Mál númer 202005057
- 23. október 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #859
Skipulagsfulltrúi fer yfir stöðu endurskoðunar aðalskipulagsins og fyrirliggjandi kynnt frumdrög. Farið verður yfir uppfærslur og ýmis ákvæði. Áhersla verður á mannfjöldaspá, íbúðabókhald, íbúðarsvæði, miðsvæði, verslun- og þjónustu, samfélagsþjónustu, íþróttasvæði og breytingar á þróunarsvæðum. Í samræmi við umræður og kynningu á 600. fundi nefndarinnar eru lögð fram til kynningar drög að svörum innsendra almennra umsagna frumdraga aðalskipulagsins 2040.
Afgreiðsla 1617. fundar skipualgsnefndar samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 9. október 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #858
Skipulagsfulltrúi fer yfir stöðu endurskoðunar aðalskipulagsins og fyrirliggjandi kynnt frumdrög. Farið verður yfir uppfærslur og ýmis ákvæði. Áhersla verður á mannfjöldaspá, íbúðabókhald, íbúðarsvæði, miðsvæði, verslun- og þjónustu, samfélagsþjónustu, íþróttasvæði og breytingar á þróunarsvæðum. Í samræmi við umræður og kynningu á 600. fundi nefndarinnar eru lögð fram til kynningar drög að svörum innsendra almennra umsagna frumdraga aðalskipulagsins 2040.
Afgreiðsla 617. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 858. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 4. október 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #617
Skipulagsfulltrúi fer yfir stöðu endurskoðunar aðalskipulagsins og fyrirliggjandi kynnt frumdrög. Farið verður yfir uppfærslur og ýmis ákvæði. Áhersla verður á mannfjöldaspá, íbúðabókhald, íbúðarsvæði, miðsvæði, verslun- og þjónustu, samfélagsþjónustu, íþróttasvæði og breytingar á þróunarsvæðum. Í samræmi við umræður og kynningu á 600. fundi nefndarinnar eru lögð fram til kynningar drög að svörum innsendra almennra umsagna frumdraga aðalskipulagsins 2040.
Skipulagsfulltrúi kynnti drög og breytingar, ásamt því að stýra umræðum og svara spurningum.
- 21. febrúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #845
Kynning á heildarendurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar
Afgreiðsla 69. fundar ungmennaráðs samþykkt á 845. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 8. febrúar 2024
Ungmennaráð Mosfellsbæjar #69
Kynning á heildarendurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar
Á fund Ungmennaráðs mætti Kristinn Pálsson, skipulagsfulltrúi. Kristinn kynnti aðalskipulag Mosfellsbæjar, verklag og tilgang. Ungmennaráð þakkar upplýsandi kynningu og hlakkar til frekera samstarfs.
- 6. desember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #840
Lögð er fram til frekari kynningar, umfjöllunar og umræðu umsögn svæðisskipulagsstjóra, svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins og SSH, dags 08.09.2023, um kynnta vinnslutillögu og frumdrög nýs aðalskipulags auk meðfylgjandi rammahluta. Til umfjöllunar verða almennar umsagnir rammahluta aðalskipulags 2040 fyrir Blikastaðaland, Nýr bæjarhluti milli fells og fjöru.
Afgreiðsla 602. fundar skipulagnsefndar samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 1. desember 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #602
Lögð er fram til frekari kynningar, umfjöllunar og umræðu umsögn svæðisskipulagsstjóra, svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins og SSH, dags 08.09.2023, um kynnta vinnslutillögu og frumdrög nýs aðalskipulags auk meðfylgjandi rammahluta. Til umfjöllunar verða almennar umsagnir rammahluta aðalskipulags 2040 fyrir Blikastaðaland, Nýr bæjarhluti milli fells og fjöru.
Lagt fram og kynnt, efnislegar umræður um umsagnir og athugasemdir. Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu máls í samræmi við umræður.
- 22. nóvember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #839
Lagðar eru fram að nýju umsagnir er bárust við kynnt frumdrög og vinnslutillög nýs aðalskipulags. Skipulagsnefnd samþykkti á 588. fundi sínum, þann 14.04.2023, að senda í almenna kynningu frumdrög aðalskipulagsins fyrir umsagnaraðilum, hagaðilum og íbúum sveitarfélagsins. Samhliða var kynntur rammahluti aðalskipulagsins og viðauki tillögu fyrir íbúðasvæði að Blikastaðalandi. Athugasemdafrestur vinnslutillögu frumdraga var frá 12.06.2023 til og með 12.09.2023. Umsagnir voru lagðar fyrir á 598. fundi nefndarinnar til umræðu. Eftirfarandi aðilar skiluðu umsögn: Lárus Elíasson, dags. 16.06.2023, Garðabær, dags. 30.06.2023, Aðalsteinn Pálsson, dags. 30.06.2023, Grímsnes- og Grafningshreppur, dags. 05.07.2023, Hlíf Sævarsdóttir, dags. 06.07.2023, Náttúrufræðistofnun Íslands, dags. 10.07.2023, Kópavogsbær, dags. 10.07.2023, Heilbrigðiseftirlitið HEF, dags. 10.07.2023, Vegagerðin - Höfuðborgarsvæði, dags. 