27. janúar 2021 kl. 16:30,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) forseti
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) 1. varaforseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varaforseti
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) 2. varabæjarfulltrúi
- Þóra Margrét Hjaltested þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Fundargerð
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1472202101011F
Fundargerð 1472. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 775. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Bréf Velferðarvaktarinnar til ríkis og sveitarfélaga í mótvægisaðgerðum vegna COVID 19 202012235
Tillögur Velferðarvaktarinnar til ríkis og sveitarfélaga um mótvægsaðgerðir vegna COVID-19 lagðar fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1472. fundar bæjarráðs samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.2. Þingsályktun um græna atvinnubyltingu - beiðni um umsögn 202012306
Þingsályktun um græna atvinnubyltingu - beiðni um umsögn fyrir 12. janúar nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1472. fundar bæjarráðs samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.3. Ytra mat á grunnskólum - Varmárskóli 201906059
Greining á stjórnskipulagi Varmárskóla.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun M-lista:
Þessi úttekt er ekki í samræmi við úttekt Menntamálaráðuneytisins frá árinu 2010 sem mælir með byggingu á milli yngri og eldri deildar Varmárskóla til að samræma starfsemina betur, tryggja aðbúnað fyrir bæði nemendur og starfsmenn, flytja mötuneyti og byggja á mikilvægi þess að skólasamfélagið sé þarna sameinað. Það að skipta aftur í tvo skóla er afturför enda lítið um þá sýn getið hve mikilvægt er að skólasamfélagið þroskast innan miðlægs svæðis við Varmá. Ekki er séð að nýjir skólar bæjarins verði skipt upp til að ná þeirri „hagræðingu“ sem getið er um í þessar skýrslu. Það er miður að ekki hafi verið leitað ítarlega eftir sjónarmiðum kennara og annarra starfsmanna, þ.e. utan stjórnenda. Þetta virðist vera afturför og mun auka enn á ósamræmi í starfi og að öllum líkindum hamla skólaþróun innan veggja Varmárskóla.Bókun D- og V-lista:
Á 1472. fundi bæjarráðs var samþykkt að vísa málinu til umsagnar fræðslunefndar og skólaráðs sem og til kynningar fyrir stjórnendum, starfsmönnum og foreldrum að því loknu verður málið tekið fyrir í bæjarráði til afgreiðslu. Bæjarfulltrúum V- og D lista finnst það ekki við hæfi að taka afstöðu til málsins fyrr en að fengnum þessum umsögnum. Það skal þó tekið fram að í bókun bæjarfulltrúa Miðflokksins eru ýmsar rangfærslur sem verða sjálfsagt leiðréttar þegar málið verður tekið til afgreiðslu.Gagnbókun M-lista:
Þessi bókun D- og V-lista er ekki í samræmi við efni málsins og er því í raun efnislega röng enda bæjarfulltrúum ávallt frjálst að bóka um efni máls.***
Afgreiðsla 1472. fundar bæjarráðs samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1473202101022F
Fundargerð 1473. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 775. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Bruni í Álfsnesi 8. janúar 2021 202101204
Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu, gefur upplýsingar um bruna í Álfsnesi 8. janúar sl.
Niðurstaða þessa fundar:
Bæjarfulltrúi M-lista óskaði eftir að leggja fram tvær bókanir. Fundarstjóri bauð bæjarfulltrúa að stytta eða breyta bókunum sem var hafnað af hálfu bæjarfulltrúa M-lista. Fundarstjóri hafnaði bókununum.
Afgreiðsla 1473. fundar bæjarráðs samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Bæjarfulltrúi M-lista greiddi atkvæði gegn málinu.
2.2. Þjónusta sveitarfélaga 2020 - Gallup 202101011
Matthías Þorvaldsson kynnir niðurstöður skýrslu Gallup um þjónustu sveitarfélaga á árinu 2020.
