Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

14. júní 2024 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Sævar Birgisson (SB) varaformaður
  • Ölvir Karlsson (ÖK) varamaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
  • Haukur Örn Harðarson (HÖH) áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Lára Dröfn Gunnarsdóttir umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Lára Dröfn Gunnarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. L125331 við Sel­merk­ur­veg - deili­skipu­lag frí­stunda­byggð­ar202310327

    Lögð er fram til afgreiðslu deiliskipulagstillaga fyrir frístundasvæði við Selmerkurveg. Umsagnir og athugasemdir voru kynntar á 612. fundi nefndarinnar, í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað er auglýst tillaga lögð fram til staðfestingar óbreytt.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyrirliggjandi deili­skipu­lagstil­lögu, með vís­an til sam­an­tekt­ar og minn­is­blaðs. Deili­skipu­lag­ið skal hljóta af­greiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

  • 2. 1. áfangi Blikastaðalands - deili­skipu­lag202304103

    Lagt er fram til kynningar innra minnisblað skipulagsfulltrúa.

    Lagt fram og kynnt.

    • 3. Hús­næð­isáætlun 2024202403099

      Lögð er fram til kynningar húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar 2024, í samræmi reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga og stafrænt áætlanakerfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Áætluninni var vísað til kynningar nefndarinnar á 1628. fundi bæjarráðs.

      Lagt fram og kynnt.

    • 4. Reykja­veg­ur 36 - fyr­ir­spurn um ákvæði skipu­lags202404475

      Lögð eru fram kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Reykjaveg 36, í samræmi við afgreiðslu á 610. fundi nefndarinnar. Tillagan sýnir stækkun byggingarreitar til norðurs í átt að Reykjavegi, fyrir tengigang og stigahús.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að til­lag­an hljóti af­greiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Skipu­lags­nefnd met­ur breyt­ing­una þó óveru­lega með til­liti til um­fangs og tamark­aðra grennd­ar­hags­muna nær­liggj­andi at­hafna­svæð­is. Með vís­an í 3. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga, um kynn­ing­ar­ferli grennd­arkynn­inga, met­ur skipu­lags­nefnd að­eins lóð­ar­hafa og hús­eig­anda hag­að­ila máls. Skipu­lags­nefnd ákveð­ur því að falla frá kröf­um um grennd­arkynn­ingu sömu máls­grein­ar. Breyt­ing­ar­til­laga deili­skipu­lags telst því sam­þykkt og skal hljóta af­greiðslu skv. 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og ann­ast skipu­lags­full­trúi stað­fest­ingu skipu­lags­ins.

    • 5. Um­sókn um efn­is­flutn­inga - Akst­ursí­þrótta­svæði Motomos202406125

      Borist hefur erindi frá Sveinbirni B. Nikulássyni, dags. 10.06.2024, með ósk um leyfi og heimild fyrir efnisflutningum inn á akstursíþróttasvæði Motomos, við Leirvogsá austan Mosfells. Til stendur að hækka brautina og viðhalda henni með um 10 þúsund rúmmetrum af nýju efni. Flytja á jökulleir af nálægu svæði við Bugðufljót, sama jarðefni og fyrir er á staðnum. Um er að ræða þriggja vikna tímabil frá miðjum júní.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela skipu­lags­full­trúa að gefa út fram­kvæmda­leyfi í sam­ræmi við 13. og 15. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og skv. reglu­gerð um fram­kvæmda­leyfi nr. 772/2012, á grund­velli skil­greindr­ar notk­un­ar lands í Að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar 2011-2030, sem opið svæði til sér­stakra nota; 227-Oí akst­ursí­þrótta­svæði og af­nota­samn­ings sveit­ar­fé­lags­ins við Motomos.

    • 6. Arn­ar­land í Garða­bæ - nýtt deili­skipu­lag og breyt­ing á að­al­skipu­lagi 2016-2030202309004

      Lögð er fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi Arnarlands í Garðabæ. Samkvæmt gögnum nær deiliskipulagstillagan til 8,9 h svæðis þar sem gert er ráð fyrir blandaðri byggð með 3-6 hæða fjölbýlishúsum ásamt atvinnu-, verslunar og/eða þjónustuhúsnæði næst Hafnarfjarðarvegi. Til móts við atvinnuhúsnæði fyrir miðju svæðisins er gert ráð fyrir verslunar- og/eða þjónusturými á jarðhæðum í tengslum við miðlægt torg þar sem m.a. er gert ráð fyrir biðstöð Borgarlínu. Á svæðinu er gert ráð fyrir u.þ.b. 500 íbúðum og u.þ.b. 40.000 m² af verslunar, skrifstofu og þjónusturými. Meginmarkmið skipulagsins er að leggja grunn að öflugu borgarumhverfi sem styður við svæðið sem samgöngumiðað svæði við samgöngu- og þróunarás. Tillagan er lögð fram til umsagnar Mosfellsbæjar í skipulagsgáttinni. Athugasemdafrestur er til og með 06.08.2024.

