Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

6. desember 2023 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Örvar Jóhannsson (ÖJ) forseti
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) 1. varaforseti
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) 2. varaforseti
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) aðalmaður
  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Sævar Birgisson (SB) aðalmaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður


Dagskrá fundar

Afbrigði

  • 1. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2024 til 2027202303627

    Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024-2027. Síðari umræða.

    For­seti gaf Regínu Ásvaldsdóttur bæj­ar­stjóra orð­ið og fór hún yfir fyr­ir­liggj­andi fjár­hags­áætl­un Mosfells­bæj­ar og stofn­ana bæjarins fyr­ir árin 2024 til 2027.

    ***
    Fundarhlé hófst kl. 20:08. Fundur hófst aftur kl. 21:24

    ***
    Helstu nið­ur­stöðu­töl­ur í fyr­ir­liggj­andi fjár­hags­áætl­un fyr­ir árið 2024 A og B hluta eru eft­ir­far­andi: Tekj­ur: 21.658 m.kr.
    Gjöld: 18.648 m.kr.
    Af­skrift­ir: 611 m.kr.
    Fjár­magns­gjöld: 1.400 m.kr.
    Tekju­skatt­ur: 29 m.kr.
    Rekstr­arnið­ur­staða: 969 m.kr.
    Eign­ir í árs­lok: 34.619 m.kr.
    Eig­ið fé í árs­lok: 8.821 m.kr.
    Fjár­fest­ing­ í varanlegum rekstrarfjármunum: 3.617 m.kr.

    ***
    Álagn­ingar­pró­sent­ur fast­eigna­gjalda fyr­ir árið 2024 eru eft­ir­far­andi:
    Fast­eigna­gjöld íbúð­ar­hús­næð­is (A - skatt­flokk­ur).
    Fast­eigna­skatt­ur A 0,190% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar.
    Vatns­gjald 0,065% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar.
    Frá­veitu­gjald 0,089% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar.
    Lóð­ar­leiga A 0,310% af fast­eigna­mati lóð­ar.
    Fast­eigna­gjöld stofn­ana skv. 3. gr. reglu­gerð­ar 1160/2005 (B - skatt­flokk­ur).
    Fast­eigna­skatt­ur B 1,320% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar.
    Vatns­gjald 0,065% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar.
    Frá­veitu­gjald 0,089% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar.
    Lóð­ar­leiga B 1,100% af fast­eigna­mati lóð­ar.
    Fast­eigna­gjöld ann­ars hús­næð­is (C - skatt­flokk­ur).
    Fast­eigna­skatt­ur C 1,495% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar.
    Vatns­gjald 0,065% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar.
    Frá­veitu­gjald 0,089% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar.
    Lóð­ar­leiga C 1,100% af fast­eigna­mati lóð­ar.

    ***
    Gjald­dag­ar fast­eigna­gjalda eru tíu, fyrsta dag hvers mán­að­ar frá 1. fe­brú­ar til og með 1. nóv­em­ber. Eindagi fast­eigna­gjalda er þrjá­tíu dög­um eft­ir gjald­daga og fell­ur all­ur skatt­ur árs­ins í gjald­daga ef van­skil verða. Sé fjár­hæð fast­eigna­gjalda und­ir kr. 40.000 er gjald­dagi þeirra 1. fe­brú­ar með eindaga 1. mars.

    ***
    Eft­ir­tald­ar regl­ur taka breytingum og gilda frá 1.1.2024.
    Regl­ur um af­slátt af fast­eigna­gjöld­um til elli- og ör­orku­líf­eyr­is­þega.
    Regl­ur um fjár­hags­að­stoð í Mos­fells­bæ, framfærslugrunnur
    Regl­ur um tekju­við­mið vegna viðbótarnið­ur­greiðslu leik­skóla­gjalda

    ***
    Eft­ir­far­andi gjald­skrár sem taka gildi 01.01.2024 voru sam­þykkt­ar:
    Gjaldskrá leikskóla, dagforeldra og sjálfstætt starfandi leikskóla
    Gjaldskrá bleyjugjalds í leikskólum
    Gjald­skrá í frí­stunda­selj­um grunn­skóla og við­bót­ar­vist­un í frí­stunda­seli
    Gjaldskrá ávaxtabita í grunnskólum
    Gjaldskrá mötuneytis í grunnskólum
    Gjald­skrá Bóka­safns Mos­fells­bæj­ar
    Gjald­skrá íþróttamið­stöðva og sund­lauga
    Gjaldskrá Hlégarðs
    Gjald­skrá skipu­lags- og bygg­ing­ar­mála
    Gjald­skrá heimilisúrgangs
    Gjald­skrá frá­veitugjald
    Gjald­skrá rot­þró­ar­gjald
    Gjald­skrá Vatns­veitu Mos­fells­bæj­ar
    Gjald­skrá Hita­veitu Mosfellsbæjar
    Gjald­skrár stuðn­ings­fjöl­skyldna við fötluð börn og skv. barnaverndarlögum
    Gjald­skrá frí­stunda­sels fyrir fötluð börn og ung­menna
    Gjaldskrá - þjónustugjald í leiguíbúðum aldraðra
    Gjaldskrá - heimsending fæðis
    Gjaldskrá stuðningsþjónustu
    Gjaldskrá akstursþjónustu eldri borgara
    Gjaldskrá námskeiðsgjalda í félagsstarfi
    Gjaldskrá fyrir matvæla-, heilbrigðis- og mengunareftirlit 2024
    Gjaldskrá fyrir hundahald 2024

    Eft­ir­far­andi gjald­skrár sem taka gildi 01.08.2024 voru sam­þykkt­ar:
    Gjald­skrá tónlistardeildar Lista­skóla
    Gjald­skrá skólahljómsveit Lista­skóla

    ***
    Umræða fór fram um 14 breytingatillögur Framsóknarflokks (B), Samfylkingar (S) og Viðreisnar (C) (meirihluta) og sameiginlega tillögu Vina Mosfellsbæjar (L) og Sjálfstæðisflokks (D). Þá fór fram umræða um tvær breytingatillögur L lista, önnur tillagan var dregin til baka og ný tillaga lögð fram á fundinum. Að lokum fór fram umræða um fjórar breytingatillögur D lista, ein tillaga var dregin til baka og ný tillaga lögð fram á fundinum.

