4. desember 2024 kl. 14:09,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) forseti
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) 1. varaforseti
- Dagný Kristinsdóttir (DK) 2. varaforseti
- Valdimar Birgisson (VBi) 1. varabæjarfulltrúi
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) aðalmaður
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Sævar Birgisson (SB) aðalmaður
- Brynja Hlíf Hjaltadóttir (BHH) 3. varabæjarfulltrúi
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Dagskrá fundar
Afbrigði
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028202401260
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028 ásamt greinargerð lögð fram við síðari umræðu. Einnig eru lagðar fram fyrirliggjandi breytingatillögur.
Forseti gaf Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra orðið og fór hún yfir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar og stofnana bæjarins fyrir árin 2025 til 2028, með áorðnum breytingum, ásamt greinargerð.
Helstu niðurstöðutölur í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 A og B hluta eru eftirfarandi:
Tekjur: 22.938 m.kr.
Gjöld: 20.244 m.kr.
Afskriftir: 690 m.kr.
Fjármagnsgjöld: 1.288 m.kr.
Tekjuskattur: 12 m.kr.
Rekstrarniðurstaða: 702 m.kr.
Eignir í árslok: 38.707 m.kr.
Eigið fé í árslok: 9.209 m.kr.
Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum: 5.379 m.kr.***
Álagningarprósentur fasteignagjalda fyrir árið 2025 eru eftirfarandi:
Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis (A - skattflokkur).
Fasteignaskattur A 0,20% af fasteignamati húss og lóðar.
Vatnsgjald 0,070% af fasteignamati húss og lóðar.
Fráveitugjald 0,089% af fasteignamati húss og lóðar.
Lóðarleiga A 0,310% af fasteignamati lóðar.Fasteignagjöld stofnana skv. 3. gr. reglugerðar 1160/2005 (B - skattflokkur).
Fasteignaskattur B 1,320% af fasteignamati húss og lóðar.
Vatnsgjald 0,070% af fasteignamati húss og lóðar.
Fráveitugjald 0,089% af fasteignamati húss og lóðar.
Lóðarleiga B 1,100% af fasteignamati lóðar.Fasteignagjöld annars húsnæðis (C - skattflokkur).
Fasteignaskattur C 1,495% af fasteignamati húss og lóðar.
Vatnsgjald 0,070% af fasteignamati húss og lóðar.
Fráveitugjald 0,089% af fasteignamati húss og lóðar.
Lóðarleiga C 1,100% af fasteignamati lóðar.
***
Gjalddagar fasteignagjalda eru tíu, fyrsta dag hvers mánaðar frá 1. febrúar til og með 1. nóvember. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 40.000 er gjalddagi þeirra 1. febrúar með eindaga 1. mars.
***
Eftirtaldar reglur taka breytingum og gilda frá 1. janúar 2025.
Reglur um afslátt af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega.
Reglur um fjárhagsaðstoð í Mosfellsbæ, framfærslugrunnur
Reglur um tekjuviðmið vegna viðbótarniðurgreiðslu leikskólagjalda
***
Eftirfarandi gjaldskrár sem taka gildi 1. janúar 2025 voru samþykktar:
Gjaldskrá í frístundaseljum grunnskóla og viðbótarvistun í frístundaseli
Gjaldskrá mötuneytis í grunnskólum
Gjaldskrá leikskóla, dagforeldra og sjálfstætt starfandi leikskóla
Gjaldskrá bleyjugjalds í leikskólum
Gjaldskrá ávaxtabita í grunnskólum
Gjaldskrá Bókasafns Mosfellsbæjar
Gjaldskrá íþróttamiðstöðva og sundlauga
Gjaldskrá heimilisúrgangs
Gjaldskrá skipulagsmála
Gjaldskrá byggingarmála
Gjaldskrá Hitaveitu Mosfellsbæjar
Gjaldskrá fráveitugjald
Gjaldskrá rotþróargjald
Gjaldskrá Vatnsveitu Mosfellsbæjar
Gjaldskrá frístundasels fyrir fötluð börn og ungmenni
Gjaldskrár stuðningsfjölskyldna við fötluð börn og skv. barnaverndarlögum
Gjaldskrá akstursþjónustu eldri borgara
Eftirfarandi gjaldskrár sem taka gildi 1. ágúst 2025 voru samþykktar:
Gjaldskrá tónlistardeildar Listaskóla
Gjaldskrá skólahlómsveit Listaskóla
***
Umræða fór fram um fyrirliggjandi fjárhagsáætlun 2025-2028.