11.07.2023, Skipulagsstofnun, dags. 13.07.2023, Ríkarður Már Pétursson, dags. 14.07.2023, Guðmundur H Einarsson, dags. 17.07.2023, Trausti O. Steindórsson, dags. 11.08.2023, Sigurður Kristján Blomsterberg, dags. 11.08.2023, Guðmundur Skúli Johnsen, dags. 14.08.2023, Sæmundur Eiríksson, dags. 04.09.2023, Pétur Kristinsson -, dags. 07.09.2023, Helgi Ásgeirsson, dags. 08.09.2023, Elsa Soffía Jónsdóttir, dags. 08.09.2023, Pétur Jónsson, dags. 08.09.2023, Svæðisskipulagsstjóri SSH, dags 08.09.2023, Kristín Harðardóttir, dags. 10.09.2023, Áslaug Sverrisdóttir, dags. 10.09.2023, Ragnheiður Árnadóttir, dags. 10.09.2023, Golfklúbbur Mosfellsbæjar, dags. 11.09.2023, Árni Davíðsson, dags. 11.09.2023, Steinunn J Kristjánsdóttir, dags. 11.09.2023, Sigurgeir Valsson, dags. 11.09.2023, Hjalti Steinþórsson f.h. eiganda lands L224008, dags. 11.09.2023, Baldur Jónsson, dags. 11.09.2023, Gísli Guðni Hall f.h. Daníels Þórarinssonar, dags. 12.09.2023, Gísli Guðni Hall f.h. eigenda Miðdals ehf., dags. 12.09.2023, Kristín Helga Markúsdóttir, dags. 12.09.2023, Jóhann Fannar Guðjónsson f.h. eigenda Dalsgarðs ehf., dags. 12.09.2023, Margrét Dögg Halldórsdóttir, dags. 12.09.2023, Guðmundur Löve, dags. 12.09.2023, Björg Þórhallsdóttir, dags. 12.09.2023, Ívar Pálsson f.h. eiganda lands Minna-Mosfells, dags. 12.09.2023, Andrés Arnalds, dags. 12.09.2023, Áslaug Gunnlaugsdóttir, dags. 12.09.2023, Einar Páll Kjærnested, dags. 12.09.2023, Ingibjörg Jónsdóttir, dags. 12.09.2023, Páll Jakob Líndal að beiðni Arnars Kjærnested, dags. 12.09.2023, Árni Helgason f.h. eigenda Lágafellsbygginga ehf., dags. 12.09.2023, Samgöngustofa, dags. 13.09.2023, Landsnet, dags. 14.09.2023, Bjarni Jóhannesson, dags. 14.09.2023, Björn Gunnlaugsson, dags. 15.09.2023 og Minjastofnun Íslands, dags. 22.09.2023.
Afgreiðsla 600. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 839. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 16. nóvember 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #600
Lagðar eru fram að nýju umsagnir er bárust við kynnt frumdrög og vinnslutillög nýs aðalskipulags. Skipulagsnefnd samþykkti á 588. fundi sínum, þann 14.04.2023, að senda í almenna kynningu frumdrög aðalskipulagsins fyrir umsagnaraðilum, hagaðilum og íbúum sveitarfélagsins. Samhliða var kynntur rammahluti aðalskipulagsins og viðauki tillögu fyrir íbúðasvæði að Blikastaðalandi. Athugasemdafrestur vinnslutillögu frumdraga var frá 12.06.2023 til og með 12.09.2023. Umsagnir voru lagðar fyrir á 598. fundi nefndarinnar til umræðu. Eftirfarandi aðilar skiluðu umsögn: Lárus Elíasson, dags. 16.06.2023, Garðabær, dags. 30.06.2023, Aðalsteinn Pálsson, dags. 30.06.2023, Grímsnes- og Grafningshreppur, dags. 05.07.2023, Hlíf Sævarsdóttir, dags. 06.07.2023, Náttúrufræðistofnun Íslands, dags. 10.07.2023, Kópavogsbær, dags. 10.07.2023, Heilbrigðiseftirlitið HEF, dags. 10.07.2023, Vegagerðin - Höfuðborgarsvæði, dags. 11.07.2023, Skipulagsstofnun, dags. 13.07.2023, Ríkarður Már Pétursson, dags. 14.07.2023, Guðmundur H Einarsson, dags. 17.07.2023, Trausti O. Steindórsson, dags. 11.08.2023, Sigurður Kristján Blomsterberg, dags. 11.08.2023, Guðmundur Skúli Johnsen, dags. 14.08.2023, Sæmundur Eiríksson, dags. 04.09.2023, Pétur Kristinsson -, dags. 07.09.2023, Helgi Ásgeirsson, dags. 08.09.2023, Elsa Soffía Jónsdóttir, dags. 08.09.2023, Pétur Jónsson, dags. 08.09.2023, Svæðisskipulagsstjóri SSH, dags 08.09.2023, Kristín Harðardóttir, dags. 10.09.2023, Áslaug Sverrisdóttir, dags. 10.09.2023, Ragnheiður Árnadóttir, dags. 10.09.2023, Golfklúbbur Mosfellsbæjar, dags. 11.09.2023, Árni Davíðsson, dags. 11.09.2023, Steinunn J Kristjánsdóttir, dags. 11.09.2023, Sigurgeir Valsson, dags. 11.09.2023, Hjalti Steinþórsson f.h. eiganda lands L224008, dags. 11.09.2023, Baldur Jónsson, dags. 11.09.2023, Gísli Guðni Hall f.h. Daníels Þórarinssonar, dags. 12.09.2023, Gísli Guðni Hall f.h. eigenda Miðdals ehf., dags. 12.09.2023, Kristín Helga Markúsdóttir, dags. 12.09.2023, Jóhann Fannar Guðjónsson f.h. eigenda Dalsgarðs ehf., dags. 12.09.2023, Margrét Dögg Halldórsdóttir, dags. 12.09.2023, Guðmundur Löve, dags. 12.09.2023, Björg Þórhallsdóttir, dags. 12.09.2023, Ívar Pálsson f.h. eiganda lands Minna-Mosfells, dags. 12.09.2023, Andrés Arnalds, dags. 12.09.2023, Áslaug Gunnlaugsdóttir, dags. 12.09.2023, Einar Páll Kjærnested, dags. 12.09.2023, Ingibjörg Jónsdóttir, dags. 12.09.2023, Páll Jakob Líndal að beiðni Arnars Kjærnested, dags. 12.09.2023, Árni Helgason f.h. eigenda Lágafellsbygginga ehf., dags. 12.09.2023, Samgöngustofa, dags. 13.09.2023, Landsnet, dags. 14.09.2023, Bjarni Jóhannesson, dags. 14.09.2023, Björn Gunnlaugsson, dags. 15.09.2023 og Minjastofnun Íslands, dags. 22.09.2023.
