Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

21. apríl 2023 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Valdimar Birgisson (VBi) formaður
  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
  • Haukur Örn Harðarson (HÖH) áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Kristinn Pálsson Skipulagsfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. 1. áfangi Blikastaðalands - deili­skipu­lag202304103

    Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu minnisblað og tillaga skipulagsfulltrúa að áframhaldandi vinnu og undirbúningi 1. áfanga deiliskipulags við uppbyggingu íbúðarsvæðis að Blikastöðum.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að fela skipu­lags­full­trúa að hefja und­ir­bún­ing og deili­skipu­lags­vinnu fyr­ir 1. áfanga Blikastaðalands, í sam­ræmi við 2. mgr. 38. gr skipu­lagslaga nr. 123/2010, í áfram­hald­andi sam­ráði og sam­starfi við land­eig­end­ur. Und­ir­bún­ing­ur deili­skipu­lags skal taka mið af til­lögu ramma­skipu­lags lands­ins og frumdrög­um að­al­skipu­lags.
    Af­greitt með fimm at­kvæð­um.

  • 2. Þrast­ar­höfði 14, 16 og 20 - deili­skipu­lags­breyt­ing202210556

    Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu drög að umsögn nefndar við innsendar athugasemdir auglýstrar deiliskipulagsbreytingar ásamt tillögu skipulagsfulltrúa um afgreiðslu, í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnir og athugasemdir voru teknar fyrir til umræðu og kynntar á 587. fundi nefndarinnar. Tillaga deiliskipulagsbreytingar lögð fram til afgreiðslu.

    Til sam­ræm­is við rök­stuðn­ing í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði og um­sögn skipu­lags­full­trúa synj­ar skipu­lags­nefnd kynntri deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir Þrast­ar­höfða 14, 16 og 20. Skipu­lags­nefnd hef­ur rýnt þær at­huga­semd­ir sem bár­ust og tel­ur að breyt­ing­in geti kom­ið nið­ur á heild­ar­hags­mun­um hverf­is­ins, líkt og fram kem­ur í sam­an­tekt. For­send­um um bygg­ing­ar efri hæða skal þann­ig ekki breytt og gild­andi skipu­lag standa. Synj­un hef­ur ekki for­dæm­is­gef­andi áhrif á mögu­leg­ar að­r­ar til­lög­ur að breyt­ing­um í hverf­inu, eða á öðr­um svæð­um í sveit­ar­fé­lag­inu, sem ekki hafa sömu eða sam­bæri­leg grenndaráhrif, enda gilda um breyt­ing­ar með­ferð í sam­ræmi við skipu­lagslög og reglu­gerð hverju sinni.
    Af­greitt með fimm at­kvæð­um.

  • 3. Ála­foss­veg­ur 25 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202208800

    Lagt er fram til kynningar umbeðið minnisblað og rýni skipulagsfulltrúa á byggingarleyfisumsókn Álafossvegar 25 og á deiliskipulagi Álafosskvosar, í samræmi við afgreiðslu á 579. fundi nefndarinnar.

    Um­ræð­ur um mál­ið, af­greiðslu frestað. Skipu­lags­nefnd ósk­ar eft­ir frek­ari upp­lýs­ing­um um stöðu yf­ir­stand­andi vinnu við húsa­könn­un og gerð vernd­ar­svæð­is í byggð fyr­ir Ála­fosskvos.
    Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  • 4. Skotí­þrótta­svæði á Álfs­nesi - breyt­ing á Að­al­skipu­lagi Reykja­vík­ur 20402023031043

    Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 22.03.2023, með ósk um umsögn á kynntri verkefnalýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040, er snertir skotíþróttasvæðið á Álfsnesi. Athugasemdafrestur er til og með 20.04.2023.

    Lagt fram. Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd við fyr­ir­liggj­andi verk­lýs­ingu en mun fylgjast vand­lega með þeg­ar frek­ari gögn berast.

    • 5. Sölkugata 11 - bygg­ing­ar­reit­ur og skil­mál­ar202304088

      Borist hefur erindi frá Svövu Björk Hjaltalín Jónsdóttur arkitekt, f.h. lóðarhafa að Sölkugötu 11, dags. 10.04.2023, með ósk um breytingu á skilmálum skipulags fyrir lóðina. Óskað er eftir því að hækka nýtingarhlutfall lóðar úr 0,45 í 0,50, um 44 m², og stækka byggingarreit um 65 cm til austurs.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að óveru­legt frá­vik skipu­lags, um aukna fer­metra og stækk­un á bygg­ing­ar­reit, skuli með­höndlað í sam­ræmi við 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Um­fang bygg­ing­ar mun ekki breyt­ast svo sýni­legt sé í götu en þess í stað hafi lóð sömu bygg­ing­ar­heim­ild­ir og aðliggj­andi hús. Máls­að­ili skal greiða all­an kostn­að sem af breyt­ing­unni hlýst svo sem við gerð nýrra lóð­ar­blaða og gatna­gerð­ar­gjöld af við­bætt­um fer­metr­um. Bygg­ing­ar­full­trúa er heim­ilt að gefa út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar að um­sókn sam­ræm­ist lög­um um mann­virki nr. 160/2010, bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012 og kynnt­um gögn­um.
      Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

