Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

6. nóvember 2024 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Örvar Jóhannsson (ÖJ) forseti
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) 1. varaforseti
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) 2. varaforseti
  • Valdimar Birgisson (VBi) 1. varabæjarfulltrúi
  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) aðalmaður
  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Sævar Birgisson (SB) aðalmaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Þorbjörg Sólbjartsdóttir (ÞS) 3. varabæjarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Í upp­hafi fund­ar las for­seti bæj­ar­stjórn­ar upp eft­ir­far­andi sam­úð­arkveðju: Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar vott­ar Sig­urði Kristó­fer McQuill­an Ósk­ars­syni formanni Björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Kyndils, sem er einn af mátt­ar­stólp­um sam­fé­lags­ins hér í Mos­fells­bæ, virð­ingu og þakklæti, og send­ir fjöl­skyldu hans, ást­vin­um og björg­un­ar­sveit­ar­fé­lög­um dýpstu sam­úð­arkveðj­ur. Sig­urð­ur Kristó­fer lést af slys­för­um við björg­un­aræf­ingu í þjón­ustu við það góða starf sem hann helg­aði sig. Bæj­ar­full­trú­ar minn­ast hans í dag með þakklæti og virð­ingu fyr­ir hans mik­il­vægu störf og hug­rekki.


Dagskrá fundar

Afbrigði

  • 1. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2025 til 2028202401260

    Fyrri umræða bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025-2028.

    Regína Ás­valds­dótt­ir, bæj­ar­stjóri, kynnti drög að fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2025 til 2028 ásamt grein­ar­gerð þar sem helstu markmið og nið­ur­stöð­ur eru rakt­ar nán­ar.

    Bæj­ar­stjóri og formað­ur bæj­ar­ráðs þökk­uðu starfs­fólki bæj­ar­ins sér­stak­lega fyr­ir fram­lag þeirra við und­ir­bún­ing áætl­un­ar­inn­ar og tóku að­r­ir bæj­ar­full­trú­ar und­ir þakk­ir til starfs­fólks.

    ***

    Lagð­ar voru fram til­lög­ur bæj­ar­full­trúa D lista Sjálf­stæð­is­flokks við fjár­hags­áætlun 2025:

    Til­laga 1 - End­ur­skoð­un á fyr­ir­komu­lagi Vinnu­skól­ans.
    Lagt er til að end­ur­skoð­að verði fyr­ir­komulag Vinnu­skól­ans með það í huga að byggja enn frek­ar ofan á það góða starf sem þar er unn­ið. Mik­il­vægt er í dag að styðja vel við vellíð­an og ör­yggi ung­linga, styrkja sam­skipta­færni þeirra, vinnusið­ferði og fræða þau á já­kvæð­an hátt í góðu um­hverfi um mál­efni líð­andi stund­ar. Vinnu­skól­inn er um­hverfi sem hægt er að nýta enn frek­ar í of­an­greint.

    End­ur­skoð­un þessi gæti jafn­vel far­ið fram með leið­andi sér­fræð­ing­um í mál­efn­um ung­linga til dæm­is í há­skól­um lands­ins. End­ur­skoð­un sem hefði það markmið að gera vinnu­skól­ann að krefj­andi en á sama tíma gef­andi reynslu, já­kvæðri vinnu, sam­vinnu, sam­starfi og vináttu.

    Auk þess er lagt til að bætt verði við stöðu­gildi í Vinnu­skól­an­um til að hægt sé að veita eldri borg­ur­um Mos­fells­bæj­ar meiri garða­þjón­ustu og samliða verði áhöld og tækja­bún­að­ur til verks­ins end­ur­nýj­uð.

    Til­laga 2 - Unn­ið verði að gerð deili­skipu­lags eldri hverfa Mos­fells­bæj­ar.
    Lagt er til að auk­ið fjár­magn verði sett árið 2025 til að vinna við gerð deili­skipu­lags fyr­ir eldri hverfi Mos­fells­bæj­ar. Vinna er hafin við þetta verk­efni og mik­il­vægt að klára þessa vinnu til að spara starfs­fólki um­hverf­is­sviðs tíma og vinnu vegna mála er tengjast ódeili­skipu­lög­uð­um hverf­um Mos­fells­bæj­ar og sam­hliða bæta þjón­ustu við Mos­fell­inga.

