9. nóvember 2022 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) Forseti
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) 1. varaforseti
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) 2. varaforseti
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) aðalmaður
- Sævar Birgisson (SB) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested lögmaður
Í upphafi fundar var samþykkt að taka nýtt mál á dagskrá fundarins, kosning í nefndir og ráð, sem verður 7. dagskrárliður fundarins.
Dagskrá fundar
Afbrigði
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023 til 2026202206736
Fyrri umræða bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026.
Undir þessum dagskrárlið mættu einnig til fundarins Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri velferðarsviðs, Linda Udengård, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs, Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs, Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar, Pétur Jens Lockton fjármálastjóri og Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri í fjármáladeild.
***
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri, kynnti drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026 ásamt greinargerð þar sem helstu markmið og niðurstöður eru raktar nánar.Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs þökkuðu starfsfólki bæjarins sérstaklega fyrir framlag þeirra við undirbúning áætlunarinnar og tóku aðrir bæjarfulltrúar undir þakkir til starfsfólks.
***
Bæjarfulltrúar D lista lögðu fram tillögur í níu liðum við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026. Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að vísa tillögunum til umfjöllunar við síðari umræðu um fjárhagsáætlunar Mosfellsbæjar og eftir atvikum til frekari vinnslu innan stjórnsýslu Mosfellsbæjar.***
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar til síðari umræðu í bæjarstjórn sem verði 7. desember 2022.
Fundargerð
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1554202210022F
Fundargerð 1554. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 815. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023 til 2026 202206736
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026 lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1554. fundar bæjarráðs samþykkt á 815. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.2. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2022 202201034
Tillaga um framlengingu lánasamnings við Arion banka.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1554. fundar bæjarráðs samþykkt á 815. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.3. Stjórnsýslu- og rekstrarúttekt 202210483
Tillaga um að unnin verði stjórnsýslu- og rekstrarúttekt hjá Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1554. fundar bæjarráðs samþykkt á 815. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.4. Ágóðahlutagreiðsla EBÍ 2022 202210467
Erindi Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands þar sem upplýst er um ágóðahlutagreiðslu 2022.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1554. fundar bæjarráðs samþykkt á 815. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.5. Drög að frumvarpi til laga um breytingu á skipulagslögum 202210468
Erindi Innviðaráðuneytis þar sem vakin er athygli á drögum að frumvarpi til laga um breytingar á skipulagslögum í Samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til og með 6. nóvember 2022.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1554. fundar bæjarráðs samþykkt á 815. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 575202210027F
Fundargerð 575. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 815. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Heildarendurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030 202005057
Stöðukynning endurskoðunar aðalskipulags. Kynnt eru til umræðu drög og tillögur að ákvæðum, skipulagsskilmálum og þéttleika íbúða-, uppbyggingar- og þróunarsvæða innan sveitarfélagsins auk mannfjöldaútreikninga fyrir skipulagstímabilið. Byggja tillögur á grunni greinargerðar og gögnum sem voru til umræðu og afgreiðslu á 566. fundi nefndarinnar.
Skoðaðir verða uppdrættir, farið verður yfir breytingar á landnotkunarflekum og kynntar verða hugmyndir valkostagreininga fyrir afmörkuð ný athafnasvæði, skógræktarsvæði og námur.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 575. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 815. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 576202210026F
Fundargerð 576. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 815. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Miðsvæði Sunnukrika 401-M - deiliskipulagsbreyting 202203513
Lagt er fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 06.10.2022, með athugasemdum við samþykkta deiliskipulagsbreytingu fyrir Sunnukrika 3, 5 og 7. Mosfellsbær sendi erindi, uppdrætti og gögn til yfirferðar þann 19.09.2022. Athugasemdir lúta að hljóðvist, bílastæðum og bílakjöllurum.
