Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

4. desember 2024 kl. 14:09,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Örvar Jóhannsson (ÖJ) forseti
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) 1. varaforseti
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) 2. varaforseti
  • Valdimar Birgisson (VBi) 1. varabæjarfulltrúi
  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) aðalmaður
  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Sævar Birgisson (SB) aðalmaður
  • Brynja Hlíf Hjaltadóttir (BHH) 3. varabæjarfulltrúi
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður


Dagskrá fundar

Afbrigði

  • 1. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2025 til 2028202401260

    Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028 ásamt greinargerð lögð fram við síðari umræðu. Einnig eru lagðar fram fyrirliggjandi breytingatillögur.

    For­seti gaf Regínu Ásvaldsdóttur bæj­ar­stjóra orð­ið og fór hún yfir fyr­ir­liggj­andi fjár­hags­áætl­un Mosfells­bæj­ar og stofn­ana bæjarins fyr­ir árin 2025 til 2028, með áorðnum breytingum, ásamt greinargerð.

    Helstu nið­ur­stöðu­töl­ur í fyr­ir­liggj­andi fjár­hags­áætl­un fyr­ir árið 2025 A og B hluta eru eft­ir­far­andi:
    Tekj­ur: 22.938 m.kr.
    Gjöld: 20.244 m.kr.
    Af­skrift­ir: 690 m.kr.
    Fjár­magns­gjöld: 1.288 m.kr.
    Tekju­skatt­ur: 12 m.kr.
    Rekstr­arnið­ur­staða: 702 m.kr.
    Eign­ir í árs­lok: 38.707 m.kr.
    Eig­ið fé í árs­lok: 9.209 m.kr.
    Fjár­fest­ing­ í varanlegum rekstrarfjármunum: 5.379 m.kr.

    ***

    Álagn­ingar­pró­sent­ur fast­eigna­gjalda fyr­ir árið 2025 eru eft­ir­far­andi:
    Fast­eigna­gjöld íbúð­ar­hús­næð­is (A - skatt­flokk­ur).
    Fast­eigna­skatt­ur A 0,20% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar.
    Vatns­gjald 0,070% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar.
    Frá­veitu­gjald 0,089% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar.
    Lóð­ar­leiga A 0,310% af fast­eigna­mati lóð­ar.

    Fast­eigna­gjöld stofn­ana skv. 3. gr. reglu­gerð­ar 1160/2005 (B - skatt­flokk­ur).
    Fast­eigna­skatt­ur B 1,320% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar.
    Vatns­gjald 0,070% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar.
    Frá­veitu­gjald 0,089% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar.
    Lóð­ar­leiga B 1,100% af fast­eigna­mati lóð­ar.

    Fast­eigna­gjöld ann­ars hús­næð­is (C - skatt­flokk­ur).
    Fast­eigna­skatt­ur C 1,495% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar.
    Vatns­gjald 0,070% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar.
    Frá­veitu­gjald 0,089% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar.
    Lóð­ar­leiga C 1,100% af fast­eigna­mati lóð­ar.

    ***
    Gjald­dag­ar fast­eigna­gjalda eru tíu, fyrsta dag hvers mán­að­ar frá 1. fe­brú­ar til og með 1. nóv­em­ber. Eindagi fast­eigna­gjalda er þrjá­tíu dög­um eft­ir gjald­daga og fell­ur all­ur skatt­ur árs­ins í gjald­daga ef van­skil verða. Sé fjár­hæð fast­eigna­gjalda und­ir kr. 40.000 er gjald­dagi þeirra 1. fe­brú­ar með eindaga 1. mars.

    ***
    Eft­ir­tald­ar regl­ur taka breytingum og gilda frá 1. janúar 2025.
    Regl­ur um af­slátt af fast­eigna­gjöld­um til elli- og ör­orku­líf­eyr­is­þega.
    Regl­ur um fjár­hags­að­stoð í Mos­fells­bæ, framfærslugrunnur
    Regl­ur um tekju­við­mið vegna viðbótarnið­ur­greiðslu leik­skóla­gjalda

    ***
    Eft­ir­far­andi gjald­skrár sem taka gildi 1. janúar 2025 voru sam­þykkt­ar:
    Gjald­skrá í frí­stunda­selj­um grunn­skóla og við­bót­ar­vist­un í frí­stunda­seli
    Gjaldskrá mötuneytis í grunnskólum
    Gjaldskrá leikskóla, dagforeldra og sjálfstætt starfandi leikskóla
    Gjaldskrá bleyjugjalds í leikskólum
    Gjaldskrá ávaxtabita í grunnskólum