    Til­laga 3 - Unn­ið verði að stofn­un FabLab smiðju í Mos­fells­bæ.
    Að sett verði í gang vinna við að koma á stofn FabLab smiðja/ný­sköp­un­ar­smiðja sem styð­ur við fram­setta at­vinnu­stefnu Mos­fells­bæj­ar.

    Far­ið verði í vinnu við að kynna verk­efn­ið fyr­ir fyr­ir­tækj­um í Mos­fells­bæ sem myndu vera þátt­tak­end­ur í verk­efn­inu og gætu kom­ið að því á fjöl­breytt­an og ólík­an hátt með beinni þátt­töku og eða styrkj­um.

    Til­laga 4 - Út­hlut­un lóða í nýju deili­skipu­lagi hest­húsa­hverf­is­ins.
    Lagt er til að út­hlut­un lóða í hest­húsa­hverf­inu í nýju deili­skipu­lagi hest­húsa­hverf­is verði fram­kvæmd sem fyrst. Taka þarf ákvörð­un um lág­marks­verð lóða með til­liti til kostn­að­ar vegna gatna­gerð­ar og kostn­að­ar við lagn­ir og ákveða hvern­ig lóð­un­um verð­ur út­hlutað.

    Til­laga 5 - Lækk­un fast­eigna­skatta.
    Lagt er til að fast­eigna­skatt­ar verði lækk­að­ir en ekki hækk­að­ir eins og boð­að er í fjár­hags­áætlun.

    Fast­eigna­gjöld í Mos­fells­bæ hafa hækkað mjög mik­ið und­an­farin 2 ár vegna mik­ill­ar hækk­un­ar á fast­eigna­mati og mál til kom­ið að þeim hækk­un­um linni á heim­ili og fjöl­skyld­ur í Mos­fells­bæ, sem búa við hátt vaxt­ast­ig og verð­bólgu.

    Til­laga 6 - Tekj­ur á móti til­lög­um.
    Lagt er til að end­ur­skoð­uð verði áætlun á tekj­um vegna lóða­sölu og bygg­inga­rétti í fjár­hags­áætlun fyr­ir árið 2025. Mið­að við þær út­hlut­an­ir á lóð­um sem eru fram und­an í sveit­ar­fé­lag­inu sem eru í eigu Mos­fells­bæj­ar ætti að vera raun­hæft að tekj­ur vegna lóða­út­hlut­un­ar og á bygg­inga­rétti verði mun hærri en gert er ráð fyr­ir í fjár­hags­áætlun 2025.

    ***
    Bæj­ar­stjórn sam­þykkti með 11 at­kvæð­um að vísa fram­komn­um til­lög­um til um­fjöll­un­ar í bæj­ar­ráði fyr­ir síð­ari um­ræðu bæj­ar­stjórn­ar um fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2025-2028 og eft­ir at­vik­um til frek­ari vinnslu inn­an stjórn­sýslu Mos­fells­bæj­ar.

    Bæj­ar­stjórn sam­þykkti með 11 at­kvæð­um að vísa fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2025 til 2028 ásamt grein­ar­gerð til síð­ari um­ræðu í bæj­ar­stjórn sem fram fari 4. des­em­ber 2024 og til um­fjöll­un­ar í fasta­nefnd­um.

Fundargerð

  • 2. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1644202410030F

    Fund­ar­hlé hófst kl. 17.39. Fund­ur hófst aft­ur kl. 17:54.

    Fund­ar­gerð 1644. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

    • 2.1. Grennd­ar­stöðv­ar í Mos­fells­bæ 202302133

      Lögð fyr­ir bæj­ar­ráð til­laga um um­hirðu grennd­ar­stöðva

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1644. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 2.2. Með­ferð­ar­deild fyr­ir börn í Far­sæld­ar­túni í Mos­fells­bæ 202410416

      Um­ræða og upp­lýs­inga­gjöf í tengsl­um við opn­un með­ferð­ar­deild­ar fyr­ir börn í hús­næði Far­sæld­ar­túns í Mos­fells­bæ að beiðni Sjálf­stæð­is­flokks.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1644. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 2.3. Við­ur­kenn­ing á bóta­skyldu vegna hag­nýt­ing­ar á grunn­vatni í Lax­nes­dýj­um 202012139

