25. september 2024 kl. 16:34,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) forseti
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) 1. varaforseti
- Dagný Kristinsdóttir (DK) 2. varaforseti
- Valdimar Birgisson (VBi) 1. varabæjarfulltrúi
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) aðalmaður
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) 1. varabæjarfulltrúi
- Sævar Birgisson (SB) aðalmaður
- Hilmar Stefánsson (HS) 2. varabæjarfulltrúi
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir skrifstofa umbóta og þróunar
Fundargerð ritaði
Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir upplýsinga- og skjalastjóri
Í upphafi fundar var samþykkt með 11 atkvæðum að taka nýtt mál á dagskrá fundarins kosningar í nefndir og ráð sem verði nr. 7 á dagskrá fundarins.
Dagskrá fundar
Fundargerð
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1638202409010F
Fundargerð 1638. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 857. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Eldhússtofa við Reykjakot, Nýframkvæmd 202308506
Óskað er heimildar bæjarráðs til greiðslu viðbótarkostnaðar sem féll til við viðbótar- og aukaverk vegna framkvæmda við leikskólann Reykjakot.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1638. fundar bæjarráðs samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.2. Lokahús Víðiteigur 202404075
Heimildar bæjarráðs óskað til þess að ganga til samninga við lægstbjóðanda í útboði bæjarins á byggingu lokahúss við Víðiteig.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1638. fundar bæjarráðs samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.3. Útboð á fjarvöktun og þjónustu bruna- og öryggiskerfa 202404134
Óskað heimildar bæjarráðs til að ganga til samninga við lægstbjóðanda í útboði á fjarvöktun og þjónustuúttekt öryggiskerfa.
Niðurstaða þessa fundar:
Forseti bæjarstjórnar víkur af fundi undir dagskrárlið 1.3 og Anna Sigriður Guðnadóttir, varaforseti, tekur við fundarstjórn undir fundarliðnum.
***
Samþykki 1638. fundar bæjarráðs samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.1.4. Öryggisíbúðir við Bjarkarholt 201911194
Erindi frá Eir-öryggisíbúðum þar sem óskað er eftir afstöðu Mosfellsbæjar til áframhaldandi stuðnings við uppbyggingu þjónustuíbúða fyrir aldraða við Bjarkarholt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1638. fundar bæjarráðs samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.5. Kaup á flygli fyrir Listaskóla Mosfellsbæjar 202409146
Tillaga um að bæjarráð heimili Listaskólanum kaup á flygli.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1638. fundar bæjarráðs samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.6. Í túninu heima 2024 202408060
Minnisblað um framkvæmd bæjarhátíðarinnar í Túninu heima 2024 lagt fram og kynnt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1638. fundar bæjarráðs samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.7. Gistiheimili, Hamrabrekkur 15 - Umsagnabeiðni vegna gistingar 202408256
Umsagnarbeiðni frá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu varðandi umsókn Blueberry Hills ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II- C (minna gistiheimili án veitinga) að Hamrabrekkum 15.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1638. fundar bæjarráðs samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.8. Matarþjónusta að Eirhömrum 202408164
Tillaga vegna breytinga á matarþjónustu að Eirhömrum lögð fyrir bæjarráð til samþykktar. Mál áður tekið fyrir í velferðarnefnd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1638. fundar bæjarráðs samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.9. Umsókn um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2024 202310341
Tillaga um umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2025 sem atvinnu- og nýsköpunarnefnd samþykkti og vísaði til formlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1638. fundar bæjarráðs samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.10. Ósk um fordæmingu árása og að kallað verði eftir vopnahléi á Gaza 202408382