    • 6. Mið­dal­ur land nr. 213970 - ósk um gerð deili­skipu­lags201711111

      Lögð eru fram að nýju til kynningar og afgreiðslu uppfærð gögn deiliskipulags frístundabyggðar í Miðdal L213970. Um er að ræða nýtt deili­skipu­lag milli Nesja­valla­veg­ar og Selvatns, á 5 ha landi. Sam­kvæmt til­lög­unni er land­inu skipt upp í sex frí­stunda­húsalóð­ir þar sem heim­ilt verð­ur að reisa fimm frí­stunda­hús um 130 m² og eitt allt að 200 m² í samræmi við aðalskipulag. Að­koma að lóð­un­um er um veg sem ligg­ur frá Nesja­valla­vegi. Athugasemdafrestur tillögu var til og með 08.08.2022 og voru umsagnir kynntar á 572. fundi nefndarinnar. Þar sem meira en sex mánuðir eru liðnir frá kynningu skipulagsins er það tekið fyrir að nýju til afgreiðslu, í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga samanstendur af greinargerð, skýringaruppdrætti og skipulagsuppdrætti í skalanum 1:2000.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að nýtt deili­skipu­lag skuli enduraug­lýst skv. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, þeg­ar full­nægj­andi gögn hafa borist.
      Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

    • 7. Mið­dal­ur L226500 - deili­skipu­lag frí­stunda­byggð­ar202203441

      Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar á landi L226500 í samræmi við afgreiðslu á 569. fundi nefndarinnar. Um er að ræða nýtt deili­skipu­lag milli Nesja­valla­veg­ar og Selvatns, á 5,5 ha landi. Sam­kvæmt til­lög­unni er land­inu skipt upp í tíu frí­stunda­húsalóð­ir þar sem heim­ilt verð­ur að reisa tíu frí­stunda­hús allt að 130 m² í samræmi við aðalskipulag. Að­koma að lóð­un­um er í gegnum einkaland L123625 frá Nesjavallavegi með samþykki landeigenda. Tillaga samanstendur af greinargerð og skipulagsuppdrætti í skalanum 1:2000.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að nýtt deili­skipu­lag skuli aug­lýst skv. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, þeg­ar full­nægj­andi gögn hafa borist.
      Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

    • 8. Litla­sels­hæð L226501 frí­stunda­byggð við Selvatn - nýtt deili­skipu­lag202303227

      Erindi barst frá Davíð Kristjáni Chatham Pitt, f.h. landeigenda að L226501, dags. 07.03.2023, með ósk um að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir frístundabyggð. Um er að ræða nýtt deili­skipu­lag milli Nesja­valla­veg­ar og Selvatns, á 5,5 ha landi. Sam­kvæmt til­lög­unni er land­inu skipt upp í fimm frí­stunda­húsalóð­ir þar sem heim­ilt verð­ur að reisa fjögur frí­stunda­hús um 130 m² og eitt allt að 200 m² í samræmi við aðalskipulag. Að­koma að lóð­un­um er í gegnum einkalönd L123625 og L226500 frá Nesjavallavegi með samþykki landeigenda. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu drög að deiliskipulagstillögu sem samanstendur af greinargerð og skipulagsuppdrætti í skalanum 1:500.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að nýtt deili­skipu­lag skuli aug­lýst skv. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, þeg­ar full­nægj­andi gögn hafa borist.
      Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

    • 9. Úr landi Mið­dals L125371 - deili­skipu­lag frí­stunda­lóð­ar202304036

      Borist hefur erindi frá Hermanni Georg Gunnlaugssyni, f.h. landeiganda að spildu L125371 í Miðdal, dags. 03.04.2023, með ósk um að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir frístundahús. Um er að ræða nýtt deili­skipu­lag við Hríshöfða, á 1,1 ha landi. Sam­kvæmt til­lög­unni er heimilt að byggja þar eitt frístundahús allt að 200 m² í samræmi við aðalskipulag. Að­koma er um sameiginlega einkavegi er tengjast Nesja­valla­vegi um Lynghólsveg, vestan Dallands. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu drög að deiliskipulagstillögu sem samanstendur af greinargerð og skipulagsuppdrætti í skalanum 1:500.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að nýtt deili­skipu­lag skuli aug­lýst skv. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, þeg­ar full­nægj­andi gögn hafa borist.
      Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