Kristinn Pálsson, skipulagsfulltrúi, kynnti umsagnir og athugasemdir sem bárust við auglýsta tillögu nýs aðalskipulags. Farið var kerfisbundið og efnislega yfir umsagnirnar og efni þeirra rætt. Sindri Birgisson, verkefnastjóri skipulagsmála, ritaði drög að umsögn nefndar fyrir áframhaldandi vinnu við gerð aðalskipulagsins.
Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu máls í samræmi við umræður.- FylgiskjalSkipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 598 (20102023) - Heildarendurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030.pdfFylgiskjalSamsettar athugasemdir forkynningar aðalskipulags Mosfellsbæjar 2040.pdfFylgiskjalUmsögn svæðisskipulagsstjóra - Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2040.pdf
- 25. október 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #837
Skipulagsnefnd samþykkti á 588. fundi sínum, þann 14.04.2023, að senda í almenna kynningu frumdrög aðalskipulagsins fyrir umsagnaraðilum, hagaðilum og íbúum sveitarfélagsins. Frumdrög skipulags voru kynnt á vinnslustigi til þess að gefa kost á frekari ábendingum og samtali um ákvæði og stefnumörkun sveitarfélagsins í helstu tillögum landnýtingar til ársins 2040. Samhliða var kynntur rammahluti aðalskipulagsins og viðauki tillögu fyrir íbúðasvæði að Blikastaðalandi. Aðalskipulagið og gögn þess voru auglýst og kynnt í Skipulagsgáttinni, Mosfellingi, Morgunblaðinu og á vef sveitarfélagsins, mos.is. Haldinn var opinn íbúafundur í Hlégarði þann 16.06.2023. Athugasemdafrestur vinnslutillögu frumdraga var frá 12.06.2023 til og með 12.09.2023. Athugasemdir og umsagnir bárust í gegnum Skipulagsáttina og eru þær lagðar fram í heild sinni til frumkynningar nefndarinnar.
Afgreiðsla 598. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 837. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 20. október 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #598
Skipulagsnefnd samþykkti á 588. fundi sínum, þann 14.04.2023, að senda í almenna kynningu frumdrög aðalskipulagsins fyrir umsagnaraðilum, hagaðilum og íbúum sveitarfélagsins. Frumdrög skipulags voru kynnt á vinnslustigi til þess að gefa kost á frekari ábendingum og samtali um ákvæði og stefnumörkun sveitarfélagsins í helstu tillögum landnýtingar til ársins 2040. Samhliða var kynntur rammahluti aðalskipulagsins og viðauki tillögu fyrir íbúðasvæði að Blikastaðalandi. Aðalskipulagið og gögn þess voru auglýst og kynnt í Skipulagsgáttinni, Mosfellingi, Morgunblaðinu og á vef sveitarfélagsins, mos.is. Haldinn var opinn íbúafundur í Hlégarði þann 16.06.2023. Athugasemdafrestur vinnslutillögu frumdraga var frá 12.06.2023 til og með 12.09.2023. Athugasemdir og umsagnir bárust í gegnum Skipulagsáttina og eru þær lagðar fram í heild sinni til frumkynningar nefndarinnar.
Lagt fram og kynnt. Í samræmi við umræður samþykkir skipulagsnefnd með 5 atkvæðum að fela skipulagsfulltrúi frekari rýni, flokkun og greiningu innsendra umsagna. Fjallað verður frekar um umsagnir og aðalskipulag á öðrum fundi.
- 26. apríl 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #826
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu vinnslutillaga og meginmarkmið fyrir endurskoðað aðalskipulag Mosfellsbæjar 2022-2040.
Afgreiðsla 588. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 14. apríl 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #588
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu vinnslutillaga og meginmarkmið fyrir endurskoðað aðalskipulag Mosfellsbæjar 2022-2040.
Kristinn Pálsson, skipulagsfulltrúi fór yfir og kynnti tillögu frumdraga nýs aðalskipulags á vinnslustigi. Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að undirbúa fyrirliggjandi gögn frekar undir almenna kynningu frumdraga aðalskipulagsins fyrir umsagnaraðilum, hagaðilum og íbúum sveitarfélagsins.
Frumdrög skipulags eru kynnt á vinnslustigi til þess að gefa kost á frekari ábendingum og samtali um ákvæði og stefnumörkun sveitarfélagsins í helstu tillögum landnýtingar til ársins 2040. Nokkur ákvæði og afmörkuð málefni eru enn til rýni og mun skipulagsfulltrúi, starfsfólk eða ráðgjafar funda sérstaklega með tilteknum hagsmunahópum sem tillögur og breytingar snerta. Undirbúa skal almennan samráðsfund íbúa á kynningartíma frumdragatillögunnar.
Samhliða skal kynna rammahluta aðalskipulagsins og viðauka tillögu fyrir íbúðasvæði að Blikastaðalandi.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 29. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #824
Tekin eru fyrir til umræðu nefndarinnar ákvæði og drög að bíla- og hjólastæðaviðmiðum nýs aðalskipulags í samræmi við áætlanir landsskipulagstefnu 2015-2026 um samgöngumiðað skipulag.
Afgreiðsla 587. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 824. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 29. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #824
Tekin eru fyrir til umræðu nefndarinnar ákvæði og drög að hverfisverndarsvæðum nýs aðalskipulags um verndun ásýndar og landslags í sveitarfélaginu.
Afgreiðsla 587. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 824. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 24. mars 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #587
Tekin eru fyrir til umræðu nefndarinnar ákvæði og drög að hverfisverndarsvæðum nýs aðalskipulags um verndun ásýndar og landslags í sveitarfélaginu.
Frestað vegna tímaskorts.
- 24. mars 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #587
Tekin eru fyrir til umræðu nefndarinnar ákvæði og drög að bíla- og hjólastæðaviðmiðum nýs aðalskipulags í samræmi við áætlanir landsskipulagstefnu 2015-2026 um samgöngumiðað skipulag.
