Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

1. desember 2023 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Valdimar Birgisson (VBi) formaður
  • Sævar Birgisson (SB) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
  • Michele Rebora (MR) vara áheyrnarfulltrúi
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Heild­ar­end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar 2011-2030202005057

    Lögð er fram til frekari kynningar, umfjöllunar og umræðu umsögn svæðisskipulagsstjóra, svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins og SSH, dags 08.09.2023, um kynnta vinnslutillögu og frumdrög nýs aðalskipulags auk meðfylgjandi rammahluta. Til umfjöllunar verða almennar umsagnir rammahluta aðalskipulags 2040 fyrir Blikastaðaland, Nýr bæjarhluti milli fells og fjöru.

    Lagt fram og kynnt, efn­is­leg­ar um­ræð­ur um um­sagn­ir og at­huga­semd­ir. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að fela skipu­lags­full­trúa áfram­hald­andi vinnu máls í sam­ræmi við um­ræð­ur.

  • 2. 1. áfangi Blikastaðalands - deili­skipu­lag202304103

    Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing nýs deiliskipulags fyrsta áfanga Blikastaðalands í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið, sem er u.þ.b. 30 ha að stærð, afmarkast gróflega af Skálatúnslæk til suðurs og austurs, núverandi íbúðabygg við Þrastarhöfða til norðurs og golfvellinum, Hlíðarvöllur, til vesturs. Meginaðkoma að svæðinu verður frá Baugshlíð. Svæðið verður skilgreint sem íbúðarbyggð og miðsvæði. Skipulagslýsing nýs deiliskipulags að Blikastöðum byggir á nýjum rammahluta heildarendurskoðunar aðalskipulags fyrir Mosfellsbæ, þar sem stefnumörkun vinnslutillögu var kynnt sumarið 2023. Upphaf deiliskipulagsvinnunnar verður því unnin samhliða nýju aðalskipulagi í samræmi við heimild laga. Áhersla skipulagsins verður á samspil byggðar og náttúru, fjölbreyttar samgöngur, blágrænar ofanvantslausnir, samfélagsleg gæði, gæði byggðar og aukinn líffræðilegan fjölbreytileika grænna svæða. Viðfangsefni skipulagsvinnunnar á deiliskipulagsstigi er m.a. að skilgreina frekar en gert er í rammahluta aðalskipulags; uppbyggingu svæðisins, náttúrutengingar og gæði, uppbyggingu Blikastaðabæjarins, samgöngur, legu göngu- og hjólastíga, legu Borgarlínu og uppbyggingu og þéttleika blandaðrar byggðar. Tilgangur með gerð lýsingar er að tryggja aðkomu almennings og hagsmunaaðila að skipulagsferlinu á fyrstu stigum þess, auka gagnsæi, tryggja betra upplýsingaflæði, skila betri og markvissari skipulagsvinnu og gefa sveitarstjórnum og þeim sem koma að ferlinu betri yfirsýn allt frá fyrstu skrefum. Skipulagsráðgjafar eru Nordic - Office of Architecture (Nordic), EFLA verkfræðistofa og SLA landslagsarkitektar.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að skipu­lags­lýs­ing­in skuli aug­lýst og kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. og 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.
    ***
    Bók­un Michele Re­bora vara áheyrn­ar­fulltrú L-lista Vina Mos­fells­bæj­ar:
    Í fyr­ir­liggj­andi drög­um að skipu­lags­lýs­ingu nýs deili­skipu­lags 1. áfanga Blikastaðalands kem­ur fram að á svæð­inu er fyr­ir­hug­uð íbúð­ar­byggð, með 1.200-1.500 íbúð­um, og áætlað er að tveir grunn­skól­ar og allt að sex leik­skól­ar muni þjón­usta Blikastaðaland­ið. Í fyrr­nefnd­um drög­um er hvergi talað um íþrótta­að­stöðu, enda hún ekki hluti af 1. áfanga upp­bygg­ing­ar. Áheyrn­ar­full­trúi Vina Mos­fells­bæj­ar bend­ir á að afar mik­il­vægt er að upp­bygg­ing við­un­andi íþrótta­að­stöðu fylgi strax frá byrj­un þeirri gíf­ur­legri íbúa­fjölg­un sem gert er ráð fyr­ir að eigi sér stað á Blikastaðalandi. Ljóst þyk­ir, ekki síst mið­að við um­ræð­ur síð­ustu vikna, að Varmár­svæð­ið er kom­ið að þol­mörk­um og brýnt er að hefja vinnu við að skipu­leggja að­stöðu til íþrótta­iðkun­ar ann­ars stað­ar í sveit­ar­fé­lag­inu.

