6. nóvember 2024 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) forseti
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) 1. varaforseti
- Dagný Kristinsdóttir (DK) 2. varaforseti
- Valdimar Birgisson (VBi) 1. varabæjarfulltrúi
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) aðalmaður
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Sævar Birgisson (SB) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Þorbjörg Sólbjartsdóttir (ÞS) 3. varabæjarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Í upphafi fundar las forseti bæjarstjórnar upp eftirfarandi samúðarkveðju: Bæjarstjórn Mosfellsbæjar vottar Sigurði Kristófer McQuillan Óskarssyni formanni Björgunarsveitarinnar Kyndils, sem er einn af máttarstólpum samfélagsins hér í Mosfellsbæ, virðingu og þakklæti, og sendir fjölskyldu hans, ástvinum og björgunarsveitarfélögum dýpstu samúðarkveðjur. Sigurður Kristófer lést af slysförum við björgunaræfingu í þjónustu við það góða starf sem hann helgaði sig. Bæjarfulltrúar minnast hans í dag með þakklæti og virðingu fyrir hans mikilvægu störf og hugrekki.
Dagskrá fundar
Afbrigði
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028202401260
Fyrri umræða bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025-2028.
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri, kynnti drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028 ásamt greinargerð þar sem helstu markmið og niðurstöður eru raktar nánar.
Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs þökkuðu starfsfólki bæjarins sérstaklega fyrir framlag þeirra við undirbúning áætlunarinnar og tóku aðrir bæjarfulltrúar undir þakkir til starfsfólks.
***
Lagðar voru fram tillögur bæjarfulltrúa D lista Sjálfstæðisflokks við fjárhagsáætlun 2025:
Tillaga 1 - Endurskoðun á fyrirkomulagi Vinnuskólans.
Lagt er til að endurskoðað verði fyrirkomulag Vinnuskólans með það í huga að byggja enn frekar ofan á það góða starf sem þar er unnið. Mikilvægt er í dag að styðja vel við vellíðan og öryggi unglinga, styrkja samskiptafærni þeirra, vinnusiðferði og fræða þau á jákvæðan hátt í góðu umhverfi um málefni líðandi stundar. Vinnuskólinn er umhverfi sem hægt er að nýta enn frekar í ofangreint.Endurskoðun þessi gæti jafnvel farið fram með leiðandi sérfræðingum í málefnum unglinga til dæmis í háskólum landsins. Endurskoðun sem hefði það markmið að gera vinnuskólann að krefjandi en á sama tíma gefandi reynslu, jákvæðri vinnu, samvinnu, samstarfi og vináttu.
Auk þess er lagt til að bætt verði við stöðugildi í Vinnuskólanum til að hægt sé að veita eldri borgurum Mosfellsbæjar meiri garðaþjónustu og samliða verði áhöld og tækjabúnaður til verksins endurnýjuð.
Tillaga 2 - Unnið verði að gerð deiliskipulags eldri hverfa Mosfellsbæjar.
Lagt er til að aukið fjármagn verði sett árið 2025 til að vinna við gerð deiliskipulags fyrir eldri hverfi Mosfellsbæjar. Vinna er hafin við þetta verkefni og mikilvægt að klára þessa vinnu til að spara starfsfólki umhverfissviðs tíma og vinnu vegna mála er tengjast ódeiliskipulöguðum hverfum Mosfellsbæjar og samhliða bæta þjónustu við Mosfellinga.Tillaga 3 - Unnið verði að stofnun FabLab smiðju í Mosfellsbæ.
Að sett verði í gang vinna við að koma á stofn FabLab smiðja/nýsköpunarsmiðja sem styður við framsetta atvinnustefnu Mosfellsbæjar.Farið verði í vinnu við að kynna verkefnið fyrir fyrirtækjum í Mosfellsbæ sem myndu vera þátttakendur í verkefninu og gætu komið að því á fjölbreyttan og ólíkan hátt með beinni þátttöku og eða styrkjum.
Tillaga 4 - Úthlutun lóða í nýju deiliskipulagi hesthúsahverfisins.
Lagt er til að úthlutun lóða í hesthúsahverfinu í nýju deiliskipulagi hesthúsahverfis verði framkvæmd sem fyrst. Taka þarf ákvörðun um lágmarksverð lóða með tilliti til kostnaðar vegna gatnagerðar og kostnaðar við lagnir og ákveða hvernig lóðunum verður úthlutað.Tillaga 5 - Lækkun fasteignaskatta.