    Umræða fór fram um fyrirliggjandi fjárhagsáætlun 2024-2027.

    ***
    Gengið var til atkvæða um fyrirliggjandi breytingatillögur við fjárhagsáætlun ársins 2024-2027:

    Breytingatillögur meirihluta:
    1. Tekjur af þjónustugjöldum.
    Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum B, C og S lista. Bæjarfulltrúar D og L lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. RBG gerði grein fyrir hjásetu bæjarfulltrúa D lista.

    2. Fasteignaskattur C.
    Tillagan var samþykkt með 11 atkvæðum.

    3. Sérstakur húsnæðisstuðningur.
    Tillagan var samþykkt með 11 atkvæðum.

    4. Félagsstarf aldraðra.
    Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum B, C og S lista. Bæjarfulltrúar D og L lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. ÁS gerði grein fyrir hjásetu bæjarfulltrúa D lista.

    5. Skipulag Varmársvæðis.
    Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum B, C og S lista. Bæjarfulltrúar D og L lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. ÁS gerði grein fyrir hjásetu bæjarfulltrúa D lista.

    6. Áhrif verðlagsbreytinga á verðbætur langtímalána.
    Tillagan var samþykkt með 11 atkvæðum.

    7. Áhrif verðlagsbreytinga á vaxtakostnað langtímalána.
    Tillagan var samþykkt með 11 atkvæðum.

    8. Tekjur af byggingarrétti.
    Tillagan var samþykkt með 11 atkvæðum.

    9. Aukinn stuðningur við skólastjórnendur vegna mannauðsráðgjafar.
    Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum B, C og S lista. Bæjarfulltrúar D og L lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. ÁS gerði grein fyrir hjásetu bæjarfulltrúa D lista.

    10. Framlög til íþróttafélaga.
    Tillagan var samþykkt með 11 atkvæðum.

    11. Framkvæmdir við grenndarstöðvar.
    Tillagan var samþykkt með 11 atkvæðum.

    12. Endurskoðun miðbæjarskipulags.
    Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum B, C og S lista. Bæjarfulltrúar D og L lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

    ***
    Fundarhlé hófst kl. 21:39. Fundur hófst aftur kl. 22:07
    ***

    13. Íþróttamannvirki á Varmársvæði.
    Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum B, C og S lista. Bæjarfulltrúar D og L lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. ÁS gerði grein fyrir hjásetu bæjarfulltrúa D lista.

    14. Fjárfesting í félagslegum íbúðum.
    Tillagan var samþykkt með 11 atkvæðum.

    Breytingatillögur Vina Mosfellsbæjar (L):
    1. Breyting á reglum um frístundaávísanir þannig að þær gildi í 12 mánuði
    Tillagan var samþykkt með 11 atkvæðum.

    ***
    Fundarhlé hófst kl. 22:14. Fundur hófst aftur kl. 22:27.
    ***

    2. Ráðning ráðgjafa fyrir skólastjórnendur í Mosfellsbæ.
    Tillögunni var synjað með sex atkvæðum B, C og S lista. Bæjarfulltrúar D og L lista greiddu atkvæði með tillögunni.

    Breytingatillaga Vina Mosfellsbæjar (L) og Sjálfstæðisflokks (D):
    1. Framkvæmdir á íþróttasvæði að Varmársvæði 2024.
    Tillögunni var synjað með sex atkvæðum B, C og S lista. Bæjarfulltrúar D og L lista greiddu atkvæði með tillögunni.

    Breytingatillögur Sjálfstæðisflokks (D):
    1. Samkomulag um breytingar á legu og skipulagi golfvallarins í Mosfellsbæ.
    Tillagan var samþykkt með 11 atkvæðum.

    2. Endurskoðun á tekjum vegna lóðasölu og byggingarréttar.
    Tillögunni var synjað með sex atkvæðum B, C og S lista. Bæjarfulltrúar D og L lista greiddu atkvæði með tillögunni. ÁS gerði grein fyrir atkvæði sínu. ASt gerði grein fyrir atkvæði sínu.

    3. FabLab smiðja.
    Tillögunni var synjað með sex atkvæðum B, C og S lista. Bæjarfulltrúar D og L lista greiddu atkvæði með tillögunni. ÁS gerði grein fyrir atkvæði sínu. ASt gerði grein fyrir atkvæði sínu.

    4. Endurnýjun og lagfæring á sviði í Hlégarði.
    Tillögunni var synjað með sex atkvæðum B, C og S lista. Bæjarfulltrúar D og L lista greiddu atkvæði með tillögunni. ÁS gerði grein fyrir atkvæði sínu. ASt gerði grein fyrir atkvæði sínu.

    ***

    For­seti þakk­aði starfsfólki bæj­ar­ins sér­stak­lega fyr­ir fram­lag þeirra við und­ir­bún­ing og gerð fjárhagsáætl­un­ar­inn­ar og tóku bæj­ar­full­trú­ar und­ir þakk­ir for­seta til starfs­manna.

