4. mars 2022 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfusson byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2021
202201510Bæjarráð Mosfellsbæjar vísaði helstu niðurstöðum þjónustukönnunar, meðal íbúa Mosfellsbæjar á árinu 2021, til kynningar í nefndum bæjarins á 1524. fundi sínum. Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs, kynnir niðurstöður.
Lagt fram og kynnt.
2. Borgarlína í Mosfellsbæ - Blikastaðir
202104298Lögð eru fram til kynningar drög og tillögur starfsfólks Mannvits að legu og sniði Borgarlínu í gegnum óbyggt land Blikastaða sem tenging milli Reykjavíkur og Baugshlíðar.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillögur samkvæmt fyrirliggjandi gögnum verði lagðar til grundvallar að legu Borgarlínunnar í nýju aðalskipulagi Mosfellsbæjar.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.
Jón Pétursson fulltrúi M-lista, Miðflokks, greiðir atkvæði gegn tillögunni.Bókun Jóns Péturssonar fulltrúa M-lista, Miðflokks:
Miðflokkurinn hefur alla tíð lagst gegn hugmyndum um Borgarlínu með rökum sem áður hafa komið fram. Borgarlína í gegn um Blikastaðaland, ef af verður, mun auka virði þess lands verulega. Landið er í eigu einkaaðila. Fasteignir á því landi verða einungis á færi efnafólks að eignast.3. Miðsvæði Mosfellsbæjar 116-M - aðalskipulagsbreyting
202201368Skipulagsnefnd samþykkti á 557. fundi sínum að kynna skipulagslýsingu fyrir aðal- og deiliskipulagsbreytingu á miðsvæði Mosfellsbæjar 116-M. Umsagnafrestur var frá 03.02.2022 til og með 21.02.2022. Lagðar eru fram til kynningar umsagnir sem bárust frá Skipulagsstofnun, dags. 09.02.2022, Landsneti, dags. 25.02.2022, Svæðisskipulagsnefnd SSH, dags. 25.02.2022, Heilbrigðiseftirliti HEF, dags. 28.02.2022 og Minjastofnun Íslands, dags. 02.03.2022.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falin áframhaldandi vinna málsins.
Samþykkt með fimm atkvæðum.4. Miðdalur 2 L199723 - deiliskipulag
202105214Lagt er fram minnisblað skipulagsfulltrúa, vegna erindis um gerð deiliskipulags á landbúnaðarlandi L199723, í samræmi við afgreiðslu á 547. fundi nefndarinnar. Erindi lagt fram til afgreiðslu.
Í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkir skipulagsnefnd að heimila landeigenda að hefja vinnu við gerð deiliskipulags á landinu skv. 40. gr. sömu laga og á forsendum minnisblaðs.
Samþykkt með fimm atkvæðum.5. Reykjamelur 46 - Krókar - ósk um deiliskipulagsbreytingu
202112395Lagt er fram minnisblað skipulagsfulltrúa, vegna erindis um deiliskipulagsbreytingu og uppskiptingu lóðarinnar Krókar við Varmá, í samræmi við afgreiðslu á 557. fundi nefndarinnar. Erindi lagt fram til afgreiðslu.
Skipulagsnefnd synjar erindi umsækjenda um deiliskipulagsbreytingu og uppskiptingu lands sökum þess að tillagan gengur gegn helstu markmiðum gildandi deiliskipulag um að vernda gróður og græna ásýnd svæðisins.
Samþykkt með fimm atkvæðum.6. Heildarendurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030
202005057Kynnt eru til umræðu drög og tillögur að greinargerð og ákvæðum nokkurra málaflokka fyrir nýtt aðalskipulag Mosfellsbæjar 2020-2040. Fjallað er um íbúðarbyggð, miðsvæði og almenningssamgöngur.
Málinu frestað.
Fundargerðir til staðfestingar
7. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 57
202202027FFundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
7.1. Krókatjörn L125149 og L125150 frístundabyggð - deiliskipulagsbreyting
202105199Skipulagsnefnd samþykkti á 549. fundi sínum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir frístundalóðirnar L125149 og L125150 norðan Krókatjarnar skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin var kynnt með dreifibréfi og á vef Mosfellsbæjar, mos.is. Bréf voru send á umsagnaraðila og á skráða landeigendur L125148, L125147, L125155, L125154, L125210, L125210 og L125151.
Deiliskipulagsbreytingin er framsett á uppdrætti í mælikvarðanum 1:2000. 5,6 ha svæði er skipt upp í þrjár frístundalóðir og eina sameignarlóð. Fyrir eru tvö hús á svæðinu.
Athugasemdafrestur var frá 23.09.2021 til og með 28.10.2021.
Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis, dags. 17.12.2021, Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins, dags. 21.12.2021 og Minjastofnun Íslands, dags. 14.01.2022.
Engar efnislegar athugasemdir bárust.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 463
202202026FFundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
8.1. Seljadalsvegur Í Miðdal 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
202201397Reykjamelur ehf. Engjavegi 10 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri frístundahús á tveimur hæðum á lóðinni Seljadalsvegur nr. 4 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 125,1 m², 438,8 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
8.2. Seljadalsvegur Í Miðdal 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
202201398Reykjamelur ehf. Engjavegi 10 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri frístundahús á tveimur hæðum á lóðinni Seljadalsvegur nr. 6 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 125,1 m², 438,8 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
8.3. Seljadalsvegur Í Miðdal 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
202111250Reykjamelur ehf. Engjavegi 10 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri frístundahús á einni hæð á lóðinni Seljadalsvegur nr. 8 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 168,8 m², 593,5 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
8.4. Seljadalsvegur Í Miðdal 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
202111249Reykjamelur ehf. Engjavegi 10 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timri frístundahús á einni hæð með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Seljadalsvegur nr. 10 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 124,1 m², 444,3 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
8.5. Seljadalsvegur Í Miðdal 12 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
202111248Reykjamelur ehf. Engjavegi 10 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timri frístundahús á einni hæð með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Seljadalsvegur nr. 12 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 124,1 m², 444,3 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.