Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

29. nóvember 2024 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Valdimar Birgisson (VBi) formaður
  • Sævar Birgisson (SB) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
  • Guðmundur Hreinsson (GH) áheyrnarfulltrúi
  • Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) varamaður
  • Jóhanna Björg Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2025 til 2028202401260

    Lögð eru fram til kynningar fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025-2028, vegna helstu verkefna skipulagsmála á umhverfissviði, frá fyrri umræðu bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.

    Lagt fram og kynnt. Jó­hanna B. Han­sen, sviðs­stjóri um­hverf­is­sviðs fór yfir drög að fjár­hags­áætlun.

    • 2. 1. áfangi Blikastaðalands - deili­skipu­lag202304103

      Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagstillaga 1. áfanga Blikastaðalands á vinnslustigi, í samræmi við 4.6.1. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að kynna og aug­lýsa fyr­ir­liggj­andi til­lögu á vinnslu­stigi og drög að um­hverf­is­mati í sam­ræmi við 4. mgr. 40 gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Halda skal kynn­ing­ar­f­und fyr­ir íbúa í upp­hafi nýs árs.

      • 3. Bjark­ar­holt 32-34 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2202411325

        Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Render Centium ehf, dags. 15.11.2024, fyrir uppbyggingu fjölbýlishúss öryggisíbúða að Bjarkarholti 32-34. Um er að ræða 11.774,0 m² hús á 3-4 hæðum auk bílakjallara. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar á 535. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa vegna ákvæða skipulags. Í samræmi við ákvæði deiliskipulags miðbæjarins eru lagðar fram til kynningar og umsagnar útlitsteikningar. Umræður eru einnig á grundvelli þess að umsókn byggingarleyfis fylgir ekki skilmálum deiliskipulags um eignarhald byggingar.

        Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að með­höndla um­sókn og er­indi í sam­ræmi við 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, um óveru­legt frá­vik deili­skipu­lags án kröfu um deili­skipu­lags­breyt­ingu um eign­ar­hald bygg­ing­ar í grein­ar­gerð.
        Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd­ir við kynnt gögn og hönn­un húss með þeim fyr­ir­vara um að nefnd­inni ber­ist lit­mynd­ir og frek­ari út­færsla klæðn­inga. Með vís­an í bréf, dags. 19.01.2024, þar sem upp­bygg­ing­ar­sam­komu­lagi fyr­ir upp­bygg­ing­ar­reit E mið­bæj­ar (Bjark­ar­holt 22-34) var rift, bend­ir skipu­lags­nefnd á að ekki megi leng­ur bú­ast við heild­stæðu út­liti upp­bygg­ing­ar á öllu svæð­inu. Í ljósi þess ger­ir skipu­lags­nefnd þá kröfu að bygg­ing­ar að Bjark­ar­holti 32-34 verði ekki eins­leit­ar og hús­kropp­ar skarti ólík­um lit­um eða efn­is­vali. Kraf­an er sett fram vegna um­fangs bygg­ing­ar­inn­ar í um­hverf­inu, með til­liti til ásýnd­ar mið­bæj­ar­ins. Skipu­lags­full­trúa og starfs­fólki um­hverf­is­sviðs er fal­ið að ræða við fram­kvæmdarað­ila og hönn­uð hans um vilja nefnd­ar­inn­ar.
        Frek­ari rýni út­lits þarf ekki að tefja fram­vindu verk­efn­is en þeg­ar nýir upp­drætt­ir liggja fyr­ir skulu þeir kynnt­ir nefnd­inni. Bygg­ing­ar­full­trúa er því heim­ilt að sam­þykkja bygg­ingaráform og gefa út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar að um­sókn sam­ræm­ist lög­um um mann­virki nr. 160/2010 og bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012.

      • 4. Bratta­hlíð við Huldu­hóla­svæði - deili­skipu­lags­breyt­ing - frek­ari upp­bygg­ing202209298

        Lögð eru fram til kynningar vinnslutillaga og drög að deiliskipulagsbreytingu fyrir uppbyggingu að Bröttuhlíð. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

        Skipu­lags­nefnd synj­ar með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi til­lögu og því um­fangi upp­bygg­ing­ar sem út­færsl­an sýn­ir.

