Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

15. mars 2024 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Valdimar Birgisson (VBi) formaður
 • Sævar Birgisson (SB) varaformaður
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
 • Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
 • Haukur Örn Harðarson (HÖH) áheyrnarfulltrúi
 • Jóhanna Björg Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs
 • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
 • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Vor­fund­ur Strætó og Mos­fells­bæj­ar 2024202402472

  Lögð eru fram til kynningar gögn og samantekt Strætó bs á leiðarkerfi og farþegaflutningum fyrir árið 2023. Kynningin var haldin fyrir stjórnsýslu Mosfellsbæjar af starfsfólki Strætó þann 19.02.2024. Máli var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

  Jó­hanna B. Han­sen, sviðs­stjóri um­hverf­is­sviðs, kynnti.

  • 2. Skotí­þrótta­svæði á Álfs­nesi - breyt­ing á Að­al­skipu­lagi Reykja­vík­ur 20402023031043

   Erindi barst frá Reykjavíkurborg og úr Skipulagsgátt, dags 22.02.2024, vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Um er að ræða breytingu á hluta iðnaðarsvæðis (I2) og opins svæðis (OP28) í íþróttasvæði fyrir skotæfingar og skotíþróttir (ÍÞ9), í samræmi við gögn. Fram kemur að markmið breytingar er að skapa áframhaldandi skilyrði fyrir starfsemi skotfélaganna sem nú er til staðar á svæðinu, til skemmri tíma litið, meðan unnið verði að því að finna framtíðarsvæði fyrir skotíþróttir á höfuðborgarsvæðinu. Athugasemdafrestur er til og með 04.04.2024. Máli var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

   Lagt fram og kynnt.

  • 3. Borg­ar­stefna fyr­ir Ís­land202402446

   Innviðaráðuneytið kynnir í samráðsgátt stjórnvalda drög að borgarstefnu til umsagnar og athugasemda. Í drögum að borgarstefnu er lagður grunnur að umræðu um núverandi stöðu, lykilviðfangsefni og framtíðarsýn fyrir borgarsvæðin. Sett er fram framtíðarsýn um þróun tveggja borgarsvæða og áherslur til komandi ára er stuðlað að þróun og eflingu. Í því felst annars vegar að styrkja höfuðborgarhlutverk Reykjavíkur, höfuðborgarsvæðið og áhrifasvæði þess. Hins vegar að festa Akureyri í sessi sem svæðisborg og skilgreina og efla hlutverk hennar og áhrifasvæði. Umsagnafrestur er til og með 22.03.2024. Máli var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

   Lagt fram og kynnt.

  • 4. 1. áfangi Blikastaðalands - deili­skipu­lag202304103

   Lögð eru fram til kynningar og umræðu drögð skipulagsfulltrúa að svörum og viðbrögðum innsendra umsagna og athugasemda við kynnta skipulagslýsingu deiliskipulags 1. áfanga Blikastaðalands.

   Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um svörun og við­brögð við at­huga­semd­um.

  • 5. L125331 við Sel­merk­ur­veg - deili­skipu­lag frí­stunda­byggð­ar202310327

   Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir frístundabyggð við Selmerkurveg L125331, í samræmi við afgreiðslu á 599. fundi nefndarinnar. Tillagan felur í sér stofnun sex nýrra frístundahúsalóða þar sem heimilt verður að byggja allt að 130 m2 hús með eða án gestahúss eða geymslu, í samræmi við heimildir í gildandi aðalskipulagi Mosfellsbæjar. Deiliskipulagstillagan er framsett í greinargerð og á uppdrætti í skalanum 1:1000, dags. 04.03.2024, unnin af KOA arkitektum ehf.

   Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að nýtt deili­skipu­lag skuli aug­lýst skv. 40. og 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Til­lag­an skal kynnt á vef sveit­ar­fé­lags­ins mos.is, Skipu­lags­gátt­inni, Mos­fell­ingi og Lög­birt­inga­blað­inu.

  • 6. Grennd­ar­stöðv­ar í Mos­fells­bæ202302133

   Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu minnisblað garðyrkjustjóra og leiðtoga umhverfs og framkvæmda, dags. 26.02.2024, þar sem þess er óskað að skipulagsnefnd hefji vinnu við gerð eða breytingu skipulags fyrir fjórar nýjar grenndarstöðvar. Nýjar staðsetningar grenndarstöðva eru við Dælustöðvarveg, Hlaðgerðarkotsveg, Skálahlíð og Sunnukrika. Áætlun er í samræmi við markmið um innleiðingu hringrásarhagkerfisins.

   Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela um­hverf­is­sviði og skipu­lags­full­trúa að und­ir­búa skipu­lagstil­lög­ur í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lög­ur í minn­is­blaði.

   • 7. Frá­gang­ur lóða og lóða­marka - stefna og leið­bein­ing­arit202403256

    Lögð eru fram til kynningar og umræðu drög að nýrri stefnu og samþykkt Mosfellsbæjar um frágang lóða, skjólveggi, girðingar og gróður á lóðarmörkum.

    Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela um­hverf­is­sviði og skipu­lags­full­trúa áfram­hald­andi vinnu máls.

   • 8. Brekku­land 4A - fyr­ir­spurn til skipu­lags­nefnd­ar202403198

    Borist hefur erindi frá Jóhannesi Þór Halldórssyni, dags. 08.03.2024, með ósk um umsögn og samþykki um breyttan lóðafrágang innkeyrslu og aðkomu Brekkulands 4A, í samræmi við gögn.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa fyr­ir­spurn­inni til rýni og um­sagn­ar á um­hverf­is­sviði.

