Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

27. janúar 2021 kl. 16:30,
í fjarfundi


Fundinn sátu

 • Bjarki Bjarnason (BBj) forseti
 • Lovísa Jónsdóttir (LJó) 1. varaforseti
 • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varaforseti
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
 • Haraldur Sverrisson aðalmaður
 • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
 • Hafsteinn Pálsson (HP) 2. varabæjarfulltrúi
 • Þóra Margrét Hjaltested þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Fundargerð

 • 1. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1472202101011F

  Fund­ar­gerð 1472. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

  • 1.1. Bréf Vel­ferð­ar­vakt­ar­inn­ar til rík­is og sveit­ar­fé­laga í mót­vægisað­gerð­um vegna COVID 19 202012235

   Til­lög­ur Vel­ferð­ar­vakt­ar­inn­ar til rík­is og sveit­ar­fé­laga um mót­vægs­að­gerð­ir vegna COVID-19 lagð­ar fram til kynn­ing­ar.

   Niðurstaða þessa fundar:

   Af­greiðsla 1472. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

  • 1.2. Þings­álykt­un um græna at­vinnu­bylt­ingu - beiðni um um­sögn 202012306

   Þings­álykt­un um græna at­vinnu­bylt­ingu - beiðni um um­sögn fyr­ir 12. janú­ar nk.

   Niðurstaða þessa fundar:

   Af­greiðsla 1472. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

  • 1.3. Ytra mat á grunn­skól­um - Varmár­skóli 201906059

   Grein­ing á stjórn­skipu­lagi Varmár­skóla.

   Niðurstaða þessa fundar:

   Bók­un M-lista:
   Þessi út­tekt er ekki í sam­ræmi við út­tekt Mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins frá ár­inu 2010 sem mæl­ir með bygg­ingu á milli yngri og eldri deild­ar Varmár­skóla til að sam­ræma starf­sem­ina bet­ur, tryggja að­bún­að fyr­ir bæði nem­end­ur og starfs­menn, flytja mötu­neyti og byggja á mik­il­vægi þess að skóla­sam­fé­lag­ið sé þarna sam­ein­að. Það að skipta aft­ur í tvo skóla er aft­ur­för enda lít­ið um þá sýn get­ið hve mik­il­vægt er að skóla­sam­fé­lag­ið þroskast inn­an mið­lægs svæð­is við Varmá. Ekki er séð að nýj­ir skól­ar bæj­ar­ins verði skipt upp til að ná þeirri „hag­ræð­ingu“ sem get­ið er um í þess­ar skýrslu. Það er mið­ur að ekki hafi ver­ið leitað ít­ar­lega eft­ir sjón­ar­mið­um kenn­ara og ann­arra starfs­manna, þ.e. utan stjórn­enda. Þetta virð­ist vera aft­ur­för og mun auka enn á ósam­ræmi í starfi og að öll­um lík­ind­um hamla skóla­þró­un inn­an veggja Varmár­skóla.

   Bók­un D- og V-lista:
   Á 1472. fundi bæj­ar­ráðs var sam­þykkt að vísa mál­inu til um­sagn­ar fræðslu­nefnd­ar og skóla­ráðs sem og til kynn­ing­ar fyr­ir stjórn­end­um, starfs­mönn­um og for­eldr­um að því loknu verð­ur mál­ið tek­ið fyr­ir í bæj­ar­ráði til af­greiðslu. Bæj­ar­full­trú­um V- og D lista finnst það ekki við hæfi að taka af­stöðu til máls­ins fyrr en að fengn­um þess­um um­sögn­um. Það skal þó tek­ið fram að í bók­un bæj­ar­full­trúa Mið­flokks­ins eru ýms­ar rang­færsl­ur sem verða sjálf­sagt leið­rétt­ar þeg­ar mál­ið verð­ur tek­ið til af­greiðslu.

   Gagn­bók­un M-lista:
   Þessi bók­un D- og V-lista er ekki í sam­ræmi við efni máls­ins og er því í raun efn­is­lega röng enda bæj­ar­full­trú­um ávallt frjálst að bóka um efni máls.