    Forseti bar tillögu að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árin 2024-2027, með áorðnum breytingum. Fjárhagsáætlunin var samþykkt með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Bæjarfulltrúar D og L lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

    ***
    Fundarhlé hófst kl. 22:45. Fundur hófst aftur kl. 22:59.
    ***

    Bókun D og L lista vegna breytingatillögu meirihluta nr. 4:
    Fulltrúar D- og L-lista sátu hjá við afgreiðslu tillögu um fjárveitingu til félagsstarfsins Karlar í skúrum. Ástæða hjásetunnar er sú að ekki þótti skýrt hvers vegna þetta ágæta og mikilvæga félagsstarf var valið umfram annað gott félagsstarf sem fram fer í bænum. Við teljum að önnur sambærileg starfsemi innan bæjarins hafi ekki haft tækifæri til að hljóta sambærilegan styrk og þannig ekki verið gætt að jafnræði hvað þessa styrkveitingu varðar.

    Bókun D og L lista vegna breytingatillögu meirihluta nr. 13:
    Í tillögunni Íþróttamannvirki á Varmársvæði eru lagðar til tvíþættar breytingar tengdar íþróttamannvirkjum á svæðinu. Bæjarfulltrúar D og L lista eru sammála þeim tillögum er varða sturtuaðstöðu og varnarlag á gólf. Við getum því miður ekki samþykkt tillögurnar vegna þess að í lok tillögunnar er lagt til alls hendis óskylt mál, um framkvæmdir á frjálsíþróttavelli fari fram á árinu 2025. Við höfum þegar lagt fram tillögu um að sú framkvæmd fari fram samhliða framkvæmdum að knattspyrnuvellinum að Varmá á komandi ári. Við óskuðum eftir því við meirihlutann að þessi viðbót við tillöguna yrði tekin út og yrði gerð að sér tillögu. Því var hafnað og þess vegna getum við ekki samþykkt þær tillögur sem við hefðum gjarnan viljað.

    Bókun D og L lista um fjárhagsáætlun:
    Rekstrarumhverfi sveitarfélaga hefur verið krefjandi á undanförnum árum og virðist sem svo verði áfram. Því þarf að sýna sérstaka ráðdeild og skynsemi í rekstrinum á komandi ári.

    Bæjarfulltrúar D og L lista hafa ekki haft beina aðkomu að gerð fjárhagsáætlunar komandi árs og telja sér því ekki fært að greiða atkvæði með henni. Við sitjum því hjá við afgreiðsluna.

    Bæjarfulltrúar D og L lista þakka öllu starfsfólki Mosfellsbæjar fyrir vel unnin störf við gerð þessarar fjárhagsáætlunar.

    Bókun B, S og C lista um fjárhagsáætlun:
    Í fjárhagsáætlun ársins 2024 er áfram lögð áhersla á öfluga grunnþjónustu og áframhaldandi uppbyggingu innviða. Rekstur Mosfellsbæjar hverfist um öflugt skólastarf og þjónustu við börn og ungmenni þegar kemur að íþróttum og tómstundum. Við viljum gera enn betur í velferðarþjónustunni þannig að þau sem þurfa á henni að halda upplifi gott aðgengi að þjónustu, traust og öryggi í sínu sveitarfélagi. Útgjöld til þessara málaflokka nema um 77% af heildarrekstri sveitarfélagsins.

    Mosfellsbær er, og hefur verið, í miklum vexti. Því fylgja áskoranir við uppbyggingu innviða ásamt því að viðhalda þeim innviðum sem komnir eru til ára sinna. Í metnaðarfullri fjárhagsáætlun næsta árs og í þriggja ára áætlun er leitast við að sinna hvorutveggja. Stærstu framkvæmdirnar í fjárfestingaráætlun næsta árs eru nýbygging leikskóla í Helgafellslandi, íþróttahús við Helgafellsskóla og endurbætur á Varmárvöllum.

    Nýverið hafa verið gerðar skipulagsbreytingar í miðlægri þjónustu Mosfellsbæjar og ráðið í nokkrar lykilstöður. Meirihluti bæjarstjórnar bindur vonir við að þessar ráðstafanir efli starfsemina enn frekar og að íbúar Mosfellsbæjar muni verða varir við eflingu stafrænnar þjónustu, breyttar áherslur í umhverfismálum og að aukin lýðheilsa verði áfram leiðarljós í allri ákvarðanatöku.

    Í fjárhagsáætlun næsta árs er leitast við að stilla gjaldtöku í hóf. Álagningarprósenta fasteignaskatts hefur verið lækkuð til að koma til móts við hækkun fasteignamats bæði á íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði. Hækkun gjaldskráa hefur verið stillt í hóf og verður að jafnaði 7,5%, sem er undir verðlagi síðasta árs. Þetta er þrátt fyrir að í Mosfellsbæ sé að finna lægstu gjaldskrár í leikskólum og í grunnskólaþjónustu. Þessi ráðstöfun er til að leggja lóð á vogarskálarnar í baráttunni við verðbólguna.

    Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir 969 m.kr. afgangi á næsta ári. Þá verður veltufé frá rekstri jákvætt um 2.052 m.kr. eða 9,5% af heildartekjum. Gert er ráð fyrir að skuldaviðmiðið verði 99,5% af tekjum í árslok sem er vel undir mörkum sveitarstjórnarlaga.
    Við þökkum bæjarstjóra og starfsfólki bæjarins fyrir þá miklu vinnu sem liggur að baki þessari fjárhagsáætlun. Nú sem endranær hafa kjörnir fulltrúar treyst á þekkingu og reynslu þeirra sem að vinnunni koma og við erum þakklát fyrir þeirra framlag.

