20. nóvember 2024 kl. 16:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) forseti
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) 1. varaforseti
- Dagný Kristinsdóttir (DK) 2. varaforseti
- Valdimar Birgisson (VBi) 1. varabæjarfulltrúi
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) aðalmaður
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Hilmar Stefánsson (HS) 2. varabæjarfulltrúi
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Sævar Birgisson (SB) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Dagskrá fundar
Fundargerð
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1646202411002F
Fundargerð 1646. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 861. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Útsvarsprósenta 2025 202410713
Tillaga um álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2025.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1646. fundar bæjarráðs samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum. Bæjarfulltrúar D og L lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
1.2. Innri endurskoðun Mosfellsbæjar 202402314
Úttektarskýrsla Deloitte á sviði innri endurskoðunar 2024 lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1646. fundar bæjarráðs samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.3. Meðferðardeild fyrir börn í Farsældartúni í Mosfellsbæ 202410416
Upplýsingar tengdar fyrirhugaðri uppbyggingu og starfsemi á Farsældartúni lagðar fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1646. fundar bæjarráðs samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.4. Fjárhagsáætlun Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 2025 202410720
Fjárhagsáætlun skíðasvæðanna ásamt gjaldskrá fyrir árið 2025 lögð fram til afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1646. fundar bæjarráðs samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.5. Ágóðahlutagreiðsla EBÍ 2024 202410654
Erindi Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands þar sem upplýst er um ágóðahlutagreiðslu 2024.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1646. fundar bæjarráðs samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1647202411011F
Fundargerð 1647. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 861. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028 - breytingatillögur 202401260
Tillögur sem lagðar voru fram við fyrri umræðu í bæjarstjórn til breytinga á fjárhagsáætlun 2025-2028 lagðar fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1647. fundar bæjarráðs samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.2. Endurskoðun hjá Mosfellsbæ 202405362
Tillaga um töku tilboðs vegna útboðs á endurskoðun ársreikninga Mosfellsbæjar og stofnunum sveitarfélagsins 2024-2028.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1647. fundar bæjarráðs samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.3. Starfs- og fjárhagsáætlun SSH fyrir árið 2025 202411092
Starfs- og fjárhagsáætlun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) fyrir árið 2025 ásamt tillögu um árgjald lögð fram til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1647. fundar bæjarráðs samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.4. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um málefni aldraðra 202411099
Frá velferðarnefnd Alþingis frumvarp til laga um breytingar á lögum um málefni aldraðra. Umsagnarfrestur er til 20. nóvember nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1647. fundar bæjarráðs samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.5. Tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum 202411100
Frá velferðarnefnd Alþingis tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum. Umsagnarfrestur er til 20. nóvember nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1647. fundar bæjarráðs samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3. Menningar- og lýðræðisnefnd - 23202410052F
Fundargerð 23. fundar menningar- og lýðræðisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 861. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Skráning listaverka í eigu Mosfellsbæjar 202411013
Maddý Hauth sýningastjóri Listasalar Mosfellsbæjar kynnir stöðu mála við skráningu listaverka í eigu Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 23. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.2. Innkaupanefnd listaverka 202311073
Lagðar fram verklagsreglur fyrir innkaupanefnd listaverka í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 23. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.3. Viðburðir í aðdraganda jóla og þrettándinn 202411014
Kynning á fyrirhuguðum viðburðum á aðventu, áramótum og þrettánda.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 23. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.4. Hlégarður - Endurbætur 2024 202407035
Upplýsingar um framvindu framkvæmda við Hlégarð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 23. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 253202410051F
Fundargerð 253. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 861. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028 202401260
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 lögð fyrir umhverfisnefnd
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 253. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.2. Eigendasamkomulag Sorpu um meðhöndlun úrgangs í Álfsnesi 202309272
Lögð er fyrir umhverfisnefnd fundargerð 6. fundar verkefnastjórnar urðunarstaðar í Álfsnesi
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 253. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.3. Stækkun og breytingar á Hlíðavelli - aðal- og deiliskipulag austurhluta 202408291
Skipulagsfulltrúi mætir á fundinn og kynnir skipulagslýsingu fyrir stækkun Hlíðavallar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 253. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.4. Umhverfis- og loftslagsstefna fyrir Mosfellsbæ 202301124
Kynning á stöðu vinnu við umhverfis- og loftslagsstefnu fyrir Mosfellsbæ
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 253. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6. Ungmennaráð Mosfellsbæjar - 74202411013F
Fundargerð 74. fundar ungmennaráðs lögð fram til afgreiðslu á 861. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Ósk frá Mennta-og barnamálaráðuneyti um samráð við ungmennaráð um samráðsgátt barna 202411157
Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur óska eftir samráði við ungmennaráð á Íslandi vegna vinnu við samráðsgátt barna. Samráðsgátt barna er hluti af aðgerðaáætlun í stefnu um barnvænt Ísland - framkvæmd Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, aðgerð 1.3. Sem hluti af þessari vinnu viljum við leita eftir áliti barna og ungmenna, meðal annars á því hvernig eigi að ná til ungmenna, hvaða málefni eigi að fara í samráðsgátt barna og með hvaða hætti er best að koma þeim til skila svo tryggt sé að upplýsingarnar séu auðskiljanlegar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 74. fundar ungmennaráðs samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.2. Farsæld barna 2024 202403152
Áfram unnið með Elvari Jónssyni leiðtogs farsældar barna að hugmyndarvinnu vegna kynningar og fræðslu á "farsæld barna".