   ***
   Af­greiðsla 1472. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

  • 2. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1473202101022F

   Fund­ar­gerð 1473. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

   • 2.1. Bruni í Álfs­nesi 8. janú­ar 2021 202101204

    Jón Viggó Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Sorpu, gef­ur upp­lýs­ing­ar um bruna í Álfs­nesi 8. janú­ar sl.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Bæj­ar­full­trúi M-lista ósk­aði eft­ir að leggja fram tvær bók­an­ir. Fund­ar­stjóri bauð bæj­ar­full­trúa að stytta eða breyta bók­un­um sem var hafn­að af hálfu bæj­ar­full­trúa M-lista. Fund­ar­stjóri hafn­aði bók­un­un­um.

    Af­greiðsla 1473. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um. Bæj­ar­full­trúi M-lista greiddi at­kvæði gegn mál­inu.

   • 2.2. Þjón­usta sveit­ar­fé­laga 2020 - Gallup 202101011

    Matth­ías Þor­valds­son kynn­ir nið­ur­stöð­ur skýrslu Gallup um þjón­ustu sveit­ar­fé­laga á ár­inu 2020.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Til­laga L-lista:
    Bæj­ar­stjórn sam­þykk­ir að kaupa spurn­ing­ar í aukapakka Gallup í tengsl­um við þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2020, spurn­ing­ar sem í gróf­um drátt­um fjalla svör að­spurðra og varða fjár­hag heim­ila og horf­ur, starfs­ör­yggi og að­gerð­ir sveit­ar­fé­lags­ins vegna COVID-19.

    Máls­með­ferð­ar­til­laga um að vísa til­lög­unni til um­ræðu bæj­ar­ráðs sam­þykkt með fimm at­kvæð­um D- og V-lista. Bæj­ar­full­trú­ar C-, L-, M- og S-lista greiddu at­kvæði gegn máls­með­ferð­ar­til­lögu.

    ***
    Bók­un C-, D-, L-, S- og V-lista:
    Bæj­ar­full­trú­ar C-, D-, L-, S- og V-lista taka und­ir bók­un bæj­ar­ráðs þar sem góðri út­komu Mos­fells­bæj­ar úr þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­lag­ana fyr­ir árið 2020 er fagn­að. Í meg­in­at­rið­um er nið­ur­stað­an já­kvæð og íbú­ar í heild­ina lit­ið ánægð­ir með þjón­ustu sveit­ar­fé­lags­ins. Mos­fells­bær sit­ur í efstu sæt­um með­al bæj­ar­fé­laga á Ís­landi eins og und­an­farin ár. Skýrsl­an verð­ur kynnt í nefnd­um bæj­ar­ins og gef­ur tæki­færi til þess að rýna þjón­ustu­þætti bæj­ar­ins með það að mark­miði að bæta þjón­ust­una enn frek­ar bæj­ar­bú­um til hags­bóta.

    Bók­un M-lista:
    Það er mat bæj­ar­full­trúa Mið­flokks­ins að þessi bók­un Bæj­ar­ráðs sé stórund­ar­leg í ljósi þess að ekk­ert virð­ist vera að lag­ast í skipu­lags­mál­um og í mál­efn­um er snúa að fötl­uð­um. Stjórn­ar­meiri­hlut­inn á Al­þingi er m.a. skip­að­ur þeim flokk­um sem mynda meiri­hluta í Mos­fells­bæ. Það virð­ist ekki verða til þess að fjár­magn fylgi t.a.m. lof­orð­um um fjölg­un NPA-samn­inga. Slík inni­halds­laus lof­orð eru ámæl­is­verð af hálfu rík­is og fram­an­greindra stjórn­mála­hreyf­inga, t.a.m. Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs (VG). Þjón­usta við eldri borg­ara mætti greini­lega vera betri. Bær­inn sýn­ir frem­ur lak­an ár­ang­ur hvað þjón­ustu grunn­skól­anna varð­ar sem kem­ur sér­stak­lega á óvart og sterk­ar lík­ur á að það stafi af stefnu meiri­hlut­ans í Mos­fells­bæ síð­ustu ár mun frem­ur en gagn­rýni á störf okk­ar góða starfs­fólks í skól­un­um. Sama má segja um menn­ing­ar­mál al­mennt. Þetta er hrein­lega alls ekki já­kvæð könn­un í mörg­um þátt­um fyr­ir Mos­fells­bæ, því mið­ur.

    Bók­un S-lista:
    Ánægju­legt er að heild­arnið­ur­staða Mos­fells­bæj­ar í þjón­ustu­könn­un Gallup er góð.

