21. apríl 2023 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Valdimar Birgisson (VBi) formaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Haukur Örn Harðarson (HÖH) áheyrnarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Kristinn Pálsson Skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. 1. áfangi Blikastaðalands - deiliskipulag202304103
Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu minnisblað og tillaga skipulagsfulltrúa að áframhaldandi vinnu og undirbúningi 1. áfanga deiliskipulags við uppbyggingu íbúðarsvæðis að Blikastöðum.
Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að hefja undirbúning og deiliskipulagsvinnu fyrir 1. áfanga Blikastaðalands, í samræmi við 2. mgr. 38. gr skipulagslaga nr. 123/2010, í áframhaldandi samráði og samstarfi við landeigendur. Undirbúningur deiliskipulags skal taka mið af tillögu rammaskipulags landsins og frumdrögum aðalskipulags.
Afgreitt með fimm atkvæðum.2. Þrastarhöfði 14, 16 og 20 - deiliskipulagsbreyting202210556
Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu drög að umsögn nefndar við innsendar athugasemdir auglýstrar deiliskipulagsbreytingar ásamt tillögu skipulagsfulltrúa um afgreiðslu, í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnir og athugasemdir voru teknar fyrir til umræðu og kynntar á 587. fundi nefndarinnar. Tillaga deiliskipulagsbreytingar lögð fram til afgreiðslu.
Til samræmis við rökstuðning í fyrirliggjandi minnisblaði og umsögn skipulagsfulltrúa synjar skipulagsnefnd kynntri deiliskipulagsbreytingu fyrir Þrastarhöfða 14, 16 og 20. Skipulagsnefnd hefur rýnt þær athugasemdir sem bárust og telur að breytingin geti komið niður á heildarhagsmunum hverfisins, líkt og fram kemur í samantekt. Forsendum um byggingar efri hæða skal þannig ekki breytt og gildandi skipulag standa. Synjun hefur ekki fordæmisgefandi áhrif á mögulegar aðrar tillögur að breytingum í hverfinu, eða á öðrum svæðum í sveitarfélaginu, sem ekki hafa sömu eða sambærileg grenndaráhrif, enda gilda um breytingar meðferð í samræmi við skipulagslög og reglugerð hverju sinni.
Afgreitt með fimm atkvæðum.- FylgiskjalMinnisblað athugasemda og umsagnir.pdf.pdfFylgiskjalMinnisblað og umsögn skipulagsfulltrúa við innsendum athugasemdum.pdfFylgiskjalÞrastarhöfði 20_deiliskipulag til breytingar-þrastarhöfði 14 16 og 20 deiliskipulagsbreyting.pdfFylgiskjalSkuggavarpssnið.pdfFylgiskjalÞrastarhöfði 20_skuggavarp_11_11_2022.pdf
3. Álafossvegur 25 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202208800
Lagt er fram til kynningar umbeðið minnisblað og rýni skipulagsfulltrúa á byggingarleyfisumsókn Álafossvegar 25 og á deiliskipulagi Álafosskvosar, í samræmi við afgreiðslu á 579. fundi nefndarinnar.
Umræður um málið, afgreiðslu frestað. Skipulagsnefnd óskar eftir frekari upplýsingum um stöðu yfirstandandi vinnu við húsakönnun og gerð verndarsvæðis í byggð fyrir Álafosskvos.
Samþykkt með fimm atkvæðum.4. Skotíþróttasvæði á Álfsnesi - breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 20402023031043
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 22.03.2023, með ósk um umsögn á kynntri verkefnalýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040, er snertir skotíþróttasvæðið á Álfsnesi. Athugasemdafrestur er til og með 20.04.2023.
Lagt fram. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi verklýsingu en mun fylgjast vandlega með þegar frekari gögn berast.
5. Sölkugata 11 - byggingarreitur og skilmálar202304088
Borist hefur erindi frá Svövu Björk Hjaltalín Jónsdóttur arkitekt, f.h. lóðarhafa að Sölkugötu 11, dags. 10.04.2023, með ósk um breytingu á skilmálum skipulags fyrir lóðina. Óskað er eftir því að hækka nýtingarhlutfall lóðar úr 0,45 í 0,50, um 44 m², og stækka byggingarreit um 65 cm til austurs.
Skipulagsnefnd samþykkir að óverulegt frávik skipulags, um aukna fermetra og stækkun á byggingarreit, skuli meðhöndlað í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umfang byggingar mun ekki breytast svo sýnilegt sé í götu en þess í stað hafi lóð sömu byggingarheimildir og aðliggjandi hús. Málsaðili skal greiða allan kostnað sem af breytingunni hlýst svo sem við gerð nýrra lóðarblaða og gatnagerðargjöld af viðbættum fermetrum. Byggingarfulltrúa er heimilt að gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum.