Lagt er til að fasteignaskattar verði lækkaðir en ekki hækkaðir eins og boðað er í fjárhagsáætlun.Fasteignagjöld í Mosfellsbæ hafa hækkað mjög mikið undanfarin 2 ár vegna mikillar hækkunar á fasteignamati og mál til komið að þeim hækkunum linni á heimili og fjölskyldur í Mosfellsbæ, sem búa við hátt vaxtastig og verðbólgu.
Tillaga 6 - Tekjur á móti tillögum.
Lagt er til að endurskoðuð verði áætlun á tekjum vegna lóðasölu og byggingarétti í fjárhagsáætlun fyrir árið 2025. Miðað við þær úthlutanir á lóðum sem eru fram undan í sveitarfélaginu sem eru í eigu Mosfellsbæjar ætti að vera raunhæft að tekjur vegna lóðaúthlutunar og á byggingarétti verði mun hærri en gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2025.***
Bæjarstjórn samþykkti með 11 atkvæðum að vísa framkomnum tillögum til umfjöllunar í bæjarráði fyrir síðari umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025-2028 og eftir atvikum til frekari vinnslu innan stjórnsýslu Mosfellsbæjar.Bæjarstjórn samþykkti með 11 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028 ásamt greinargerð til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fram fari 4. desember 2024 og til umfjöllunar í fastanefndum.
- FylgiskjalFjárhagsáætlun 2025 - tillögur um skatta og gjöld.pdfFylgiskjalFjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025-2028 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.pdfFylgiskjalGreinargerð með fjárhagsáætlun - fyrri umræða í bæjarstjórn.pdfFylgiskjalForsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2025-2028 (til birtingar).pdfFylgiskjalKynning - fyrri umræða í bæjarstjórn.pdfFylgiskjalTillögur Sjálfstæðisflokks við fjárhagsáætlunar Mosfellsbæjar 2025.pdf
Fundargerð
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1644202410030F
Fundarhlé hófst kl. 17.39. Fundur hófst aftur kl. 17:54.Fundargerð 1644. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 860. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Grenndarstöðvar í Mosfellsbæ 202302133
Lögð fyrir bæjarráð tillaga um umhirðu grenndarstöðva
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1644. fundar bæjarráðs samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.2. Meðferðardeild fyrir börn í Farsældartúni í Mosfellsbæ 202410416
Umræða og upplýsingagjöf í tengslum við opnun meðferðardeildar fyrir börn í húsnæði Farsældartúns í Mosfellsbæ að beiðni Sjálfstæðisflokks.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1644. fundar bæjarráðs samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.3. Viðurkenning á bótaskyldu vegna hagnýtingar á grunnvatni í Laxnesdýjum 202012139
Tillaga um afbrigði
Lagður fram til kynningar dómur héraðsdóms í máli Þórarins Jónassonar á hendur Mosfellsbæ er varðar viðurkenningu á bótaskyldu vegna hagnýtingar á grunnvatni í Laxnesdýjum. Mosfellsbær var sýknaður af kröfum í málinu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1644. fundar bæjarráðs samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1645202410040F
Fundargerð 1645. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 860. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028 202401260
Trúnaðarmerkt drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028 ásamt greinargerð lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1645. fundar bæjarráðs samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.2. Gjaldskrá Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu 2025 202410436
Gjaldskrá Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu 2025 lögð fram til samþykktar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1645. fundar bæjarráðs samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.3. Reiðstígar í Mosfellsbæ 202310509
Lögð er fyrir bæjarráð stöðuskýrsla um reiðstíga í Mosfellsbæ og tillaga um næstu skref.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1645. fundar bæjarráðs samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.4. Ályktun Skógræktarfélags Íslands um vörsluskyldu búfjár 202410653
Ályktun frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands þar sem ríki og sveitarfélög eru hvött til að fylgja eftir vörsluskyldu búfjár.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1645. fundar bæjarráðs samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.5. Samstarf þjónustuaðila á sviði endurhæfingar 202410176
Tillaga um þátttöku í samstarfi á sviði endurhæfingar lögð fyrir til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1645. fundar bæjarráðs samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4. Ungmennaráð Mosfellsbæjar - 72202410047F
Fundargerð 72. fundar ungmennaráðs lögð fram til afgreiðslu á 860. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Velferð ungmenna í Mosfellsbæ 202410403
Samtal bæjarstjóra við ungmennaráð um velferð barna í Mosfellsbæ
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 72. fundar ungmennaráðs samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.2. Farsæld barna 2024 202403152
