Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

4. október 2024 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Sævar Birgisson (SB) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
  • Guðmundur Hreinsson (GH) áheyrnarfulltrúi
  • Helgi Pálsson varamaður
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Starfs- og fjár­hags­áætlun svæð­is­skipu­lags­nefnd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2025202409346

    Lögð er fram til kynningar starfsáætlun og fundardagatal svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá október 2024 til júlí 2025. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar af 1640. fundi bæjarráðs.

    Lagt fram og kynnt.

  • 2. Um­ferðarör­yggis­að­gerð­ir fyr­ir 2025202409625

    Lagðar eru fram til umræðu drög að tillögum umferðaröryggisaðgerða fyrir árið 2025 í samræmi við ný samþykkta umferðaröryggisáætlun Mosfellsbæjar. Samantektin er innlegg í yfirstandandi fjárhagsáætlunargerð sveitarfélagsins.

    Skipu­lags­full­trúi kynnti áætlan­ir um 30 km hverfi Mos­fells­bæj­ar og merk­ing­ar. Um­ræð­ur um drög að­gerða fyr­ir 2025. Skipu­lags­full­trúa og starfs­fólki um­hverf­is­sviðs falin frek­ari eft­ir­fylgni fram­kvæmda um­ferðarör­ygg­is í Mos­fells­bæ í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi gögn.

    • 3. Úugata 2-4 - deili­skipu­lag og stækk­un lóð­ar202409633

      Borist hefur erindi frá Steinþóri Kára Kárasyni, arkitekt, f.h. Borgarafls lóðarhafa að Úugötu 2-4, dags. 30.09.2024, með ósk um breytingu deiliskipulags og stækkun lóðar vegna aðstæðna í landi og hönnunar á aðkomu bílakjallara.

      Með fyr­ir­vara um af­greiðslu bæja­ráðs sam­þykk­ir skipu­lags­nefnd með fimm at­kvæð­um að óveru­legt frá­vik skipu­lags, um stækk­un lóð­ar Úu­götu 2-4 til aust­urs vegna bættr­ar að­komu í bíla­kjall­ara, skuli með­höndlað í sam­ræmi við 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Um­fang bygg­ing­ar mun ekki breyt­ast en að­koma og ör­yggi bæt­ist til muna þar sem ekki var unnt að leysa að­stæð­ur með öðr­um hætti í sam­ræmi við skipu­lagstil­lögu. Land­ið sem fer und­ir að­komu bíla­kjall­ara mun ekki nýt­ast sveit­ar­fé­lag­inu eða íbú­um hverf­is­ins með nein­um sér­stök­um hætti. Máls­að­ili skal greiða all­an kostn­að sem mögu­lega af frá­viki þessu hlýst og kosta frá­g­ang nýrr­ar að­komu þar sem við á. Á grunni fyr­ir­liggj­andi gagna fellst skipu­lags­nefnd á að um for­sendu­brest sé að ræða, sam­an­ber ákvæði 1.6. í út­hlut­un­ar­skil­mál­um lóð­ar. Skipu­lags­full­trúa fal­ið að vinna breyt­ing­ar á lóða-, hæð­ar- og mæli­blöð­um og skal út­færa ná­kvæma stærð og af­mörk­un með lóð­ar­hafa og hönn­uð­um hans.
      Skipu­lags­nefnd vís­ar er­indi um lóðas­tæk­un og af­greiðslu þess til bæj­ar­ráðs, en ráð­ið ann­ast ráð­stöf­un lands og eigna sveit­ar­fé­lags­ins.

    • 4. Lerki­byggð 10 Grund - deili­skipu­lags­gerð og upp­bygg­ing202409601

      Borist hefur erindi frá HOA ráðgjöf ehf., f.h. Agnesar Ágústsdóttur landeiganda að Lerkibyggð 10, dags. 29.09.2024, með ósk efnislega meðferð deiliskipulags sem áður var samþykkt í bæjarstjórn Mosfellsbæjar, þann 23.09.2009. Markmið tillögunnar er að skipta landinu upp í þrjár lóðir með tveimur nýjum byggingarreitum nýrra íbúðarhúsa, í samræmi við gögn.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa mál­inu til bæj­ar­lög­manns vegna efn­is samn­inga um upp­bygg­ingu í sam­ræmi við bók­un skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd­ar, þann 15.09.2009. Skipu­lags­nefnd ósk­ar eft­ir minn­is­blaði skipu­lags­full­trúa og bæj­ar­lög­manns áður en deili­skipu­lagstil­lag­an fer að nýju í kynn­ing­ar­ferli, sam­an­ber skipu­lagslög nr. 123/2010.