      Lagt fram og kynnt.

    • 7. Um­ferðarör­ygg­is­áætlun Mos­fells­bæj­ar - End­ur­skoð­un202202287

      Berglind Hallgrímsdóttir, samgönguverkfræðingur og Elín Ríta Sveinbjörnsdóttir, skipulags- og byggingartæknifræðingur frá Eflu þekkingarstofu kynna niðurstöður greininga, drög nýrrar umferðaröryggisáætlunar og tillögu aðgerðaráætlunar.

      Berg­lind Hall­gríms­dótt­ir og Elín Ríta Svein­björns­dótt­ir kynntu og svör­uðu spurn­ing­um. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela ráð­gjöf­um og um­hverf­is­sviði áfram­hald­andi vinnu máls og klára að­gerðaráætlun í sam­ræmi við um­ræð­ur.

      Gestir
      • Elín Ríta Sveinbjörnsdóttir
      • Berglind Hallgrímsdóttir
      • 8. Selja­dals­náma - um­hverf­is­mat efnis­töku201703003

        Snævarr Örn Georgsson, umhverfisverkfræðingur hjá Eflu þekkingarstofu, kynnir umhverfismatsskýrslu og niðurstöður matsþátta fyrir áframhaldandi efnistaka úr Seljadalsnámu. Fyrirliggjandi mat byggir á vinnslu að hámarki 230 þúsund rúmmetra efnis á um 2 ha svæði við eldri námu.

        Snæv­arr Örn Georgs­son kynnti og svar­aði spurn­ing­um í gegn­um fjar­fund­ar­bún­að. Sam­kvæmt mats­skýrslu voru áhrif fram­kvæmda met­in fyr­ir gróð­ur, fugla­líf, jarð­mynd­an­ir, lands­lag og ásýnd, úti­vist, forn­leif­ar, loft­gæði, hljóð­vist og vatns­vernd. Sam­kvæmt nið­ur­stöð­um mun fram­kvæmd­in hafa óveru­lega nei­kvæð áhrif á átta af þeim níu um­hverf­is­þátt­um sem metn­ir voru. Að teknu til­liti til mót­vægisað­gerða og met­inna áhrifa er nið­ur­staða mats­ins að heild­aráhrif fram­kvæmd­ar­inn­ar verði óveru­leg.
        Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fyr­ir­liggj­andi um­hverf­is­mats­skýrsla verði send Skipu­lags­stofn­un til yf­ir­ferð­ar og aug­lýs­ing­ar. Skipu­lags­stofn­un mun ann­ast kynn­ingu gagn­vart al­menn­ingi og leita um­sagna mats­skýrslu, í sam­ræmi við 1. mgr. 23. gr. laga um um­hverf­is­mat fram­kvæmda og áætl­ana nr. 111/2021.

        Gestir
        • Snævarr Örn Georgsson

        Fundargerðir til kynningar

        • 9. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 523202406010F

          Fundargerð lögð fram til kynningar.

          Lagt fram.

          • 9.1. Úugata 6-8 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2, 202403367

            Gerð ehf. Kinn­ar­götu 24 Garða­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu tvö 10 íbúða fjöl­býl­is­hús fjöl­býl­is­hús á þrem­ur hæð­um með bíl­geymsl­um í kjall­ara á lóð­inni Úugata nr. 6-8, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

            Stærð­ir:
            Úugata 6 mhl 01: 737,1 m², bíl­geymsla 440,0 m², 5.010,6 m³.
            Úugata 8 mhl 02: 737,1 m², bíl­geymsla 440,0 m², 5.010,6 m³.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Lagt fram.

          • 9.2. Jón­st­ótt 123665 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild - Flokk­ur 1, 202405312

            Fram­kvæmda­sýsl­an - Rík­is­eign­ir Borg­ar­túni 26 sæk­ir um leyfi til að byggja úr málmi og gleri veit­inga­skála við nú­ver­andi hús á lóð­inni Jón­st­ótt nr. L123665 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stækk­un: 21,7 m², 66,4 m³.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Lagt fram.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00