Erindi frá Hönnu Símonardóttur þar sem óskað er eftir því að Mosfellsbær fordæmi árásir á Gaza og kalli eftir vopnahléi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1638. fundar bæjarráðs samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.11. Samhæfð svæðisskipan í málefnum barna 202409078
Erindi frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi sameiginlegt farsældarráð innan höfuðborgarsvæðisins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1638. fundar bæjarráðs samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4. Menningar- og lýðræðisnefnd - 21202409008F
Fundargerð 21. fundar menningar- og lýðræðisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 857. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Listasalur Mosfellsbæjar. Sýningar 2025 202409137
Tillaga að sýningarhaldi í Listasal Mosfellsbæjar fyrir árið 2025 lögð fram. Maddý Hauth sýningarstjóri Listasalar Mosfellsbæjar kemur á fundinn undir þessum lið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 21. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.2. Ársskýrsla Mosfellsbæjar 2023 202406655
Kynning á ársskýrslu Mosfellsbæjar 2023 á verkefnasviði menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 21. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 616202409015F
Fundargerð 616. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 857. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. 1. áfangi Blikastaðalands - deiliskipulag 202304103
Lagt er fram til kynningar innra minnisblað skipulagsfulltrúa.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 616. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.2. Stækkun og breytingar á Hlíðavelli - aðal- og deiliskipulag austurhluta 202408291
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu nefndar uppfærð tillaga og drög að skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag og aðalskipulagsbreytingu á austurhluta Hlíðavallar, í samræmi við afgreiðslu á 614. fundi nefndarinnar. Um er að ræða tillögu að breytingu núverandi vallar og brauta auk stækkunar íþróttasvæðisins til austurs, í aðalskipulagi. Samkvæmt lýsingu er meginmarkmið skipulagsgerðarinnar að draga úr og lágmarka hættu á líkams- og eignatjóni án þess að skerða gæði vallarins. Fyrirhugað er að gera nýjar golfbrautir utan og austan núverandi íþróttasvæðis, sem skapar svigrúm til að fækka, snúa og hliðra eldri brautum fjær húsum og öðrum útivistarstígum. Þannig er lagt upp með að bæta sameiginlegt íþróttasvæði golfvallar, göngustíga, hjólastíga og reiðgatna, með þrengingu vallarins og breyttum högglínum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 616. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.3. Umferðaröryggisáætlun Mosfellsbæjar - Endurskoðun 202202287
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu ný umferðaröryggisáætlun Mosfellsbæjar 2024. Farið yfir stöðumat sveitarfélagsins og greiningarvinnu sem liggur fyrir. Var þar á meðal umferðarmagn á gatnakerfi, umferðarhraða, umferðarslys, almenningssamgöngur o.fl. Óvarðir vegfarendur og skólar og gönguleiðir skólabarna var sérstaklega fjallað um. Komið var að markmiðum og áhersluatriðum í
umferðaröryggisáætluninni ásamt framkvæmdaáætlun og forgangsröðun verkefna. Áætlað er að tekið sé tillit til umferðaröryggisáætlunar við gerð árlegra fjárhagsáætlana sveitarfélagsins. Umferðarráðgjafar EFLU þekkingarstofu kynntu áætlunina, aðgerðir og niðurstöður á 613. fundi nefndarinnar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 616. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.4. Lynghólsvegur 24 - deiliskipulagsgerð frístundabyggðar 202402394
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu uppfærð tillaga að nýju deiliskipulagi frístundabyggðar að Lynghólsvegi 24, L125324, í samræmi við athugasemdir á 615. fundi nefndarinnar. Tillagan felur í sér uppskiptingu lands og stofnun einnar nýrrar lóðar, í samræmi við gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 616. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.5. Bjarkarholt 26-30 - deiliskipulagsbreyting 202409180
Borist hefur erindi frá Birni Guðbrandssyni frá Arkís arkitektum, f.h. Óðalsteins ehf., dags. 09.09.2024, með ósk um gerð deiliskipulagsbreytingar lóða við Bjarkarholt 26, 28 og 30 (áður 1, 2 og 3).