Kynning á farsæld barna. Á fund ráðsins mætir Elvar Jónsson leiðtogi farsældar barna.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 72. fundar ungmennaráðs samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.3. Kynning á stjórnsýslu bæjarins 201007027
Kynning á stjórnsýslu Mosfellsbæjar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 72. fundar ungmennaráðs samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5. Ungmennaráð Mosfellsbæjar - 73202410049F
Fundargerð 73. fundar ungmennaráðs lögð fram til afgreiðslu á 860. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Áherslur ungmennaráðs 2024-25 202410724
Umræður um áherslur og málefni.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 73. fundar ungmennaráðs samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.2. Fundur UNICEF og Umboðsmanns barna með börnum um Strætó 202410438
UNICEF á Íslandi og Umboðsmaður barna boðuðu ungmennaráð sveitarfélaganna á fund sinn til að ræða og skoða stöðu barna þegar kemur að strætónotkun. Frá Mosfellsbæ mættu fjórir aðilar úr ungmennaráði ásamt starfsmanni Félagsmiðstöðvarinnar Bólsins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 73. fundar ungmennaráðs samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.3. Farsæld barna 2024 202403152
Kynning á farsæld barna. Á fund ráðsins mætir ELvar Jónsson leiðtogi farsældar barna.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 73. fundar ungmennaráðs samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 252202409029F
Fundargerð 252. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 860. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Umhverfis- og loftslagsstefna fyrir Mosfellsbæ 202301124
Niðurstöður samráðs við nemendur FMOS lagðar fram til kynningar. Umhverfisnefnd upplýst um stöðuna á samráði við grunnskólanemendur.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 252. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.2. Beitarhólf í Mosfellsbæ 202409522
Úttekt á ástandi beitarhólfa í Mosfellsbæ lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 252. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.3. Hávaðakortlagning vegna umferðar fyrir 2022 202408301
Kynning á hávaðakortlagningu Vegagerðarinnar og Mosfellsbæ kynnt. Fulltrúar frá Eflu verkfræðistofu fara yfir samvinnuverkefnið og niðurstöður kortlagningarinnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 252. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.4. Niðurstöður vegna vöktunar og saurgerlamælinga í yfirborðsvatni og strandsjó 202308840
Heilbrigðiseftirlitið kemur og kynnir niðurstöður sýnataka í ám og sjó í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 252. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8. Velferðarnefnd Mosfellsbæjar - 23202410032F
Fundargerð 23. fundar velferðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 860. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Lykiltölur 2024 202404149
Lykiltölur velferðarsviðs janúar - september 2024 lagðar fyrir til kynningar og umræðu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 23. fundar velferðarnefndar samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028 202401260
Drög að fjárfestingaáætlun velferðarsviðs 2025 lögð fyrir til kynningar og umræðu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 23. fundar velferðarnefndar samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.3. Áfangaskýrsla kostnaðar- og ábyrgðarskipting ríkis og sveitarfélaga í þjónustu við fatlað fólk 202410085
Áfangaskýrsla II um kostnaðar- og ábyrgðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga í málfenum fatlaðs fólks lögð fyrir til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 23. fundar velferðarnefndar samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.4. Skýrsla um stöðu og þróun jafnréttismála á Íslandi 2020-2024 202410184
Skýrsla jafnréttisráðherra um stöðu og þróun jafnréttismála 2020-2024 lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 23. fundar velferðarnefndar samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
10. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 619202410041F
Fundargerð 619. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 860. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
10.1. Helgafellstorfan - deiliskipulag 7. áfanga Helgafellshverfis 201704194
Lögð er fram til kynningar og umræðu drög að deiliskipulagstillögu fyrir 7. áfanga Helgafellshverfis, Helgafellstorfu, ásamt minnisblaði og samantekt skipulagsfulltrúa. Skipulagið sýnir fjölbreytta byggð ólíkra húsagerða; smærri fjölbýli, rað-, par- og einbýlishús auk búsetukjarna. Tillagan áætlar allt að 198 nýjar íbúðir í suðurhlíðum Helgafells og við Ásaveg.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.Niðurstaða þessa fundar:
Halla Karen Kristjánsdóttir bæjarfulltrúi vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins. Þorbjörg Sólbjartsdóttir varabæjarfulltrúi tók sæti á fundinum við umfjöllun og afgreiðslu málsins.