    Gjald­skrá Bóka­safns Mos­fells­bæj­ar
    Gjald­skrá íþróttamið­stöðva og sund­lauga

    Gjald­skrá heimilisúrgangs
    Gjald­skrá skipu­lagsmála
    Gjaldskrá bygg­ing­ar­mála
    Gjald­skrá Hita­veitu Mosfellsbæjar
    Gjald­skrá frá­veitugjald
    Gjald­skrá rot­þró­ar­gjald
    Gjald­skrá Vatns­veitu Mos­fells­bæj­ar

    Gjald­skrá frí­stunda­sels fyrir fötluð börn og ung­menni
    Gjald­skrár stuðn­ings­fjöl­skyldna við fötluð börn og skv. barnaverndarlögum
    Gjaldskrá akstursþjónustu eldri borgara

    Eft­ir­far­andi gjald­skrár sem taka gildi 1. ágúst 2025 voru sam­þykkt­ar:
    Gjald­skrá tónlistardeildar Lista­skóla
    Gjald­skrá skólahlómsveit Lista­skóla


    ***
    Umræða fór fram um fyrirliggjandi fjárhagsáætlun 2025-2028.

    Fundarhlé hófst kl. 14:42. Fundur hófst aftur kl. 14:59.

    Fundarhlé hófst kl. 15:15. Fundur hófst aftur kl. 15:25.

    ***

    Umræða fór fram um fyrirliggjandi breytingatillögur, sex tillögur frá D lista Sjálfstæðisflokks og þrjár tillögur frá L lista Vina Mosfellsbæjar.

    Fundarhlé hófst kl. 16:33. Fundur hófst aftur kl. 17:04.

    Gengið var til atkvæða um fyrirliggjandi breytingatillögur við fjárhagsáætlun ársins 2025-2028:

    1. D1 - Endurskoðun á fyrirkomulagi Vinnuskólans, tillaga í tveimur liðum.
    Fram kom málsmeðferðartillaga um að a-lið tillögu D1 væri vísað til frekari vinnslu innan stjórnsýslu Mosfellsbæjar og var sú tillaga samþykkt með 11 atkvæðum.

    B-lið tillögu D1 var synjað með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Fimm bæjarfulltrúar D og L lista greiddu atkvæði með tillögunni. Anna Sigríður Guðnadóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu.

    2. D2 - Unnið verði að gerð deiliskipulags eldri hverfa Mosfellsbæjar.
    Tillögunni var synjað með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Fimm bæjarfulltrúar D og L lista greiddu atkvæði með tillögunni. Valdimar Birgisson og Ásgeir Sveinsson gerðu grein fyrir atkvæðum sínum.

    3. D3 - Unnið verði að stofnun FabLab smiðju í Mosfellsbæ.
    Tillögunni var synjað með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Fjórir bæjarfulltrúar D lista greiddu atkvæði með tillögunni. Bæjarfulltrúi L lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Sævar Birgisson, Halla Karen Kristjánsdóttir og Ásgeir Sveinsson gerðu grein fyrir atkvæðum sínum.

    4. D4 - Úthlutun lóða í nýju deiliskipulagi hesthúsahverfisins.
    Tillögunni var synjað með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Fjórir bæjarfulltrúar D lista greiddu atkvæði með tillögunni. Bæjarfulltrúi L lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Halla Karen Kristjánsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu.

    5. D5 - Lækkun fasteignaskatta.
    Tillögunni var synjað með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Fimm bæjarfulltrúar D og L lista greiddu atkvæði með tillögunni. Valdimar Birgisson gerði grein fyrir atkvæði sínu.

    6. D6 - Tekjur á móti tillögum.
    Tillögunni var synjað með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Fjórir bæjarfulltrúar D lista greiddu atkvæði með tillögunni. Bæjarfulltrúi L lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

    7. L1 - Námssjóður fyrir starfsfólk Mosfellsbæjar.
    Tillögunni var synjað með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Bæjarfulltrúi L lista greiddi atkvæði með tillögunni. Fjórir bæjarfulltrúar D lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Aldís Stefánsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu.

    8. L2 - Efling almenningssamgangna, tillaga í þremur liðum.
    A-lið tillögunnar var synjað með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Bæjarfulltrúi L lista greiddi atkvæði með tillögunni. Fjórir bæjarfulltrúar D lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Valdimar Birgisson gerði grein fyrir atkvæði sínu.

