4. október 2024 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Sævar Birgisson (SB) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Guðmundur Hreinsson (GH) áheyrnarfulltrúi
- Helgi Pálsson varamaður
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Starfs- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins 2025202409346
Lögð er fram til kynningar starfsáætlun og fundardagatal svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá október 2024 til júlí 2025. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar af 1640. fundi bæjarráðs.
Lagt fram og kynnt.
2. Umferðaröryggisaðgerðir fyrir 2025202409625
Lagðar eru fram til umræðu drög að tillögum umferðaröryggisaðgerða fyrir árið 2025 í samræmi við ný samþykkta umferðaröryggisáætlun Mosfellsbæjar. Samantektin er innlegg í yfirstandandi fjárhagsáætlunargerð sveitarfélagsins.
Skipulagsfulltrúi kynnti áætlanir um 30 km hverfi Mosfellsbæjar og merkingar. Umræður um drög aðgerða fyrir 2025. Skipulagsfulltrúa og starfsfólki umhverfissviðs falin frekari eftirfylgni framkvæmda umferðaröryggis í Mosfellsbæ í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
3. Úugata 2-4 - deiliskipulag og stækkun lóðar202409633
Borist hefur erindi frá Steinþóri Kára Kárasyni, arkitekt, f.h. Borgarafls lóðarhafa að Úugötu 2-4, dags. 30.09.2024, með ósk um breytingu deiliskipulags og stækkun lóðar vegna aðstæðna í landi og hönnunar á aðkomu bílakjallara.
Með fyrirvara um afgreiðslu bæjaráðs samþykkir skipulagsnefnd með fimm atkvæðum að óverulegt frávik skipulags, um stækkun lóðar Úugötu 2-4 til austurs vegna bættrar aðkomu í bílakjallara, skuli meðhöndlað í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umfang byggingar mun ekki breytast en aðkoma og öryggi bætist til muna þar sem ekki var unnt að leysa aðstæður með öðrum hætti í samræmi við skipulagstillögu. Landið sem fer undir aðkomu bílakjallara mun ekki nýtast sveitarfélaginu eða íbúum hverfisins með neinum sérstökum hætti. Málsaðili skal greiða allan kostnað sem mögulega af fráviki þessu hlýst og kosta frágang nýrrar aðkomu þar sem við á. Á grunni fyrirliggjandi gagna fellst skipulagsnefnd á að um forsendubrest sé að ræða, samanber ákvæði 1.6. í úthlutunarskilmálum lóðar. Skipulagsfulltrúa falið að vinna breytingar á lóða-, hæðar- og mæliblöðum og skal útfæra nákvæma stærð og afmörkun með lóðarhafa og hönnuðum hans.
Skipulagsnefnd vísar erindi um lóðastækun og afgreiðslu þess til bæjarráðs, en ráðið annast ráðstöfun lands og eigna sveitarfélagsins.4. Lerkibyggð 10 Grund - deiliskipulagsgerð og uppbygging202409601
Borist hefur erindi frá HOA ráðgjöf ehf., f.h. Agnesar Ágústsdóttur landeiganda að Lerkibyggð 10, dags. 29.09.2024, með ósk efnislega meðferð deiliskipulags sem áður var samþykkt í bæjarstjórn Mosfellsbæjar, þann 23.09.2009. Markmið tillögunnar er að skipta landinu upp í þrjár lóðir með tveimur nýjum byggingarreitum nýrra íbúðarhúsa, í samræmi við gögn.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til bæjarlögmanns vegna efnis samninga um uppbyggingu í samræmi við bókun skipulags- og byggingarnefndar, þann 15.09.2009. Skipulagsnefnd óskar eftir minnisblaði skipulagsfulltrúa og bæjarlögmanns áður en deiliskipulagstillagan fer að nýju í kynningarferli, samanber skipulagslög nr. 123/2010.
5. Athafnasvæði A202 við Tungumela, sunnan Fossavegar - nýtt deiliskipulag202404272
Lagt er fram til umræðu vinnsludrög nýs deiliskipulags athafnasvæðis við Tungumela. Deiliskipulagssvæðið er um 18,3 ha að stærð og afmarkast af Vesturlandsvegi, Fossavegi, Köldukvísl og opnu svæði í hliðum Mosfells. Eins og fram kemur í greinargerð er markmið tillögunnar að skipuleggja umgjörð um nýjan atvinnukjarna þar sem áhersla er lögð á sjálfbærni og samnýtingu, náttúru og aðlaðandi umhverfi fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Hönnuðir og ráðgjafar Arkís arkitekta kynntu tillöguna á 616. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til bæjarlögmanns og bæjarráðs vegna samninga um uppbyggingu og innviðagerð. Skipulagsnefnd telur þörf á að fyrir liggi samningsdrög áður en tillagan hlýtur frekari efnislega meðferð í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.
6. Heildarendurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030202005057
Skipulagsfulltrúi fer yfir stöðu endurskoðunar aðalskipulagsins og fyrirliggjandi kynnt frumdrög. Farið verður yfir uppfærslur og ýmis ákvæði. Áhersla verður á mannfjöldaspá, íbúðabókhald, íbúðarsvæði, miðsvæði, verslun- og þjónustu, samfélagsþjónustu, íþróttasvæði og breytingar á þróunarsvæðum. Í samræmi við umræður og kynningu á 600. fundi nefndarinnar eru lögð fram til kynningar drög að svörum innsendra almennra umsagna frumdraga aðalskipulagsins 2040.
Skipulagsfulltrúi kynnti drög og breytingar, ásamt því að stýra umræðum og svara spurningum.
Fundargerðir til kynningar
7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 531202409018F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
7.1. Hamrabrekkur 3 - Umsókn um byggingarleyfi 202407009
Þórhallur Halldórsson Kvíslartungu 33 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri tveggja hæða frístundahús á lóðinni Hamrabrekkur nr. 3 í samræmi við framlögð gögn. Umsókn um byggingarleyfi var grenndarkynnt, grenndarkynningu lauk 6.09.2024, engar athugasemdir bárust.
Stærðir: 130,0 m², 539,5 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
7.2. Vogatunga 103 - 107 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 3, 202311142
Íris Ósk Gunnarsdóttir Vogatungu 105 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta vegna lóðarfrágangs á lóðinni Vogatunga nr. 103-107 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
7.3. Þrastarhöfði 37 - Fyrirspurn til byggingarfulltrúa 202408344
Geir Gunnar Geirsson Þrastarhöfða 37 leggur fram fyrirspurn vegna viðbyggingar úr málmi og gleri við einbýlishús á lóðinni Þrastarhöfði nr. 37 í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun: 15,2 m², 46,1 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 532202409037F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
8.1. Hraðastaðir Bókfell 123661 - Umsókn um byggingarheimild - Flokkur 1 202409482
Sigrún Hjartardóttir Bókfelli sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu, málmi og plastklæðningu gróðurhús á lóðinni Bókfell í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 142,2 m², 474,2 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
8.2. Reykjahvoll 4 (áður Ásar 6) - Umsókn um byggingarleyfi - Flokkur 2 202405405
Stephen Patrick Lockhart Urðarholti 7 sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús á einni hæð á lóðinni Reykjahvoll nr. 4 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 52,0 m², 156,0 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
8.3. Úugata 20 -24 - Umsókn um byggingarleyfi - Flokkur 2, 202311174
Pálsson Apartments ehf. Suðurlandsbraut 6 sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta 4 raðhúsa á lóðinni Úugata nr. 20-24 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.