Fundarhlé hófst kl. 14:42. Fundur hófst aftur kl. 14:59.
Fundarhlé hófst kl. 15:15. Fundur hófst aftur kl. 15:25.
***
Umræða fór fram um fyrirliggjandi breytingatillögur, sex tillögur frá D lista Sjálfstæðisflokks og þrjár tillögur frá L lista Vina Mosfellsbæjar.
Fundarhlé hófst kl. 16:33. Fundur hófst aftur kl. 17:04.
Gengið var til atkvæða um fyrirliggjandi breytingatillögur við fjárhagsáætlun ársins 2025-2028:
1. D1 - Endurskoðun á fyrirkomulagi Vinnuskólans, tillaga í tveimur liðum.
Fram kom málsmeðferðartillaga um að a-lið tillögu D1 væri vísað til frekari vinnslu innan stjórnsýslu Mosfellsbæjar og var sú tillaga samþykkt með 11 atkvæðum.B-lið tillögu D1 var synjað með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Fimm bæjarfulltrúar D og L lista greiddu atkvæði með tillögunni. Anna Sigríður Guðnadóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu.
2. D2 - Unnið verði að gerð deiliskipulags eldri hverfa Mosfellsbæjar.
Tillögunni var synjað með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Fimm bæjarfulltrúar D og L lista greiddu atkvæði með tillögunni. Valdimar Birgisson og Ásgeir Sveinsson gerðu grein fyrir atkvæðum sínum.3. D3 - Unnið verði að stofnun FabLab smiðju í Mosfellsbæ.
Tillögunni var synjað með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Fjórir bæjarfulltrúar D lista greiddu atkvæði með tillögunni. Bæjarfulltrúi L lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Sævar Birgisson, Halla Karen Kristjánsdóttir og Ásgeir Sveinsson gerðu grein fyrir atkvæðum sínum.4. D4 - Úthlutun lóða í nýju deiliskipulagi hesthúsahverfisins.
Tillögunni var synjað með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Fjórir bæjarfulltrúar D lista greiddu atkvæði með tillögunni. Bæjarfulltrúi L lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Halla Karen Kristjánsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu.5. D5 - Lækkun fasteignaskatta.
Tillögunni var synjað með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Fimm bæjarfulltrúar D og L lista greiddu atkvæði með tillögunni. Valdimar Birgisson gerði grein fyrir atkvæði sínu.6. D6 - Tekjur á móti tillögum.
Tillögunni var synjað með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Fjórir bæjarfulltrúar D lista greiddu atkvæði með tillögunni. Bæjarfulltrúi L lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.7. L1 - Námssjóður fyrir starfsfólk Mosfellsbæjar.
Tillögunni var synjað með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Bæjarfulltrúi L lista greiddi atkvæði með tillögunni. Fjórir bæjarfulltrúar D lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Aldís Stefánsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu.8. L2 - Efling almenningssamgangna, tillaga í þremur liðum.
A-lið tillögunnar var synjað með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Bæjarfulltrúi L lista greiddi atkvæði með tillögunni. Fjórir bæjarfulltrúar D lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Valdimar Birgisson gerði grein fyrir atkvæði sínu.B-lið tillögunnar var synjað með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Bæjarfulltrúi L lista greiddi atkvæði með tillögunni. Fjórir bæjarfulltrúar D lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Valdimar Birgisson gerði grein fyrir atkvæði sínu.
