Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

14. mars 2025 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Valdimar Birgisson (VBi) formaður
  • Sævar Birgisson (SB) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
  • Guðmundur Hreinsson (GH) áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon Byggingarffulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Fells­hlíð við Helga­fell - deili­skipu­lag202405235

    Skipulagsnefnd samþykkti á 624. fundi sínum að kynna og auglýsa skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag að Fellshlíð í samræmi við 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Verkáætlun og lýsing var kynnt á vef Mosfellsbæjar www.mos.is, í Skipulagsgáttinni og með kynningarbréfum til aðliggjandi hagaðila og landeigenda. Umsagnafrestur var frá 07.02.2025 til og með 07.03.2025. Umsögn barst frá Skipulagsstofnun, dags. 20.02.2025.

    Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela skipu­lags­full­trúa áfram­hald­andi vinnu máls. Huga þarf að gjöld­um og greiðsl­um vegna fram­kvæmda.

  • 2. L199733 úr landi Lyng­hóls - Nýtt deili­skipu­lag202502539

    Borist hefur erindi frá Teiknistofunni Storð, dags. 21.02.2025, f.h. landeigenda að L199733 við Lynghólsveg. Óskað er eftir heimild til deiliskipulagsgerðar frístundabyggðar á landinu, í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að unn­in verði til­laga að deili­skipu­lags­breyt­ingu skv. 2. mgr. 38. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 í sam­ræmi við 41. gr. sömu laga og ákvæð­um gild­andi að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar.

  • 3. Suð­urá - ósk um rif á nú­ver­andi gróð­ur­húsi og bygg­ing á skemmu202503144

    Borist hefur erindi frá Þresti Sigurðssyni og Júlíönu Rannveigu Einarsdóttur, dags. 01.03.2025, með ósk um heimild til þess að rífa gróðurhús á landi L12758 við Suðurá og byggja þess í stað skemmu, í samræmi við gögn.

    Þar sem að ekki er í gildi deili­skipu­lag fyr­ir svæð­ið sam­þykk­ir skipu­lags­nefnd með fimm at­kvæð­um að bygg­ingaráform skuli grennd­arkynnt skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, þeg­ar full­nægj­andi gögn hafa borist.

  • 4. Led aug­lýs­inga­skilti á bæj­ar­landi við Baugs­hlíð202404350

    Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga Aftureldingar að deiliskipulagsbreytingu við Baugs- og Skálahlíð fyrir LED auglýsingaskilti, í samræmi við afgreiðslu á 612. fundi nefndarinnar og erindi dags. 12.04.2024. Skiltið er um 8 m hátt og hefur hefur tvo 22 m2 myndfleti er snúa að Vesturlandsvegi og Baugshlíð.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að til­laga að breyttu deili­skipu­lagi verði kynnt og aug­lýst í sam­ræmi við 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

  • 5. Kæra nr. 174-2024 til ÚUA vegna Óskots­veg­ar 42202412185

    Lögð er fram til kynningar niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í kæru nr. 174-2024. Kærð var synjun skipulagsnefndar á aðalskipulagsbreytingu, deiliskipulagsgerð og uppbyggingu frístundahúss að Óskotsvegi 42. Kærumálinu var vísað frá úrskurðarnefndinni.

    Lagt fram og kynnt.

  • 6. 1. áfangi Blikastaðalands - deili­skipu­lag202304103

    Fulltrúar hönnunarteymis deiliskipulags 1. áfanga Blikastaðalands ræða innsendar umsagnir og athugasemdir við tillögu á vinnslustigi. Farið verður yfir úrbætur, breytingar og áherslur áframhaldandi vinnu tillögunnar. Hönnuðir ræða lausnir, taka ábendingum og svara spurningum.

    Skipu­lags­nefnd þakk­ar hönn­uð­um og ráð­gjöf­um um­ræð­ur. Til sam­ræm­is við bók­un á 626. fundi nefnd­ar­inn­ar er skipu­lags­full­trúa falin áfram­hald­andi vinna máls.

    Gestir
    • Þorgerður Arna Einarsdóttir
    • Vilhjálmur Leví Egilsson
    • Jóhanna Helgadóttir
    • Berglind Hallgrímsdóttir
    • Halldór Laxness Halldórsson

    Fundargerðir til kynningar

    • 7. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 89202502037F

      Fundargerð lögð fram til kynningar.

      Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

      • 7.1. Úr landi Mið­dals L125210 við Króka­tjörn - deili­skipu­lag frí­stunda­lóð­ar 202405259

        Lögð er fram til kynn­ing­ar breytt til­laga deili­skipu­lags­breyt­ing­ar, eft­ir aug­lýs­ingu og sam­þykkt, fyr­ir frí­stunda­byggð að L125210 Úr landi Mið­dals við Króka­tjörn. Til­lög­unni var breytt eft­ir at­huga­semd­ir og um­sögn skipu­lags­stofn­un­ar dags. 26.09.2024. Ný til­laga sýn­ir fimm frí­stunda­húsa­lóð­ir, all­ar stærri en 5000 m², með bygg­ing­ar­heim­ild­ir upp að 130 m² sam­kvæmt gild­andi að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar 2011-2030, rými í lok­un­ar­flokk­um A og B í sam­ræmi við skipu­lags­reglu­gerð nr. 90/2013. Fyr­ir­liggj­andi er sam­þykki aðliggj­andi land­eig­enda um að­komu.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram.

      • 7.2. Mið­dal­ur land L213970 - deili­skipu­lags­breyt­ing 202502474

        Lögð er fram til kynn­ing­ar og af­greiðslu til­laga að deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir frí­stunda­byggð að L213970 Mið­dal­ur land við Sel­merk­ur­veg. Til­lag­an fel­ur í sér fjölg­un lóða um eina með breytt­um stærð­um lóða og til­færslu lóða­marka. Lóð­ir sem áður voru 3-4 skipt­ast í lóð­ir 3-5, þar sem stærð­ir og bygg­ing­ar­heim­ild­ir eru sam­kvæmt gild­andi að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar 2011-2030, rými í lok­un­ar­flokk­um A og B í sam­ræmi við skipu­lags­reglu­gerð nr. 90/2013. Ann­að í skipu­lagi er óbreytt.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram.

      • 7.3. L125205 Úr Mið­dalslandi - deili­skipu­lags­breyt­ing 202410673

        Lögð er fram til kynn­ing­ar og af­greiðslu til­laga að deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir frí­stunda­byggð að L125205 Úr Mið­dalslandi við Sel­merk­ur­veg. Til­lag­an fel­ur í sér breytt­ar stærð­ir lóða og til­færslu lóða­marka, þar sem stærð­ir og bygg­ing­ar­heim­ild­ir eru sam­kvæmt gild­andi að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar 2011-2030, rými í lok­un­ar­flokk­um A og B í sam­ræmi við skipu­lags­reglu­gerð nr. 90/2013. . Að­koma lóða færist norð­an við lóð­ir, um Sel­merk­ur­veg. Ákvæði hafa ver­ið upp­færð til sam­ræm­is við kröf­ur og reglu­gerð­ir.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram.

      • 7.4. Hamra­tún 6 - Fyr­ir­spurn til skipu­lags­full­trúa 202502318

        Borist hef­ur er­indi og fyr­ir­spurn frá Gunn­ari Sig­urðs­syni, dags. 11.02.2025, með ósk um stækk­un og einn­ar hæð­ar við­bygg­ingu húss að Hamra­túni 6. Til­lag­an sýn­ir 60 m² stækk­un til norð­vest­urs sem skipt­ist í 37 m² stofu og 23 m² sól­stofu. Heild­ar­stærð húss fer úr 169,4 m² í 229,4 m², í sam­ræmi við gögn.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram.

      • 8. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 90202502040F

        Fundargerð lögð fram til kynningar.

        Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

        • 8.1. Korputún 2 mhl 01 L176813 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2 202409632

          Lögð er fram til kynn­ing­ar og um­fjöll­un­ar skipu­lags­full­trúa bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn, að­al­upp­drætt­ir og lóða­hönn­un að Korpu­túni 2. Til sam­ræm­is við ákvæði í kafla 3.3. í deili­skipu­lagi Korpu­túns, vist­væns at­vinnukjarna í Blikastaðalandi, veit­ir skipu­lags­full­trúi um­sögn fyr­ir út­gáfu leyfa.
          Sótt er um leyfi fyr­ir 1.323,2 m2 stað­steyptu versl­un­ar­hús­næði á einni hæð. Hjá­lögð er skoð­un­ar­skýrsla skipu­lags­full­trúa, um­sagn­ir og at­huga­semd­ir hönn­un­ar til sam­ræm­is við ákvæði deili­skipu­lags­ins.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Lagt fram.

        • 8.2. Korputún 6 mhl 03 L176813 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2 202409631

          Lögð er fram til kynn­ing­ar og um­fjöll­un­ar skipu­lags­full­trúa bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn, að­al­upp­drætt­ir og lóða­hönn­un að Korpu­túni . Til sam­ræm­is við ákvæði í kafla 3.3. í deili­skipu­lagi Korpu­túns, vist­væns at­vinnukjarna í Blikastaðalandi, veit­ir skipu­lags­full­trúi um­sögn fyr­ir út­gáfu leyfa.
          Sótt er um leyfi fyr­ir 1.968,4 m2 stað­steyptu versl­un­ar­hús­næði á einni hæð. Hjá­lögð er skoð­un­ar­skýrsla skipu­lags­full­trúa, um­sagn­ir og at­huga­semd­ir hönn­un­ar til sam­ræm­is við ákvæði deili­skipu­lags­ins.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Lagt fram.

