24. janúar 2024 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) 1. varaforseti
- Dagný Kristinsdóttir (DK) 2. varaforseti
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) aðalmaður
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Sævar Birgisson (SB) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Leifur Ingi Eysteinsson (LIE) 1. varabæjarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Anna Sigríður Guðnadóttir, 1. varaforseti, stýrði fundinum í fjarveru Örvars Jóhannessonar, forseta bæjarstjórnar.
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1608202401007F
Fundargerð 1608. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 843. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Lagning skíðagöngubrauta í Mosfellsbæ 2024 202401032
Tillaga um gerð samkomulags vegna lagningar skíðagöngubrauta á Blikastöðum og við Hafravatn til reynslu árið 2024.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1608. fundar bæjarráðs samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.2. Útboð á sorphirðu 202312352
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að bjóða út sorphirðu frá heimilum í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1608. fundar bæjarráðs samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.3. Römpum upp Ísland 202310031
Tillaga um samstarf við Römpum upp Ísland varðandi uppsetningu rampa við opinberar byggingar í Mosfellsbæ 2024.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1608. fundar bæjarráðs samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.4. Endurskoðun á framtíðarsýn fyrir íþróttasvæði að Varmá - stýrihópur 202311403
Drög að erindisbréfi stýrihóps um endurskoðun á framtíðarsýn fyrir íþróttasvæðið að Varmá lagt fram til afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1608. fundar bæjarráðs samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.5. Úttekt á upplýsingatæknimálum Mosfellsbæjar 202401110
Lagt er til að bæjarráð samþykki að fara í úttekt á upplýsingaþjónustu, kerfis- og tækniumhverfi Mosfellsbæjar með áherslu á þjónustustig, kostnað, öryggismál, persónuvernd og innkaup.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1608. fundar bæjarráðs samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.6. Húsnæðismál Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. 202312327
Bréf frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins bs. (SHS) varðandi tillögur starfshóps um húsnæðismál SHS er lúta að staðsetningu slökkvistöðva á höfuðborgarsvæðinu auk greinagerðar starfshópsins, sem stjórn SHS hefur samþykkt og vísað til aðildarsveitarfélaganna.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1608. fundar bæjarráðs samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.7. Tillaga um reglur um styrki til íþróttafólks vegna ferðakostnaðar 202312275
Reglur um styrki til íþróttafólks vegna ferðakostnaðar, sem íþrótta- og tómstundanefndar samþykkti að vísa til afgreiðslu bæjarráðs á 274. fundi nefndarinnar, lagðar fram til afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1608. fundar bæjarráðs samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.8. Kæra til ÚUA vegna stjórnvaldsákvörðunar er varðar smáhýsi á lóðinni Hamrabrekku 11 202311511
Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála lagður fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1608. fundar bæjarráðs samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1609202401018F
Fundargerð 1609. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 843. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Uppbygging að Varmá 202311403
Tilnefningar í stýrihóp um endurskoðun á framtíðarsýn fyrir íþróttasvæðið að Varmá lagðar fram til afgreiðslu auk lítilsháttar breytinga á erindisbréfi hópsins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1609. fundar bæjarráðs samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.2. Betri samgöngur - samgöngusáttmálinn 202107097
Bréf Betri samgangna ohf. varðandi framlög ársins 2024.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1609. fundar bæjarráðs samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.3. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024 til 2027 - framlög Jöfnunarsjóðs 2024 202303627
Áætlun um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna fatlaðs fólks á árinu 2024 lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1609. fundar bæjarráðs samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.4. XXXIX. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024 202401216
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til XXXIX. Landsþing sambandsins árið 2024 sem fram fer 14. mars nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1609. fundar bæjarráðs samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.5. Leikskóli Helgafellslandi - framvinduskýrsla 202101461
Framvinduskýrsla 1 vegna leikskólans í Helgafellshverfi lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1609. fundar bæjarráðs samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.6. Verkfallslisti Mosfellsbæjar 201909226
Skrá yfir störf sem undanþegin eru verkfallsheimild fyrir árið 2024 lögð fram til afgreiðslu, með fyrirvara um breytingar sem kunna að verða á skránni að loknu samráði við stéttarfélög.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1609. fundar bæjarráðs samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3. Ungmennaráð Mosfellsbæjar - 68202312003F
Fundargerð 68. fundar ungmennaráðs lögð fram til afgreiðslu á 843. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Fundur ungmennaráða í Barnvænum sveitarfélögum 202310606
Nefndarmenn sem að sóttu fundinn í Hörpu fyrir hönd Ungmennaráðs kynna niðurstöður fundarins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 68. fundar ungmennaráðs samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.2. Handbók Ungmennaráðs Mosfellsbæjar 202312061
Undirbúningur að gerð handbókar fyrir Ungmennaráð
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 68. fundar ungmennaráðs samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.3. Undirbúningur fyrir fund Ungmennaráðs með Bæjarstjórn 2024 202312069
Undirbúningur fyrir fund Ungmennaráðs með Bæjarstjórn Mosellsbæjar. Það er gert ráð fyrir að sá fundur verði á vorönn 2024.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 68. fundar ungmennaráðs samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.4. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024 til 2027 202303627
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 68. fundar ungmennaráðs samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 244202401003F
Fundargerð 244. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 843. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Starfsáætlun umhverfisnefndar Mosfellsbæjar 2022-2026 202210155
Drög að starfsáætlun umhverfisnefndar lögð fyrir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 244. fundar umhverfisvnefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.2. Græni stígurinn - svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 202306129
Fylgibréf og fylgigögn frá 122. fundi svæðisskipulagsnefndar - Græni stígurinn lagt fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 244. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.3. Loftgæðamælanet fyrir höfuðborgarsvæðið 202104236
ReSource kemur og heldur kynningu fyrir umhverfisnefnd um niðurstöður loftgæðamælinga hjá Mosfellsbæ vegna ársins 2023.