Niðurstaða þessa fundar:
Tillaga L-lista:
Bæjarstjórn samþykkir að kaupa spurningar í aukapakka Gallup í tengslum við þjónustukönnun sveitarfélaga 2020, spurningar sem í grófum dráttum fjalla svör aðspurðra og varða fjárhag heimila og horfur, starfsöryggi og aðgerðir sveitarfélagsins vegna COVID-19.Málsmeðferðartillaga um að vísa tillögunni til umræðu bæjarráðs samþykkt með fimm atkvæðum D- og V-lista. Bæjarfulltrúar C-, L-, M- og S-lista greiddu atkvæði gegn málsmeðferðartillögu.
***
Bókun C-, D-, L-, S- og V-lista:
Bæjarfulltrúar C-, D-, L-, S- og V-lista taka undir bókun bæjarráðs þar sem góðri útkomu Mosfellsbæjar úr þjónustukönnun sveitarfélagana fyrir árið 2020 er fagnað. Í meginatriðum er niðurstaðan jákvæð og íbúar í heildina litið ánægðir með þjónustu sveitarfélagsins. Mosfellsbær situr í efstu sætum meðal bæjarfélaga á Íslandi eins og undanfarin ár. Skýrslan verður kynnt í nefndum bæjarins og gefur tækifæri til þess að rýna þjónustuþætti bæjarins með það að markmiði að bæta þjónustuna enn frekar bæjarbúum til hagsbóta.Bókun M-lista:
Það er mat bæjarfulltrúa Miðflokksins að þessi bókun Bæjarráðs sé stórundarleg í ljósi þess að ekkert virðist vera að lagast í skipulagsmálum og í málefnum er snúa að fötluðum. Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi er m.a. skipaður þeim flokkum sem mynda meirihluta í Mosfellsbæ. Það virðist ekki verða til þess að fjármagn fylgi t.a.m. loforðum um fjölgun NPA-samninga. Slík innihaldslaus loforð eru ámælisverð af hálfu ríkis og framangreindra stjórnmálahreyfinga, t.a.m. Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs (VG). Þjónusta við eldri borgara mætti greinilega vera betri. Bærinn sýnir fremur lakan árangur hvað þjónustu grunnskólanna varðar sem kemur sérstaklega á óvart og sterkar líkur á að það stafi af stefnu meirihlutans í Mosfellsbæ síðustu ár mun fremur en gagnrýni á störf okkar góða starfsfólks í skólunum. Sama má segja um menningarmál almennt. Þetta er hreinlega alls ekki jákvæð könnun í mörgum þáttum fyrir Mosfellsbæ, því miður.Bókun S-lista:
Ánægjulegt er að heildarniðurstaða Mosfellsbæjar í þjónustukönnun Gallup er góð.Mikilvægt er fyrir bæinn að fylgjast með því hvaða skoðun bæjarbúar hafa á þjónustu sveitarfélagsins, og þá sérstaklega skoðanir þeirra sem nýta þjónustuna og þurfa á henni að halda. Í þessari könnun eru vísbendingar um skoðun bæjarbúa á ýmsum þjónustuþáttum. Nauðsynlegt er fyrir bæjaryfirvöld að vinna sérstaklega að því að kanna ástæður þess t.d. að að þjónusta við fatlað fólk og aldraða fær svo lága einkunn sem raun ber vitni. Að vinna markvisst úr niðurstöðum þessarar könnunar er algjört forgangsatriði því ef það er ekki gert er marklaust að leggja hana fyrir.