    B-lið tillögunnar var synjað með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Bæjarfulltrúi L lista greiddi atkvæði með tillögunni. Fjórir bæjarfulltrúar D lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Valdimar Birgisson gerði grein fyrir atkvæði sínu.

    C-lið tillögunnar var synjað með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Fimm bæjarfulltrúar D og L lista greiddu atkvæði með tillögunni. Valdimar Birgisson gerði grein fyrir atkvæði sínu.

    9. L3 - Fjármálaráðgjafi fyrir skólastjórnendur.
    Tillögunni var synjað með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Bæjarfulltrúi L lista greiddi atkvæði með tillögunni. Fjórir bæjarfulltrúar D lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

    Fundarhlé hófst kl. 17:30. Fundur hófst aftur kl. 17:34.

    ***

    Forseti bar upp tillögu að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árin 2025-2028, með áorðnum breytingum, ásamt greinargerð til atkvæða. Fjárhagsáætlunin var samþykkt með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Fimm bæjarfulltrúar D og L lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

    ***
    Fundarhlé hófst kl. 17:35. Fundur hófst aftur kl. 17:39.

    ***
    For­seti tók undir þakkir bæjarstjóra og bæjarfulltrúa til starfsfólks bæj­ar­ins fyr­ir fram­lag þeirra við und­ir­bún­ing og gerð fjárhagsáætl­un­ar­inn­ar.


    Bókun B, S og C lista:
    Í fjárhagsáætlun ársins 2025 er eins og í fyrri áætlunum meirihlutans lögð áhersla á öfluga grunnþjónustu og uppbyggingu innviða. Stærstur hluti rekstrar Mosfellsbæjar hverfist um skólastarf og aðra þjónustu við börn og ungmenni er varðar íþróttir og aðrar tómstundir. Lögð er áhersla á velferðarþjónustu svo þau sem hennar njóta upplifi gott aðgengi að henni, traust og öryggi. Útgjöld til þessara málaflokka nema tæplega 80% af heildarrekstrarkostnaði sveitarfélagsins.

    Segja má að rauði þráðurinn í fjárhagsáætluninni sé áherslan á forvarnir, velferð og lýðheilsu með sérstakri áherslu á börn og ungmenni, eldri borgara í sveitarfélaginu og málefni sem skipta fjölskyldurnar máli. Aðgerðaáætlunin Börnin okkar inniheldur 27 ígrundaðar og fjármagnaðar aðgerðir til að búa enn betur að ungviðinu og felur í sér m.a. aukið aðgengi að sálfræðiþjónustu og félagsráðgjöf, hækkun frístundastyrks, eflingu starfsemi Bólsins, rýmkun opnunartíma íþróttamiðstöðva sérstaklega fyrir unglinga, eflingu foreldrasamstarfs, aukið framboð íþrótta fyrir öll börn ásamt því að starfsemi barnaverndar verður efld. Þá heldur áfram vinna við innleiðingu farsældarlaga og Barnvæns sveitarfélags.

    Eins og áður er leitast við að sinna vel uppbyggingu innviða í vaxandi sveitarfélagi ásamt því að halda vel við þeim innviðum sem fyrir eru. Byggingu nýs leikskóla í Helgafellshverfi lýkur á árinu 2025, sem og íþróttahúss við Helgafellsskóla. Miklar framkvæmdir eru á Varmársvæðinu þar sem unnið er að uppbyggingu á nýjum gervigrasvelli og frjálsíþróttasvæði sem og að farið verður í hönnun þjónustubyggingar og stúku samhliða á árinu 2025. Þá verður 220 milljónum varið í endurnýjun skólalóða á árinu.

    Gjaldskrárhækkunum er stillt í hóf og hækka þær gjaldskrár sem snerta börn og fjölskyldur um 3,5% en aðrar um 3.9% að meðaltali. Með þessum hóflegu hækkunum, þrátt fyrir að í Mosfellsbæ sé að finna lægstu gjaldskrár í leikskólum og skólaþjónustu, vill Mosfellsbær leggja sitt lóð á vogarskálarnar í baráttunni við að lækka verbólguna.

    Álagningarprósenta útsvars verður óbreytt í 14,97% og álagningarprósenta fasteignaskatts í flokki A verður 0.2 % en fasteignaskattur verður óbreyttur að öðru leyti.

    Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir 702 m.kr. afgangi á næsta ári. Þá verður veltufé frá rekstri jákvætt um 1.968 m.kr. Gert er ráð fyrir að skuldaviðmið A og B hluta verði 106,7% sem er vel undir mörkum sveitarstjórnarlaga.

    Við þökkum bæjarstjóra og starfsfólki bæjarins fyrir þá miklu vinnu sem liggur að baki þessari fjárhagsáætlun. Nú sem endranær hafa kjörnir fulltrúar treyst á þekkingu og reynslu þeirra sem að vinnunni koma og við erum þakklát fyrir þeirra framlag.


    Bókun D og L lista:
    Rekstrarumhverfi sveitarfélaga hefur verið krefjandi á undanförnum árum og virðist sem svo verði áfram. Þrátt fyrir að vextir og verðbólga séu á niðurleið ríkir enn mikil óvissa. Því þarf að sýna sérstaka ráðdeild og skynsemi í rekstrinum á komandi ári. Sú fjárfestingaráætlun sem liggur fyrir er mjög kostnaðarsöm og ljóst er að Mosfellsbær þarf að taka hæsta lán sem bæjarfélagið hefur tekið á einu ári. Skuldahlutfall sveitarfélagsins mun hækka áfram á næstu árum til að standa undir áætluðum framkvæmdum. Rekstur A hluta Mosfellsbæjar mun ekki vera sjálfbær á árinu 2025.

    Að mati bæjarfulltrúa D og L lista er það áhyggjuefni en engar tillögur um niðurskurð liggja fyrir á rekstri sveitarfélagsins.

    Bæjarfulltrúar D og L lista hafa ekki haft beina aðkomu að gerð fjárhagsáætlunar komandi árs og telja sér því ekki fært að greiða atkvæði með henni. Við sitjum því hjá við afgreiðsluna.

    Bæjarfulltrúar D og L lista þakka starfsfólki Mosfellsbæjar fyrir vel unnin störf við gerð þessarar fjárhagsáætlunar.

Fundargerðir til staðfestingar

  • 2. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1648202411022F

    Fund­ar­gerð 1648. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

    • 2.1. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2024 til 2027 - við­auki 3 202303627

      Við­auki 3 við fjár­hags­áætlun 2024 lagð­ur fram til af­greiðslu.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1648. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 2.2. Rekst­ur deilda janú­ar til sept­em­ber 2024 202411130

      Minn­is­blað fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviðs um rekst­ur deilda A og B hluta janú­ar til sept­em­ber 2024.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1648. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 2.3. Börn­in okk­ar - að­gerða­áætlun í þágu barna og ung­linga í Mos­fells­bæ 202411382

      Að­gerða­áætl­un­in Börn­in okk­ar lögð fram.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1648. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

      ***
      Bók­un bæj­ar­stjórn­ar:
      Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar fagn­ar því að fram er komin að­gerða­áætlun, Börn­in okk­ar, með mark­viss­um, fjár­mögn­uð­um að­gerð­um í þágu barna sem bæj­ar­stjórn fól bæj­ar­stjóra að vinna að á fundi sín­um þann 28. ág­úst síð­ast­lið­inn. Hvat­inn að verk­efn­inu voru áhyggj­ur bæj­ar­full­trúa yfir gríð­ar­legri aukn­ingu barna­vernd­ar­til­kynn­inga á ár­inu sem og sú staða að æ fleiri ung­menni búa við kvíða og ör­ygg­is­leysi.

      Að­gerð­irn­ar skipt­ast í al­menn­ar for­varn­ir, snemm­tæk­an stuðn­ing og styrk­ingu barna­vernd­ar. All­ar þess­ar að­gerð­ir eru mik­il­væg­ar til þess að ná að vinna vel með börn­um og fjöl­skyld­um þeirra til að fyr­ir­byggja auk­inn vanda. Að­gerða­áætl­un­in er mik­il­væg­ur lið­ur í að mæta þeim áskor­un­um sem við er að etja í um­hverfi barna og fjöl­skyldna þeirra.