Áheyrnarfulltrúi L-lista Vina Mosfellsbæjar var einnig búinn að óska eftir því að þetta mál yrði tekið fyrir.
Kynning sett inn á fundargátt leið og hún berst frá ReSource.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 244. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 10202401005F
Fundargerð 10. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 843. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Fab Lab smiðja í Mosfellsbæ 202206539
Þóra Óskarsdóttir forstöðumaður Fab Lab Reykjavík kynnir starfsemina.
Hlín Ólafsdóttir, verðlaunahafi þróunar- og nýsköpunarverðlauna Mosfellsbæjar 2022 kynnir verkefni sitt um sköpunarver í Mosfellsbæ.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 10. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.2. Innleiðing atvinnustefnu 202311200
Starfsmaður nefndarinnar fer yfir stöðu á innleiðingu atvinnustefnu Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 10. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6. Velferðarnefnd Mosfellsbæjar - 16202401015F
Fundargerð 16. fundar velferðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 843. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Lykiltölur 2023 202304012
Lykiltölur velferðarsviðs fyrir janúar - desember 2023 lagðar fyrir til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 16. fundar velferðarnefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.2. Samkomulag um samræmda móttöku flóttafólks 202208758
Staða á viðræðum milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og félagsmálaráðuneytis um framlengingu samnings um móttöku flóttafólks kynnt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 16. fundar velferðarnefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.3. Samræmd móttaka flóttafólks - staða verkefnis 202306140
Staða verkefnis um móttöku flóttafólks lögð fyrir til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 16. fundar velferðarnefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.4. Römpum upp Ísland 202310031
Áætlun um nýja rampa í Mosfellsbæ 2024 lögð fyrir til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 16. fundar velferðarnefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.5. Reglur velferðarsviðs - nafnabreyting 202401224
Tillaga um nafnabreytingu á 18 af reglum velferðarsviðs lögð fyrir til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 16. fundar velferðarnefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.6. Trúnaðarmálafundur 2022-2026 - 1675 202401014F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 16. fundar velferðarnefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7. Menningar- og lýðræðisnefnd - 14202401011F
Fundargerð 14. fundar menningar- og lýðræðisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 843. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Lista- og menningarsjóður - uppgjör 2023 202401269
Lagt fram uppgjör Lista- og menningarsjóðs fyrir árið 2023. Fram fara umræður um auglýsingu um styrki til lista- og menningarmála.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 14. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.2. Menning í mars 2024 202401264
Fram fara umræður um menningarhátíðina Menning í mars 2024.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 14. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.3. Upptakturinn 202401266
Fram fer kynning á Upptaktinum, tónsköpunarverðlauna barna og ungmenna.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 14. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.4. Hljóðvist í Hlégarði 202301450
Lögð fram til kynningar skýrsla um hljóðvistaútreikninga fyrir stærri sal Hlégarðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 14. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.5. Tillaga að umræðu um framkvæmd opins fundar menningar- og lýðræðisnefndar 202401234
Tillaga áheyrnarfulltrúa L-lista Vina Mosfellsbæjar um umræðu um framkvæmd opins fundar menningar- og lýðræðisnefndar 28. nóvember 2023.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 14. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 429202401016F
Fundargerð 429. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 843. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Skóladagatal leik- og grunnskóla 2024-2025 202311545
Skóladagatal leikskóla og Listaskólans 2024 - 2025 eru lögð fram til staðfestingar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 429. fundar fræðslunefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.2. Skóladagatal leik- og grunnskóla 2025-2026 202401258
Skóladagatöl leik-og grunnskóla Mosfellsbæjar 2025-2026 lögð fram til staðfestingar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 429. fundar fræðslunefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.3. Klörusjóður, endurskoðun á reglum 202311204
Endurskoðun á reglum Klörusjóðs lagðar fram til staðfestingar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 429. fundar fræðslunefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.4. Menntastefna Mosfellsbæjar 201902331
Stýrihópur menntastefnu Mosfellsbæjar ræddi leiðir til að efla og auka sýnileika menntastefnunnar innan Mosfellsbæjar. Samþykkt voru tvö meginverkefni; gerð myndbanda og heimasíða um menntastefnuna.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 429. fundar fræðslunefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.5. Endurskoðun á skóla- og frístundaakstri 202301334
Tillaga um breytinga á heimferð í frístundaakstri.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 429. fundar fræðslunefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.6. Niðurstöður PISA 2022 202401009
Kynning á niðurstöðum PISA.
