8. nóvember 2023 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) forseti
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) 1. varaforseti
- Dagný Kristinsdóttir (DK) 2. varaforseti
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) aðalmaður
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Sævar Birgisson (SB) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Dagskrá fundar
Afbrigði
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024 til 2027202303627
Fyrri umræða bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024-2027.
Undir þessum dagskrárlið mættu einnig til fundarins Pétur Jens Lockton sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs, Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri á fjármála- og áhættustýringarsviði, Sigurbjörg Fjölnisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, Gunnhildur María Sæmundsdóttir, sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs, Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs, Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs, Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, skrifstofustjóri umbóta og þróunar og Kristján Þór Magnússon, sviðsstjóri mannauðs- og starfsumhverfissviðs.
***
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri, kynnti drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024-2027 ásamt greinargerð þar sem helstu markmið og niðurstöður eru raktar nánar.
Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs þökkuðu starfsfólki bæjarins sérstaklega fyrir framlag þeirra við undirbúning áætlunarinnar og tóku aðrir bæjarfulltrúar undir þakkir til starfsfólks.
***
Fundarhlé hófst kl. 17:42. Fundur hófst aftur kl. 18:05.Fundarhlé hófst kl. 18:23. Fundur hófst aftur kl. 18:25.
***
Lagðar voru fram eftirfarandi tillögur bæjarfulltrúa við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun:
Tillögur bæjarfulltrúa meirihluta í bæjarstjórn (B, C og S lista):
Tillaga 1.
Gjaldskrár hækki að jafnaði um 7,5% í stað 8,9% eins og lagt er til grundvallar í fjárhagsáætlun sem liggur fyrir bæjarstjórn.Tillagan leiðir til þess að tekjur af þjónustugjöldum lækka sem nemur 11,6 m.kr.
Tillaga 2.
Fasteignaskattur C verði 1,495% á árinu 2024 í stað 1,510% eins og lagt er til grundvallar í fjárhagsáætlun sem liggur fyrir bæjarstjórn.Tillagan leiðir til þess að tekjur af fasteignaskatti C lækka sem nemur 6,5 m.kr.
Lagt er til að framangreindar breytingar verði lagðar til grundvallar þegar gjaldskrár verða lagðar fyrir til afgreiðslu.
***
Tillögur bæjarfulltrúa Vina Mosfellsbæjar (L lista):Tillaga 1.
Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar leggur til að reglum um frístundaávísanir verði breytt á þann veg að gildistími þeirra verði 12 mánuðir í stað níu eins og nú er. Kostnaður við tillöguna er óverulegur, þar sem gert er ráð fyrir tiltekinni fjárhæð í fjárhagsáætlun fyrir frístundaávísanir. Markmið tillögunnar er að öll börn sitji við sama borð og eigi jöfn tækifæri til að sækja sér íþrótta eða önnur tómstundanámskeið allt árið um kring.Tillaga 2.
Vinir Mosfellsbæjar leggja til að ráðinn verði inn fjármálaráðgjafi fyrir skólastjórnendur í Mosfellsbæ. Markmiðið er að létta álagi af stjórnendum og skapa tíma sem stjórnendur geta varið með því að standa við bakið á sínu fólki og efla faglegt samstarf innan skóla sem og til nærsamfélagsins.***
Sameiginleg tillaga bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks (D lista) og Vina Mosfellsbæjar (L lista):Ef farið verður í uppbyggingu á aðalvelli að íþróttasvæðinu að Varmá á árinu 2024, á undan þjónustubyggingu, eins og tillaga meirihlutans í fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir, þá verði sú framkvæmd kláruð í einum verkáfanga þ.e. að fullkláraður verði bæði knattspyrnuvöllur og frjálsíþróttasvæði.
***
Tillögur bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks (D lista):Tillaga 1.
Að gert verði samkomulag um að Golfklúbbur Mosfellsbæjar fái fjármagn til næstu 3 ára, samtals 55 milljónir króna, til að gera nauðsynlegar breytingar á legu og skipulagi golfvallarins í Mosfellsbæ sem mun tryggja öryggi íbúa við Súluhöfða og gangandi vegfarenda. Með breytingunni þarf að breyta deiliskipulagi golfvallarins og snúa við einni golfbraut vallarins. Tryggja þarf að meðfram samkomulaginu verði tryggt að Golfklúbburinn geri strax bráðabirgðabreytingar á vellinum sem munu auka öryggi í kringum völlinn þangað til að breytingum verði lokið sem er áætlað að taki 2-3 ár.Tillaga 2.
Endurskoðun á tekjum vegna lóðasölu og byggingaréttar.Tillaga 3.
Að sett verði á stofn FabLab smiðja/Nýsköpunarsmiðja sem styður við nýframsetta atvinnustefnu Mosfellsbæjar, líkt og fulltrúar D-lista hafa áður lagt til bæði í bæjarráði og einnig fyrir fjárhagsáætlun fyrir árið 2023.Tillaga 4.
