Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

30. janúar 2025 kl. 11:30,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Lena Amirsdóttir Mulamuhic aðalmaður
  • Júlía Rós Kristinsdóttir aðalmaður
  • Baldur Ari Hjörvarsson aðalmaður
  • Margrét Ólöf Bjarkadóttir aðalmaður
  • Elín Adriana Biraghi aðalmaður
  • Ársól Ella Hallsdóttir aðalmaður
  • Hólmfríður Birna Hjaltested aðalmaður
  • Ingibjörg Guðný Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Sif Árnadóttir aðalmaður
  • Edda Ragna Davíðsdóttir fræðslu- og frístundasvið
  • Emma Íren Egilsdóttir fræðslu- og frístundasvið

Fundargerð ritaði

Lena Amirsdóttir Mulamuhic og Edda Davíðsdóttir Ritari Ungmennaráðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. 1. áfangi Blikastaðalands - deili­skipu­lag202304103

    Lögð er fram til kynningar deiliskipulagstillaga á vinnslustigi fyrir 1. áfanga Blikastaðalands. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 04.12.2024 að kynna og auglýsa tillögu ásamt drögum að umhverfismati í samræmi við 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillaga á vinnslustigi er ekki fullmótað deiliskipulag heldur er tillögunni ætlað að kynna helstu hugmyndir, forsendur og umhverfismat fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum. Meginmarkmið skipulagsins er að leggja grunn að öflugu og eftirsóknarverðu hverfi sem styrkir nærumhverfið og bætir lífsgæði þeirra sem sækja svæðið, þar starfa eða búa. Gögn eru aðgengileg í skipulagsgátt og umsagnarfrestur til 10.02.2025.

    Ung­mennaráð þakk­ar fyr­ir frá­bæra og áhuga­verða kynn­ingu. Ung­menna­ráðs­fólk vil gjarn­an fá að fylgjast með áfram­hald­andi vinnu og vera með til skrafs og ráð­gerða þeg­ar að þarf.

    Gestir
    • Kristinn Pálsson
    • 2. Far­sæld barna 2024202403152

      Á fund ráðsins mætir Elvar jónsson leiðtogi farsældar barna.

      Áfram­hald­andi um­ræða um ung­menna­þing­ið. Dagskrá og tíma­setn­ing rædd. Um­ræðu­efn­ið verð­ur Far­sæld barna og al­menn um­ræða um börn og ung­menni í Mos­fells­bæ. Það þarf að stað­festa dag­setn­ingu og fjölda þát­tak­enda og verð­ur það klárað á næsta fundi ráðs­ins. Ung­menna­ráðs­fólk stefn­ir á að heyra í náms­ráð­gjöf­um í skól­um og óska eftri að­stoð frá þeim varð­andi þát­tak­end­ur á þing­inu.

      Gestir
      • Elvar Jónsson
      • 3. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2025 til 2028202401260

        Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025-2028 kynnt.

        Frestað

        • 4. End­ur­skoð­un á um­hverf­is­stefnu fyr­ir Mos­fells­bæ201710064

          Umhverfisnefnd hefur unnið að endurskoðun á umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ og hefur boðað til opins fundar fimmtudaginn, 16.maí n.k. þar sem óskað er eftir umræðum og ábendingum frá íbúum og hagsmunaaðilum um drögin. Drög að umhverfisstefnu eru send nefndum í Mosfellsbæ til kynningar og upplýsingar, og er gefinn frestur til 1.júní n.k. til að koma með athugasemdir ef einhverjar eru.

          Óskað hef­ur ver­ið eft­ir að­il­um frá Ung­menna­ráði í Vinnu­hóp verk­efn­is­ins. Við erum mjög já­kvæð fyr­ir verk­efn­inu. Edda og Emma heyra í starf­mönn­um og upp­lýsa ráð­ið um um­fang vinn­unn­ar og næstu skref.

        • 5. Áhersl­ur Ung­menna­ráðs 2024-25202410724

          Áherslur og áætlun rædd.

          Um­ræð­ur um næstu verk­efni.

          -Tveir úr ung­menna­ráði Mos­fells­bæj­ar og Starf­mað­ur ráðs­ins stefna á að fara á sam­ráðs­fund sem að Um­boðs­mað­ur barna og Strætó hafa boð­ið full­trú­um ung­menna­ráða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á. Þar munu vera rædd mál­efni sem tengjast börn­um og Strætó. Fund­ur­inn er hald­inn 1.fe­brú­ar kl 13:00.

          -Ósk um að full­trúi Ung­menna­ráðs sitji í vinnu­hóp "Okk­ar Mosó" sem að þessu sinni verð­ur út­fært sem sér­stakt lýð­ræð­is og þátt­töku­verk­efni fyr­ir börn. Ung­mennaráð er já­kvætt fyr­ir verk­efn­inu og mun til­n­en­fa í það.

          -Starf­menn ráðs­ins beðn­ir um að finna hepp­in­leg­an fund­ar­tíma með Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 13:30