      Til­laga um af­brigði

      Lagð­ur fram til kynn­ing­ar dóm­ur hér­aðs­dóms í máli Þór­ar­ins Jónas­son­ar á hend­ur Mos­fells­bæ er varð­ar við­ur­kenn­ingu á bóta­skyldu vegna hag­nýt­ing­ar á grunn­vatni í Lax­nes­dýj­um. Mos­fells­bær var sýkn­að­ur af kröf­um í mál­inu.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1644. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 3. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1645202410040F

      Fund­ar­gerð 1645. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

      • 3.1. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2025 til 2028 202401260

        Trún­að­ar­merkt drög að fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2025 til 2028 ásamt grein­ar­gerð lögð fram.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1645. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

      • 3.2. Gjaldskrá Slökkvi­liðs­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 2025 202410436

        Gjaldskrá Slökkvi­liðs­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 2025 lögð fram til sam­þykkt­ar

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1645. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

      • 3.3. Reiðstíg­ar í Mos­fells­bæ 202310509

        Lögð er fyr­ir bæj­ar­ráð stöðu­skýrsla um reiðstíga í Mos­fells­bæ og til­laga um næstu skref.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1645. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

      • 3.4. Álykt­un Skóg­rækt­ar­fé­lags Ís­lands um vörslu­skyldu búfjár 202410653

        Álykt­un frá að­al­fundi Skóg­rækt­ar­fé­lags Ís­lands þar sem ríki og sveit­ar­fé­lög eru hvött til að fylgja eft­ir vörslu­skyldu búfjár.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1645. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

      • 3.5. Sam­st­arf þjón­ustu­að­ila á sviði end­ur­hæf­ing­ar 202410176

        Til­laga um þátt­töku í sam­starfi á sviði end­ur­hæf­ing­ar lögð fyr­ir til sam­þykkt­ar.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1645. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

      • 4. Ung­mennaráð Mos­fells­bæj­ar - 72202410047F

        Fund­ar­gerð 72. fund­ar ung­menna­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

        • 4.1. Vel­ferð ung­menna í Mos­fells­bæ 202410403

          Sam­tal bæj­ar­stjóra við ung­mennaráð um vel­ferð barna í Mos­fells­bæ

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 72. fund­ar ung­menna­ráðs sam­þykkt á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 4.2. Far­sæld barna 2024 202403152

          Kynn­ing á far­sæld barna. Á fund ráðs­ins mæt­ir Elv­ar Jóns­son leið­togi far­sæld­ar barna.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 72. fund­ar ung­menna­ráðs sam­þykkt á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 4.3. Kynn­ing á stjórn­sýslu bæj­ar­ins 201007027

          Kynn­ing á stjórn­sýslu Mos­fells­bæj­ar

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 72. fund­ar ung­menna­ráðs sam­þykkt á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 5. Ung­mennaráð Mos­fells­bæj­ar - 73202410049F

          Fund­ar­gerð 73. fund­ar ung­menna­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

          • 5.1. Áhersl­ur ung­menna­ráðs 2024-25 202410724

            Um­ræð­ur um áhersl­ur og mál­efni.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 73. fund­ar ung­menna­ráðs sam­þykkt á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

          • 5.2. Fund­ur UNICEF og Um­boðs­manns barna með börn­um um Strætó 202410438

            UNICEF á Ís­landi og Um­boðs­mað­ur barna boð­uðu ung­mennaráð sveit­ar­fé­lag­anna á fund sinn til að ræða og skoða stöðu barna þeg­ar kem­ur að strætónotk­un. Frá Mos­fells­bæ mættu fjór­ir að­il­ar úr ung­menna­ráði ásamt starfs­manni Fé­lags­mið­stöðv­ar­inn­ar Bóls­ins.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 73. fund­ar ung­menna­ráðs sam­þykkt á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

          • 5.3. Far­sæld barna 2024 202403152

            Kynn­ing á far­sæld barna. Á fund ráðs­ins mæt­ir ELv­ar Jóns­son leið­togi far­sæld­ar barna.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 73. fund­ar ung­menna­ráðs sam­þykkt á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