C-lið tillögunnar var synjað með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Fimm bæjarfulltrúar D og L lista greiddu atkvæði með tillögunni. Valdimar Birgisson gerði grein fyrir atkvæði sínu.
9. L3 - Fjármálaráðgjafi fyrir skólastjórnendur.
Tillögunni var synjað með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Bæjarfulltrúi L lista greiddi atkvæði með tillögunni. Fjórir bæjarfulltrúar D lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Fundarhlé hófst kl. 17:30. Fundur hófst aftur kl. 17:34.
***
Forseti bar upp tillögu að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árin 2025-2028, með áorðnum breytingum, ásamt greinargerð til atkvæða. Fjárhagsáætlunin var samþykkt með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Fimm bæjarfulltrúar D og L lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
***
Fundarhlé hófst kl. 17:35. Fundur hófst aftur kl. 17:39.
***
Forseti tók undir þakkir bæjarstjóra og bæjarfulltrúa til starfsfólks bæjarins fyrir framlag þeirra við undirbúning og gerð fjárhagsáætlunarinnar.
Bókun B, S og C lista:
Í fjárhagsáætlun ársins 2025 er eins og í fyrri áætlunum meirihlutans lögð áhersla á öfluga grunnþjónustu og uppbyggingu innviða. Stærstur hluti rekstrar Mosfellsbæjar hverfist um skólastarf og aðra þjónustu við börn og ungmenni er varðar íþróttir og aðrar tómstundir. Lögð er áhersla á velferðarþjónustu svo þau sem hennar njóta upplifi gott aðgengi að henni, traust og öryggi. Útgjöld til þessara málaflokka nema tæplega 80% af heildarrekstrarkostnaði sveitarfélagsins.Segja má að rauði þráðurinn í fjárhagsáætluninni sé áherslan á forvarnir, velferð og lýðheilsu með sérstakri áherslu á börn og ungmenni, eldri borgara í sveitarfélaginu og málefni sem skipta fjölskyldurnar máli. Aðgerðaáætlunin Börnin okkar inniheldur 27 ígrundaðar og fjármagnaðar aðgerðir til að búa enn betur að ungviðinu og felur í sér m.a. aukið aðgengi að sálfræðiþjónustu og félagsráðgjöf, hækkun frístundastyrks, eflingu starfsemi Bólsins, rýmkun opnunartíma íþróttamiðstöðva sérstaklega fyrir unglinga, eflingu foreldrasamstarfs, aukið framboð íþrótta fyrir öll börn ásamt því að starfsemi barnaverndar verður efld. Þá heldur áfram vinna við innleiðingu farsældarlaga og Barnvæns sveitarfélags.
Eins og áður er leitast við að sinna vel uppbyggingu innviða í vaxandi sveitarfélagi ásamt því að halda vel við þeim innviðum sem fyrir eru. Byggingu nýs leikskóla í Helgafellshverfi lýkur á árinu 2025, sem og íþróttahúss við Helgafellsskóla. Miklar framkvæmdir eru á Varmársvæðinu þar sem unnið er að uppbyggingu á nýjum gervigrasvelli og frjálsíþróttasvæði sem og að farið verður í hönnun þjónustubyggingar og stúku samhliða á árinu 2025. Þá verður 220 milljónum varið í endurnýjun skólalóða á árinu.
Gjaldskrárhækkunum er stillt í hóf og hækka þær gjaldskrár sem snerta börn og fjölskyldur um 3,5% en aðrar um 3.9% að meðaltali. Með þessum hóflegu hækkunum, þrátt fyrir að í Mosfellsbæ sé að finna lægstu gjaldskrár í leikskólum og skólaþjónustu, vill Mosfellsbær leggja sitt lóð á vogarskálarnar í baráttunni við að lækka verbólguna.
Álagningarprósenta útsvars verður óbreytt í 14,97% og álagningarprósenta fasteignaskatts í flokki A verður 0.2 % en fasteignaskattur verður óbreyttur að öðru leyti.
Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir 702 m.kr. afgangi á næsta ári. Þá verður veltufé frá rekstri jákvætt um 1.968 m.kr. Gert er ráð fyrir að skuldaviðmið A og B hluta verði 106,7% sem er vel undir mörkum sveitarstjórnarlaga.
Við þökkum bæjarstjóra og starfsfólki bæjarins fyrir þá miklu vinnu sem liggur að baki þessari fjárhagsáætlun. Nú sem endranær hafa kjörnir fulltrúar treyst á þekkingu og reynslu þeirra sem að vinnunni koma og við erum þakklát fyrir þeirra framlag.
Bókun D og L lista:
Rekstrarumhverfi sveitarfélaga hefur verið krefjandi á undanförnum árum og virðist sem svo verði áfram. Þrátt fyrir að vextir og verðbólga séu á niðurleið ríkir enn mikil óvissa. Því þarf að sýna sérstaka ráðdeild og skynsemi í rekstrinum á komandi ári. Sú fjárfestingaráætlun sem liggur fyrir er mjög kostnaðarsöm og ljóst er að Mosfellsbær þarf að taka hæsta lán sem bæjarfélagið hefur tekið á einu ári. Skuldahlutfall sveitarfélagsins mun hækka áfram á næstu árum til að standa undir áætluðum framkvæmdum. Rekstur A hluta Mosfellsbæjar mun ekki vera sjálfbær á árinu 2025.Að mati bæjarfulltrúa D og L lista er það áhyggjuefni en engar tillögur um niðurskurð liggja fyrir á rekstri sveitarfélagsins.
Bæjarfulltrúar D og L lista hafa ekki haft beina aðkomu að gerð fjárhagsáætlunar komandi árs og telja sér því ekki fært að greiða atkvæði með henni. Við sitjum því hjá við afgreiðsluna.
Bæjarfulltrúar D og L lista þakka starfsfólki Mosfellsbæjar fyrir vel unnin störf við gerð þessarar fjárhagsáætlunar.
- FylgiskjalFjárhagsáætlun 2025 - tillögur um skatta og gjöld.pdfFylgiskjalFjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025-2028 til síðari umræðu í bæjarstjórn.pdfFylgiskjalGreinargerð með fjárhagsáætlun - seinni umræða í bæjarstjórn - í gildi.pdfFylgiskjalBreytingar milli umræðna.pdfFylgiskjalFjárhagsáætlun 2025-2028 - framkomnar tillögur til breytinga - uppfært.pdfFylgiskjalForsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2025-2028 (til birtingar).pdfFylgiskjalTillaga um álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2025.pdfFylgiskjalGjaldskrár og álagning fasteignagjalda Mosfellsbæjar 2025.pdfFylgiskjalKynning - síðari umræða í bæjarstjórn.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1648202411022F
Fundargerð 1648. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 862. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024 til 2027 - viðauki 3 202303627
Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2024 lagður fram til afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1648. fundar bæjarráðs samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.2. Rekstur deilda janúar til september 2024 202411130
Minnisblað fjármála- og áhættustýringarsviðs um rekstur deilda A og B hluta janúar til september 2024.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1648. fundar bæjarráðs samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.3. Börnin okkar - aðgerðaáætlun í þágu barna og unglinga í Mosfellsbæ 202411382
Aðgerðaáætlunin Börnin okkar lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1648. fundar bæjarráðs samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
***
Bókun bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar fagnar því að fram er komin aðgerðaáætlun, Börnin okkar, með markvissum, fjármögnuðum aðgerðum í þágu barna sem bæjarstjórn fól bæjarstjóra að vinna að á fundi sínum þann 28. ágúst síðastliðinn. Hvatinn að verkefninu voru áhyggjur bæjarfulltrúa yfir gríðarlegri aukningu barnaverndartilkynninga á árinu sem og sú staða að æ fleiri ungmenni búa við kvíða og öryggisleysi.Aðgerðirnar skiptast í almennar forvarnir, snemmtækan stuðning og styrkingu barnaverndar. Allar þessar aðgerðir eru mikilvægar til þess að ná að vinna vel með börnum og fjölskyldum þeirra til að fyrirbyggja aukinn vanda. Aðgerðaáætlunin er mikilvægur liður í að mæta þeim áskorunum sem við er að etja í umhverfi barna og fjölskyldna þeirra.
