Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

1. nóvember 2024 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Valdimar Birgisson (VBi) formaður
  • Sævar Birgisson (SB) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
  • Haukur Örn Harðarson (HÖH) vara áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Helga­fell­storf­an - deili­skipu­lag 7. áfanga Helga­fells­hverf­is201704194

    Lögð er fram til kynningar og umræðu drög að deiliskipulagstillögu fyrir 7. áfanga Helgafellshverfis, Helgafellstorfu, ásamt minnisblaði og samantekt skipulagsfulltrúa. Skipulagið sýnir fjölbreytta byggð ólíkra húsagerða; smærri fjölbýli, rað-, par- og einbýlishús auk búsetukjarna. Tillagan áætlar allt að 198 nýjar íbúðir í suðurhlíðum Helgafells og við Ásaveg. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

    Full­trú­ar D-lista Sjálf­stæð­is­flokks leggja fram eft­ir­far­andi til­lögu:
    Full­trú­ar D-lista í skipu­lags­nefnd leggja til að til­lög­unni verði synjað og að ný til­laga með mögu­lega færri íbúð­um og þá sér­stak­lega færri íbúð­um í fjöl­býl­is­hús­um verði lögð fyr­ir skipu­lags­nefnd.
    Synjað með þrem­ur at­kvæð­um full­trúa B, C og S-lista gegn tveim­ur at­kvæð­um full­trúa D-lista.

    ***

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um full­trúa B, C og S-lista gegn tveim­ur at­kvæð­um full­trúa D-lista að vísa fyr­ir­liggj­andi drög­um að deili­skipu­lagi til um­hverf­is­sviðs vegna kostn­að­ar­út­reikn­inga en til bæj­ar­ráðs og bæj­ar­lög­manns vegna út­færslu frek­ara sam­komu­lags á grunni sam­komu­lags verk­efn­is við land­eig­end­ur 2017, í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað. Skipu­lags­nefnd legg­ur áherslu á að hug­að verði að fjöl­breyttni í húsa­gerð­um.

    ***

    Bók­un full­trúa D-lista Sjálf­stæð­is­flokks:
    Við­ræð­ur milli land­eig­enda og Mos­fells­bæj­ar um deili­skipu­lag fyr­ir Hlega­fell­storfu hafa ekki skilað ár­angri með­al ann­ars vegna mis­mun­andi sjón­ar­miða um fjölda íbúða í skipu­lag­inu. Í tíð síð­asta meiri­hluta 2018-2022 voru lagð­ar fram nokkr­ar til­lög­ur um deili­skipu­lag og fjölda íbúða í Helga­fell­storfu sem ekki náð­ist sam­komulag um af ýms­um ástæð­um. Í þeim til­lög­um var ver­ið að horfa á mun færri íbúð­ir á svæð­inu og að ekki yrði þar byggð fjöl­býl­is­hús. Í fyr­ir­liggj­andi til­lögu er búið að fjölga íbúð­um í 198 og búið að setja inn í skipu­lag­ið 14 fjöl­býl­is­hús sem mynda vegg af bygg­ing­um neðst í skipu­lags­svæð­inu. Þessi til­laga ger­ir ráð fyr­ir mun fleiri íbúð­um auk fjöl­býl­is­húsa en sam­komulag var um á síð­asta kjör­tíma­bili að miða við og vinna út frá. Af þeim ástæð­um leggja full­trú­ar D-lista í skipu­lags­nefnd að til­lög­unni verði synjað og að ný til­laga með mögu­lega færri íbúð­um og þá sér­stak­lega færri íbúð­um í fjöl­býl­is­hús­um verði lögð fyr­ir skipu­lags­nefnd.

    Bók­un full­trúa B, C og S-lista Fram­sókn­ar­flokks, Við­reisn­ar og Sam­fylk­ing­ar:
    Fyr­ir­liggj­andi deili­skipu­lagstil­laga er í sam­ræmi við þá upp­bygg­ingu sem nú þeg­ar hef­ur ver­ið Helga­fells­hverfi. Mik­il­vægt er að klára upp­bygg­ingu í hverf­inu og klára líka aðra út­göngu­leið sam­hliða upp­bygg­ingu áfang­ans og 6. áfanga. Einn­ig að upp­bygg­ing áfang­ans standi und­ir inn­viða kostn­aði. Í þess­ari til­lögu eru minni íbúð­ir en fleiri og svæð­ið stækkað frá því sem áður var. Full­trú­ar C, B og S-lista leggja áherslu á að gætt verði að upp­broti í húsa­gerð­um fjöl­býl­is­húsa í hverf­inu.

