1. nóvember 2024 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Valdimar Birgisson (VBi) formaður
- Sævar Birgisson (SB) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Haukur Örn Harðarson (HÖH) vara áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Helgafellstorfan - deiliskipulag 7. áfanga Helgafellshverfis201704194
Lögð er fram til kynningar og umræðu drög að deiliskipulagstillögu fyrir 7. áfanga Helgafellshverfis, Helgafellstorfu, ásamt minnisblaði og samantekt skipulagsfulltrúa. Skipulagið sýnir fjölbreytta byggð ólíkra húsagerða; smærri fjölbýli, rað-, par- og einbýlishús auk búsetukjarna. Tillagan áætlar allt að 198 nýjar íbúðir í suðurhlíðum Helgafells og við Ásaveg. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Fulltrúar D-lista Sjálfstæðisflokks leggja fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúar D-lista í skipulagsnefnd leggja til að tillögunni verði synjað og að ný tillaga með mögulega færri íbúðum og þá sérstaklega færri íbúðum í fjölbýlishúsum verði lögð fyrir skipulagsnefnd.
Synjað með þremur atkvæðum fulltrúa B, C og S-lista gegn tveimur atkvæðum fulltrúa D-lista.***
Skipulagsnefnd samþykkir með þremur atkvæðum fulltrúa B, C og S-lista gegn tveimur atkvæðum fulltrúa D-lista að vísa fyrirliggjandi drögum að deiliskipulagi til umhverfissviðs vegna kostnaðarútreikninga en til bæjarráðs og bæjarlögmanns vegna útfærslu frekara samkomulags á grunni samkomulags verkefnis við landeigendur 2017, í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað. Skipulagsnefnd leggur áherslu á að hugað verði að fjölbreyttni í húsagerðum.
***
Bókun fulltrúa D-lista Sjálfstæðisflokks:
Viðræður milli landeigenda og Mosfellsbæjar um deiliskipulag fyrir Hlegafellstorfu hafa ekki skilað árangri meðal annars vegna mismunandi sjónarmiða um fjölda íbúða í skipulaginu. Í tíð síðasta meirihluta 2018-2022 voru lagðar fram nokkrar tillögur um deiliskipulag og fjölda íbúða í Helgafellstorfu sem ekki náðist samkomulag um af ýmsum ástæðum. Í þeim tillögum var verið að horfa á mun færri íbúðir á svæðinu og að ekki yrði þar byggð fjölbýlishús. Í fyrirliggjandi tillögu er búið að fjölga íbúðum í 198 og búið að setja inn í skipulagið 14 fjölbýlishús sem mynda vegg af byggingum neðst í skipulagssvæðinu. Þessi tillaga gerir ráð fyrir mun fleiri íbúðum auk fjölbýlishúsa en samkomulag var um á síðasta kjörtímabili að miða við og vinna út frá. Af þeim ástæðum leggja fulltrúar D-lista í skipulagsnefnd að tillögunni verði synjað og að ný tillaga með mögulega færri íbúðum og þá sérstaklega færri íbúðum í fjölbýlishúsum verði lögð fyrir skipulagsnefnd.Bókun fulltrúa B, C og S-lista Framsóknarflokks, Viðreisnar og Samfylkingar:
Fyrirliggjandi deiliskipulagstillaga er í samræmi við þá uppbyggingu sem nú þegar hefur verið Helgafellshverfi. Mikilvægt er að klára uppbyggingu í hverfinu og klára líka aðra útgönguleið samhliða uppbyggingu áfangans og 6. áfanga. Einnig að uppbygging áfangans standi undir innviða kostnaði. Í þessari tillögu eru minni íbúðir en fleiri og svæðið stækkað frá því sem áður var. Fulltrúar C, B og S-lista leggja áherslu á að gætt verði að uppbroti í húsagerðum fjölbýlishúsa í hverfinu.2. Hraðastaðir 3 L123675 - merkjalýsing, lóða- og landamál202410243
Borist hefur erindi í formi merkjalýsingar frá Hirti Erni Arnarssyni, f.h. landeiganda að Hraðastöðum 3 L123675, með ósk um uppskiptingu lands. Í samræmi við gögn verður stofnuð ein 1,2 ha lóð um húsnæði að Hraðastöðum 3 í Mosfellsdal. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum uppskiptingu lands í samræmi við fyrirliggjandi gögn á grundvelli ákvæða aðalskipulags Mosfellsbæjar um Mosfellsdal, í samræmi við 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3. Breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 - Frekari uppbyggingarmöguleikar í Grafarvogi og öðrum borgarhlutum202410202