***
Afgreiðsla 1473. fundar bæjarráðs samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Bæjarfulltúi M-lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.2.3. Samningur - Þingvallavegur um Mosfellsdal 202012002
Drög að samningi við Vegagerðina í tengslum um endurbyggingu Þingvallavegar lögð fram til samþykktar. Samkvæmt samningnum mun Vegagerðin annast samningagerð við landeigendur um kaup á nauðsynlegu landi vegna aðkomu að Jónstótt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1473. fundar bæjarráðs samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Bæjarfulltúi M-lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
2.4. Þverholt 1 - ósk um stækkun lóðar við Barion 202010334
Ósk um stækkun lóðarinnar Þverholt 1 til vesturs. Umbeðin umsögn bæjarstjóra og framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1473. fundar bæjarráðs samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Bæjarfulltúi M-lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
2.5. Bjarkarholt 7-9 - ósk um stækkun lóðar 202101234
Borist hefur erindi frá Guðmundi Oddi Víðissyni með ósk um stækkun lóðar Bjarkarholts 7-9 til suðurs í samræmi við framlögð gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1473. fundar bæjarráðs samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Bæjarfulltúi M-lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
2.6. Umsóknir um lóðir í Leirvogstungu við Fossatungu og Kvíslartungu 2018 201804017
Tillaga um úthlutun lóðanna Fossatungu 24-26.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1473. fundar bæjarráðs samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Bæjarfulltúi M-lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
2.7. Verkfallslisti Mosfellsbæjar 201909226
Óskað eftir heimild til að auglýsa lista yfir þau störf sem undanþegin eru verkfallsheimild fyrir árið 2021, með fyrirvara um breytingar vegna samráðs við viðkomandi stéttarfélög.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1473. fundar bæjarráðs samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Bæjarfulltúi M-lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
3. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 302202101016F
Fundargerð 302. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 775. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Covid-19 stöðuskýrsla fjölskyldusviðs 202004005
Covid-19 stöðuskýrsla fjölskyldusviðs til og með desember lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 302. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.2. Lykiltölur fjölskyldusviðs 202006316
Lykiltölur fjölskyldusviðs janúar-desember 2020 lagðar fyrir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 302. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.3. Lokaskýrsla um tilraunaverkefni um sérstakan húsnæðisstuðning 202012273
Lokaskýrsla um tilraunaverkefni um sérstakan húsnæðisstuðning
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 302. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.4. Bréf Velferðarvaktarinnar til ríkis og sveitarfélaga í mótvægisaðgerðum vegna COVID 19 202012235
Tillögur Velferðarvaktarinnar til ríkis og sveitarfélaga um mótvægisaðgerðir vegna COVID-19 lagðar fram til kynningar. Á fundi 1472. fundar bæjarráðs var eftirfarandi bókað:
Erindi lagt fram. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa tillögum velferðarvaktarinnar til kynningar í fjölskyldunefnd og fræðslunefnd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 302. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.5. Frumvarp til laga um Barna- og fjölskyldustofu - beiðni um umsögn 202012270
Frumvarp til laga um Barna- og fjölskyldustofu lagt fram til kynningar. Á 1471. fundi bæjarráðs var eftirfarandi bókað:
"Lagt fram. Samþykkt með þremur atkvæðum að frumvarpið verði kynnt í fjölskyldunefnd."Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 302. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.6. Frumvarp til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála - beiðni um umsögn 202012271
Frumvarp til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála lagt fram til kynningar. Á 1471. fundi bæjarráðs var eftirfarandi bókað:
"Lagt fram. Samþykkt með þremur atkvæðum að frumvarpið verði kynnt í fjölskyldunefnd."Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 302. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.7. Frumvarp til laga um samþættingu þjónustu barna - beiðni um umsögn 202012269
Frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna lagt fram til kynningar. Á 1471. fundi bæjarráðs var eftirfarandi bókað:
"Lagt fram. Samþykkt með þremur atkvæðum að frumvarpið verði kynnt í fjölskyldunefnd."Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 302. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.8. Trúnaðarmálafundur 2018-2022 - 1442 202101017F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 302. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.9. Barnaverndarmálafundur 2018-2022 - 749 202101004F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 302. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4. Menningar- og nýsköpunarnefnd - 25202101010F
Fundargerð 25. fundar menningar- og nýsköpunarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 775. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun- beiðni um umsögn 202011406
Frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun lagt fram til kynningar í menningar- og nýsköpunarnefnd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 25. fundar menningar- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.2. Ársskýrsla Bókasafns Mosfellsbæjar 2020 202101141
Ársskýrsla Bókasafns Mosfellsbæjar fyrir árið 2020 lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 25. fundar menningar- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.3. Lista- og menningarsjóður - uppgjör 2020 202101133
Lagt fram uppgjör Lista- og menningarsjóðs fyrir árið 2020.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 25. fundar menningar- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 385202101020F
Fundargerð 385. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 775. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Ytra mat á grunnskólum - Varmárskóli 201906059
Greining á stjórnskipulagi Varmárskóla.