Nýlega voru birtar niðurstöður úr PISA 2022, sem er alþjóðlegt könnunarpróf fyrir 15 ára nemendur, framkvæmt af Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD). PISA skoðar lesskilning, stærðfræði- og náttúruvísindalæsi nemenda.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 429. fundar fræðslunefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 604202401020F
Fundargerð 604. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 843. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
9.1. 1. áfangi Blikastaðalands - deiliskipulag 202304103
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 602. fundi sínum að auglýsa og kynna skipulagslýsingu fyrir 1. áfanga deiliskipulags á Blikastaðalandi. Skipulagssvæði 1. áfanga er u.þ.b. 30-35 ha að stærð og liggur upp að núverandi byggð við Þrastarhöfða. Svæðið verður skilgreint sem íbúðarbyggð og miðsvæði. Skipulagslýsing nýs deiliskipulags að Blikastöðum byggir á nýjum rammahluta heildarendurskoðunar aðalskipulags fyrir Mosfellsbæ, þar sem stefnumörkun vinnslutillögu var kynnt sumarið 2023. Skipulagslýsingin var auglýst og kynnt á vef sveitarfélagsins www.mos.is, Mosfellingi og í Skipulagsgáttinni. Umsagna og athugasemdafrestur var frá 13.12.2023 til og með 15.01.2024.
Umsagnir bárust frá Reykjavíkurborg, dags. 21.12.2023, Umhverfisstofnun, dags. 02.01.2024, Minjastofnun Íslands, dags. 08.01.2024, Veðurstofu Íslands, dags. 11.01.2024, Skipulagsstofnun, dags. 11.01.2024, Náttúrufræðistofnun Íslands, dags. 12.01.2024, Veitur ohf., dags. 15.01.2024, Heilbrigðiseftirlitinu HEF, dags. 15.01.2024, Einari Páli Kjærnested og Berglindi Þrastardóttur, dags. 15.01.2024 og Vegagerðinni, dags. 15.01.2024.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 604. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.2. Framkvæmdir við hjólastíg í Varmalandi 202401205
Borist hefur erindi frá Birni Traustasyni f.h. Skógræktarfélags Mosfellsbæjar, dags. 12.12.2023, þar sem óskað er eftir heimild fyrir lagningu hjólastígar innan Varmalandsjarðarinnar þar sem félagið hefur samninga um landgræðslu á landi Mosfellsbæjar. Framkvæmdin er unnin fyrir hjóladeild Aftureldingar og er hluti af hringleið sem nýtast mun starfinu sem og almenningi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 604. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.3. Flugumýri athafnasvæði - nýtt deiliskipulag 201612203
Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir athafnarsvæðið að Flugumýri. Markmið deiliskipulagsins er að skilgreina heimildir sem eiga að gilda um núverandi byggð atvinnuhúsnæðis að Flugumýri svo sem byggingarreiti, byggingarheimildir, bílastæði, úrgangsmál, gróðurbelti, frágang lóða og mögulegar lóðastækkanir. Lóðastækkanir eru lagðar til sem möguleikar á lóðum að Flugumýri 6, 8, 18, 20, 30, 32, 34 og 36. Innfærðir eru nýir stígar, gönguleiðir, gangstéttir og gönguþveranir. Heimilt byggingarmagn er aukið og er nýtingarhlutfall lóða 0,6 í samræmi við heimildir aðalskipulags Mosfellsbæjar. Deiliskipulagstillagan er framsett með uppdrætti í skalanum 1:1000, greinargerð, skýringarmyndum um snið og vegi, auk skýringaruppdráttar um lóðastækkanir.