Lögð er fram til kynningar skipulags og verklýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 er varða uppbyggingu nýs íbúðarhúsnæðis innan gróinna hverfa. Áhersla er á uppbyggingarmöguleika á smærri vannýttum svæðum innan hverfa, helst í Grafarvogi. Gögn eru til kynningar í skipulagsgáttinni sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnafrestur verklýsingar var frá 05.09.2024 til og með 15.10.2024. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Lagt fram og kynnt. Til samræmis við ábendingar skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, við endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur 2040 um blandaða byggð frá 2021, bendir skipulagsnefnd Mosfellsbæjar á að ný uppbyggingarsvæði og tillaga að þéttingu í fyrirliggjandi gögnum tengist við samgönguæð Vesturlandsvegar um Korpúlfsstaða¬veg í gegnum Mosfellsbæ. Slíkt getur haft áhrif á umferð afkastagetu vegarins til viðbótar við fyrirhugaða uppbyggingu Blikastaðalands í Mosfellsbæ. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar óskar eftir frekari gögnum um umferðargreiningu vegna þéttingu byggðar og uppbyggingaráforma.
4. Ævintýragarður - deiliskipulag201710251
Lagðir eru fram til kynningar og umræðu skipulagsuppdrættir og tillaga Ævintýragarðsins, sem auglýst var til umsagnar og athugasemda þann 03.06.2021. Skipulagsfulltrúi fer yfir áskoranir verkefnisins og athugasemdir sem bárust. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Frestað vegna tímaskorts.
5. Bjarkarholt 26-30 - deiliskipulagsbreyting202409180
Lagt er fram til kynningar minnisblað skipulagsfulltrúa vegna fundar með málsaðila, til samræmis við afgreiðslu á 616. fundi nefndarinnar. Hjálagt er til afgreiðslu erindi frá Birni Guðbrandssyni frá Arkís arkitektum, f.h. Óðalsteins ehf.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að unnin verði tillaga að deiliskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í samræmi við 43. gr. sömu laga. Tillagan skal unnin í nánu samstarfi við skipulagsteymi umhverfissviðs Mosfellsbæjar og skipulagsnefnd.
6. Fellshlíð við Helgafell - ósk um skipulag og uppbyggingu202405235
Lögð eru fram til kynningar frekari gögn eigenda land- og fasteignar að Fellshlíð vegna undirbúnings deiliskipulags lóðarinnar. Óskað er eftir heimild til að fjölga byggingarreitum, byggingum og auka byggingarmagn, til samræmis við fyrirspurn kynnta á 612. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að unnin verði tillaga að deiliskipulagi skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í samræmi við 41. gr. sömu laga.
7. Farsældartún - skipulag202410035
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing fyrir aðal- og deiliskipulagsbreytingu að Skálatúni, nú Farsældartún. Skipulagi svæðisins er ætlað að styðja sem best við farsæld barna og á svæðinu verða byggingar sem munu hýsa aðila sem veita börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra þjónustu s.s. opinberar stofnanir, sérskóli, félagasamtök og sjálfstætt starfandi sérfræðingar. Í deiliskipulagi Farsældartúns verður gert ráð fyrir nýbyggingum sem eru sérhannaðar fyrir þá þjónustu sem þar á að veita. Við vinnslu skipulagsins verður leitast við að greina staðarandann og sögu staðarins í samhengi við sögu Mosfellsbæjar. Markmið skipulagslýsingar er fyrst og fremst að kynna fyrir íbúum og helstu hagaðilum áform skipulagsins, ferli og samráð.
Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að kynna og auglýsa til umsagnar og athugasemda skipulagslýsingu aðal- og deiliskipulags í samræmi við 1. mgr. 36. gr. og 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal kynnt í Mosfellingi, á vef sveitarfélagsins www.mos.is og gögn aðgengileg í Skipulagsgáttinni til umsagnar og athugasemda. Skipulagsnefnd leggur til að haldinn verði kynningarfundur fyrir íbúa um uppbyggingu á Farsældartúni.
8. Óskotsvegur 42 L125474 - ósk um aðalskipulagsbreytingu202407160
Lagt er fram til kynningar minnisblað og upplýsingar úr stjórnsýslunni í samræmi við afgreiðslu á 618. fundi nefndarinnar. Hjálagt er til afgreiðslu erindi Ólafs Hjördísarsonar Jónssonar, f.h. landeiganda.
Frestað vegna tímaskorts.
9. Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2024202101366
Lögð er fram til kynningar uppfærð Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins SSH fyrir 2024. Með þróunaráætlun er lögð áhersla á að samræma áætlanir sveitarfélaganna um uppbyggingu íbúða- og atvinnuhúsnæðis, auk annarra aðgerða til að ná fram markmiðum svæðisskipulags um þróun höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040. Áætluninni var vísað til kynningar skipulagsnefndar á 1643. fundi bæjarráðs.
Frestað vegna tímaskorts.
10. 1. áfangi Blikastaðalands - deiliskipulag202304103
Lagt er fram til kynningar innra minnisblað skipulagsfulltrúa.
Frestað vegna tímaskorts.
11. Fossavegur 16 - fyrirspurn skipulags og ósk um stofnun lóðar202410394
Borist hefur erindi frá Helga Indriðasyni, f.h. Sindraports landeiganda að L123708, dags. 18.10.2024, með ósk um stofnun athafnalóðar að Fossavegi 16. Óskað er eftir aðlögun lóðar og frávik gildandi deiliskipulags.
Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar skipulagsfulltrúa og umhverfissviðs.
12. Tillaga Mosfellsbæjar að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 - framlenging stofnlagnar frá Blikastaðavegi að Korputúni202410446
Lögð er fram til kynningar tillaga skipulagsfulltrúa að ósk um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 vegna stofnlagnar við Korputorg svo tryggja megi uppbyggingu dreifikerfis fyrir Korputún og Blikastaðaland í Mosfellsbæ, til samræmis við markmið Aðalskipulags Reykjavíkur.
Frestað vegna tímaskorts.
13. Breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 - Keldur og nágrenni202410604
Lögð er fram til kynningar skipulags og verklýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 er varða landnotkun og þróun byggðar í landi Keldna og nágrennis. Við mótun breytingartillagna fyrir Keldur og Keldnaholt verður einnig horft til þróunar byggðar á nærliggjandi svæðum og einkum þeim sem eru innan áhrifasvæðis Borgarlínu í austurhluta borgarinnar. Jafnhliða því er lögð fram áætlun um hvernig standa skuli að umhverfismati breytinganna, sbr. lög nr. 111/2021. Gögn eru til kynningar í skipulagsgáttinni sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnafrestur verklýsingar var frá 19.09.2024 til og með 15.11.2024. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Frestað vegna tímaskorts.
14. Brattahlíð við Hulduhólasvæði - deiliskipulagsbreyting - frekari uppbygging202209298
Lögð eru fram til kynningar vinnslutillaga og drög að deiliskipulagsbreytingu fyrir uppbyggingu að Bröttuhlíð.
Frestað vegna tímaskorts.
