Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

20. september 2024 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Valdimar Birgisson (VBi) formaður
  • Sævar Birgisson (SB) varaformaður
  • Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) varamaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varamaður
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. 1. áfangi Blikastaðalands - deili­skipu­lag202304103

    Lagt er fram til kynningar innra minnisblað skipulagsfulltrúa.

    Lagt fram og kynnt.

    • 2. Stækk­un og breyt­ing­ar á Hlíða­velli - aðal- og deili­skipu­lag aust­ur­hluta202408291

      Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu nefndar uppfærð tillaga og drög að skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag og aðalskipulagsbreytingu á austurhluta Hlíðavallar, í samræmi við afgreiðslu á 614. fundi nefndarinnar. Um er að ræða tillögu að breytingu núverandi vallar og brauta auk stækkunar íþróttasvæðisins til austurs, í aðalskipulagi. Samkvæmt lýsingu er meginmarkmið skipulagsgerðarinnar að draga úr og lágmarka hættu á líkams- og eignatjóni án þess að skerða gæði vallarins. Fyrirhugað er að gera nýjar golfbrautir utan og austan núverandi íþróttasvæðis, sem skapar svigrúm til að fækka, snúa og hliðra eldri brautum fjær húsum og öðrum útivistarstígum. Þannig er lagt upp með að bæta sameiginlegt íþróttasvæði golfvallar, göngustíga, hjólastíga og reiðgatna, með þrengingu vallarins og breyttum högglínum.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að kynna og aug­lýsa til um­sagna og at­huga­semda skipu­lags­lýs­ingu aðal- og deili­skipu­lags í sam­ræmi við 1. mgr. 36. gr. og 1. mgr. 40 gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Til­lag­an skal kynnt með áber­andi hætti í Mos­fell­ingi, á vef sveit­ar­fé­lags­ins www.mos.is og gögn að­gengi­leg í Skipu­lags­gátt­inni til um­sagn­ar og at­huga­semda. Skipu­lags­nefnd legg­ur til að hald­inn verði al­menn­ur kynn­ing­ar­fund­ur um efni lýs­ing­ar­inn­ar.

    • 3. Um­ferðarör­ygg­is­áætlun Mos­fells­bæj­ar - End­ur­skoð­un202202287

      Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu ný umferðaröryggisáætlun Mosfellsbæjar 2024. Farið yfir stöðumat sveitarfélagsins og greiningarvinnu sem liggur fyrir. Var þar á meðal umferðarmagn á gatnakerfi, umferðarhraða, umferðarslys, almenningssamgöngur o.fl. Óvarðir vegfarendur og skólar og gönguleiðir skólabarna var sérstaklega fjallað um. Komið var að markmiðum og áhersluatriðum í umferðaröryggisáætluninni ásamt framkvæmdaáætlun og forgangsröðun verkefna. Áætlað er að tekið sé tillit til umferðaröryggisáætlunar við gerð árlegra fjárhagsáætlana sveitarfélagsins. Umferðarráðgjafar EFLU þekkingarstofu kynntu áætlunina, aðgerðir og niðurstöður á 613. fundi nefndarinnar.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um upp­færða um­ferðarör­ygg­is­áætlun. Skipu­lags­nefnd þakk­ar íbú­um og öðr­um hag­að­il­um sem lögðu til ábend­ing­ar og tóku þátt í sam­ráði um að­gerð­arlista og for­gangs­röðun. Skipu­lags­nefnd eft­ir­læt­ur skipu­lags­full­trúa og um­hverf­is­sviði að leggja fram til­lög­ur að verk­efn­um, að­gerð­um og fram­kvæmd­um fyr­ir gerð kom­andi fjár­hags­áætl­un­ar.

    • 4. Lyng­hóls­veg­ur 24 - deili­skipu­lags­gerð frí­stunda­byggð­ar202402394

      Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu uppfærð tillaga að nýju deiliskipulagi frístundabyggðar að Lynghólsvegi 24, L125324, í samræmi við athugasemdir á 615. fundi nefndarinnar. Tillagan felur í sér uppskiptingu lands og stofnun einnar nýrrar lóðar, í samræmi við gögn.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að nýtt deili­skipu­lag skuli aug­lýst skv. 40. og 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Til­lag­an skal kynnt með áber­andi hætti á vef sveit­ar­fé­lags­ins www.mos.is, í Mos­fell­ingi, í Skipu­lags­gátt­inni, Lög­birt­inga­blað­inu og með kynn­ing­ar­bréf­um til aðliggj­andi land­eig­enda.