Samþykkt með fimm atkvæðum.6. Miðdalur land nr. 213970 - ósk um gerð deiliskipulags201711111
Lögð eru fram að nýju til kynningar og afgreiðslu uppfærð gögn deiliskipulags frístundabyggðar í Miðdal L213970. Um er að ræða nýtt deiliskipulag milli Nesjavallavegar og Selvatns, á 5 ha landi. Samkvæmt tillögunni er landinu skipt upp í sex frístundahúsalóðir þar sem heimilt verður að reisa fimm frístundahús um 130 m² og eitt allt að 200 m² í samræmi við aðalskipulag. Aðkoma að lóðunum er um veg sem liggur frá Nesjavallavegi. Athugasemdafrestur tillögu var til og með 08.08.2022 og voru umsagnir kynntar á 572. fundi nefndarinnar. Þar sem meira en sex mánuðir eru liðnir frá kynningu skipulagsins er það tekið fyrir að nýju til afgreiðslu, í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga samanstendur af greinargerð, skýringaruppdrætti og skipulagsuppdrætti í skalanum 1:2000.
Skipulagsnefnd samþykkir að nýtt deiliskipulag skuli endurauglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Samþykkt með fimm atkvæðum.7. Miðdalur L226500 - deiliskipulag frístundabyggðar202203441
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar á landi L226500 í samræmi við afgreiðslu á 569. fundi nefndarinnar. Um er að ræða nýtt deiliskipulag milli Nesjavallavegar og Selvatns, á 5,5 ha landi. Samkvæmt tillögunni er landinu skipt upp í tíu frístundahúsalóðir þar sem heimilt verður að reisa tíu frístundahús allt að 130 m² í samræmi við aðalskipulag. Aðkoma að lóðunum er í gegnum einkaland L123625 frá Nesjavallavegi með samþykki landeigenda. Tillaga samanstendur af greinargerð og skipulagsuppdrætti í skalanum 1:2000.
Skipulagsnefnd samþykkir að nýtt deiliskipulag skuli auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Samþykkt með fimm atkvæðum.8. Litlaselshæð L226501 frístundabyggð við Selvatn - nýtt deiliskipulag202303227
Erindi barst frá Davíð Kristjáni Chatham Pitt, f.h. landeigenda að L226501, dags. 07.03.2023, með ósk um að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir frístundabyggð. Um er að ræða nýtt deiliskipulag milli Nesjavallavegar og Selvatns, á 5,5 ha landi. Samkvæmt tillögunni er landinu skipt upp í fimm frístundahúsalóðir þar sem heimilt verður að reisa fjögur frístundahús um 130 m² og eitt allt að 200 m² í samræmi við aðalskipulag. Aðkoma að lóðunum er í gegnum einkalönd L123625 og L226500 frá Nesjavallavegi með samþykki landeigenda. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu drög að deiliskipulagstillögu sem samanstendur af greinargerð og skipulagsuppdrætti í skalanum 1:500.
Skipulagsnefnd samþykkir að nýtt deiliskipulag skuli auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Samþykkt með fimm atkvæðum.9. Úr landi Miðdals L125371 - deiliskipulag frístundalóðar202304036
Borist hefur erindi frá Hermanni Georg Gunnlaugssyni, f.h. landeiganda að spildu L125371 í Miðdal, dags. 03.04.2023, með ósk um að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir frístundahús. Um er að ræða nýtt deiliskipulag við Hríshöfða, á 1,1 ha landi. Samkvæmt tillögunni er heimilt að byggja þar eitt frístundahús allt að 200 m² í samræmi við aðalskipulag. Aðkoma er um sameiginlega einkavegi er tengjast Nesjavallavegi um Lynghólsveg, vestan Dallands. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu drög að deiliskipulagstillögu sem samanstendur af greinargerð og skipulagsuppdrætti í skalanum 1:500.
Skipulagsnefnd samþykkir að nýtt deiliskipulag skuli auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Samþykkt með fimm atkvæðum.10. Dalland L123625 - nýtt deiliskipulag202303972
Borist hefur erindi frá Odd Þorbergi Hermannssyni, f.h. landeigenda að Dallandi L123625, dags. 21.03.2023, með ósk um að auglýsa deiliskipulagstillögu landbúnaðarlands. Um er að ræða nýtt deiliskipulag við Dalland, á 10,5 ha landi. Samkvæmt tillögunni eru tveir byggingarreitir og reiðgerði þar sem óskað er eftir heimild fyrir byggingu íbúðarhúss/smábýli með kosti á fjölbreyttri nýtingu lands með áherslu á hrossarækt, tún- matvæla- og eða fóðurframleiðslu. Aðkoma er frá Nesjavallavegi. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu drög að deiliskipulagstillögu sem samanstendur af greinargerð og skipulagsuppdrætti í skalanum 1:1250.
Skipulagsnefnd vísar drögum að deiliskipulagi til rýni og umsagnar skipulagsfulltrúa hvað varðar heimildir aðalskipulags um nýtingu landbúnaðarlands í Mosfellsbæ.
Samþykkt með fimm atkvæðum.11. Aðstaða hunda í Mosfellsbæ - erindi til nefnda202304270
Erindi barst frá Jóni Péturssyni, dags. 16.04.2023, með fyrirspurn, tillögu og ábendingu um nýtt hundagerði fyrir lausagöngu hunda við Skarhólabraut.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til rýni og meðferðar á umhverfissviði vegna yfirstandandi vinnu við breytingar á deiliskipulagi Skarhólabrautar 30.
