Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

3. nóvember 2023 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Valdimar Birgisson (VBi) formaður
 • Sævar Birgisson (SB) varaformaður
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
 • Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
 • Haukur Örn Harðarson (HÖH) áheyrnarfulltrúi
 • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
 • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Frum­varp til laga um tíma­bundn­ar und­an­þág­ur frá skipu­lags- og bygg­ing­ar­lög­gjöf og skipu­lagi202310516

  Lagt er fram til kynningar og upplýsinga kynnt frumvarp umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi.

  Lagt fram og kynnt.

  • 2. Skar­hóla­braut 30 - deili­skipu­lags­breyt­ing - hliðr­un lóð­ar202303034

   Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Skarhólabraut 30, í samræmi við afgreiðslu á 586. fundi nefndarinnar. Tillagan felur í sér að lóð Skarhólabrautar 30, ætluð aðstöðu Skógræktarfélags Mosfellsbæjar, er hliðrað til vegna gróðurs og aðstæðna í landi. Stærð lóðar er óbreytt og byggingarheimildir þær sömu. Við bætast í skipulag ný framtíðar bílastæði á aðliggjandi landi ætluð útivistar- og göngufólki í Mosfellsbæ.

   Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að til­lag­an hljóti af­greiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Skipu­lags­nefnd met­ur breyt­ing­una þó óveru­lega með til­liti til þess að öll nýt­ing og heim­ild­ir verða þær sömu, með minni­hátt­ar til­færsl­um lóð­ar og bíla­stæða. Hag­að­il­ar eru sveit­ar­fé­lag­ið og Skóg­rækt­ar­fé­lag Mos­fells­bæj­ar sem standa að breyt­ing­unni. Breyt­ing­in stuðl­ar að vernd­un trjá­gróð­urs ásvæð­inu. Með vís­an í 3. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga, um kynn­ing­ar­ferli grennd­arkynn­inga, met­ur skipu­lags­nefnd að­eins sveit­ar­fé­lag­ið helsta hags­muna­að­ila máls auk þess sem fjar­lægð í aðra byggð er tölu­verð. Skipu­lags­nefnd ákveð­ur því að falla frá kröf­um um grennd­arkynn­ingu sömu máls­grein­ar. Breyt­ing­ar­til­laga deili­skipu­lags telst því sam­þykkt og skal hljóta af­greiðslu skv. 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og ann­ast skipu­lags­full­trúi stað­fest­ingu skipu­lags­ins.

  • 3. Hamra­brekk­ur 5 og 11 - ósk um deili­skipu­lags­gerð202308601

   Lögð er fram til kynningar umbeðin umsögn skipulagsfulltrúa, í samræmi við afgreiðslu 597. fundi nefndarinnar. Hjálagt er erindi málsaðila til afgreiðslu.

   Skipu­lags­nefnd synj­ar með 5 at­kvæð­um er­indi og til­lögu máls­að­ila um heim­ild til gerð­ar deili­skipu­lags tveggja, stakra, full­byggðra lóða að Hamra­brekk­um, með vís­an í rök­stuðn­ing og um­fjöllun fyr­ir­liggj­andi um­sagn­ar skipu­lags­full­trúa. Við skipu­lags­gerð er mik­il­vægt að horft sé til svæð­is þar sem af­mörk­un er skýr og vel rök­studd, skv. 5.3.1. gr. skipu­lags­reglu­gerð­ar nr. 90/2013. Legg­ur skipu­lags­nefnd til að lóð­ar­eig­end­ur að Hamra­brekk­um vinni frem­ur sam­eig­in­lega nýtt skipu­lag sem fjall­ar um alla þætti deili­skipu­lags svo sem bygg­ing­ar, inn­viða­mál, veit­ur, bor­hol­ur, rot­þrær, að­kom­ur, vegi og gróð­ur. Land­eig­end­ur móta þann­ig heild­stæða skil­mála byggð­ar með til­liti til bygg­ing­ar­reita, húsa­gerða og smá­hýsa. Í ljósi þess að um­rædd­ar lóð­ir teljast full­byggð­ar skv. sam­þykktu að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar 2011-2030 sér skipu­lags­nefnd ekki þörf á að rýmka heim­ild­ir til upp­bygg­ing­ar á svæð­inu en ný bygg­ing­ar­leyfi fengj­ust ekki sam­þykkt á um­rædd­um lóð­um. Lit­ið verð­ur áfram til for­dæma um af­greiðsl­ur bygg­ing­ar­leyfa með grennd­arkynn­ing­um líkt og fram kem­ur í frumdrög­um að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar 2040.

