslur grænna svæða, Skálatúnslækjar, samgangna, kennisnið gatna, húsagerðir og hverfaskiptingu auk skuggavarps og vindþæginda miðsvæðis við Blikastaðabæ og borgarlínustöð. Gögnin sýna skiptingu íbúða milli fjöl- og sérbýla; rað-, par- og einbýlishúsa. Alls sýnir tillagan um 1.270 íbúðir, hátt í 7.800 fermetra af verslun- og þjónustu, einn leikskóla ásamt sambyggðum leik- og grunnskóla. Vinnslutillagan var kynnt á vef sveitarfélagsins mos.is, Skipulagsgáttinni, Mosfellingi og samfélagsmiðlum. Kynningarfundur var haldinn í Hlégarði, Háholti 2, þann 13.01.2025. Tillagan var kynnt í Velferðarnefnd þann 21.01.2025, Umhverfisnefnd þann 28.01.2025, Ungmennaráði þann 30.01.2025, Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þann 04.02.2025, Menningar- og lýðræðisnefnd þann 18.02.2025, Notendaráði fatlaðs fólks þann 20.02.2025 og íþrótta- og tómstundanefnd þann 25.02.2025. Athugasemdafrestur var frá 17.12.2024 til og með 10.02.2025. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, dags. 20.12.2024, Davíð Aron Guðnasyni, dags. 14.01.2025, Heiðari Inga Jónssyni, dags. 14.01.2025, Pétri Bjarna Gunnlaugssyni, dags. 14.01.2025, Helenu Kristinsdóttur, dags. 14.01.2025, Ásrúnu Ester Magnúsdóttur, dags. 14.01.2025, Guðbjörgu Jónmundu Pétursdóttur, dags. 14.01.2025, Arnþóri Haukdal Rúnarssyni, dags. 14.01.2025, Davíð Þór Vilhjálmssyni, dags. 14.01.2025, Hörpu Dís Haraldsdóttur, dags. 15.01.2025, Alexander Vestfjörð Kárasyni, dags. 15.01.2025, Kristínu Nönnu Vilhelmsdóttur, dags. 16.01.2025, Ragnheiði Heidi Hansen, dags. 17.01.2025, Huldu Margréti Eggertsdóttur, dags. 18.01.2025, Ingibjörgu Sigríði Árnadóttur, dags. 19.01.2025, Reykjavíkurborg, dags. 20.01.2025, Veðurstofu Íslands, dags. 28.01.2025, Ursulu Elísabetu Junemann, dags. 02.02.2025, Minjastofnun Íslands, dags. 03.02.2025, Eyrúnu Önnu Einarsdóttur, dags. 03.02.2025, Náttúrufræðistofnun Íslands, dags. 10.02.2025, Heilbrigðiseftirlitinu HEF, dags. 10.02.2025, Einari Páli Kjærnested, dags. 10.02.2025, Betri Samgöngum, dags. 10.02.2025, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, dags. 10.02.2025, Vegagerðinni, dags. 10.02.2025, Geir Gunnari Gerissyni, dags. 10.02.2025, Landssamtökum hjólreiðamanna, dags. 10.02.2025, Fiskistofu, dags. 11.02.2025 og Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, dags. 11.02.2025.

                Um­sagn­ir lagð­ar fram til kynn­ing­ar. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela skipu­lags­full­trúa áfram­hald­andi vinnu máls, flokka umsang­ir, greina at­huga­semd­ir og leggja fram til­lög­ur að svör­um, úr­bót­um eða breyt­ing­um, eft­ir því sem við á.

              Fundargerðir til kynningar

              • 9. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 88202502005F

                Fundargerð lögð fram til kynningar.

                Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

                • 9.1. Fells­hlíð 125266 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1 202410711

                  Skipu­lags­nefnd sam­þykkti á 621. fundi sín­um að grennd­arkynna um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir stækk­un að hús­inu Fells­hlíð í Helga­felli. Um er að ræða leyfi til að byggja við nú­ver­andi ein­býl­is­hús. Við­bygg­ing verð­ur til aust­urs, 57,1 m² að stærð og úr timbri. Við­bygg­ing er byggð ofan á steypta sökkul­veggi og tengd við nú­ver­andi hús með tengi­bygg­ingu. Einn­ig er um að ræða leyfi til að byggja útigeymslu við norð­ur­hlið nú­ver­andi húss í sam­ræmi við gögn.
                  Tillagan var kynnt og gögn höfð aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, og auglýst með kynningarbréfi auk gagna, sem send voru til þinglýstra eigenda nærliggjandi land- og fasteignaeigenda. Athugasemdafrestur var frá 10.01.2025 til og með 10.02.2025. Engar athugasemdir bárust.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Lagt fram.

                • 10. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 541202502031F

                  Fundargerð lögð fram til kynningar.

                  Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

                  • 10.1. Desja­mýri 2 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2 202410382

                    B. Mark­an ehf. Við­ar­höfða 1 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að stækka 2. hæð eign­ar­hluta 0103 og 0203 at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Desja­mýri nr. 2 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stækk­un 2. hæð: 49,5m².

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Lagt fram.

                  • 10.2. Fells­hlíð 125266 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1 202410711

                    Örn Elí­as Guð­munds­son Neðsta­kaupstað Ísafirði sæk­ir um leyfi til að byggja við nú­ver­andi ein­býl­is­hús á lóð­inni Fells­hlíð við­bygg­ingu úr timbri í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stækk­un: 73,5 m², 190,0 m³.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Lagt fram.

                  • 10.3. Fálka­höfði 7 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2 202502380

                    Sandra Dís Bjarna­dótt­ir Fálka­höfða 7 sæk­ir um leyfi til breyt­inga innra skipu­lags rað­húss á lóð­inni Fálka­höfði nr. 7 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Lagt fram.

                  • 10.4. Heið­ar­hvamm­ur, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201804238

                    Ág­úst Hálf­dán­ar­son Heið­ar­hvammi Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta bíl­geymslu að Heið­ar­hvammi í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Lagt fram.

                  • 10.5. Í Sól­valla­landi 125402 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi - Flokk­ur 2 202406145

                    44 ehf. Reyr­engi 45 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja við nú­ver­andi hús á lóð­inni Brú í landi Sól­valla, L125402, við­bygg­ingu úr timbri í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Einn­ig er sótt um að breyta skrán­ingu húss­ins úr frí­stunda­húsi í ein­býl­is­hús.
                    Stækk­un: 33,4 m², 113,6 m³.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Lagt fram.

                  • 10.6. Úugata 70 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2 202412299

                    Gunn­ar Ingi Reykjalín Sveins­son Skelja­tanga 15 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu og timbri einn­ar hæð­ar ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Úugata nr. 70 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                    Stærð­ir: Íbúð 197,2 m², bíl­geymsla 38,5 m², 863,1 m³.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Lagt fram.

                  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:04