19. júní 2024 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) forseti
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) 1. varaforseti
- Dagný Kristinsdóttir (DK) 2. varaforseti
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) 2. varabæjarfulltrúi
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) aðalmaður
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Hilmar Stefánsson (HS) 3. varabæjarfulltrúi
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Erla Edvardsdóttir (EE) 1. varabæjarfulltrúi
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Í upphafi fundar var samþykkt með 11 atkvæðum að taka á dagskrá fundargerð menningar- og lýðræðisnefndar sem verður nr. 7 á dagskrá fundarins.
Dagskrá fundar
Fundargerð
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1628202406001F
Fundargerð 1628. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 853. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Ósk Víghóls um göngustíga og göngubrýr í Mosfellsdal 202405310
Erindi frá stjórn Víghóls, íbúasamtaka í Mosfellsdal, þar sem óskað er eftir göngustíg og göngubrú í Mosfellsdal.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1628. fundar bæjarráðs samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.2. Húsnæðisáætlun 2024 202403099
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar, í samræmi reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga og stafrænt áætlanakerfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1628. fundar bæjarráðs samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.3. Samningur um afnot landsvæðis undir motocrossbraut 202405475
Tillaga um endurnýjun samnings um afnot landsvæðis undir motorcrossbraut á Leirvogstungumelum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1628. fundar bæjarráðs samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.4. Könnun meðal notenda í heimaþjónustu 202403134
Kynning á niðurstöðum könnunar meðal notenda í heimaþjónustu á vegum Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1628. fundar bæjarráðs samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.5. Áhættugreining á fjárfestingu og rekstri Mosfellsbæjar 202406020
Tillaga um að framkvæmd verði verðfyrirspurnar vegna gerðar áhættugreiningar og ráðgjafar fyrir fjárfestingar og rekstur Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1628. fundar bæjarráðs samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1629202406008F
Fundargerð 1629. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 853. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Samþykkt SSH um meðhöndlun úrgangs 202311062
Seinni umræða um samþykkt Mosfellsbæjar um meðhöndlun úrgangs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1629. fundar bæjarráðs samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.2. Hlégarður, Háholti 2 - umsagnarbeiðni vegna tímabundis áfengisleyfi Studio Emissary 202406069
Frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um umsögn vegna tímabundins áfengisleyfis vegna tónlistarhátíðarinnar sem fram fer í Hlégarði 3.-6. júlí nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1629. fundar bæjarráðs samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.3. Leikskólinn Hlaðhamrar 202403189
Skýrslur um ástandsskoðun á Hlaðhömrum lagðar fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1629. fundar bæjarráðs samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.4. Götulýsing - uppsetning LED lampa 202401528
Lagt er til að bæjarráð samþykki útboð á uppsetningu á LED lömpum til götulýsingar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1629. fundar bæjarráðs samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.5. Breyting á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning 202406085
Breyting á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning lögð fyrir til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1629. fundar bæjarráðs samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 15202405041F
Fundargerð 15. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 853. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Nýsköpunarstyrkur Mosfellsbæjar 202405027
Yfirferð og mat á umsóknum um nýsköpunarstyrki Mosfellsbæjar 2024.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 15. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 249202406006F
Fundargerð 249. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 853. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Umhverfis- og loftslagsstefna fyrir Mosfellsbæ 202301124
Umhverfisnefnd hélt vinnufund þriðjudaginn 4.júní frá kl. 07-09. Lagðar fram glærur frá vinnufundi.