    Mik­il­vægt er fyr­ir bæ­inn að fylgjast með því hvaða skoð­un bæj­ar­bú­ar hafa á þjón­ustu sveit­ar­fé­lags­ins, og þá sér­stak­lega skoð­an­ir þeirra sem nýta þjón­ust­una og þurfa á henni að halda. Í þess­ari könn­un eru vís­bend­ing­ar um skoð­un bæj­ar­búa á ýms­um þjón­ustu­þátt­um. Nauð­syn­legt er fyr­ir bæj­ar­yf­ir­völd að vinna sér­stak­lega að því að kanna ástæð­ur þess t.d. að að þjón­usta við fatlað fólk og aldr­aða fær svo lága einkunn sem raun ber vitni. Að vinna mark­visst úr nið­ur­stöð­um þess­ar­ar könn­un­ar er al­gjört for­gangs­at­riði því ef það er ekki gert er mark­laust að leggja hana fyr­ir.

    ***
    Af­greiðsla 1473. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um. Bæj­ar­fulltúi M-lista sat hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

   • 2.3. Samn­ing­ur - Þing­valla­veg­ur um Mos­fells­dal 202012002

    Drög að samn­ingi við Vega­gerð­ina í tengsl­um um end­ur­bygg­ingu Þing­valla­veg­ar lögð fram til sam­þykkt­ar. Sam­kvæmt samn­ingn­um mun Vega­gerð­in ann­ast samn­inga­gerð við land­eig­end­ur um kaup á nauð­syn­legu landi vegna að­komu að Jón­st­ótt.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Af­greiðsla 1473. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um. Bæj­ar­fulltúi M-lista sat hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

   • 2.4. Þver­holt 1 - ósk um stækk­un lóð­ar við Bari­on 202010334

    Ósk um stækk­un lóð­ar­inn­ar Þver­holt 1 til vest­urs. Um­beð­in um­sögn bæj­ar­stjóra og fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Af­greiðsla 1473. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um. Bæj­ar­fulltúi M-lista sat hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

   • 2.5. Bjark­ar­holt 7-9 - ósk um stækk­un lóð­ar 202101234

    Borist hef­ur er­indi frá Guð­mundi Oddi Víð­is­syni með ósk um stækk­un lóð­ar Bjark­ar­holts 7-9 til suð­urs í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Af­greiðsla 1473. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um. Bæj­ar­fulltúi M-lista sat hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

   • 2.6. Um­sókn­ir um lóð­ir í Leir­vogstungu við Fossa­tungu og Kvísl­artungu 2018 201804017

    Til­laga um út­hlut­un lóð­anna Fossa­tungu 24-26.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Af­greiðsla 1473. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um. Bæj­ar­fulltúi M-lista sat hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

   • 2.7. Verk­falls­listi Mos­fells­bæj­ar 201909226

    Óskað eft­ir heim­ild til að aug­lýsa lista yfir þau störf sem und­an­þeg­in eru verk­falls­heim­ild fyr­ir árið 2021, með fyr­ir­vara um breyt­ing­ar vegna sam­ráðs við við­kom­andi stétt­ar­fé­lög.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Af­greiðsla 1473. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um. Bæj­ar­fulltúi M-lista sat hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

   • 3. Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 302202101016F

    Fund­ar­gerð 302. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

    • 3.1. Covid-19 stöðu­skýrsla fjöl­skyldu­sviðs 202004005

     Covid-19 stöðu­skýrsla fjöl­skyldu­sviðs til og með des­em­ber lögð fram.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 302. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.2. Lyk­il­töl­ur fjöl­skyldu­sviðs 202006316

     Lyk­il­töl­ur fjöl­skyldu­sviðs janú­ar-des­em­ber 2020 lagð­ar fyr­ir.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 302. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.3. Loka­skýrsla um til­rauna­verk­efni um sér­stak­an hús­næð­isstuðn­ing 202012273

     Loka­skýrsla um til­rauna­verk­efni um sér­stak­an hús­næð­isstuðn­ing

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 302. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.4. Bréf Vel­ferð­ar­vakt­ar­inn­ar til rík­is og sveit­ar­fé­laga í mót­vægisað­gerð­um vegna COVID 19 202012235

     Til­lög­ur Vel­ferð­ar­vakt­ar­inn­ar til rík­is og sveit­ar­fé­laga um mót­vægisað­gerð­ir vegna COVID-19 lagð­ar fram til kynn­ing­ar. Á fundi 1472. fund­ar bæj­ar­ráðs var eft­ir­far­andi bókað:

     Er­indi lagt fram. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa til­lög­um vel­ferð­ar­vakt­ar­inn­ar til kynn­ing­ar í fjöl­skyldu­nefnd og fræðslu­nefnd.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 302. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.5. Frum­varp til laga um Barna- og fjöl­skyldu­stofu - beiðni um um­sögn 202012270

     Frum­varp til laga um Barna- og fjöl­skyldu­stofu lagt fram til kynn­ing­ar. Á 1471. fundi bæj­ar­ráðs var eft­ir­far­andi bókað:
     "Lagt fram. Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að frum­varp­ið verði kynnt í fjöl­skyldu­nefnd."