2.4. Truflanir á rafmagni í Mosfellsbæ 202411104
Upplýsingar um orsakir truflana á rafmagni í Mosfellsbæ og aðgerðir sem tryggja munu betra rafmagnsöryggi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1648. fundar bæjarráðs samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.5. Stofnsamningur Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 202411185
Nýr stofnsamningur fyrir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lagður fram til staðfestingar í bæjarráði.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1648. fundar bæjarráðs samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.6. Uppbygging við Bjarkarholt 32-34 202211248
Forsendur samkomulags vegna uppbyggingar við Bjarkarholt 32-34 lagðar fram til afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1648. fundar bæjarráðs samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.7. Nýsköpunarsmiðja (Fab Lab) í Mosfellsbæ 202206539
Tillaga um að komið verði á fót nýsköpunarsmiðju í bókasafni Mosfellsbæjar lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1648. fundar bæjarráðs samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1649202411032F
Fundargerð 1649. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 862. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028 - álagning fasteignaskatta og gjalda 202401260
Yfirlit yfir álagningu fasteignagjalda og gjaldskrár ársins 2025 lagðar fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1649. fundar bæjarráðs samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028 - breytingatillögur 202401260
Tillögur L lista Vina Mosfellsbæjar við fjárhagsáætlun lagðar fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1649. fundar bæjarráðs samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.3. Meðhöndlun úrgangs í Álfsnesi - framvinduskýrsla 202309272
Upplýsingar um stöðu urðunar í Álfsnesi lagðar fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1649. fundar bæjarráðs samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- FylgiskjalStaða urðunar við Álfsnes - eftirfylgni vegna viðauka við eigendasamkomulagFylgiskjal4. fundur verkefnastjórnar urðunarstaðar.pdfFylgiskjalKynning á 4. fundi verkefnastjórnar.pdfFylgiskjal5. fundur verkefnastjórnar urðunarstaðar.pdfFylgiskjal6. fundur verkefnastjórnar urðunarstaðar.pdfFylgiskjal7. fundur verkefnastjórnar urðunarstaðar.pdfFylgiskjalHugmyndasamkeppni um frágang og framtíðarnýtingu urðunarstaðar í Álfnesi - Verkefnalýsing.pdf
3.4. Félagsaðstaða í Varmá - hönnun og fyrsti áfangi 202411617
Tillaga að hönnun og fyrsta áfanga félagsaðstöðu fyrir Aftureldingu í Varmá.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1649. fundar bæjarráðs samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.5. Aðstæður að Varmá fyrir Bestu deildina tímabilið 2025 202410254
Tillaga menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs að úrbótum að Varmá til að mæta kröfum KSÍ og UEFA um umgjörð á leikvöngum félaga sem leika í Bestu deild karla.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1649. fundar bæjarráðs samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.6. Heitur pottur með rampi fyrir hreyfihamlaða 202411616
Tillaga um fjármögnun framkvæmdar við heitan pott með rampi fyrir hreyfihamlaða í Lágafellslaug.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1649. fundar bæjarráðs samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.7. Þrettándabrenna neðan Holtahverfis við Leirvog - umsagnarbeiðni 202411566
Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna þrettándabrennu neðan Holtahverfis við Leirvog.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1649. fundar bæjarráðs samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.8. Boðað verkfall i leikskólanum Höfðabergi 202411729
Boðað ótímabundið verkfall í leikskólanum Höfðabergi sem hefst 10. desember 2024 kl. 00:01.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1649. fundar bæjarráðs samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.9. Kosning í nefndir og ráð 202205456
Tillaga um breytingu á skipan varafulltrúa í yfirkjörstjórn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1649. fundar bæjarráðs samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 438202411010F
Fundargerð 438. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 862. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Farsæld barna 2024 202403152
Staða innleiðingar á lögum um farsæld barna
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 438. fundar fræðslunefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028 202401260
Kynning á drögum að fjárhagsáætlun fræðslu- og frístundasviðs 2025
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 438. fundar fræðslunefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5. Velferðarnefnd Mosfellsbæjar - 24202411021F