Á 1472. fundi bæjarráðs var eftirfarandi bókað:
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að tillögum verði vísað til umsagnar hjá fræðslunefnd og skólaráði. Jafnframt verði þær kynntar hagaðilum eins og stjórnendum, starfsmönnum og foreldrum. Í framhaldi af þessari málsmeðferð verði málið tekið til umræðu og afgreiðslu í bæjarráði í febrúar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 385. fundar fræðslunefndar samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Bæjarfulltrúi M-lista sat hjá við afgreiðsluna.
5.2. Upplýsingar til fræðslunefndar vegna Covid19 202008828
Upplýsingar um skóla- og frístundastarf.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 385. fundar fræðslunefndar samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.3. Bréf Velferðarvaktarinnar til ríkis og sveitarfélaga í mótvægisaðgerðum vegna COVID 19 202012235
Tillögur Velferðarvaktarinnar til ríkis og sveitarfélaga um mótvægisaðgerðir vegna COVID-19 lagðar fram til kynningar.
Á fundi 1472. fundar bæjarráðs var eftirfarandi bókað: Erindi lagt fram. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa tillögum velferðarvaktarinnar til kynningar í fjölskyldunefnd og fræðslunefnd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 385. fundar fræðslunefndar samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Bæjarfulltrúi M-lista sat hjá við afgreiðsluna.
5.4. Ytra mat á Krikaskóla, 2020 202005221
Menntamálastofnun samþykkir að fresta ytra mati á Krikaskóla til hausts 2021 vegna COVID-19.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 385. fundar fræðslunefndar samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 215202101021F
Fundargerð 215. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 775. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Ársskýrsla Skógræktarfélags Mosfellsbæjar 2020 202101242
Lögð fram til kynningar ársskýrsla Skógræktarfélags Mosfellsbæjar fyrir árið 2020, ásamt starfsáætlun fyrir árið 2021. Björn Traustason formaður félagsins kemur á fundinn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 215. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.2. Ársskýrsla Hestamannafélagsins Harðar fyrir 2020 202101104
Lögð fram til kynningar ársskýrsla hestamannafélagsins Harðar vegna framkvæmda á árinu 2020.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 215. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.3. Seljadalsnáma 201703003
Lögð fram til kynningar auglýst tillaga Mosfellsbæjar að matsáætlun umhverfisáhrifa vegna Seljadalsnámu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 215. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.4. Starfsleyfistillaga fyrir Sorpu 201904230
Lögð fram til kynningar umsögn umhverfisstjóra við tillögu að breyttu starfsleyfi fyrir urðunarstað SORPU bs. í Álfsnesi.
Málið var tekið til umfjöllunar á 1467. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar þann 26. nóvember s.l. Niðurstaða bæjarráðs var að vísa tillögunni til umhverfisstjóra til umsagnar og afgreiðslu, jafnframt því að tillagan yrði kynnt fyrir umhverfisnefnd.Niðurstaða þessa fundar:
Bókun M-lista:
Fulltrúi Miðflokksins situr hjá undir þessum máli m.a. í ljósi stórbruna, mengunar, stjórnleysi stjórnar byggðarlagsins SORPU. Ekki er séð að þrátt fyrir þessa kynningu umhverfisstjóra og áréttingar að mengun hverfi.***
Afgreiðsla 215. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Bæjarfulltrúi M-lista sat hjá við afgreiðsluna.6.5. Friðland við Varmárósa, endurskoðun á mörkum 202002125
Lögð fram til staðfestingar tillaga að endurskoðaðri friðlýsingu fyrir Varmárósa með stækkun svæðis með hliðsjón af útbreiðslu fitjasefs. Tillaga að friðlýsingu hefur verið auglýst á heimasíðu Umhverfisstofnunar og bárust engar neikvæðar athugasemdir. Beðið er eftir umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Niðurstaða þessa fundar:
Bæjarstjórn samþykkir með níu atkvæðum á 775. fundi að vísa málinu aftur umfjöllunar umhverfisnefndar.