Samþykkt með fimm atkvæðum.12. Seljadalsvegur 4 - Kæra til ÚÚA vegna ákvörðunar um útgáfu byggingarleyfis202304042
Lögð er fram til kynningar kæra nr. 41/2023 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem Elsa Sigríður Jónsdóttir, landeigandi Lækjartanga L125186, kærir útgáfu byggingarleyfis fyrir frístundahús að Seljadalsvegi 4 L232277.
Lagt fram og kynnt.
Fundargerðir til kynningar
13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 495202303038F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
13.1. Bjarkarholt 8-20 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202203170
Knútur Óskarsson Bjarkarholti 18 sækir um leyfi til að byggja úr málmi og gleri svalalokun við íbúð 05-01 fjölbýlishúss á lóðinni Bjarkarholt nr.8-20, í samræmi við framlögð gögn.Stærðir: Svalalokun 18,8 m², 20,7 m³.
13.2. Bjarkarholt 8-20 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202203102
Þröstur Lýðsson Bjarkarholti 20 sækir um leyfi til að byggja úr málmi og gleri svalalokun við íbúð 04-06 fjölbýlishúss á lóðinni Bjarkarholt nr.8-20, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Svalalokun 21,6 m², 23,1 m³.
13.3. Hamrabrekkur 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202209214
Hafsteinn Helgi Halldórsson sækir um leyfi til að byggja úr timbri frístundahús ásamt gestahúsi á lóðinni Hamrabrekkur nr. 7 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Frístundahús 93,6 m², 368,24 m³, Gestahús 36,4 m², 172,9 m³.
13.4. Helgadalsvegur 60 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202107128
Jens Páll Hafsteinsson Köldulind 6 Kópavogi sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Helgadalsvegur nr. 60, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 84,4 m², gróðurhús 32,8 m², 725,3 m³.
13.5. Skólabraut 6-10 6R - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202212208
Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi til breytinga lóðarskipulags ásamt enurnýjun drenlagna skólahúsnæðis Kvíslarskóla á lóðinni Skólabraut nr. 6-10, í samræmi við framlögð gögn.
14. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 66202303040F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
14.1. Hamrar hjúkrunarheimili - deiliskipulagsbreyting 202209130
Skipulagsnefnd samþykkti á 582. fundi sínum að auglýsa og kynna deiliskipulagsbreytingu vegna stækkunar á hjúkrunarheimilinu Hömrum að Langatanga 2A. Breytingin felur í sér möguleika á að fjölga hjúkrunarrýmum úr 40 í 74. Stækkun byggingarreitar er til norðurs þar sem heimilt verður, í samræmi við gildandi deiliskipulag að byggja þriggja hæða hús, mest 12 m hátt. Einnig er heimilt að hafa kjallara undir byggingu þar sem aðstæður leyfa. Áfram verður aðalaðkoma að hjúkrunarheimilinu frá Langatanga en gert er ráð fyrir nýrri þjónustuaðkomu frá Skeiðholti. Horfið er frá kröfu um 3 m háa hljóðvörn á milli Langatanga og bílastæða hjúkrunarheimilis og litið til annarra lausna.
Deiliskipulagsbreytingin var unnin í samræmi við kynnta skipulagslýsingu verksins. Skipulagið var framsett á uppdrætti í skalanum 1:1000 og var það auglýst í Mosfellingi, Lögbirtingablaðinu og á vef sveitarfélagsins, mos.is. Breytingin var send á Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirlitið HEF, Eir Hjúkrunarheimili, Framkvæmdasýsluna - Ríkiseignir, Veitur ohf. og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins.
Athugasemdafrestur var frá 09.02.2023 til og með 26.03.2023.
Jákvæðar umsagnir bárust frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, dags. 14.02.2023, og Minjastofnun Íslands, dags. 15.02.2023.- FylgiskjalUppdráttur deiliskipulagstillöguFylgiskjalSkuggavarp deiliskipulagstillöguFylgiskjalUmsögn MÍ 15 febrúar 2023 - Hamrar hjúkrunarheimili Langitangi deiliskipulagsbreyting.pdfFylgiskjalUmsögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.pdfFylgiskjalHamrar hjúkrunarheimili við Langatanga 2A í Mosfellsbæ - Deiliskipulagsbreyting - Athugasemdafrestur er til 26. mars 2023 .pdfFylgiskjalLangitangi 2a - deiliskipulagsbreyting - kynning á vef.pdf
14.2. Grenibyggð 22-24 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202211363
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Dagný Tómasdóttur, fyrir útlitsbreytingum og breyttu innra skipulagi parhúss að Grenibyggð 22-24, í samræmi við gögn. Breytingin felur í sér að bílskúrum húsa er breytt í vinnustofu og geymslu, bílskúrshurð er skipt út fyrir glugga og glerjaða hurð. Uppdrættir sýna að áfram verði bílaeign geymd innan lóðar. Erindinu var vísað til umsagnar á 487. afgreiðslufundi byggingarfulltrúi þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir hverfið.