20. september 2024 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Valdimar Birgisson (VBi) formaður
- Sævar Birgisson (SB) varaformaður
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) varamaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varamaður
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. 1. áfangi Blikastaðalands - deiliskipulag202304103
Lagt er fram til kynningar innra minnisblað skipulagsfulltrúa.
Lagt fram og kynnt.
2. Stækkun og breytingar á Hlíðavelli - aðal- og deiliskipulag austurhluta202408291
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu nefndar uppfærð tillaga og drög að skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag og aðalskipulagsbreytingu á austurhluta Hlíðavallar, í samræmi við afgreiðslu á 614. fundi nefndarinnar. Um er að ræða tillögu að breytingu núverandi vallar og brauta auk stækkunar íþróttasvæðisins til austurs, í aðalskipulagi. Samkvæmt lýsingu er meginmarkmið skipulagsgerðarinnar að draga úr og lágmarka hættu á líkams- og eignatjóni án þess að skerða gæði vallarins. Fyrirhugað er að gera nýjar golfbrautir utan og austan núverandi íþróttasvæðis, sem skapar svigrúm til að fækka, snúa og hliðra eldri brautum fjær húsum og öðrum útivistarstígum. Þannig er lagt upp með að bæta sameiginlegt íþróttasvæði golfvallar, göngustíga, hjólastíga og reiðgatna, með þrengingu vallarins og breyttum högglínum.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að kynna og auglýsa til umsagna og athugasemda skipulagslýsingu aðal- og deiliskipulags í samræmi við 1. mgr. 36. gr. og 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal kynnt með áberandi hætti í Mosfellingi, á vef sveitarfélagsins www.mos.is og gögn aðgengileg í Skipulagsgáttinni til umsagnar og athugasemda. Skipulagsnefnd leggur til að haldinn verði almennur kynningarfundur um efni lýsingarinnar.
3. Umferðaröryggisáætlun Mosfellsbæjar - Endurskoðun202202287
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu ný umferðaröryggisáætlun Mosfellsbæjar 2024. Farið yfir stöðumat sveitarfélagsins og greiningarvinnu sem liggur fyrir. Var þar á meðal umferðarmagn á gatnakerfi, umferðarhraða, umferðarslys, almenningssamgöngur o.fl. Óvarðir vegfarendur og skólar og gönguleiðir skólabarna var sérstaklega fjallað um. Komið var að markmiðum og áhersluatriðum í umferðaröryggisáætluninni ásamt framkvæmdaáætlun og forgangsröðun verkefna. Áætlað er að tekið sé tillit til umferðaröryggisáætlunar við gerð árlegra fjárhagsáætlana sveitarfélagsins. Umferðarráðgjafar EFLU þekkingarstofu kynntu áætlunina, aðgerðir og niðurstöður á 613. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum uppfærða umferðaröryggisáætlun. Skipulagsnefnd þakkar íbúum og öðrum hagaðilum sem lögðu til ábendingar og tóku þátt í samráði um aðgerðarlista og forgangsröðun. Skipulagsnefnd eftirlætur skipulagsfulltrúa og umhverfissviði að leggja fram tillögur að verkefnum, aðgerðum og framkvæmdum fyrir gerð komandi fjárhagsáætlunar.
4. Lynghólsvegur 24 - deiliskipulagsgerð frístundabyggðar202402394
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu uppfærð tillaga að nýju deiliskipulagi frístundabyggðar að Lynghólsvegi 24, L125324, í samræmi við athugasemdir á 615. fundi nefndarinnar. Tillagan felur í sér uppskiptingu lands og stofnun einnar nýrrar lóðar, í samræmi við gögn.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að nýtt deiliskipulag skuli auglýst skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal kynnt með áberandi hætti á vef sveitarfélagsins www.mos.is, í Mosfellingi, í Skipulagsgáttinni, Lögbirtingablaðinu og með kynningarbréfum til aðliggjandi landeigenda.
5. Bjarkarholt 26-30 - deiliskipulagsbreyting202409180
Borist hefur erindi frá Birni Guðbrandssyni frá Arkís arkitektum, f.h. Óðalsteins ehf., dags. 09.09.2024, með ósk um gerð deiliskipulagsbreytingar lóða við Bjarkarholt 26, 28 og 30 (áður 1, 2 og 3).