- FylgiskjalAuglýsing_Varmárósar_tillaga.pdfFylgiskjalUmhverfisstofnun _ Varmárósar Mosfellsbæ_frett.pdfFylgiskjal2020_Varmasosar_afmorkun_kortFylgiskjalHeilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis.pdfFylgiskjalLandvernd.pdfFylgiskjalUmsögn_Landgræðslunnar_um_endurskoðun_friðlýsing_Varmárósa (1).pdfFylgiskjalVegagerðin.pdf
7. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 531202101025F
Fundargerð 531. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 775. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Vesturlandsvegur frá Skarhólabraut að Reykjavegi 202101165
Borist hafa frá Vegagerðinni teikningasett forhönnunar og öryggisrýni fyrir breikkun Vesturlandsvegar frá Skarhólabraut að Reykjavegi og aðrein frá vegi að Krikahverfi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 531. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.2. Heildarendurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030 202005057
Skipulagsfulltrúi kynnir ráðgjafa sem Mosfellsbær hefur fengið til vinnu við endurskoðun aðaskipulagsins.
Kynningunni var frestað á 529. fundi nefndarinnar vegna tímaskorts.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 531. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.3. Fjölgun bílastæða við Varmárveg í Helgafellshverfi 201905212
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu breytt útgáfa
deiliskipulagsbreytingar við Varmárveg, eftir auglýsingu, þar sem tekið var mið af innsendum athugasemdum. Athugasemdir voru kynntar á 529. fundi nefndarinnar. Fyrir liggja drög að svörum.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 531. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.4. Gerplutorg - deiliskipulag 202004232
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu breytt útgáfa deiliskipulagsbreytingar við Gerplustræti, eftir auglýsingu, þar sem tekið var mið af innsendum athugasemdum.
Athugasemdir voru kynntar á 530. fundi nefndarinnar. Fyrir liggja drög að svörum.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 531. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.5. Helgafellshverfi 5. áfangi - nýtt deiliskipulag 201811024
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing fyrir nýtt deiliskipulag fyrir íbúðabyggð í 5. áfanga Helgafellshverfis auk breytingar á aðalskipulagi Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 531. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.6. Efra og neðra Reykjahverfi - endurskoðun deiliskipulags 202008872
Lagt er fram minnisblað skipulagsfulltrúa vegna stöðu deiliskipulags í efra og neðra Reykjahverfi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 531. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.7. Suður Reykir - Deiliskipulagsbreyting Efri Reykjadalur 202012100
Borist hefur erindi frá Hermanni Georg Gunnlaugssyni, f.h. landeiganda að Suður Reykjum L218499, dags. 30.11.2020, með ósk um breytingu á deiliskipulagi lands í samræmi við gögn. Hjálögð er tillaga að deiliskipulagsbreytingu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 531. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.8. Hamrabrekkur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202010011
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi, frá Hafsteini Helga Halldórssyni, fyrir frístundahús í Hamrabrekkum 1. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 422. afgreiðslufundi byggingarfulltrúi þar sem að ekki er í gildi deiliskipulag af svæðinu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 531. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.9. Leirvogstunga/Tungubakkar - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202010303
Borist hafa breyttar teikningar og áætlanir fyrir fjarskiptamastur Nova við Tungubakka. Upprunalegt erindi var tekið fyrir á 516. fundi nefndarinnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 531. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.10. Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024 - breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi Fannborgarreitur-Traðarreitur 201912217
Borist hefur erindi frá skipulagsstjóra Kópavogs, dags. 11.01.2020, með ósk um umsögn um auglýsta aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulag á Fannborgar- og Traðarreit-vestur í Hamraborg.
Athugasemdafrestur er til og með 02.03.2020.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 531. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 422 202101023F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 531. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Almenn erindi
8. Ósk um leyfi202008423
Ósk Valdimars Birgissonar bæjarfulltrúa Viðreisnar um að leyfi sem honum var veitt frá störfum í bæjarstjórn Mosfellsbæjar frá 1. september 2020 til 26. febrúar 2021 á 765. fundi verði framlengt til 1. apríl 2021.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að heimild Valdimars Birgissonar, til að víkja tímabundið úr bæjarstjórn Mosfellsbæjar frá 1. september 2020 til 26. febrúar 2021, verði framlengd til 1. apríl 2021.