Fundargerðir til kynningar
15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 533202410026F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
15.1. Engjavegur 6-8 6R - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1 202408065
Ævar Örn Jósepsson Engjavegi 8 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri viðbyggingu á einni hæð við parhús nr. 8 á lóðinni Engjavegur nr. 6-8 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun er í samræmi við deiliskipulagsbreytingu sem tók gildi 13. mars 2024. Stækkun: Íbúð 92,1 m², 316,2 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
15.2. Hrafnshöfði 7 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2 202409470
Rafn Jóhannesson Hrafnshöfða 7 sækir um leyfi til breytinga á innra skipulagi raðhúss og notkunar bílgeymslu, sem breytist í íbúðarrými, á lóðinni Hrafnshöfði nr. 7 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
15.3. Laxatunga 43 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, 202401257
Durgur ehf. Laxatungu 41 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Laxatunga nr. 43 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 241,0 m², bílgeymsla 39,4 m², 737,6 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
15.4. Víðiteigur, Lokahús, umsókn um byggingarleyfi 202410380
Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu lokahús á lóðinni Víðiteigur nr. 44 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 35,3 m², 154,4 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
15.5. Varmaland 123809 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1 202410277
Veitur ohf. Bæjarhálsi 1 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum dreifistöð á lóðinni Varmaland L123809 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 7,5 m², 21,8 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
16. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 534202410039F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
16.1. Bjarkarholt 35 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 3 202408227
Ríkiseignir Borgartúni 26 Reykjavík sækja um leyfi til breytinga innra skipulags skólahúsnæðis á lóðinni Bjarkarholt nr. 35 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
16.2. Brúarfljót 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202301252
Berg Verktakar ehf. Höfðabakka 9 Reykjavík sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta atvinnuhúsnæðis í tveimur byggingum með samtals 31 eignarhluta á lóðinni Brúarfljót nr. 3 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
16.3. Hamrabrekkur 4 - Umsókn um byggingarheimild - Flokkur 1, 202401588
Egill Þórir Einarsson Vættaborgum 38 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta frístundahús á lóðinni Hamrabrekkur nr. 4 í samræmi við framlögð gögn. Umsókn um byggingarheimild var grenndarkynnt, grenndarkynningu lauk 25.08.2024, engar athugasemdir bárust.
Stærðir: 129,9 m², 404,0 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
16.4. Háholt 2 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 3 202410255
Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi til breytinga innra skipulags og útfærslu brunavarna samkomuhúss á lóðinni Háholt nr. 2 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
16.5. Úugata 64 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2 202410307
Kristinn Óli Hallsson Lækjarvaði 16 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einnar hæðar einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Úugata nr. 64 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 217,7 m², bílgeymsla 32,9 m², 740,9 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
16.6. Úugata 82 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2 202410283
Óskar Hallgrímsson Rósarima 6 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Úugata nr. 84 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 199,0 m², bílgeymsla 34,4 m², 733,0 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
17. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 85202410034F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
17.1. Laxatunga 109-115 - deiliskipulagsbreyting 202408177
Skipulagsnefnd samþykkti á 614. fundi sínum að auglýsa og kynna tillög að deiliskipulagsbreytingu fyrir raðhús að Laxatungu 109-115, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan sýnir breytt lóðamörk og -stærðir að Laxatungu 109 og 111 í samræmi við sátt. Einnig eru breytingar á byggingarreit og lóðamörkum raðhúss 111-115 í samræmi við framkvæmdir. Tillaga að breytingu var kynnt og aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, skipulagsgáttinni og auglýst með kynningarbréfi auk gagna sem send voru til þinglýstra eigendum fasteigna að oddatölum Laxatungu 97-117 til kynningar og athugasemda. Athugasemdafrestur var frá 18.09.2024 til og með 18.10.2024. Engar athugasemdir bárust.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
17.2. Hraðastaðir 6 - Umsókn um byggingarleyfi 202407101
Skipulagsfulltrúi samþykkti á 83. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform vegna íveruhúss innan 5.068 m² lóðar að Hraðastöðum 6. Um er að ræða stakstætt 47,9 m² timburhús til íbúðar, í samræmi við fundargerð byggingarfulltrúa og gögn. Umsókn byggir á skráningu mannvirkis þar sem hús hefur þegar verið byggt. Tillagan var kynnt og gögn höfð aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, og auglýst með kynningarbréfi auk gagna, sem send voru til þinglýstra eigendum fasteigna og lóða að Hraðastöðum 3, 6, Hraðastaðavegi 9, 11 og Túnfæti L123672 til kynningar og athugasemda. Athugasemdafrestur var frá 18.09.2024 til og með 18.10.2024. Engar athugasemdir bárust.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.