Umhverfisnefnd þarf að ákveða tímasetningu vinnufundar haustsins ásamt því hvernig íbúasamráði verður háttað.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 249. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.2. Umhverfis- og loftslagsstefna fyrir Mosfellsbæ 202301124
Lögð fram gögn til kynningar frá SSH varðandi kolefnisspor höfuðborgarsvæðisins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 249. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.3. Loftgæðamælanet fyrir höfuðborgarsvæðið 202104236
ReSource kemur og heldur kynningu á niðurstöðum tilraunaverkefnis varðandi loftgæðamæla í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 249. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 613202405035F
Fundargerð 613. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 853. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. L125331 við Selmerkurveg - deiliskipulag frístundabyggðar 202310327
Lögð er fram til afgreiðslu deiliskipulagstillaga fyrir frístundasvæði við Selmerkurveg. Umsagnir og athugasemdir voru kynntar á 612. fundi nefndarinnar, í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað er auglýst tillaga lögð fram til staðfestingar óbreytt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 613. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.2. 1. áfangi Blikastaðalands - deiliskipulag 202304103
Lagt er fram til kynningar innra minnisblað skipulagsfulltrúa.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 613. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.3. Húsnæðisáætlun 2024 202403099
Lögð er fram til kynningar húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar 2024, í samræmi reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga og stafrænt áætlanakerfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Áætluninni var vísað til kynningar nefndarinnar á 1628. fundi bæjarráðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 613. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.4. Reykjavegur 36 - fyrirspurn um ákvæði skipulags 202404475
Lögð eru fram kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Reykjaveg 36, í samræmi við afgreiðslu á 610. fundi nefndarinnar. Tillagan sýnir stækkun byggingarreitar til norðurs í átt að Reykjavegi, fyrir tengigang og stigahús.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 613. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.5. Umsókn um efnisflutninga - Akstursíþróttasvæði Motomos 202406125
Borist hefur erindi frá Sveinbirni B. Nikulássyni, dags. 10.06.2024, með ósk um leyfi og heimild fyrir efnisflutningum inn á akstursíþróttasvæði Motomos, við Leirvogsá austan Mosfells. Til stendur að hækka brautina og viðhalda henni með um 10 þúsund rúmmetrum af nýju efni. Flytja á jökulleir af nálægu svæði við Bugðufljót, sama jarðefni og fyrir er á staðnum. Um er að ræða þriggja vikna tímabil frá miðjum júní.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 613. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.6. Arnarland í Garðabæ - nýtt deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi 2016-2030 202309004
Lögð er fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi Arnarlands í Garðabæ. Samkvæmt gögnum nær deiliskipulagstillagan til 8,9 h svæðis þar sem gert er ráð fyrir blandaðri byggð með 3-6 hæða fjölbýlishúsum ásamt atvinnu-, verslunar og/eða þjónustuhúsnæði næst Hafnarfjarðarvegi. Til móts við atvinnuhúsnæði fyrir miðju svæðisins er gert ráð fyrir verslunar- og/eða þjónusturými á jarðhæðum í tengslum við miðlægt torg þar sem m.a. er gert ráð fyrir biðstöð Borgarlínu. Á svæðinu er gert ráð fyrir u.þ.b. 500 íbúðum og u.þ.b. 40.000 m² af verslunar, skrifstofu og þjónusturými. Meginmarkmið skipulagsins er að leggja grunn að öflugu borgarumhverfi sem styður við svæðið sem samgöngumiðað svæði við samgöngu- og þróunarás.