Fundargerð 24. fundar velferðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 862. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028 202401260
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025-2028 kynnt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 24. fundar velferðarnefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.2. Verkefnið - Gott að eldast 202404265
Niðurstöður könnunar félagsleg virkni og líðan 80 ára og eldri, lagðar fyrir til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 24. fundar velferðarnefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.3. Farsæld barna 2024 202403152
Leiðtogi farsældar kynnir stöðu verkefnisins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 24. fundar velferðarnefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.4. Reglur um stuðningsþjónustu 2024 202411143
Lokadrög að reglum um stuðningsþjónustu lögð fyrir til kynningar og umræðu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 24. fundar velferðarnefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.5. Innri endurskoðun Mosfellsbæjar 202402314
Úttektarskýrsla Deloitte á sviði innri endurskoðunar 2024 lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 24. fundar velferðarnefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.6. Trúnaðarmálafundur 2022-2026 - 1737 202411017F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 24. fundar velferðarnefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.7. Trúnaðarmálafundur 2022-2026 - 1738 202411020F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 24. fundar velferðarnefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 284202411031F
Fundargerð 284. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 862. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Íþróttafólk Mosfellsbæjar 2024 202411655
Kynning og umræður um tilnefningar til íþróttafólks Mosfellsbæjar 2024
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 284. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028 202401260
Fjárhagsáætlun 2025 lögð fram og kynnt
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 284. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 254202411026F
Fundargerð 254. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 862. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Umhverfis- og loftslagsstefna fyrir Mosfellsbæ 202301124
Vinnustofa umhverfisnefndar með fulltrúum KPMG vegna nýrrar umhverfis- og loftslagsstefnu Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 254. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8. Menningar- og lýðræðisnefnd - 24202411025F
Fundargerð 24. fundar menningar- og lýðræðisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 862. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028 202401260
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025-2028 kynnt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 24. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.2. Innkaupanefnd listaverka 202311073
Lagðar fram verklagsreglur fyrir innkaupanefnd listaverka í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 24. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 621202411034F
Fundargerð 621. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 862. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
9.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028 202401260
Lögð eru fram til kynningar fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025-2028, vegna helstu verkefna skipulagsmála á umhverfissviði, frá fyrri umræðu bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 621. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.2. 1. áfangi Blikastaðalands - deiliskipulag 202304103
Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagstillaga 1. áfanga Blikastaðalands á vinnslustigi, í samræmi við 4.6.1. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 621. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.3. Bjarkarholt 32-34 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2 202411325
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Render Centium ehf, dags. 15.11.2024, fyrir uppbyggingu fjölbýlishúss öryggisíbúða að Bjarkarholti 32-34. Um er að ræða 11.774,0 m² hús á 3-4 hæðum auk bílakjallara. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar á 535. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa vegna ákvæða skipulags. Í samræmi við ákvæði deiliskipulags miðbæjarins eru lagðar fram til kynningar og umsagnar útlitsteikningar. Umræður eru einnig á grundvelli þess að umsókn byggingarleyfis fylgir ekki skilmálum deiliskipulags um eignarhald byggingar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 621. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.4. Brattahlíð við Hulduhólasvæði - deiliskipulagsbreyting - frekari uppbygging 202209298