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa og formanni skipulagsnefndar að funda með lóðarhafa og hönnuðum hans. Skipulagsnefnd áréttar bókun og afgreiðslu á 605. fundi sínum um mikilvægi þess að Mosfellsbær hafi yfirsýn og stjórn á deiliskipulagsbreytingum miðbæjarins og samráði vegna þess. Lögð skal áhersla á heildar yfirbragð, gæði byggðar, samgöngur, stíga og opin græn svæði.
6. Grenndarstöð við Sunnukrika - deiliskipulagsbreyting202404055
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Sunnukrika í Krikahverfi. Tillagan felur í sér að koma fyrir grenndarstöð í samræmi við áætlun um fjölgun grenndarstöðva og innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Áætlunin var tekin fyrir og kynnt á 608. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að tillaga að breyttu deiliskipulagi verði kynnt og auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal kynnt með áberandi hætti í Mosfellingi, á vef sveitarfélagsins www.mos.is og gögn aðgengileg í Skipulagsgáttinni til umsagnar og athugasemda.
7. Grenndarstöð við Skálahlíð - deiliskipulagsbreyting202404054
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Skálahlíð í Hlíðahverfi. Tillagan felur í sér að koma fyrir grenndarstöð í samræmi við áætlun um fjölgun grenndarstöðva og innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Áætlunin var tekin fyrir og kynnt á 608. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að tillaga að breyttu deiliskipulagi verði kynnt og auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal kynnt með áberandi hætti í Mosfellingi, á vef sveitarfélagsins www.mos.is og gögn aðgengileg í Skipulagsgáttinni til umsagnar og athugasemda.
8. Grenndarstöð við Hlaðgerðarkotsveg - nýtt deiliskipulag202404053
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að nýju deiliskipulagi við Hlaðgerðarkotsveg í Mosfellsdal. Tillagan felur í sér að koma fyrir grenndarstöð í samræmi við áætlun um fjölgun grenndarstöðva og innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Áætlunin var tekin fyrir og kynnt á 608. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að nýtt deiliskipulag skuli auglýst skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal kynnt með áberandi hætti í Mosfellingi, á vef sveitarfélagsins www.mos.is, Lögbirtingablaðinu og gögn aðgengileg í Skipulagsgáttinni til umsagnar og athugasemda.
9. Grenndarstöð við Dælustöðvarveg - nýtt deiliskipulag202404052
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að nýju deiliskipulagi við Dælustöðvarveg í Reykjahverfi. Tillagan felur í sér að koma fyrir grenndarstöð í samræmi við áætlun um fjölgun grenndarstöðva og innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Áætlunin var tekin fyrir og kynnt á 608. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að nýtt deiliskipulag skuli auglýst skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal kynnt með áberandi hætti í Mosfellingi, á vef sveitarfélagsins www.mos.is, Lögbirtingablaðinu og gögn aðgengileg í Skipulagsgáttinni til umsagnar og athugasemda.
10. Bjarkarholt 1B - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,202304452
Lagt er fram til kynningar og umræðu minnisblað umhverfissviðs vegna nýrra tillagna Veitna að spennistöðvum, frágangi og hönnun við Bjarkarholt og Háholt í miðbæ Mosfellsbæjar. Skipulagsnefnd gerði athugasemd við leyfisumsókn Veitna að nýrri spennistöð við Bjarkarholt 1B á 592. fundi sínum vegna ásýndaráhrifa innsendra uppdrátta. Skipulagsnefnd óskaði eftir samræmi spennistöðva og dreifimannvirkja við götuna með nýrri hönnun og útliti fyrri Bjarkarholt 1B og Háholt 9.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að heimila byggingarfulltrúa að afgreiða erindi og gefa út byggingarleyfi þegar umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum um nýtt útlit spennistöðva. Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa og umhverfissviði eftirfylgni litavals og útlits í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað. Til samræmis við fyrri bókun skulu mannvirki Veitna vera áþekk og taka mið af litavali spennistöðvar að Bjarkarholti 22A. Skipulagsnefnd áréttar mikilvægi þess að öll mannvirkjagerð og manngert umhverfi miðbæjarins sé vandað.
