Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

22. apríl 2025 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) formaður
  • Sigríður Dóra Sigtryggsdóttir varaformaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
  • Brynja Hlíf Hjaltadóttir (BHH) aðalmaður
  • Dögg Harðardóttir Fossberg áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Fjölnisdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Kristbjörg Hjaltadóttir embættismaður

Fundargerð ritaði

Kristbjörg Hjaltadóttir stjórnandi félagsþjónustu


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Styrk­ir til vel­ferð­ar­mála 2025202409608

    Styrkbeiðnir 2025 teknar fyrir til afgreiðslu. Máli frestað frá síðasta fundi.

    Af­greiðsla mála sam­kvæmt lið­um 2-6.

    • 2. Kvenna­at­hvarf - um­sókn um rekstr­ar­styrk 2025202409054

      Styrkbeiðni Kvennaathvarfsins tekin til afgreiðslu. Máli frestað frá síðasta fundi.

      Vel­ferð­ar­nefnd sam­þykk­ir styrk til Kvenna­at­hvarfs­ins að upp­hæð 500.000 krón­ur.

    • 3. Beiðni um fram­lag til starf­semi Stíga­móta árið 2025202410705

      Styrkbeiðni Stígamóta tekin til afgreiðslu. Máli frestað frá síðasta fundi.

      Vel­ferð­ar­nefnd sam­þykk­ir styrk til Stíga­móta að upp­hæð 500.000 krón­ur.

    • 4. Beiðni um fjár­stuðn­ing við Mæðra­styrksnefnd Reykja­vík­ur202411004

      Styrkbeiðni Mæðrastyrksnefndar tekin til afgreiðslu. Máli frestað frá síðasta fundi.

      Vel­ferð­ar­nefnd sam­þykk­ir styrk til Mæðra­styrksnefnd­ar Reykja­vík­ur að upp­hæð 500.000 krón­ur.

    • 5. Styrk­beiðni frá Bjark­ar­hlið202503169

      Styrkbeiðni Bjarkarhlíðar tekin til afgreiðslu. Máli frestað frá síðasta fundi.

      Vel­ferð­ar­nefnd sam­þykk­ir styrk til Bjark­ar­hlíð­ar að upp­hæð 500.000 krón­ur.

    • 6. Beiðni um styrk 2025202501552

      Styrkbeiðni Krabbameinsfélagsins tekin fyrir. Máli frestað frá síðasta fundi.

      Styrk­beiðni Krabba­meins­fé­lags höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins er synjað.

    • 7. För­um alla leið - sam­þætt þjón­usta í heima­hús­um - til­rauna­verk­efni202306162

      Samningur um Gott að eldast - samþætta heimaþjónustu og nýr þjónustusamningur um stuðningsþjónustu lagðir fyrir til kynningar.

      Vel­ferð­ar­nefnd lýs­ir yfir mik­illi ánægju með að búið sé að und­ir­rita sam­komulag um sam­þætta heima­þjón­ustu Mos­fells­bæj­ar og Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins með samn­ing­um við hjúkr­un­ar­heim­il­ið Eir. Mark­mið­ið er að íbú­ar í Mos­fells­bæ og Kjós­ar­hreppi upp­lifi að þeir fái ör­ugga og góða þjón­ustu með ein­föld­um boð­leið­um og trygg­ingu fyr­ir sam­fellu í þjón­ustu. Einn­ig að vinna að því að rjúfa ein­angr­un eldra fólks og við­halda sjálf­stæði þess. Jafn­framt verði þjón­ust­an þró­uð og bætt með auk­inni sjálf­virkni, sam­vinnu og skipu­lagi, ýtt und­ir virkni og sjálfs­bjarg­ar­getu með auk­inni áherslu á end­ur­hæf­ingu og teng­ingu við heilsu­efl­andi úr­ræði. Máli vísað til öld­unga­ráðs til kynn­ing­ar.

      • 8. Hag­ir og líð­an eldra fólks - könn­un 2024202409230

        Könnunin Hagir og líðan eldra fólks kynnt.

        Mos­fells­bær tók nú í fyrsta sinn þátt í könn­un­inni Hag­ir og líð­an eldra fólks sem fram­kvæmd er á veg­um fé­lags- og vinnu­mark­aðs­eyt­is­ins á fjög­urra ára fresti. Góð þátttaka var í könn­un­inni sem náði til íbúa 67 ára og eldri á öllu land­inu. Könn­un­in sem er um­fangs­mik­il og snert­ir á mörg­um þátt­um dag­legs lífs eldra fólks, veit­ir okk­ur afar mik­il­væg­ar upp­lýs­ing­ar sem Mos­fells­bær get­ur nýtt sér til þess að bæta þjón­ust­una við þenn­an stækk­andi hóp. Einn­ig stað­fest­ir hún að mjög margt er til fyr­ir­mynd­ar í þeirri þjón­ustu og starf­semi sem nú er veitt af hálfu Mos­fells­bæj­ar. Sér­staka at­hygli vek­ur góð þátttaka í fé­lags­starfi og ým­is­kon­ar hreyf­ingu. Máli vísað til öld­unga­ráðs til kynn­ing­ar.

      • 9. 1. áfangi Blikastaðalands - deili­skipu­lag202304103

        Tillögur rýnihóps um velferðarmál kynntar og ræddar.

        Vel­ferð­ar­nefnd lýs­ir yfir ánægju með til­lög­ur rýni­hóps og styð­ur fram­komn­ar til­lög­ur.

        • 10. Beiðni knatt­spyrnu­deild­ar um notk­un á Brú­ar­landi202504050

          Beiðni knattspyrnudeildar UMFA um notkun á Brúarlandi lögð fyrir.

          Vel­ferð­ar­nefnd tel­ur að hús­næði og starf­semi sem til stað­ar er í Brú­ar­landi henti ekki fyr­ir áfeng­is­sölu. Vel­ferð­ar­nefnd vís­ar er­ind­inu til bæj­ar­ráðs.

          • 11. Fjár­hags­að­stoð - end­ur­skoð­un á regl­um 2025202501262

            Drög að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð lögð fyrir til samþykktar.

            Vel­ferð­ar­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um drög að breyt­ing­um um regl­ur fjár­hags­að­stoð­ar.

          • 12. Stuðn­ings­fjöl­skyld­ur fyr­ir fötluð börn - end­ur­skoð­un á regl­um 2025202501400

            Drög að reglum um stuðningsfjölskyldur lögð fyrir til samþykktar.

            Vel­ferð­ar­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um drög að breyt­ing­um um regl­ur stuðn­ings­fjöl­skyldna fyr­ir fötluð börn. Máli vísað til not­enda­ráðs til kynn­ing­ar.

          • 13. Lyk­il­töl­ur 2025202503750

            Lykiltölur janúar til mars 2025 lagðar fyrir til kynningar og umræðu.

            Lyk­il­töl­ur vel­ferð­ar­sviðs janú­ar - mars 2025 lagð­ar fram og rædd­ar.

          • 14. Berg­ið headspace - sam­starfs­samn­ing­ur202504176

            Samstarfssamningur við Bergið headspace lagður fram til kynningar.

            Vel­ferð­ar­nefnd fagn­ar því að sam­starfs­samn­ing­ur við Berg­ið sé kom­inn í höfn og þessi góða þjón­usta standi mos­fellsk­um börn­um og ung­menn­um til boða.

          • 15. Árs­reikn­ing­ur 2024202503748

            Ársreikningur Áss styrktarfélags 2024 lagður fyrir til kynningar.

            Lagt fram og kynnt.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:49