Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

17. maí 2024 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Valdimar Birgisson (VBi) formaður
  • Sævar Birgisson (SB) varaformaður
  • Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
  • Haukur Örn Harðarson (HÖH) áheyrnarfulltrúi
  • Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson (RBH) varamaður
  • Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) varamaður
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Jóhanna B. Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. 1. áfangi Blikastaðalands - deili­skipu­lag202304103

    Kynning á innri vinnugögnum vegna deiliskipulags og mótun byggðar að Blikastöðum. Skipulagsfulltrúi kynnir stöðu máls.

    Lagt fram og kynnt.

    • 2. Vernd­ar­svæði í byggð - Ála­fosskvos202011356

      Kynning á vinnsludrögum og húsaskráningu verndarsvæðis í byggð fyrir Álafosskvos. Skipulagsfulltrúi kynnir stöðu máls.

      Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd legg­ur áherslu á að virkt sam­tal verði við íbúa og hag­að­ila í Ála­fosskvos um ákvæði vernd­ar­svæð­is. Skipu­lags­full­trúa og ráð­gjöf­um Yrki arki­tekta falin áfram­hald­andi vinna máls.

    • 3. At­hafna- og þjón­ustu­svæði við Tungu­mel og Þing­valla­veg - end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags202402249

      Lagt er fram til kynningar erindisbréf skipulagsfulltrúa til Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins vegna hugmynda Mosfellsbæjar um mögulega stækkun athafnarsvæðis við Tungumela og Þingvallaveg, í samræmi við afgreiðslu á 606. fundi nefndarinnar. Í erindinu er fjallað um aðlögun svæðisskipulagsmarka við gildandi aðalskipulagi Mosfellsbæjar en einnig um það með hvaða hætti Mosfellsbær hyggist undirbúa rýni, greiningu og gögn fyrir svæðisskipulagsbreytingu innan skipulagstímabils nýs aðalskipulags til 2040.

      Full­trú­ar D lista í skipu­lags­nefnd eru fylgj­andi því að sveit­ar­fé­lög sem standa að svæð­is­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is skoði mögu­leg­ar breyt­ing­ar á vaxta­mörk­um svæð­is­skipu­lags vegna upp­bygg­ing­ar á þjón­ustu og at­hafna­svæð­um með til­liti til breyt­inga sem stafa með­al ann­ars af elds­um­brot­um á Suð­ur­nesj­um.
      Full­trú­ar D lista telja að þau at­vinnusvæði til upp­bygg­ing­ar á verslun og þjón­ustu sem nú þeg­ar eru á skipu­lagi, t.d. Blikastað­a­land, Leir­vogstungu­mel­ar o.fl. svæði dugi mjög vel til lengri tíma til upp­bygg­ing­ar versl­un­ar og þjón­ustu í Mos­fells­bæ. Þess vegna eru áform um breyt­ingu á land­notk­un á óbyggðu landi ekki nauð­syn­leg held­ur sé mik­il­vægt að hraða upp­bygg­ingu á at­vinnu­hús­næði á þeg­ar skipu­lögð­um svæð­um eins og kost­ur er.
      ***
      Full­trú­ar B, S, C og L lista benda á að spurn eft­ir at­vinnu­hús­næði hef­ur auk­ist und­an­far­ið og til­gang­ur með því að skipu­leggja land við Tungu­mela og Helga­fellsás er að mæta henni til lengri tíma og bjóða uppá fjöl­breytt­ar lóð­ir fyr­ir mis­mun­andi at­vinnu­starf­semi. Einn­ig gefst tæki­færi til þess að tengja sam­an Helga­fells­hverfi og Leir­vogtung­us­hverfi með hring­teng­ingu án þess að þvera Vest­ur­landsveg.
      ***
      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að fela skipu­lags­full­trúa að senda er­indi og til­kynn­ingu um áform Mos­fells­bæj­ar að end­ur­skoð­un vaxt­ar­marka til um­ræðu í svæð­is­skipu­lags­nefnd höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

    • 4. Brekku­land 4A - fyr­ir­spurn til skipu­lags­nefnd­ar202403198

      Lagt er fram til kynningar umbeðið minnisblað skipulagsfulltrúa í samræmi við afgreiðslu á 608. fundi nefndarinnar. Hjálagt er erindi og fyrirspurn málsaðila til afgreiðslu.

      Með vís­an í rök­stuðn­ing í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði synj­ar skipu­lags­nefnd með fimm at­kvæð­um til­lögu að lóð­ar­frá­gangi og fjölg­un inn­keyrslna að Brekkulandi 4A.

    • 5. Úugata 2-4 - fyr­ir­spurn og ósk um skipu­lags­breyt­ingu202403173

      Lagt er fram til kynningar umbeðið minnisblað skipulagsfulltrúa í samræmi við afgreiðslu á 609. fundi nefndarinnar. Hjálagt er erindi og fyrirspurn málsaðila til afgreiðslu.