          • 6. Um­hverf­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 252202409029F

            Fund­ar­gerð 252. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

            • 8. Vel­ferð­ar­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 23202410032F

              Fund­ar­gerð 23. fund­ar vel­ferð­ar­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

              • 8.1. Lyk­il­töl­ur 2024 202404149

                Lyk­il­töl­ur vel­ferð­ar­sviðs janú­ar - sept­em­ber 2024 lagð­ar fyr­ir til kynn­ing­ar og um­ræðu.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 23. fund­ar vel­ferð­ar­nefnd­ar sam­þykkt á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

              • 8.2. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2025 til 2028 202401260

                Drög að fjár­fest­inga­áætlun vel­ferð­ar­sviðs 2025 lögð fyr­ir til kynn­ing­ar og um­ræðu.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 23. fund­ar vel­ferð­ar­nefnd­ar sam­þykkt á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

              • 8.3. Áfanga­skýrsla kostn­að­ar- og ábyrgð­ar­skipt­ing rík­is og sveit­ar­fé­laga í þjón­ustu við fatlað fólk 202410085

                Áfanga­skýrsla II um kostn­að­ar- og ábyrgð­ar­skipt­ingu rík­is og sveit­ar­fé­laga í mál­fen­um fatl­aðs fólks lögð fyr­ir til kynn­ing­ar.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 23. fund­ar vel­ferð­ar­nefnd­ar sam­þykkt á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

              • 8.4. Skýrsla um stöðu og þró­un jafn­rétt­is­mála á Ís­landi 2020-2024 202410184

                Skýrsla jafn­rétt­is­ráð­herra um stöðu og þró­un jafn­rétt­is­mála 2020-2024 lögð fram.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 23. fund­ar vel­ferð­ar­nefnd­ar sam­þykkt á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

              • 10. Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 619202410041F

                Fund­ar­gerð 619. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

                • 10.1. Helga­fell­storf­an - deili­skipu­lag 7. áfanga Helga­fells­hverf­is 201704194

                  Lögð er fram til kynn­ing­ar og um­ræðu drög að deili­skipu­lagstil­lögu fyr­ir 7. áfanga Helga­fells­hverf­is, Helga­fell­storfu, ásamt minn­is­blaði og sam­an­tekt skipu­lags­full­trúa. Skipu­lag­ið sýn­ir fjöl­breytta byggð ólíkra húsa­gerða; smærri fjöl­býli, rað-, par- og ein­býl­is­hús auk bú­setukjarna. Til­lag­an áætl­ar allt að 198 nýj­ar íbúð­ir í suð­ur­hlíð­um Helga­fells og við Ása­veg.
                  Mál­inu var frestað vegna tíma­skorts á síð­asta fundi nefnd­ar­inn­ar.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Halla Karen Kristjáns­dótt­ir bæj­ar­full­trúi vék af fundi við um­ræðu og af­greiðslu máls­ins. Þor­björg Sól­bjarts­dótt­ir vara­bæj­ar­full­trúi tók sæti á fund­in­um við um­fjöllun og af­greiðslu máls­ins.

                  ***

                  Dagný Krist­ins­dótt­ir bæj­ar­full­trúi vék af fundi kl. 19:45 und­ir um­ræðu um dag­skrárlið 10.1.

                  ***
                  Fund­ar­hlé hófst kl. 18:41. Fund­ur hófst aft­ur kl. 19:25.

                  ***

                  Lagð­ar voru fram eft­ir­far­andi til­lög­ur D lista Sjálf­stæð­is­flokks:

                  Til­laga 1.
                  Lagt er til að kjörn­ir full­trú­ar verði upp­lýst­ir um hvern­ig stjórn­sýsla Mos­fells­bæj­ar og full­trú­ar meiri­hlut­ans hygg­ist haga áfram­hald­andi vinnu við mál­ið og samn­ing­um við land­eig­end­ur um upp­bygg­ingu og skipt­ingu lands­ins sem er í eigu einka­að­ila og Mos­fells­bæj­ar, með til­liti til þessa mikla hags­muna árekst­urs sem blas­ir við með eign­ar­haldi odd­vita B lista og formanns bæj­ar­ráðs og fjöl­skyldu henn­ar í hluta lands­ins í Helga­fell­storfu sem um er að ræða.

