6. maí 2022 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) varamaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Lára Dröfn Gunnarsdóttir umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Kristinn Pálsson Skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Heildarendurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030202005057
Lögð eru fram til kynningar og umræðu fyrstu heildardrög greinargerðar nýs aðalskipulags Mosfellsbæjar 2020-2040. Drögin taka á flestum köflum endurskoðunar.
Skipulagsfulltrúi og ráðgjafar kynntu drög að tillögum og uppdráttum. Skipulagsnefnd samþykkir að starfsfólk og ráðgjafar aðalskipulagsins vinni áfram að nýju skipulagi.
Samþykkt með fimm atkvæðum.Bókun Sveins Óskar Sigurðsson fulltrúa M-lista, Miðflokks:
Fulltrúi Miðflokksins vill taka það fram að nýtt aðalskipulag er unnið á seinustu dögum kjörtímabilsins. Eðlilegra hefði verið að lítt kynnt skipulag fyrir Blikastaðaland fengi ítarlega umfjöllun í skipulagsnefnd. Nefndin hefur fengið ítarlegri kynningar á skipulagi á öðrum svæðum innan bæjarmarka og eðlilegt hefði verið að gæta jafnræðis og taka þær hugmyndir til umfjöllunar samhliða.Bókun Stefáns Ómars Jónssonar fulltrúa L-lista, Vina Mosfellsbæjar:
Það er einkennileg tilfinning að vera á þessum fundi að fjalla um endurskoðun aðalskipulags þar sem m.a. er verið að ræða hlutverk rammaskipulags í endurskoðun aðalskipulags fyrir Mosfellsbæ, sérstaklega í ljósi nýgerðs samnings milli Blikastaðalands ehf. (Arion banka) og Mosfellsbæjar, þar sem bærinn er orðin samstarfsaðili félagsins varðandi framgang skipulags fyrir landið.Bókun fulltrúa D- og V-lista, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingunnar:
Vinna við endurskoðun aðalskipulags hefur verið unnin allt kjörtímabilið í mjög góðri sátt allra flokka í skipulagsnefnd. Það er því alrangt að verið sé að vinna að breytingu í einhverjum flýti rétt fyrir kosningar. Vinna við endurskoðun aðalskipulags heldur áfram á nýju kjörtímabili. Varafulltrúi Miðflokksins í skipulagsnefnd er greinilega alls ekki inn í þeirri vinnu sem hefur verið í gangi allt kjörtímabilið.Gestir
- Edda Kristín Einarsdóttir
- Björn Guðbrandsson