6. desember 2023 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) forseti
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) 1. varaforseti
- Dagný Kristinsdóttir (DK) 2. varaforseti
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) aðalmaður
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Sævar Birgisson (SB) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Dagskrá fundar
Afbrigði
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024 til 2027202303627
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024-2027. Síðari umræða.
Forseti gaf Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra orðið og fór hún yfir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar og stofnana bæjarins fyrir árin 2024 til 2027.
***
Fundarhlé hófst kl. 20:08. Fundur hófst aftur kl. 21:24***
Helstu niðurstöðutölur í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 A og B hluta eru eftirfarandi: Tekjur: 21.658 m.kr.
Gjöld: 18.648 m.kr.
Afskriftir: 611 m.kr.
Fjármagnsgjöld: 1.400 m.kr.
Tekjuskattur: 29 m.kr.
Rekstrarniðurstaða: 969 m.kr.
Eignir í árslok: 34.619 m.kr.
Eigið fé í árslok: 8.821 m.kr.
Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum: 3.617 m.kr.***
Álagningarprósentur fasteignagjalda fyrir árið 2024 eru eftirfarandi:
Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis (A - skattflokkur).
Fasteignaskattur A 0,190% af fasteignamati húss og lóðar.
Vatnsgjald 0,065% af fasteignamati húss og lóðar.
Fráveitugjald 0,089% af fasteignamati húss og lóðar.
Lóðarleiga A 0,310% af fasteignamati lóðar.
Fasteignagjöld stofnana skv. 3. gr. reglugerðar 1160/2005 (B - skattflokkur).
Fasteignaskattur B 1,320% af fasteignamati húss og lóðar.
Vatnsgjald 0,065% af fasteignamati húss og lóðar.
Fráveitugjald 0,089% af fasteignamati húss og lóðar.
Lóðarleiga B 1,100% af fasteignamati lóðar.
Fasteignagjöld annars húsnæðis (C - skattflokkur).
Fasteignaskattur C 1,495% af fasteignamati húss og lóðar.
Vatnsgjald 0,065% af fasteignamati húss og lóðar.
Fráveitugjald 0,089% af fasteignamati húss og lóðar.
Lóðarleiga C 1,100% af fasteignamati lóðar.
***
Gjalddagar fasteignagjalda eru tíu, fyrsta dag hvers mánaðar frá 1. febrúar til og með 1. nóvember. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 40.000 er gjalddagi þeirra 1. febrúar með eindaga 1. mars.
***
Eftirtaldar reglur taka breytingum og gilda frá 1.1.2024.
Reglur um afslátt af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega.
Reglur um fjárhagsaðstoð í Mosfellsbæ, framfærslugrunnur
Reglur um tekjuviðmið vegna viðbótarniðurgreiðslu leikskólagjalda
***
Eftirfarandi gjaldskrár sem taka gildi 01.01.2024 voru samþykktar:
Gjaldskrá leikskóla, dagforeldra og sjálfstætt starfandi leikskóla
Gjaldskrá bleyjugjalds í leikskólum
Gjaldskrá í frístundaseljum grunnskóla og viðbótarvistun í frístundaseli
Gjaldskrá ávaxtabita í grunnskólum
Gjaldskrá mötuneytis í grunnskólum
Gjaldskrá Bókasafns Mosfellsbæjar
Gjaldskrá íþróttamiðstöðva og sundlauga
Gjaldskrá Hlégarðs
Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála
Gjaldskrá heimilisúrgangs
Gjaldskrá fráveitugjald
Gjaldskrá rotþróargjald
Gjaldskrá Vatnsveitu Mosfellsbæjar
Gjaldskrá Hitaveitu Mosfellsbæjar
Gjaldskrár stuðningsfjölskyldna við fötluð börn og skv. barnaverndarlögum
Gjaldskrá frístundasels fyrir fötluð börn og ungmenna
Gjaldskrá - þjónustugjald í leiguíbúðum aldraðra
Gjaldskrá - heimsending fæðis
Gjaldskrá stuðningsþjónustu
Gjaldskrá akstursþjónustu eldri borgara
Gjaldskrá námskeiðsgjalda í félagsstarfi
Gjaldskrá fyrir matvæla-, heilbrigðis- og mengunareftirlit 2024
Gjaldskrá fyrir hundahald 2024
Eftirfarandi gjaldskrár sem taka gildi 01.08.2024 voru samþykktar:
Gjaldskrá tónlistardeildar Listaskóla
Gjaldskrá skólahljómsveit Listaskóla
***
Umræða fór fram um 14 breytingatillögur Framsóknarflokks (B), Samfylkingar (S) og Viðreisnar (C) (meirihluta) og sameiginlega tillögu Vina Mosfellsbæjar (L) og Sjálfstæðisflokks (D). Þá fór fram umræða um tvær breytingatillögur L lista, önnur tillagan var dregin til baka og ný tillaga lögð fram á fundinum. Að lokum fór fram umræða um fjórar breytingatillögur D lista, ein tillaga var dregin til baka og ný tillaga lögð fram á fundinum.