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 302. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.6. Frum­varp til laga um Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un vel­ferð­ar­mála - beiðni um um­sögn 202012271

     Frum­varp til laga um Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un vel­ferð­ar­mála lagt fram til kynn­ing­ar. Á 1471. fundi bæj­ar­ráðs var eft­ir­far­andi bókað:
     "Lagt fram. Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að frum­varp­ið verði kynnt í fjöl­skyldu­nefnd."

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 302. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.7. Frum­varp til laga um sam­þætt­ingu þjón­ustu barna - beiðni um um­sögn 202012269

     Frum­varp til laga um sam­þætt­ingu þjón­ustu í þágu far­sæld­ar barna lagt fram til kynn­ing­ar. Á 1471. fundi bæj­ar­ráðs var eft­ir­far­andi bókað:
     "Lagt fram. Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að frum­varp­ið verði kynnt í fjöl­skyldu­nefnd."

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 302. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.8. Trún­að­ar­mála­fund­ur 2018-2022 - 1442 202101017F

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 302. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.9. Barna­vernd­ar­mála­fund­ur 2018-2022 - 749 202101004F

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 302. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 4. Menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd - 25202101010F

     Fund­ar­gerð 25. fund­ar menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

     • 5. Fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 385202101020F

      Fund­ar­gerð 385. fund­ar fræðslu­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

      • 5.1. Ytra mat á grunn­skól­um - Varmár­skóli 201906059

       Grein­ing á stjórn­skipu­lagi Varmár­skóla.

       Á 1472. fundi bæj­ar­ráðs var eft­ir­far­andi bókað:
       Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að til­lög­um verði vísað til um­sagn­ar hjá fræðslu­nefnd og skóla­ráði. Jafn­framt verði þær kynnt­ar hag­að­il­um eins og stjórn­end­um, starfs­mönn­um og for­eldr­um. Í fram­haldi af þess­ari máls­með­ferð verði mál­ið tek­ið til um­ræðu og af­greiðslu í bæj­ar­ráði í fe­brú­ar.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 385. fund­ar fræðslu­nefnd­ar sam­þykkt á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um. Bæj­ar­full­trúi M-lista sat hjá við af­greiðsl­una.

      • 5.2. Upp­lýs­ing­ar til fræðslu­nefnd­ar vegna Covid19 202008828

       Upp­lýs­ing­ar um skóla- og frí­stund­ast­arf.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 385. fund­ar fræðslu­nefnd­ar sam­þykkt á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.3. Bréf Vel­ferð­ar­vakt­ar­inn­ar til rík­is og sveit­ar­fé­laga í mót­vægisað­gerð­um vegna COVID 19 202012235

       Til­lög­ur Vel­ferð­ar­vakt­ar­inn­ar til rík­is og sveit­ar­fé­laga um mót­vægisað­gerð­ir vegna COVID-19 lagð­ar fram til kynn­ing­ar.

       Á fundi 1472. fund­ar bæj­ar­ráðs var eft­ir­far­andi bókað: Er­indi lagt fram. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa til­lög­um vel­ferð­ar­vakt­ar­inn­ar til kynn­ing­ar í fjöl­skyldu­nefnd og fræðslu­nefnd.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 385. fund­ar fræðslu­nefnd­ar sam­þykkt á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um. Bæj­ar­full­trúi M-lista sat hjá við af­greiðsl­una.