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 616. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.6. Grenndarstöð við Sunnukrika - deiliskipulagsbreyting 202404055
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Sunnukrika í Krikahverfi. Tillagan felur í sér að koma fyrir grenndarstöð í samræmi við áætlun um fjölgun grenndarstöðva og innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Áætlunin var tekin fyrir og kynnt á 608. fundi nefndarinnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 616. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.7. Grenndarstöð við Skálahlíð - deiliskipulagsbreyting 202404054
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Skálahlíð í Hlíðahverfi. Tillagan felur í sér að koma fyrir grenndarstöð í samræmi við áætlun um fjölgun grenndarstöðva og innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Áætlunin var tekin fyrir og kynnt á 608. fundi nefndarinnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 616. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.8. Grenndarstöð við Hlaðgerðarkotsveg - nýtt deiliskipulag 202404053
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að nýju deiliskipulagi við Hlaðgerðarkotsveg í Mosfellsdal. Tillagan felur í sér að koma fyrir grenndarstöð í samræmi við áætlun um fjölgun grenndarstöðva og innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Áætlunin var tekin fyrir og kynnt á 608. fundi nefndarinnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 616. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.9. Grenndarstöð við Dælustöðvarveg - nýtt deiliskipulag 202404052
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að nýju deiliskipulagi við Dælustöðvarveg í Reykjahverfi. Tillagan felur í sér að koma fyrir grenndarstöð í samræmi við áætlun um fjölgun grenndarstöðva og innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Áætlunin var tekin fyrir og kynnt á 608. fundi nefndarinnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 616. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.10. Bjarkarholt 1B - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, 202304452
Lagt er fram til kynningar og umræðu minnisblað umhverfissviðs vegna nýrra tillagna Veitna að spennistöðvum, frágangi og hönnun við Bjarkarholt og Háholt í miðbæ Mosfellsbæjar. Skipulagsnefnd gerði athugasemd við leyfisumsókn Veitna að nýrri spennistöð við Bjarkarholt 1B á 592. fundi sínum vegna ásýndaráhrifa innsendra uppdrátta. Skipulagsnefnd óskaði eftir samræmi spennistöðva og dreifimannvirkja við götuna með nýrri hönnun og útliti fyrri Bjarkarholt 1B og Háholt 9.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 616. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.11. Hrafnhólar, Kjalarnesi - nýtt deiliskipulag Reykjavíkurborgar 202409050
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 29.08.2024, með ósk um umsagnarbeiðni vegna skipulagslýsingar nýs deiliskipulags að Hrafnhólum á Kjalarnesi. Samkvæmt gögnum er tilgangur deiliskipulagsins að styrkja búrekstur á jörðinni þar sem tvinnað verður saman fjölbreyttum en hófsömum landbúnaði, gistingu, heilsutengdri þjónustu og útivist. Athugasemdafrestur er frá 29.08.2024 til og með 19.09.2024. Hjálagt er minnisblað og umsögn umhverfissviðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 616. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.12. Athafnasvæði A202 við Tungumela, sunnan Fossavegar - nýtt deiliskipulag 202404272
Hönnuðir og skipulagsráðgjafar frá Arkís arkitektum kynna fyrstu drög tillögu nýs deiliskipulags athafnasvæðis við Fossaveg.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 616. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 530 202408035F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 616. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.14. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 84 202409014F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 616. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
Fundargerðir til staðfestingar
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1639202409016F
Fundargerð 1639. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 857. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Vetrarþjónusta í Mosfellsbæ - útboð 202405205
Lagt er til að bæjarráð heimili umhverfissviði að ganga til töku tilboða vegna útboðs á vetrarþjónustu í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1639. fundar bæjarráðs samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028 - tíma- og verkáætlun. 202401260
