14. mars 2025 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Valdimar Birgisson (VBi) formaður
- Sævar Birgisson (SB) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Guðmundur Hreinsson (GH) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarffulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fellshlíð við Helgafell - deiliskipulag202405235
Skipulagsnefnd samþykkti á 624. fundi sínum að kynna og auglýsa skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag að Fellshlíð í samræmi við 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Verkáætlun og lýsing var kynnt á vef Mosfellsbæjar www.mos.is, í Skipulagsgáttinni og með kynningarbréfum til aðliggjandi hagaðila og landeigenda. Umsagnafrestur var frá 07.02.2025 til og með 07.03.2025. Umsögn barst frá Skipulagsstofnun, dags. 20.02.2025.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu máls. Huga þarf að gjöldum og greiðslum vegna framkvæmda.
2. L199733 úr landi Lynghóls - Nýtt deiliskipulag202502539
Borist hefur erindi frá Teiknistofunni Storð, dags. 21.02.2025, f.h. landeigenda að L199733 við Lynghólsveg. Óskað er eftir heimild til deiliskipulagsgerðar frístundabyggðar á landinu, í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að unnin verði tillaga að deiliskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í samræmi við 41. gr. sömu laga og ákvæðum gildandi aðalskipulags Mosfellsbæjar.
3. Suðurá - ósk um rif á núverandi gróðurhúsi og bygging á skemmu202503144
Borist hefur erindi frá Þresti Sigurðssyni og Júlíönu Rannveigu Einarsdóttur, dags. 01.03.2025, með ósk um heimild til þess að rífa gróðurhús á landi L12758 við Suðurá og byggja þess í stað skemmu, í samræmi við gögn.
Þar sem að ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið samþykkir skipulagsnefnd með fimm atkvæðum að byggingaráform skuli grenndarkynnt skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
4. Led auglýsingaskilti á bæjarlandi við Baugshlíð202404350
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga Aftureldingar að deiliskipulagsbreytingu við Baugs- og Skálahlíð fyrir LED auglýsingaskilti, í samræmi við afgreiðslu á 612. fundi nefndarinnar og erindi dags. 12.04.2024. Skiltið er um 8 m hátt og hefur hefur tvo 22 m2 myndfleti er snúa að Vesturlandsvegi og Baugshlíð.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að tillaga að breyttu deiliskipulagi verði kynnt og auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5. Kæra nr. 174-2024 til ÚUA vegna Óskotsvegar 42202412185
Lögð er fram til kynningar niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í kæru nr. 174-2024. Kærð var synjun skipulagsnefndar á aðalskipulagsbreytingu, deiliskipulagsgerð og uppbyggingu frístundahúss að Óskotsvegi 42. Kærumálinu var vísað frá úrskurðarnefndinni.
Lagt fram og kynnt.
6. 1. áfangi Blikastaðalands - deiliskipulag202304103
Fulltrúar hönnunarteymis deiliskipulags 1. áfanga Blikastaðalands ræða innsendar umsagnir og athugasemdir við tillögu á vinnslustigi. Farið verður yfir úrbætur, breytingar og áherslur áframhaldandi vinnu tillögunnar. Hönnuðir ræða lausnir, taka ábendingum og svara spurningum.
Skipulagsnefnd þakkar hönnuðum og ráðgjöfum umræður. Til samræmis við bókun á 626. fundi nefndarinnar er skipulagsfulltrúa falin áframhaldandi vinna máls.
Gestir
- Þorgerður Arna Einarsdóttir
- Vilhjálmur Leví Egilsson
- Jóhanna Helgadóttir
- Berglind Hallgrímsdóttir
- Halldór Laxness Halldórsson
Fundargerðir til kynningar
7. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 89202502037F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
7.1. Úr landi Miðdals L125210 við Krókatjörn - deiliskipulag frístundalóðar 202405259
Lögð er fram til kynningar breytt tillaga deiliskipulagsbreytingar, eftir auglýsingu og samþykkt, fyrir frístundabyggð að L125210 Úr landi Miðdals við Krókatjörn. Tillögunni var breytt eftir athugasemdir og umsögn skipulagsstofnunar dags. 26.09.2024. Ný tillaga sýnir fimm frístundahúsalóðir, allar stærri en 5000 m², með byggingarheimildir upp að 130 m² samkvæmt gildandi aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, rými í lokunarflokkum A og B í samræmi við skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Fyrirliggjandi er samþykki aðliggjandi landeigenda um aðkomu.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
7.2. Miðdalur land L213970 - deiliskipulagsbreyting 202502474
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir frístundabyggð að L213970 Miðdalur land við Selmerkurveg. Tillagan felur í sér fjölgun lóða um eina með breyttum stærðum lóða og tilfærslu lóðamarka. Lóðir sem áður voru 3-4 skiptast í lóðir 3-5, þar sem stærðir og byggingarheimildir eru samkvæmt gildandi aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, rými í lokunarflokkum A og B í samræmi við skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Annað í skipulagi er óbreytt.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
7.3. L125205 Úr Miðdalslandi - deiliskipulagsbreyting 202410673
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir frístundabyggð að L125205 Úr Miðdalslandi við Selmerkurveg. Tillagan felur í sér breyttar stærðir lóða og tilfærslu lóðamarka, þar sem stærðir og byggingarheimildir eru samkvæmt gildandi aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, rými í lokunarflokkum A og B í samræmi við skipulagsreglugerð nr. 90/2013. . Aðkoma lóða færist norðan við lóðir, um Selmerkurveg. Ákvæði hafa verið uppfærð til samræmis við kröfur og reglugerðir.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
7.4. Hamratún 6 - Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa 202502318
Borist hefur erindi og fyrirspurn frá Gunnari Sigurðssyni, dags. 11.02.2025, með ósk um stækkun og einnar hæðar viðbyggingu húss að Hamratúni 6. Tillagan sýnir 60 m² stækkun til norðvesturs sem skiptist í 37 m² stofu og 23 m² sólstofu. Heildarstærð húss fer úr 169,4 m² í 229,4 m², í samræmi við gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
8. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 90202502040F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
8.1. Korputún 2 mhl 01 L176813 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2 202409632
Lögð er fram til kynningar og umfjöllunar skipulagsfulltrúa byggingarleyfisumsókn, aðaluppdrættir og lóðahönnun að Korputúni 2. Til samræmis við ákvæði í kafla 3.3. í deiliskipulagi Korputúns, vistvæns atvinnukjarna í Blikastaðalandi, veitir skipulagsfulltrúi umsögn fyrir útgáfu leyfa.