      Með vís­an í rök­stuðn­ing í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði synj­ar skipu­lags­nefnd með fimm at­kvæð­um ósk um deili­skipu­lags­breyt­ingu. Ekki fæst séð að um for­sendu­brest sé að ræða, sam­an­ber ákvæði 1.6. í út­hlut­un­ar­skil­mál­um lóð­ar.

    • 6. Langi­tangi 1 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1,202403884

      Lagt er fram til kynningar umbeðið minnisblað skipulagsfulltrúa í samræmi við afgreiðslu á 609. fundi nefndarinnar. Hjálagt er erindi og fyrirspurn málsaðila til afgreiðslu.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila bygg­ing­ar­full­trúa af­greiðslu og út­gáfu bygg­ing­ar­leyf­is í sam­ræmi við lög og reglu­gerð­ir að und­an­gengn­um skil­yrð­um um um­fjöllun um­ferð­ar­mála í bygg­ing­ar­lýs­ingu, með vís­an í rök­stuðn­ing og um­fjöllun í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði. Skipu­lags­nefnd árétt­ar mik­il­vægi þess að um­ferð­ar­flæði og ör­yggi á mið­svæð­inu verði tryggt og hug­að verði að akstri og merk­ing­um þeg­ar teng­ing­um við Langa­tanga fjölg­ar vegna frek­ari upp­bygg­ing­ar á mið­svæði. Skipu­lags­nefnd tel­ur því áformin falla að ákvæð­um gild­andi deili­skipu­lags frá 2006 um upp­bygg­ing­ar­heim­ild­ir inn­an bygg­ing­ar­reita en vís­ar jafn­framt í áform skipu­lags­ins um mögu­lega breytt­ar að­komu og sam­eig­in­leg­an veg aðliggj­andi lóða við Langa­tanga 1-5 og 11-13. Gatna­gerð­ar­gjöld skulu greidd í sam­ræmi við gjaldskrá.

    • 7. Ála­foss­veg­ur 23 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1,202403374

      Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Brynjari Daníelssyni, f.h. Ásdísar Sigurþórsdóttur, dags. 13.03.2024, um breytta notkun eignarhluta 0205 að Álafossvegi 23. Sótt er um að breyta vinnustofu í íbúð, í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsnefndar á 517. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa vegna ákvæða um íbúðir í gildandi deiliskipulags Álafosskvosar, samþykkt 10.06.2009. Hjálögð er til kynningar umsögn umhverfissviðs vegna umsóknar um breytta notkun hluta húsnæðis.

      Með vís­an í rök­stuðn­ing í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði synj­ar skipu­lags­nefnd með fimm at­kvæð­um um­sókn um breytta notk­un húss. Bygg­ing­ar­full­trúa er því ekki heim­ilt að veita bygg­ing­ar­leyfi. Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að rýna deili­skipu­lags­skil­mála svæð­is­ins varð­andi ákvæði um hlut­fall íbúða í hús­um í Áls­fosskvos­inni.

    • 8. Byggð­ar­holt 47 - stækk­un húss202402262

      Lagðir eru fram til kynningar og afgreiðslu nýir uppdrættir að viðbyggingu húss að Byggðarholti 47. Erindi barst frá Silju Rán Steinberg Sigurðardóttur um stækkun húss og viðbyggingu sólstofu sem kynnt var á 607. fundi nefndarinnar. Fullunnir aðaluppdrættir sýna þó stærri viðbyggingu en áður hafði verið kynnt. Um er að ræða 54,8 m² stækkun húss til vesturs, um 2 m frá Álfholti. Teikningar sýna steinsteypta stofu, herbergi og vinnuherbergi.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að grennd­arkynna bygg­ingaráform í sam­ræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Fyr­ir­liggj­andi gögn skulu send aðliggj­andi hag­að­il­um og þing­lýst­um eig­end­um húsa að Byggð­ar­holti.

    • 9. Um­sókn um fram­kvæmda­leyfi - Akst­ursí­þrótta­svæði Motomos202404514

      Borist hefur erindi frá Sveinbirni B. Nikulássyni, dags. 22.04.2024, með ósk um framkvæmdaleyfi og heimildir fyrir efnisflutninga innan akstursíþróttasvæðis Motomos við Leirvogsá austan Mosfells. Unnið verði að gerð brauta innan svæðisins og efni nýtt til að bæta öryggi ökumanna á brautarsvæði, auk þess á að slétta jarðveg undir fyrirhugaða barna og unglingabraut.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimma at­kvæð­um heim­ild til lag­fær­inga á braut­um og flutn­inga efn­is inn­an svæð­is á grund­velli á grund­velli skil­greindr­ar notk­un­ar lands í Að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar 2011-2030, opið svæði til sér­stakra nota; 227-Oí akst­ursí­þrótta­svæði. Skipu­lags­nefnd synj­ar efn­is­flutn­ing­um inn á svæði að svo stöddu.
      Með vís­an í reglu­gerð um fram­kvæmda­leyfi nr. 772/2012, teljast áform um lag­fær­ing­ar brauta inn­an svæð­is ekki leyf­is­skyld­ar þar sem um raskað land er að ræða.