      • 5.4. Ytra mat á Krika­skóla, 2020 202005221

       Mennta­mála­stofn­un sam­þykk­ir að fresta ytra mati á Krika­skóla til hausts 2021 vegna COVID-19.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 385. fund­ar fræðslu­nefnd­ar sam­þykkt á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 6. Um­hverf­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 215202101021F

       Fund­ar­gerð 215. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

       • 7. Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 531202101025F

        Fund­ar­gerð 531. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

        • 7.1. Vest­ur­lands­veg­ur frá Skar­hóla­braut að Reykja­vegi 202101165

         Borist hafa frá Vega­gerð­inni teikn­inga­sett for­hönn­un­ar og ör­ygg­is­rýni fyr­ir breikk­un Vest­ur­lands­veg­ar frá Skar­hóla­braut að Reykja­vegi og að­rein frá vegi að Krika­hverfi.

         Niðurstaða þessa fundar:

         Af­greiðsla 531. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 7.2. Heild­ar­end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar 2011-2030 202005057

         Skipu­lags­full­trúi kynn­ir ráð­gjafa sem Mos­fells­bær hef­ur feng­ið til vinnu við end­ur­skoð­un aðaskipu­lags­ins.
         Kynn­ing­unni var frestað á 529. fundi nefnd­ar­inn­ar vegna tíma­skorts.

         Niðurstaða þessa fundar:

         Af­greiðsla 531. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 7.3. Fjölg­un bíla­stæða við Varmár­veg í Helga­fells­hverfi 201905212

         Lögð er fram til kynn­ing­ar og af­greiðslu breytt út­gáfa
         deili­skipu­lags­breyt­ing­ar við Varmár­veg, eft­ir aug­lýs­ingu, þar sem tek­ið var mið af inn­send­um at­huga­semd­um. At­huga­semd­ir voru kynnt­ar á 529. fundi nefnd­ar­inn­ar. Fyr­ir liggja drög að svör­um.

         Niðurstaða þessa fundar:

         Af­greiðsla 531. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 7.4. Gerplutorg - deili­skipu­lag 202004232

         Lögð er fram til kynn­ing­ar og af­greiðslu breytt út­gáfa deili­skipu­lags­breyt­ing­ar við Gerplustræti, eft­ir aug­lýs­ingu, þar sem tek­ið var mið af inn­send­um at­huga­semd­um.
         At­huga­semd­ir voru kynnt­ar á 530. fundi nefnd­ar­inn­ar. Fyr­ir liggja drög að svör­um.

         Niðurstaða þessa fundar:

         Af­greiðsla 531. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 7.5. Helga­fells­hverfi 5. áfangi - nýtt deili­skipu­lag 201811024

         Lögð er fram til kynn­ing­ar og af­greiðslu skipu­lags­lýs­ing fyr­ir nýtt deili­skipu­lag fyr­ir íbúða­byggð í 5. áfanga Helga­fells­hverf­is auk breyt­ing­ar á að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar.

         Niðurstaða þessa fundar:

         Af­greiðsla 531. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 7.6. Efra og neðra Reykja­hverfi - end­ur­skoð­un deili­skipu­lags 202008872

         Lagt er fram minn­is­blað skipu­lags­full­trúa vegna stöðu deili­skipu­lags í efra og neðra Reykja­hverfi.

         Niðurstaða þessa fundar:

         Af­greiðsla 531. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 7.7. Suð­ur Reyk­ir - Deili­skipu­lags­breyt­ing Efri Reykja­dal­ur 202012100

         Borist hef­ur er­indi frá Her­manni Georg Gunn­laugs­syni, f.h. land­eig­anda að Suð­ur Reykj­um L218499, dags. 30.11.2020, með ósk um breyt­ingu á deili­skipu­lagi lands í sam­ræmi við gögn. Hjá­lögð er til­laga að deili­skipu­lags­breyt­ingu.

         Niðurstaða þessa fundar:

         Af­greiðsla 531. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 7.8. Hamra­brekk­ur 1 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202010011

         Borist hef­ur um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi, frá Haf­steini Helga Hall­dórs­syni, fyr­ir frí­stunda­hús í Hamra­brekk­um 1. Um­sókn­inni var vísað til um­sagn­ar skipu­lags­nefnd­ar af 422. af­greiðslufundi bygg­ing­ar­full­trúi þar sem að ekki er í gildi deili­skipu­lag af svæð­inu.

         Niðurstaða þessa fundar:

         Af­greiðsla 531. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 7.9. Leir­vogstunga/Tungu­bakk­ar - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202010303

         Borist hafa breytt­ar teikn­ing­ar og áætlan­ir fyr­ir fjar­skipta­m­ast­ur Nova við Tungu­bakka. Upp­runa­legt er­indi var tek­ið fyr­ir á 516. fundi nefnd­ar­inn­ar.