Hjálagður er uppfærður deiliskipulagsuppdráttur þar sem tillit hefur verið tekið til athugasemda auk svarbréfar til Skipulagsstofnunar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 576. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 815. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.2. Hamrar hjúkrunarheimili - deiliskipulagsbreyting 202209130
Skipulagsnefnd samþykkti á 572. fundi sínum að kynna lýsingu vegna deiliskipulagsbreytingar og stækkunar hjúkrunarheimilisins Hamra að Langatanga. Lýsingin var kynnt og auglýst í Mosfellingi og á vef Mosfellsbæjar, mos.is. Lýsingin var send til umsagnar- og hagsmunaaðila í samræmi við gögn. Umsagnafrestur var frá 06.10.2022 til og með 24.10.2022.
Hjálagðar eru til kynningar umsagnir sem bárust frá Veitum ohf, dags. 18.10.2022, Minjastofnun Íslands, dags. 24.10.2022 og Skipulagsstofnun, dags. 24.10.2022.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 576. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 815. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- FylgiskjalHjúkrunarheimilið Hamar- ábendingar frá Veitum.pdfFylgiskjalDeiliskipulagslýsing, Eirhamrar. Umsögn Skipulagsstofnunnar.pdfFylgiskjalUmsögn MÍ 24 október 2022 - Hamrar skipulagslýsing.pdfFylgiskjalMiðsvæði Mosfellsbær Eirhamrar- Skipulagslýsing - tillaga.pdfFylgiskjalAuglýsing í Mosfellingi
5.3. Hulduhólasvæði - deiliskipulagsbreyting - frekari uppbygging 202209298
Í samræmi við afgreiðslu á 573. fundi nefndarinnar er lagt er fram minnisblað og umsögn skipulagsfulltrúa og bæjarlögmanns vegna kynnts erindis. Minnisblað fjallar um erindi málsaðila og ósk um deiliskipulagsbreytingu og frekari uppbyggingu íbúða við Bröttuhlíð að Hulduhólasvæði.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 576. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 815. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.4. Almenn fyrirspurn Skipulagsstofnunar vegna endurskoðunar aðalskipulags í kjölfar kosninga 202210559
Lagt er fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 10.10.2022, þar sem spurst er fyrir um áform um endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Erindið er almennt í kjölfar yfirstaðinna kosninga og nýs kjörtímabils. Samkvæmt ákvæði 1. mgr. 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 metur sveitarstjórn hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulag sveitarfélagsins í upphafi nýs kjörtímabils. Ákvörðun sveitarstjórnar skal liggja fyrir innan 12 mánaða frá kosningum og niðurstaðan tilkynnt Skipulagsstofnun.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 576. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 815. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.5. Orkugarður - deiliskipulag og uppbygging í Reykjahverfi 202101213
Í samræmi við afgreiðslu á 558. fundi nefndarinnar er lögð fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir áningarstað Orkugarðs á vegamótum Reykjavegar og Reykjahvols. Tillagan felur í sér að breyta umferðarflæði við endastöð Strætó, tryggja umferðaröryggi, hanna níu bílastæði við upphaf gönguleiðar Reykjafells, auk þess að festa í sessi stærri hluta garðsins, stíga, torg og gróður innan garðsins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 576. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 815. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.6. Vogatunga 59 - fyrirspurn vegna skipulags og rekstrarleyfis gistileyfa 202210394
Borist hefur erindi frá Ástu Birnu Björnsdóttur, dags. 18.10.2022, með ósk um skipulagsbreytingu fyrir Leirvogstunguhverfi svo hægt verði að fá samþykkt rekstrarleyfi fyrir gistileyfi í flokki 2 fyrir skilgreint íbúðarhús í raðhúsi að Vogatungu 59.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 576. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 815. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.7. Engjavegur 6 - deiliskipulag og skráning aukahúss 202210528
Borist hefur erindi frá Hildi Dís Jónsdóttur Scheving, dags. 27.102022, með ósk um frávik og breytingu á skilmálum gildandi deiliskipulags til þess að geta skráð sérstaklega stakstæða eign á lóð sem hýsir bílskúr og íverurými/íbúð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 576. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 815. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.8. Þrastarhöfði 14, 16 og 20 - deiliskipulagsbreyting 202210556
