22. apríl 2025 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) formaður
- Sigríður Dóra Sigtryggsdóttir varaformaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Brynja Hlíf Hjaltadóttir (BHH) aðalmaður
- Dögg Harðardóttir Fossberg áheyrnarfulltrúi
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
- Kristbjörg Hjaltadóttir embættismaður
Fundargerð ritaði
Kristbjörg Hjaltadóttir stjórnandi félagsþjónustu
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Styrkir til velferðarmála 2025202409608
Styrkbeiðnir 2025 teknar fyrir til afgreiðslu. Máli frestað frá síðasta fundi.
Afgreiðsla mála samkvæmt liðum 2-6.
2. Kvennaathvarf - umsókn um rekstrarstyrk 2025202409054
Styrkbeiðni Kvennaathvarfsins tekin til afgreiðslu. Máli frestað frá síðasta fundi.
Velferðarnefnd samþykkir styrk til Kvennaathvarfsins að upphæð 500.000 krónur.
3. Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta árið 2025202410705
Styrkbeiðni Stígamóta tekin til afgreiðslu. Máli frestað frá síðasta fundi.
Velferðarnefnd samþykkir styrk til Stígamóta að upphæð 500.000 krónur.
4. Beiðni um fjárstuðning við Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur202411004
Styrkbeiðni Mæðrastyrksnefndar tekin til afgreiðslu. Máli frestað frá síðasta fundi.
Velferðarnefnd samþykkir styrk til Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur að upphæð 500.000 krónur.
5. Styrkbeiðni frá Bjarkarhlið202503169
Styrkbeiðni Bjarkarhlíðar tekin til afgreiðslu. Máli frestað frá síðasta fundi.
Velferðarnefnd samþykkir styrk til Bjarkarhlíðar að upphæð 500.000 krónur.
6. Beiðni um styrk 2025202501552
Styrkbeiðni Krabbameinsfélagsins tekin fyrir. Máli frestað frá síðasta fundi.
Styrkbeiðni Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins er synjað.
8. Hagir og líðan eldra fólks - könnun 2024202409230
Könnunin Hagir og líðan eldra fólks kynnt.
Mosfellsbær tók nú í fyrsta sinn þátt í könnuninni Hagir og líðan eldra fólks sem framkvæmd er á vegum félags- og vinnumarkaðseytisins á fjögurra ára fresti. Góð þátttaka var í könnuninni sem náði til íbúa 67 ára og eldri á öllu landinu. Könnunin sem er umfangsmikil og snertir á mörgum þáttum daglegs lífs eldra fólks, veitir okkur afar mikilvægar upplýsingar sem Mosfellsbær getur nýtt sér til þess að bæta þjónustuna við þennan stækkandi hóp. Einnig staðfestir hún að mjög margt er til fyrirmyndar í þeirri þjónustu og starfsemi sem nú er veitt af hálfu Mosfellsbæjar. Sérstaka athygli vekur góð þátttaka í félagsstarfi og ýmiskonar hreyfingu. Máli vísað til öldungaráðs til kynningar.
9. 1. áfangi Blikastaðalands - deiliskipulag202304103
Tillögur rýnihóps um velferðarmál kynntar og ræddar.
Velferðarnefnd lýsir yfir ánægju með tillögur rýnihóps og styður framkomnar tillögur.
10. Beiðni knattspyrnudeildar um notkun á Brúarlandi202504050
Beiðni knattspyrnudeildar UMFA um notkun á Brúarlandi lögð fyrir.
Velferðarnefnd telur að húsnæði og starfsemi sem til staðar er í Brúarlandi henti ekki fyrir áfengissölu. Velferðarnefnd vísar erindinu til bæjarráðs.
11. Fjárhagsaðstoð - endurskoðun á reglum 2025202501262
Drög að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð lögð fyrir til samþykktar.
Velferðarnefnd samþykkir með fimm atkvæðum drög að breytingum um reglur fjárhagsaðstoðar.
12. Stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn - endurskoðun á reglum 2025202501400
Drög að reglum um stuðningsfjölskyldur lögð fyrir til samþykktar.
Velferðarnefnd samþykkir með fimm atkvæðum drög að breytingum um reglur stuðningsfjölskyldna fyrir fötluð börn. Máli vísað til notendaráðs til kynningar.
13. Lykiltölur 2025202503750
Lykiltölur janúar til mars 2025 lagðar fyrir til kynningar og umræðu.
Lykiltölur velferðarsviðs janúar - mars 2025 lagðar fram og ræddar.
14. Bergið headspace - samstarfssamningur202504176
Samstarfssamningur við Bergið headspace lagður fram til kynningar.
Velferðarnefnd fagnar því að samstarfssamningur við Bergið sé kominn í höfn og þessi góða þjónusta standi mosfellskum börnum og ungmennum til boða.
15. Ársreikningur 2024202503748
Ársreikningur Áss styrktarfélags 2024 lagður fyrir til kynningar.
Lagt fram og kynnt.