         Niðurstaða þessa fundar:

         Af­greiðsla 531. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 7.10. Að­al­skipu­lag Kópa­vogs 2012-2024 - breyt­ing á að­al­skipu­lagi og deili­skipu­lagi Fann­borg­ar­reit­ur-Trað­ar­reit­ur 201912217

         Borist hef­ur er­indi frá skipu­lags­stjóra Kópa­vogs, dags. 11.01.2020, með ósk um um­sögn um aug­lýsta að­al­skipu­lags­breyt­ingu og deili­skipu­lag á Fann­borg­ar- og Trað­ar­reit-vest­ur í Hamra­borg.
         At­huga­semda­frest­ur er til og með 02.03.2020.

         Niðurstaða þessa fundar:

         Af­greiðsla 531. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 7.11. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 422 202101023F

         Niðurstaða þessa fundar:

         Af­greiðsla 531. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        Almenn erindi

        • 8. Ósk um leyfi202008423

         Ósk Valdimars Birgissonar bæjarfulltrúa Viðreisnar um að leyfi sem honum var veitt frá störfum í bæjarstjórn Mosfellsbæjar frá 1. september 2020 til 26. febrúar 2021 á 765. fundi verði framlengt til 1. apríl 2021.

         Bæj­ar­stjórn sam­þykkti sam­hljóða að heim­ild Valdi­mars Birg­is­son­ar, til að víkja tíma­bund­ið úr bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar frá 1. sept­em­ber 2020 til 26. fe­brú­ar 2021, verði fram­lengd til 1. apríl 2021.

        • 9. Kosn­ing í nefnd­ir og ráð201806075

         Ósk frá S-lista um að nýr aðalmaður verði kjörinn í lýðræðis- og mannréttindanefnd og að nýr áheyrnarfulltrúi verði kjörinn í fræðslunefnd.

         Fram kem­ur til­laga um að Kjart­an Due Niel­sen verði aðal­mað­ur S-lista í lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­nefnd í stað Stein­unn­ar Dagg­ar Stein­sen. Ekki koma fram að­r­ar til­lög­ur og telst hún því sam­þykkt.

         Fram kem­ur til­laga um að Gerð­ur Páls­dótt­ir verði áheyrn­ar­full­trúi S-lista í fræðslu­nefnd í stað Stein­unn­ar Dagg­ar Stein­sen. Ekki koma fram að­r­ar til­lög­ur og telst hún því sam­þykkt.

         Fundargerðir til kynningar

         • 10. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 422202101023F

          Fund­ar­gerð 422. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

          • 10.1. Arn­ar­ból í Ell­iða­kotslandi, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202011423

           Sig­ríð­ur J Hjaltested de Jes­us Suð­ur­götu 80 Siglufirði sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri við­bygg­ingu við nú­ver­andi frí­stunda­hús á lóð­inni Arn­ar­ból, landnr. 125239, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 177,3 m², 425,16 m³.

           Niðurstaða þessa fundar:

           Af­greiðsla 422. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

          • 10.2. Bjark­ar­holt 7-9 (17-19) /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201801132

           ÞAM ehf. Katrín­ar­túni 2 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta fjöl­býl­is­húss á lóð­inni Bjark­ar­holt nr. 7-9, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

           Niðurstaða þessa fundar:

           Af­greiðsla 422. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

          • 10.3. Bugðufljót 13, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201805122

           Bugðufljót 3 ehf. sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Bugðufljót nr. 13, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

           Niðurstaða þessa fundar:

           Af­greiðsla 422. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

          • 10.4. Fossa­tunga 17-19, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202012347

           Járnirk­ið ehf Dagg­ar­völl­um Hafnar­firði sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta fjöl­býl­is­húss á lóð­inni Fossa­tunga nr. 17-19, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stækk­un 17,45 m³.

           Niðurstaða þessa fundar:

           Af­greiðsla 422. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

          • 10.5. Hamra­brekk­ur 1 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202010011

           Haf­steinn Helgi Hall­dórs­son sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu og timbri frí­stunda­hús á lóð­inni Hamra­brekk­ur nr. 1, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
           Stærð­ir: 129,3 m², 438,8 m³.