    • 10. Selja­brekka - breyt­ing á deili­skipu­lagi202405167

      Lögð er fram til kynningar tillaga að deiliskipulagsbreytingu sem barst frá, Guðjóni Magnússyni arkitekt, f.h. landeiganda að Seljabrekku L123762. Tillagan felur í sér áform um aukið byggingarmagn, stækkun byggingarreita, stækkun athafnasvæðis og landmótun fyrir 8 m hljóðmön. Fyrirhuguð notkun er geymslubygging fyrir stálrör og fleira er tengist jarðborunum. Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarland í aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, á grannsvæði vatnsverndar. Tillagan kemur í kjölfar athugasemda byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa um óleyfisframkvæmdir, uppsöfnun lausafjármuna og frágang lands og lóðar, líkt og kynnt var á 608. fundi nefndarinnar.

      Skipu­lags­nefnd ger­ir at­huga­semd­ir við fyr­ir­liggj­andi er­indi og til­lögu. Skipu­lags­nefnd leggst gegn aukn­um um­svif­um geymslu­bygg­inga og at­hafn­ar­svæð­is að Selja­brekku á skil­greindu land­bún­að­ar­svæði inn­an vatns­vernd­ar. Með vís­an í at­huga­semda­bréf bygg­ing­ar­full­trúa og skipu­lags­full­trúa um óleyf­is­fram­kvæmd­ir og upp­söfn­un lausa­fjár­muna á land­inu, ger­ir skipu­lags­nefnd sam­hljóma kröfu um úr­bæt­ur og til­tekt. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa til­lög­unni frá.

    Fundargerðir til kynningar

    • 11. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 78202404014F

      Fundargerð löð fram til kynningar.

      Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

      • 11.1. Hamra­brekk­ur 10 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1, 202311218

        Skipu­lags­nefnd sam­þykkti á 604. fundi sín­um að grenndarkynna bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir 129,3 m² tveggja hæða steinsteyptu frístundahúsí Hamrabrekkum 10 í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áformin voru kynnt með kynn­ing­ar­bréfi og gögn­um sem send voru aðliggjandi hagaðilum og þinglýstum eigendum lóða og landa að Hamrabrekkum, 5, 6, 8, 9, 11, 13, 14 og 15. Gögn voru að­gengi­leg á vef. At­huga­semda­frest­ur var frá 28.02.2024 til og með 02.04.2024. Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram.

      • 11.2. Arn­ar­tangi 55 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1, 202403511

        Borist hef­ur um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi frá Sól­veigu Rögnu Guð­munds­dótt­ur vegna stækk­un­ar húss að Arn­ar­tanga 55. Um er að ræða 3,5 m² and­dyri rað­húss, í sam­ræmi við gögn. Er­ind­inu var vísað til um­sagn­ar skipu­lags­full­trúa á 517. af­greiðslufundi bygg­ing­ar­full­trúa þar sem ekki er í gildi deili­skipu­lag fyr­ir lóð­ina.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram.

      • 12. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 521202405011F

        Fundargerð löð fram til kynningar.

        Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

        • 12.1. Engja­veg­ur 21 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1, 202404463

          Jón Bald­vin Hanni­bals­son Engja­vegi 21 sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri smá­hýsi á lóð­inni Engja­veg­ur nr. 21 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 46,0 m², 165,6 m³.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Lagt fram.

        • 12.2. Hamra­brekk­ur 10 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1, 202311218

          Haf­steinn Helgi Hall­dórs­son Grana­skjól 15 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu tveggja hæða frí­stunda­hús á lóð­inni Hamra­brekk­ur nr. 10 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Bygg­ing­ar­formin voru grennd­arkynnt­kynnt, at­huga­semda­frest­ur var til og með 02.04.2024, eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.
          Stærð­ir: 129,3 m², 505,95 m³.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Lagt fram.

        • 12.3. Minna Mos­fell golfv - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1, 202404567

          Golf­klúbb­ur Mos­fells­bæj­ar Æð­ar­höfða 36 sæk­ir um leyfi til að end­ur­byggja úr timbri að­stöðu­hús á lóð­inni Minna Mos­fell, L123727, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 51,0 m², 153,3 m³.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Lagt fram.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:12