Frestað vegna tímaskorts.
- 18. janúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #819
Óskað er eftir að lóðin L123653 verði öll skilgreind með sama hætti á uppdráttum aðalskipulagsins, sem landbúnaðarland. Máli frestað á 577. fundi vegna tímaskorts.
Afgreiðsla 580. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 819. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 18. janúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #819
Á framhaldsfundi skipulagsnefndar vegna aukafundar endurskoðunar aðalskipulagsins verða lögð fyrir fjöldi erinda hagaðila og landeigenda vegna óska um breytingu landnotkunar eða skilgreininga tiltekinna svæða. Helst tengjast þau íbúðasvæðum en einnig athafnarsvæðum, landbúnaði, skógrækt, efnistöku og stígum. Erindi, gögn og umsagnir eru kynntar á fundinum þar sem tekin er afstaða til tillagna á grunni þeirrar vinnu sem þegar hefur átt sér stað við gerð nýs aðalskipulags. Listi erinda þarf ekki að vera tæmandi og geta sumar tillögur enn verið í rýni.
Afgreiðsla 580. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 819. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 18. janúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #819
Á þessum framhaldsfundi skipulagsnefndar vegna aukafunda endurskoðunar aðalskipulagsins verða lögð fyrir nokkur erindi hagaðila og landeigenda vegna óska um breytingu landnotkunar eða skilgreininga tiltekinna svæða í aðalskipulagi. Helst tengjast þau athafnarsvæðum, landbúnaði, skógrækt, efnistöku og stígum. Erindi, gögn og umsagnir eru kynntar á fundinum þar sem tekin er afstaða til tillagna á grunni þeirrar vinnu sem þegar hefur átt sér stað við undirbúning og gerð nýs aðalskipulags. Listi erinda þarf ekki að vera tæmandi og geta sumar tillögur enn verið í rýni.
Afgreiðsla 581. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 819. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 18. janúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #819
Óskað er eftir að hluti lands L123789, við Skammadal, verði breytt úr skógræktarsvæði í íbúðabyggð til samræmis við Íb317. Stækka þarf þéttbýlismörk Mosfellsbæjar og vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Máli frestað á 577. fundi vegna tímaskorts.
Afgreiðsla 580. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 819. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 14. desember 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #581
Á þessum framhaldsfundi skipulagsnefndar vegna aukafunda endurskoðunar aðalskipulagsins verða lögð fyrir nokkur erindi hagaðila og landeigenda vegna óska um breytingu landnotkunar eða skilgreininga tiltekinna svæða í aðalskipulagi. Helst tengjast þau athafnarsvæðum, landbúnaði, skógrækt, efnistöku og stígum. Erindi, gögn og umsagnir eru kynntar á fundinum þar sem tekin er afstaða til tillagna á grunni þeirrar vinnu sem þegar hefur átt sér stað við undirbúning og gerð nýs aðalskipulags. Listi erinda þarf ekki að vera tæmandi og geta sumar tillögur enn verið í rýni.
Kristinn Pálsson, skipulagsfulltrúi, kynnir fyrirkomulag fundar þar sem farið verður yfir innsend erindi, bréfsendingar og tillögur um breytingu á aðalskipulagi. Kynnt verða erindi, umsagnir og tillögur í takt við vinnu aðalskipulagsins.
Hagaðilar geta gert athugasemdir við afgreiðslur með formlegum hætti við auglýsingu aðalskipulagsins, í samræmi við skipulagslög, þegar að því kemur.
- 6. desember 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #580
Óskað er eftir að lóðin L123653 verði öll skilgreind með sama hætti á uppdráttum aðalskipulagsins, sem landbúnaðarland. Máli frestað á 577. fundi vegna tímaskorts.
Skipulagsnefnd samþykkir að afmörkun landnýtingarflokka í dörgum nýs aðalskipulags muni með frekari hætti taka betur mið af landfræðilegum aðstæðum og eignarmörkum. Erindi málsaðila er vísað til frekari úrvinnslu og afgreiðslu skipulagsfulltrúa og ráðgjafa.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 6. desember 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #580
Á framhaldsfundi skipulagsnefndar vegna aukafundar endurskoðunar aðalskipulagsins verða lögð fyrir fjöldi erinda hagaðila og landeigenda vegna óska um breytingu landnotkunar eða skilgreininga tiltekinna svæða. Helst tengjast þau íbúðasvæðum en einnig athafnarsvæðum, landbúnaði, skógrækt, efnistöku og stígum. Erindi, gögn og umsagnir eru kynntar á fundinum þar sem tekin er afstaða til tillagna á grunni þeirrar vinnu sem þegar hefur átt sér stað við gerð nýs aðalskipulags. Listi erinda þarf ekki að vera tæmandi og geta sumar tillögur enn verið í rýni.
Kristinn Pálsson, skipulagsfulltrúi, kynnir fyrirkomulag fundar þar sem farið verður yfir innsend erindi, bréfsendingar og tillögur um breytingu á aðalskipulagi. Kynnt verða erindi, umsagnir og tillögur í takt við vinnu aðalskipulagsins.
Hagaðilar geta gert athugasemdir við afgreiðslur með formlegum hætti við auglýsingu aðalskipulagsins, í samræmi við skipulagslög, þegar að því kemur.
- 6. desember 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #580
Óskað er eftir að hluti lands L123789, við Skammadal, verði breytt úr skógræktarsvæði í íbúðabyggð til samræmis við Íb317. Stækka þarf þéttbýlismörk Mosfellsbæjar og vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Máli frestað á 577. fundi vegna tímaskorts.
Eftir rýni og yfirlegu ráðgjafa og skipulagsnefndar ákveður nefndin að erindi og ósk um stækkun íbúðarsvæðis og að þéttbýlis- og vaxtarmörkum sé breytt verði synjað. Synjun er til samræmis við rökstuðning í fyrirliggjandi minnisblaði enda séu íbúðarsvæði næg innan þéttbýlis- og vaxtarmarka út skipulagstímabilið 2040.