    • 3. Ála­foss­veg­ur 23 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2,202306004

      Lagt er fram til kynningar umbeðið minnisblað skipulagsfulltrúa og umhverfissviðs, í samræmi við afgreiðslu á 598. fundi nefndarinnar, vegna umsóknar um breytta notkun hluta húsnæðis þriðju hæðar að Álafossvegi 23. Hjálögð er til afgreiðslu umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa vegna byggingarleyfisumsóknar.

      Skipu­lags­nefnd heim­il­ar bygg­ing­ar­full­trúa ekki af­greiðslu á bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn. Mik­il­vægt er að líta til sam­þykktra ákvæða deili­skipu­lags um hlut­fall íbúða í hús­um í Áls­fosskvos­inni og mark­miða um þró­un svæð­is­ins. Af­greitt með 5 at­kvæð­um.

    • 4. Efsta­land 1 - skipu­lags­breyt­ing202311580

      Borist hefur erindi frá ASK arkitektum, dags. 28.11.2023, f.h. BK Bygginga ehf. með samþykki lóðarhafa A faktoring ehf., með ósk um skipulagsbreytingu verslunar- og þjónustureitar að Efstalandi 1. Tillaga sýnir blöndun byggðar innan lóðarinnar, verslunarhúsnæði og raðhús.

      Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa mál­inu til um­sagn­ar á um­hverf­is­sviði.

    • 5. Mark­holt 13 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2,202309358

      Skipulagsfulltrúi samþykkti á 71. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform fyrir stækkun húss og bílskúrs að Markholti 13, sem og að byggja garðskúr, í samræmi við gögn dags. 26.09.2023. Stækkun húss og bílskúrs er 63,2 m², garðskúr er 15 m². Byggingaráformin voru kynnt á vef Mosfellsbæjar, mos.is, og með grenndarkynningarbréfi og gögnum sem send voru til allra skráðra og þinglýstra eigenda húsa að Markholti 11, 15, 16, 18, 20, Njarðarholti 7 og 9. Athugasemdafrestur var frá 18.10.2023 til og með 17.11.2023. Umsögn barst frá Finni Torfa Guðmundssyni og Arnbjörgu Gunnarsdóttur, Njarðarholti 9, dags. 15.11.2023.

      Frestað vegna tíma­skorts.

    • 6. Ak­ur­holt 21 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202111108

      Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Hans Þór Jenssen, dags. 27.06.2023, fyrir frekari stækkun viðbyggingar húss að Akurholti 21. Stækkun er á steinsteyptri viðbyggingu á einni hæð um brúttó 25,9 m². Samþykktir aðaluppdrættir af núverandi útfærslu viðbyggingar voru grenndarkynntir 02.12.2020. Nýjum aðaluppdráttum og erindi var vísað til skipulagsnefndar á 507. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið.

      Frestað vegna tíma­skorts.

    • 7. Svæð­is­skipu­lag Suð­ur­há­lend­is202301285

      Borist hefur erindi um Skipulagsgáttina frá svæðisskipulagsnefnd um svæðisskipulag Suðurhálendis, dags. umsagnarbeiðni vegna tillögu svæðisskipulags Suðurhálendis 2042. Í tillögunni er mótuð framtíðarsýn fyrir Suðurhálendið um sterka innviði, umhyggju fyrir auðlindum, ábyrga nýtingu auðlinda, aðgerðir fyrir loftslagið og góða samvinnu. Tillögunni fylgir greinargerð um landslagsgreiningu fyrir Suðurhálendi, sem er fylgirit svæðisskipulagsins, auk umhverfisskýrslu. Tillagan nær yfir hálendishluta sveitarfélaganna Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra, Ásahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Hrunamannahrepps, Bláskógabyggðar, og Grímsnes- og Grafningshrepps. Auk þeirra hafa sveitarfélögin Flóahreppur og Árborg tekið þátt í verkefninu. Umsagnarfrestur er til og með 14.01.2024.

      Frestað vegna tíma­skorts.

    Fundargerðir til kynningar

    • 8. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 508202311025F

      Fundargerð lögð fram til kynningar.

      Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

      • 8.1. Bugðufljót 15 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1, 202304403

        Bugðufljót 15 ehf.sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Bugðufljót nr. 15 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Sótt er um breyt­ingu á innra skipu­lagi. Stærð­ir breyt­ast ekki.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram.

      • 8.2. Flugu­mýri 10-12 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2, 202309714

        Málma­end­ur­vinnsl­an ehf. sækja um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Flugu­mýri nr. 10-12 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Sótt er um breytta út­færslu lóð­ar­frá­gangs og frá­veitu­lagna á lóð. Stærð­ir breyt­ast ekki.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram.

      • 8.3. Urð­ar­holt 2-4 2R - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202010145

        Dýra­lækn­ir­inn í Mos­fells­bæ ehf Urð­ar­holti 2 sæk­ir um leyfi til breyt­inga innra skipu­lags eign­ar­hluta 0101 og 0201 at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Urð­ar­holt nr. 2 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:02