    • 5. Bjark­ar­holt 26-30 - deili­skipu­lags­breyt­ing202409180

      Borist hefur erindi frá Birni Guðbrandssyni frá Arkís arkitektum, f.h. Óðalsteins ehf., dags. 09.09.2024, með ósk um gerð deiliskipulagsbreytingar lóða við Bjarkarholt 26, 28 og 30 (áður 1, 2 og 3).

      Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela skipu­lags­full­trúa og formanni skipu­lags­nefnd­ar að funda með lóð­ar­hafa og hönn­uð­um hans. Skipu­lags­nefnd árétt­ar bók­un og af­greiðslu á 605. fundi sín­um um mik­il­vægi þess að Mos­fells­bær hafi yf­ir­sýn og stjórn á deili­skipu­lags­breyt­ing­um mið­bæj­ar­ins og sam­ráði vegna þess. Lögð skal áhersla á heild­ar yf­ir­bragð, gæði byggð­ar, sam­göng­ur, stíga og opin græn svæði.

    • 6. Grennd­ar­stöð við Sunnukrika - deili­skipu­lags­breyt­ing202404055

      Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Sunnukrika í Krikahverfi. Tillagan felur í sér að koma fyrir grenndarstöð í samræmi við áætlun um fjölgun grenndarstöðva og innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Áætlunin var tekin fyrir og kynnt á 608. fundi nefndarinnar.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að til­laga að breyttu deili­skipu­lagi verði kynnt og aug­lýst í sam­ræmi við 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Til­lag­an skal kynnt með áber­andi hætti í Mos­fell­ingi, á vef sveit­ar­fé­lags­ins www.mos.is og gögn að­gengi­leg í Skipu­lags­gátt­inni til um­sagn­ar og at­huga­semda.

    • 7. Grennd­ar­stöð við Skála­hlíð - deili­skipu­lags­breyt­ing202404054

      Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Skálahlíð í Hlíðahverfi. Tillagan felur í sér að koma fyrir grenndarstöð í samræmi við áætlun um fjölgun grenndarstöðva og innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Áætlunin var tekin fyrir og kynnt á 608. fundi nefndarinnar.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að til­laga að breyttu deili­skipu­lagi verði kynnt og aug­lýst í sam­ræmi við 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Til­lag­an skal kynnt með áber­andi hætti í Mos­fell­ingi, á vef sveit­ar­fé­lags­ins www.mos.is og gögn að­gengi­leg í Skipu­lags­gátt­inni til um­sagn­ar og at­huga­semda.

    • 8. Grennd­ar­stöð við Hlað­gerð­ar­kotsveg - nýtt deili­skipu­lag202404053

      Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að nýju deiliskipulagi við Hlaðgerðarkotsveg í Mosfellsdal. Tillagan felur í sér að koma fyrir grenndarstöð í samræmi við áætlun um fjölgun grenndarstöðva og innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Áætlunin var tekin fyrir og kynnt á 608. fundi nefndarinnar.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að nýtt deili­skipu­lag skuli aug­lýst skv. 40. og 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Til­lag­an skal kynnt með áber­andi hætti í Mos­fell­ingi, á vef sveit­ar­fé­lags­ins www.mos.is, Lög­birt­inga­blað­inu og gögn að­gengi­leg í Skipu­lags­gátt­inni til um­sagn­ar og at­huga­semda.

      • 9. Grennd­ar­stöð við Dælu­stöðv­arveg - nýtt deili­skipu­lag202404052

        Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að nýju deiliskipulagi við Dælustöðvarveg í Reykjahverfi. Tillagan felur í sér að koma fyrir grenndarstöð í samræmi við áætlun um fjölgun grenndarstöðva og innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Áætlunin var tekin fyrir og kynnt á 608. fundi nefndarinnar.

        Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að nýtt deili­skipu­lag skuli aug­lýst skv. 40. og 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Til­lag­an skal kynnt með áber­andi hætti í Mos­fell­ingi, á vef sveit­ar­fé­lags­ins www.mos.is, Lög­birt­inga­blað­inu og gögn að­gengi­leg í Skipu­lags­gátt­inni til um­sagn­ar og at­huga­semda.