Afgreitt með fimm samhljóða atkvæðum. - 23. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #816
Óskað er eftir að hluti lands L123789, við Skammadal, verði breytt úr skógræktarsvæði í íbúðabyggð til samræmis við Íb317. Stækka þarf þéttbýlismörk Mosfellsbæjar og vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins.
Afgreiðsla 577. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 816. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #816
Á aukafundi skipulagsnefndnar vegna endurskoðunar aðalskipulagsins verða lögð fyrir fjöldi erinda hagaðila og landeigenda vegna óska um breytingu landnotkunar eða skilgreininga tiltekinna svæða. Helst tengjast þau frístundabyggð, íbúðasvæðum og þéttbýli. Erindi, gögn og umsagnir eru kynntar á fundinum þar sem tekin er afstaða til tillagna á grunni þeirrar vinnu sem þegar hefur átt sér stað við gerð nýs aðalskipulags. Listi erinda þarf ekki að vera tæmandi og geta sumar tillögur enn verið í rýni.
Afgreiðsla 577. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 816. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #816
Óskað er eftir að lóðin L123653 verði öll skilgreind með sama hætti á uppdráttum aðalskipulagsins, sem landbúnaðarland.
Afgreiðsla 577. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 816. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #816
Óskað er eftir því að landi L222515 við norðanvert Hafravatn verði breytt úr óbyggðu svæði í frístundabyggð.
Afgreiðsla 577. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 816. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 15. nóvember 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #577
Óskað er eftir því að landi L222515 við norðanvert Hafravatn verði breytt úr óbyggðu svæði í frístundabyggð.
Eftir rýni og yfirlegu ráðgjafa og skipulagsnefndar hefur það verið ákveðið að erindi og ósk umsækjenda um nýtt frístundaland við norðanvert Hafravatn í aðalskipulagi Mosfellsbæjar verði synjað.
Skipulagsnefnd hefur, til samræmis við rökstuðning í fyrirliggjandi minnisblaði, tekið ákvörðun um að í þeim frumdrögum nýs aðalskipulags sem kynnt verða á næstu mánuðum verði ekki ný frístundasvæði í sveitarfélaginu.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 15. nóvember 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #577
Óskað er eftir að hluti lands L123789, við Skammadal, verði breytt úr skógræktarsvæði í íbúðabyggð til samræmis við Íb317. Stækka þarf þéttbýlismörk Mosfellsbæjar og vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins.
Frestað vegna tímaskorts.
- 15. nóvember 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #577
Óskað er eftir að lóðin L123653 verði öll skilgreind með sama hætti á uppdráttum aðalskipulagsins, sem landbúnaðarland.
Frestað vegna tímaskorts.
- 15. nóvember 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #577
Á aukafundi skipulagsnefndnar vegna endurskoðunar aðalskipulagsins verða lögð fyrir fjöldi erinda hagaðila og landeigenda vegna óska um breytingu landnotkunar eða skilgreininga tiltekinna svæða. Helst tengjast þau frístundabyggð, íbúðasvæðum og þéttbýli. Erindi, gögn og umsagnir eru kynntar á fundinum þar sem tekin er afstaða til tillagna á grunni þeirrar vinnu sem þegar hefur átt sér stað við gerð nýs aðalskipulags. Listi erinda þarf ekki að vera tæmandi og geta sumar tillögur enn verið í rýni.
Kristinn Pálsson, skipulagsfulltrúi, kynnir fyrirkomulag fundar þar sem farið verður yfir innsend erindi, bréfsendingar og tillögur um breytingu á aðalskipulagi. Kynnt verður umsögn og tillaga að afgreiðslu hvers erindis í takt við þá vinnu sem þegar hefur átt sér stað. Hvert erindi er tekið fyrir sig og það afgreitt.
Hagaðilar geta gert athugasemdir við afgreiðslur með formlegum hætti við auglýsingu aðalskipulagsins, í samræmi við skipulagslög, þegar að því kemur.
- 9. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #815
Stöðukynning endurskoðunar aðalskipulags. Kynnt eru til umræðu drög og tillögur að ákvæðum, skipulagsskilmálum og þéttleika íbúða-, uppbyggingar- og þróunarsvæða innan sveitarfélagsins auk mannfjöldaútreikninga fyrir skipulagstímabilið. Byggja tillögur á grunni greinargerðar og gögnum sem voru til umræðu og afgreiðslu á 566. fundi nefndarinnar. Skoðaðir verða uppdrættir, farið verður yfir breytingar á landnotkunarflekum og kynntar verða hugmyndir valkostagreininga fyrir afmörkuð ný athafnasvæði, skógræktarsvæði og námur.
Afgreiðsla 575. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 815. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 31. október 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #575
Stöðukynning endurskoðunar aðalskipulags. Kynnt eru til umræðu drög og tillögur að ákvæðum, skipulagsskilmálum og þéttleika íbúða-, uppbyggingar- og þróunarsvæða innan sveitarfélagsins auk mannfjöldaútreikninga fyrir skipulagstímabilið. Byggja tillögur á grunni greinargerðar og gögnum sem voru til umræðu og afgreiðslu á 566. fundi nefndarinnar. Skoðaðir verða uppdrættir, farið verður yfir breytingar á landnotkunarflekum og kynntar verða hugmyndir valkostagreininga fyrir afmörkuð ný athafnasvæði, skógræktarsvæði og námur.
Kristinn Pálsson, skipulagsfulltrúi, kynnti drög að tillögum og uppdráttum. Edda Kristín Einardóttir sat fundinn fyrir hönd ráðgjafateymis Arkís og svaraði spurningum. Farið var yfir skilgreiningar og skipulagsákvæði á einstökum og landnotkunarreitum helstu markmiðum í skilmálum þeirra. Tillögur að þéttingar- og þróunarsvæðum voru kynntar. Frístundasvæði, skógræktarsvæði og athafnasvæði rædd. Skipulagsnefnd samþykkir að starfsfólk og ráðgjafar vinni áfram hugmyndir og tillögur af köflum aðalskipulagsins.