Borist hefur erindi frá Ívari Haukssyni, dags. 31.10.2022, f.h. Brynjólfs Flosasonar húseiganda að Þrastarhöfða 14, Guðmundar Björnssonar húseiganda að Þrastarhöfða 16 og Elíasar Víðissonar húseigenda að Þrastarhöfða 20, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir umrædd einbýlishús. Breytingin byggir á að breyta heimildum skipulagsins svo hækka megi Þrastarhöfða 14, 16 og 20 um eina hæð, mest 60 fermetra.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 576. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 815. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 483 202210014F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 576. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 815. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 484 202210032F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 576. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 815. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.11. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 61 202210028F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 576. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 815. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
Fundargerðir til staðfestingar
3. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1555202210033F
Fundargerð 1555. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 815. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Samþætt þjónusta við börn 202210022
Kynning á innleiðingu laga um samþættingu á þjónustu í þágu farsældar barna.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1555. fundar bæjarráðs samþykkt á 815. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.2. Útboð - mötuneyti Kvíslarskóla og Varmárskóla 202210549
Lagt er til að bæjarráð heimili fræðslu- og frístundasviði að hefja útboðsferli á aðkeyptum mat fyrir Kvíslarskóla og Varmárskóla frá janúar til júní 2023 og að fenginn verði sérhæfður aðili til að annast umsjón útboðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1555. fundar bæjarráðs samþykkt á 815. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.3. Skipulag fjölskyldusviðs 2020081082
Breyting á nafni fjölskyldusviðs í velferðarsvið kynnt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1555. fundar bæjarráðs samþykkt á 815. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.4. Heilsa og Hugur, lýðheilsuverkefni fyrir eldri borgara í Mosfellsbæ. 202207290
Tillaga um að gengið verði til samninga við Félaga aldraðra í Mosfellsbæ um framkvæmd námskeiðsins Heilsa og hugur.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1555. fundar bæjarráðs samþykkt á 815. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.5. Tillaga B, C og S lista um styrki til lýðheilsuverkefna fyrir eldra fólk í Mosfellsbæ 202210580
Tillaga fulltrúa B, C og S lista um að nýta ágóðahlutagreiðslu frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands til að styrkja verkefnin Karlar í skúrum og Heilsa og hugur.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1555. fundar bæjarráðs samþykkt á 815. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.6. Tillaga D lista um greiðslu húsaleigu fyrir starfsemina Karlar í skúrum árið 2023 202210557
Tillaga D lista um að við afgreiðslu fjárhagsáætlunar ársins 2023 verði gert ráð fyrir að Mosfellsbær greiði húsaleigu fyrir starfsemina Karlar í skúrum sem fram fer í húsnæði Skálatúns.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1555. fundar bæjarráðs samþykkt á 815. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.7. Frumvarp til laga um útlendinga - beiðni um umsögn 202210536
Frá nefndasviði Alþingis, frumvarp til laga um útlendinga, 382. mál. Umsagnarfrestur til 11. nóvember nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1555. fundar bæjarráðs samþykkt á 815. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.8. Tillaga til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara - beiðni um umsögn 202210505
Frá nefndasviði Alþingis, tillaga til þingsályktunar um úttekt á tryggingarvernd í kjölfar náttúruhamfara, 231. mál. Umsagnarfrestur til 8. nóvember nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1555. fundar bæjarráðs samþykkt á 815. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
Almenn erindi
6. Samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar - endurskoðun202210037
Breytingar á viðauka III við samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar er lýtur að fullnaðarafgreiðsluheimild framkvæmdastjóra velferðarsviðs lögð fram til samþykktar.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum fyrirliggjandi viðauka III við samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar.
7. Kosning í nefndir og ráð202205456
Kosning níu aðalmanna í ungmennaráð samkvæmt tilnefningu grunnskóla Mosfellsbæjar og Framhaldsskólans í Mosfellsbæ.