Tillaga að uppfærðri tíma- og verkáætlun vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar 2025-2028 lögð fram til afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1639. fundar bæjarráðs samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.3. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024 til 2027 - viðauki 202303627
Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2024 lagður fram til afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1639. fundar bæjarráðs samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.4. Fjárhagsáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2025-2029 202409226
Fjárhagsáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2025-2029 lögð fram til staðfestingar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1639. fundar bæjarráðs samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 251202408028F
Fundargerð 251. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 857. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Umferðaröryggisáætlun Mosfellsbæjar - Endurskoðun 202202287
Drög að umferðaröryggisáætlun lögð fram til kynningar. Skipulagsnefnd samþykkti þann 14.júní á 613. fundi að fela ráðgjöfum og umhverfissviði áframhaldandi vinnu máls og klára aðgerðaráætlun.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 251. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.2. Eigendasamkomulag Sorpu um meðhöndlun úrgangs í Álfsnesi 202309272
Fundargerð verkefnastjórnar urðunar á Álfsnesi lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 251. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.3. Sundabraut - matsáætlun 202309521
Kynning á stöðu umhverfismatsskýrslu vegna Sundabrautar frá Vegagerðinni.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 251. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.4. Umhverfis- og loftslagsstefna fyrir Mosfellsbæ 202301124
Ráðgjafar KPMG koma og halda kynningu um stöðuna á vinnu við umhverfis- og loftslagsstefnu Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 251. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.5. Reiðleiðir á höfuðborgarsvæðinu öryggisupplifun knapa 202408413
Skýrsla um öryggisupplifun knapa á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 251. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
Almenn erindi
6. Betri samgöngur samgöngusáttmáli202301315
Eftirfarandi gögn sem tengjast uppfærðum Samgöngusáttmála eru lögð fram til umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar við aðra umræðu: 1) Viðauki við Samgöngusáttmála ásamt fylgiskjölum 2) Samkomulag um rekstur almenningssamgangna, stjórnskipulag og veghald 3) Yfirlýsing með viðauka um uppfærslu Samgöngusáttmála
Fundarhlé hófst kl. 18:07. Fundur hófst aftur kl. 18:29.
***
Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum við síðari umræðu eftirfarandi gögn sem tengjast uppfærslu Samgöngusáttmálans: viðauka við Samgöngusáttmála ásamt fylgiskjölum, samkomulag um rekstur almenningssamgangna, stjórnskipulag og veghald og yfirlýsing með viðauka um uppfærslu Samgöngusáttmála. Bæjarfulltrúi L lista greiðir atkvæði gegn tillögunni.***
Bókun B, S og C lista:
Meirihluti B, S og C lista fagnar samþykkt á uppfærðum Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins milli sveitarfélaganna á svæðinu og ríkisins sem upphaflega var undirritaður 2019.Í sáttmálanum er sammælst um sameiginlega framtíðarsýn í samgöngumálum fyrir allt höfuðborgarsvæðið til ársins 2040. Tilgangurinn er að bæta öryggi og aðstæður fyrir alla samgöngumáta, greiða fyrir umferð, efla almenningssamgöngur og tryggja að íbúar svæðisins eigi raunverulegt val um ferðamáta. Höfuðborgarsvæðið er eitt atvinnusvæði. Mosfellingar sækja vinnu, nám og þjónustu víðs vegar um svæðið og munu þ.a.l. njóta góðs af framkvæmdum víða á svæðinu.
Í uppfærðum sáttmála hafa kostnaðaráætlanir verið endurskoðaðar sem og tímasetning einstakra verkefna. Samkvæmt sáttmálanum skulu 42% útgjalda fara til stofnvegaframkvæmda, önnur 42% í Borgarlínu, 13% í uppbyggingu hjóla- og göngustíga og 3% í umferðarstýringu, flæði og öryggi.
Mikilvægt er að í þessum samningi kemur ríkið inn með stóraukið fé til reksturs almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt sáttmálanum verða almenningssamgöngur efldar til muna sem og aðrir vistvænir ferðamátar sem ætti að draga úr mengun og losun gróðurhúsalofttegunda.
Fyrir okkur Mosfellinga er sérstaklega ánægjulegt að tímasetning á Borgarlínu til Mosfellsbæjar breytist ekki þrátt fyrir að ýmsum öðrum verkefnum seinki frá fyrri áætlun. Þá er það í senn ánægjulegt og mikilvægt að Sæbrautarstokkurinn er kominn á áætlun, en hann er lykilatriði fyrir tengingu Sundabrautar inn á Sæbraut.