Umræða fór fram um fyrirliggjandi fjárhagsáætlun 2024-2027.***
Gengið var til atkvæða um fyrirliggjandi breytingatillögur við fjárhagsáætlun ársins 2024-2027:
Breytingatillögur meirihluta:
1. Tekjur af þjónustugjöldum.
Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum B, C og S lista. Bæjarfulltrúar D og L lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. RBG gerði grein fyrir hjásetu bæjarfulltrúa D lista.2. Fasteignaskattur C.
Tillagan var samþykkt með 11 atkvæðum.3. Sérstakur húsnæðisstuðningur.
Tillagan var samþykkt með 11 atkvæðum.4. Félagsstarf aldraðra.
Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum B, C og S lista. Bæjarfulltrúar D og L lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. ÁS gerði grein fyrir hjásetu bæjarfulltrúa D lista.5. Skipulag Varmársvæðis.
Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum B, C og S lista. Bæjarfulltrúar D og L lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. ÁS gerði grein fyrir hjásetu bæjarfulltrúa D lista.6. Áhrif verðlagsbreytinga á verðbætur langtímalána.
Tillagan var samþykkt með 11 atkvæðum.7. Áhrif verðlagsbreytinga á vaxtakostnað langtímalána.
Tillagan var samþykkt með 11 atkvæðum.8. Tekjur af byggingarrétti.
Tillagan var samþykkt með 11 atkvæðum.9. Aukinn stuðningur við skólastjórnendur vegna mannauðsráðgjafar.
Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum B, C og S lista. Bæjarfulltrúar D og L lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. ÁS gerði grein fyrir hjásetu bæjarfulltrúa D lista.10. Framlög til íþróttafélaga.
Tillagan var samþykkt með 11 atkvæðum.
11. Framkvæmdir við grenndarstöðvar.
Tillagan var samþykkt með 11 atkvæðum.12. Endurskoðun miðbæjarskipulags.
Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum B, C og S lista. Bæjarfulltrúar D og L lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.***
Fundarhlé hófst kl. 21:39. Fundur hófst aftur kl. 22:07
***13. Íþróttamannvirki á Varmársvæði.
Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum B, C og S lista. Bæjarfulltrúar D og L lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. ÁS gerði grein fyrir hjásetu bæjarfulltrúa D lista.14. Fjárfesting í félagslegum íbúðum.
Tillagan var samþykkt með 11 atkvæðum.Breytingatillögur Vina Mosfellsbæjar (L):
1. Breyting á reglum um frístundaávísanir þannig að þær gildi í 12 mánuði
Tillagan var samþykkt með 11 atkvæðum.***
Fundarhlé hófst kl. 22:14. Fundur hófst aftur kl. 22:27.
***2. Ráðning ráðgjafa fyrir skólastjórnendur í Mosfellsbæ.
Tillögunni var synjað með sex atkvæðum B, C og S lista. Bæjarfulltrúar D og L lista greiddu atkvæði með tillögunni.Breytingatillaga Vina Mosfellsbæjar (L) og Sjálfstæðisflokks (D):
1. Framkvæmdir á íþróttasvæði að Varmársvæði 2024.
Tillögunni var synjað með sex atkvæðum B, C og S lista. Bæjarfulltrúar D og L lista greiddu atkvæði með tillögunni.Breytingatillögur Sjálfstæðisflokks (D):
1. Samkomulag um breytingar á legu og skipulagi golfvallarins í Mosfellsbæ.
Tillagan var samþykkt með 11 atkvæðum.2. Endurskoðun á tekjum vegna lóðasölu og byggingarréttar.
Tillögunni var synjað með sex atkvæðum B, C og S lista. Bæjarfulltrúar D og L lista greiddu atkvæði með tillögunni. ÁS gerði grein fyrir atkvæði sínu. ASt gerði grein fyrir atkvæði sínu.3. FabLab smiðja.
Tillögunni var synjað með sex atkvæðum B, C og S lista. Bæjarfulltrúar D og L lista greiddu atkvæði með tillögunni. ÁS gerði grein fyrir atkvæði sínu. ASt gerði grein fyrir atkvæði sínu.4. Endurnýjun og lagfæring á sviði í Hlégarði.
