17. maí 2024 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Valdimar Birgisson (VBi) formaður
- Sævar Birgisson (SB) varaformaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Haukur Örn Harðarson (HÖH) áheyrnarfulltrúi
- Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson (RBH) varamaður
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) varamaður
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Jóhanna B. Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. 1. áfangi Blikastaðalands - deiliskipulag202304103
Kynning á innri vinnugögnum vegna deiliskipulags og mótun byggðar að Blikastöðum. Skipulagsfulltrúi kynnir stöðu máls.
Lagt fram og kynnt.
2. Verndarsvæði í byggð - Álafosskvos202011356
Kynning á vinnsludrögum og húsaskráningu verndarsvæðis í byggð fyrir Álafosskvos. Skipulagsfulltrúi kynnir stöðu máls.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd leggur áherslu á að virkt samtal verði við íbúa og hagaðila í Álafosskvos um ákvæði verndarsvæðis. Skipulagsfulltrúa og ráðgjöfum Yrki arkitekta falin áframhaldandi vinna máls.
3. Athafna- og þjónustusvæði við Tungumel og Þingvallaveg - endurskoðun aðalskipulags202402249
Lagt er fram til kynningar erindisbréf skipulagsfulltrúa til Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins vegna hugmynda Mosfellsbæjar um mögulega stækkun athafnarsvæðis við Tungumela og Þingvallaveg, í samræmi við afgreiðslu á 606. fundi nefndarinnar. Í erindinu er fjallað um aðlögun svæðisskipulagsmarka við gildandi aðalskipulagi Mosfellsbæjar en einnig um það með hvaða hætti Mosfellsbær hyggist undirbúa rýni, greiningu og gögn fyrir svæðisskipulagsbreytingu innan skipulagstímabils nýs aðalskipulags til 2040.
Fulltrúar D lista í skipulagsnefnd eru fylgjandi því að sveitarfélög sem standa að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðis skoði mögulegar breytingar á vaxtamörkum svæðisskipulags vegna uppbyggingar á þjónustu og athafnasvæðum með tilliti til breytinga sem stafa meðal annars af eldsumbrotum á Suðurnesjum.
Fulltrúar D lista telja að þau atvinnusvæði til uppbyggingar á verslun og þjónustu sem nú þegar eru á skipulagi, t.d. Blikastaðaland, Leirvogstungumelar o.fl. svæði dugi mjög vel til lengri tíma til uppbyggingar verslunar og þjónustu í Mosfellsbæ. Þess vegna eru áform um breytingu á landnotkun á óbyggðu landi ekki nauðsynleg heldur sé mikilvægt að hraða uppbyggingu á atvinnuhúsnæði á þegar skipulögðum svæðum eins og kostur er.
***
Fulltrúar B, S, C og L lista benda á að spurn eftir atvinnuhúsnæði hefur aukist undanfarið og tilgangur með því að skipuleggja land við Tungumela og Helgafellsás er að mæta henni til lengri tíma og bjóða uppá fjölbreyttar lóðir fyrir mismunandi atvinnustarfsemi. Einnig gefst tækifæri til þess að tengja saman Helgafellshverfi og Leirvogtungushverfi með hringtengingu án þess að þvera Vesturlandsveg.
***
Skipulagsnefnd samþykkir með þremur atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að senda erindi og tilkynningu um áform Mosfellsbæjar að endurskoðun vaxtarmarka til umræðu í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins.4. Brekkuland 4A - fyrirspurn til skipulagsnefndar202403198
Lagt er fram til kynningar umbeðið minnisblað skipulagsfulltrúa í samræmi við afgreiðslu á 608. fundi nefndarinnar. Hjálagt er erindi og fyrirspurn málsaðila til afgreiðslu.
Með vísan í rökstuðning í fyrirliggjandi minnisblaði synjar skipulagsnefnd með fimm atkvæðum tillögu að lóðarfrágangi og fjölgun innkeyrslna að Brekkulandi 4A.