        • 5. Engja­veg­ur 26, Ár­bót - Fyr­ir­spurn um stækk­un húss202409229

          Borist hefur erindi frá Gunnlaugi Johnson, dags. 11.09.2024, um stækkun húss að Engjavegi 26, Árbót. Óskað er eftir heimild til þess að byggja 80 m2 vinnustofu austan við baðhús utan byggingarreitar, í samræmi við gögn. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

          Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að unn­in verði til­laga að deili­skipu­lags­breyt­ingu skv. 2. mgr. 38. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 í sam­ræmi við 2. mgr. 43. gr. sömu laga.

        • 6. Óskots­veg­ur 20-22 - ósk um deili­skipu­lag202410148

          Borist hefur erindi frá Auðni Daníelssyni, dags. 08.10.2024, f.h. beggja landeigenda að Óskotsvegi 20 L125519 og 22 L125524, með ósk um heimild fyrir deiliskipulagsgerð tveggja frístundahúsalóða. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

          Með vís­an í for­dæmi synj­ar skipu­lags­nefnd með fimm at­kvæð­um deili­skipu­lags­gerð og upp­bygg­ingu nýrra frí­stunda­húsa við norð­an­vert Hafra­vatn þar sem að slíkt er ekki í sam­ræmi við gild­andi að­al­skipu­lag Mos­fells­bæj­ar 2011-2030 (bls. 45-46 í grein­ar­gerð). Skipu­lags­nefnd vís­ar þó til þess að í kynnt­um frumdrög­um nýs að­al­skipu­lags er stefna að heim­ila upp­bygg­ingu óbyggðra skráðra lóða upp­fylli þær önn­ur skil­yrði reglu­gerð­ar. Skipu­lags­nefnd ósk­ar jafn­framt eft­ir sam­an­tekt skipu­lags­full­trúa um skipu­lags­ákvæði svæð­is­ins.

        • 7. Voga­tunga - lóð fyr­ir dreif­istöð202410690

          Borist hefur erindi frá Helgu Rún Guðmundsdóttur, f.h. Veitna Ohf., dags. 29.10.2024, með ósk um lóð fyrir nýja smádreifistöð við Vogatungu í Leirvogstunguhverfi, í samræmi við gögn. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

          Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að með­höndla um­sókn og er­indi í sam­ræmi við 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, um óveru­legt frá­vik deili­skipu­lags án kröfu um deili­skipu­lags­breyt­ingu. Dreif­i­stöðv­ar og upp­bygg­ing orku­inn­viða er mik­il­væg­ur þátt­ur allr­ar íbúð­a­upp­bygg­ing­ar og þjón­ustu við hverfin. Vegna að­stæðna fæst ekki séð að stað­setn­ing geti með nokkru móti skert hags­muni ná­granna hvað varð­ar land­notk­un, út­sýni, skugga­varp eða inn­sýni, með vís­an í 5.8.3. gr. skipu­lags­reglu­gerð­ar nr. 90/2013, þó dreif­i­stöðin verði að sjálf­sögðu sýni­leg. Skipu­lags­nefnd vís­ar úr­lausn lóða­mála og ann­arra leyf­is­veit­inga til um­hverf­is­sviðs.

        • 8. Fells­hlíð 125266 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1202410711

          Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Guðlaugi I. Maríussyni, dags. 30.10.2024, f.h. Arnar Elíasar Guðmundssonar eiganda að Fellshlíð L125266 við Helgafell, fyrir 57,1 m² viðbyggingu húss úr timbri. Um er að ræða tengibyggingu og viðbyggingu til austurs, í samræmi við gögn. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

          Þar sem að ekki er í gildi deili­skipu­lag sem upp­fyll­ir ákvæði skipu­lagslaga nr. 123/2010 og skipu­lags­reglu­gerð­ar nr. 90/2013 sam­þykk­ir skipu­lags­nefnd með fimm at­kvæð­um að bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn­in skuli grennd­arkynnt skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

        • 9. Korpa - mögu­leg vetn­is­fram­leiðsla202411023

          Bréf barst frá Agli Tómassyni, f.h. Landsvirkjunar, dags. 01.11.2024, með tilkynningu um mögulega vetnisframleiðslu við hlið tengivirkis Landsnets og dreifistöðvar Veitna við Korputorg og Vesturlandsveg í Reykjavík. Samkvæmt bréfu munu verkefnaþróunaraðilar senda matsskyldufyrirspurn til Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

          Lagt fram og kynnt.