    • 2.4. Trufl­an­ir á raf­magni í Mos­fells­bæ 202411104

      Upp­lýs­ing­ar um or­sak­ir trufl­ana á raf­magni í Mos­fells­bæ og að­gerð­ir sem tryggja munu betra raf­magns­ör­yggi.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1648. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 2.5. Stofn­samn­ing­ur Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 202411185

      Nýr stofn­samn­ing­ur fyr­ir Slökkvilið höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins lagð­ur fram til stað­fest­ing­ar í bæj­ar­ráði.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1648. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 2.6. Upp­bygg­ing við Bjark­ar­holt 32-34 202211248

      For­send­ur sam­komu­lags vegna upp­bygg­ing­ar við Bjark­ar­holt 32-34 lagð­ar fram til af­greiðslu.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1648. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 2.7. Ný­sköp­un­ar­smiðja (Fab Lab) í Mos­fells­bæ 202206539

      Til­laga um að kom­ið verði á fót ný­sköp­un­ar­smiðju í bóka­safni Mos­fells­bæj­ar lögð fram.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1648. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 3. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1649202411032F

      Fund­ar­gerð 1649. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

      • 4. Fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 438202411010F

        Fund­ar­gerð 438. fund­ar fræðslu­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

        • 4.1. Far­sæld barna 2024 202403152

          Staða inn­leið­ing­ar á lög­um um far­sæld barna

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 438. fund­ar fræðslu­nefnd­ar sam­þykkt á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 4.2. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2025 til 2028 202401260

          Kynn­ing á drög­um að fjár­hags­áætlun fræðslu- og frí­stunda­sviðs 2025

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 438. fund­ar fræðslu­nefnd­ar sam­þykkt á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 5. Vel­ferð­ar­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 24202411021F

          Fund­ar­gerð 24. fund­ar vel­ferð­ar­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

          • 5.1. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2025 til 2028 202401260

            Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2025-2028 kynnt.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 24. fund­ar vel­ferð­ar­nefnd­ar sam­þykkt á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

          • 5.2. Verk­efn­ið - Gott að eldast 202404265

            Nið­ur­stöð­ur könn­un­ar fé­lags­leg virkni og líð­an 80 ára og eldri, lagð­ar fyr­ir til kynn­ing­ar.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 24. fund­ar vel­ferð­ar­nefnd­ar sam­þykkt á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

          • 5.3. Far­sæld barna 2024 202403152

            Leið­togi far­sæld­ar kynn­ir stöðu verk­efn­is­ins.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 24. fund­ar vel­ferð­ar­nefnd­ar sam­þykkt á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

          • 5.4. Regl­ur um stuðn­ings­þjón­ustu 2024 202411143

            Loka­drög að regl­um um stuðn­ings­þjón­ustu lögð fyr­ir til kynn­ing­ar og um­ræðu.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 24. fund­ar vel­ferð­ar­nefnd­ar sam­þykkt á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

          • 5.5. Innri end­ur­skoð­un Mos­fells­bæj­ar 202402314

            Út­tekt­ar­skýrsla Deloitte á sviði innri end­ur­skoð­un­ar 2024 lögð fram til kynn­ing­ar.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 24. fund­ar vel­ferð­ar­nefnd­ar sam­þykkt á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

          • 5.6. Trún­að­ar­mála­fund­ur 2022-2026 - 1737 202411017F

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 24. fund­ar vel­ferð­ar­nefnd­ar sam­þykkt á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

          • 5.7. Trún­að­ar­mála­fund­ur 2022-2026 - 1738 202411020F

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 24. fund­ar vel­ferð­ar­nefnd­ar sam­þykkt á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

          • 6. Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 284202411031F

            Fund­ar­gerð 284. fund­ar íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

            • 6.1. Íþrótta­fólk Mos­fells­bæj­ar 2024 202411655

              Kynn­ing og um­ræð­ur um til­nefn­ing­ar til íþrótta­fólks Mos­fells­bæj­ar 2024

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 284. fund­ar íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar sam­þykkt á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

            • 6.2. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2025 til 2028 202401260

              Fjár­hags­áætlun 2025 lögð fram og kynnt

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 284. fund­ar íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar sam­þykkt á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

            • 7. Um­hverf­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 254202411026F

              Fund­ar­gerð 254. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

              • 7.1. Um­hverf­is- og lofts­lags­stefna fyr­ir Mos­fells­bæ 202301124

                Vinnu­stofa um­hverf­is­nefnd­ar með full­trú­um KPMG vegna nýrr­ar um­hverf­is- og lofts­lags­stefnu Mos­fells­bæj­ar.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 254. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar sam­þykkt á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

              • 8. Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd - 24202411025F

                Fund­ar­gerð 24. fund­ar menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

                • 9. Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 621202411034F

                  Fund­ar­gerð 621. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

                  • 9.1. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2025 til 2028 202401260

                    Lögð eru fram til kynn­ing­ar fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2025-2028, vegna helstu verk­efna skipu­lags­mála á um­hverf­is­sviði, frá fyrri um­ræðu bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla 621. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