5. Úugata 2-4 - fyrirspurn og ósk um skipulagsbreytingu202403173
Lagt er fram til kynningar umbeðið minnisblað skipulagsfulltrúa í samræmi við afgreiðslu á 609. fundi nefndarinnar. Hjálagt er erindi og fyrirspurn málsaðila til afgreiðslu.
Með vísan í rökstuðning í fyrirliggjandi minnisblaði synjar skipulagsnefnd með fimm atkvæðum ósk um deiliskipulagsbreytingu. Ekki fæst séð að um forsendubrest sé að ræða, samanber ákvæði 1.6. í úthlutunarskilmálum lóðar.
6. Langitangi 1 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,202403884
Lagt er fram til kynningar umbeðið minnisblað skipulagsfulltrúa í samræmi við afgreiðslu á 609. fundi nefndarinnar. Hjálagt er erindi og fyrirspurn málsaðila til afgreiðslu.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að heimila byggingarfulltrúa afgreiðslu og útgáfu byggingarleyfis í samræmi við lög og reglugerðir að undangengnum skilyrðum um umfjöllun umferðarmála í byggingarlýsingu, með vísan í rökstuðning og umfjöllun í fyrirliggjandi minnisblaði. Skipulagsnefnd áréttar mikilvægi þess að umferðarflæði og öryggi á miðsvæðinu verði tryggt og hugað verði að akstri og merkingum þegar tengingum við Langatanga fjölgar vegna frekari uppbyggingar á miðsvæði. Skipulagsnefnd telur því áformin falla að ákvæðum gildandi deiliskipulags frá 2006 um uppbyggingarheimildir innan byggingarreita en vísar jafnframt í áform skipulagsins um mögulega breyttar aðkomu og sameiginlegan veg aðliggjandi lóða við Langatanga 1-5 og 11-13. Gatnagerðargjöld skulu greidd í samræmi við gjaldskrá.
7. Álafossvegur 23 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,202403374
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Brynjari Daníelssyni, f.h. Ásdísar Sigurþórsdóttur, dags. 13.03.2024, um breytta notkun eignarhluta 0205 að Álafossvegi 23. Sótt er um að breyta vinnustofu í íbúð, í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsnefndar á 517. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa vegna ákvæða um íbúðir í gildandi deiliskipulags Álafosskvosar, samþykkt 10.06.2009. Hjálögð er til kynningar umsögn umhverfissviðs vegna umsóknar um breytta notkun hluta húsnæðis.
Með vísan í rökstuðning í fyrirliggjandi minnisblaði synjar skipulagsnefnd með fimm atkvæðum umsókn um breytta notkun húss. Byggingarfulltrúa er því ekki heimilt að veita byggingarleyfi. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að rýna deiliskipulagsskilmála svæðisins varðandi ákvæði um hlutfall íbúða í húsum í Álsfosskvosinni.
8. Byggðarholt 47 - stækkun húss202402262
Lagðir eru fram til kynningar og afgreiðslu nýir uppdrættir að viðbyggingu húss að Byggðarholti 47. Erindi barst frá Silju Rán Steinberg Sigurðardóttur um stækkun húss og viðbyggingu sólstofu sem kynnt var á 607. fundi nefndarinnar. Fullunnir aðaluppdrættir sýna þó stærri viðbyggingu en áður hafði verið kynnt. Um er að ræða 54,8 m² stækkun húss til vesturs, um 2 m frá Álfholti. Teikningar sýna steinsteypta stofu, herbergi og vinnuherbergi.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að grenndarkynna byggingaráform í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirliggjandi gögn skulu send aðliggjandi hagaðilum og þinglýstum eigendum húsa að Byggðarholti.