Að farið verði í endurnýjun og lagfæringar á sviði í Hlégarði ásamt því að lokið verði við fjárfestingar á hljóðkerfi og unnið að bættri hljóðvist í húsinu.
***
Fundarhlé hófst kl. 18:40. Fundur hófst aftur kl. 18:46.***
Bæjarstjórn samþykkti með 11 atkvæðum að vísa framkomnum breytingatillögum til umfjöllunar í bæjarráði fyrir síðari umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024-2027 og eftir atvikum til frekari vinnslu innan stjórnsýslu Mosfellsbæjar.
Bæjarstjórn samþykkti jafnframt með 11 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fram fari 6. desember 2023.
- FylgiskjalTillaga til bæjarstjórnar - fjárhagsáætlun 2024-2027.pdfFylgiskjalFjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024-2027 - Til bæjarstjórnar 03.11.2023.pdfFylgiskjalGreinargerð með fjárhagsáætlun 2024-2027.pdfFylgiskjalForsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2024-2027.pdfFylgiskjalKynning bæjarstjóra við fyrri umræðu 08.11.2023.pdfFylgiskjalTillaga meirihluta í bæjarstjórn.pdfFylgiskjalTillaga Vina Mosfellsbæjar.pdfFylgiskjalTillaga Sjálfstæðisflokks og Vina Mosfellsbæjar.pdfFylgiskjalTillaga Sjálfstæðisflokks.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1599202310034F
Fundargerð 1599. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 838. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Úthlutun lóða við Úugötu (síðari hluti), Langatanga og Fossatungu 202310436
Tillaga um hvaða forsendur verði lagðar til grundvallar úthlutunar lóða í síðari úthlutun lóða við Úugötu auk úthlutunar lóða við Langatanga og Fossatungu lögð fram til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1599. fundar bæjarráðs samþykkt á 838. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.2. Ársreikningur 2022 - bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga 202310471
Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) þar sem bent er á að ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2022 uppfylli ekki öll lágmarksviðmið eftirlitsnefndar vegna rekstrar A-hluta.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1599. fundar bæjarráðs samþykkt á 838. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.3. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2023 202301251
Lagt er til að bæjarráð samþykki viðauka við lánssamning við Arion banka.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1599. fundar bæjarráðs samþykkt á 838. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.4. Fjárhagsáætlun SHS 2024-2028 202310325
Bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2024-2028.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1599. fundar bæjarráðs samþykkt á 838. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.5. Fjárhagsáætlun og gjaldskrár heilbrigðiseftirlits fyrir árið 2024 202310626
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits varðandi starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 ásamt tillögum að gjaldskrám.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1599. fundar bæjarráðs samþykkt á 838. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.6. Stafrænt samstarf sveitarfélaga - þátttaka og framlag 2024 202310607
Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi þátttöku og framlög sveitarfélaga til stafræns samstarfs þeirra 2024.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1599. fundar bæjarráðs samþykkt á 838. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.7. Reiðstígar í Mosfellsbæ 202310509
Bréf frá Hestamannafélaginu Herði þar sem óskað er eftir að Mosfellsbær sjái um uppbyggingu og viðhald allra reiðstíga innan bæjarfélagsins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1599. fundar bæjarráðs samþykkt á 838. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.8. Ágóðahlutagreiðsla EBÍ 2023 202310392
Erindi Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands þar sem upplýst er um ágóðahlutagreiðslu 2023.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1599. fundar bæjarráðs samþykkt á 838. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.9. Frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi 202310516
Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi.
Umsagnarfrestur er til 1. nóvember nk.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1599. fundar bæjarráðs samþykkt á 838. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.10. Reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga 202308589
Erindi frá innviðaráðuneytinu þar sem vakin er athygli á nýrri reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga og leiðbeiningar um framkvæmd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1599. fundar bæjarráðs samþykkt á 838. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4. Velferðarnefnd Mosfellsbæjar - 13202310029F
Fundargerð 13. fundar velferðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 838. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar 2023 202308782
Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar 2023 lagðar fyrir velferðarnefnd til kynningar og samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 13. fundar velferðarnefndar samþykkt á 838. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.2. Könnun í málaflokki eldri borgara 202310508
Tillaga um könnun í málaflokki eldri borgara lögð fyrir velferðarnefnd til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 13. fundar velferðarnefndar samþykkt á 838. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.3. Þarfagreining vegna húsnæðis fyrir eldri borgara 202310598
Tillaga um þarfagreiningu fyrir framtíðarhúsnæði félagsstarfs Mosfellsbæjar lögð fyrir velferðarnefnd til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 13. fundar velferðarnefndar samþykkt á 838. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.4. Lykiltölur 2023 202304012
Lykiltölur velferðarsviðs janúar - september 2023 lagðar fyrir til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 13. fundar velferðarnefndar samþykkt á 838. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.5. Aðalfundur 2023 202309644
Ársskýrsla og ársreikningur Fjölsmiðjunnar 2022 lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 13. fundar velferðarnefndar samþykkt á 838. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.6. Samræmd móttaka flóttafólks - staða verkefnis 202306140
Staðan á verkefni vegna mótttöku flóttafólks í október 2023 lögð fyrir velferðarnefnd til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 13. fundar velferðarnefndar samþykkt á 838. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
Fundargerð
3. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1600202310038F
Fundargerð 1600. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 838. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024 til 2027 202303627
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024-2027 lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1600. fundar bæjarráðs samþykkt á 838. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 599202310040F
Fundargerð 599. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 838. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi 202310516
Lagt er fram til kynningar og upplýsinga kynnt frumvarp umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 599. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 838. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.2. Skarhólabraut 30 - deiliskipulagsbreyting - hliðrun lóðar 202303034
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Skarhólabraut 30, í samræmi við afgreiðslu á 586. fundi nefndarinnar. Tillagan felur í sér að lóð Skarhólabrautar 30, ætluð aðstöðu Skógræktarfélags Mosfellsbæjar, er hliðrað til vegna gróðurs og aðstæðna í landi. Stærð lóðar er óbreytt og byggingarheimildir þær sömu. Við bætast í skipulag ný framtíðar bílastæði á aðliggjandi landi ætluð útivistar- og göngufólki í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 599. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 838. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.3. Hamrabrekkur 5 og 11 - ósk um deiliskipulagsgerð 202308601
Lögð er fram til kynningar umbeðin umsögn skipulagsfulltrúa, í samræmi við afgreiðslu 597. fundi nefndarinnar.