Tillögunni var synjað með sex atkvæðum B, C og S lista. Bæjarfulltrúar D og L lista greiddu atkvæði með tillögunni. ÁS gerði grein fyrir atkvæði sínu. ASt gerði grein fyrir atkvæði sínu.
***
Forseti þakkaði starfsfólki bæjarins sérstaklega fyrir framlag þeirra við undirbúning og gerð fjárhagsáætlunarinnar og tóku bæjarfulltrúar undir þakkir forseta til starfsmanna.
Forseti bar tillögu að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árin 2024-2027, með áorðnum breytingum. Fjárhagsáætlunin var samþykkt með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Bæjarfulltrúar D og L lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
***
Fundarhlé hófst kl. 22:45. Fundur hófst aftur kl. 22:59.
***Bókun D og L lista vegna breytingatillögu meirihluta nr. 4:
Fulltrúar D- og L-lista sátu hjá við afgreiðslu tillögu um fjárveitingu til félagsstarfsins Karlar í skúrum. Ástæða hjásetunnar er sú að ekki þótti skýrt hvers vegna þetta ágæta og mikilvæga félagsstarf var valið umfram annað gott félagsstarf sem fram fer í bænum. Við teljum að önnur sambærileg starfsemi innan bæjarins hafi ekki haft tækifæri til að hljóta sambærilegan styrk og þannig ekki verið gætt að jafnræði hvað þessa styrkveitingu varðar.Bókun D og L lista vegna breytingatillögu meirihluta nr. 13:
Í tillögunni Íþróttamannvirki á Varmársvæði eru lagðar til tvíþættar breytingar tengdar íþróttamannvirkjum á svæðinu. Bæjarfulltrúar D og L lista eru sammála þeim tillögum er varða sturtuaðstöðu og varnarlag á gólf. Við getum því miður ekki samþykkt tillögurnar vegna þess að í lok tillögunnar er lagt til alls hendis óskylt mál, um framkvæmdir á frjálsíþróttavelli fari fram á árinu 2025. Við höfum þegar lagt fram tillögu um að sú framkvæmd fari fram samhliða framkvæmdum að knattspyrnuvellinum að Varmá á komandi ári. Við óskuðum eftir því við meirihlutann að þessi viðbót við tillöguna yrði tekin út og yrði gerð að sér tillögu. Því var hafnað og þess vegna getum við ekki samþykkt þær tillögur sem við hefðum gjarnan viljað.Bókun D og L lista um fjárhagsáætlun:
Rekstrarumhverfi sveitarfélaga hefur verið krefjandi á undanförnum árum og virðist sem svo verði áfram. Því þarf að sýna sérstaka ráðdeild og skynsemi í rekstrinum á komandi ári.Bæjarfulltrúar D og L lista hafa ekki haft beina aðkomu að gerð fjárhagsáætlunar komandi árs og telja sér því ekki fært að greiða atkvæði með henni. Við sitjum því hjá við afgreiðsluna.
Bæjarfulltrúar D og L lista þakka öllu starfsfólki Mosfellsbæjar fyrir vel unnin störf við gerð þessarar fjárhagsáætlunar.Bókun B, S og C lista um fjárhagsáætlun:
Í fjárhagsáætlun ársins 2024 er áfram lögð áhersla á öfluga grunnþjónustu og áframhaldandi uppbyggingu innviða. Rekstur Mosfellsbæjar hverfist um öflugt skólastarf og þjónustu við börn og ungmenni þegar kemur að íþróttum og tómstundum. Við viljum gera enn betur í velferðarþjónustunni þannig að þau sem þurfa á henni að halda upplifi gott aðgengi að þjónustu, traust og öryggi í sínu sveitarfélagi. Útgjöld til þessara málaflokka nema um 77% af heildarrekstri sveitarfélagsins.Mosfellsbær er, og hefur verið, í miklum vexti. Því fylgja áskoranir við uppbyggingu innviða ásamt því að viðhalda þeim innviðum sem komnir eru til ára sinna. Í metnaðarfullri fjárhagsáætlun næsta árs og í þriggja ára áætlun er leitast við að sinna hvorutveggja. Stærstu framkvæmdirnar í fjárfestingaráætlun næsta árs eru nýbygging leikskóla í Helgafellslandi, íþróttahús við Helgafellsskóla og endurbætur á Varmárvöllum.
