22. september 2023 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Valdimar Birgisson (VBi) formaður
- Sævar Birgisson (SB) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Haukur Örn Harðarson (HÖH) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Jóhanna B. Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Arnarland Garðabæ - nýtt deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi 2016-2030202309004
Lögð er fram til kynningar og athugasemda tillaga að aðalskipulagsbreytingu og nýju deiliskipulagi fyrir Arnarland í Garðabæ. Tillagan gerir ráð fyrir því að reit fyrir verslun og þjónustu, 3.37 Vþ, í gildandi Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 verði breytt í miðsvæði, 3.37 M. Með því má reisa á landinu blandaða byggð, atvinnu og íbúða. Hámarkshæðir bygginga lækka almennt úr 8 hæðum í 3-6 hæðir, utan kennileitisbyggingar sem að hluta verður 9 hæðir. Samkvæmt gögnum er megintilgangur deiliskipulags og uppbyggingar að móta hverfi með vistvænum áherslum og styðja við uppbyggingu á samgöngu- og þróunarás höfuðborgarsvæðisins. Gert ráð fyrir u.þ.b. 40.000 m2 af verslunar-, þjónustu- og skrifstofurýmum við Hafnarfjarðarveg, ásamt u.þ.b. 500 íbúðum í fjölbýlishúsum næst núverandi byggð. Umsagnafrestur er til og með 25.09.2023.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að gera ekki athugasemd við kynnta aðalskipulagsbreytingu.
2. Akrar L123613 og Reykjahvoll L123756 - ósk um skiptingu lands202203387
Lögð eru fram að nýju uppfærð gögn, unnin af Klöpp arkitektar-verkfræðingar, dags. ágúst 2023, um uppskiptingu lands að Ökrum og Reykjahvoli í samræmi við afgreiðslu á 592. fundi nefndarinnar. Athugasemd var gerð við uppskiptingu landa og lóða sem samræmdust ekki deiliskipulagi eða uppbyggingaráformum.
Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að heimila uppskiptingu lands í samræmi við hnitsett gögn, skv. 1. mgr. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Landeigendur bera ábyrgð á að tryggja aðkomu landa í gegnum önnur einkalönd, sé þess þörf. Engar uppbyggingarheimildir fylgja nýjum löndum. Málinu er vísað til úrvinnslu á umhverfissviði og skal málsaðili greiða þann kostnað sem af verkinu hlýst.
3. Flugumýri athafnasvæði - nýtt deiliskipulag201612203
Lögð eru fram til kynningar drög að tillögu nýs deiliskipulags fyrir núverandi athafnarsvæði að Flugumýri. Skipulagsferli hófst með kynntri skipulagslýsingu árið 2017 fyrir heildaráætlun svæðis. Markmið deiliskipulagsins er að skilgreina heimildir sem eiga að gilda um núverandi byggð atvinnuhúsnæðis að Flugumýri svo sem byggingarreiti, byggingarheimildir, bílastæði, úrgangsmál, gróðurbelti, frágang lóða og mögulegar lóðastækkanir.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu máls í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Huga skal að frekari vinnslu gagna og samráði hagaðila á svæðinu.
4. L225237 úr landi Miðdals - fyrirspurn um efnisvinnslu og jarðrask202309464
Borist hefur erindi frá Guðmundi Hlír Sveinssyni, f.h. Bergs Verktaka ehf. og landeiganda L225237, dags. 15.09.2023, með ósk um að koma fyrir jarðefnamóttöku, endurvinnslu, efnislosun og framleiðslu efnis í Miðdal í samræmi við erindi.
Skipulagsnefnd synjar erindinu málsaðila um efnisvinnslu og -geymslu við Hafravatnsveg í Miðdal með 5 atkvæðum. Umrætt svæði er skilgreint sem „óbyggt land“ í gildandi aðalskipulagi Mosfellsbæjar. Landið er einnig innan þess svæðis sem skilgreint hefur verið sem „græni trefillinn“, og í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, Höfuðborgarsvæðið 2040, er gert ráð fyrir samfelldu útivistar- og náttúruverndarsvæði ofan byggðarinnar. Þar verður sérstaklega hugað að nýtingu lands með ásýnd þess í huga. Landið fellur einnig innan öryggissvæðis vatnsverndar höfuðborgarsvæðisins um verndun grunnvatns nr. 555/2015, sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa sameinast um.
Umrædd starfsemi ætti heima innan skilgreindra „efnistöku- og efnislosunarsvæða“ samkvæmt skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Skipulagsnefnd vísar erindinu ekki til yfirstandandi endurskoðunar aðalskipulagsins þar sem ljóst er að starfsemi, umfang, jarðrask, ásýnd, hljóðmengun og efnisflutningar á þessum stað samræmast ekki markmiðum Mosfellsbæjar í kynntum frumdrögum nýs aðalskipulags, með vísan í ofangreint og kynnta greinargerð.5. Flugubakki 6 - ósk um stækkun lóðar og deiliskipulagsbreytingu202309343
Borist hefur erindi frá Sæmundi Eiríkssyni, f.h. hesthúsaeigenda Flugubakka 6, dags. 12.09.2023, með ósk um deiliskipulagsbreytingu og lóðastækkun. Tillagan felur í sér að stækka lóð til austurs um 2 m til samræmis við Flugubakka 8 og 10, í samræmi við gögn.
Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að vísa erindinu til frekari skoðunar á umhverfissviði vegna yfirstandandi vinnu og undirbúnings mögulegrar sölu lóða og byggingarréttar hesthúsa á Varmárbökkum, í samræmi við afgreiðslu á 1588. fundi bæjarráðs. Viðbygging að Flugubakka 6 fellur innan sömu uppbyggingaráforma og -heimilda samkvæmt deiliskipulagsbreytingu svæðis, staðfest 09.12.2020.
