14. júní 2024 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Sævar Birgisson (SB) varaformaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) varamaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Haukur Örn Harðarson (HÖH) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs
- Lára Dröfn Gunnarsdóttir umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Lára Dröfn Gunnarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. L125331 við Selmerkurveg - deiliskipulag frístundabyggðar202310327
Lögð er fram til afgreiðslu deiliskipulagstillaga fyrir frístundasvæði við Selmerkurveg. Umsagnir og athugasemdir voru kynntar á 612. fundi nefndarinnar, í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað er auglýst tillaga lögð fram til staðfestingar óbreytt.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu, með vísan til samantektar og minnisblaðs. Deiliskipulagið skal hljóta afgreiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2. 1. áfangi Blikastaðalands - deiliskipulag202304103
Lagt er fram til kynningar innra minnisblað skipulagsfulltrúa.
Lagt fram og kynnt.
3. Húsnæðisáætlun 2024202403099
Lögð er fram til kynningar húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar 2024, í samræmi reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga og stafrænt áætlanakerfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Áætluninni var vísað til kynningar nefndarinnar á 1628. fundi bæjarráðs.
Lagt fram og kynnt.
4. Reykjavegur 36 - fyrirspurn um ákvæði skipulags202404475
Lögð eru fram kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Reykjaveg 36, í samræmi við afgreiðslu á 610. fundi nefndarinnar. Tillagan sýnir stækkun byggingarreitar til norðurs í átt að Reykjavegi, fyrir tengigang og stigahús.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að tillagan hljóti afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd metur breytinguna þó óverulega með tilliti til umfangs og tamarkaðra grenndarhagsmuna nærliggjandi athafnasvæðis. Með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga, um kynningarferli grenndarkynninga, metur skipulagsnefnd aðeins lóðarhafa og húseiganda hagaðila máls. Skipulagsnefnd ákveður því að falla frá kröfum um grenndarkynningu sömu málsgreinar. Breytingartillaga deiliskipulags telst því samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og annast skipulagsfulltrúi staðfestingu skipulagsins.
5. Umsókn um efnisflutninga - Akstursíþróttasvæði Motomos202406125
Borist hefur erindi frá Sveinbirni B. Nikulássyni, dags. 10.06.2024, með ósk um leyfi og heimild fyrir efnisflutningum inn á akstursíþróttasvæði Motomos, við Leirvogsá austan Mosfells. Til stendur að hækka brautina og viðhalda henni með um 10 þúsund rúmmetrum af nýju efni. Flytja á jökulleir af nálægu svæði við Bugðufljót, sama jarðefni og fyrir er á staðnum. Um er að ræða þriggja vikna tímabil frá miðjum júní.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, á grundvelli skilgreindrar notkunar lands í Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, sem opið svæði til sérstakra nota; 227-Oí akstursíþróttasvæði og afnotasamnings sveitarfélagsins við Motomos.
6. Arnarland í Garðabæ - nýtt deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi 2016-2030202309004
Lögð er fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi Arnarlands í Garðabæ. Samkvæmt gögnum nær deiliskipulagstillagan til 8,9 h svæðis þar sem gert er ráð fyrir blandaðri byggð með 3-6 hæða fjölbýlishúsum ásamt atvinnu-, verslunar og/eða þjónustuhúsnæði næst Hafnarfjarðarvegi. Til móts við atvinnuhúsnæði fyrir miðju svæðisins er gert ráð fyrir verslunar- og/eða þjónusturými á jarðhæðum í tengslum við miðlægt torg þar sem m.a. er gert ráð fyrir biðstöð Borgarlínu. Á svæðinu er gert ráð fyrir u.þ.b. 500 íbúðum og u.þ.b. 40.000 m² af verslunar, skrifstofu og þjónusturými. Meginmarkmið skipulagsins er að leggja grunn að öflugu borgarumhverfi sem styður við svæðið sem samgöngumiðað svæði við samgöngu- og þróunarás. Tillagan er lögð fram til umsagnar Mosfellsbæjar í skipulagsgáttinni. Athugasemdafrestur er til og með 06.08.2024.
Lagt fram og kynnt.
7. Umferðaröryggisáætlun Mosfellsbæjar - Endurskoðun202202287
Berglind Hallgrímsdóttir, samgönguverkfræðingur og Elín Ríta Sveinbjörnsdóttir, skipulags- og byggingartæknifræðingur frá Eflu þekkingarstofu kynna niðurstöður greininga, drög nýrrar umferðaröryggisáætlunar og tillögu aðgerðaráætlunar.
Berglind Hallgrímsdóttir og Elín Ríta Sveinbjörnsdóttir kynntu og svöruðu spurningum. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela ráðgjöfum og umhverfissviði áframhaldandi vinnu máls og klára aðgerðaráætlun í samræmi við umræður.
Gestir
- Elín Ríta Sveinbjörnsdóttir
- Berglind Hallgrímsdóttir
8. Seljadalsnáma - umhverfismat efnistöku201703003
Snævarr Örn Georgsson, umhverfisverkfræðingur hjá Eflu þekkingarstofu, kynnir umhverfismatsskýrslu og niðurstöður matsþátta fyrir áframhaldandi efnistaka úr Seljadalsnámu. Fyrirliggjandi mat byggir á vinnslu að hámarki 230 þúsund rúmmetra efnis á um 2 ha svæði við eldri námu.
Snævarr Örn Georgsson kynnti og svaraði spurningum í gegnum fjarfundarbúnað. Samkvæmt matsskýrslu voru áhrif framkvæmda metin fyrir gróður, fuglalíf, jarðmyndanir, landslag og ásýnd, útivist, fornleifar, loftgæði, hljóðvist og vatnsvernd. Samkvæmt niðurstöðum mun framkvæmdin hafa óverulega neikvæð áhrif á átta af þeim níu umhverfisþáttum sem metnir voru. Að teknu tilliti til mótvægisaðgerða og metinna áhrifa er niðurstaða matsins að heildaráhrif framkvæmdarinnar verði óveruleg.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fyrirliggjandi umhverfismatsskýrsla verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýsingar. Skipulagsstofnun mun annast kynningu gagnvart almenningi og leita umsagna matsskýrslu, í samræmi við 1. mgr. 23. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.Gestir
- Snævarr Örn Georgsson
Fundargerðir til kynningar
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 523202406010F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
9.1. Úugata 6-8 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, 202403367
Gerð ehf. Kinnargötu 24 Garðabæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tvö 10 íbúða fjölbýlishús fjölbýlishús á þremur hæðum með bílgeymslum í kjallara á lóðinni Úugata nr. 6-8, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir:
Úugata 6 mhl 01: 737,1 m², bílgeymsla 440,0 m², 5.010,6 m³.
Úugata 8 mhl 02: 737,1 m², bílgeymsla 440,0 m², 5.010,6 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
9.2. Jónstótt 123665 - Umsókn um byggingarheimild - Flokkur 1, 202405312
Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir Borgartúni 26 sækir um leyfi til að byggja úr málmi og gleri veitingaskála við núverandi hús á lóðinni Jónstótt nr. L123665 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: 21,7 m², 66,4 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.