9. Umsókn um framkvæmdaleyfi - Akstursíþróttasvæði Motomos202404514
Borist hefur erindi frá Sveinbirni B. Nikulássyni, dags. 22.04.2024, með ósk um framkvæmdaleyfi og heimildir fyrir efnisflutninga innan akstursíþróttasvæðis Motomos við Leirvogsá austan Mosfells. Unnið verði að gerð brauta innan svæðisins og efni nýtt til að bæta öryggi ökumanna á brautarsvæði, auk þess á að slétta jarðveg undir fyrirhugaða barna og unglingabraut.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimma atkvæðum heimild til lagfæringa á brautum og flutninga efnis innan svæðis á grundvelli á grundvelli skilgreindrar notkunar lands í Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, opið svæði til sérstakra nota; 227-Oí akstursíþróttasvæði. Skipulagsnefnd synjar efnisflutningum inn á svæði að svo stöddu.
Með vísan í reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, teljast áform um lagfæringar brauta innan svæðis ekki leyfisskyldar þar sem um raskað land er að ræða.10. Seljabrekka - breyting á deiliskipulagi202405167
Lögð er fram til kynningar tillaga að deiliskipulagsbreytingu sem barst frá, Guðjóni Magnússyni arkitekt, f.h. landeiganda að Seljabrekku L123762. Tillagan felur í sér áform um aukið byggingarmagn, stækkun byggingarreita, stækkun athafnasvæðis og landmótun fyrir 8 m hljóðmön. Fyrirhuguð notkun er geymslubygging fyrir stálrör og fleira er tengist jarðborunum. Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarland í aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, á grannsvæði vatnsverndar. Tillagan kemur í kjölfar athugasemda byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa um óleyfisframkvæmdir, uppsöfnun lausafjármuna og frágang lands og lóðar, líkt og kynnt var á 608. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd gerir athugasemdir við fyrirliggjandi erindi og tillögu. Skipulagsnefnd leggst gegn auknum umsvifum geymslubygginga og athafnarsvæðis að Seljabrekku á skilgreindu landbúnaðarsvæði innan vatnsverndar. Með vísan í athugasemdabréf byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa um óleyfisframkvæmdir og uppsöfnun lausafjármuna á landinu, gerir skipulagsnefnd samhljóma kröfu um úrbætur og tiltekt. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að vísa tillögunni frá.
Fundargerðir til kynningar
11. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 78202404014F
Fundargerð löð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
11.1. Hamrabrekkur 10 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, 202311218
Skipulagsnefnd samþykkti á 604. fundi sínum að grenndarkynna byggingaráform og byggingarleyfi fyrir 129,3 m² tveggja hæða steinsteyptu frístundahúsí Hamrabrekkum 10 í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áformin voru kynnt með kynningarbréfi og gögnum sem send voru aðliggjandi hagaðilum og þinglýstum eigendum lóða og landa að Hamrabrekkum, 5, 6, 8, 9, 11, 13, 14 og 15. Gögn voru aðgengileg á vef. Athugasemdafrestur var frá 28.02.2024 til og með 02.04.2024. Engar athugasemdir bárust.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
11.2. Arnartangi 55 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, 202403511
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Sólveigu Rögnu Guðmundsdóttur vegna stækkunar húss að Arnartanga 55. Um er að ræða 3,5 m² anddyri raðhúss, í samræmi við gögn. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa á 517. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 521202405011F
Fundargerð löð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
12.1. Engjavegur 21 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, 202404463
Jón Baldvin Hannibalsson Engjavegi 21 sækir um leyfi til að byggja úr timbri smáhýsi á lóðinni Engjavegur nr. 21 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 46,0 m², 165,6 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
12.2. Hamrabrekkur 10 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, 202311218
Hafsteinn Helgi Halldórsson Granaskjól 15 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða frístundahús á lóðinni Hamrabrekkur nr. 10 í samræmi við framlögð gögn. Byggingarformin voru grenndarkynntkynnt, athugasemdafrestur var til og með 02.04.2024, engar athugasemdir bárust.
Stærðir: 129,3 m², 505,95 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
12.3. Minna Mosfell golfv - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, 202404567
Golfklúbbur Mosfellsbæjar Æðarhöfða 36 sækir um leyfi til að endurbyggja úr timbri aðstöðuhús á lóðinni Minna Mosfell, L123727, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 51,0 m², 153,3 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.