6. Erindi íbúa um endurskoðun samgöngusáttmála - almenningssamgöngur úr Mosfellsbæ202309254
Bréf barst frá Halldóri Hallgrímssyni Gröndal, dags. 07.09.2023, með ákalli til skipulagsnefndar um bættar almenningssamgöngur og framgang Borgarlínu.
Lagt fram og kynnt.
7. 1. áfangi Blikastaðalands - deiliskipulag202304103
Skipulagsfulltrúi leggur fram og kynnir á fundi innra minnisblað til frekari upplýsinga um stöðu undirbúnings skipulagsvinnu að Blikastaðalandi, í samræmi við afgreiðslu á 592. fundi nefndarinnar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu máls.
8. Umferðaröryggisáætlun Mosfellsbæjar - Endurskoðun202202287
Í kjölfar verk- og verðkönnunar hefur umhverfissvið ráðið Eflu verkfræðistofu við gerð nýrrar umferðaröryggisáætlunar Mosfellsbæjar í samræmi við ákvörðun nefndarinnar um endurskoðun. Þær Berglind Hallgrímsdóttir, samgönguverkfræðingur og Elín Ríta Sveinbjörnsdóttir, skipulags- og byggingartæknifræðingur munu stýra gerð áætlunar og kynna fyrir skipulagsnefnd verklýsingu og næstu skref.
Lagt fram og kynnt. Ráðgjafar Eflu kynntu áætlun, tóku þátt í umræðum og svöruðu spurningum. Skipulagsnefnd þakkar kynninguna og samþykkir með 5 atkvæðum og felur skipulagsfulltrúa og umhverfissviði áframhaldandi vinnu máls.
Gestir
- Berglind Hallgrímsdóttir, samgönguverkfræðingur og Elín Ríta Sveinbjörnsdóttir, skipulags- og byggingartæknifræðingur
Fundargerðir til kynningar
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 504202309014F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
9.1. Ástu-Sólliljugata 11 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, 202307030
Ólöf Dröfn Eggertsdóttir Ástu- Sólliljugötu 11 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Ástu- Sólliljugötu nr. 11 í samræmi við framlögð gögn. Breyting felur í sér uppsetningu girðingar utan lóðarmarka.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
9.2. Gerplustræti 2-4 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, 202308138
Gerplustræti 2-4, húsfélag sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Gerplustræti nr. 2-4 í samræmi við framlögð gögn. Breyting felst í léttum svalalokunum úr gleri og málmi. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
9.3. Leirutangi 17A - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, 202306580
Arnar Már Hafþórsson Leirutanga 17A sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta parhúss á lóðinni Leirutangi nr. 17A í samræmi við framlögð gögn. Breyting felst í viðbyggingu sólskála. Stækkun: Sólskáli 13,2 m², 35,5 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
9.4. Leirutangi 17B - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, 202306579
Kristmundur Jón Hjaltason Leirutanga 17B sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta parhúss á lóðinni
Leirutangi nr. 17B í samræmi við framlögð gögn. Breyting felst í viðbyggingu sólskála. Stækkun: Sólskáli 13,2 m², 35,5 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
9.5. Reykjahvoll 20 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, 202303533
G.M.Í. ehf. Reykjahvoli 24 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Reykjahvoll nr. 20 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
9.6. Reykjahvoll 22 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, 202303532
G.M.Í. ehf. Reykjahvoli 24 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Reykjahvoll nr. 22 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
9.7. Úugata 1 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, 202307036
Landssamtökin Þroskahjálp Háaleitisbraut 11-13 sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu og forsmíðuðum timbureiningum 5 íbúða búsetukjarna á einni hæð á lóðinni Úugata nr. 1 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 407,9 m², 1.302,4 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
9.8. Úugata 26 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, 202309237
Umbrella ehf. Víðihlíð 6 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða raðhús með innbyggðri
bílgeymslu á lóðinni Úugata nr. 26, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 262,8 m², bílgeymsla 27,9 m², 827,1 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
9.9. Úugata 28 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, 202309236
Umbrella ehf. Víðihlíð 6 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða raðhús með innbyggðri
bílgeymslu á lóðinni Úugata nr. 28 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 263,1 m², bílgeymsla 27,9 m², 827,1 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
9.10. Úugata 30 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, 202309234
Umbrella ehf. Víðihlíð 6 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða raðhús með innbyggðri
bílgeymslu á lóðinni Úugata nr. 30 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 263,1 m², bílgeymsla 27,9 m², 827,1 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
9.11. Úugata 32 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, 202309233
Umbrella ehf. Víðihlíð 6 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða raðhús með innbyggðri
bílgeymslu á lóðinni Úugata nr. 32 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 262,8 m², bílgeymsla 27,9 m², 827,1 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
9.12. Úugata 34 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, 202309243
Landslagnir ehf. Hyrjarhöfða 2 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða raðhús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Úugata nr. 34, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 262,8 m², bílgeymsla 27,9 m², 827,1 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
9.13. Úugata 36 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, 202309242
Landslagnir ehf. Hyrjarhöfða 2 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða raðhús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Úugata nr. 36, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 263,1 m², bílgeymsla 27,9 m², 827,1 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
9.14. Úugata 38 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, 202309241
Landslagnir ehf. Hyrjarhöfða 2 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða raðhús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Úugata nr. 38, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 263,1 m², bílgeymsla 27,9 m², 827,1 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
9.15. Úugata 40 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, 202309240
Landslagnir ehf. Hyrjarhöfða 2 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða raðhús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Úugata nr. 40, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 262,8 m², bílgeymsla 27,9 m², 827,1 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.