- 18. maí 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #805
Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu til samráðs drög að ákvæðum nýrrar greinargerðar og uppdrátta aðalskipulags Mosfellsbæjar 2022-2040.
Afgreiðsla 566. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 805. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. maí 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #805
Lögð eru fram til kynningar og umræðu fyrstu heildardrög greinargerðar nýs aðalskipulags Mosfellsbæjar 2020-2040. Drögin taka á flestum köflum endurskoðunar.
Afgreiðsla 565. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 805. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. maí 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #566
Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu til samráðs drög að ákvæðum nýrrar greinargerðar og uppdrátta aðalskipulags Mosfellsbæjar 2022-2040.
Skipulagsnefnd samþykkir að heimila skipulagsfulltrúa og umhverfissviði að eiga frekara samráð við íbúa og hagsmunaaðila, byggt á fyrirliggjandi gögnum og þeirri vinnu sem átt hefur sér stað til þessa dags. Samráðið er hugsað sem tækifæri til að fá ábendingar um fyrirliggjandi vinnslutillögur. Ný skipulagsnefnd tekur við endurskoðun og afgreiðslu aðalskipulagsins.
- 6. maí 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #565
Lögð eru fram til kynningar og umræðu fyrstu heildardrög greinargerðar nýs aðalskipulags Mosfellsbæjar 2020-2040. Drögin taka á flestum köflum endurskoðunar.
Skipulagsfulltrúi og ráðgjafar kynntu drög að tillögum og uppdráttum. Skipulagsnefnd samþykkir að starfsfólk og ráðgjafar aðalskipulagsins vinni áfram að nýju skipulagi.
Samþykkt með fimm atkvæðum.Bókun Sveins Óskar Sigurðsson fulltrúa M-lista, Miðflokks:
Fulltrúi Miðflokksins vill taka það fram að nýtt aðalskipulag er unnið á seinustu dögum kjörtímabilsins. Eðlilegra hefði verið að lítt kynnt skipulag fyrir Blikastaðaland fengi ítarlega umfjöllun í skipulagsnefnd. Nefndin hefur fengið ítarlegri kynningar á skipulagi á öðrum svæðum innan bæjarmarka og eðlilegt hefði verið að gæta jafnræðis og taka þær hugmyndir til umfjöllunar samhliða.Bókun Stefáns Ómars Jónssonar fulltrúa L-lista, Vina Mosfellsbæjar:
Það er einkennileg tilfinning að vera á þessum fundi að fjalla um endurskoðun aðalskipulags þar sem m.a. er verið að ræða hlutverk rammaskipulags í endurskoðun aðalskipulags fyrir Mosfellsbæ, sérstaklega í ljósi nýgerðs samnings milli Blikastaðalands ehf. (Arion banka) og Mosfellsbæjar, þar sem bærinn er orðin samstarfsaðili félagsins varðandi framgang skipulags fyrir landið.Bókun fulltrúa D- og V-lista, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingunnar:
Vinna við endurskoðun aðalskipulags hefur verið unnin allt kjörtímabilið í mjög góðri sátt allra flokka í skipulagsnefnd. Það er því alrangt að verið sé að vinna að breytingu í einhverjum flýti rétt fyrir kosningar. Vinna við endurskoðun aðalskipulags heldur áfram á nýju kjörtímabili. Varafulltrúi Miðflokksins í skipulagsnefnd er greinilega alls ekki inn í þeirri vinnu sem hefur verið í gangi allt kjörtímabilið. - 23. mars 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #801
Kynnt eru til umræðu drög og tillögur að greinargerð og ákvæðum nokkurra málaflokka fyrir nýtt aðalskipulag Mosfellsbæjar 2020-2040. Fjallað er um íbúðarbyggð, miðsvæði og almenningssamgöngur. Kynningu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 561. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 801. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. mars 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #800
Kynnt eru til umræðu drög og tillögur að greinargerð og ákvæðum nokkurra málaflokka fyrir nýtt aðalskipulag Mosfellsbæjar 2020-2040. Fjallað er um íbúðarbyggð, miðsvæði og almenningssamgöngur.
Afgreiðsla 560. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 800. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. mars 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #561
Kynnt eru til umræðu drög og tillögur að greinargerð og ákvæðum nokkurra málaflokka fyrir nýtt aðalskipulag Mosfellsbæjar 2020-2040. Fjallað er um íbúðarbyggð, miðsvæði og almenningssamgöngur. Kynningu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.
Kristinn Pálsson, skipulagsfulltrúi, kynnti drög að tillögum og uppdráttum. Skipulagsnefnd samþykkir að starfsfólk og ráðgjafar vinni áfram hugmyndir og tillögur af köflum aðalskipulagsins.
- 4. mars 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #560
Kynnt eru til umræðu drög og tillögur að greinargerð og ákvæðum nokkurra málaflokka fyrir nýtt aðalskipulag Mosfellsbæjar 2020-2040. Fjallað er um íbúðarbyggð, miðsvæði og almenningssamgöngur.
Málinu frestað.
- 12. janúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #796
Kynnt verða til umræðu drög og tillögur að greinargerð og ákvæðum nokkurra málaflokka fyrir nýtt aðalskipulag Mosfellsbæjar 2020-2040. Farið verður yfir mannvirki í dreifbýli, frístundabyggð, landbúnaðarsvæði, hverfsivernd og íbúðarbyggð í Mosfellsdal.
Afgreiðsla 556. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 796. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. desember 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #556
Kynnt verða til umræðu drög og tillögur að greinargerð og ákvæðum nokkurra málaflokka fyrir nýtt aðalskipulag Mosfellsbæjar 2020-2040. Farið verður yfir mannvirki í dreifbýli, frístundabyggð, landbúnaðarsvæði, hverfsivernd og íbúðarbyggð í Mosfellsdal.