Fundargerð

  • 2. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1603202311030F

    Fund­ar­gerð 1603. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

    • 2.1. Neyð­arstig Al­manna­varna vegna nátt­úru­ham­fara á Reykja­nesi 202311368

      Veitt­ar verða upp­lýs­ing­ar í tengsl­um við jarð­hrær­ing­ar á Reykja­nesi og rým­ingu á Grinda­vík­ur­svæð­inu.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1603. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 2.2. Funda­dagskrá 2024 202311032

      Til­laga að funda­dagskrá bæj­ar­ráðs fyr­ir árið 2024.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1603. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 2.3. Fjár­mögn­un skv. fjár­hags­áætlun 2023 202301251

      Til­laga um lán­töku hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga ohf.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1603. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 2.4. Er­indi Ung­menna­fé­lags­ins Aft­ur­eld­ing­ar varð­andi upp­bygg­ingu íþrótta­mann­virkja og sam­starfs­vett­vang Mos­fells­bæj­ar og Aft­ur­eld­ing­ar 202311366

      Er­indi Ung­menna­fé­lags­ins Aft­ur­eld­ing­ar varð­andi upp­bygg­ingu íþrótta­mann­virkja og sam­starfs­vett­vang Mos­fells­bæj­ar og Aft­ur­eld­ing­ar.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1603. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 2.5. Er­indi frá Frjálsí­þrótta­sam­bandi Ís­lands 202311389

      Er­indi frá Frjálsí­þrótta­sam­bandi Ís­lands þar sem skorað er á bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar að standa vörð um inn­viði fyr­ir frjálsí­þrótt­ast­arf í Mos­fells­bæ og þann­ig um leið fjöl­breytt íþróttalíf til fram­tíð­ar.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1603. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 2.6. Upp­bygg­ing að Varmá 202311403

      Minn­is­blað um stöðu upp­bygg­ing­ar á Varmár­svæð­inu með til­liti til skipu­lags- og um­hverf­is­þátta.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1603. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 2.7. Sam­st­arf Aft­ur­eld­ing­ar og Mos­fells­bæj­ar 202311386

      Til­laga D lista til bæj­ar­ráðs þar sem óskað er eft­ir um­ræðu um sam­st­arf Aft­ur­eld­ing­ar og Mos­fells­bæj­ar.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1603. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 2.8. Fjár­hags­áætlun Skíða­svæða höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins - bók­an­ir eig­enda­vett­vangs 202311130

      Bók­an­ir eig­enda­vett­vangs skíða­svæð­anna lagð­ar fram ásamt fjár­hags­áætlun skíða­svæð­anna og gjaldskrá fyr­ir árið 2024.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1603. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 2.9. Starfs- og fjár­hags­áætlun Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fyr­ir árið 2024 202311373

      Starfs- og fjár­hags­áætlun Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fyr­ir árið 2024 ásamt til­lögu um ár­gjald lögð fram til sam­þykkt­ar.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1603. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 2.10. Ára­móta­brenna neð­an Holta­hverf­is við Leir­vog - um­sagn­ar­beiðni 202311351

      Um­sagn­ar­beiðni frá Sýslu­mann­in­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vegna Ára­móta­brennu neð­an Holta­hverf­is við Leir­vog.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1603. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 2.11. Þrett­ánda­brenna neð­an Holt­hverf­is við Leir­vog - um­sagn­ar­beiðni 202311364

      Um­sagn­ar­beiðni frá Sýslu­mann­in­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vegna þrett­ánda­brennu neð­an Holta­hverf­is við Leir­vog.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1603. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 2.12. Fyr­ir­spurn frá Al­þingi um lög­bundn­ar nefnd­ir inn­an sveit­ar­fé­laga 202311372

      Er­indi inn­viða­ráðu­neyt­is vegna fyr­ir­spurn­ar frá Al­þingi um lög­bundn­ar nefnd­ir inn­an sveit­ar­fé­laga. Svara er óskað eigi síð­ar en 24. nóv­em­ber nk.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1603. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 2.13. Frum­varp til laga um skatta og gjöld (gistinátta­skatt­ur, áfeng­is­gjald o.fl) 202311370

      Frá efna­hags- og við­skipta­nefnd Al­þing­is um­sagn­ar­beiðni um frum­varp til laga um skatta og gjöld (gistinátta­skatt­ur, áfeng­is­gjald o.fl). Um­sagn­ar­frest­ur er til 1. des­em­ber nk.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1603. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 2.14. Frum­varp til laga um Jöfn­un­ar­sjóð sveit­ar­fé­laga 202311349

      Er­indi frá nefnda- og grein­ing­ar­sviði Al­þing­is varð­andi frum­varp inn­viða­ráð­herra um Jöfn­un­ar­sjóð sveit­ar­fé­laga. Um­sagn­ar­frest­ur er til 30. nóv­em­ber nk.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1603. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 4. Vel­ferð­ar­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 14202311026F

      Fund­ar­gerð 14. fund­ar vel­ferð­ar­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

      • 4.1. Regl­ur um styrk­veit­ing­ar vel­ferð­ar­nefnd­ar 202304517

        Drög að regl­um um styrk­veit­ing­ar vel­ferð­ar­nefnd­ar lagð­ar fyr­ir til sam­þykkt­ar

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 14. fund­ar vel­ferð­ar­nefnd­ar sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

      • 4.2. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2024 til 2027 202303627

        Drög að fjár­hags­áætlun vel­ferð­ar­sviðs Mos­fells­bæj­ar 2023 kynnt fyr­ir vel­ferð­ar­nefnd

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 14. fund­ar vel­ferð­ar­nefnd­ar sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

      • 4.3. Trún­að­ar­mála­fund­ur 2022-2026 - 1664 202311027F

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 14. fund­ar vel­ferð­ar­nefnd­ar sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

      • 4.4. Jafn­réttisvið­ur­kenn­ing Mos­fells­bæj­ar 2023 202308782

        Vel­ferð­ar­nefnd af­hend­ir jafn­réttisvið­ur­kenn­ingu 2023

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 14. fund­ar vel­ferð­ar­nefnd­ar sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

      • 5. Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 272202311020F

        Fund­ar­gerð 272. fund­ar íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

        • 5.1. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2024 til 2027 202303627

          Drög að fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2024 til 2027 lögð fram til kynn­ing­ar í íþrótta- og tóm­stunda­nefnd.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 272. fund­ar íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 5.2. Funda­dagskrá íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar 2024 202311032