Lögð eru fram til kynningar vinnslutillaga og drög að deiliskipulagsbreytingu fyrir uppbyggingu að Bröttuhlíð.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 621. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.5. Engjavegur 26, Árbót - Fyrirspurn um stækkun húss 202409229
Borist hefur erindi frá Gunnlaugi Johnson, dags. 11.09.2024, um stækkun húss að Engjavegi 26, Árbót. Óskað er eftir heimild til þess að byggja 80 m2 vinnustofu austan við baðhús utan byggingarreitar, í samræmi við gögn.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 621. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.6. Óskotsvegur 20-22 - ósk um deiliskipulag 202410148
Borist hefur erindi frá Auðni Daníelssyni, dags. 08.10.2024, f.h. beggja landeigenda að Óskotsvegi 20 L125519 og 22 L125524, með ósk um heimild fyrir deiliskipulagsgerð tveggja frístundahúsalóða.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 621. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.7. Vogatunga - lóð fyrir dreifistöð 202410690
Borist hefur erindi frá Helgu Rún Guðmundsdóttur, f.h. Veitna Ohf., dags. 29.10.2024, með ósk um lóð fyrir nýja smádreifistöð við Vogatungu í Leirvogstunguhverfi, í samræmi við gögn.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 621. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.8. Fellshlíð 125266 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1 202410711
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Guðlaugi I. Maríussyni, dags. 30.10.2024, f.h. Arnar Elíasar Guðmundssonar eiganda að Fellshlíð L125266 við Helgafell, fyrir 57,1 m² viðbyggingu húss úr timbri. Um er að ræða tengibyggingu og viðbyggingu til austurs, í samræmi við gögn.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 621. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.9. Korpa - möguleg vetnisframleiðsla 202411023
Bréf barst frá Agli Tómassyni, f.h. Landsvirkjunar, dags. 01.11.2024, með tilkynningu um mögulega vetnisframleiðslu við hlið tengivirkis Landsnets og dreifistöðvar Veitna við Korputorg og Vesturlandsveg í Reykjavík. Samkvæmt bréfu munu verkefnaþróunaraðilar senda matsskyldufyrirspurn til Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 621. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.10. Fossavegur 16 - fyrirspurn skipulags og ósk um stofnun lóðar 202410394
Lagt er fram til kynningar minnisblað skipulagsfulltrúa, í samræmi við afgreiðslu á 619. fundi nefndarinnar. Hjálagt er til afgreiðslu erindi frá Helga Indriðasyni, f.h. Sindraports landeiganda að L123708.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 621. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.11. Lokahús Víðiteigur 202404075
Borist hefur umsókn um framkvæmdaleyfi frá MosVeitum, dags. 22.11.2024, vegna áframhaldandi lagningu stofnlagna vatnsveitu vegna nýs lokahúss að Víðiteigi 19B. Lögn verður tengd frá Reykjavegi að brunni norðan Völuteigs 23, í samræmi við gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 621. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.12. Seljadalsnáma - umhverfismat efnistöku 201703003
Lögð eru fram til kynningar drög að svörum við innsendum athugasemdum umhverfismatsskýrslu Mosfellsbæjar vegna mögulegrar áframhaldandi efnistöku úr Seljadalsnámu, í samræmi við afgreiðslu á 618. fundi nefndarinnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 621. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.13. Stækkun og breytingar á Hlíðavelli - aðal- og deiliskipulag austurhluta 202408291
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 616. fundi sínum að kynna til umsagna og athugasemda verk- og skipulagslýsingu fyrir aðal- og deiliskipulag Hlíðavallar í samræmi við 1. mgr. 36. gr. og 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða tillögu að breytingu núverandi vallar og brauta auk stækkunar íþróttasvæðisins til austurs, í aðalskipulagi. Skipulagslýsingin var auglýst í Mosfellingi, vef sveitarfélagsins mos.is og í skipulagsgáttinni. Umsagnafrestur var frá 24.10.2024 til og með 17.11.2024. Haldinn var kynningar- og samráðsfundur með félagsfólki hestamannafélagsins Harðar þann 31.10.2024. Hjálagðar eru samsettar umsagnir og athugasemdir sem bárust í skipulagsgátt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 621. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.14. Úugata 90 - ósk um deiliskipulagsbreytingu 202411227
Borist hefur erindi frá Valhönnun, f.h. lóðarhafa Úugötu 90, dags. 13.11.2024, með ósk um deiliskipulagsbreytingu lóðar þar sem markmiðið er að auka byggingarheimildir úr 240 m² í 300 m².