                  • 9.2. 1. áfangi Blikastaðalands - deili­skipu­lag 202304103

                    Lögð eru fram til kynn­ing­ar og af­greiðslu deili­skipu­lagstil­laga 1. áfanga Blikastaðalands á vinnslu­stigi, í sam­ræmi við 4.6.1. gr. skipu­lags­reglu­gerð­ar nr. 90/2013.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla 621. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

                  • 9.3. Bjark­ar­holt 32-34 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2 202411325

                    Borist hef­ur um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi frá Render Centi­um ehf, dags. 15.11.2024, fyr­ir upp­bygg­ingu fjöl­býl­is­húss ör­yggis­íbúða að Bjark­ar­holti 32-34. Um er að ræða 11.774,0 m² hús á 3-4 hæð­um auk bíla­kjall­ara. Um­sókn­inni var vísað til um­sagn­ar skipu­lags­nefnd­ar á 535. af­greiðslufundi bygg­ing­ar­full­trúa vegna ákvæða skipu­lags. Í sam­ræmi við ákvæði deili­skipu­lags mið­bæj­ar­ins eru lagð­ar fram til kynn­ing­ar og um­sagn­ar út­lit­steikn­ing­ar. Um­ræð­ur eru einn­ig á grund­velli þess að um­sókn bygg­ing­ar­leyf­is fylg­ir ekki skil­mál­um deili­skipu­lags um eign­ar­hald bygg­ing­ar.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla 621. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

                  • 9.4. Bratta­hlíð við Huldu­hóla­svæði - deili­skipu­lags­breyt­ing - frek­ari upp­bygg­ing 202209298

                    Lögð eru fram til kynn­ing­ar vinnslu­til­laga og drög að deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir upp­bygg­ingu að Bröttu­hlíð.
                    Mál­inu var frestað vegna tíma­skorts á síð­asta fundi nefnd­ar­inn­ar.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla 621. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

                  • 9.5. Engja­veg­ur 26, Ár­bót - Fyr­ir­spurn um stækk­un húss 202409229

                    Borist hef­ur er­indi frá Gunn­laugi Johnson, dags. 11.09.2024, um stækk­un húss að Engja­vegi 26, Ár­bót. Óskað er eft­ir heim­ild til þess að byggja 80 m2 vinnu­stofu aust­an við bað­hús utan bygg­ing­ar­reit­ar, í sam­ræmi við gögn.
                    Mál­inu var frestað vegna tíma­skorts á síð­asta fundi nefnd­ar­inn­ar.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla 621. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

                  • 9.6. Óskots­veg­ur 20-22 - ósk um deili­skipu­lag 202410148

                    Borist hef­ur er­indi frá Auðni Daní­els­syni, dags. 08.10.2024, f.h. beggja land­eig­enda að Óskots­vegi 20 L125519 og 22 L125524, með ósk um heim­ild fyr­ir deili­skipu­lags­gerð tveggja frí­stunda­húsa­lóða.
                    Mál­inu var frestað vegna tíma­skorts á síð­asta fundi nefnd­ar­inn­ar.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla 621. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

                  • 9.7. Voga­tunga - lóð fyr­ir dreif­istöð 202410690

                    Borist hef­ur er­indi frá Helgu Rún Guð­munds­dótt­ur, f.h. Veitna Ohf., dags. 29.10.2024, með ósk um lóð fyr­ir nýja smá­dreif­istöð við Voga­tungu í Leir­vogstungu­hverfi, í sam­ræmi við gögn.
                    Mál­inu var frestað vegna tíma­skorts á síð­asta fundi nefnd­ar­inn­ar.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla 621. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

                  • 9.8. Fells­hlíð 125266 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1 202410711

                    Borist hef­ur um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi frá Guð­laugi I. Maríus­syni, dags. 30.10.2024, f.h. Arn­ar Elía­s­ar Guð­munds­son­ar eig­anda að Fells­hlíð L125266 við Helga­fell, fyr­ir 57,1 m² við­bygg­ingu húss úr timbri. Um er að ræða tengi­bygg­ingu og við­bygg­ingu til aust­urs, í sam­ræmi við gögn.
                    Mál­inu var frestað vegna tíma­skorts á síð­asta fundi nefnd­ar­inn­ar.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla 621. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