Hjálagt er erindi málsaðila til afgreiðslu.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 599. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 838. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.4. Miðdalsland I R L226627 - ósk um uppskiptingu lands 202310743
Borist hefur erindi frá Tryggva Einarssyni, dags. 29.10.2023, með ósk um uppskiptingu lands L226627 og stofnun nýrrar 1 ha spildu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 599. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 838. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.5. L125331 við Selmerkurveg - deiliskipulag frístundabyggðar 202310327
Borist hefur erindi frá Ólafi Hjördísarsyni Jónssyni, dags. 12.10.2023, með ósk um deiliskipulag einkalands L125331 við Selmerkurveg. Meðfylgjandi eru drög að tillögu nýs deiliskipulags sem sýnir sex nýjar frístundahúsalóðir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 599. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 838. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.6. Dalland L123625 - nýtt deiliskipulag 202303972
Lagt er fram að nýju til umræðu og afgreiðslu erindi landeigenda um endurupptökubeiði vegna nýs deiliskipulags við Dalland L123625. Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa um landbúnað og lögbýli, í samræmi við afgreiðslu á 597. fundi nefndarinnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 599. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 838. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.7. 1. áfangi Blikastaðalands - deiliskipulag 202304103
Verkefnastjóri frá Nordic arkitektum og umferðarráðgjafi frá Eflu verkfræðistofu kynna efni skipulagslýsingar og drög að samráðsferli fyrir deiliskipulag 1. áfanga Blikastaðalands.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 599. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 838. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 506 202310032F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 599. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 838. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
6. Fundargerð 8. fundar stefnuráðs byggðarsamlaganna202310747
Fundargerð 8. fundar stefnuráðs byggðarsamlaganna lögð fram til kynningar.
Fundargerð 8. fundar stefnuráðs byggðarsamlaganna lögð fram til kynningar á 838. fundi bæjarstjórnar.
7. Fundargerð 253. fundar stjórnar Slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu202310745
Fundargerð 253. fundar stjórnar Slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Fundargerð 253. fundar stjórnar Slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 838. fundi bæjarstjórnar.
8. Fundargerð 9. fundar stefnuráðs byggðarsamlaganna202310730
Fundargerð 9. fundar stefnuráðs byggðarsamlaganna lögð fram til kynningar.
Fundargerð 9. fundar stefnuráðs byggðarsamlaganna lögð fram til kynningar á 838. fundi bæjarstjórnar.
9. Fundargerð 375. fundar Strætó bs.202311074
Fundargerð 375. fundar Strætó bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 375. fundar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 838. fundi bæjarstjórnar.
10. Fundargerð 935. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga202310658
Fundargerð 935. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Fundargerð 935. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 838. fundi bæjarstjórnar.
11. Fundargerð 376. fundar Strætó bs.202311075
Fundargerð 376. fundar Strætó bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 376. fundar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 838. fundi bæjarstjórnar.
12. Fundargerð 936. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga202311044
Fundargerð 936. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Fundargerð 936. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 838. fundi bæjarstjórnar.
13. Fundargerð 18. fundar heilbrigðisnefndar202310769
Fundargerð 18. fundar heilbrigðisnefndar lögð fram til kynningar.
Fundahlé hófst kl. 20:04. Fundur hófst aftur kl. 20:11.
***
Fundargerð 18. fundar heilbrigðisnefndar lögð fram til kynningar á 838. fundar bæjarstjórnar.***
Bókun bæjarstjórnar:
Starfshópur ráðuneytisins skoðaði hvernig hægt væri að efla núverandi kerfi samhliða einföldun regluverks. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar telur að samráð við sveitarfélög sé lykilatriði og mjög mikilvægt áður en lengra er haldið.