***
Dagný Kristinsdóttir bæjarfulltrúi vék af fundi kl. 19:45 undir umræðu um dagskrárlið 10.1.
***
Fundarhlé hófst kl. 18:41. Fundur hófst aftur kl. 19:25.***
Lagðar voru fram eftirfarandi tillögur D lista Sjálfstæðisflokks:
Tillaga 1.
Lagt er til að kjörnir fulltrúar verði upplýstir um hvernig stjórnsýsla Mosfellsbæjar og fulltrúar meirihlutans hyggist haga áframhaldandi vinnu við málið og samningum við landeigendur um uppbyggingu og skiptingu landsins sem er í eigu einkaaðila og Mosfellsbæjar, með tilliti til þessa mikla hagsmuna áreksturs sem blasir við með eignarhaldi oddvita B lista og formanns bæjarráðs og fjölskyldu hennar í hluta landsins í Helgafellstorfu sem um er að ræða.Tillagan var samþykkt með 10 atkvæðum.
***
Tillaga 2.
Fulltrúar D lista í skipulagsnefnd leggja til að tillögunni verði synjað og að ný tillaga með mögulega færri íbúðum og þá sérstaklega færri íbúðum í fjölbýlishúsum verði lögð fyrir skipulagsnefnd.Lögð var fram eftirfarandi málsmeðferðartillaga um afgreiðslu málsins:
Lagt er til að fyrirliggjandi drög að deiliskipulagstillögu sem lá fyrir fundi skipulagsnefndar verði vísað til umhverfissviðs m.a. til kostnaðarútreikninga og rýni á skipulagi. Að þeirri vinnu lokinni verði málið lagt aftur fyrir skipulagsnefnd.Málsmeðferðartillagan var samþykkt með 10 atkvæðum.
10.2. Hraðastaðir 3 L123675 - merkjalýsing, lóða- og landamál 202410243
Borist hefur erindi í formi merkjalýsingar frá Hirti Erni Arnarssyni, f.h. landeiganda að Hraðastöðum 3 L123675, með ósk um uppskiptingu lands. Í samræmi við gögn verður stofnuð ein 1,2 ha lóð um húsnæði að Hraðastöðum 3 í Mosfellsdal.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 619. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
10.3. Breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 - Frekari uppbyggingarmöguleikar í Grafarvogi og öðrum borgarhlutum 202410202
Lögð er fram til kynningar skipulags og verklýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 er varða uppbyggingu nýs íbúðarhúsnæðis innan gróinna hverfa. Áhersla er á uppbyggingarmöguleika á smærri vannýttum svæðum innan hverfa, helst í Grafarvogi. Gögn eru til kynningar í skipulagsgáttinni sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnafrestur verklýsingar var frá 05.09.2024 til og með 15.10.2024.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 619. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
10.4. Ævintýragarður - deiliskipulag 201710251
Lagðir eru fram til kynningar og umræðu skipulagsuppdrættir og tillaga Ævintýragarðsins, sem auglýst var til umsagnar og athugasemda þann 03.06.2021. Skipulagsfulltrúi fer yfir áskoranir verkefnisins og athugasemdir sem bárust.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 619. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
10.5. Bjarkarholt 26-30 - deiliskipulagsbreyting 202409180
Lagt er fram til kynningar minnisblað skipulagsfulltrúa vegna fundar með málsaðila, til samræmis við afgreiðslu á 616. fundi nefndarinnar. Hjálagt er til afgreiðslu erindi frá Birni Guðbrandssyni frá Arkís arkitektum, f.h. Óðalsteins ehf.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 619. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
10.6. Fellshlíð við Helgafell - ósk um skipulag og uppbyggingu 202405235
Lögð eru fram til kynningar frekari gögn eigenda land- og fasteignar að Fellshlíð vegna undirbúnings deiliskipulags lóðarinnar. Óskað er eftir heimild til að fjölga byggingarreitum, byggingum og auka byggingarmagn, til samræmis við fyrirspurn kynnta á 612. fundi nefndarinnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 619. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
10.7. Farsældartún - skipulag 202410035
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing fyrir aðal- og deiliskipulagsbreytingu að Skálatúni, nú Farsældartún. Skipulagi svæðisins er ætlað að styðja sem best við farsæld barna og á svæðinu verða byggingar sem munu hýsa aðila sem veita börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra þjónustu s.s. opinberar stofnanir, sérskóli, félagasamtök og sjálfstætt starfandi sérfræðingar. Í deiliskipulagi Farsældartúns verður gert ráð fyrir nýbyggingum sem eru sérhannaðar fyrir þá þjónustu sem þar á að veita. Við vinnslu skipulagsins verður leitast við að greina staðarandann og sögu staðarins í samhengi við sögu Mosfellsbæjar.