9. Kosning í nefndir og ráð201806075
Ósk frá S-lista um að nýr aðalmaður verði kjörinn í lýðræðis- og mannréttindanefnd og að nýr áheyrnarfulltrúi verði kjörinn í fræðslunefnd.
Fram kemur tillaga um að Kjartan Due Nielsen verði aðalmaður S-lista í lýðræðis- og mannréttindanefnd í stað Steinunnar Daggar Steinsen. Ekki koma fram aðrar tillögur og telst hún því samþykkt.
Fram kemur tillaga um að Gerður Pálsdóttir verði áheyrnarfulltrúi S-lista í fræðslunefnd í stað Steinunnar Daggar Steinsen. Ekki koma fram aðrar tillögur og telst hún því samþykkt.
Fundargerðir til kynningar
10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 422202101023F
Fundargerð 422. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 775. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
10.1. Arnarból í Elliðakotslandi, umsókn um byggingarleyfi 202011423
Sigríður J Hjaltested de Jesus Suðurgötu 80 Siglufirði sækir um leyfi til að byggja úr timbri viðbyggingu við núverandi frístundahús á lóðinni Arnarból, landnr. 125239, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 177,3 m², 425,16 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 422. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 775. fundi bæjarstjórnar.
10.2. Bjarkarholt 7-9 (17-19) /Umsókn um byggingarleyfi. 201801132
ÞAM ehf. Katrínartúni 2 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Bjarkarholt nr. 7-9, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 422. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 775. fundi bæjarstjórnar.
10.3. Bugðufljót 13, Umsókn um byggingarleyfi 201805122
Bugðufljót 3 ehf. sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta atvinnuhúsnæðis á lóðinni Bugðufljót nr. 13, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 422. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 775. fundi bæjarstjórnar.
10.4. Fossatunga 17-19, umsókn um byggingarleyfi 202012347
Járnirkið ehf Daggarvöllum Hafnarfirði sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Fossatunga nr. 17-19, í samræmi við framlögð gögn. Stækkun 17,45 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 422. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 775. fundi bæjarstjórnar.
10.5. Hamrabrekkur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202010011
Hafsteinn Helgi Halldórsson sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri frístundahús á lóðinni Hamrabrekkur nr. 1, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 129,3 m², 438,8 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 422. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 775. fundi bæjarstjórnar.
11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 423202101026F
Fundargerð 423. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 775. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér
11.1. Brúarfljót 2, umsókn um byggingarleyfi 202011137
E18, Logafold 32, sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta á mhl. 01 og 02 atvinnuhúsnæðis á lóðinni Brúarfljót nr. 2, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 423. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 775. fundi bæjarstjórnar.
11.2. Fossatunga 25-27, Umsókn um byggingarleyfi. 201906085
Jónas Björnsson kt.240851-4749 og Sigurgísli Jónasson kt.310875-5549, sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta parhúss á lóðinni Fossatunga 25-27 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 423. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 775. fundi bæjarstjórnar.
12. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 50202101029F
Fundargerð 50. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 775. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
12.1. Brú yfir Varmá við Stekkjarflöt - deiliskipulagsbreyting Álafosskvos 202011323
Skipulagsnefnd samþykkti á 529. fundi sínum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir nýja göngubrú yfir Varmá við Stekkjarflöt, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan var auglýst á vef sveitarfélagsins auk þess að vera aðgengileg á upplýsingatorgi Þverholti 2. Kynningarbréf og gögn voru send í Brekkuland 1 og 3, Hagaland 1 og Helgafellsveg 10.
Athugasemdafrestur var frá 10.12.2020 til 14.01.2021.
Engar athugasemdir bárust.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 50. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 775. fundi bæjarstjórnar.