  • 4. Mið­dals­land I R L226627 - ósk um upp­skipt­ingu lands202310743

   Borist hefur erindi frá Tryggva Einarssyni, dags. 29.10.2023, með ósk um uppskiptingu lands L226627 og stofnun nýrrar 1 ha spildu.

   Lagt fram. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að vísa fyr­ir­spurn til rýni á um­hverf­is­sviði.

  • 5. L125331 við Sel­merk­ur­veg - deili­skipu­lag frí­stunda­byggð­ar202310327

   Borist hefur erindi frá Ólafi Hjördísarsyni Jónssyni, dags. 12.10.2023, með ósk um deiliskipulag einkalands L125331 við Selmerkurveg. Meðfylgjandi eru drög að tillögu nýs deiliskipulags sem sýnir sex nýjar frístundahúsalóðir.

   Lagt fram. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að vísa til­lögu til rýni á um­hverf­is­sviði.

  • 6. Dal­land L123625 - nýtt deili­skipu­lag202303972

   Lagt er fram að nýju til umræðu og afgreiðslu erindi landeigenda um endurupptökubeiði vegna nýs deiliskipulags við Dalland L123625. Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa um landbúnað og lögbýli, í samræmi við afgreiðslu á 597. fundi nefndarinnar.

   Lagt fram og kynnt. Þóra M. Hjaltested bæj­ar­lög­mað­ur og Krist­inn Páls­son skipu­lags­full­trúi svör­uðu spurn­ing­um varð­andi rýni stjórn­sýsl­unn­ar á end­urupp­töku­beiðni land­eig­enda. Frestað vegna tíma­skorts.

   Gestir
   • Þóra M. Hjaltested
  • 7. 1. áfangi Blikastaðalands - deili­skipu­lag202304103

   Verkefnastjóri frá Nordic arkitektum og umferðarráðgjafi frá Eflu verkfræðistofu kynna efni skipulagslýsingar og drög að samráðsferli fyrir deiliskipulag 1. áfanga Blikastaðalands.

   Lagt fram og kynnt. Jó­hanna Helga­dótt­ir, arki­tekt, frá Nord­ic arki­tekt­um og Berg­lind Hall­gríms­dótt­ir, sam­göngu­verk­fræð­ing­ur, frá Eflu verk­fræði­stofu, kynntu og svör­uðu spurn­ing­um. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að fela skipu­lags­full­trúa áfram­hald­andi vinnu máls.

   Gestir
   • Berglind Hallgrímsdóttir
   • Jóhanna Helgadóttir
    Jó­hanna B. Han­sen sviðs­stjóri um­hverf­is­sviðs tók sæti á fund­in­um und­ir þess­um dag­skrárlið.

   Fundargerðir til kynningar

   • 8. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 506202310032F

    Fundargerð lögð fram til kynningar.

    Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

    • 8.1. Brú­arfljót 1, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201912293

     Berg Verk­tak­ar ehf. Höfða­bakka 9 Reykja­vík sækja um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Brú­arfljót nr. 1 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Breyt­ing fel­ur í sér breytt­an lóð­ar­frág­ang. Stærð­ir breyt­ast ekki.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Lagt fram.

    • 8.2. Flugu­mýri 6 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1, 202304017

     Bíla­stæða­málun Ása ehf. Króka­byggð 14 sæk­ir um leyfi til stækk­un­ar at­vinnu­hús­næð­is á einni hæð á lóð­inni Flugu­mýri nr. 6 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Bygg­ingaráformin voru grennd­arkynnt, at­huga­semda­frest­ur var frá 12.05.2023 til og með 12.06.2023. Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust. Stækk­un: 57,0 m², 226,8 m³.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Lagt fram.

    • 8.3. Skála­hlíð 44 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2, 202310183

     Ein­ar Páll Kjærnested Skála­hlíð 44 sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Skála­hlíð nr. 44 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

     Niðurstaða þessa fundar:

     Lagt fram.

    • 8.4. Sunnukriki 7 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1, 202308649

     Ung­menna­fé­lag­ið Aft­ur­eld­ing sæk­ir um breytta út­færslu aug­lýs­inga­skilt­is úr flettiskilti í sta­f­rænt skilti á lóð L205369 við Sunnukrika í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Lagt fram.

    • 8.5. Uglugata 24-30 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1, 202309499

     Gunn­ar Þór Þórð­ar­son Uglu­götu 24 sæk­ir um, fyr­ir hönd eig­enda Uglu­götu 24-30, leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta fjöl­býl­is­húsa á lóð­inni Uglugata nr. 24-30 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Breyt­ing felst í upp­færð­um lóð­ar­upp­drætti með end­ur­skil­greind­um séraf­nota­flöt­um. Stærð­ir breyt­ast ekki.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Lagt fram.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:10