        • 10. Fossa­veg­ur 16 - fyr­ir­spurn skipu­lags og ósk um stofn­un lóð­ar202410394

          Lagt er fram til kynningar minnisblað skipulagsfulltrúa, í samræmi við afgreiðslu á 619. fundi nefndarinnar. Hjálagt er til afgreiðslu erindi frá Helga Indriðasyni, f.h. Sindraports landeiganda að L123708.

          Með vís­an í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað skipu­lags­full­trúa sam­þykk­ir skipu­lags­nefnd með fimm at­kvæð­um að með­höndla um­sókn og er­indi í sam­ræmi við 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, sem óveru­legt frá­vik deili­skipu­lags um lög­un lóð­ar. Breyt­ing lóð­ar sem enn verð­ur jafn stór og deili­skipu­lag ger­ir ráð fyr­ir fæst ekki séð að lög­un lóð­ar sama svæð­is geti með nokkru móti skert hags­muni ná­granna hvað varð­ar land­notk­un, út­sýni, skugga­varp eða inn­sýni, með vís­an í 5.8.3. gr. skipu­lags­reglu­gerð­ar nr. 90/2013. Ekki er um að ræða breytt upp­bygg­ingaráform eða bygg­ing­ar­reiti. Lög­un og af­mörk­un er skyn­samari en sú sem ligg­ur fyr­ir í út­færslu deili­skipu­lags. Ný lóð hef­ur ekki áhrif á þétt­býl­is- eða vaxt­ar­mörk. Land­eig­andi skal láta vinna merkjalýs­ingu, lóða­blað og við­eig­andi stofnskjöl í sam­ræmi við ákvæði reglu­gerð­ar um merki fast­eigna nr. 160/2024.

        • 11. Loka­hús Víði­teig­ur202404075

          Borist hefur umsókn um framkvæmdaleyfi frá MosVeitum, dags. 22.11.2024, vegna áframhaldandi lagningu stofnlagna vatnsveitu vegna nýs lokahúss að Víðiteigi 19B. Lögn verður tengd frá Reykjavegi að brunni norðan Völuteigs 23, í samræmi við gögn.

          Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela skipu­lags­full­trúa að gefa út fram­kvæmda­leyfi í sam­ræmi við 13. og 15. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og skv. reglu­gerð um fram­kvæmda­leyfi nr. 772/2012.

        • 12. Selja­dals­náma - um­hverf­is­mat efnis­töku201703003

          Lögð eru fram til kynningar drög að svörum við innsendum athugasemdum um­hverf­is­mats­skýrslu Mosfellsbæjar vegna mögu­legr­ar áfram­hald­andi efnis­töku úr Selja­dals­námu, í samræmi við afgreiðslu á 618. fundi nefndarinnar.

          Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að klára vinnu við svörun at­huga­semda í sam­ræmi við um­ræð­ur.

          • 13. Stækk­un og breyt­ing­ar á Hlíða­velli - aðal- og deili­skipu­lag aust­ur­hluta202408291

            Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 616. fundi sínum að kynna til umsagna og athugasemda verk- og skipulagslýsingu fyrir aðal- og deiliskipulag Hlíðavallar í samræmi við 1. mgr. 36. gr. og 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða tillögu að breytingu núverandi vallar og brauta auk stækkunar íþróttasvæðisins til austurs, í aðalskipulagi. Skipulagslýsingin var auglýst í Mosfellingi, vef sveitarfélagsins mos.is og í skipulagsgáttinni. Umsagnafrestur var frá 24.10.2024 til og með 17.11.2024. Haldinn var kynningar- og samráðsfundur með félagsfólki hestamannafélagsins Harðar þann 31.10.2024. Hjálagðar eru samsettar umsagnir og athugasemdir sem bárust í skipulagsgátt.

            Frestað vegna tíma­skorts

            • 14. Úugata 90 - ósk um deili­skipu­lags­breyt­ingu202411227

              Borist hefur erindi frá Valhönnun, f.h. lóðarhafa Úugötu 90, dags. 13.11.2024, með ósk um deiliskipulagsbreytingu lóðar þar sem markmiðið er að auka byggingarheimildir úr 240 m² í 300 m².