                  Til­lag­an var sam­þykkt með 10 at­kvæð­um.

                  ***

                  Til­laga 2.
                  Full­trú­ar D lista í skipu­lags­nefnd leggja til að til­lög­unni verði synjað og að ný til­laga með mögu­lega færri íbúð­um og þá sér­stak­lega færri íbúð­um í fjöl­býl­is­hús­um verði lögð fyr­ir skipu­lags­nefnd.

                  Lögð var fram eft­ir­far­andi máls­með­ferð­ar­til­laga um af­greiðslu máls­ins:
                  Lagt er til að fyr­ir­liggj­andi drög að deili­skipu­lagstil­lögu sem lá fyr­ir fundi skipu­lags­nefnd­ar verði vísað til um­hverf­is­sviðs m.a. til kostn­að­ar­út­reikn­inga og rýni á skipu­lagi. Að þeirri vinnu lok­inni verði mál­ið lagt aft­ur fyr­ir skipu­lags­nefnd.

                  Máls­með­ferð­ar­til­lag­an var sam­þykkt með 10 at­kvæð­um.

                • 10.2. Hraðastað­ir 3 L123675 - merkjalýs­ing, lóða- og landa­mál 202410243

                  Borist hef­ur er­indi í formi merkjalýs­ing­ar frá Hirti Erni Arn­ars­syni, f.h. land­eig­anda að Hraða­stöð­um 3 L123675, með ósk um upp­skipt­ingu lands. Í sam­ræmi við gögn verð­ur stofn­uð ein 1,2 ha lóð um hús­næði að Hraða­stöð­um 3 í Mos­fells­dal.
                  Mál­inu var frestað vegna tíma­skorts á síð­asta fundi nefnd­ar­inn­ar.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 619. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 10 at­kvæð­um.

                • 10.3. Breyt­ing á Að­al­skipu­lagi Reykja­vík­ur 2040 - Frek­ari upp­bygg­ing­ar­mögu­leik­ar í Grafar­vogi og öðr­um borg­ar­hlut­um 202410202

                  Lögð er fram til kynn­ing­ar skipu­lags og verk­lýs­ing vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á Að­al­skipu­lagi Reykja­vík­ur 2040 er varða upp­bygg­ingu nýs íbúð­ar­hús­næð­is inn­an gró­inna hverfa. Áhersla er á upp­bygg­ing­ar­mögu­leika á smærri vannýtt­um svæð­um inn­an hverfa, helst í Grafar­vogi. Gögn eru til kynn­ing­ar í skipu­lags­gátt­inni sbr. 1. mgr. 30. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Um­sagna­frest­ur verk­lýs­ing­ar var frá 05.09.2024 til og með 15.10.2024.
                  Mál­inu var frestað vegna tíma­skorts á síð­asta fundi nefnd­ar­inn­ar.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 619. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 10 at­kvæð­um.

                • 10.4. Æv­in­týragarð­ur - deili­skipu­lag 201710251

                  Lagð­ir eru fram til kynn­ing­ar og um­ræðu skipu­lags­upp­drætt­ir og til­laga Æv­in­týra­garðs­ins, sem aug­lýst var til um­sagn­ar og at­huga­semda þann 03.06.2021. Skipu­lags­full­trúi fer yfir áskor­an­ir verk­efn­is­ins og at­huga­semd­ir sem bár­ust.
                  Mál­inu var frestað vegna tíma­skorts á síð­asta fundi nefnd­ar­inn­ar.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 619. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 10 at­kvæð­um.

                • 10.5. Bjark­ar­holt 26-30 - deili­skipu­lags­breyt­ing 202409180

                  Lagt er fram til kynn­ing­ar minn­is­blað skipu­lags­full­trúa vegna fund­ar með máls­að­ila, til sam­ræm­is við af­greiðslu á 616. fundi nefnd­ar­inn­ar. Hjálagt er til af­greiðslu er­indi frá Birni Guð­brands­syni frá Arkís arki­tekt­um, f.h. Óð­al­steins ehf.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 619. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 10 at­kvæð­um.