          Til­laga að dag­setn­ing­um funda íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar 2024.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 272. fund­ar íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 5.3. Sam­starfs­vett­vang­ur Mos­fells­bæj­ar og Aft­ur­eld­ing­ar 201810279

          Fund­ar­gerð sam­starfs­vett­vangs Mos­fells­bæj­ar og Aft­ur­eld­ing­ar 13. októ­ber 2023.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 272. fund­ar íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 5.4. Íþrótta­fólk Mos­fells­bæj­ar 2023 202310280

          Íþrótta­fólk Mos­fells­bæj­ar 2023. Far­ið yfir und­ir­bún­ing og fram­kvæmd kosn­inga og um­ræð­ur um næstu skref.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 272. fund­ar íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 5.5. Skoð­un­ar­ferð í Brú­ar­land 202311297

          Skoð­un­ar­ferð í Brú­ar­land fyr­ir íþrótta- og tóm­stunda­nefnd.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 272. fund­ar íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 6. Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 273202311033F

          Fund­ar­gerð 273. fund­ar íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

          • 6.1. Íþrótta­fólk Mos­fells­bæj­ar 2023 202310280

            Far­ið verð­ur yfir til­nefn­ing­ar og kosn­ing­ar und­ir­bún­ar.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 273. fund­ar íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

          • 7. Fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 428202311035F

            Fund­ar­gerð 428. fund­ar fræðslu­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

            • 7.1. Grein­ing á 200 daga skóla 202303607

              Til­lög­ur frá Krika­skóla og Helga­fells­skóla

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 428. fund­ar fræðslu­nefnd­ar sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

            • 7.2. Skóla­da­gatal leik- og grunn­skóla 2024-2025 202311545

              Lagt fram til stað­fest­ing­ar

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 428. fund­ar fræðslu­nefnd­ar sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

            • 7.3. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2024 til 2027 202303627

              Drög að fjár­hags­áætlun fræðslu- og frí­stunda­sviðs 2024 kynnt

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 428. fund­ar fræðslu­nefnd­ar sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

            • 8. Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd - 20202311034F

              Fund­ar­gerð 20. fund­ar menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

              • 9. Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 602202311029F

                Fund­ar­gerð 602. fund­ar skipu­lagns­efnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

                • 9.1. Heild­ar­end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar 2011-2030 202005057

                  Lögð er fram til frek­ari kynn­ing­ar, um­fjöll­un­ar og um­ræðu um­sögn svæð­is­skipu­lags­stjóra, svæð­is­skipu­lags höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og SSH, dags 08.09.2023, um kynnta vinnslu­til­lögu og frumdrög nýs að­al­skipu­lags auk með­fylgj­andi ramma­hluta. Til um­fjöll­un­ar verða al­menn­ar um­sagn­ir ramma­hluta að­al­skipu­lags 2040 fyr­ir Blikastað­a­land, Nýr bæj­ar­hluti milli fells og fjöru.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 602. fund­ar skipu­lagns­efnd­ar sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

                • 9.2. 1. áfangi Blikastaðalands - deili­skipu­lag 202304103

                  Lögð er fram til kynn­ing­ar og af­greiðslu skipu­lags­lýs­ing nýs deili­skipu­lags fyrsta áfanga Blikastaðalands í sam­ræmi við 1. mgr. 40. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Skipu­lags­svæð­ið, sem er u.þ.b. 30 ha að stærð, af­markast gróf­lega af Skála­túnslæk til suð­urs og aust­urs, nú­ver­andi íbúða­bygg við Þrast­ar­höfða til norð­urs og golf­vell­in­um, Hlíð­ar­völl­ur, til vest­urs. Meg­in­að­koma að svæð­inu verð­ur frá Baugs­hlíð. Svæð­ið verð­ur skil­greint sem íbúð­ar­byggð og mið­svæði. Skipu­lags­lýs­ing nýs deili­skipu­lags að Blika­stöð­um bygg­ir á nýj­um ramma­hluta heild­ar­end­ur­skoð­un­ar að­al­skipu­lags fyr­ir Mos­fells­bæ, þar sem stefnu­mörk­un vinnslu­til­lögu var kynnt sum­ar­ið 2023. Upp­haf deili­skipu­lags­vinn­unn­ar verð­ur því unn­in sam­hliða nýju að­al­skipu­lagi í sam­ræmi við heim­ild laga. Áhersla skipu­lags­ins verð­ur á sam­spil byggð­ar og nátt­úru, fjöl­breytt­ar sam­göng­ur, blágræn­ar of­an­vants­lausn­ir, sam­fé­lags­leg gæði, gæði byggð­ar og auk­inn líf­fræði­leg­an fjöl­breyti­leika grænna svæða. Við­fangs­efni skipu­lags­vinn­unn­ar á deili­skipu­lags­stigi er m.a. að skil­greina frek­ar en gert er í ramma­hluta að­al­skipu­lags; upp­bygg­ingu svæð­is­ins, nátt­úru­teng­ing­ar og gæði, upp­bygg­ingu Blikastaða­bæj­ar­ins, sam­göng­ur, legu göngu- og hjóla­stíga, legu Borg­ar­línu og upp­bygg­ingu og þétt­leika bland­aðr­ar byggð­ar.
                  Til­gang­ur með gerð lýs­ing­ar er að tryggja að­komu al­menn­ings og hags­muna­að­ila að skipu­lags­ferl­inu á fyrstu stig­um þess, auka gagn­sæi, tryggja betra upp­lýs­ingaflæði, skila betri og mark­viss­ari skipu­lags­vinnu og gefa sveit­ar­stjórn­um og þeim sem koma að ferl­inu betri yf­ir­sýn allt frá fyrstu skref­um. Skipu­lags­ráð­gjaf­ar eru Nord­ic - Office of Architect­ure (Nord­ic), EFLA verk­fræði­stofa og SLA lands­lags­arki­tekt­ar.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 602. fund­ar skipu­lagns­efnd­ar sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