11. Hrafnhólar, Kjalarnesi - nýtt deiliskipulag Reykjavíkurborgar202409050
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 29.08.2024, með ósk um umsagnarbeiðni vegna skipulagslýsingar nýs deiliskipulags að Hrafnhólum á Kjalarnesi. Samkvæmt gögnum er tilgangur deiliskipulagsins að styrkja búrekstur á jörðinni þar sem tvinnað verður saman fjölbreyttum en hófsömum landbúnaði, gistingu, heilsutengdri þjónustu og útivist. Athugasemdafrestur er frá 29.08.2024 til og með 19.09.2024. Hjálagt er minnisblað og umsögn umhverfissviðs.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd gerir ekki efnislegar athugasemdir við fyrirliggjandi skipulagslýsingu en áréttar ákvæði aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030 um hverfisverndarsvæði Leirvogsár og markmið um takmarkaðar framkvæmdir nær árbakkanum. Þá er áin viðkvæmur viðtaki sem rennur úr í Leiruvog sem friðlýstur var þann 16. september 2022. Á framkvæmdatíma skuli komið í veg fyrir mengun ofanvatns með leirburði og losun frá byggingarsvæðum berist út í yfirborðsvatn. Þá bendir nefndin einnig á að aðkoma að Hrafnhólum frá Þingvallavegi er um héraðsveginn Hrafnhólaveg (4365). Vegurinn liggur um einkalönd og fer m.a. í gegnum land Skeggjastaða í Mosfellsbæ. Reykjavíkurborg skal tryggja samráð við landeigendur vegna þeirrar auknu umferðar og nota sem orðið geta á veginum vegna þeirrar þjónustu sem til stendur að byggja upp að Hrafnhólum. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að skila umsögn sveitarfélagsins í samræmi við bókun og fyrirliggjandi minnisblað.
12. Athafnasvæði A202 við Tungumela, sunnan Fossavegar - nýtt deiliskipulag202404272
Hönnuðir og skipulagsráðgjafar frá Arkís arkitektum kynna fyrstu drög tillögu nýs deiliskipulags athafnasvæðis við Fossaveg.
Edda Kristín Einarsdóttir og Arnar Þór Jónsson, arkitektar frá Arkís arkitektum, kynntu drög og svöruðu spurningum. Skipulagsnefnd samþykkir með þremur atkvæðum að fela ráðgjöfum og skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu máls í samræmi við umræður.
Gestir
- Edda Kristín Einarsdóttir
- Arnar Þór Jónsson
Fundargerðir til kynningar
13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 530202408035F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
13.1. Desjamýri 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202301473
Matthías Bogi Hjálmtýsson Vesturfold 40 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu atvinnuhúsnæði á tveimur hæðum með 16 eignarhlutum á lóðinni Desjamýri nr. 4 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Jarðhæð 999,6 m², efri hæð 459,2 m², 2.141,6 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
13.2. Í landi Miðdals -Lynghóll 125-351 202407021
Linda Friðriksdóttir Markholti 17 sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum frístundahús á einni hæð á lóðinni Lynghóll nr. L125351 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 131,4 m², 676,7 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
13.3. Langitangi 1 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, 202403884
Olís ehf. Skútuvogi 5 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og stáli bílaþvottastöð á lóðinni Langitangi nr. 1 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 144,0 m², 693,2 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
13.4. Reykjahvoll 14 - Umsókn um byggingarleyfi 202407232
Gréta Sigurborg Guðjónsdóttir Reykjahvoli 14 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Reykjahvoll nr. 14 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
14. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 84202409014F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
14.1. Reykholt 124940 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, 202407065
Skipulagsfulltrúi samþykkti á 82. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform fyrir stakstætt hús til íbúðar á lóðinni að Reykholti L12940. Um er að ræða 35,0 m², einnar hæðar timburhús með tvíhalla þaki. Tillagan var kynnt og gögn höfð aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, og auglýst með kynningarbréfi auk gagna, sem send voru til þinglýstra eigenda fasteigna og lóðar að Bræðratungu L123748. Athugasemdafrestur var frá 06.08.2024 til og með 05.09.2024. Athugasemd barst frá Torfa Magnússyni og Evu Sveinbjörnsdóttur að Bræðratungu, dags. 02.09.2024. Hjálögð er staðfesting umsækjanda, Ágústi Hlyn Guðmundssyni, að staðsetning húss innan lóðar verði fært til í samræmi við athugasemd.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
14.2. Hamrabrekkur 3 - Umsókn um byggingarleyfi 202407009
Skipulagsfulltrúi samþykkti á 82. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform vegna nýbyggingar frístundahúss að Hamrabrekkum 3. Um er að ræða 130,0 m² tveggja hæða hús úr steinsteypu og timbri. Tillagan var kynnt og gögn höfð aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, og auglýst með kynningarbréfi auk gagna, sem send voru til þinglýstra eigenda lóða að Hamrabrekkum 2, 3, 4, 5, 6 og 7. Athugasemdafrestur var frá 07.08.2024 til og með 06.09.2024. Engar athugasemdir bárust.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.