              Frestað vegna tíma­skorts

              • 15. Er­indi slökkvi­liðs­stjóra til um­hverf­is­sviðs Mos­fells­bæj­ar202410451

                Lagt er fram til kynningar bréf slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, dags. 22.10.2024, um greinargerð starfshóps húsnæðis- og skipulagsmála SHS, vegna viðbragðs slökkviliðs og sjúkraflutninga. Hlutverk hópsins var að fara heildstætt yfir húsnæðismál, útkalls og uppbyggingarþörf. Gera átti tillögur að staðsetningu útkallseininga, forgangsröðun og framtíðarskipan með tilliti til viðbragðstíma. Hjálögð er greinargerð starfshóps, dags. nóvember 2023.

                Frestað vegna tíma­skorts

                Fundargerðir til kynningar

                • 16. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 86202411035F

                  Fundargerð lögð fram til kynningar.

                  Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

                  Fundargerðir til staðfestingar

                  • 17. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 535202411018F

                    Fundargerð lögð fram til kynningar.

                    Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

                    • 17.1. Bjark­ar­holt 3-5 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 3 202411571

                      Yrk­ir eign­ir ehf. Dal­vegi 10-14 Kópa­vogi sækja um leyfi til breyt­inga innra skipu­lags versl­un­ar­rým­is 0101 á lóð­inni Bjark­ar­holt nr. 3-5 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

                      Niðurstaða þessa fundar:

                      Lagt fram.

                    • 17.2. Bjark­ar­holt 32-34 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2 202411325

                      Render Centi­um ehf. Höfða­grund 23 Akra­nesi sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu fjöl­býl­is­hús með 100 ör­yggis­íbúð­um á fjór­um hæð­um ásamt kjall­ara og bíl­geymslu á lóð­inni Bjark­ar­holt nr. 32-34 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir:

                      Kjall­ari: 1.385,6 m²
                      Bíl­geymsla: 2.441,4 m²
                      1. hæð: 2.317,6 m²
                      2. hæð: 2.279,9 m²
                      3. hæð: 2.216,7 m²
                      4. hæð: 1.135,3 m²

                      Sam­tals: 11.774,0 m²

                      Rúm­mál: 38.978,1 m³.

                      Niðurstaða þessa fundar:

                      Lagt fram.

                    • 17.3. Desja­mýri 2 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2 202410382

                      B. Mark­an ehf. Við­ar­höfða 1 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að stækka 2. hæð eign­ar­hluta 0102 og 0202 at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Desja­mýri nr. 2 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stækk­un 2. hæð: 49,5m².

                      Niðurstaða þessa fundar:

                      Lagt fram.

                    • 17.4. Sel­merk­ur­veg­ur 13 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1 202410452

                      Oak House ehf. sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri einn­ar hæð­ar frí­stunda­hús á lóð­inni Sel­merk­ur­veg­ur nr. 13 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 129,9 m², 378,2 m³.

                      Niðurstaða þessa fundar:

                      Lagt fram.

                    • 17.5. Kvísl­artunga 70 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2 202409571

                      Sig­ur­bjart­ur Sig­ur­jóns­son Kvísl­artunga 70 sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta par­húss á lóð­inni Kvísl­artunga nr. 70 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

                      Niðurstaða þessa fundar:

                      Lagt fram.

                    • 17.6. Úugata 56 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2 202410412

                      Sindri Már Sig­urðs­son Vefara­stræti 7-9 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu ein­býl­is­hús á einni hæð með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Úugata nr. 56 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: Íbúð 205,3 m², bíl­geymsla 53,5 m², 1.061,4 m³.

                      Niðurstaða þessa fundar:

                      Lagt fram.

                    • 17.7. Úugata 62 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2 202410697

                      Aron Geir Eggerts­son Urriða­holts­stræti 34 Garða­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr bygg­ing­ar­efni stein­steypu ein­býl­is­hús á einni hæð með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Úugata nr. 62 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                      Stærð­ir: Íbúð 195,9 m², bíl­geymsla 32,5 m², 685,8 m³.

                      Niðurstaða þessa fundar:

                      Lagt fram.

                    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:03