                • 9.3. Ála­foss­veg­ur 23 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2, 202306004

                  Lagt er fram til kynn­ing­ar um­beð­ið minn­is­blað skipu­lags­full­trúa og um­hverf­is­sviðs, í sam­ræmi við af­greiðslu á 598. fundi nefnd­ar­inn­ar, vegna um­sókn­ar um breytta notk­un hluta hús­næð­is þriðju hæð­ar að Ála­foss­vegi 23. Hjá­lögð er til af­greiðslu um­sagn­ar­beiðni bygg­ing­ar­full­trúa vegna bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn­ar.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 602. fund­ar skipu­lagns­efnd­ar sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

                • 9.4. Efsta­land 1 - skipu­lags­breyt­ing 202311580

                  Borist hef­ur er­indi frá ASK arki­tekt­um, dags. 28.11.2023, f.h. BK Bygg­inga ehf. með sam­þykki lóð­ar­hafa A fa­ktor­ing ehf., með ósk um skipu­lags­breyt­ingu versl­un­ar- og þjón­ust­ur­eit­ar að Efstalandi 1. Til­laga sýn­ir blönd­un byggð­ar inn­an lóð­ar­inn­ar, versl­un­ar­hús­næði og rað­hús.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 602. fund­ar skipu­lagns­efnd­ar sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

                • 9.5. Mark­holt 13 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2, 202309358

                  Skipu­lags­full­trúi sam­þykkti á 71. fundi sín­um að grennd­arkynna um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi og bygg­ingaráform fyr­ir stækk­un húss og bíl­skúrs að Mark­holti 13, sem og að byggja garðskúr, í sam­ræmi við gögn dags. 26.09.2023. Stækk­un húss og bíl­skúrs er 63,2 m², garðskúr er 15 m². Bygg­ingaráformin voru kynnt á vef Mos­fells­bæj­ar, mos.is, og með grennd­arkynn­ing­ar­bréfi og gögn­um sem send voru til allra skráðra og þing­lýstra eig­enda húsa að Mark­holti 11, 15, 16, 18, 20, Njarð­ar­holti 7 og 9. At­huga­semda­frest­ur var frá 18.10.2023 til og með 17.11.2023.
                  Um­sögn barst frá Finni Torfa Guð­munds­syni og Arn­björgu Gunn­ars­dótt­ur, Njarð­ar­holti 9, dags. 15.11.2023.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 602. fund­ar skipu­lagns­efnd­ar sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

                • 9.6. Ak­ur­holt 21 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202111108

                  Borist hef­ur um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi frá Hans Þór Jens­sen, dags. 27.06.2023, fyr­ir frek­ari stækk­un við­bygg­ing­ar húss að Ak­ur­holti 21. Stækk­un er á stein­steyptri við­bygg­ingu á einni hæð um brúttó 25,9 m². Sam­þykkt­ir að­al­upp­drætt­ir af nú­ver­andi út­færslu við­bygg­ing­ar voru grennd­arkynnt­ir 02.12.2020. Nýj­um að­al­upp­drátt­um og er­indi var vísað til skipu­lags­nefnd­ar á 507. af­greiðslufundi bygg­ing­ar­full­trúa þar sem ekki er í gildi deili­skipu­lag fyr­ir svæð­ið.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 602. fund­ar skipu­lagns­efnd­ar sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

                • 9.7. Svæð­is­skipu­lag Suð­ur­há­lend­is 202301285

                  Borist hef­ur er­indi um Skipu­lags­gátt­ina frá svæð­is­skipu­lags­nefnd um svæð­is­skipu­lag Suð­ur­há­lend­is, dags. um­sagn­ar­beiðni vegna til­lögu svæð­is­skipu­lags Suð­ur­há­lend­is 2042. Í til­lög­unni er mót­uð fram­tíð­ar­sýn fyr­ir Suð­ur­há­lend­ið um sterka inn­viði, um­hyggju fyr­ir auð­lind­um, ábyrga nýt­ingu auð­linda, að­gerð­ir fyr­ir lofts­lag­ið og góða sam­vinnu. Til­lög­unni fylg­ir grein­ar­gerð um lands­lags­grein­ingu fyr­ir Suð­ur­há­lendi, sem er fylg­irit svæð­is­skipu­lags­ins, auk um­hverf­is­skýrslu. Til­lag­an nær yfir há­lend­is­hluta sveit­ar­fé­lag­anna Skaft­ár­hrepps, Mýr­dals­hrepps, Rangár­þings eystra, Rangár­þings ytra, Ása­hrepps, Skeiða- og Gnúp­verja­hrepps, Hruna­manna­hrepps, Blá­skóga­byggð­ar, og Grímsnes- og Grafn­ings­hrepps. Auk þeirra hafa sveit­ar­fé­lög­in Flóa­hrepp­ur og Ár­borg tek­ið þátt í verk­efn­inu.
                  Um­sagn­ar­frest­ur er til og með 14.01.2024.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 602. fund­ar skipu­lagns­efnd­ar sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

                • 9.8. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 508 202311025F

                  Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 602. fund­ar skipu­lagns­efnd­ar sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

                Fundargerðir til staðfestingar

                • 3. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1604202311037F

                  Fund­ar­gerð 1604. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

                  • 3.1. Rekst­ur deilda janú­ar til sept­em­ber 2023 202311183

                    Út­komu­spá árs­ins 2023 kynnt.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla 1604. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

                  • 3.2. For­send­ur fjár­hags­áætl­ana sveit­ar­fé­laga 2024-2027 202308771

                    Minn­is­blað frá Sam­bandi ís­lenskra sveit­ar­fé­laga með upp­færð­um for­send­um fjár­hags­áætl­ana sveit­ar­fé­laga lagt fram til kynn­ing­ar.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla 1604. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