      • 10. Bjark­ar­holt 1B - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1,202304452

        Lagt er fram til kynningar og umræðu minnisblað umhverfissviðs vegna nýrra tillagna Veitna að spennistöðvum, frágangi og hönnun við Bjarkarholt og Háholt í miðbæ Mosfellsbæjar. Skipulagsnefnd gerði athugasemd við leyfisumsókn Veitna að nýrri spennistöð við Bjarkarholt 1B á 592. fundi sínum vegna ásýndaráhrifa innsendra uppdrátta. Skipulagsnefnd óskaði eftir samræmi spennistöðva og dreifimannvirkja við götuna með nýrri hönnun og útliti fyrri Bjarkarholt 1B og Háholt 9.

        Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila bygg­ing­ar­full­trúa að af­greiða er­indi og gefa út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar um­sókn sam­ræm­ist lög­um um mann­virki nr. 160/2010, bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012 og kynnt­um gögn­um um nýtt út­lit spenni­stöðva. Skipu­lags­nefnd fel­ur bygg­ing­ar­full­trúa og um­hverf­is­sviði eft­ir­fylgni lita­vals og út­lits í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað. Til sam­ræm­is við fyrri bók­un skulu mann­virki Veitna vera áþekk og taka mið af lita­vali spenni­stöðv­ar að Bjark­ar­holti 22A. Skipu­lags­nefnd árétt­ar mik­il­vægi þess að öll mann­virkja­gerð og mann­gert um­hverfi mið­bæj­ar­ins sé vandað.

      • 11. Hrafn­hól­ar, Kjal­ar­nesi - nýtt deili­skipu­lag Reykja­vík­ur­borg­ar202409050

        Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 29.08.2024, með ósk um umsagnarbeiðni vegna skipulagslýsingar nýs deiliskipulags að Hrafnhólum á Kjalarnesi. Samkvæmt gögnum er tilgangur deiliskipulagsins að styrkja búrekstur á jörðinni þar sem tvinnað verður saman fjölbreyttum en hófsömum landbúnaði, gistingu, heilsutengdri þjónustu og útivist. Athugasemdafrestur er frá 29.08.2024 til og með 19.09.2024. Hjálagt er minnisblað og umsögn umhverfissviðs.

        Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki efn­is­leg­ar at­huga­semd­ir við fyr­ir­liggj­andi skipu­lags­lýs­ingu en árétt­ar ákvæði að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar 2011-2030 um hverf­is­vernd­ar­svæði Leir­vogs­ár og markmið um tak­mark­að­ar fram­kvæmd­ir nær ár­bakk­an­um. Þá er áin við­kvæm­ur við­taki sem renn­ur úr í Leiru­vog sem frið­lýst­ur var þann 16. sept­em­ber 2022. Á fram­kvæmda­tíma skuli kom­ið í veg fyr­ir meng­un of­an­vatns með leir­burði og los­un frá bygg­ing­ar­svæð­um ber­ist út í yf­ir­borð­s­vatn. Þá bend­ir nefnd­in einn­ig á að að­koma að Hrafn­hól­um frá Þing­valla­vegi er um hér­aðs­veg­inn Hrafn­hóla­veg (4365). Veg­ur­inn ligg­ur um einka­lönd og fer m.a. í gegn­um land Skeggjastaða í Mos­fells­bæ. Reykja­vík­ur­borg skal tryggja sam­ráð við land­eig­end­ur vegna þeirr­ar auknu um­ferð­ar og nota sem orð­ið geta á veg­in­um vegna þeirr­ar þjón­ustu sem til stend­ur að byggja upp að Hrafn­hól­um. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela skipu­lags­full­trúa að skila um­sögn sveit­ar­fé­lags­ins í sam­ræmi við bók­un og fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað.

      • 12. At­hafna­svæði A202 við Tungu­mela, sunn­an Fossa­veg­ar - nýtt deili­skipu­lag202404272

        Hönnuðir og skipulagsráðgjafar frá Arkís arkitektum kynna fyrstu drög tillögu nýs deiliskipulags athafnasvæðis við Fossaveg.