Nýverið hafa verið gerðar skipulagsbreytingar í miðlægri þjónustu Mosfellsbæjar og ráðið í nokkrar lykilstöður. Meirihluti bæjarstjórnar bindur vonir við að þessar ráðstafanir efli starfsemina enn frekar og að íbúar Mosfellsbæjar muni verða varir við eflingu stafrænnar þjónustu, breyttar áherslur í umhverfismálum og að aukin lýðheilsa verði áfram leiðarljós í allri ákvarðanatöku.
Í fjárhagsáætlun næsta árs er leitast við að stilla gjaldtöku í hóf. Álagningarprósenta fasteignaskatts hefur verið lækkuð til að koma til móts við hækkun fasteignamats bæði á íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði. Hækkun gjaldskráa hefur verið stillt í hóf og verður að jafnaði 7,5%, sem er undir verðlagi síðasta árs. Þetta er þrátt fyrir að í Mosfellsbæ sé að finna lægstu gjaldskrár í leikskólum og í grunnskólaþjónustu. Þessi ráðstöfun er til að leggja lóð á vogarskálarnar í baráttunni við verðbólguna.
Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir 969 m.kr. afgangi á næsta ári. Þá verður veltufé frá rekstri jákvætt um 2.052 m.kr. eða 9,5% af heildartekjum. Gert er ráð fyrir að skuldaviðmiðið verði 99,5% af tekjum í árslok sem er vel undir mörkum sveitarstjórnarlaga.
Við þökkum bæjarstjóra og starfsfólki bæjarins fyrir þá miklu vinnu sem liggur að baki þessari fjárhagsáætlun. Nú sem endranær hafa kjörnir fulltrúar treyst á þekkingu og reynslu þeirra sem að vinnunni koma og við erum þakklát fyrir þeirra framlag.- FylgiskjalFjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024-2027 - til síðari umræðu 6.12.2023.pdfFylgiskjalGreinargerð með fjárhagsáætlun 2024-2027 síðari umræða.pdfFylgiskjalTillaga Sjálfstæðisflokks og Vina Mosfellsbæjar.pdfFylgiskjalTillögur Sjálfstæðisflokks.pdfFylgiskjalTillögur Vina Mosfellsbæjar.pdfFylgiskjalBreytingatillögur við fjárhagsáætlun - yfirlit yfir afgreiðslu.pdf
Fundargerð
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1603202311030F
Fundargerð 1603. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 840. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Neyðarstig Almannavarna vegna náttúruhamfara á Reykjanesi 202311368
Veittar verða upplýsingar í tengslum við jarðhræringar á Reykjanesi og rýmingu á Grindavíkursvæðinu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1603. fundar bæjarráðs samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.2. Fundadagskrá 2024 202311032
Tillaga að fundadagskrá bæjarráðs fyrir árið 2024.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1603. fundar bæjarráðs samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.3. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2023 202301251
Tillaga um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1603. fundar bæjarráðs samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.4. Erindi Ungmennafélagsins Aftureldingar varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja og samstarfsvettvang Mosfellsbæjar og Aftureldingar 202311366
Erindi Ungmennafélagsins Aftureldingar varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja og samstarfsvettvang Mosfellsbæjar og Aftureldingar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1603. fundar bæjarráðs samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- FylgiskjalSamþykkt formannafundar Ungmennafélagsins Aftureldingar -Samráðsvettvangur Mosfellsbæjar og Aftureldingar.pdfFylgiskjalÁskorun til bæjarstjórnar -Heildrsýn og skipulagning íþróttamannvirkja að Varmá.pdfFylgiskjalÁskorun til bæjarstjórnar -Fullkláraður knattspyrnuvöllur og frjálsíþróttasvæði.pdf
2.5. Erindi frá Frjálsíþróttasambandi Íslands 202311389
Erindi frá Frjálsíþróttasambandi Íslands þar sem skorað er á bæjarstjórn Mosfellsbæjar að standa vörð um innviði fyrir frjálsíþróttastarf í Mosfellsbæ og þannig um leið fjölbreytt íþróttalíf til framtíðar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1603. fundar bæjarráðs samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.6. Uppbygging að Varmá 202311403
Minnisblað um stöðu uppbyggingar á Varmársvæðinu með tilliti til skipulags- og umhverfisþátta.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1603. fundar bæjarráðs samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.7. Samstarf Aftureldingar og Mosfellsbæjar 202311386
Tillaga D lista til bæjarráðs þar sem óskað er eftir umræðu um samstarf Aftureldingar og Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1603. fundar bæjarráðs samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.8. Fjárhagsáætlun Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins - bókanir eigendavettvangs 202311130
Bókanir eigendavettvangs skíðasvæðanna lagðar fram ásamt fjárhagsáætlun skíðasvæðanna og gjaldskrá fyrir árið 2024.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1603. fundar bæjarráðs samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.9. Starfs- og fjárhagsáætlun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2024 202311373
Starfs- og fjárhagsáætlun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2024 ásamt tillögu um árgjald lögð fram til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1603. fundar bæjarráðs samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.10. Áramótabrenna neðan Holtahverfis við Leirvog - umsagnarbeiðni 202311351
Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna Áramótabrennu neðan Holtahverfis við Leirvog.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1603. fundar bæjarráðs samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.11. Þrettándabrenna neðan Holthverfis við Leirvog - umsagnarbeiðni 202311364
Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna þrettándabrennu neðan Holtahverfis við Leirvog.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1603. fundar bæjarráðs samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.12. Fyrirspurn frá Alþingi um lögbundnar nefndir innan sveitarfélaga 202311372
Erindi innviðaráðuneytis vegna fyrirspurnar frá Alþingi um lögbundnar nefndir innan sveitarfélaga. Svara er óskað eigi síðar en 24. nóvember nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1603. fundar bæjarráðs samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.13. Frumvarp til laga um skatta og gjöld (gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl) 202311370
Frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um skatta og gjöld (gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl). Umsagnarfrestur er til 1. desember nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1603. fundar bæjarráðs samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.14. Frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga 202311349
Erindi frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis varðandi frumvarp innviðaráðherra um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Umsagnarfrestur er til 30. nóvember nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1603. fundar bæjarráðs samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4. Velferðarnefnd Mosfellsbæjar - 14202311026F
Fundargerð 14. fundar velferðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 840. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Reglur um styrkveitingar velferðarnefndar 202304517
Drög að reglum um styrkveitingar velferðarnefndar lagðar fyrir til samþykktar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 14. fundar velferðarnefndar samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024 til 2027 202303627
Drög að fjárhagsáætlun velferðarsviðs Mosfellsbæjar 2023 kynnt fyrir velferðarnefnd
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 14. fundar velferðarnefndar samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.3. Trúnaðarmálafundur 2022-2026 - 1664 202311027F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 14. fundar velferðarnefndar samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.4. Jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar 2023 202308782
Velferðarnefnd afhendir jafnréttisviðurkenningu 2023
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 14. fundar velferðarnefndar samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 272202311020F
Fundargerð 272. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 840. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024 til 2027 202303627
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024 til 2027 lögð fram til kynningar í íþrótta- og tómstundanefnd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 272. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.2. Fundadagskrá íþrótta- og tómstundanefndar 2024 202311032
Tillaga að dagsetningum funda íþrótta- og tómstundanefndar 2024.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 272. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.3. Samstarfsvettvangur Mosfellsbæjar og Aftureldingar 201810279
Fundargerð samstarfsvettvangs Mosfellsbæjar og Aftureldingar 13. október 2023.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 272. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.4. Íþróttafólk Mosfellsbæjar 2023 202310280
Íþróttafólk Mosfellsbæjar 2023. Farið yfir undirbúning og framkvæmd kosninga og umræður um næstu skref.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 272. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.5. Skoðunarferð í Brúarland 202311297
Skoðunarferð í Brúarland fyrir íþrótta- og tómstundanefnd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 272. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 273202311033F
Fundargerð 273. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 840. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Íþróttafólk Mosfellsbæjar 2023 202310280
Farið verður yfir tilnefningar og kosningar undirbúnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 273. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 428202311035F
Fundargerð 428. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 840. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Greining á 200 daga skóla 202303607
Tillögur frá Krikaskóla og Helgafellsskóla
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 428. fundar fræðslunefndar samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.2. Skóladagatal leik- og grunnskóla 2024-2025 202311545