Markmið skipulagslýsingar er fyrst og fremst að kynna fyrir íbúum og helstu hagaðilum áform skipulagsins, ferli og samráð.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 619. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
10.8. Óskotsvegur 42 L125474 - ósk um aðalskipulagsbreytingu 202407160
Lagt er fram til kynningar minnisblað og upplýsingar úr stjórnsýslunni í samræmi við afgreiðslu á 618. fundi nefndarinnar. Hjálagt er til afgreiðslu erindi Ólafs Hjördísarsonar Jónssonar, f.h. landeiganda.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 619. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
10.9. Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2024 202101366
Lögð er fram til kynningar uppfærð Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins SSH fyrir 2024. Með þróunaráætlun er lögð áhersla á að samræma áætlanir sveitarfélaganna um uppbyggingu íbúða- og atvinnuhúsnæðis, auk annarra aðgerða til að ná fram markmiðum svæðisskipulags um þróun höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040. Áætluninni var vísað til kynningar skipulagsnefndar á 1643. fundi bæjarráðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 619. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
10.10. 1. áfangi Blikastaðalands - deiliskipulag 202304103
Lagt er fram til kynningar innra minnisblað skipulagsfulltrúa.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 619. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
10.11. Fossavegur 16 - fyrirspurn skipulags og ósk um stofnun lóðar 202410394
Borist hefur erindi frá Helga Indriðasyni, f.h. Sindraports landeiganda að L123708, dags. 18.10.2024, með ósk um stofnun athafnalóðar að Fossavegi 16. Óskað er eftir aðlögun lóðar og frávik gildandi deiliskipulags.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 619. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
10.12. Tillaga Mosfellsbæjar að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 - framlenging stofnlagnar frá Blikastaðavegi að Korputúni 202410446
Lögð er fram til kynningar tillaga skipulagsfulltrúa að ósk um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 vegna stofnlagnar við Korputorg svo tryggja megi uppbyggingu dreifikerfis fyrir Korputún og Blikastaðaland í Mosfellsbæ, til samræmis við markmið Aðalskipulags Reykjavíkur.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 619. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
10.13. Breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 - Keldur og nágrenni 202410604
Lögð er fram til kynningar skipulags og verklýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 er varða landnotkun og þróun byggðar í landi Keldna og nágrennis. Við mótun breytingartillagna fyrir Keldur og Keldnaholt verður einnig horft til þróunar byggðar á nærliggjandi svæðum og einkum þeim sem eru innan áhrifasvæðis Borgarlínu í austurhluta borgarinnar. Jafnhliða því er lögð fram áætlun um hvernig standa skuli að umhverfismati breytinganna, sbr. lög nr. 111/2021. Gögn eru til kynningar í skipulagsgáttinni sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnafrestur verklýsingar var frá 19.09.2024 til og með 15.11.2024.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 619. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
10.14. Brattahlíð við Hulduhólasvæði - deiliskipulagsbreyting - frekari uppbygging 202209298
Lögð eru fram til kynningar vinnslutillaga og drög að deiliskipulagsbreytingu fyrir uppbyggingu að Bröttuhlíð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 619. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
10.15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 533 202410026F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 619. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
10.16. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 534 202410039F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 619. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
10.17. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 85 202410034F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 619. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
Fundargerðir til staðfestingar
7. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 283202410029F
Fundargerð 283. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 860. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Íþróttafólk Mosfellsbæjar 2024 202410373
Umræður um kjör íþróttafólks Mosfellsbæjar 2024
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 283. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.2. Heimsókn íþrótta- og tómstundanefndar til íþrótta- og tómstundafélaga 2024 202409574
Síðasti hluti heimsókna íþrótta- og tómstundanefndar til félaga sem hafa samstarfssamnning við Mosfellsbæ vegna barna- og unglingastarfs.