                  • 3.3. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2024 til 2027 202303627

                    Yf­ir­lit yfir álagn­ingu fast­eigna­skatta og þjón­ustu­gjalda árið 2024 lagt fram.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla 1604. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

                  • 3.4. Breyt­ing á sam­þykkt um gatna­gerð­ar­gjöld 202309294

                    Til­laga um breyt­ingu á sam­þykkt um gatna­gerð­ar­gjöld.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla 1604. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

                  • 3.5. Fjár­hags­áætlun Skíða­svæða höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 202311130

                    Bók­an­ir eig­enda­vett­vangs skíða­svæð­anna lagð­ar fram ásamt fjár­hags­áætlun skíða­svæð­anna og gjaldskrá fyr­ir árið 2024.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla 1604. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

                  • 3.6. Starfs- og fjár­hags­áætlun SSH fyr­ir árið 2024 202311373

                    Starfs- og fjár­hags­áætlun Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fyr­ir árið 2024 ásamt til­lögu um ár­gjald lögð fram til sam­þykkt­ar.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla 1604. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

                  • 3.7. Um­sókn um styrk vegna þátt­töku í Evr­ópu­keppni golf­klúbba 202311399

                    Bréf frá Golf­klúbbi Mos­fells­bæj­ar þar sem óskað er eft­ir styrk vegna þátt­töku í Evr­ópu­keppni golf­klúbba.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla 1604. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

                  • 3.8. Ára­móta­brenna neð­an Holta­hverf­is við Leiru­vog - um­sagn­ar­beiðni 202311351

                    Um­sagn­ar­beiðni frá Sýslu­mann­in­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vegna Ára­móta­brennu neð­an Holta­hverf­is við Leiru­vog.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla 1604. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

                  • 3.9. Þrett­ánda­brenna neð­an Holt­hverf­is við Leiru­vog - um­sagn­ar­beiðni 202311364

                    Um­sagn­ar­beiðni frá Sýslu­mann­in­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vegna þrett­ánda­brennu neð­an Holta­hverf­is við Leiru­vog.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla 1604. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

                  • 3.10. Kæra vegna tveggja smá­hýsa á lóð­inni Hamra­brekku 11 202311511

                    Kæra til úr­skurð­ar­nefnd­ar um­hverf­is- og auð­linda­mála vegna stjórn­valdsákvörð­un­ar bygg­ing­ar­full­trúa Mos­fells­bæj­ar um að tvö smá­hýsi á lóð­inni Hamra­brekku 11 verði fjar­lægð.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla 1604. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

                  • 3.11. Frum­varp til laga um breyt­ing­ar á barna­vernd­ar­lög­um og lög­um um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga 202311556

                    Frá vel­ferð­ar­nefnd Al­þing­is um­sagn­ar­beiðni um frum­varp til laga um breyt­ing­ar á barna­vernd­ar­lög­um og lög­um um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga. Um­sagn­ar­frest­ur er til 8. des­em­ber nk.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla 1604. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

                  • 3.12. Frum­varp til laga um skatta og gjöld (gistinátta­skatt­ur, áfeng­is­gjald o.fl) 202311370

                    Frá efna­hags- og við­skipta­nefnd Al­þing­is um­sagn­ar­beiðni um frum­varp til laga um skatta og gjöld (gistinátta­skatt­ur, áfeng­is­gjald o.fl). Um­sagn­ar­frest­ur er til 1. des­em­ber nk.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla 1604. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

                  • 3.13. Frum­varp til laga um Jöfn­un­ar­sjóð sveit­ar­fé­laga 202311349

                    Er­indi frá nefnda- og grein­ing­ar­sviði Al­þing­is varð­andi frum­varp inn­viða­ráð­herra um Jöfn­un­ar­sjóð sveit­ar­fé­laga. Um­sagn­ar­frest­ur er til 30. nóv­em­ber nk.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla 1604. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

                  • 3.14. Frum­varp til laga um breyt­ingu á sveit­ar­stjórn­ar­lög­um (fjöldi full­trúa í sveit­ar­stjórn) 202311567

                    Frá um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd Al­þing­is um­sagn­ar­beiðni um til­lögu til þings­álykt­un­ar um sveita­stjórn­ar­lög (fjöldi full­trúa í sveit­ar­stjórn). Um­sagn­ar­frest­ur er til 11. des­em­ber n.k.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla 1604. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

                  • 3.15. Til­laga til þings­álykt­un­ar um Hús­næð­is­stefnu fyr­ir árin 2024-2028 ásamt fimm ára að­gerðaráætlun fyr­ir árin 2024-2028 202311561

                    Frá vel­ferð­ar­nefnd Al­þing­ins til­laga til þings­álykt­un­ar um Hús­næð­is­stefnu fyr­ir árin 2024-2028 ásamt fimm ára að­gerðaráætlun fyr­ir árin 2024-2028. Um­sagn­ar­beiðni óskast eigi síð­ar en 11. desmber n.k.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla 1604. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

                  Almenn erindi

                  • 10. Ósk bæj­ar­full­trúa um tíma­bund­ið leyfi202312007

                    Lovísa Jóns­dótt­ir bæj­ar­full­trúi vék sæti við af­greiðslu máls­ins.

                    Ósk Lovísu Jónsdóttur bæjarfulltrúa Viðreisnar um tímabundið leyfi frá störfum í bæjarstjórn Mosfellsbæjar frá 1.-31. janúar 2024.

                    Bæj­ar­stjórn sam­þykkti, með vís­an til 2. mgr. 30. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga, sbr. og 2. töl­ul. 1. mgr. 35. gr. sam­þykkta um stjórn Mos­fells­bæj­ar, að veita Lovísu Jóns­dótt­ur, tíma­bund­ið leyfi frá störf­um í bæj­ar­stjórn frá 1.-31. janú­ar 2024, að henn­ar ósk.