Lagt fram til staðfestingar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 428. fundar fræðslunefndar samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.3. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024 til 2027 202303627
Drög að fjárhagsáætlun fræðslu- og frístundasviðs 2024 kynnt
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 428. fundar fræðslunefndar samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8. Menningar- og lýðræðisnefnd - 20202311034F
Fundargerð 20. fundar menningar- og lýðræðisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 840. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024 til 2027 202303627
Lögð fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024-2027 fyrir menningarmál frá fyrri umræðu 838. fundar bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 20. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 602202311029F
Fundargerð 602. fundar skipulagnsefndar lögð fram til afgreiðslu á 840. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
9.1. Heildarendurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030 202005057
Lögð er fram til frekari kynningar, umfjöllunar og umræðu umsögn svæðisskipulagsstjóra, svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins og SSH, dags 08.09.2023, um kynnta vinnslutillögu og frumdrög nýs aðalskipulags auk meðfylgjandi rammahluta. Til umfjöllunar verða almennar umsagnir rammahluta aðalskipulags 2040 fyrir Blikastaðaland, Nýr bæjarhluti milli fells og fjöru.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 602. fundar skipulagnsefndar samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.2. 1. áfangi Blikastaðalands - deiliskipulag 202304103
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing nýs deiliskipulags fyrsta áfanga Blikastaðalands í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið, sem er u.þ.b. 30 ha að stærð, afmarkast gróflega af Skálatúnslæk til suðurs og austurs, núverandi íbúðabygg við Þrastarhöfða til norðurs og golfvellinum, Hlíðarvöllur, til vesturs. Meginaðkoma að svæðinu verður frá Baugshlíð. Svæðið verður skilgreint sem íbúðarbyggð og miðsvæði. Skipulagslýsing nýs deiliskipulags að Blikastöðum byggir á nýjum rammahluta heildarendurskoðunar aðalskipulags fyrir Mosfellsbæ, þar sem stefnumörkun vinnslutillögu var kynnt sumarið 2023. Upphaf deiliskipulagsvinnunnar verður því unnin samhliða nýju aðalskipulagi í samræmi við heimild laga. Áhersla skipulagsins verður á samspil byggðar og náttúru, fjölbreyttar samgöngur, blágrænar ofanvantslausnir, samfélagsleg gæði, gæði byggðar og aukinn líffræðilegan fjölbreytileika grænna svæða. Viðfangsefni skipulagsvinnunnar á deiliskipulagsstigi er m.a. að skilgreina frekar en gert er í rammahluta aðalskipulags; uppbyggingu svæðisins, náttúrutengingar og gæði, uppbyggingu Blikastaðabæjarins, samgöngur, legu göngu- og hjólastíga, legu Borgarlínu og uppbyggingu og þéttleika blandaðrar byggðar.
Tilgangur með gerð lýsingar er að tryggja aðkomu almennings og hagsmunaaðila að skipulagsferlinu á fyrstu stigum þess, auka gagnsæi, tryggja betra upplýsingaflæði, skila betri og markvissari skipulagsvinnu og gefa sveitarstjórnum og þeim sem koma að ferlinu betri yfirsýn allt frá fyrstu skrefum. Skipulagsráðgjafar eru Nordic - Office of Architecture (Nordic), EFLA verkfræðistofa og SLA landslagsarkitektar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 602. fundar skipulagnsefndar samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.3. Álafossvegur 23 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, 202306004
Lagt er fram til kynningar umbeðið minnisblað skipulagsfulltrúa og umhverfissviðs, í samræmi við afgreiðslu á 598. fundi nefndarinnar, vegna umsóknar um breytta notkun hluta húsnæðis þriðju hæðar að Álafossvegi 23. Hjálögð er til afgreiðslu umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa vegna byggingarleyfisumsóknar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 602. fundar skipulagnsefndar samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.4. Efstaland 1 - skipulagsbreyting 202311580
Borist hefur erindi frá ASK arkitektum, dags. 28.11.2023, f.h. BK Bygginga ehf. með samþykki lóðarhafa A faktoring ehf., með ósk um skipulagsbreytingu verslunar- og þjónustureitar að Efstalandi 1. Tillaga sýnir blöndun byggðar innan lóðarinnar, verslunarhúsnæði og raðhús.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 602. fundar skipulagnsefndar samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.5. Markholt 13 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, 202309358
Skipulagsfulltrúi samþykkti á 71. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform fyrir stækkun húss og bílskúrs að Markholti 13, sem og að byggja garðskúr, í samræmi við gögn dags. 26.09.2023. Stækkun húss og bílskúrs er 63,2 m², garðskúr er 15 m². Byggingaráformin voru kynnt á vef Mosfellsbæjar, mos.is, og með grenndarkynningarbréfi og gögnum sem send voru til allra skráðra og þinglýstra eigenda húsa að Markholti 11, 15, 16, 18, 20, Njarðarholti 7 og 9. Athugasemdafrestur var frá 18.10.2023 til og með 17.11.2023.