Heimsókn til Ungmennafélagsins Aftureldingar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 283. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 437202410035F
Fundargerð 437. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 860. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
9.1. Skólaskylda grunnskólabarna í Mosfellsbæ skólaárið 2024-2025 202409503
Lagt fram til upplýsinga
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 437. fundar fræðslunefndar samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.2. Starfsáætlanir 2024-2025 202410449
Starfsáætlanir leik-og grunnskóla lagðar fram til upplýsinga og staðfestingar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 437. fundar fræðslunefndar samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- FylgiskjalStarfsáætlun Lágafellsskóla 2024-2025.pdfFylgiskjalStarfsáætlun Krikaskóla 2024-2025a.pdfFylgiskjalStarfsáætlun Helgafellsskóla 2024-2025.pdfFylgiskjalStarfsáætlun Hlaðhamrar 2024-2025.pdfFylgiskjalStarfsáætlun Hlíð 2024-2025.pdfFylgiskjalStarfsáætlun Reykjakots 2024-2025.pdfFylgiskjalStarfsáætlun Leirvogstunguskóla 2024-2025.pdfFylgiskjalStarfsáætlun Varmárskóla 2024-2025.pdfFylgiskjalStarfsáætlun Höfðabergs 2024-2025.pdfFylgiskjalStarfsáætlun Huldubergs 2024-2025.pdfFylgiskjalStarfsáætlun Kvíslarskóli 2024-2025.pdf
9.3. Menntastefna Mosfellsbæjar 201902331
Kynning á heimasíðu Menntastefnu
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 437. fundar fræðslunefndar samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.4. Vettvangs- og kynnisferðir fræðslunefndar 2022 - 2026 202208563
Heimsókn í Leirvogstunguskóla
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 437. fundar fræðslunefndar samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
Almenn erindi
11. Alþingiskosningar 2024 - tillaga um kjörstað og fjölda kjördeilda202410398
Tillaga um kjörstað og fjölda kjördeilda við alþingiskosningar 30. nóvember 2024.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum að kjörstaður í Mosfellsbæ við alþingskosningar 30. nóvember 2024 verði í Lágfellsskóla í átta kjördeildum.
12. Alþingiskosningar 2024 - kosning í undirkjörstjórnir202410398
Tillaga um kosningu aðila í undirkjörstjórnir vegna alþingiskosninga sem fram fara 30. nóvember 2024. Lagt er til að bæjarstjórn samþykki jafnframt að veita bæjarráði umboð til að kjósa fulltrúa í undirkjörstjórnir komi til forfalla kjörinna fulltrúa, eftir því sem þörf krefur fram að kjördegi.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum að kjósa aðila í undirkjörstjórnir vegna alþingiskosninga sem fram fara 30. nóvember 2024 í samræmi við fyrirliggjandi tilnefningar.
Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að veita bæjarráði umboð til að kjósa fulltrúa í undirkjörstjórnir komi til forfalla kjörinna fulltrúa, eftir því sem þörf krefur fram að kjördegi.
Fundargerðir til kynningar
13. Fundargerð 587. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202410476
Fundargerð 587. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Fundargerð 587. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 860. fundi bæjarstjórnar.
14. Fundargerð 588. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202410717
Fundargerð 588. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Fundargerð 588. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 860. fundi bæjarstjórnar.
15. Fundargerð 51. eigendafundar Sorpu bs.202410681
Fundargerð 51. eigendafundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 51. eigendafundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 860. fundi bæjarstjórnar.
16. Fundargerð 130. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins202410699
Fundargerð 130. fundar svæðisskipulagsnefndar lögð fram til kynningar.
Fundargerð 130. fundar svæðisskipulagsnefndar lögð fram til kynningar á 860. fundi bæjarstjórnar.
17. Fundargerð 953. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga202410725
Fundargerð 953. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Fundargerð 953. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 860. fundi bæjarstjórnar.
18. Fundargerð 28. fundar heilbrigðisnefndar202410693
Fundargerð 28. fundar heilbrigðisnefndar lögð fram til kynningar.
Fundargerð 28. fundar heilbrigðisnefndar lögð fram til kynningar á 860. fundi bæjarstjórnar.