29. nóvember 2024 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Valdimar Birgisson (VBi) formaður
- Sævar Birgisson (SB) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Guðmundur Hreinsson (GH) áheyrnarfulltrúi
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) varamaður
- Jóhanna Björg Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028202401260
Lögð eru fram til kynningar fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025-2028, vegna helstu verkefna skipulagsmála á umhverfissviði, frá fyrri umræðu bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
Lagt fram og kynnt. Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs fór yfir drög að fjárhagsáætlun.
2. 1. áfangi Blikastaðalands - deiliskipulag202304103
Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagstillaga 1. áfanga Blikastaðalands á vinnslustigi, í samræmi við 4.6.1. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að kynna og auglýsa fyrirliggjandi tillögu á vinnslustigi og drög að umhverfismati í samræmi við 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Halda skal kynningarfund fyrir íbúa í upphafi nýs árs.
3. Bjarkarholt 32-34 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2202411325
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Render Centium ehf, dags. 15.11.2024, fyrir uppbyggingu fjölbýlishúss öryggisíbúða að Bjarkarholti 32-34. Um er að ræða 11.774,0 m² hús á 3-4 hæðum auk bílakjallara. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar á 535. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa vegna ákvæða skipulags. Í samræmi við ákvæði deiliskipulags miðbæjarins eru lagðar fram til kynningar og umsagnar útlitsteikningar. Umræður eru einnig á grundvelli þess að umsókn byggingarleyfis fylgir ekki skilmálum deiliskipulags um eignarhald byggingar.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að meðhöndla umsókn og erindi í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, um óverulegt frávik deiliskipulags án kröfu um deiliskipulagsbreytingu um eignarhald byggingar í greinargerð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við kynnt gögn og hönnun húss með þeim fyrirvara um að nefndinni berist litmyndir og frekari útfærsla klæðninga. Með vísan í bréf, dags. 19.01.2024, þar sem uppbyggingarsamkomulagi fyrir uppbyggingarreit E miðbæjar (Bjarkarholt 22-34) var rift, bendir skipulagsnefnd á að ekki megi lengur búast við heildstæðu útliti uppbyggingar á öllu svæðinu. Í ljósi þess gerir skipulagsnefnd þá kröfu að byggingar að Bjarkarholti 32-34 verði ekki einsleitar og húskroppar skarti ólíkum litum eða efnisvali. Krafan er sett fram vegna umfangs byggingarinnar í umhverfinu, með tilliti til ásýndar miðbæjarins. Skipulagsfulltrúa og starfsfólki umhverfissviðs er falið að ræða við framkvæmdaraðila og hönnuð hans um vilja nefndarinnar.
Frekari rýni útlits þarf ekki að tefja framvindu verkefnis en þegar nýir uppdrættir liggja fyrir skulu þeir kynntir nefndinni. Byggingarfulltrúa er því heimilt að samþykkja byggingaráform og gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.4. Brattahlíð við Hulduhólasvæði - deiliskipulagsbreyting - frekari uppbygging202209298
Lögð eru fram til kynningar vinnslutillaga og drög að deiliskipulagsbreytingu fyrir uppbyggingu að Bröttuhlíð. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd synjar með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu og því umfangi uppbyggingar sem útfærslan sýnir.
5. Engjavegur 26, Árbót - Fyrirspurn um stækkun húss202409229
Borist hefur erindi frá Gunnlaugi Johnson, dags. 11.09.2024, um stækkun húss að Engjavegi 26, Árbót. Óskað er eftir heimild til þess að byggja 80 m2 vinnustofu austan við baðhús utan byggingarreitar, í samræmi við gögn. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að unnin verði tillaga að deiliskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. sömu laga.
6. Óskotsvegur 20-22 - ósk um deiliskipulag202410148
Borist hefur erindi frá Auðni Daníelssyni, dags. 08.10.2024, f.h. beggja landeigenda að Óskotsvegi 20 L125519 og 22 L125524, með ósk um heimild fyrir deiliskipulagsgerð tveggja frístundahúsalóða. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Með vísan í fordæmi synjar skipulagsnefnd með fimm atkvæðum deiliskipulagsgerð og uppbyggingu nýrra frístundahúsa við norðanvert Hafravatn þar sem að slíkt er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 (bls. 45-46 í greinargerð). Skipulagsnefnd vísar þó til þess að í kynntum frumdrögum nýs aðalskipulags er stefna að heimila uppbyggingu óbyggðra skráðra lóða uppfylli þær önnur skilyrði reglugerðar. Skipulagsnefnd óskar jafnframt eftir samantekt skipulagsfulltrúa um skipulagsákvæði svæðisins.