                  • 9.9. Korpa - mögu­leg vetn­is­fram­leiðsla 202411023

                    Bréf barst frá Agli Tóm­as­syni, f.h. Lands­virkj­un­ar, dags. 01.11.2024, með til­kynn­ingu um mögu­lega vetn­is­fram­leiðslu við hlið tengi­virk­is Landsnets og dreif­i­stöðv­ar Veitna við Korputorg og Vest­ur­landsveg í Reykja­vík. Sam­kvæmt bréfu munu verk­efna­þró­un­ar­að­il­ar senda mats­skyldu­fyr­ir­spurn til Skipu­lags­stofn­un­ar vegna mats á um­hverf­isáhrif­um.
                    Mál­inu var frestað vegna tíma­skorts á síð­asta fundi nefnd­ar­inn­ar.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla 621. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

                  • 9.10. Fossa­veg­ur 16 - fyr­ir­spurn skipu­lags og ósk um stofn­un lóð­ar 202410394

                    Lagt er fram til kynn­ing­ar minn­is­blað skipu­lags­full­trúa, í sam­ræmi við af­greiðslu á 619. fundi nefnd­ar­inn­ar. Hjálagt er til af­greiðslu er­indi frá Helga Ind­riða­syni, f.h. Sindra­ports land­eig­anda að L123708.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla 621. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

                  • 9.11. Loka­hús Víði­teig­ur 202404075

                    Borist hef­ur um­sókn um fram­kvæmda­leyfi frá MosVeit­um, dags. 22.11.2024, vegna áfram­hald­andi lagn­ingu stofn­lagna vatns­veitu vegna nýs loka­húss að Víði­teigi 19B. Lögn verð­ur tengd frá Reykja­vegi að brunni norð­an Völu­teigs 23, í sam­ræmi við gögn.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla 621. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

                  • 9.12. Selja­dals­náma - um­hverf­is­mat efnis­töku 201703003

                    Lögð eru fram til kynn­ing­ar drög að svör­um við inn­send­um at­huga­semd­um um­hverf­is­mats­skýrslu Mosfellsbæjar vegna mögu­legr­ar áfram­hald­andi efnis­töku úr Selja­dals­námu, í samræmi við afgreiðslu á 618. fundi nefndarinnar.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla 621. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

                  • 9.13. Stækk­un og breyt­ing­ar á Hlíða­velli - aðal- og deili­skipu­lag aust­ur­hluta 202408291

                    Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti á 616. fundi sín­um að kynna til um­sagna og at­huga­semda verk- og skipu­lags­lýs­ingu fyr­ir aðal- og deili­skipu­lag Hlíða­vall­ar í sam­ræmi við 1. mgr. 36. gr. og 1. mgr. 40 gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða til­lögu að breyt­ingu nú­ver­andi vall­ar og brauta auk stækk­un­ar íþrótta­svæð­is­ins til aust­urs, í að­al­skipu­lagi. Skipu­lags­lýs­ing­in var aug­lýst í Mos­fell­ingi, vef sveit­ar­fé­lags­ins mos.is og í skipu­lags­gátt­inni. Um­sagna­frest­ur var frá 24.10.2024 til og með 17.11.2024. Hald­inn var kynn­ing­ar- og sam­ráðs­fund­ur með fé­lags­fólki hesta­manna­fé­lags­ins Harð­ar þann 31.10.2024. Hjá­lagð­ar eru sam­sett­ar um­sagn­ir og at­huga­semd­ir sem bár­ust í skipu­lags­gátt.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla 621. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

                  • 9.14. Úugata 90 - ósk um deili­skipu­lags­breyt­ingu 202411227

                    Borist hef­ur er­indi frá Val­hönn­un, f.h. lóð­ar­hafa Úu­götu 90, dags. 13.11.2024, með ósk um deili­skipu­lags­breyt­ingu lóð­ar þar sem mark­mið­ið er að auka bygg­ing­ar­heim­ild­ir úr 240 m² í 300 m².

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla 621. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

                  • 9.15. Er­indi slökkvi­liðs­stjóra til um­hverf­is­sviðs Mos­fells­bæj­ar 202410451

                    Lagt er fram til kynn­ing­ar bréf slökkvi­liðs­stjóri Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, dags. 22.10.2024, um grein­ar­gerð starfs­hóps hús­næð­is- og skipu­lags­mála SHS, vegna við­bragðs slökkvi­liðs og sjúkra­flutn­inga. Hlut­verk hóps­ins var að fara heild­stætt yfir hús­næð­is­mál, út­kalls og upp­bygg­ing­ar­þörf. Gera átti til­lög­ur að stað­setn­ingu út­kallsein­inga, for­gangs­röðun og fram­tíð­ar­skip­an með til­liti til við­bragðs­tíma. Hjá­lögð er grein­ar­gerð starfs­hóps, dags. nóv­em­ber 2023.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla 621. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

                  • 9.16. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 86 202411035F

                    Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla 621. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

                  • 9.17. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 535 202411018F

                    Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla 621. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

                  Almenn erindi

                  • 10. Funda­da­gatal 2025202411328

                    Tillaga að fundadagatali bæjarstjórnar fyrir árið 2025 lagt fram til samþykktar.