***
Bókun bæjarfulltrúa D-lista
Það er margt jákvætt í uppfærðum Samgöngusáttmála sem er nauðsynlegur til að komast úr þeirri kyrrstöðu sem ríkt hefur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Það er einnig jákvætt að ríkið komi með aukið fjármagn í verkefnið og taki þátt í stofnun og rekstri félags um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu.
Bæjarfulltrúar D lista gera þó athugasemdir og fyrirvara varðandi uppfærðan Samgöngusáttmála, einkum hvað varðar forgangsröðun verkefna, skipulagsmál og kostnaðaráætlun.
Frestun verkefna Samgöngusáttmálans síðustu árin, ásamt skipulagsbreytingum meirihlutans í Reykjavík varðandi skerðingu á umferð einkabíla eru forsendubrestur við markmið sáttmálans. Þessar breytingar kalla á annarskonar framkvæmdaröðun en þá sem kveðið er á um í uppfærðum Samgöngusáttmála. Má til dæmis nefna mislæg gatnamót við Bústaðarveg, legu, skipulag og hönnun Sundabrautar. Í kostnaðaráætlun virðist vanta áætlaðan kostnað m.a. fyrir vagnakaup og uppkaup lands.Samgöngusáttmálinn er langtíma verkefni og ljóst að þetta stóra mikilvæga verkefni á eftir að fara í gegnum fleiri uppfærslur og taka breytingum í tíma, skipulagi og kostnaði.
Með áframhaldandi fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu má gera ráð fyrir að umferðaþungi aukist mikið á næstu árum. Það er því nauðsynlegt að bregðast strax við með aðgerðum til að auka flæði strætó og almennar bílaumferðar þar til stærri verkefni sáttmálans eins og borgarlínan, stokkar og göng verða tilbúin.
Í sáttmálanum kemur fram að flýti- og umferðargjöld verði tekin upp árið 2030, og gert er ráð fyrir að þessi gjaldtaka hafi áhrif á ferðavenjur íbúa höfuðborgarsvæðisins. Ef markmiðið er að auka notkun almenningssamgangna meðal íbúa, er nauðsynlegt að hefja sem fyrst vinnu við að bæta gæði þjónustunnar og ímynd almenningssamgangna í samfélaginu, sem og að hafa áhrif á ferðavenjur fólks.
Hlutverk okkar bæjarfulltrúa er að standa vörð um hagsmuni íbúa Mosfellsbæjar í öllum málum og athugasemdir okkar við Samgöngusáttmálann eru í samræmi við það. Áhyggjur okkar beinast að óljósum heildarkostnaði sáttmálans, forgangsröðun verkefna og tímalínu Sundabrautar, sem ekki er hluti af sáttmálanum. Í ljósi reynslunnar er ólíklegt að sú tímalína sem sett er upp í uppfærðum sáttmála muni standast og því leiða til aukins umferðavanda á höfuðborgarsvæðinu og þ.m.t. til og frá Mosfellsbæ.
Þrátt fyrir ákveðna ágalla í uppfærðum Samgöngusáttmála teljum við mikilvægt að halda áfram með þetta nauðsynlega, stóra samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.Bæjarfulltrúar D lista munu áfram benda á það sem betur má fara, styðja það sem vel er gert og hafa hagsmuni Mosfellinga að leiðarljósi í þeim ákvörðunum sem tengjast sáttmálanum. Með vísan til þessa styðjum við samþykktina um uppfærslu Samgöngusáttmálans.
