21. janúar 2025 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) formaður
- Sigríður Dóra Sigtryggsdóttir varaformaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Brynja Hlíf Hjaltadóttir (BHH) aðalmaður
- Dögg Harðardóttir Fossberg áheyrnarfulltrúi
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
- Guðleif Birna Leifsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði
Sigurbjörg Fjölnisdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Lykiltölur 2024202404149
Lykiltölur velferðarsviðs janúar - desember 2024 lagðar fyrir til kynningar.
Lagt fram og kynnt.
Velferðarnefnd bindur vonir við að þær aðgerðir sem tengdar eru aðgerðaráætlun Mosfellsbæjar „Börnin okkar", sem bæjarstjórn hefur ákveðið að grípa til í málefnum barna, verði til þess að hægt sé að bregðast við þeirri þróun sem verið hefur í málaflokki barna og unglinga.
Gestir
- Guðrún Marinósdóttir
2. Húsnæði skammtímadvalar fyrir fötluð börn og ungmenni202501130
Kaup á sérbýli til að nýta fyrir skammtímadvöl fyrir fötluð börn og ungmenni. Máli vísað frá bæjarráði til kynningar.
Lagt fram og kynnt.
Velferðarnefnd fagnar því að búðið sé að finna hentugt húsnæði fyrir skammtímadvöl fyrir fötluð börn og ungmenni.3. Heitur pottur með ramp fyrir hreyfihamlaða202411616
Upplýsingar um styrki og framlög vegna framkvæmda við heitan pott fyrir hreyfihamlaða lagðar fram til kynningar. Málinu er vísað til kynningar í velferðarnefnd og notendaráði fatlaðs fólks.
Lagt fram og kynnt.
Velferðarnefnd lýsir yfir ánægju með þetta einstaka framtak.4. 1. áfangi Blikastaðalands - deiliskipulag202304103
Lögð er fram til kynningar deiliskipulagstillaga á vinnslustigi fyrir 1. áfanga Blikastaðalands. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 04.12.2024 að kynna og auglýsa tillögu ásamt drögum að umhverfismati í samræmi við 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillaga á vinnslustigi er ekki fullmótað deiliskipulag heldur er tillögunni ætlað að kynna helstu hugmyndir, forsendur og umhverfismat fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum. Meginmarkmið skipulagsins er að leggja grunn að öflugu og eftirsóknarverðu hverfi sem styrkir nærumhverfið og bætir lífsgæði þeirra sem sækja svæðið, þar starfa eða búa. Gögn eru aðgengileg í skipulagsgátt og umsagnarfrestur til 10.02.2025.
Lagt fram og kynnt.
Velferðarnefnd þakkar Kristni fyrir góða kynningu.Gestir
- Kristinn Pálsson