13. Notendaráð fatlaðs fólks - 11202101018F
Fundargerð 11. fundar notendaráðs fatlaðs fólks lögð fram til kynningar á 775. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
13.1. Umsókn um starfsleyfi 202011207
Staðfesting á útgáfu starfsleyfis fyrir Skálatún kynnt fyrir notendaráði.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 11. fundar notendaráðs fatlaðs fólks lögð fram til kynningar á 775. fundi bæjarstjórnar.
13.2. Samningur um akstursþjónustu 202012058
Ferðaþjónustusamningur Blindrafélagsins og Mosfellsbæjar kynntur notendaráði.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 11. fundar notendaráðs fatlaðs fólks lögð fram til kynningar á 775. fundi bæjarstjórnar.
13.3. Reglur um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra 202006527
Drög að reglum Mosfellsbæjar um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra kynntar og ræddar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 11. fundar notendaráðs fatlaðs fólks lögð fram til kynningar á 775. fundi bæjarstjórnar.
14. Fundargerð 333. fundar stjórnar strætó bs.202101310
Fundargerð 333. fundar stjórnar strætó bs.
Bókun M-lista:
Strætó óskar eftir 300 milljóna yfirdrætti en samhliða virðast áform enn uppi um að eyða öðru eins eða meiru í borgarlínu á næstu misserum. Enn og aftur er hér um að ræða byggðasamlag sem ekki stendur við áætlanir og virðist eiga afar erfitt í rekstri. Ólíklegt er að Strætó nái vopnum sínum án frekari fjárútláta af hálfu skattgreiðenda.***
Fundargerð 333. fundar stjórnar strætó bs. lögð fram til kynningar á 775. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.15. Fundargerð 334. fundar stjórnar strætó bs.202101311
Fundargerð 334. fundar stjórnar strætó bs.
Fundargerð 334. fundar stjórnar strætó bs. lögð fram til kynningar á 775. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
16. Fundargerð 518. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202101316
Fundargerð 518. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Fundargerð 518. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 775. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
17. Fundargerð 59. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis202101317
Fundargerð 59. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis
Fundargerð 59. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis lögð fram til kynningar á 775. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
- Fylgiskjal132_fundur 2020_22_10_Framkvæmdastjorn um vatnsvernd.pdfFylgiskjalÁD_2020_12_09_LysingAdalskipulagMosfellsbaer.pdfFylgiskjalÁD_2020_12_09_LysingSeltjarnarnesLeikskolareit.pdfFylgiskjalÁD_2020_12_09_LysingSeltjarnarnesRádagerdi.pdfFylgiskjalÁD_2020_12_10_EftirlitsáætlunEfnamál.pdfFylgiskjalÁD_2020_12_10_LysingEyrarkot.pdfFylgiskjalÁD_2020_12_11_Fráveitumál2018.pdfFylgiskjalÁD_2020_12_16_DeiliskipulagHeshúsahverfis.pdfFylgiskjalHEK_B_nr_1270_2020.pdfFylgiskjalHundasleðar Íslands ehf. dagsektum frestað.pdfFylgiskjalHundasleðar Íslands ehf. formleg áminning.pdfFylgiskjalISOR_20039_Efnasamsetning_Laxnesdy_2020.pdfFylgiskjalLokaúttekt 12. janúar 2021.pdfFylgiskjalLyklafellslína- Skipulagstofnun - tillaga að matsáætlun - umsögn Kjósars....pdfFylgiskjalRG_2020_11_16_Ósk um frest 16.11.2020.pdfFylgiskjalSeltjarnarnes_Fráveita_HEK_2020_12_22.pdfFylgiskjalSK200930 SeltjararnesFráveita.pdfFylgiskjalSkipulagsstofnun tillaga að matsáætlun Seljadalsnámu 2021_01_11.pdfFylgiskjalSORPA - undirritað.pdfFylgiskjalStarfsleyfi_Sorpu_urðunarstaður_Álfsnesi_HEK_2020_12_15.pdfFylgiskjalUmsögn um drög að gjaldskrá fyrir sorphirðu í Mosfellsbæ.pdfFylgiskjalFundargerð 59. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.pdf