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 74. fundar ungmennaráðs samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.3. Áherslur Ungmennaráðs 2024-25 202410724
Farið yfir áherslur Ungmennaráðs 2024-25
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 74. fundar ungmennaráðs samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 620202411003F
Fundargerð 620. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 861. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Ævintýragarður - deiliskipulag 201710251
Lagðir eru fram til kynningar og umræðu skipulagsuppdrættir og tillaga Ævintýragarðsins, sem auglýst var til umsagnar og athugasemda þann 03.06.2021. Skipulagsfulltrúi fer yfir áskoranir verkefnisins og athugasemdir sem bárust.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 620. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.2. Óskotsvegur 42 L125474 - ósk um aðalskipulagsbreytingu 202407160
Lagt er fram til kynningar minnisblað og upplýsingar úr stjórnsýslunni í samræmi við afgreiðslu á 618. fundi nefndarinnar. Hjálagt er til afgreiðslu erindi Ólafs Hjördísarsonar Jónssonar, f.h. landeiganda.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 620. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.3. Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 202101366
Lögð er fram til kynningar uppfærð Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins SSH fyrir 2024. Með þróunaráætlun er lögð áhersla á að samræma áætlanir sveitarfélaganna um uppbyggingu íbúða- og atvinnuhúsnæðis, auk annarra aðgerða til að ná fram markmiðum svæðisskipulags um þróun höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040. Áætluninni var vísað til kynningar skipulagsnefndar á 1643. fundi bæjarráðs.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 620. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.4. 1. áfangi Blikastaðalands - deiliskipulag 202304103
Lagt er fram til kynningar innra minnisblað skipulagsfulltrúa.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 620. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.5. Tillaga Mosfellsbæjar að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 - framlenging stofnlagnar frá Blikastaðavegi að Korputúni 202410446
Lögð er fram til kynningar tillaga skipulagsfulltrúa að ósk um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 vegna stofnlagnar við Korputorg svo tryggja megi uppbyggingu dreifikerfis fyrir Korputún og Blikastaðaland í Mosfellsbæ, til samræmis við markmið Aðalskipulags Reykjavíkur.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 620. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.6. Breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 - Keldur og nágrenni 202410604
Lögð er fram til kynningar skipulags og verklýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 er varða landnotkun og þróun byggðar í landi Keldna og nágrennis. Við mótun breytingartillagna fyrir Keldur og Keldnaholt verður einnig horft til þróunar byggðar á nærliggjandi svæðum og einkum þeim sem eru innan áhrifasvæðis Borgarlínu í austurhluta borgarinnar. Jafnhliða því er lögð fram áætlun um hvernig standa skuli að umhverfismati breytinganna, sbr. lög nr. 111/2021. Gögn eru til kynningar í skipulagsgáttinni sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnafrestur verklýsingar var frá 19.09.2024 til og með 15.11.2024.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 620. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.7. Brattahlíð við Hulduhólasvæði - deiliskipulagsbreyting - frekari uppbygging 202209298
Lögð eru fram til kynningar vinnslutillaga og drög að deiliskipulagsbreytingu fyrir uppbyggingu að Bröttuhlíð.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 620. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.8. Engjavegur 26, Árbót - Fyrirspurn um stækkun húss 202409229
Borist hefur erindi frá Gunnlaugi Johnson, dags. 11.09.2024, um stækkun húss að Engjavegi 26, Árbót. Óskað er eftir heimild til þess að byggja 80 m2 vinnustofu austan við baðhús utan byggingarreitar, í samræmi við gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 620. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.9. Óskotsvegur 20-22 - ósk um deiliskipulag 202410148
Borist hefur erindi frá Auðni Daníelssyni, dags. 08.10.2024, f.h. beggja landeigenda að Óskotsvegi 20 L125519 og 22 L125524, með ósk um heimild fyrir deiliskipulagsgerð tveggja frístundahúsalóða.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 620. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.10. Vogatunga - lóð fyrir dreifistöð 202410690
Borist hefur erindi frá Helgu Rún Guðmundsdóttur, f.h. Veitna Ohf., dags. 29.10.2024, með ósk um lóð fyrir nýja smádreifistöð við Vogatungu í Leirvogstunguhverfi, í samræmi við gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 620. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.11. Fellshlíð 125266 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1 202410711
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Guðlaugi I Maríussyni, dags. 30.10.2024, f.h. Arnar Elíasar Guðmundssonar eiganda að Fellshlíð L125266 við Helgafell, fyrir 57,1 m² viðbyggingu húss úr timbri. Um er að ræða tengibyggingu og viðbyggingu til austurs, í samræmi við gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 620. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.12. Korpa - möguleg vetnisframleiðsla 202411023