                    Bæj­ar­stjórn sam­þykk­ir með 11 at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi funda­da­gatal árs­ins 2025. Fyrsti fund­ur árs­ins 2025 fer fram 8. janú­ar.

                  • 11. Kosn­ing í nefnd­ir og ráð202205456

                    Tillaga D lista Sjálfstæðisflokks um breytingu á skipan aðalfulltrúa í fræðslunefnd og umhverfisnefnd.

                    Fyr­ir fund­in­um lá til­laga um að Ás­geir Sveins­son verði að­al­full­trúi í fræðslu­nefnd í stað Hjart­ar Arn­ar Arn­ar­son­ar. Jafn­framt lá fyr­ir til­laga um að Hjört­ur Örn Arn­ar­son verði að­al­full­trúi í um­hverf­is­nefnd í stað Ás­geirs Sveins­son­ar. Ekki komu fram að­r­ar til­lög­ur og töld­ust til­lög­urn­ar því sam­þykkt­ar.

                    Fundargerðir til kynningar

                    • 12. Fund­ar­gerð 505. fund­ar stjórn­ar Sorpu bs.202411695

                      Fundargerð 505. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.

                      Fund­ar­gerð 505. fund­ar stjórn­ar Sorpu bs. lögð fram til kynn­ing­ar á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                    • 13. Fund­ar­gerð 506. fund­ar stjórn­ar Sorpu bs.202411697

                      Fundargerð 506. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.

                      Fund­ar­gerð 506. fund­ar stjórn­ar Sorpu bs. lögð fram til kynn­ing­ar á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                    • 14. Fund­ar­gerð 507. fund­ar stjórn­ar Sorpu bs.202411698

                      Fundargerð 507. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.

                      Fund­ar­gerð 507. fund­ar stjórn­ar Sorpu bs. lögð fram til kynn­ing­ar á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                    • 15. Fund­ar­gerð 955. fund­ar stjórn­ar Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga202411396

                      Fundargerð 955. fundar stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

                      Fund­ar­gerð 955. fund­ar stjórn­ar sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga lögð fram til kynn­ing­ar á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                    • 16. Fund­ar­gerð 956. fund­ar stjórn­ar Sam­bands is­lenskra sveit­ar­fé­laga202411673

                      Fundargerð 956. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

                      Fund­ar­gerð 956. fund­ar stjórn­ar Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga lögð fram til kynn­ing­ar á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                    • 17. Fund­ar­gerð 957. fund­ar stjórn­ar Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga202411674

                      Fundargerð 957. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

                      Fund­ar­gerð 957. fund­ar stjórn­ar Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga lögð fram til kynn­ing­ar á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                    • 18. Fund­ar­gerð 958. fund­ar stjórn­ar Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga202411724

                      Fundargerð 958. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

                      Fund­ar­gerð 958. fund­ar stjórn­ar Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga lögð fram til kynn­ing­ar á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                    • 19. Fund­ar­gerð 52. eig­enda­fund­ar Sorpu bs.202411563

                      Fundargerð 52. eigendafundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.

                      Fund­ar­gerð 52. eig­enda­fund­ar Sorpu bs. lögð fram til kynn­ing­ar á 862 fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                    • 20. Fund­ar­gerð 590. fund­ar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu202411570

                      Fundargerð 590. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.

                      Fund­ar­gerð 590. fund­ar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu lögð fram til kynn­ing­ar á 862 fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                    • 21. Fund­ar­gerð 591. fund­ar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu202411723

                      Fundargerð 591. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.

                      Fund­ar­gerð 591. fund­ar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu lögð fram til kynn­ing­ar á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                    Í lok fund­ar var sam­þykkt með 11 at­kvæð­um að fyr­ir­hug­að­ur fund­ur bæj­ar­stjórn­ar þann 18. des­em­ber verði felld­ur nið­ur. Næsti fund­ur bæj­ar­stjórn­ar fer fram 8. janú­ar 2025.

                    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:29