***Bókun bæjarfulltrúa L lista:
Allir eru sammála um mikilvægi á uppfærslu sáttmálans og þess að fara í framkvæmdir sem liðka fyrir umferð á höfuðborgarsvæðinu og bjóða upp á fjölbreyttari valkosti til ferða á milli svæða. Sér í lagi í ljósi stærðar sáttmálans og fjölda verkefna. Vinir Mosfellsbæjar lýsum yfir vonbrigðum sínum með að kjörnir fulltrúar hafi ekki haft tækifæri á samtali og að koma á framfæri spurningum fyrir undirritun sáttmálans. Það gerir það að verkum að mörgum spurningum er ósvarað. Hagsmunir Mosfellsbæjar eru ríkir og þarf að standa vörð um þá.Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar greiðir í ljósi þessa atkvæði gegn uppfærslu á sáttmálanum.
- Fylgiskjal1. Viðauki við Samgöngusáttmálann ásamt framkvæmda- og fjárstreymisáætlun.pdfFylgiskjal2. Samkomulag um rekstur almenningssamgangna, stjórnskipulag og veghald.pdfFylgiskjal3. Yfirlýsing með viðauka um uppfærslu Samgöngusáttmála.pdfFylgiskjal4. Glærur frá kynningarfundi 20.08.24.pdfFylgiskjalGreinargerð viðræðuhóps_agust2024.pdfFylgiskjalStjórnarráðið _ Ríkið og sex sveitarfélög gera samkomulag um uppfærðan samgöngusáttmála - fréttatilkynning.pdfFylgiskjal1. Minnisblað samþykkt á fundi forsætisráðherra fjármála og efnahagsráðherra og innviðaráðherra með bæjarstjórum sveitarfélaganna borgarstjóra og samtök.pdfFylgiskjal2. Cowi Mannvit 2024 Capital Area Transport Pact Socioeconomic Analysis.pdfFylgiskjal3. Minnisblað rýnihóps um úrbætur á stjórnkerfi samgöngusáttmála (2024).pdfFylgiskjal4. Minnisblað um Miklubraut í jarðgöng. (2023).pdfFylgiskjal5. Betri samgöngur. Samgöngusáttmálinn. Mörkun og skilgreining framkvæmda. (2024).pdfFylgiskjal6. Uppfærð rekstraráætlun almenningssamgangna Nýtt leiðanet með Borgarlínu (2024).pdfFylgiskjal7. Forsendur rekstraráætlunar Nýs leiðanets. (2024).pdf
7. Kosning í nefndir og ráð202205456
Tillaga C lista Viðreisnar um breytingu á skipan skipulagsnefndar.
Fyrir fundinum lá tillaga um að Helgi Pálsson tæki sæti varamanns í skipulagsnefnd í stað Ölvis Karlssonar. Ekki komu fram aðrar tillögur og taldist hún því samþykkt.
Fundargerðir til kynningar
8. Fundargerð 584. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202409247
Fundargerð 584. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Fundargerð 584. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 857. fundi bæjarstjórnar.
9. Fundargerð 585. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202409343
Fundargerð 585. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Fundargerð 585. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 857. fundi bæjarstjórnar.
10. Fundargerð 262. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins202409359
Fundargerð 262. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar.
Fundargerð 262. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 857. fundi bæjartjórnar.
11. Fundargerð 263. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins202409360
Fundargerð 263. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar.
Fundargerð 263. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 857. fundi bæjartjórnar.
12. Fundargerð 264. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins202409361
Fundargerð 264. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar.
Fundargerð 264. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 857. fundi bæjartjórnar.
13. Fundargerð 951. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga202409323
Fundargerð 951. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Fundargerð 951. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 857. fundi bæjarstjórnar.
14. Fundargerð 50. eigendafundar Strætó bs.202409242
Fundargerð 50. eigendafundar Strætó bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 50. eigendafundar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 857. fundi bæjarstjórnar.
15. Fundargerð 424. fundar samstarfsnefnda skíðasvæðanna202409398
Fundargerð 424. fundar samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar.
Fundargerð 424. fundar samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 857. fundi bæjarstjórnar.
16. Fundargerð 129. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins202409428
Fundargerð 129. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar.
Fundargerð 129. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 857. fundi bæjarstjórnar.