Umsögn barst frá Finni Torfa Guðmundssyni og Arnbjörgu Gunnarsdóttur, Njarðarholti 9, dags. 15.11.2023.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 602. fundar skipulagnsefndar samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.6. Akurholt 21 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202111108
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Hans Þór Jenssen, dags. 27.06.2023, fyrir frekari stækkun viðbyggingar húss að Akurholti 21. Stækkun er á steinsteyptri viðbyggingu á einni hæð um brúttó 25,9 m². Samþykktir aðaluppdrættir af núverandi útfærslu viðbyggingar voru grenndarkynntir 02.12.2020. Nýjum aðaluppdráttum og erindi var vísað til skipulagsnefndar á 507. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 602. fundar skipulagnsefndar samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.7. Svæðisskipulag Suðurhálendis 202301285
Borist hefur erindi um Skipulagsgáttina frá svæðisskipulagsnefnd um svæðisskipulag Suðurhálendis, dags. umsagnarbeiðni vegna tillögu svæðisskipulags Suðurhálendis 2042. Í tillögunni er mótuð framtíðarsýn fyrir Suðurhálendið um sterka innviði, umhyggju fyrir auðlindum, ábyrga nýtingu auðlinda, aðgerðir fyrir loftslagið og góða samvinnu. Tillögunni fylgir greinargerð um landslagsgreiningu fyrir Suðurhálendi, sem er fylgirit svæðisskipulagsins, auk umhverfisskýrslu. Tillagan nær yfir hálendishluta sveitarfélaganna Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra, Ásahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Hrunamannahrepps, Bláskógabyggðar, og Grímsnes- og Grafningshrepps. Auk þeirra hafa sveitarfélögin Flóahreppur og Árborg tekið þátt í verkefninu.
Umsagnarfrestur er til og með 14.01.2024.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 602. fundar skipulagnsefndar samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 508 202311025F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 602. fundar skipulagnsefndar samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
Fundargerðir til staðfestingar
3. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1604202311037F
Fundargerð 1604. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 840. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Rekstur deilda janúar til september 2023 202311183
Útkomuspá ársins 2023 kynnt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1604. fundar bæjarráðs samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.2. Forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2024-2027 202308771
Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga með uppfærðum forsendum fjárhagsáætlana sveitarfélaga lagt fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1604. fundar bæjarráðs samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.3. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024 til 2027 202303627
Yfirlit yfir álagningu fasteignaskatta og þjónustugjalda árið 2024 lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1604. fundar bæjarráðs samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.4. Breyting á samþykkt um gatnagerðargjöld 202309294
Tillaga um breytingu á samþykkt um gatnagerðargjöld.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1604. fundar bæjarráðs samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.5. Fjárhagsáætlun Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 202311130
Bókanir eigendavettvangs skíðasvæðanna lagðar fram ásamt fjárhagsáætlun skíðasvæðanna og gjaldskrá fyrir árið 2024.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1604. fundar bæjarráðs samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.6. Starfs- og fjárhagsáætlun SSH fyrir árið 2024 202311373
Starfs- og fjárhagsáætlun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2024 ásamt tillögu um árgjald lögð fram til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1604. fundar bæjarráðs samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.7. Umsókn um styrk vegna þátttöku í Evrópukeppni golfklúbba 202311399
Bréf frá Golfklúbbi Mosfellsbæjar þar sem óskað er eftir styrk vegna þátttöku í Evrópukeppni golfklúbba.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1604. fundar bæjarráðs samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.8. Áramótabrenna neðan Holtahverfis við Leiruvog - umsagnarbeiðni 202311351
Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna Áramótabrennu neðan Holtahverfis við Leiruvog.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1604. fundar bæjarráðs samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.9. Þrettándabrenna neðan Holthverfis við Leiruvog - umsagnarbeiðni 202311364
Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna þrettándabrennu neðan Holtahverfis við Leiruvog.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1604. fundar bæjarráðs samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.10. Kæra vegna tveggja smáhýsa á lóðinni Hamrabrekku 11 202311511
Kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna stjórnvaldsákvörðunar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar um að tvö smáhýsi á lóðinni Hamrabrekku 11 verði fjarlægð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1604. fundar bæjarráðs samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.11. Frumvarp til laga um breytingar á barnaverndarlögum og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga 202311556
Frá velferðarnefnd Alþingis umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingar á barnaverndarlögum og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Umsagnarfrestur er til 8. desember nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1604. fundar bæjarráðs samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.12. Frumvarp til laga um skatta og gjöld (gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl) 202311370
Frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um skatta og gjöld (gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl). Umsagnarfrestur er til 1. desember nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1604. fundar bæjarráðs samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.13. Frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga 202311349
Erindi frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis varðandi frumvarp innviðaráðherra um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Umsagnarfrestur er til 30. nóvember nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1604. fundar bæjarráðs samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.14. Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn) 202311567
Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um sveitastjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn). Umsagnarfrestur er til 11. desember n.k.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1604. fundar bæjarráðs samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.15. Tillaga til þingsályktunar um Húsnæðisstefnu fyrir árin 2024-2028 ásamt fimm ára aðgerðaráætlun fyrir árin 2024-2028 202311561
Frá velferðarnefnd Alþingins tillaga til þingsályktunar um Húsnæðisstefnu fyrir árin 2024-2028 ásamt fimm ára aðgerðaráætlun fyrir árin 2024-2028. Umsagnarbeiðni óskast eigi síðar en 11. desmber n.k.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1604. fundar bæjarráðs samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
Almenn erindi
10. Ósk bæjarfulltrúa um tímabundið leyfi202312007
Lovísa Jónsdóttir bæjarfulltrúi vék sæti við afgreiðslu málsins.Ósk Lovísu Jónsdóttur bæjarfulltrúa Viðreisnar um tímabundið leyfi frá störfum í bæjarstjórn Mosfellsbæjar frá 1.-31. janúar 2024.