Bréf barst frá Agli Tómassyni, f.h. Landsvirkjunar, dags. 01.11.2024, með tilkynningu um mögulega vetnisframleiðslu við hlið tengivirkis Landsnets og dreifistöðvar Veitna við Korputorg og Vesturlandsveg í Reykjavík. Samkvæmt bréfu munu verkefnaþróunaraðilar senda matsskyldufyrirspurn til Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 620. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.13. 1. áfangi Blikastaðalands - deiliskipulag 202304103
Fulltrúar úr hönnunarteymi deiliskipulags 1. áfangi Blikastaðalands kynna drög að forkynningartillögu skipulagsins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 620. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
Fundargerðir til staðfestingar
5. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 18202411006F
Fundargerð 18. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 861. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Innleiðing atvinnustefnu 202311200
Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi kynnir og fer yfir stöðu aðal- og deiliskipulags atvinnusvæða í sveitarfélaginu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 18. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.2. Fab Lab smiðja í Mosfellsbæ 202206539
Tillaga um að komið verði á fót nýsköpunarsmiðju í bókasafni Mosfellsbæjar
Niðurstaða þessa fundar:
Fundarhlé hófst kl. 17:49. Fundur hófst aftur kl. 18:25.
***
Afgreiðsla 18. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum. Bæjarfulltrúar D lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
5.3. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028 202401260
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 kynnt fyrir atvinnu- og nýsköpunarnefnd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 18. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.4. Markaðsáætlun fyrir Mosfellsbæ 2024-2025 202408432
Starfsmaður nefndarinnar fór yfir stöðuna á verkefninu Markaðsáætlun fyrir Mosfellsbæ sem er hluti af aðgerðaáætlun atvinnustefnu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 18. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
Almenn erindi
8. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028202401260
Breytingatillögur L lista Vina Mosfellsbæjar við fjárhagsáætlun 2025-2028 lagðar fram.
Bæjarstjórn samþykkti með 11 atkvæðum að vísa framkomnum tillögum til umfjöllunar í bæjarráði fyrir síðari umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025-2028 og eftir atvikum til frekari vinnslu innan stjórnsýslu Mosfellsbæjar.
Fundargerðir til kynningar
9. Öldungaráð Mosfellsbæjar - 39202411009F
Fundargerð 39. fundar öldungaráðs lögð fram til afgreiðslu á 861. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
9.1. Förum alla leið - samþætt þjónusta í heimahúsum - tilraunaverkefni 202306162
Drög að sameiginlegum reglum sveitarfélaga um stuðningsþjónustu út frá verkefninu Gott að eldast lögð fyrir. Máli vísað til kynningar frá velferðarnefnd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 39. fundar öldungaráðs samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028 202401260
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 lögð fyrir til kynningar og umræðu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 39. fundar öldungaráðs samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.3. Lykiltölur 2024 202404149
Lykiltölur janúar til september 2024 lagðar fyrir til kynningar og umræðu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 39. fundar öldungaráðs samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
10. Fundargerð 504. fundar stjórnar Sorpu bs.202411032
Fundargerð 504. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 504. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 861. fundi bæjarstjórnar.
11. Fundargerð 398. fundar Strætó202411160
Fundargerð 398. fundar stjórnar Strætó bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 398. fundar stjórnar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 861. fundi bæjarstjórnar.
12. Fundargerð 399. fundar Strætó202411161
Fundargerð 399. fundar stjórnar Strætó bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 399. fundar stjórnar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 861. fundi bæjarstjórnar.
13. Fundargerð 48. aðalfundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202411093
Fundargerð 48. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Fundargerð 48. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 861. fundi bæjarstjórnar.
14. Fundargerð 954. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga202411101
Fundargerð 954. fundar stjórnar sambands Íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Fundargerð 954. fundar stjórnar sambands Íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 861. fundi bæjarstjórnar.
15. Fundargerð 589. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202411127
Fundargerð 589. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Fundargerð 589. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 861. fundi bæjarstjórnar.
16. Fundargerð 131. fundar svæðisskipulagnefndar höfuðborgarsvæðisins202411203
Fundargerð 131. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðsins lögð fram til kynningar.
Fundargerð 131. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðsins lögð fram til kynningar á 861. fundi bæjarstjórnar.