                • 10.6. Fells­hlíð við Helga­fell - ósk um skipu­lag og upp­bygg­ingu 202405235

                  Lögð eru fram til kynn­ing­ar frek­ari gögn eig­enda land- og fast­eign­ar að Fells­hlíð vegna und­ir­bún­ings deili­skipu­lags lóð­ar­inn­ar. Óskað er eft­ir heim­ild til að fjölga bygg­ing­ar­reit­um, bygg­ing­um og auka bygg­ing­armagn, til sam­ræm­is við fyr­ir­spurn kynnta á 612. fundi nefnd­ar­inn­ar.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 619. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 10 at­kvæð­um.

                • 10.7. Far­sæld­artún - skipu­lag 202410035

                  Lögð er fram til kynn­ing­ar og af­greiðslu skipu­lags­lýs­ing fyr­ir aðal- og deili­skipu­lags­breyt­ingu að Skála­túni, nú Far­sæld­artún. Skipu­lagi svæð­is­ins er ætlað að styðja sem best við far­sæld barna og á svæð­inu verða bygg­ing­ar sem munu hýsa að­ila sem veita börn­um, ung­menn­um og fjöl­skyld­um þeirra þjón­ustu s.s. op­in­ber­ar stofn­an­ir, sér­skóli, fé­laga­sam­tök og sjálf­stætt starf­andi sér­fræð­ing­ar. Í deili­skipu­lagi Far­sæld­ar­túns verð­ur gert ráð fyr­ir ný­bygg­ing­um sem eru sér­hann­að­ar fyr­ir þá þjón­ustu sem þar á að veita. Við vinnslu skipu­lags­ins verð­ur leit­ast við að greina stað­ar­and­ann og sögu stað­ar­ins í sam­hengi við sögu Mos­fells­bæj­ar.
                  Markmið skipu­lags­lýs­ing­ar er fyrst og fremst að kynna fyr­ir íbú­um og helstu hag­að­il­um áform skipu­lags­ins, ferli og sam­ráð.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 619. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 10 at­kvæð­um.

                • 10.8. Óskots­veg­ur 42 L125474 - ósk um að­al­skipu­lags­breyt­ingu 202407160

                  Lagt er fram til kynn­ing­ar minn­is­blað og upp­lýs­ing­ar úr stjórn­sýsl­unni í sam­ræmi við af­greiðslu á 618. fundi nefnd­ar­inn­ar. Hjálagt er til af­greiðslu er­indi Ólafs Hjör­dís­ar­son­ar Jóns­son­ar, f.h. land­eig­anda.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 619. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 10 at­kvæð­um.

                • 10.9. Þró­un­ar­áætlun höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2024 202101366

                  Lögð er fram til kynn­ing­ar upp­færð Þró­un­ar­áætlun höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins SSH fyr­ir 2024. Með þró­un­ar­áætlun er lögð áhersla á að sam­ræma áætlan­ir sveit­ar­fé­lag­anna um upp­bygg­ingu íbúða- og at­vinnu­hús­næð­is, auk ann­arra að­gerða til að ná fram mark­mið­um svæð­is­skipu­lags um þró­un höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins til árs­ins 2040. Áætl­un­inni var vísað til kynn­ing­ar skipu­lags­nefnd­ar á 1643. fundi bæj­ar­ráðs.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 619. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 10 at­kvæð­um.

                • 10.10. 1. áfangi Blikastaðalands - deili­skipu­lag 202304103

                  Lagt er fram til kynn­ing­ar innra minn­is­blað skipu­lags­full­trúa.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 619. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 10 at­kvæð­um.

                • 10.11. Fossa­veg­ur 16 - fyr­ir­spurn skipu­lags og ósk um stofn­un lóð­ar 202410394

                  Borist hef­ur er­indi frá Helga Ind­riða­syni, f.h. Sindra­ports land­eig­anda að L123708, dags. 18.10.2024, með ósk um stofn­un at­hafna­lóð­ar að Fossa­vegi 16. Óskað er eft­ir að­lög­un lóð­ar og frá­vik gild­andi deili­skipu­lags.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 619. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 10 at­kvæð­um.