7. Vogatunga - lóð fyrir dreifistöð202410690
Borist hefur erindi frá Helgu Rún Guðmundsdóttur, f.h. Veitna Ohf., dags. 29.10.2024, með ósk um lóð fyrir nýja smádreifistöð við Vogatungu í Leirvogstunguhverfi, í samræmi við gögn. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að meðhöndla umsókn og erindi í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, um óverulegt frávik deiliskipulags án kröfu um deiliskipulagsbreytingu. Dreifistöðvar og uppbygging orkuinnviða er mikilvægur þáttur allrar íbúðauppbyggingar og þjónustu við hverfin. Vegna aðstæðna fæst ekki séð að staðsetning geti með nokkru móti skert hagsmuni nágranna hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýni, með vísan í 5.8.3. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, þó dreifistöðin verði að sjálfsögðu sýnileg. Skipulagsnefnd vísar úrlausn lóðamála og annarra leyfisveitinga til umhverfissviðs.
8. Fellshlíð 125266 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1202410711
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Guðlaugi I. Maríussyni, dags. 30.10.2024, f.h. Arnar Elíasar Guðmundssonar eiganda að Fellshlíð L125266 við Helgafell, fyrir 57,1 m² viðbyggingu húss úr timbri. Um er að ræða tengibyggingu og viðbyggingu til austurs, í samræmi við gögn. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Þar sem að ekki er í gildi deiliskipulag sem uppfyllir ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 samþykkir skipulagsnefnd með fimm atkvæðum að byggingarleyfisumsóknin skuli grenndarkynnt skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
9. Korpa - möguleg vetnisframleiðsla202411023
Bréf barst frá Agli Tómassyni, f.h. Landsvirkjunar, dags. 01.11.2024, með tilkynningu um mögulega vetnisframleiðslu við hlið tengivirkis Landsnets og dreifistöðvar Veitna við Korputorg og Vesturlandsveg í Reykjavík. Samkvæmt bréfu munu verkefnaþróunaraðilar senda matsskyldufyrirspurn til Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Lagt fram og kynnt.
10. Fossavegur 16 - fyrirspurn skipulags og ósk um stofnun lóðar202410394
Lagt er fram til kynningar minnisblað skipulagsfulltrúa, í samræmi við afgreiðslu á 619. fundi nefndarinnar. Hjálagt er til afgreiðslu erindi frá Helga Indriðasyni, f.h. Sindraports landeiganda að L123708.
Með vísan í fyrirliggjandi minnisblað skipulagsfulltrúa samþykkir skipulagsnefnd með fimm atkvæðum að meðhöndla umsókn og erindi í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sem óverulegt frávik deiliskipulags um lögun lóðar. Breyting lóðar sem enn verður jafn stór og deiliskipulag gerir ráð fyrir fæst ekki séð að lögun lóðar sama svæðis geti með nokkru móti skert hagsmuni nágranna hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýni, með vísan í 5.8.3. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Ekki er um að ræða breytt uppbyggingaráform eða byggingarreiti. Lögun og afmörkun er skynsamari en sú sem liggur fyrir í útfærslu deiliskipulags. Ný lóð hefur ekki áhrif á þéttbýlis- eða vaxtarmörk. Landeigandi skal láta vinna merkjalýsingu, lóðablað og viðeigandi stofnskjöl í samræmi við ákvæði reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
11. Lokahús Víðiteigur202404075
Borist hefur umsókn um framkvæmdaleyfi frá MosVeitum, dags. 22.11.2024, vegna áframhaldandi lagningu stofnlagna vatnsveitu vegna nýs lokahúss að Víðiteigi 19B. Lögn verður tengd frá Reykjavegi að brunni norðan Völuteigs 23, í samræmi við gögn.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
12. Seljadalsnáma - umhverfismat efnistöku201703003
Lögð eru fram til kynningar drög að svörum við innsendum athugasemdum umhverfismatsskýrslu Mosfellsbæjar vegna mögulegrar áframhaldandi efnistöku úr Seljadalsnámu, í samræmi við afgreiðslu á 618. fundi nefndarinnar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að klára vinnu við svörun athugasemda í samræmi við umræður.