Tillagan er lögð fram til umsagnar Mosfellsbæjar í skipulagsgáttinni. Athugasemdafrestur er til og með 06.08.2024.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 613. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.7. Umferðaröryggisáætlun Mosfellsbæjar - Endurskoðun 202202287
Berglind Hallgrímsdóttir, samgönguverkfræðingur og Elín Ríta Sveinbjörnsdóttir, skipulags- og byggingartæknifræðingur frá Eflu þekkingarstofu kynna niðurstöður greininga, drög nýrrar umferðaröryggisáætlunar og tillögu aðgerðaráætlunar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 613. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.8. Seljadalsnáma - umhverfismat efnistöku 201703003
Snævarr Örn Georgsson, umhverfisverkfræðingur hjá Eflu þekkingarstofu, kynnir umhverfismatsskýrslu og niðurstöður matsþátta fyrir áframhaldandi efnistaka úr Seljadalsnámu. Fyrirliggjandi mat byggir á vinnslu að hámarki 230 þúsund rúmmetra efnis á um 2 ha svæði við eldri námu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 613. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 523 202406010F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 613. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7. Menningar- og lýðræðisnefnd - 19202405046F
Fundargerð 19. fundar menningar- og lýðræðisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 853. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. 17. júní 2024 202405491
Drög að dagskrá 17. júní 2024 kynnt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 19. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.2. Nýtt nafn á Listasal Mosfellsbæjar 202405503
Lögð fram tillaga forstöðumanns bókasafns og menningarmála um samkeppni um nýtt nafn á Listasal Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 19. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
Fundargerðir til staðfestingar
5. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 434202406007F
Fundargerð 434. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 853. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Skólahúsnæði 2024-2025 202406121
Kynning á stöðu framkvæmda við Kvíslarskóla, Varmárskóla og Hlaðhamra
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 434. fundar fræðslunefnd samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.2. Skólapúlsinn 2024 202406123
Lagt fram til upplýsinga
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 434. fundar fræðslunefnd samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.3. Heildarendurskoðun á gjaldskrá í leikskólum Mosfellsbæjar 202311239
Tillögur um breytingar á starfsumhverfi leikskóla Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 434. fundar fræðslunefnd samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.4. Innritun og dvöl barna í leikskólum Mosfellsbæjar. 202405103
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 434. fundar fræðslunefnd samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.5. Endurskoðun á skóla- og frístundaakstri 202301334
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 434. fundar fræðslunefnd samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.6. Skóladagatal leik- og grunnskóla 2024-2025 202311545
Ósk um breytingu á skóladagatali Lágafellsskóla og Helgafellsskóla næsta skólaár
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 434. fundar fræðslunefnd samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
Almenn erindi
8. Kosning forseta og 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar 2024202406089
Kosning forseta og 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar, sbr. 13. gr. sveitarstjórnarlaga og 5. gr. samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar, til eins árs.
Tillaga kom fram um að Örvar Jóhannsson, bæjarfulltrúi B lista Framsóknarflokks, gegni embætti forseta bæjarstjórnar til eins árs frá og með næsta fundi bæjarstjórnar. Ekki komu fram aðrar tillögur og taldist tillagan því samþykkt.
Tillaga kom fram um að Anna Sigríður Guðnadóttir, bæjarfulltrúi S lista Samfylkingar, gegni embætti 1. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs frá og með næsta fundi bæjarstjórnar. Ekki komu fram aðrar tillögur og taldist tillagan því samþykkt.
Tillaga kom fram um að Dagný Kristinsdóttir, bæjarfulltrúi L lista Vina Mosfellsbæjar, gegni embætti 2. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs frá og með næsta fundi bæjarstjórnar. Ekki komu fram aðrar tillögur og taldist tillagan því samþykkt.
9. Kosning bæjarráðs 2024202406091
Kosning fimm bæjarfulltrúa auk áheyrnafulltrúa í bæjarráð, skv. 36. gr. og 50. gr. sveitarstjórnarlaga, sbr. og 39. gr. og 43. gr. samþykkta um stjórn Mosfellsbæjar.
Fundarhlé hófst kl. 17:09. Fundur hófst aftur kl. 17:11.