           Niðurstaða þessa fundar:

           Af­greiðsla 422. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

          • 11. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 423202101026F

           Fund­ar­gerð 423. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér

           • 11.1. Brú­arfljót 2, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202011137

            E18, Loga­fold 32, sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta á mhl. 01 og 02 at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Brú­arfljót nr. 2, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 423. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

           • 11.2. Fossa­tunga 25-27, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201906085

            Jón­as Björns­son kt.240851-4749 og Sig­ur­gísli Jónasson kt.310875-5549, sækja um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta par­húss á lóð­inni Fossa­tunga 25-27 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 423. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

           • 12. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 50202101029F

            Fund­ar­gerð 50. af­greiðslufund­ar skipu­lags­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

            • 12.1. Brú yfir Varmá við Stekkj­ar­flöt - deili­skipu­lags­breyt­ing Ála­fosskvos 202011323

             Skipu­lags­nefnd sam­þykkti á 529. fundi sín­um að aug­lýsa deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir nýja göngu­brú yfir Varmá við Stekkj­ar­flöt, skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.
             Til­lag­an var aug­lýst á vef sveit­ar­fé­lags­ins auk þess að vera að­gengi­leg á upp­lýs­inga­torgi Þver­holti 2. Kynn­ing­ar­bréf og gögn voru send í Brekku­land 1 og 3, Haga­land 1 og Helga­fells­veg 10.
             At­huga­semda­frest­ur var frá 10.12.2020 til 14.01.2021.
             Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

             Niðurstaða þessa fundar:

             Af­greiðsla 50. af­greiðslufund­ar skipu­lags­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

            • 13. Not­endaráð fatl­aðs fólks - 11202101018F

             Fund­ar­gerð 11. fund­ar not­enda­ráðs fatl­aðs fólks lögð fram til kynn­ing­ar á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

             • 13.1. Um­sókn um starfs­leyfi 202011207

              Stað­fest­ing á út­gáfu starfs­leyf­is fyr­ir Skála­tún kynnt fyr­ir not­enda­ráði.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 11. fund­ar not­enda­ráðs fatl­aðs fólks lögð fram til kynn­ing­ar á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

             • 13.2. Samn­ing­ur um akst­urs­þjón­ustu 202012058

              Ferða­þjón­ustu­samn­ing­ur Blindra­fé­lags­ins og Mos­fells­bæj­ar kynnt­ur not­enda­ráði.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 11. fund­ar not­enda­ráðs fatl­aðs fólks lögð fram til kynn­ing­ar á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

             • 13.3. Regl­ur um stuðn­ing við börn og fjöl­skyld­ur þeirra 202006527

              Drög að regl­um Mos­fells­bæj­ar um stuðn­ing við börn og fjöl­skyld­ur þeirra kynnt­ar og rædd­ar.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 11. fund­ar not­enda­ráðs fatl­aðs fólks lögð fram til kynn­ing­ar á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

             • 14. Fund­ar­gerð 333. fund­ar stjórn­ar strætó bs.202101310

              Fundargerð 333. fundar stjórnar strætó bs.

              Bók­un M-lista:
              Strætó ósk­ar eft­ir 300 millj­óna yf­ir­drætti en sam­hliða virð­ast áform enn uppi um að eyða öðru eins eða meiru í borg­ar­línu á næstu miss­er­um. Enn og aft­ur er hér um að ræða byggða­samlag sem ekki stend­ur við áætlan­ir og virð­ist eiga afar erfitt í rekstri. Ólík­legt er að Strætó nái vopn­um sín­um án frek­ari fjár­út­láta af hálfu skatt­greið­enda.

              ***
              Fund­ar­gerð 333. fund­ar stjórn­ar strætó bs. lögð fram til kynn­ing­ar á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar.

             • 15. Fund­ar­gerð 334. fund­ar stjórn­ar strætó bs.202101311

              Fundargerð 334. fundar stjórnar strætó bs.

              Fund­ar­gerð 334. fund­ar stjórn­ar strætó bs. lögð fram til kynn­ing­ar á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar.

             • 16. Fund­ar­gerð 518. fund­ar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu202101316

              Fundargerð 518. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

              Fund­ar­gerð 518. fund­ar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu lögð fram til kynn­ing­ar á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar.

             • 17. Fund­ar­gerð 59. fund­ar Heil­brigð­is­nefnd­ar Kjós­ar­svæð­is202101317

              Fundargerð 59. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis

              Fund­ar­gerð 59. fund­ar Heil­brigð­is­nefnd­ar Kjós­ar­svæð­is lögð fram til kynn­ing­ar á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar.

             Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 23:25