Einnig er hjálögð til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir deiliskipulag Desjamýri þar sem skipulagsmörk eru færð til og skipulagssvæði minnkað til samræmis við nýtt deiliskipulag Flugumýrar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 604. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.4. Bugðufljót 6 - deiliskipulagsbreyting 202401349
Borist hefur erindi frá Hirti Brynjarssyni f.h. Brúarfljót ehf., dags. 16.01.2024, með ósk um deiliskipulagsbreytingu athafnarlóðar að Bugðufljóti 6. Óskað er eftir heimild til þess að byggja bílaþvottaaðstöðu við endagafl húss utan byggingarreitar sem hluta landmótunar lóðar auk nýrrar innkeyrslu við austurenda lóðar, í samræmi við gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 604. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.5. Engjavegur 8 - deiliskipulagsbreyting 202401103
Erindi barst frá Arinbirni Vilhjálmssyni, f.h. Ævars Arnar Jósepssonar, dags. 04.01.2024, með ósk um heimild fyrir deiliskipulagsbreytingu að Engjavegi 8. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina þar sem viðbyggingarheimild skipulagsins er aukin úr 50 m² í 110 m². Meðfylgjandi er skýringarmynd viðbyggingar nýrra íverurýma sem tengjast núverandi íbúð og fasteign.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 604. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.6. Engjavegur 21 Krosshóll - deiliskipulagsbreyting 202401288
Erindi barst frá Kristni Ragnarssyni, f.h. Jóns Baldvins Hannibalssonar, dags. 15.01.2024, með ósk um heimild fyrir deiliskipulagsbreytingu að Engjavegi 21. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina þar sem heimilt verður að staðsetja 46 m² auka eða gestahús innan lóðar. Heildarfjöldi fermetra verður enn mest 350 m².
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 604. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.7. Bergholt 2 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, 202312112
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Tómasi Boonchang vegna viðbyggingar einbýlishúss að Bergholti 2. Um er að ræða 22,7 m² stækkun úr timbri í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa eða skipulagsnefndar á 509. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á staðnum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 604. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.8. Hamrabrekkur 10 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, 202311218
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Hafsteini Helga Halldórssyni vegna nýbyggingar frístundahúss að Hamrabrekkum 10. Um er að ræða 129,3 m² tveggja hæða steinsteypt hús. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa eða skipulagsnefndar á 510. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á staðnum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 604. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.9. Reykjahlíð garðyrkja 123758 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, 202312094
Borist hefur erindi og umsókn um byggingarleyfi frá Stúdíó Suðurá ehf., dags. 06.12.2023, með ósk um heimild til þess að staðsetja og reisa 1-2 37 m2 hús innan lóðarinnar að Reykjahlíð L123758. Um er að ræða stakstæð hús ætluð til gistingar og vinnuaðstöðu erlendra listamanna.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 604. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 510 202401013F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 604. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
10. Fundargerð 255. fundar stjórnar Slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu202401292
Fundargerð 255. fundar stjórnar Slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Fundargerð 255. fundar stjórnar Slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 843. fundi bæjarstjórnar.
11. Fundargerð 382. fundar Strætó bs.202401179
Fundargerð 382. fundar Strætó bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 382. fundar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 843. fundi bæjarráðs.
12. Fundargerð 383. fundar Strætó bs.202401301
Fundargerð 383. fundar Strætó bs lögð fram til kynningar.
Fundargerð 383. fundar Strætó bs lögð fram til kynningar á 843. fundi bæjarstjórnar.
13. Fundargerð 491. fundar stjórnar Sorpu bs.202401188
Fundargerð 491. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram.
Fundargerð 491. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 843. fundi bæjarstjórnar.
14. Fundargerð 571. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202401226
Fundargerð 571. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Fundargerð 571. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 843. fundi bæjarstjórnar.
15. Fundargerð 123. fundar svæðisskipulagsnefndar202401401
Fundargerð 123. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar.
Fundargerð 123. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 843. fundi bæjarstjórnar.
16. Fundargerð 941. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga202401366
Fundargerð 941. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Fundargerð 941. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 843. fundi bæjarstjórnar.
17. Fundargerð 420. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæðanna202401364
Fundargerð 420. fundar samstarfsnefndar skíðasvæðanna lögð fram til kynningar.
Fundargerð 420. fundar samstarfsnefndar skíðasvæðanna lögð fram til kynningar á 843. fundar bæjarstjórnar.