    • 5. At­hafna­svæði A202 við Tungu­mela, sunn­an Fossa­veg­ar - nýtt deili­skipu­lag202404272

      Lagt er fram til umræðu vinnsludrög nýs deiliskipulags athafnasvæðis við Tungumela. Deiliskipulagssvæðið er um 18,3 ha að stærð og afmarkast af Vesturlandsvegi, Fossavegi, Köldukvísl og opnu svæði í hliðum Mosfells. Eins og fram kemur í greinargerð er markmið tillögunnar að skipuleggja umgjörð um nýjan atvinnukjarna þar sem áhersla er lögð á sjálfbærni og samnýtingu, náttúru og aðlaðandi umhverfi fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Hönnuðir og ráðgjafar Arkís arkitekta kynntu tillöguna á 616. fundi nefndarinnar.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa mál­inu til bæj­ar­lög­manns og bæj­ar­ráðs vegna samn­inga um upp­bygg­ingu og inn­viða­gerð. Skipu­lags­nefnd tel­ur þörf á að fyr­ir liggi samn­ings­drög áður en til­lag­an hlýt­ur frek­ari efn­is­lega með­ferð í sam­ræmi við skipu­lagslög nr. 123/2010.

      • 6. Heild­ar­end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar 2011-2030202005057

        Skipulagsfulltrúi fer yfir stöðu endurskoðunar aðalskipulagsins og fyrirliggjandi kynnt frumdrög. Farið verður yfir uppfærslur og ýmis ákvæði. Áhersla verður á mannfjöldaspá, íbúðabókhald, íbúðarsvæði, miðsvæði, verslun- og þjónustu, samfélagsþjónustu, íþróttasvæði og breytingar á þróunarsvæðum. Í samræmi við umræður og kynningu á 600. fundi nefndarinnar eru lögð fram til kynningar drög að svörum innsendra almennra umsagna frumdraga aðalskipulagsins 2040.

        Skipu­lags­full­trúi kynnti drög og breyt­ing­ar, ásamt því að stýra um­ræð­um og svara spurn­ing­um.

        Fundargerðir til kynningar

        • 7. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 531202409018F

          Fundargerð lögð fram til kynningar.

          Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

          • 7.1. Hamra­brekk­ur 3 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202407009

            Þór­hall­ur Hall­dórs­son Kvísl­artungu 33 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu og timbri tveggja hæða frí­stunda­hús á lóð­inni Hamra­brekk­ur nr. 3 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi var grennd­arkynnt, grennd­arkynn­ingu lauk 6.09.2024, eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.
            Stærð­ir: 130,0 m², 539,5 m³.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Lagt fram.

          • 7.2. Voga­tunga 103 - 107 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 3, 202311142

            Íris Ósk Gunn­ars­dótt­ir Voga­tungu 105 sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta vegna lóð­ar­frá­gangs á lóð­inni Voga­tunga nr. 103-107 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Lagt fram.

          • 7.3. Þrast­ar­höfði 37 - Fyr­ir­spurn til bygg­ing­ar­full­trúa 202408344

            Geir Gunn­ar Geirs­son Þrast­ar­höfða 37 legg­ur fram fyr­ir­spurn vegna við­bygg­ing­ar úr málmi og gleri við ein­býl­is­hús á lóð­inni Þrast­ar­höfði nr. 37 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
            Stækk­un: 15,2 m², 46,1 m³.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Lagt fram.

          • 8. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 532202409037F

            Fundargerð lögð fram til kynningar.

            Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

            • 8.1. Hraðastað­ir Bók­fell 123661 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild - Flokk­ur 1 202409482

              Sigrún Hjart­ar­dótt­ir Bók­felli sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu, málmi og plast­klæðn­ingu gróð­ur­hús á lóð­inni Bók­fell í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
              Stærð­ir: 142,2 m², 474,2 m³.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Lagt fram.

            • 8.2. Reykja­hvoll 4 (áður Ásar 6) - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi - Flokk­ur 2 202405405

              Stephen Pat­rick Lockhart Urð­ar­holti 7 sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri ein­býl­is­hús á einni hæð á lóð­inni Reykja­hvoll nr. 4 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
              Stærð­ir: Íbúð 52,0 m², 156,0 m³.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Lagt fram.

            • 8.3. Úugata 20 -24 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi - Flokk­ur 2, 202311174

              Páls­son Apart­ments ehf. Suð­ur­lands­braut 6 sækja um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta 4 rað­húsa á lóð­inni Úugata nr. 20-24 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Lagt fram.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00