        Edda Kristín Ein­ars­dótt­ir og Arn­ar Þór Jóns­son, arki­tekt­ar frá Arkís arki­tekt­um, kynntu drög og svör­uðu spurn­ing­um. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að fela ráð­gjöf­um og skipu­lags­full­trúa áfram­hald­andi vinnu máls í sam­ræmi við um­ræð­ur.

        Gestir
        • Edda Kristín Einarsdóttir
        • Arnar Þór Jónsson
          Helga Jó­hann­es­dótt­ir full­trúi D-lista Sjálf­stæð­is­flokks vék af fundi kl 8:50, und­ir kynn­ingu máls nr. 12. Sæv­ar Birg­is­son full­trúi B-lista Fram­sókn­ar­flokks vék af fundi kl 8:55, und­ir kynn­ingu máls nr. 12.

        Fundargerðir til kynningar

        • 13. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 530202408035F

          Fundargerð lögð fram til kynningar.

          Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

          • 13.1. Desja­mýri 4 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202301473

            Matth­ías Bogi Hjálm­týs­son Vest­ur­fold 40 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu at­vinnu­hús­næði á tveim­ur hæð­um með 16 eign­ar­hlut­um á lóð­inni Desja­mýri nr. 4 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: Jarð­hæð 999,6 m², efri hæð 459,2 m², 2.141,6 m³.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Lagt fram.

          • 13.2. Í landi Mið­dals -Lyng­hóll 125-351 202407021

            Linda Frið­riks­dótt­ir Mark­holti 17 sæk­ir um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um frí­stunda­hús á einni hæð á lóð­inni Lyng­hóll nr. L125351 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
            Stærð­ir: 131,4 m², 676,7 m³.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Lagt fram.

          • 13.3. Langi­tangi 1 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1, 202403884

            Olís ehf. Skútu­vogi 5 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu og stáli bíla­þvotta­stöð á lóð­inni Langi­tangi nr. 1 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 144,0 m², 693,2 m³.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Lagt fram.

          • 13.4. Reykja­hvoll 14 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202407232

            Gréta Sig­ur­borg Guð­jóns­dótt­ir Reykja­hvoli 14 sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Reykja­hvoll nr. 14 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Lagt fram.

          • 14. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 84202409014F

            Fundargerð lögð fram til kynningar.

            Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

            • 14.1. Reyk­holt 124940 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1, 202407065

              Skipu­lags­full­trúi sam­þykkti á 82. fundi sín­um að grennd­arkynna um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi og bygg­ingaráform fyr­ir stak­stætt hús til íbúð­ar á lóð­inni að Reyk­holti L12940. Um er að ræða 35,0 m², einn­ar hæð­ar timb­ur­hús með tví­halla þaki. Til­lag­an var kynnt og gögn höfð að­gengi­leg á vef sveit­ar­fé­lags­ins, mos.is, og aug­lýst með kynn­ing­ar­bréfi auk gagna, sem send voru til þing­lýstra eig­enda fast­eigna og lóð­ar að Bræðra­tungu L123748. At­huga­semda­frest­ur var frá 06.08.2024 til og með 05.09.2024. At­huga­semd barst frá Torfa Magnús­syni og Evu Svein­björns­dótt­ur að Bræðra­tungu, dags. 02.09.2024. Hjá­lögð er stað­fest­ing um­sækj­anda, Ág­ústi Hlyn Guð­munds­syni, að stað­setn­ing húss inn­an lóð­ar verði fært til í sam­ræmi við at­huga­semd.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Lagt fram.

            • 14.2. Hamra­brekk­ur 3 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202407009

              Skipu­lags­full­trúi sam­þykkti á 82. fundi sín­um að grennd­arkynna um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi og bygg­ingaráform vegna ný­bygg­ing­ar frí­stunda­húss að Hamra­brekk­um 3. Um er að ræða 130,0 m² tveggja hæða hús úr stein­steypu og timbri. Til­lag­an var kynnt og gögn höfð að­gengi­leg á vef sveit­ar­fé­lags­ins, mos.is, og aug­lýst með kynn­ing­ar­bréfi auk gagna, sem send voru til þing­lýstra eig­enda lóða að Hamra­brekk­um 2, 3, 4, 5, 6 og 7. At­huga­semda­frest­ur var frá 07.08.2024 til og með 06.09.2024. Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Lagt fram.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00