5. febrúar 2021 kl. 07:00,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Stefán Ómar Jónsson (SÓJ), fulltrúi L-lista Vinir Mosfellsbæjar, kom inn á fund undir dagskrárliði nr. 4.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024 - breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi Fannborgarreitur-Traðarreitur201912217
Borist hefur erindi frá skipulagsstjóra Kópavogs, dags. 11.01.2020, með ósk um umsögn um auglýsta aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulag á Fannborgar- og Traðarreit-vestur í Hamraborg. Athugasemdafrestur er til og með 02.03.2020. Erindinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundin nefndarinnar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir.
2. Heildarendurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030202005057
Lögð eru fram til kynningar fyrstu drög að greinargerð nýs aðalskipulags ásamt efnisyfirliti. Gögnin eru unnin af aðalskipulagsráðgjöfum Mosfellsbæjar hjá ARKÍS arkitektum. Meðfylgjandi er einnig minnisblað skipulagsfulltrúa með tillögu að dagskrá aðalskipulagsnefndar.
Lagt fram og kynnt.
3. Lynghóll í landi Miðdals L125346 - deiliskipulagsbreyting202101377
Borist hefur erindi frá Eddu Einarsdóttur, f.h. Vigdísar Magnúsdóttur, dags. 22.01.2021, með ósk um heimild til þess að vinna deiliskipulag í landi Lynghóls L125346.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga, að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4. Brúarfljót 6-8 - atvinnuhúsnæði202101446
Borist hefur erindi frá Aðalsteini Jóhannssyni, f.h. Bull Hill Capital, dags. 25.01.2021, með ósk um vilyrði fyrir uppbyggingaráformum að Brúarfljóti 6-8.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til frekari skoðunar hjá Umhverfissviði.
5. Helgafellshverfi 6. áfangi - nýtt deiliskipulag202101267
Lagt er fram til kynningar minnisblað skipulagsfulltrúa vegna undirbúnings 6. áfanga Helgafellshverfis.
Skipulagsnefnd heimilar skipulagsfulltrúa að hefja undirbúning nýs deiliskipulags.
6. Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024202101366
Borist hefur erindi frá skrifstofu Samtaka sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu, dags. 22.01.2020, þar sem að lögð er fram til kynningar þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020 ásamt minnisblaði svæðisskipulagsstjóra í samræmi við samþykkt svæðisskipulagsnefndar.
Lagt fram og kynnt.
7. Þjónusta sveitarfélaga 2020 - Gallup202101011
Lagðar eru fram til kynningar niðurstöður þjónustukönnunar Gallups meðal íbúa Mosfellsbæjar á árinu 2020. Skýrslunni var vísað til kynningar í skipulagsnefnd á 1473. fundi bæjarráðs.
Lagt fram og kynnt.
Fundargerðir til staðfestingar
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 424202101037F
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúi lagður fram til kynningar.
Lagt fram
8.1. Bjarg 123616 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202011402
Albert Rútsson, kt. 140546-4539, Bjargi Mosfellsbæ sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta viðbyggingar við íbúðarhúsið að Bjargi í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
8.2. Skálahlíð 13, Umsókn um byggingarleyfi 202012186
Skálatúnsheimilið Mosfellsbæ sækir um leyfi til breytinga á innra skipulagi íbúðarhúss við Skálatún nr. 13 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
8.3. Hlaðhamrar 4, Umsókn um byggingarleyfi 202010176
Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta leikskólahúsnæðis á lóðinni Hlaðhamrar nr. 4, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
8.4. Sunnukriki 3 /Umsókn um byggingarleyfi. 201709287
Sunnubær ehf., Borgartún 5 Reykjavík, sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta atvinnu- og íbúðarhúsnæðis á lóðinni Sunnukriki nr. 3, í samræmi við framlögð gögn. Breytingar eru gerðar á innra skipulagi ásamt viðbyggingu anddyris á 1. hæð. Stækkun 1. hæðar 47,6 m², 149,64 m³.
9. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 50202101029F
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa lagður fram til kynningar.
Lagt fram
9.1. Brú yfir Varmá við Stekkjarflöt - deiliskipulagsbreyting Álafosskvos 202011323
Skipulagsnefnd samþykkti á 529. fundi sínum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir nýja göngubrú yfir Varmá við Stekkjarflöt, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan var auglýst á vef sveitarfélagsins auk þess að vera aðgengileg á upplýsingatorgi Þverholti 2. Kynningarbréf og gögn voru send í Brekkuland 1 og 3, Hagaland 1 og Helgafellsveg 10.
Athugasemdafrestur var frá 10.12.2020 til 14.01.2021.
Engar athugasemdir bárust.