Bæjarstjórn samþykkti, með vísan til 2. mgr. 30. gr. sveitarstjórnarlaga, sbr. og 2. tölul. 1. mgr. 35. gr. samþykkta um stjórn Mosfellsbæjar, að veita Lovísu Jónsdóttur, tímabundið leyfi frá störfum í bæjarstjórn frá 1.-31. janúar 2024, að hennar ósk.
11. Kosning í nefndir og ráð202205456
Tillaga C-lista um breytingar á aðalmanni í íþrótta- og tómstundanefnd, menningar- og lýðræðisnefnd auk aðalmanns í stefnuráði byggðarsamlaganna.
Fyrir fundinum liggur tillaga C-lista um að Guðrún Þórarinsdóttir verði aðalmaður íþrótta- og tómstundanefndar í stað Atlasar Hendriks Óskar Dagbjarts. Í menningar- og lýðræðisnefnd verði Kjartan Jóhannes Hauksson aðalmaður í stað Guðrúnar Þórarinsdóttur. Valdimar Birgisson verði aðalmaður í stefnuráði byggðarsamlaganna í stað Lovísu Jónsdóttur. Ekki koma fram aðrar tillögur og telst hún því samþykkt.
Fundargerðir til kynningar
12. Notendaráð fatlaðs fólks - 19202310005F
Fundargerð 19. fundar notendaráðs fatlaðs fólks lögð fram til kynningar á 840. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
12.1. Fjárhags- og fjárfestingaráætlun 2024 - undirbúningur með velferðarnefnd 202305590
Vinnufundur velferðarnefndar við fjárhagsáætlun 2024 lagður fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 19. fundar notendaráðs fatlaðs fólks lögð fram til kynningar á 840. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
12.2. Ársskýrsla velferðarsviðs 2022 202304053
Ársskýrsla velferðarsviðs 2022 lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 19. fundar notendaráðs fatlaðs fólks lögð fram til kynningar á 840. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
12.3. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024 til 2027 202303627
Drög að fjárhagsáætlun velferðarsviðs Mosfellsbæjar 2024-2027 kynnt fyrir notendaráði fatlaðs fólks.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 19. fundar notendaráðs fatlaðs fólks lögð fram til kynningar á 840. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
14. Fundargerð 254. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins202311594
Fundargerð 254. fundar stjórnar Slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Fundargerð 254. fundar stjórnar Slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 840. fundi bæjarstjórnar.
16. Fundargerð 937. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga202311392
Fundargerð 937. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Fundargerð 937. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 840. fundi bæjarstjórnar.
17. Fundargerð 121. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins202311530
Fundargerð 121. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar.
Fundargerð 121. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 840. fundi bæjarstjórnar.
18. Fundargerð 568. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202311464
Fundargerð 586. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Fundargerð 586. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 840. fundi bæjarstjórnar.
19. Fundargerð 938. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga202311595
Fundargerð 938. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Fundargerð 938. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 840. fundi bæjarstjórnar.
20. Fundargerð 19. fundar heilbrigðisnefndar202311574
Fundargerð 19. fundar heilbrigðisnefndar lögð fram til kynningar.
Fundargerð 19. fundar heilbrigðisnefndar lögð fram til kynningar á 840. fundi bæjarstjórnar.
21. Fundargerð 418. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæðanna202311604
Fundargerð 418. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæðanna lögð fram til kynningar.
Fundargerð 418. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæðanna lögð fram til kynningar á 840. fundi bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir að fella niður fund bæjarstjórnar 20. desember nk. eins og ráð var fyrir gert í fundadagskrá ársins. Fyrsti fundur á nýju ári fer fram 10. janúar 2024.