    • 10. Dal­land L123625 - nýtt deili­skipu­lag202303972

      Borist hefur erindi frá Odd Þorbergi Hermannssyni, f.h. landeigenda að Dallandi L123625, dags. 21.03.2023, með ósk um að auglýsa deiliskipulagstillögu landbúnaðarlands. Um er að ræða nýtt deili­skipu­lag við Dalland, á 10,5 ha landi. Sam­kvæmt til­lög­unni eru tveir byggingarreitir og reiðgerði þar sem óskað er eftir heimild fyrir byggingu íbúðarhúss/smábýli með kosti á fjölbreyttri nýtingu lands með áherslu á hrossarækt, tún- matvæla- og eða fóðurframleiðslu. Að­koma er frá Nesja­valla­vegi. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu drög að deiliskipulagstillögu sem samanstendur af greinargerð og skipulagsuppdrætti í skalanum 1:1250.

      Skipu­lags­nefnd vís­ar drög­um að deili­skipu­lagi til rýni og um­sagn­ar skipu­lags­full­trúa hvað varð­ar heim­ild­ir að­al­skipu­lags um nýt­ingu land­bún­að­ar­lands í Mos­fells­bæ.
      Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

      • 11. Að­staða hunda í Mos­fells­bæ - er­indi til nefnda202304270

        Erindi barst frá Jóni Péturssyni, dags. 16.04.2023, með fyrirspurn, tillögu og ábendingu um nýtt hundagerði fyrir lausagöngu hunda við Skarhólabraut.

        Skipu­lags­nefnd vís­ar er­ind­inu til rýni og með­ferð­ar á um­hverf­is­sviði vegna yf­ir­stand­andi vinnu við breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi Skar­hóla­braut­ar 30.
        Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

      • 12. Selja­dals­veg­ur 4 - Kæra til ÚÚA vegna ákvörð­un­ar um út­gáfu bygg­ing­ar­leyf­is202304042

        Lögð er fram til kynningar kæra nr. 41/2023 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem Elsa Sigríður Jónsdóttir, landeigandi Lækjartanga L125186, kærir útgáfu byggingarleyfis fyrir frístundahús að Seljadalsvegi 4 L232277.

        Lagt fram og kynnt.

      Fundargerðir til kynningar

      • 13. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 495202303038F

        Fundargerð lögð fram til kynningar.

        Lagt fram.

        • 13.1. Bjark­ar­holt 8-20 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202203170

          Knút­ur Ósk­ars­son Bjark­ar­holti 18 sæk­ir um leyfi til að byggja úr málmi og gleri svala­lok­un við íbúð 05-01 fjöl­býl­is­húss á lóð­inni Bjark­ar­holt nr.8-20, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.Stærð­ir: Svala­lok­un 18,8 m², 20,7 m³.

        • 13.2. Bjark­ar­holt 8-20 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202203102

          Þröst­ur Lýðs­son Bjark­ar­holti 20 sæk­ir um leyfi til að byggja úr málmi og gleri svala­lok­un við íbúð 04-06 fjöl­býl­is­húss á lóð­inni Bjark­ar­holt nr.8-20, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: Svala­lok­un 21,6 m², 23,1 m³.

        • 13.3. Hamra­brekk­ur 7 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202209214

          Haf­steinn Helgi Hall­dórs­son sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri frí­stunda­hús ásamt gesta­húsi á lóð­inni Hamra­brekk­ur nr. 7 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: Frí­stunda­hús 93,6 m², 368,24 m³, Gesta­hús 36,4 m², 172,9 m³.

        • 13.4. Helga­dals­veg­ur 60 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202107128

          Jens Páll Haf­steins­son Köldulind 6 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Helga­dals­veg­ur nr. 60, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: Íbúð 84,4 m², gróð­ur­hús 32,8 m², 725,3 m³.

        • 13.5. Skóla­braut 6-10 6R - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202212208

          Mos­fells­bær Þver­holti 2 sæk­ir um leyfi til breyt­inga lóð­ar­skipu­lags ásamt en­ur­nýj­un dren­lagna skóla­hús­næð­is Kvísl­ar­skóla á lóð­inni Skóla­braut nr. 6-10, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

        • 14. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 66202303040F

          Fundargerð lögð fram til kynningar.

          Lagt fram.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00