***
Tillaga kom fram um eftirfarandi fulltrúa til setu í bæjarráði til eins árs:
Aðalmenn:
Halla Karen Kristjánsdóttir (B), formaður
Lovísa Jónsdóttir (C), varaformaður
Anna Sigríður Guðnadóttir (S)
Ásgeir Sveinsson (D)
Rúnar Bragi Guðlaugsson (D)Varamenn:
Aldís Stefánsdóttir (B)
Jana Katrín Knútsdóttir (D)
Valdimar Birgisson (C)
Ólafur Ingi Óskarsson (S)
Helga Jóhannesdóttir (D)
Áheyrnarfulltrúi:
Dagný Kristinsdóttir (L)Vara áheyrnarfulltrúi:
Guðmundur Hreinsson (L)
Ekki komu fram aðrar tillögur og teljast viðkomandi rétt kjörin í bæjarráð til eins árs.10. Sumarleyfi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar 2024202406082
Tillaga um sumarleyfi bæjarstjórnar frá 20. júní til og með 13. ágúst 2024, með vísan til 14. gr. sveitarstjórnarlaga, sbr. og 4. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar. Jafnframt er lagt til að bæjarstjórn veiti bæjarráði umboð til fullnaðarafgreiðslu mála á meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur, sbr. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga og 44. gr. samþykkta um stjórn Mosfellsbæjar.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum með vísan til 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, samanber og 4. mgr. 8. gr. samþykkta um stjórn Mosfellsbæjar, að fella niður reglulega fundi í sumarleyfi bæjarstjórnar frá 20. júní til og með 13. ágúst 2024. Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi er ráðgerður 14. ágúst nk. Með vísan til 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga, sbr. og 44. gr. samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar, samþykkir bæjarstjórn að veita bæjarráði umboð til fullnaðarafgreiðslu mála á meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur.
11. Kosning í nefndir og ráð202205456
Tillaga um breytingar á nefndum, ráðum og samstarfsnefndum.
Eftirfarandi tillögur hafa borist um breytingar á fastanefndum:
A. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd
1. Tillaga um að Rúnar Már Jónatansson (C) verði aðalmaður í stað Ólafs Inga Óskarssonar (S).
2. Tillaga um að Guðrún Þórarinsdóttir (C) verði varamaður í stað Önnu Sigríðar Guðnadóttur (S).
3. Tillaga um að Ólafur Ingi Óskarsson (S) verði áheyrnarfulltrúi í stað Rúnars Más Jónatanssonar (C).
4. Tillaga um að Anna Sigríður Guðnadóttir (S) verði vara áheyrnarfulltrúi í stað Guðrúnar Þórarinsdóttur (C).
5. Tillaga um að Hilmar Tómas Guðmundsson (B) verði varamaður í stað Rúnars Þórs Guðbrandssonar (B).
6. Tillaga um að Guðfinna Birta Valgeirsdóttir (L) verði áheyrnarfulltrúi í stað Kristínar Nönnu Vilhelmsdóttur (L).
7. Tillaga um að Kristín Nanna Vilhelmsdóttir (L) verði vara áheyrnarfulltrúi í stað Guðmundar Hreinssonar (L).Ekki komu fram aðrar tillögur og teljast viðkomandi rétt kjörin í
atvinnu- og nýsköpunarnefnd.B. Fræðslunefnd
1. Tillaga um að Elín Árnadóttir (S) verði aðalmaður í stað Elínar Önnu Gísladóttur (C).
2. Tillaga um að Elín Eiríksdóttir (S) verði varamaður í stað Valdimars Birgissonar (C).
3. Tillaga um að Elín Anna Gísladóttir (C) verði áheyrnarfulltrúi í stað Elínar Árnadóttur (S)
4. Tillaga um að Valdimar Birgisson (C) verði vara áheyrnarfulltrúi í stað Elínar Eiríksdóttur (S).Ekki komu fram aðrar tillögur og teljast viðkomandi rétt kjörin í fræðslunefnd.
C. Íþrótta- og tómstundanefnd.
2. Tillaga um að Árni Jónsson (L) verði vara áheyrnarfulltrúi í stað Vilhelmínu Evu Vilhjálmsdóttur (L)Ekki kom fram önnur tillaga og telst viðkomandi rétt kjörinn í íþrótta- og tómstundanefnd.