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 621. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.15. Erindi slökkviliðsstjóra til umhverfissviðs Mosfellsbæjar 202410451
Lagt er fram til kynningar bréf slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, dags. 22.10.2024, um greinargerð starfshóps húsnæðis- og skipulagsmála SHS, vegna viðbragðs slökkviliðs og sjúkraflutninga. Hlutverk hópsins var að fara heildstætt yfir húsnæðismál, útkalls og uppbyggingarþörf. Gera átti tillögur að staðsetningu útkallseininga, forgangsröðun og framtíðarskipan með tilliti til viðbragðstíma. Hjálögð er greinargerð starfshóps, dags. nóvember 2023.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 621. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.16. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 86 202411035F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 621. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.17. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 535 202411018F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 621. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
Almenn erindi
10. Fundadagatal 2025202411328
Tillaga að fundadagatali bæjarstjórnar fyrir árið 2025 lagt fram til samþykktar.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum fyrirliggjandi fundadagatal ársins 2025. Fyrsti fundur ársins 2025 fer fram 8. janúar.
11. Kosning í nefndir og ráð202205456
Tillaga D lista Sjálfstæðisflokks um breytingu á skipan aðalfulltrúa í fræðslunefnd og umhverfisnefnd.
Fyrir fundinum lá tillaga um að Ásgeir Sveinsson verði aðalfulltrúi í fræðslunefnd í stað Hjartar Arnar Arnarsonar. Jafnframt lá fyrir tillaga um að Hjörtur Örn Arnarson verði aðalfulltrúi í umhverfisnefnd í stað Ásgeirs Sveinssonar. Ekki komu fram aðrar tillögur og töldust tillögurnar því samþykktar.
Fundargerðir til kynningar
12. Fundargerð 505. fundar stjórnar Sorpu bs.202411695
Fundargerð 505. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 505. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 862. fundi bæjarstjórnar.
13. Fundargerð 506. fundar stjórnar Sorpu bs.202411697
Fundargerð 506. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 506. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 862. fundi bæjarstjórnar.
14. Fundargerð 507. fundar stjórnar Sorpu bs.202411698
Fundargerð 507. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 507. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 862. fundi bæjarstjórnar.
15. Fundargerð 955. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga202411396
Fundargerð 955. fundar stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Fundargerð 955. fundar stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 862. fundi bæjarstjórnar.
16. Fundargerð 956. fundar stjórnar Sambands islenskra sveitarfélaga202411673
Fundargerð 956. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Fundargerð 956. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 862. fundi bæjarstjórnar.
17. Fundargerð 957. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga202411674
Fundargerð 957. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Fundargerð 957. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 862. fundi bæjarstjórnar.
18. Fundargerð 958. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga202411724
Fundargerð 958. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Fundargerð 958. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 862. fundi bæjarstjórnar.
19. Fundargerð 52. eigendafundar Sorpu bs.202411563
Fundargerð 52. eigendafundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 52. eigendafundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 862 fundi bæjarstjórnar.
20. Fundargerð 590. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202411570
Fundargerð 590. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Fundargerð 590. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 862 fundi bæjarstjórnar.
21. Fundargerð 591. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202411723
Fundargerð 591. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Fundargerð 591. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 862. fundi bæjarstjórnar.
Í lok fundar var samþykkt með 11 atkvæðum að fyrirhugaður fundur bæjarstjórnar þann 18. desember verði felldur niður. Næsti fundur bæjarstjórnar fer fram 8. janúar 2025.