                • 10.12. Til­laga Mos­fells­bæj­ar að breyt­ingu á að­al­skipu­lagi Reykja­vík­ur 2040 - fram­leng­ing stofn­lagn­ar frá Blikastaða­vegi að Korpu­túni 202410446

                  Lögð er fram til kynn­ing­ar til­laga skipu­lags­full­trúa að ósk um breyt­ingu á Að­al­skipu­lagi Reykja­vík­ur 2040 vegna stofn­lagn­ar við Korputorg svo tryggja megi upp­bygg­ingu dreifi­kerf­is fyr­ir Korputún og Blikastað­a­land í Mos­fells­bæ, til sam­ræm­is við markmið Að­al­skipu­lags Reykja­vík­ur.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 619. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 10 at­kvæð­um.

                • 10.13. Breyt­ing á Að­al­skipu­lagi Reykja­vík­ur 2040 - Keld­ur og ná­grenni 202410604

                  Lögð er fram til kynn­ing­ar skipu­lags og verk­lýs­ing vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á Að­al­skipu­lagi Reykja­vík­ur 2040 er varða land­notk­un og þró­un byggð­ar í landi Keldna og ná­grenn­is. Við mót­un breyt­ing­ar­til­lagna fyr­ir Keld­ur og Keldna­holt verð­ur einn­ig horft til þró­un­ar byggð­ar á nær­liggj­andi svæð­um og einkum þeim sem eru inn­an áhrifa­svæð­is Borg­ar­línu í aust­ur­hluta borg­ar­inn­ar. Jafn­hliða því er lögð fram áætlun um hvern­ig standa skuli að um­hverf­is­mati breyt­ing­anna, sbr. lög nr. 111/2021. Gögn eru til kynn­ing­ar í skipu­lags­gátt­inni sbr. 1. mgr. 30. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Um­sagna­frest­ur verk­lýs­ing­ar var frá 19.09.2024 til og með 15.11.2024.
                  Mál­inu var frestað vegna tíma­skorts á síð­asta fundi nefnd­ar­inn­ar.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 619. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 10 at­kvæð­um.

                • 10.14. Bratta­hlíð við Huldu­hóla­svæði - deili­skipu­lags­breyt­ing - frek­ari upp­bygg­ing 202209298

                  Lögð eru fram til kynn­ing­ar vinnslu­til­laga og drög að deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir upp­bygg­ingu að Bröttu­hlíð.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 619. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 10 at­kvæð­um.

                • 10.15. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 533 202410026F

                  Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 619. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 10 at­kvæð­um.

                • 10.16. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 534 202410039F

                  Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 619. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 10 at­kvæð­um.

                • 10.17. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 85 202410034F

                  Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 619. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 10 at­kvæð­um.

                Fundargerðir til staðfestingar

                Almenn erindi

                Fundargerðir til kynningar

                • 13. Fund­ar­gerð 587. fund­ar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu202410476

                  Fundargerð 587. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.

                  Fund­ar­gerð 587. fund­ar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu lögð fram til kynn­ing­ar á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                • 14. Fund­ar­gerð 588. fund­ar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu202410717

                  Fundargerð 588. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.

                  Fund­ar­gerð 588. fund­ar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu lögð fram til kynn­ing­ar á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                • 15. Fund­ar­gerð 51. eig­enda­fund­ar Sorpu bs.202410681

                  Fundargerð 51. eigendafundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.

                  Fund­ar­gerð 51. eig­enda­fund­ar Sorpu bs. lögð fram til kynn­ing­ar á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                • 16. Fund­ar­gerð 130. fund­ar svæð­is­skipu­lags­nefnd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins202410699

                  Fundargerð 130. fundar svæðisskipulagsnefndar lögð fram til kynningar.

                  Fund­ar­gerð 130. fund­ar svæð­is­skipu­lags­nefnd­ar lögð fram til kynn­ing­ar á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                • 17. Fund­ar­gerð 953. fund­ar stjórn­ar Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga202410725

                  Fundargerð 953. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

                  Fund­ar­gerð 953. fund­ar stjórn­ar Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga lögð fram til kynn­ing­ar á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                • 18. Fund­ar­gerð 28. fund­ar heil­brigð­is­nefnd­ar202410693

                  Fundargerð 28. fundar heilbrigðisnefndar lögð fram til kynningar.

                  Fund­ar­gerð 28. fund­ar heil­brigð­is­nefnd­ar lögð fram til kynn­ing­ar á 860. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 20:02