                    • 11. Kosn­ing í nefnd­ir og ráð202205456

                      Tillaga C-lista um breytingar á aðalmanni í íþrótta- og tómstundanefnd, menningar- og lýðræðisnefnd auk aðalmanns í stefnuráði byggðarsamlaganna.

                      Fyr­ir fund­in­um ligg­ur til­laga C-lista um að Guð­rún Þór­ar­ins­dótt­ir verði aðal­mað­ur íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar í stað Atla­s­ar Hendriks Ósk­ar Dag­bjarts. Í menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd verði Kjart­an Jó­hann­es Hauks­son aðal­mað­ur í stað Guð­rún­ar Þór­ar­ins­dótt­ur. Valdi­mar Birg­is­son verði aðal­mað­ur í stefnu­ráði byggð­ar­sam­lag­anna í stað Lovísu Jóns­dótt­ur. Ekki koma fram að­r­ar til­lög­ur og telst hún því sam­þykkt.

                      Fundargerðir til kynningar

                      • 12. Not­endaráð fatl­aðs fólks - 19202310005F

                        Fund­ar­gerð 19. fund­ar not­enda­ráðs fatl­aðs fólks lögð fram til kynn­ing­ar á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

                        • 12.1. Fjár­hags- og fjár­fest­ingaráætlun 2024 - und­ir­bún­ing­ur með vel­ferð­ar­nefnd 202305590

                          Vinnufund­ur vel­ferð­ar­nefnd­ar við fjár­hags­áætlun 2024 lagð­ur fram til kynn­ing­ar.

                          Niðurstaða þessa fundar:

                          Fund­ar­gerð 19. fund­ar not­enda­ráðs fatl­aðs fólks lögð fram til kynn­ing­ar á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar.

                        • 12.2. Árs­skýrsla vel­ferð­ar­sviðs 2022 202304053

                          Árs­skýrsla vel­ferð­ar­sviðs 2022 lögð fram til kynn­ing­ar.

                          Niðurstaða þessa fundar:

                          Fund­ar­gerð 19. fund­ar not­enda­ráðs fatl­aðs fólks lögð fram til kynn­ing­ar á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar.

                        • 12.3. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2024 til 2027 202303627

                          Drög að fjár­hags­áætlun vel­ferð­ar­sviðs Mos­fells­bæj­ar 2024-2027 kynnt fyr­ir not­enda­ráði fatl­aðs fólks.

                          Niðurstaða þessa fundar:

                          Fund­ar­gerð 19. fund­ar not­enda­ráðs fatl­aðs fólks lögð fram til kynn­ing­ar á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar.

                        • 13. Fund­ar­gerð 45. fund­ar fram­kvæmda­ráðs al­manna­varn­ar­nefnd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins202311596

                          Fundargerð 45. fundar framkvæmdaráðs almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.

                          Fund­ar­gerð 45. fund­ar fram­kvæmda­ráðs al­manna­varn­ar­nefnd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­inu lögð fram til kynn­ing­ar á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                        • 14. Fund­ar­gerð 254. fund­ar stjórn­ar Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins202311594

                          Fundargerð 254. fundar stjórnar Slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.

                          Fund­ar­gerð 254. fund­ar stjórn­ar Slökkvi­liðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu lögð fram til kynn­ing­ar á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                        • 15. Fund­ar­gerð 46. fund­ar fram­kvæmda­ráðs al­manna­varna­nefnd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins202311597

                          Fundargerð 46. fundar framkvæmdaráðs almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.

                          Fund­ar­gerð 46. fund­ar fram­kvæmda­ráðs al­manna­varn­ar­nefnd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­inu lögð fram til kynn­ing­ar á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                        • 16. Fund­ar­gerð 937. fund­ar stjórn­ar Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga202311392

                          Fundargerð 937. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

                          Fund­ar­gerð 937. fund­ar stjórn­ar Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga lögð fram til kynn­ing­ar á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                        • 17. Fund­ar­gerð 121. fund­ar svæð­is­skipu­lags­nefnd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins202311530

                          Fundargerð 121. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar.

                          Fund­ar­gerð 121. fund­ar svæð­is­skipu­lags­nefnd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins lögð fram til kynn­ing­ar á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                        • 18. Fund­ar­gerð 568. fund­ar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu202311464

                          Fundargerð 586. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.

                          Fund­ar­gerð 586. fund­ar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu lögð fram til kynn­ing­ar á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                        • 19. Fund­ar­gerð 938. fund­ar stjórn­ar Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga202311595

                          Fundargerð 938. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

                          Fund­ar­gerð 938. fund­ar stjórn­ar Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga lögð fram til kynn­ing­ar á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                        • 20. Fund­ar­gerð 19. fund­ar heil­brigð­is­nefnd­ar202311574

                          Fundargerð 19. fundar heilbrigðisnefndar lögð fram til kynningar.

                          Fund­ar­gerð 19. fund­ar heil­brigð­is­nefnd­ar lögð fram til kynn­ing­ar á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                        • 21. Fund­ar­gerð 418. fund­ar Sam­starfs­nefnd­ar skíða­svæð­anna202311604

                          Fundargerð 418. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæðanna lögð fram til kynningar.

                          Fund­ar­gerð 418. fund­ar Sam­starfs­nefnd­ar skíða­svæð­anna lögð fram til kynn­ing­ar á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                        Bæj­ar­stjórn sam­þykk­ir að fella nið­ur fund bæj­ar­stjórn­ar 20. des­em­ber nk. eins og ráð var fyr­ir gert í funda­dagskrá árs­ins. Fyrsti fund­ur á nýju ári fer fram 10. janú­ar 2024.

                        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 00:02