Björn Guðbrandsson ráðgjafi frá Arkís arkitektum og Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi kynna drög að tillögum og uppdráttum. Skipulagsnefnd samþykkir að starfsfólk og ráðgjafar vinni frekar hugmyndir og tillögur af köflum aðalskipulagsins.
- 2. júní 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #784
Á fundinum verður fjallað um umhverfismál, umhverfismat, samgöngur og umferðaráætlun nýs aðalskipulags í undirbúningi. Einnig verður farið yfir erindi sem vísað hefur verið í endurskoðun aðalskipulags og tilheyra þessum málaflokkum. Ráðgjafar aðalskipulagsins, Albert Skarphéðinsson og Rúnar Dýrmundur Bjarnason, frá Mannvit mæta á fundin og kynna stöðu verkefnisins.
Afgreiðsla 543. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 784. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 21. maí 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #543
Á fundinum verður fjallað um umhverfismál, umhverfismat, samgöngur og umferðaráætlun nýs aðalskipulags í undirbúningi. Einnig verður farið yfir erindi sem vísað hefur verið í endurskoðun aðalskipulags og tilheyra þessum málaflokkum. Ráðgjafar aðalskipulagsins, Albert Skarphéðinsson og Rúnar Dýrmundur Bjarnason, frá Mannvit mæta á fundin og kynna stöðu verkefnisins.
Lagt fram og kynnt.
- 5. maí 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #782
Á fundinum verður fjallað um landbúnaðarsvæði, athafnasvæði og iðnaðarsvæði. Einnig verður farið yfir nokkur þeirra fjölmörgu erindi sem vísað hefur verið í endurskoðun aðalskipulags og tilheyra þessum málaflokkum. Ráðgjafar aðalskipulagsins Björn Guðbrandsson og Edda Kristín Einarsdóttir hjá Arkís mæta á fundin og kynna stöðu verkefnisins.
Afgreiðsla 540. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 782. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 5. maí 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #782
Ósk um að breyta nýtingu lands L-123653 í blandaða byggð og landbúnað.
Afgreiðsla 540. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 782. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. apríl 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #540
Ósk um að breyta nýtingu lands L-123653 í blandaða byggð og landbúnað.
Lagt fram og kynnt.
- 28. apríl 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #540
Á fundinum verður fjallað um landbúnaðarsvæði, athafnasvæði og iðnaðarsvæði. Einnig verður farið yfir nokkur þeirra fjölmörgu erindi sem vísað hefur verið í endurskoðun aðalskipulags og tilheyra þessum málaflokkum. Ráðgjafar aðalskipulagsins Björn Guðbrandsson og Edda Kristín Einarsdóttir hjá Arkís mæta á fundin og kynna stöðu verkefnisins.
Lagt fram og kynnt.
- 21. apríl 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #781
Óskað er eftir að fá að breyta lóð L-222515 við Hafravatn úr óbyggðu svæði í svæði fyrir frístundabyggð.
Afgreiðsla 538. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 21. apríl 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #781
Á fundinum verður fjallað um stofnanir, frístundasvæði og reiðleiðir á opnum og óbyggðum svæðum. Einnig verður farið yfir nokkur þeirra fjölmörgu erindi sem vísað hefur verið í endurskoðun aðalskipulags og tilheyra þessum málaflokkum. Ráðgjafar aðalskipulagsins Björn Guðbrandsson og Edda Kristín Einarsdóttir hjá Arkís og kynna erindi umræddara málaflokka.
Afgreiðsla 538. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. apríl 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #538
Á fundinum verður fjallað um stofnanir, frístundasvæði og reiðleiðir á opnum og óbyggðum svæðum. Einnig verður farið yfir nokkur þeirra fjölmörgu erindi sem vísað hefur verið í endurskoðun aðalskipulags og tilheyra þessum málaflokkum. Ráðgjafar aðalskipulagsins Björn Guðbrandsson og Edda Kristín Einarsdóttir hjá Arkís og kynna erindi umræddara málaflokka.
Edda Kristín Einarsdóttir hjá Arkís kynnti samantekt.
- 9. apríl 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #538
Óskað er eftir að fá að breyta lóð L-222515 við Hafravatn úr óbyggðu svæði í svæði fyrir frístundabyggð.
Lagt fram og kynnt.
- 10. mars 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #778
Á fundinum verður fjallað um íbúðarsvæði, miðsvæði ásamt verslunar- og þjónustusvæðum. Einnig verður farið yfir nokkur þeirra fjölmörgu erindi sem vísað hefur verið í endurskoðun aðalskipulags og tilheyra þessum málaflokkum. Ráðgjafar aðalskipulagsins Björn Guðbrandsson og Edda Kristín Einarsdóttir hjá Arkís mæta á fundin og kynna stöðu verkefnisins.
Afgreiðsla 534. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 778. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. mars 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #778
Ósk um að breyta nýtingu lands L-123789 í íbúðasvæði og þéttbýli.
Afgreiðsla 534. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 778. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. febrúar 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #534
Ósk um að breyta nýtingu lands L-123789 í íbúðasvæði og þéttbýli.
Lagt fram og kynnt.
- 26. febrúar 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #534
Á fundinum verður fjallað um íbúðarsvæði, miðsvæði ásamt verslunar- og þjónustusvæðum. Einnig verður farið yfir nokkur þeirra fjölmörgu erindi sem vísað hefur verið í endurskoðun aðalskipulags og tilheyra þessum málaflokkum. Ráðgjafar aðalskipulagsins Björn Guðbrandsson og Edda Kristín Einarsdóttir hjá Arkís mæta á fundin og kynna stöðu verkefnisins.
Edda Kristín Einarsdóttir hjá Arkís kynnti samantekt.
- 10. febrúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #776
Lögð eru fram til kynningar fyrstu drög að greinargerð nýs aðalskipulags ásamt efnisyfirliti. Gögnin eru unnin af aðalskipulagsráðgjöfum Mosfellsbæjar hjá ARKÍS arkitektum. Meðfylgjandi er einnig minnisblað skipulagsfulltrúa með tillögu að dagskrá aðalskipulagsnefndar.