D. Menningar- og lýðræðisnefnd
1. Tillaga um að Anna Sigríður Guðnadóttir (S) verði aðalmaður í stað Kjartans Jóhannesar Haukssonar (C).
2. Tillaga um að Þórarinn Snorri Sigurgeirsson (S) verði varamaður í stað Elínar Önnu Gísladóttur (C).
3. Tillaga um að Kjartan Jóhannes Hauksson (C) verði áheyrnarfulltrúi í stað Önnu Sigríðar Guðnadóttur (S).
4. Tillaga um að Elín Anna Gísladóttir (C) verði vara áheyrnarfulltrúi í stað Þórarins Snorra Sigurgeirssonar (S).
5. Tillaga um að Erla Edvardsdóttir (B) verði 1. varamaður.Ekki komu fram aðrar tillögur og teljast viðkomandi rétt kjörin í menningar- og lýðræðisnefnd.
E. Skipulagsnefnd.
1. Tillaga um að Guðmundur Hreinsson (L) verði áheyrnarfulltrúi í stað Hauks Arnar Harðarsonar (L).
2. Tillaga um að Haukur Örn Harðarson (L) verði vara áheyrnarfulltrúi í stað Michele Rebora (L).Ekki komu fram aðrar tillögur og teljast viðkomandi rétt kjörin í skipulagsnefnd.
F. Umhverfisnefnd
1. Tillaga um að Reynir Matthíasson (C) verði aðalmaður í stað Ómars Ingþórssonar (S).
2. Tillaga um að Ölvir Karlsson (C) verði varamaður í stað Önnu Sigríðar Guðnadóttur (S)
3. Tillaga um að Ómar Ingþórsson (S) verði áheyrnarfulltrúi í stað Reynis Matthíassonar (C)
4. Tillaga um að Anna Sigríður Guðnadóttir (S) verði vara áheyrnarfulltrúi í stað Ölvis Karlssonar (C).Ekki komu fram aðrar tillögur og teljast viðkomandi rétt kjörin í umhverfisnefnd.
G. Velferðarnefnd
1. Tillaga um að Dögg Harðardóttir (L) verði áheyrnarfulltrúi í stað Dagnýjar Kristinsdóttur (L).Ekki kom fram önnur tillaga og telst viðkomandi rétt kjörin í velferðarnefnd.
H. Stjórn Strætó bs.
1. Tillaga um að Lovísa Jónsdóttir (C) verði aðalfulltrúi.
2. Tillaga um að Örvar Jóhannsson (B) verði varafulltrúiEkki komu fram aðrar tillögur.
I. Stjórn Sorpu bs.
1. Tillaga um að Aldís Stefánsdóttir (B) verði aðalfulltrúi.
2. Tillaga um að Sævar Birgisson (B) verði varafulltrúi.Ekki komu fram aðrar tillögur.
12. Beiðni um lausn frá setu sem varamaður í bæjarstjórn202406165
Beiðni Örnu Bjarkar Hagalínsdóttur um lausn frá setu sem varamaður í bæjarstjórn frá og með 13. júní 2024.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum fyrirliggjandi beiðni Örnu Bjarkar Hagalínsdóttur um lausn frá setu sem varamaður í bæjarstjórn frá og með 13. júní 2024 til loka kjörtímabils.
Forseti þakkaði Örnu Björk fyrir samstarfið fyrir hönd bæjarstjórnar.
Fundargerðir til kynningar
13. Fundargerð 948. fundar stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga202406155
Fundargerð 948. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Fundargerð 948. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 853. fundi bæjarstjórnar.
14. Fundargerð 579. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202406075
Fundargerð 579. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Fundargerð 579. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 853. fundi bæjarstjórnar.
15. Fundargerð 497. fundar Sorpu bs.202406035
Fundargerð 497. fundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 497. fundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 853. fundi bæjarstjórnar.
16. Fundargerð 498. fundar Sorpu bs202406086
Fundargerð 498. fundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 498. fundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 853. fundi bæjarstjórnar.