    • 2. Hraðastað­ir 3 L123675 - merkjalýs­ing, lóða- og landa­mál202410243

      Borist hefur erindi í formi merkjalýsingar frá Hirti Erni Arnarssyni, f.h. landeiganda að Hraðastöðum 3 L123675, með ósk um uppskiptingu lands. Í samræmi við gögn verður stofnuð ein 1,2 ha lóð um húsnæði að Hraðastöðum 3 í Mosfellsdal. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um upp­skipt­ingu lands í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi gögn á grund­velli ákvæða að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar um Mos­fells­dal, í sam­ræmi við 48. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

    • 3. Breyt­ing á Að­al­skipu­lagi Reykja­vík­ur 2040 - Frek­ari upp­bygg­ing­ar­mögu­leik­ar í Grafar­vogi og öðr­um borg­ar­hlut­um202410202

      Lögð er fram til kynningar skipulags og verklýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 er varða uppbyggingu nýs íbúðarhúsnæðis innan gróinna hverfa. Áhersla er á uppbyggingarmöguleika á smærri vannýttum svæðum innan hverfa, helst í Grafarvogi. Gögn eru til kynningar í skipulagsgáttinni sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnafrestur verklýsingar var frá 05.09.2024 til og með 15.10.2024. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

      Lagt fram og kynnt. Til sam­ræm­is við ábend­ing­ar skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar, við end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags Reykja­vík­ur 2040 um bland­aða byggð frá 2021, bend­ir skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar á að ný upp­bygg­ing­ar­svæði og til­laga að þétt­ingu í fyr­ir­liggj­andi gögn­um teng­ist við sam­gönguæð Vest­ur­lands­veg­ar um Kor­p­úlfs­stað­a¬veg í gegn­um Mos­fells­bæ. Slíkt get­ur haft áhrif á um­ferð af­kasta­getu veg­ar­ins til við­bót­ar við fyr­ir­hug­aða upp­bygg­ingu Blikastaðalands í Mos­fells­bæ. Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar ósk­ar eft­ir frek­ari gögn­um um um­ferð­ar­grein­ingu vegna þétt­ingu byggð­ar og upp­bygg­ingaráforma.

    • 4. Æv­in­týragarð­ur - deili­skipu­lag201710251

      Lagðir eru fram til kynningar og umræðu skipulagsuppdrættir og tillaga Ævintýragarðsins, sem auglýst var til umsagnar og athugasemda þann 03.06.2021. Skipulagsfulltrúi fer yfir áskoranir verkefnisins og athugasemdir sem bárust. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

      Frestað vegna tíma­skorts.

    • 5. Bjark­ar­holt 26-30 - deili­skipu­lags­breyt­ing202409180

      Lagt er fram til kynningar minnisblað skipulagsfulltrúa vegna fundar með málsaðila, til samræmis við afgreiðslu á 616. fundi nefndarinnar. Hjálagt er til afgreiðslu erindi frá Birni Guðbrandssyni frá Arkís arkitektum, f.h. Óðalsteins ehf.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að unn­in verði til­laga að deili­skipu­lags­breyt­ingu skv. 2. mgr. 38. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 í sam­ræmi við 43. gr. sömu laga. Til­lag­an skal unn­in í nánu sam­starfi við skipu­lag­steymi um­hverf­is­sviðs Mos­fells­bæj­ar og skipu­lags­nefnd.

    • 6. Fells­hlíð við Helga­fell - ósk um skipu­lag og upp­bygg­ingu202405235

      Lögð eru fram til kynningar frekari gögn eigenda land- og fasteignar að Fellshlíð vegna undirbúnings deiliskipulags lóðarinnar. Óskað er eftir heimild til að fjölga byggingarreitum, byggingum og auka byggingarmagn, til samræmis við fyrirspurn kynnta á 612. fundi nefndarinnar.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að unn­in verði til­laga að deili­skipu­lagi skv. 2. mgr. 38. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 í sam­ræmi við 41. gr. sömu laga.