Sótt er um leyfi fyrir 1.323,2 m2 staðsteyptu verslunarhúsnæði á einni hæð. Hjálögð er skoðunarskýrsla skipulagsfulltrúa, umsagnir og athugasemdir hönnunar til samræmis við ákvæði deiliskipulagsins.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
8.2. Korputún 6 mhl 03 L176813 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2 202409631
Lögð er fram til kynningar og umfjöllunar skipulagsfulltrúa byggingarleyfisumsókn, aðaluppdrættir og lóðahönnun að Korputúni . Til samræmis við ákvæði í kafla 3.3. í deiliskipulagi Korputúns, vistvæns atvinnukjarna í Blikastaðalandi, veitir skipulagsfulltrúi umsögn fyrir útgáfu leyfa.
Sótt er um leyfi fyrir 1.968,4 m2 staðsteyptu verslunarhúsnæði á einni hæð. Hjálögð er skoðunarskýrsla skipulagsfulltrúa, umsagnir og athugasemdir hönnunar til samræmis við ákvæði deiliskipulagsins.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
8.3. Korputún 8 mhl 04 176813 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2 202409630
Lögð er fram til kynningar og umfjöllunar skipulagsfulltrúa byggingarleyfisumsókn, aðaluppdrættir og lóðahönnun að Korputúni 8. Til samræmis við ákvæði í kafla 3.3. í deiliskipulagi Korputúns, vistvæns atvinnukjarna í Blikastaðalandi, veitir skipulagsfulltrúi umsögn fyrir útgáfu leyfa.
Sótt er um leyfi fyrir 677,0 m2 staðsteyptu verslunarhúsnæði á einni hæð. Hjálögð er skoðunarskýrsla skipulagsfulltrúa, umsagnir og athugasemdir hönnunar til samræmis við ákvæði deiliskipulagsins.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 542202502044F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
9.1. Korputún 2 mhl 01 L176813 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2 202409632
Reitir - þróun ehf. Kringlunni 4-12 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu einnar hæðar verslunar- og þjónustuhúsnæði á lóðinni Korputún nr. 2 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 1.323,2 m², 7.337,1 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
9.2. Korputún 6 mhl 03 L176813 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2 202409631
Reitir - þróun ehf. Kringlunni 4-12 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu einnar hæðar verslunar- og þjónustuhúsnæði á lóðinni Korputún nr. 6 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 1.968,4 m², 10.272,1 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
9.3. Korputún 8 mhl 04 176813 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2 202409630
Reitir - þróun ehf. Kringlunni 4-12 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu einnar hæðar verslunar- og þjónustuhúsnæði á lóðinni Korputún nr. 8 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 677,0 m², 3.907,8 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
9.4. Langitangi 25 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2 202410076
Sigurjón Gunnlaugsson Grenjum Borgarnesi sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Langitangi nr. 25 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 300,9 m², bílgeymsla 38,7 m², 999,8 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
9.5. Hlíðavöllur 1 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1 202411195
Veðurstofa Íslands Bústaðavegi 9 Reykjavík sækir um leyfi til uppsetningar veðurathugunarstöðvar í samræmi við framlögð gögn. Veðurathugunarstöð verður staðsett á hluta lands í eigu Mosfellsbæjar, merkt landnúmer 197770. Landið er innan golfvallarins Hlíðarvallar.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
9.6. Reykjahvoll 11 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, 202312123
Ágústa Björk Hestnes sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Reykjahvoll nr. 11 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 543202503009F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
10.1. Flugumýri 14 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1 202501581
Öryggisgirðingar ehf. sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta atvinnuhúsnæðiss á lóðinni Flugumýri nr. 14 í samræmi við framlögð gögn. Breyting varðar innra skipulag og stækkun millilofta. Stækkun 88,1 m².
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
10.2. Kvíslartunga 28 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202111334
Fanndalur ehf. sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Kvíslartunga nr. 28 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun Íbúðar 26,0 m², 75,4 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
10.3. Víðibakki 123744 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2 202412115
Páll Þórir Viktorsson sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Víðibakki nr. L123744 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 122,6 m², bílgeymsla 56,0 m², 628,4 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.