Afgreiðsla 532. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 776. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 5. febrúar 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #532
Lögð eru fram til kynningar fyrstu drög að greinargerð nýs aðalskipulags ásamt efnisyfirliti. Gögnin eru unnin af aðalskipulagsráðgjöfum Mosfellsbæjar hjá ARKÍS arkitektum. Meðfylgjandi er einnig minnisblað skipulagsfulltrúa með tillögu að dagskrá aðalskipulagsnefndar.
Lagt fram og kynnt.
- 27. janúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #775
Skipulagsfulltrúi kynnir ráðgjafa sem Mosfellsbær hefur fengið til vinnu við endurskoðun aðaskipulagsins. Kynningunni var frestað á 529. fundi nefndarinnar vegna tímaskorts.
Afgreiðsla 531. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 22. janúar 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #531
Skipulagsfulltrúi kynnir ráðgjafa sem Mosfellsbær hefur fengið til vinnu við endurskoðun aðaskipulagsins. Kynningunni var frestað á 529. fundi nefndarinnar vegna tímaskorts.
Lagt fram og kynnt.
- 9. desember 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #773
Skipulagsfulltrúi kynnir ráðgjafa sem Mosfellsbær hefur fengið til vinnu við endurskoðun aðaskipulagsins.
Afgreiðsla 529. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. desember 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #773
Lagt er fram til kynningar samantekt Vegagerðarinnar, dags. 29.11.2020, vegna samgönguverkefna endurskoðunar aðalskipulags Mosfellsbæjar þar sem að Vegagerðin er veghaldari.
Afgreiðsla 529. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. desember 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #529
Skipulagsfulltrúi kynnir ráðgjafa sem Mosfellsbær hefur fengið til vinnu við endurskoðun aðaskipulagsins.
Frestað vegna tímaskorts
- 4. desember 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #529
Lagt er fram til kynningar samantekt Vegagerðarinnar, dags. 29.11.2020, vegna samgönguverkefna endurskoðunar aðalskipulags Mosfellsbæjar þar sem að Vegagerðin er veghaldari.
Lagt fram og kynnt.
Samgöngumál eru einn af þeim mikilvægu málaflokkum sem fjallað verður um í yfirstandandi vinnu við endurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar.
Samkvæmt nýrri samgönguspá er ljóst að umferð um Vesturlandsveg verður talsvert meiri á næstu árum en eldri spár gerðu ráð fyrir.
Af því tilefni ítrekar skipulagsnefnd Mosfellsbæjar fyrri bókanir sínar um mikilvægi þess að lagning Sundabrautar verði sett í framkvæmd eins fljótt og auðið er.
Sundabraut verður mikil samgöngubót fyrir höfuðborgarsvæðið, íbúa þess sem og landsmenn alla og léttir á umferð um Vesturlandsveg í gegnum Mosfellsbæ. - 11. nóvember 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #771
Lagðar eru fram til kynningar umsagnir sem að bárust á kynningartíma skipulagslýsingar. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti á 767. fundi sínum að skipulagslýsing fyrir nýtt aðalskipulag Mosfellsbæjar yrði auglýst. Frestur til þess að skila inn ábendingum var frá 19.09.2020 til og með 23.10.2020.
Afgreiðsla 527. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 771. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. nóvember 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #771
Rafrænn umræðu- og vinnufundur nýs aðalskipulags. Farið yfir áherslur, kafla og markmið gildandi aðalskipulagsins. Ráðgjafar aðalskipulagsins ARKÍS arkitektar halda kynningu og starfsfólk umhverfissviðs stjórnar umræðum.
Afgreiðsla 526. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 771. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 6. nóvember 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #527
Lagðar eru fram til kynningar umsagnir sem að bárust á kynningartíma skipulagslýsingar. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti á 767. fundi sínum að skipulagslýsing fyrir nýtt aðalskipulag Mosfellsbæjar yrði auglýst. Frestur til þess að skila inn ábendingum var frá 19.09.2020 til og með 23.10.2020.
Lagt fram og kynnt.
- FylgiskjalLandsnet - Umsögn.pdfFylgiskjalUmhverfisstofnun - Umsögn.pdfFylgiskjalVeðurstofa Íslands - Umsögn.pdfFylgiskjalSamgöngustofa - Umsögn.pdfFylgiskjalGrímsnes- og Grafningshreppur - Umsögn.pdfFylgiskjalSkipulagsstofnun - Umsögn.pdfFylgiskjalSveitarfélagið Ölfus - Umsögn.pdfFylgiskjalNáttúrufræðistofnun - Umsögn.pdfFylgiskjalKópavogur - Umsögn.pdf
- 30. október 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #526
Rafrænn umræðu- og vinnufundur nýs aðalskipulags. Farið yfir áherslur, kafla og markmið gildandi aðalskipulagsins. Ráðgjafar aðalskipulagsins ARKÍS arkitektar halda kynningu og starfsfólk umhverfissviðs stjórnar umræðum.
Almennar umræður um kynningu ARKÍS arkitekta.
- 16. september 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #767
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing vegna heildarendurskoðunar aðalskipulags Mosfellsbæjar. Lýsingin er unnin af ARKÍS Arkitektum, dags. 07.09.2020. Björn Guðbrandsson, arkitekt, kynnir skipulagslýsinguna.
Afgreiðsla 522. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. september 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #522
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing vegna heildarendurskoðunar aðalskipulags Mosfellsbæjar. Lýsingin er unnin af ARKÍS Arkitektum, dags. 07.09.2020. Björn Guðbrandsson, arkitekt, kynnir skipulagslýsinguna.
Björn Guðbrandsson arkitekt hjá ARKÍS kynnti skipulagslýsingu. Skipulagsnefnd samþykkir framkomna skipulagslýsingu vegna heildarendurskoðunar aðalskipulags Mosfellsbæjar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnaraðila og kynnt fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.