Tillaga er um að: Ásdís Halla Helgadóttir og Harri Halldórsson frá Kvíslarskóla, Eyrún Birna Bragadóttir og Edda Steinunn Erlendsdóttir Scheving frá Helgafellsskóla, Guðni Geir Örnólfsson og Viðja Sóllilja Ágústsdóttir frá Lágafellsskóla og Katrín Vala Arnardóttir vd Linden, Sigurður Óli Kárason og Grímur Nói Einarsson frá Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ verði kjörin í ungmennaráð. Ekki komu fram aðrar tillögur og teljast viðkomandi því rétt kjörnir í ungmennaráð.
Fundargerðir til kynningar
8. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 61202210028F
Fundargerð 61. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 815. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Arkarholt 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202205642
Skipulagsnefnd samþykkti á 570. fundi sínum að grenndarkynna byggingaráform og byggingarleyfi fyrir útlitsbreytingum og breytta notkun bílskúrs að Arkarholti 4 í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áformin voru kynnt á vef Mosfellsbæjar, mos.is, og með kynningarbréfi og gögnum sem send voru til nærliggjandi húsa, Arkarholts 2 og 6. Athugasemdafrestur var frá 01.09.2022 til og með 05.10.2022. Engar athugasemdir bárust.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 61. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 815. fundi bæjarstjórnar.
8.2. Hamrabrekkur 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202206006
Skipulagsnefnd samþykkti á 571. fundi sínum að grenndarkynna byggingaráform og byggingarleyfi fyrir nýju aukahúsi innan frístundalóðar að Hamrabrekkum 11 í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áformin voru kynnt á vef Mosfellsbæjar, mos.is, og með kynningarbréfi og gögnum sem send voru til nærliggjandi landeigenda, eigenda að Miðdalslandi L221372, Hamrabrekkum 5, 10, 12 og 13. Athugasemdafrestur var frá 06.09.2022 til og með 07.10.2022. Engar athugasemdir bárust.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 61. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 815. fundi bæjarstjórnar.
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 484202210032F
Fundargerð 484. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 815. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
9.1. Arkarholt 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202205642
Arnar Þór Ingólfssonsækir Arkarholti 4 sækir um leyfi til að breyta bílgeymslu í íbúðarrými á lóðinni Arkarholt nr. 4, í samræmi við framlögð gögn. Eignarhlutum fjölgar ekki, stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 484. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 815. fundi bæjarstjórnar.
9.2. Brúarfljót 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202107084
Tungumelar ehf. Síðumúla 27 Reykjavík sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta atvinnuhúsnæðis á lóðinni Brúarfljót nr. 5, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 484. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 815. fundi bæjarstjórnar.
9.3. Laxatunga 131 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202109411
Nýbyggingar og viðhald ehf. Kvíslartungu 33 sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Laxatunganr. 131 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 484. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 815. fundi bæjarstjórnar.
9.4. Lundur 123710 - MHL 04 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202006496
Laufskálar fasteignafélag ehf. Lambhagavegi 23 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Lundur nr. 1, mhl 04, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 484. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 815. fundi bæjarstjórnar.
9.5. Skólabraut 6-10 6R - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202209001
Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi til breytinga innra skipulags 1. hæðar skólahúsnæðis Kvíslarskóla á lóðinni Skólabraut nr. 6-10, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 484. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 815. fundi bæjarstjórnar.
9.6. Snæfríðargata 30, Umsókn um byggingarleyfi. 201801280
Skjaldargjá ehf. Rauðarárstíg 42 Reykjavík sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Snæfríðargata nr. 30, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 484. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 815. fundi bæjarstjórnar.
10. Fundargerð 914. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga202210465
Fundargerð 914. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Fundargerð 914. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar 815. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
11. Fundargerð 243. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins202210567
Fundargerð 243. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar.
Fundargerð 243. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 815. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
12. Fundargerð 473. fundar stjórnar Sorpu bs202210558
Fundargerð 473. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 473. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 815. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
13. Fundargerð 39. eigendafundar Strætó bs.202210570
Fundargerð 39. eigendafundar Strætó bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 39. eigendafundar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 815. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.