    • 7. Far­sæld­artún - skipu­lag202410035

      Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing fyrir aðal- og deiliskipulagsbreytingu að Skálatúni, nú Farsældartún. Skipulagi svæðisins er ætlað að styðja sem best við farsæld barna og á svæðinu verða byggingar sem munu hýsa aðila sem veita börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra þjónustu s.s. opinberar stofnanir, sérskóli, félagasamtök og sjálfstætt starfandi sérfræðingar. Í deiliskipulagi Farsældartúns verður gert ráð fyrir nýbyggingum sem eru sérhannaðar fyrir þá þjónustu sem þar á að veita. Við vinnslu skipulagsins verður leitast við að greina staðarandann og sögu staðarins í samhengi við sögu Mosfellsbæjar. Markmið skipulagslýsingar er fyrst og fremst að kynna fyrir íbúum og helstu hagaðilum áform skipulagsins, ferli og samráð.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fjór­um at­kvæð­um að kynna og aug­lýsa til um­sagn­ar og at­huga­semda skipu­lags­lýs­ingu aðal- og deili­skipu­lags í sam­ræmi við 1. mgr. 36. gr. og 1. mgr. 40 gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Til­lag­an skal kynnt í Mos­fell­ingi, á vef sveit­ar­fé­lags­ins www.mos.is og gögn að­gengi­leg í Skipu­lags­gátt­inni til um­sagn­ar og at­huga­semda. Skipu­lags­nefnd legg­ur til að hald­inn verði kynn­ing­ar­fund­ur fyr­ir íbúa um upp­bygg­ingu á Far­sæld­ar­túni.

        Ás­geir Sveins­son, full­trúi D-lista Sjálf­stæð­is­flokks, yf­ir­gaf fund­inn kl. 8:50 und­ir um­ræð­um 7. dag­skrárlið­ar. Jó­hanna B. Han­sen, sviðs­stjóri um­hverf­is­sviðs, fund­inn kl. 8:50 und­ir um­ræð­um 7. dag­skrárlið­ar.
      • 8. Óskots­veg­ur 42 L125474 - ósk um að­al­skipu­lags­breyt­ingu202407160

        Lagt er fram til kynningar minnisblað og upplýsingar úr stjórnsýslunni í samræmi við afgreiðslu á 618. fundi nefndarinnar. Hjálagt er til afgreiðslu erindi Ólafs Hjördísarsonar Jónssonar, f.h. landeiganda.

        Frestað vegna tíma­skorts.

        • 9. Þró­un­ar­áætlun höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2024202101366

          Lögð er fram til kynningar uppfærð Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins SSH fyrir 2024. Með þróunaráætlun er lögð áhersla á að samræma áætlanir sveitarfélaganna um uppbyggingu íbúða- og atvinnuhúsnæðis, auk annarra aðgerða til að ná fram markmiðum svæðisskipulags um þróun höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040. Áætluninni var vísað til kynningar skipulagsnefndar á 1643. fundi bæjarráðs.

          Frestað vegna tíma­skorts.

        • 10. 1. áfangi Blikastaðalands - deili­skipu­lag202304103

          Lagt er fram til kynningar innra minnisblað skipulagsfulltrúa.

          Frestað vegna tíma­skorts.

          • 11. Fossa­veg­ur 16 - fyr­ir­spurn skipu­lags og ósk um stofn­un lóð­ar202410394

            Borist hefur erindi frá Helga Indriðasyni, f.h. Sindraports landeiganda að L123708, dags. 18.10.2024, með ósk um stofnun athafnalóðar að Fossavegi 16. Óskað er eftir aðlögun lóðar og frávik gildandi deiliskipulags.

            Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fjór­um at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar skipu­lags­full­trúa og um­hverf­is­sviðs.

          • 12. Til­laga Mos­fells­bæj­ar að breyt­ingu á að­al­skipu­lagi Reykja­vík­ur 2040 - fram­leng­ing stofn­lagn­ar frá Blikastaða­vegi að Korpu­túni202410446

            Lögð er fram til kynningar tillaga skipulagsfulltrúa að ósk um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 vegna stofnlagnar við Korputorg svo tryggja megi uppbyggingu dreifikerfis fyrir Korputún og Blikastaðaland í Mosfellsbæ, til samræmis við markmið Aðalskipulags Reykjavíkur.