   • 9. Selja­brekka L123762 - at­huga­semd­ir vegna frá­gangs og fram­kvæmda202307342

    Lagt er fram til kynningar útsent athugasemdabréf byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa vegna óleyfisframkvæmda og frágangs lands að Seljabrekku við Þingvallaveg. Starfsfólk umhverfissviðs, heilbrigðiseftirlitið HEF og landeigandi funduðu um kröfur og óskir Mosfellsbæjar um úrbætur þann 11.03.2024.

    Lagt fram og kynnt.

     Ás­geir Sveins­son og Helga Jó­hann­es­dótt­irfull­trú­ar D-lista Sjálf­stæð­is­flokks víkja af fundi kl 8:47. Sæv­ar Birg­is­son full­trúi B-lista Fram­sókn­ar­flokks vík­ur af fundi kl 8:47.
    • 10. Þjón­usta sveit­ar­fé­laga 2023 - Gallup202402382

     Lagðar eru fram til kynningar niðurstöður könnunar um þjónustu sveitarfélaga fyrir árið 2023.

     Jó­hanna B. Han­sen, sviðs­stjóri um­hverf­is­sviðs, kynnti nið­ur­stöð­ur.

    Fundargerðir til kynningar

    • 11. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 76202403001F

     Fundargerð lögð fram til kynningar.

     Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

     • 11.1. Engja­veg­ur 8 - deili­skipu­lags­breyt­ing 202401103

      Skipu­lags­nefnd sam­þykkti á 604. fundi sín­um að aug­lýsa og kynna til­lög að deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir íbúð­ar­húsalóð að Engja­vegi 8 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Til­lag­an fel­ur í sér aukna við­bygg­ing­ar­heim­ild úr 50 m² í 120 m² þar sem ný íveru­rýma tengjast nú­ver­andi íbúð og fast­eign, í sam­ræmi við gögn unn­in af Ar­in­birni Vil­hjálms­syni, arki­tekt, dags. des­em­ber 2023. Til­laga að breyt­ingu var kynnt og að­gengi­leg á vef sveit­ar­fé­lags­ins, mos.is, skipu­lags­gátt­inni og aug­lýst með kynn­ing­ar­bréfi auk gagna sem send voru til þing­lýstra eig­enda lóða og landa að Engja­vegi 6, 8, Dælu­stöðv­arvegi 6 og Reykjalundi L125400. At­huga­semda­frest­ur var frá 31.01.2024 til og með 29.02.2024. Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram.

     • 11.2. Engja­veg­ur 21 Kross­hóll - deili­skipu­lags­breyt­ing 202401288

      Skipu­lags­nefnd sam­þykkti á 604. fundi sín­um að aug­lýsa og kynna til­lög að deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir íbúð­ar­húsalóð að Engja­vegi 8 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Til­lag­an fel­ur í sér að heim­ila nýtt 46 m² auka eða gesta­hús inn­an lóð­ar. Heild­ar­fjöldi fer­metra lóð­ar verð­ur enn mest 350 m², í sam­ræmi við gögn unn­in af Kristni Ragn­ars­syni, arki­tekt, dags. 12.01.2024. Til­laga að breyt­ingu var kynnt og að­gengi­leg á vef sveit­ar­fé­lags­ins, mos.is, skipu­lags­gátt­inni og aug­lýst með kynn­ing­ar­bréfi auk gagna sem send voru til þing­lýstra eig­enda lóða og landa að Engja­vegi 19, 22, 24 og 26. At­huga­semda­frest­ur var frá 31.01.2024 til og með 29.02.2024. Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram.

     • 12. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 514202402044F

      Fundargerð lögð fram til kynningar.

      Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

      • 12.1. Bugðufljót 17 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2, 202402437

       BF17 ehf. Bílds­höfða 14 Reykja­vík sækja um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Bugðufljót nr. 17c, mhl. 02 - rými 02 0211, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Bætt er við milli­lofti.
       Stærð­ir: Milli­loft 43,8 m².

       Niðurstaða þessa fundar:

       Lagt fram.

      • 12.2. Gerplustræti 16-24 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1, 202401355

       Jó­hann­es Har­ald­ur Páls­son Gerplustræti 24 sæk­ir um, fyr­ir hönd hús­fé­lags Gerplustræt­is 24, leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta fjöl­býl­is­húss á lóð­inni Gerplustræti nr. 24 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Bætt er við svala­lok­un­um. Stærð­ir breyt­ast ekki

       Niðurstaða þessa fundar:

       Lagt fram.

      • 12.3. Mark­holt 13 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2, 202309358

       Andri Ing­ólfs­son Mark­holti 13 sæk­ir um leyfi til að byggja við ein­býl­is­hús og bíl­geymslu á lóð­inni Mark­holt nr. 13 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
       Stækk­un: Íbúð 31,3 m², bíl­geymsla 31,9 m², 115,0 m³.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Lagt fram.

      • 12.4. Reykja­hvoll 21 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2, 202309312

       Guð­mund­ur S Borg­ars­son ehf. Reykja­hvoli 33 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu ein­býl­is­hús á tveim­ur hæð­um með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Reykja­hvoll nr. 21 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: Íbúð 204,8 m², bíl­geymsla 46,7 m², 880,5 m³.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Lagt fram.

      • 12.5. Úugata 1 Dælu­stöð- Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1, 202311542

       Mos­fells­bær Þver­holti 2 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu dælu­stöð á lóð­inni Úugata nr. 1b í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 38,5 m², 184,2 m³.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Lagt fram.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:55