9. apríl 2021 kl. 07:00,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Anna Margrét Tómasdóttir umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Kristinn Pálsson Skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Heildarendurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030202005057
Á fundinum verður fjallað um stofnanir, frístundasvæði og reiðleiðir á opnum og óbyggðum svæðum. Einnig verður farið yfir nokkur þeirra fjölmörgu erindi sem vísað hefur verið í endurskoðun aðalskipulags og tilheyra þessum málaflokkum. Ráðgjafar aðalskipulagsins Björn Guðbrandsson og Edda Kristín Einarsdóttir hjá Arkís og kynna erindi umræddara málaflokka.
Edda Kristín Einarsdóttir hjá Arkís kynnti samantekt.
2. Selholt - umsókn um breytingu á aðalskipulagi201905216
Óskað eftir að breyta nýtingu lands L-123760 og L-123761 úr landbúnarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð.
Lagt fram og kynnt.
3. L222515 við Hafravatn - breyting á aðalskipulagi202005057
Óskað er eftir að fá að breyta lóð L-222515 við Hafravatn úr óbyggðu svæði í svæði fyrir frístundabyggð.
Lagt fram og kynnt.
4. Helgadalur - ósk um breytingu á landnotkun201812171
Óskað er eftir að breyta landnotkun á jörðinni L-123636 í annars vegar blandaða landbúnaðar- og íbúðarbyggð og hins vegar í frístundabyggð.
Lagt fram og kynnt.
5. Lynghóll í landi Miðdals - breyting á aðalskipulagi202006488
Óskað er eftir að fá að breyta nýtingu lands L-199733 úr óbyggðu svæði í svæði fyrir frístundabyggð.
Lagt fram og kynnt.
6. Miðdalsland landnr. 199733 - ósk um breytingu á aðalskipulagi201901309
Óskað er eftir að óbyggðu svæði í landi Miðdals verði breytt í frístundabyggð.
Lagt fram og kynnt.
7. Hamrabrekkur 5 - breyting aðalskipulags201809340
Óskað er eftir breytingu á aðskipulagi á landi L-124652 þannig að hægt sé að heimila þar reksturs gistiheimilis.
Lagt fram og kynnt.
8. Heytjarnarheiði - ósk um breytingu á landnotkunarflokkum201903466
Óskað er eftir að breyta L-224008, L-226500, L-226499 og L-226627 úr óbyggðum svæðum í frístundabyggð.
Lagt fram og kynnt.
9. Frístundaland við Hafravatn L125485 - ósk um byggingu sumarhúsa202007345
Óskað er eftir uppbyggingarheimild á landi L-125485 við norðanvert Hafravatn.
Lagt fram og kynnt.
10. Elliðakotsland L123632 - aðalskipulagsbreyting202103679
Óskað er eftir að fá að breyta lóð L-123632 við Elliðakot úr óbyggðu svæði í svæði fyrir frístundabyggð.
Lagt fram og kynnt.
11. Endurskoðun aðalskipulags - endurskoðun reiðleiða201903149
Óskað eftir að reiðleiðir verði endurskoðaðar í nýju aðalskipulagi.
Lagt fram og kynnt.
12. Tilfærsla á reiðstíg - Ístakshringur202008817
Óskað er eftir að hluti reiðleiðar Ístakshrings verði færður til.
Lagt fram og kynnt.
13. Reiðstígur í Húsadal L219227 og L219228 - breyting á aðalskipulagi202008002
Óskað er eftir að reiðstígur í gildandi aðalskipulagi verði fjarlægður úr landi Húsadals.
Lagt fram og kynnt.