            Frestað vegna tíma­skorts.

            • 13. Breyt­ing á Að­al­skipu­lagi Reykja­vík­ur 2040 - Keld­ur og ná­grenni202410604

              Lögð er fram til kynningar skipulags og verklýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 er varða landnotkun og þróun byggðar í landi Keldna og nágrennis. Við mótun breytingartillagna fyrir Keldur og Keldnaholt verður einnig horft til þróunar byggðar á nærliggjandi svæðum og einkum þeim sem eru innan áhrifasvæðis Borgarlínu í austurhluta borgarinnar. Jafnhliða því er lögð fram áætlun um hvernig standa skuli að umhverfismati breytinganna, sbr. lög nr. 111/2021. Gögn eru til kynningar í skipulagsgáttinni sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnafrestur verklýsingar var frá 19.09.2024 til og með 15.11.2024. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

              Frestað vegna tíma­skorts.

              • 14. Bratta­hlíð við Huldu­hóla­svæði - deili­skipu­lags­breyt­ing - frek­ari upp­bygg­ing202209298

                Lögð eru fram til kynningar vinnslutillaga og drög að deiliskipulagsbreytingu fyrir uppbyggingu að Bröttuhlíð.

                Frestað vegna tíma­skorts.

                Fundargerðir til kynningar

                • 15. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 533202410026F

                  Fundargerð lögð fram til kynningar.

                  Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

                  • 15.1. Engja­veg­ur 6-8 6R - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1 202408065

                    Ævar Örn Jóseps­son Engja­vegi 8 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu og timbri við­bygg­ingu á einni hæð við par­hús nr. 8 á lóð­inni Engja­veg­ur nr. 6-8 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stækk­un er í sam­ræmi við deili­skipu­lags­breyt­ingu sem tók gildi 13. mars 2024. Stækk­un: Íbúð 92,1 m², 316,2 m³.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Lagt fram.

                  • 15.2. Hrafns­höfði 7 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2 202409470

                    Rafn Jó­hann­esson Hrafns­höfða 7 sæk­ir um leyfi til breyt­inga á innra skipu­lagi rað­húss og notk­un­ar bíl­geymslu, sem breyt­ist í íbúð­ar­rými, á lóð­inni Hrafns­höfði nr. 7 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Lagt fram.

                  • 15.3. Laxa­tunga 43 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2, 202401257

                    Durg­ur ehf. Laxa­tungu 41 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu ein­býl­is­hús á tveim­ur hæð­um með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Laxa­tunga nr. 43 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: Íbúð 241,0 m², bíl­geymsla 39,4 m², 737,6 m³.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Lagt fram.

                  • 15.4. Víði­teig­ur, Loka­hús, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202410380

                    Mos­fells­bær Þver­holti 2 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu loka­hús á lóð­inni Víði­teig­ur nr. 44 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 35,3 m², 154,4 m³.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Lagt fram.

                  • 15.5. Varma­land 123809 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1 202410277

                    Veit­ur ohf. Bæj­ar­hálsi 1 Reykja­vík sækja um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um dreif­istöð á lóð­inni Varma­land L123809 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 7,5 m², 21,8 m³.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Lagt fram.

                  • 16. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 534202410039F

                    Fundargerð lögð fram til kynningar.

                    Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

                    • 16.1. Bjark­ar­holt 35 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 3 202408227

                      Rík­is­eign­ir Borg­ar­túni 26 Reykja­vík sækja um leyfi til breyt­inga innra skipu­lags skóla­hús­næð­is á lóð­inni Bjark­ar­holt nr. 35 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

                      Niðurstaða þessa fundar:

                      Lagt fram.

                    • 16.2. Brú­arfljót 3 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202301252

                      Berg Verk­tak­ar ehf. Höfða­bakka 9 Reykja­vík sækja um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta at­vinnu­hús­næð­is í tveim­ur bygg­ing­um með sam­tals 31 eign­ar­hluta á lóð­inni Brú­arfljót nr. 3 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

                      Niðurstaða þessa fundar:

                      Lagt fram.