13. Stækkun og breytingar á Hlíðavelli - aðal- og deiliskipulag austurhluta202408291
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 616. fundi sínum að kynna til umsagna og athugasemda verk- og skipulagslýsingu fyrir aðal- og deiliskipulag Hlíðavallar í samræmi við 1. mgr. 36. gr. og 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða tillögu að breytingu núverandi vallar og brauta auk stækkunar íþróttasvæðisins til austurs, í aðalskipulagi. Skipulagslýsingin var auglýst í Mosfellingi, vef sveitarfélagsins mos.is og í skipulagsgáttinni. Umsagnafrestur var frá 24.10.2024 til og með 17.11.2024. Haldinn var kynningar- og samráðsfundur með félagsfólki hestamannafélagsins Harðar þann 31.10.2024. Hjálagðar eru samsettar umsagnir og athugasemdir sem bárust í skipulagsgátt.
Frestað vegna tímaskorts
14. Úugata 90 - ósk um deiliskipulagsbreytingu202411227
Borist hefur erindi frá Valhönnun, f.h. lóðarhafa Úugötu 90, dags. 13.11.2024, með ósk um deiliskipulagsbreytingu lóðar þar sem markmiðið er að auka byggingarheimildir úr 240 m² í 300 m².
Frestað vegna tímaskorts
15. Erindi slökkviliðsstjóra til umhverfissviðs Mosfellsbæjar202410451
Lagt er fram til kynningar bréf slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, dags. 22.10.2024, um greinargerð starfshóps húsnæðis- og skipulagsmála SHS, vegna viðbragðs slökkviliðs og sjúkraflutninga. Hlutverk hópsins var að fara heildstætt yfir húsnæðismál, útkalls og uppbyggingarþörf. Gera átti tillögur að staðsetningu útkallseininga, forgangsröðun og framtíðarskipan með tilliti til viðbragðstíma. Hjálögð er greinargerð starfshóps, dags. nóvember 2023.
Frestað vegna tímaskorts
Fundargerðir til kynningar
16. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 86202411035F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
16.1. Arnartangi 55 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1 202410688
Borist hafa uppfærðir og breyttir aðaluppdrættir, þann 29.10.2024, vegna stækkunar húss að Arnartanga 55. Um er að ræða 5,4 m² anddyri raðhúss, í samræmi við gögn. Upprunaleg tillaga var grenndarkynnt frá 02.07.2024 til og með 31.07.2024. Breyttir uppdrættir sýna minniháttar tilfærslu á útidyrahurð, nýrri gluggasetningu til norðurs og stækkun anddyris um 1,9 m², frá kynntum gögnum.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
Fundargerðir til staðfestingar
17. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 535202411018F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
17.1. Bjarkarholt 3-5 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 3 202411571
Yrkir eignir ehf. Dalvegi 10-14 Kópavogi sækja um leyfi til breytinga innra skipulags verslunarrýmis 0101 á lóðinni Bjarkarholt nr. 3-5 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
17.2. Bjarkarholt 32-34 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2 202411325
Render Centium ehf. Höfðagrund 23 Akranesi sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu fjölbýlishús með 100 öryggisíbúðum á fjórum hæðum ásamt kjallara og bílgeymslu á lóðinni Bjarkarholt nr. 32-34 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir:
Kjallari: 1.385,6 m²
Bílgeymsla: 2.441,4 m²
1. hæð: 2.317,6 m²
2. hæð: 2.279,9 m²
3. hæð: 2.216,7 m²
4. hæð: 1.135,3 m²Samtals: 11.774,0 m²
Rúmmál: 38.978,1 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
17.3. Desjamýri 2 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2 202410382
B. Markan ehf. Viðarhöfða 1 Reykjavík sækir um leyfi til að stækka 2. hæð eignarhluta 0102 og 0202 atvinnuhúsnæðis á lóðinni Desjamýri nr. 2 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun 2. hæð: 49,5m².
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
17.4. Selmerkurvegur 13 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1 202410452
Oak House ehf. sækir um leyfi til að byggja úr timbri einnar hæðar frístundahús á lóðinni Selmerkurvegur nr. 13 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 129,9 m², 378,2 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
17.5. Kvíslartunga 70 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2 202409571
Sigurbjartur Sigurjónsson Kvíslartunga 70 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta parhúss á lóðinni Kvíslartunga nr. 70 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
17.6. Úugata 56 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2 202410412
Sindri Már Sigurðsson Vefarastræti 7-9 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús á einni hæð með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Úugata nr. 56 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 205,3 m², bílgeymsla 53,5 m², 1.061,4 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
17.7. Úugata 62 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2 202410697
Aron Geir Eggertsson Urriðaholtsstræti 34 Garðabæ sækir um leyfi til að byggja úr byggingarefni steinsteypu einbýlishús á einni hæð með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Úugata nr. 62 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 195,9 m², bílgeymsla 32,5 m², 685,8 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.