        • 8.3. Korputún 8 mhl 04 176813 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2 202409630

          Lögð er fram til kynn­ing­ar og um­fjöll­un­ar skipu­lags­full­trúa bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn, að­al­upp­drætt­ir og lóða­hönn­un að Korpu­túni 8. Til sam­ræm­is við ákvæði í kafla 3.3. í deili­skipu­lagi Korpu­túns, vist­væns at­vinnukjarna í Blikastaðalandi, veit­ir skipu­lags­full­trúi um­sögn fyr­ir út­gáfu leyfa.
          Sótt er um leyfi fyr­ir 677,0 m2 stað­steyptu versl­un­ar­hús­næði á einni hæð. Hjá­lögð er skoð­un­ar­skýrsla skipu­lags­full­trúa, um­sagn­ir og at­huga­semd­ir hönn­un­ar til sam­ræm­is við ákvæði deili­skipu­lags­ins.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Lagt fram.

        • 9. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 542202502044F

          Fundargerð lögð fram til kynningar.

          Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

          • 9.1. Korputún 2 mhl 01 L176813 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2 202409632

            Reit­ir - þró­un ehf. Kringl­unni 4-12 Reykja­vík sækja um leyfi til að byggja úr stein­steypu einn­ar hæð­ar versl­un­ar- og þjón­ustu­hús­næði á lóð­inni Korputún nr. 2 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 1.323,2 m², 7.337,1 m³.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Lagt fram.

          • 9.2. Korputún 6 mhl 03 L176813 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2 202409631

            Reit­ir - þró­un ehf. Kringl­unni 4-12 Reykja­vík sækja um leyfi til að byggja úr stein­steypu einn­ar hæð­ar versl­un­ar- og þjón­ustu­hús­næði á lóð­inni Korputún nr. 6 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 1.968,4 m², 10.272,1 m³.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Lagt fram.

          • 9.3. Korputún 8 mhl 04 176813 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2 202409630

            Reit­ir - þró­un ehf. Kringl­unni 4-12 Reykja­vík sækja um leyfi til að byggja úr stein­steypu einn­ar hæð­ar versl­un­ar- og þjón­ustu­hús­næði á lóð­inni Korputún nr. 8 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 677,0 m², 3.907,8 m³.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Lagt fram.

          • 9.4. Langi­tangi 25 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2 202410076

            Sig­ur­jón Gunn­laugs­son Grenj­um Borg­ar­nesi sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu tveggja hæða ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Langi­tangi nr. 25 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
            Stærð­ir: Íbúð 300,9 m², bíl­geymsla 38,7 m², 999,8 m³.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Lagt fram.

          • 9.5. Hlíða­völl­ur 1 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1 202411195

            Veð­ur­stofa Ís­lands Bú­staða­vegi 9 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til upp­setn­ing­ar veð­ur­at­hug­un­ar­stöðv­ar í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Veð­ur­at­hug­un­ar­stöð verð­ur stað­sett á hluta lands í eigu Mos­fells­bæj­ar, merkt land­núm­er 197770. Land­ið er inn­an golf­vall­ar­ins Hlíð­ar­vall­ar.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Lagt fram.

          • 9.6. Reykja­hvoll 11 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2, 202312123

            Ág­ústa Björk Hest­nes sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Reykja­hvoll nr. 11 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

            Niðurstaða þessa fundar:

            Lagt fram.

          • 10. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 543202503009F

            Fundargerð lögð fram til kynningar.

            Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

            • 10.1. Flugu­mýri 14 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1 202501581

              Ör­ygg­is­girð­ing­ar ehf. sækja um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta at­vinnu­hús­næð­iss á lóð­inni Flugu­mýri nr. 14 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Breyt­ing varð­ar innra skipu­lag og stækk­un milli­lofta. Stækk­un 88,1 m².

              Niðurstaða þessa fundar:

              Lagt fram.

            • 10.2. Kvísl­artunga 28 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202111334

              Fann­dal­ur ehf. sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Kvísl­artunga nr. 28 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stækk­un Íbúð­ar 26,0 m², 75,4 m³.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Lagt fram.

            • 10.3. Víði­bakki 123744 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2 202412115

              Páll Þór­ir Vikt­ors­son sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Víði­bakki nr. L123744 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
              Stærð­ir: Íbúð 122,6 m², bíl­geymsla 56,0 m², 628,4 m³.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Lagt fram.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00