                    • 16.3. Hamra­brekk­ur 4 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild - Flokk­ur 1, 202401588

                      Eg­ill Þór­ir Ein­ars­son Vætta­borg­um 38 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta frí­stunda­hús á lóð­inni Hamra­brekk­ur nr. 4 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild var grennd­arkynnt, grennd­arkynn­ingu lauk 25.08.2024, eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.
                      Stærð­ir: 129,9 m², 404,0 m³.

                      Niðurstaða þessa fundar:

                      Lagt fram.

                    • 16.4. Há­holt 2 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 3 202410255

                      Mos­fells­bær Þver­holti 2 sæk­ir um leyfi til breyt­inga innra skipu­lags og út­færslu bruna­varna sam­komu­húss á lóð­inni Há­holt nr. 2 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

                      Niðurstaða þessa fundar:

                      Lagt fram.

                    • 16.5. Úugata 64 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2 202410307

                      Krist­inn Óli Halls­son Lækj­ar­vaði 16 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu einn­ar hæð­ar ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Úugata nr. 64 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: Íbúð 217,7 m², bíl­geymsla 32,9 m², 740,9 m³.

                      Niðurstaða þessa fundar:

                      Lagt fram.

                    • 16.6. Úugata 82 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2 202410283

                      Ósk­ar Hall­gríms­son Rós­arima 6 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu tveggja hæða ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Úugata nr. 84 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                      Stærð­ir: Íbúð 199,0 m², bíl­geymsla 34,4 m², 733,0 m³.

                      Niðurstaða þessa fundar:

                      Lagt fram.

                    • 17. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 85202410034F

                      Fundargerð lögð fram til kynningar.

                      Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

                      • 17.1. Laxa­tunga 109-115 - deili­skipu­lags­breyt­ing 202408177

                        Skipu­lags­nefnd sam­þykkti á 614. fundi sín­um að aug­lýsa og kynna til­lög að deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir rað­hús að Laxa­tungu 109-115, í sam­ræmi við 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Til­lag­an sýn­ir breytt lóða­mörk og -stærð­ir að Laxa­tungu 109 og 111 í sam­ræmi við sátt. Einn­ig eru breyt­ing­ar á bygg­ing­ar­reit og lóða­mörk­um rað­húss 111-115 í sam­ræmi við fram­kvæmd­ir. Til­laga að breyt­ingu var kynnt og að­gengi­leg á vef sveit­ar­fé­lags­ins, mos.is, skipu­lags­gátt­inni og aug­lýst með kynn­ing­ar­bréfi auk gagna sem send voru til þing­lýstra eig­end­um fast­eigna að odda­töl­um Laxa­tungu 97-117 til kynn­ing­ar og at­huga­semda. At­huga­semda­frest­ur var frá 18.09.2024 til og með 18.10.2024. Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

                        Niðurstaða þessa fundar:

                        Lagt fram.

                      • 17.2. Hraðastað­ir 6 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202407101

                        Skipu­lags­full­trúi sam­þykkti á 83. fundi sín­um að grennd­arkynna um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi og bygg­ingaráform vegna íveru­húss inn­an 5.068 m² lóð­ar að Hraða­stöð­um 6. Um er að ræða stak­stætt 47,9 m² timb­ur­hús til íbúð­ar, í sam­ræmi við fund­ar­gerð bygg­ing­ar­full­trúa og gögn. Um­sókn bygg­ir á skrán­ingu mann­virk­is þar sem hús hef­ur þeg­ar ver­ið byggt. Til­lag­an var kynnt og gögn höfð að­gengi­leg á vef sveit­ar­fé­lags­ins, mos.is, og aug­lýst með kynn­ing­ar­bréfi auk gagna, sem send voru til þing­lýstra eig­end­um fast­eigna og lóða að Hraða­stöð­um 3, 6, Hraðastaða­vegi 9, 11 og Tún­fæti L123672 til kynn­ing­ar og at­huga­semda. At­huga­semda­frest­ur var frá 18.09.2024 til og með 18.10.2024. Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

                        Niðurstaða þessa fundar:

                        Lagt fram.

                      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00